Dagur - 30.04.1960, Side 2

Dagur - 30.04.1960, Side 2
2 Ungmennafél. Æskan á Svalbarðsströnd 50 ára Sigurður Lúther Um síðustu alclamót fór rnikil fíelsis- oft framfaraalda um ís- lenzkt þjóðlíf. Skáldin ortu brenn- andi ættjaróarljóó og hvcittu nng- dóminn óspart tif dáða og drengi- legra athafna fyrir land sitt og j>jóð. Þá voru starfandi ýmis félög í sveitunum. Oll voru þau aðeins ívrir fullorðna fólkið. Brátt vildu unglingaruir hafa sín eigin féliig. Temja sér fundar- skcip og l'egra meðferð móðurmáls- ins í neðu og riti. Arið 1903 stofnuðu unglingar á fjcirum fremstu bæjurn Sval- barðsstrandar Ungmennafélagið Æskuna. Það starfaði um sjö ára skeið í sa-ma anda og ungmennafé- lcigin síðar gerðu. A stolnfundi þess * voru meðlimirnir 15 karl- menn og 6 konur, eða 21. Það hélt 30 fundi til skiptis á bæjunum. Rædd voru 46 mál. meðal þcirra framfaramál, sem síðar hefur ver- ið hrundið í framkvæmd. I.jóst er af þessu, að ungmenna- félagsskaptírinn er hér sem víðar í raun og veru eldri en almennt er talið. V.uðveittar eru allar fundar- gerðir og reikningar þessa félags, sem er undanfari Umf. Æskan, er nú verður minnzt. Á aðalfundi Æskufélagsins 16. jan. 1910 hreyfir Aðallceiður Bald- vinsdóttir. Veigastöðum, þvt máli, að félagið breyti sér í ungmenna- félag fyrir alla sveitina. Var það samþykkt. Ungmennafélagið Æskan var stofnað 7. marz 1910, sem fclag allrar sveitarinnar. Meðlimir urðu -10. Hala oftast verið um 50, flestir 66 1935. Stefnuskrá, líig og reglur hafa verið svipuð' og annarra ung- mennaféfaga. Meðlimir liafa verið 153 karlm. og 119 konur, alls 272. Búsettir éru í sveitintii 60 karlmenn og 32 konur, alls 92. Utan sveitar 76 karlm. og 72 konur, alfs 148. Dán- ir eru 17 karlm. og 15 konur, alls 32. Fuíidir hafa verið haldnir 265, eða 5.3 að meðaltali á ári. Rædd hafa verið 448 mál auk málefua, er koma fyrir árlega og jatnvef á hverjum fundi og eru fasttengd ár- legurii athöfnum. Fjöldi nefncla hefur starfað og haldið marga lcindi. I fyrstu stjcirn Umf. Æskan voru þessi: Formaður Ferdinand Krist- jánsson, Mevjarhóli, nú bóncli í Spcinsgerði, ritari Fryggvi Krist- jánsson, Mevjarlióli, nú í Brekkug. 15, Ak., gjaldkeri Aðalsteinn Hall- dórsson, Gelclingsá, dáinn. Framan af árum hélt félagið fundi sína og samkomur á bæjun- um við þriingan luisakost en mikla gcstrisni, velvild og tilhliðrunar- semi húsráðenda. Haustið 1913 stofnar félagið liúsbyggingarsjóð og byggði, ásamt öðrum félögum hreppsins sam- komuhús 1922. Ba-tti það úr brýnni þcirf og liefur verið griða- staður félagsins síðan. Þótt lnisið þætti veglegt þcgar það var reist, hata kriifurnar eðlilega aukiz.t með breyttiím tímum.'svo að mi er haf- inn uncfirbiiningur að byggingu félagsheimilis í sveitinni. Umf. /l.skan stolnaði Sparisjcið Svalbarðssirandar 1914. Hann var í fyrstu sem aurasjóður barna, en segja má að „mjiir sé mikils vísir", því hann óx brátt og er nú orðinn iiflug lánsstofnun. Félagið starf- rækti ^jóðinn á sína ábyrgð um 20 ára skeið. Þá' taldi ]>að nauðsyn bera til þess að auka tryggingu hans, afla honum meira álits og efla viixt hans og viðgang, Honum var ]>ví brcytt árið 1935 í sjálf- stæða stofnun með stjcirn og á- byrgð tólf rnanna, og hefur sú skipan haldizt síðan. Fítir skipu- lagsbreytinguna hefur Sparisjóð- iirinn vaxið iirt, og er það mikið fagnaðaréfni, hvc stofnun haris og