Dagur


Dagur - 30.04.1960, Qupperneq 4

Dagur - 30.04.1960, Qupperneq 4
4 |i:lll|ipii|||| VELTUÚTSVARIÐ ILLRÆMDA SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN, ásamt hand- bendi sínu, sem enn kennir sig við alþýðuna, hyggst koma samvinnufélögunum á kné með lagasetingum. Svifta skal samvinnumenn yfir- ráðum yfir sínu eigin sparifé í innlánsdcildum, og svo á að leggja á samvinnufélögin hið ill- ræmda veltuútsvar, einnig af viðskiptum við fé- lagsmenn. En veltuútsvarið er hih óréttlátasta skattheimta, eins konar uppvakningur í skatta- kerfi landsins, sem fáir mæla bót. I»að kemur sérlega hart niður á þeim, sem fyrst og fremst hafa mikinn, óarðbæran verzlunarrekstiu-, svo sem samvinnufélögin. >au taka að sér marghátt- uð viðskipti, sem er bein þjónusta við fólkið, en sannanlegur baggi frá verzlunarlegu sjónarmiði. Veltuútsvarið yrði þannig refsing á þá, sem mesta og bezta þjónustu veita öllum almenningi. I öðru lagi er veltuútsvar óinnheimtanlegt að fullu hjá þeim aðilum, sem ekki þurfa að leggja fram endurskoðaða reikninga eða eru háðir því aðhaldi fólksins, sem samvinnufélögum er aftur á móti skylt. Skattalögin, samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar, heimila 2—3% álagningu veltu- útsvars. En það gildir þó aðeins utan Reykjavík- ur, en þar má það ekki hækka frá því sem verið hefur, en þar hefur það verið undir 1%. Þetta er köld kveðja til landsbyggðarinnar. Formælend- ur hins framkomna útsvarsfrumvarps segjast aðeins vilja láta eitt yfir alla ganga. Þeir viður- kenna engan eðlismun á samvinnufélagi og ein- staklingsfyrirtæki. Allir vita þó vel, að verzlun samvinnumanna og einstaklinga er ekki sam- bærileg. Um samvinnufélögin gilda sérstök lög, sem ákveða hversu ráðstafa skal tekjuafgangi, auk þess sem aðalfundur samvinnufélaga, þar sem allir félagar hafa málfrelsi og allir fulltrúar jafnan atkvæðisrétt, ákveður. Eigandi einstakl- ingsverzlunar ráðstafar tekjuafgangi að eigin vild og getur meira að segja flutt hann á annað landshorn hvenær sem er, svo sem mörg dæmi sanna hér á Akureyri. Hins vegar eru samvinnu- félögin algerlega staðbundin og hafa það hlut- verk eitt, að starfa fyrir fólkið á viðkomandi fé- lagssvæði. Mikið af verzlun samvinnufélaga er umboðssala innlendra afurða, þar sem framleið- endurnir fá nákvæmlega það verð fyrir vöruna, sem hún selzt fyrir, að frádregnum sannanlegum kostnahi. A|lir hljóta að sjá ±iversu aug/ljóa rangindi eru, að leggja veltuútsvar á þennan hluta verzlimarinnar, rétt eins og um væri að ræða smásölu á erlendri vöru, og auðvitað kem- ur þessi skattur þungt niður á bændum. Svo ólík eru samvinnufélög einstaklingsverzluninni, að gróðasjónarmiðin eru af ólíkum toga. Fram- kvæmdastjóri samvinnufélags og stjóm þess hagnast t. d. ekkert á velgengni félagsins, um- fram aðra félagsmenn. Þar er hagkvæm verzlun aðeins gróði fólksins. En kaupmenn hagnast sjálfir á arðsamri, eigin verzlun. Þessi mikli munur er viðurkenndur í öllum löndum, nema hjá íslenzkum auðhyggjumönnum, sem þykir nú tími til þess kominn að sýna samvinnumönnum vald sitt, þó að lítið sé um dýrðina. Samvnnufélögin þurfa að eiga málsvara í öll- um þrepum félagsmálanna, allt upp í ráðherra- stólana, svo margslungið er viðskiptalífið og samofið aðgerðum æðstu stjórn landsins í efna- hags- og viðskiptamálum. En sá er boðskapur íhaldsins, bæði fyrr og síðar, að samvinnufélögin ciga að halda sig sem allra lengst frá pólitíkinni og pólitíkin verði að halda sig víðs fjarr sam- vinnufélögunum. Hér, eins og á mörgum öðrum sviðum, .sézt, hváð íhaldið meinar, þegar það segir, að sam- vinnufélög megi ekki óhreinka með pólitík. Það vill vamarlausa andstæðinga. Kðupa ðllt fra fvinnakeflum upp í jarSyrkjuvélar Hinn 6. marz 1928 fluttu bændur um 1600 lítra af mjólk til hins nýja fyrirtækis, Mjólk- ursamlags