starfsemi hefur verið giftudrjúg fyrir þetta byggðarlag. Árið 1911 gaf Helgi bcindi Lax- dal í Tungu Unrf. Æskan og Kven félagi Sva 1 barðsstrandar land til trjáræktar. Unnu félögin sameig- i n lega að ]>essu máli og komu u pp ftigrum gróðrarreit, scnr er norðan við samkomufnisið. Oll viuna við reitinn. sem og cinnur verkefni, liefur verið þegnskaparvirma. Félagið byggði sundpoll og sá um sundkennslu í mörg ár í költlu vatni og oft við slæm skilvrði en með góðum árangri. Það stóð og að byggingu sundlangarinnar við 'Fungulaug. Kenusla hófst þar ár- ið 1932, og hefur oft verið kennt þar síðan. Liggur nú fyrir að end- urbyggja laugarhúsið, en það lrús skemmdist stórlega í stiirviðri í ársbyrjun 1954. Verið cr að gera íþróttavöll neð- an við simdlaugiua á landi, sem hjónin þiij Laxdal og Hulda Jóns dóttir gáfu Umf. Æskan úr jörð- iruii Mcðalheimi. Nokkur íþrcittastarfsemi hefur verið lijá féfaginu allt frá stofnun þess. Framaii' af var glíma, sund, hlaup og skíðaíþrótt aðallfega stundað. I þessum greinum eign- aðist féfagið verðlaunapeninga, er oft var kcppt um. Eftir að ungmcnnafélagið gekk í U.M.S.E. 12. febr. 1938, lærist nýtt líf í íþrcittastarfsemina. Félag- ið fær sendikennara samhandsins. Halclin eru námskeið með íþrótta- sýningum í lok þeirra. Nemendur hafa -verið 35—60. Kcnnsludagar 20—30. Um þetta hefur alltaf vér- ið samvinna við harnaskólann. Námsgreinar llafa verið alhliða íþrcittir, leikfimi, þjóðdansar, knattlcikir og sund. Félagið hefur eignazt nokkuð af íþrcittaáhökl- um. Á síðustu árum hefur skák verið nokkuð iðkuð. Leikstarfsemi hefur vcrið all- mikil og scrlega vinsæl. Ifala mörg leikrit verið sett á svið og margir félágsmenn og utanfélags farið með hlutverk og gert fólki glatt í sinni. Haklin hafa vcrið scingnám- skeið, farið í skcmmtifcrðir til fjarlægra staða og halclið uppi fjcilþættu skemmtanalífi ög tekið þátt í heimilisiðnaðar.sýningum. samnorrænni sundkeppni og skíða landsgöngu. Gefin liafa verið út sveitarblcið. Fyrst Búkolla síðar Hrímfaxi og Hvcit. Áttu ]>au að æfa menn í að setja fram hugsanir sínar í ritiiðn máli, eins og umræðufundirnir tiimdu nicinnum ræðumennsku. Spiluð hefur verið framsóknar- vist, scm er mjög vinsæl. Til fjáröflunar hafa stundum verið ræktaðar kartöflur, ol'tar var heyjað, og á árunum 1912—1916 hafði félagið heyforðabúr, sem álti að vera til hjálpar í harðindum. Fjármunir félagsins hafa gengið til mannúðar- og mcnningarmála jafnciðum og þeirra hefur verið aflað. Innan félagsins hefur verið barnadcild lrá því 1937, sem nefn- ist Æskulýðsdeild Umf. Æskan. Hún hefur einkafjárhag, en starf- ar undir stjórn og leiðscign aðalfé- lagsins. Starfið hefur verið við barna hæfi: Fundahcild, lcikir, fé- lagsblað, skemmtiferðir og farið á grasafjall. Þá sjá börnin um jóla- póstinn vinsæla. Taka bréf og böggla á b.verjum bá á Þorláksdag og koma öllu til skila á aðfanga- dag jiilá. — Haldin er jóiatrés- skcmmtun með aðstoð fullorðna fólksins. Það er ljóst, að athafnir Umf. Æskan hafa verið fléttaðar saman af staríi, námi og leik. Þannig á það líka að.vera. Fram undan eru mcirg verkefni. Æskan á gcifuga hugsjcin að vinna fyrir. Hana dreymir dáðríka drauma, sem hún leggur sig fram um að látá rætast. Til þess binzt hún samtökum í ungmennafélagsskapnum, að hún vill að uppvaxandi æska verði þjóðhollir, harðgerðir, víðsýnir menn, hófsamir og drenglyndir. Gciður ungmennafélagi er jafn- framt góður þjóðfélagsþegn. Margir hafa starfað í stjórn Umf. Æskan allt frá stofnun þess, en enginn eins lcngi og Guð- mundur Benediktsson á Breiða- bóli, scm gegut llefur stjórnar- stiirfum í 25 ár. Nú eru í stjórn félagsins: For- maður Haukur Berg, Svalbarðs- eyri, ritari Steingrímur Valdimars- son, Heiðarholti, gjaldkeri Llreinn Ketifsson, Sunnuhlfð. A þessum tímamcitum í siigu fé- lagsins eru efst í huga fjölmargra velunnara þess (iskir um farsæla framtið og hamingjuríkt starf. Þykir svo hlýða að enda þessa grein með hinum lögru ljóðllnum Jóns Magnússonar skálds: Ollum þeim, sem starfið studdu, stciðu fremst og veginn ruddu, þiikk sé þúsundföld. Breiðabcili 7. marz 1960. Guðmundur Bencdiktsson. Nokkur minnmgarorS Þegar Sigurður Lúther var aUur, Var saga sérstæðs manns á enda. Skaparinn sýndi honum þá tillitssemi að kaila, þegar bóndinn var að vinna þau skyldustörfin, sem honum voru hugleiknust í búskapnum, og hann hné niður með fangið fullt af ilmandi heyi. Ungur fór Sigurður Lúther í Búnaðarskólann á Hólum og lauk þar námi eftir tvo vetur. Síðan. varð haim fjármaður þar og minntist oft síðar, veru sinn- ar á Hólum. Góður liðsmaður var hann í félagsskap Hóla- manna. Eftir heimkomuna hóf hann. búskap á föðurleífð sinni að Ulfsbæ í Bárðardal og var móð- ir hans, Hólmfríður, ráðskona hjá honum. Síðan reisti hann nýbýlið Fosshól og þar varð starfsvettvangur þeirra mæðg- ina þrjá áratugi. Fosshóll varð eins konar miðstöð nærliggj- andi sveita, enda byggður á krossgötum. Þar var símastöð, póstafgreiðsla og greiðasala, og þar var hvers konar fyrir- greiðsla önnur, sem einstök var og engu lík nema hinu hjálp- fúsa hugarfari Sigurðar Lúth- ers. Ferðalög á bifreiðum, hest- um og fótgangandi voru merkir þættir í ævi bóndans á Foss- hóli og sýslunga hans. Sem BLOTSYRÐI í RÍKISUTVARPINU „Heill og sæll, Dagur minn! Það er nú orðið langt síðan að eg hef sent þér línu. í þetta sinn hef eg einkum í huga að gera að umtalsefni orðalag á flutningi útvarpsefnis, það er stóryrði sem þar eru notuð. Eg hef lengi verið dálítið hneyksl- aður þeim flutningi og finnst ástæða til að einhver segði áht sitt á því efni, en þar sem eg hef ekki orðið þess var að neinn hafi gert það, get eg ekki orða bundist lengur. Vænti eg þess að þú misskiljir það ekki, því að auðvitað átt þú enga sök þar á. Eg var í dag að hlusta á leik- rit sem flutt var í útvarpið, ekki vissi eg nafn á því, og finnst það ekki skipta máli hvað það hét. Biótsyrði voru þar kröftuglega framreidd, og marg endurtekin. Ekki svo að skilja, að það sé nýtt að heyra slíkt í útvarpinu, eg held að óhætt megi telja að síðari árin hafi slíkt heyrzt meira og minna, og jafnvel farið vaxandi heldur en minnkandi. Mér hefur oft verið hugsað sem svo: Hvaða orsakir liggja að því að hlustendum er boðið upp á svona lagað? Er um að kenna smekkleysi þeirra sem útvarpinu stjórna? Eða er þetta í rauninni talin frambærileg vara til hlustenda? Jæja, hvað sem því líður, þá vil eg and- mæla slíkri framleiðslu á um- ræddum vettvangi. Eg álít að vel megi bera fram útvarpsefni svo að vel sæmilega fari á, án þess að krydda það kröftugum blótsyrðum, sem, að því er eg álít, að öllum séu ekki fyllilega geðþekk. ESa er það svo að skilja að þetta sé talinnmenning ai-auki? Eg hef heyrt talað um að ríkisútvarpið sé talið