KEA, sem þann dag hóf störf. Ungur Eyfirðingur, Jónas Kristjánsson, veitti því forstöðu. Akureyrarkaupstaður var vaxandi bær. Bændur í hérað- inu höfðu möguleika til mikill- ar mjólkurframleiðslu. Hug- sjónir samvinnunnar leystu þetta sameiginlega hagsmuna- mál framleiðenda og neytenda með stofnun Samlagsins. Bænd- ur stóðu vel saman og hugsuðu fram í tímann, einnig þeir, sem bezta höfðu aðstöðuna til að selja neytendum beint og'milli- liðalaust. Nú er ekki deilt um Mjólkursamlag KEA, og allir sjá hver lyftistöng það hefur verið bændastétt héraðsins. — Neytendur lærðu skjótt að meta hinar ágætu mjólkurvörur, sem einnig náðu viðurkenningu hinna vandlátustu norðanlands og sunnan. Framkvæmdastjóri hinnar nýju stofnunar varð einn af merkustu brautryðjendum mjólkuriðnaðarins í landinu. En þegar litið er til ársins 1928, þegar fyrsta mjólkin barst hinni nýju mjólkurstöð, flutt þangað á hestvögnum og sleð- um, svo sem tíðast var á þeim árum, verður Ijóst að miklar breytingar eru á orðnar. Fyrr og nú. Mjólkurframleiðendur voru 217 strax á fyrsta ár- inu, en eru nú um 580 úr öllum hreppum sýslunnar og nálæg- um hreppum S.-Þingeyjarsýslu að auki. Daglega berast nú 30—40 þús. 1. mjólkur til Samlagsins, fluttir á 15 stórum flutningabílum, auk minni bíla og dráttarvéla frá býlum í bæjarlandinu. Fyrsta árið lögðu bændur inn 580 þús. lítra mjólkur og fengu fyrir hana 134.787.00 krónur. — Síðasta ár var mjólkurmagnið um 13 milljónir lítra og árið 1958 fengu bændur á Samlags- svæðinnu kr. 44.793.283.00 fyrir mjólk sína. Fyrsta árið fengu bændur rúma 23 aura fyrir lítrann og síðar enn minna. Árið 1958 fengu þeir hartnær 349 aura. En hér er um annan verðgrund- völl að ræða. Um mjólkurverðið til neyt- enda hefur oltið á ýmsu, sér- staklega eftir að hið opinbei'a tók upp niðurgreiðslu- og upp- bótarkerfi það, sem frægt er orðið og enn stendur. En neyt- endur á Akureyri torga ekki nema um einum fimmta hluta þessarar framleiðslu, og eru framleiddar ýmsar mjólkurvör- ur úr meginhluta mjólkurinn- ar, svo sem margar tegundir osta, smjör, skyr o. fl. Mjólkurbílstjórarnir. Ein er sú stétt manna, sem sjaldan er að miklu getið, en er þó hinn nauðsynlegi tengiliður sveita og kaupstaða. Það eru mjólkurbílstjórarnir, sem dag hvem flytja hinar dýrmætu framleiðsluvörur hingað til Bemharð Pálsson. ist í benzínið. En það munaði þetta allt í einni ferð. Tækni, nógu. Eg brenndi mig dálítið á sjáðu, og leti með. Sérðu ekki höndum. En það þurfti ekki að að eg er farinn að fitna? reka á eftir farþegunum út úr Og stundum fáið þið vondar bílnum, skal eg segja þér. Hví- vetrarferðir? líkt fjaðrafok, maður. Já, fyrir kemur það, jafnvel i Stundum erfitt færi? vetur. í einni ferðinni var eg 18 Víst kemur það fyrir, þótt klukkustundir aðra leiðina og víða sé það nú verra. Lengst 19 hina. Annars hafa vegirnir hef eg verið 10 tíma héðan og stórlega batnað á síðari árum, fram í Grund, og var þá mokað einnig hafa bílarnir stækkað til með skóflum mestalla leiðina. stórra muna. Þótt maður festist sem snöggv- Svo vildi eg einu sinni ast í drullupytti eða skafli, er leggja af stað með mjólkina það svo sem ekki í frásögur að kveldi, því að mér fannst færandi, jafnvel ekki þótt mað- veðurútlitið illt. Mjólkurflutn- ur þurfi að stinga fóðurbætis- inganefnd vildi bíða til morg- poka undir eitt hjólið, en það uns og sjá til. Svo var beðið hef eg nú bara gert einu sinni. eftir veðurfregnunum kl. 9 um En þetta helvíti dugar ekki, því morguninn, og spáin auðvitað að eg er að verða of seinn og vitlaust veður. Þá var lagt af bíllinn í órétti hér fyrir utan. stað. Hann brast á með stór- Svo er Bernharð rokinn. hríð. Við komumst við illan leik að Þórsmörk. — Farþegar voru fjórir. Til þess að níðast Valdimar Kristinsson ekki of mikið á.vgestrisni fólks; ins á