menn- ingartæki, og get eg tekið undir það á vissan hátt, en þess ber að gæta í því sambandi,' að menningu má gera að ómenn- ingu, og í þessu sambandi lætur nærri að svo sé gert. Getur það verið, að enginn sé sá til í hópi hlustenda, sem hafi andúð á slíku í útvarpi? Eg hefði álitið að þeir væru nokkuð margir, og það get eg látið fylgja hér með, að eitt sinn var eg staddur á heimili, þar sem börn voru. Útvarpið var í gangi og blóts- yrði barst að eyrum hlustenda í gegnum það: Þá segir eitt barn- ið: „Mamma, lokaðu útvarpinu, það er ljótt í því.“ Bragð er að, þá barnið finnur, segir máltæk- ið, og má hér til sanns vegar færa. Undanfarin ár hefur verið hart gengið eftir að innheimta af- notagjald af útvarpi. Hvað er- um við eiginlega að borga þeg- ar við greiðum afnotagjaldið? Jú, við erum að greiða fyrir það efni, sem við höfum hlustað á og ætlum okkur að hlusta á í gegnum útvarpið. Þeir, sem út- varpinu stjórna, verða að gera sér ljóst, þegar hart er gengið eftir greiðslu, að hlustendur geti verið ánægðir með það, sem þeir greiða fyrir. Það hefur verið sagt, að auðvelt væri að skrúfa fyrir útvarpið, ef við- komandi ekki vildi hlusta á það sem það flytti. Á þá að skilja það svo í þessu sambandi, að verið sé að neyða einhvern hóp hlustenda til að loka sínu tæki, þeir ekki hlusta á ósómann. Og hvílíkur páskaboðskapur ér það, að bjóða fólki upp á svona lag- að sjálfa hátíðisdagana, og það á eftir jafn ágætri dagskrá eins og mér fannst margt af því vera sem flutt var í útvarpinu sjálfa hátíðisdagana, það fannst mér sannkallað smekkleysi. Jæja, Dagur sæll! Eg hef þá víst gerzt nógu langorður og læt eg því staðar numið að sinni. Á annan páskadag 1960. S. K.“. ferðamaður og gestgjafi var Sigurður á Fosshóli lands- þekktur maður og vini átti hann og vinkonur um þvert og: endilangt ísland. Við Sigurður vorum eitt sinn. staddir á Akureyri í vetrarferð. Bílinn þurftum við að skilja eft- ir austan Vaðlaheiðar, því að ófært var yfir heiðina. Sigurður var á þönum langt fram eftir degi, fram og aftur um bæinn,. til að kaupa óteljandi hluti fyr- ir kunningjá og nágranna fyrir austan. Þegar við loksins lögð- um af stað, var bággi hans orð- inn undraþungur, og minnst af því átti hann sjálfur. Þannig: var í raun og veru allt ævistarF Sigurðar: Að gera mikið fyrir aðra en minna fyrir sjálfan sig. og hafa af því óblandna gleði og lífshamingju. Sigurður var alla ævi ókvæntur og bjó með móður sinni, sem enn lifir, háöldruð. En hann eignaðist dóttur, Hólm- fríði að nafni, sem var honunx sólargeisli á lífsbraut hans síð- ustu 20 æviárin. Bráðum kemur vor í dal og lífið heldur áfram. Menn ferð- ast, skemmta sér á samkomum, og það er jafnvel farið á dorg í heiðavötnum. En það er minni gleði á ferðum, þegar Sigurð vantar. Það vantar hetjuna I hópinn, manninn, sem skipu- lagði hverja ferS og var hrókur alis fagnaðar, þar sem menn komu saman til að blanda geði eða ferðast. Saga Sigurðar á Fosshóli er öll. En í minningu samtíðarinn- ar, og svei,tunga hans ekki sízt, er margt að þakka við leiðar- lok. Og ekki mun þeim manni gleymt, sem gerði fyrirgreiðslu- störf að ævistarfi af einlægri fórnarlund. Sigurður Lúther. Eg þakka þér fyrir góða samfylgd og sendi þér mína beztu sumar- kveðju yfir á landið, þar sem birtan dvín aldrei. Bragi Benédiktsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.