einum stao, ætluðum vio Valdimar Kristinsson frá ag skipta okkur niður á bæina, Höfða hefur flutt mjólk úr eins og hrafnarnir, tveir á Grýtubakkahreppi í 13 ár. í hvern. Einn ætlaði að stytta dag er hann órakaður og úfinn, ■ sér leið til næsta bæjar og láta líka sveittur. Það er mikið að vita þegar hann væri þangað gera í dag. Allir kannast við kominn. Hann hringdi ekki um Valda í Höfða. kvöldið eða nóttina. Við töld- Hvernig líkar þér starfið? urn hann hreinlega af, því að Eg held eg væri nú hættur, það Var vitlaust veður. Um og það fyrir löngu, ef mér lík- morguninn hringdi hann. frá aði það ekki vel. Og eg ætlg aþ„ Akureyri, hafði hlaupið þangað halda áfram að aka mjólkinni um nóttina. Þessi ferð hófst á þangað til eg verð rekinn. föstudegi. Að Mjólkursamlagr Hefur það nokkurn tíma leg- inu komum við kl. 10 á sunnu- ið við borð? dagskvöld. Það var hálfgerS Tölum ekki um það. Stund- klakaferð. Allt botnfrosið í um vill maður fá örlítið meira brúsunum. Einn varð að halda fyrir flutninginn, en mjólkur- vörð til að losa brúsalokin, því flutninganefndin vill spara, og að annars sprungu mjólkurbrús- þá veiztu hvernig fer. Þáð þarf arnir. að semja. Nú, alltaf hefur geng- Þú munt fá mörg sendibréf ið saman á endanum. fra frúnum á bæjunum? Hvernig líkar þér kvabbið? Þetta eru miðaskrattar, en Maður er nú farinn að venj- ekki sendibréf. Einn þeirra var ast því og það hefur minnkað um það, að eg átti að kaupa eftir að verzlunin varð fjöl- sperðla, en helzt hjá Jóni Þor- breyttari á Grenivík. En verzl- valdssyni, og heldur af sverari anir geta líka kvabbað. — gerðinni, sér líkuðu þeir betur. Kvabb fylgir mjólkurflutning- Nokkurn tíma slegist í bíln- unum. Það er ekki hægt að kom um? ast hjá því. En maður er farinn Aldrei nokkurn tíma, þar að læra það, að fara svolítið verður ástin yfirsterkari, ef skynsamlega að hlutunum.Fyrst nokkuð er, en þó mjög í hófi og fór eg kannski 3—4 ferðir nið- liggur helzt í loftinu, segir ur á Eyri í hinum og þessum Valdi með alvörusvip. erindum. Nú sameinar maður Framhald d 7. siðu. Valdimar Kristinsson. bæjarins utan af ströndum og framan úr dölum, bæði vetur og sumar, þeir flytjá daglega 30— 40 þús. lítra. Blaðið náði sem snöggvast tali af nokkrum elztu bílstjór- unum, sem lengi og að staðaldri hafa flutt aðalframleiðsluvöru bændanna og eina aðalfæðuteg- und bæjarbúa, mjólkina, hing- að til bæjarins. En sá er gállinn á þesusm bílstjórum, að þeir eiga oftast annríkt mjög og þykjast hafa annað þarfara með tímann að gera en að skrafa við blaðamenn. Bernharð Pálsson Bernharð Pálsson hefur stundað mjólkurflutninga um 20 ára skeið fyrir bændur í Hrafnagilshreppi, er manna ómyrkastur í máli, léttur í hreyfingum og léttur í lund. Hvernig var fyrsti mjólkur- bíllinn þinn? Eg hef nú aldrei átt neinn mjólkurbíl, þótt eg flytji mjólk, en mér er heldur vel við bíl- ana, sem eg ek og læt þá ekki gjalda þess, þótt eg sé ekki eig- andinn, Fyrsta farartækið var bráð- ónýt, yfirbyggð bíldrusla, rúta, ættuð frá BSA. Eg hafði í henni þrjá bekki fyrir farþega, en hitt fyrir brúsana og annan flutn- ing. Þá var nú ekki amaleg tíð- in. Byrjaði um haustið með ónýta keðjuræfla, sem entust til vors. Hefur nokkuð sérstakt borið við, sem í frásögur er færandi? Nei, blessaður vertu. Maður gengur eins og vél. Þetta er alltaf sama rútan, sami flutn- ingurinn. Eg hef aldrei hvolft, en stundum keyrt út af í snjó. Jú, svo kviknaði einu sinni í beyglunni fram hjá Kristnesi. Það var í sunnan grenjandi hríð og hvassviðri. Eg var að skila brúsunum þegar einhver kall- aði upp, að það logaði undir bílnum. Og það var rétt. Eg fór úr úlpunni og tróð henni yfir vélina og drap eldinn. Allar leiðslur, til dæmis kertaleiðsl- urnar, voru brunnar, og get- urðu ímyndað þér að þar hefur munað mjóu, að eldurinn kæm- 5 ÁDORGÁSVARTÁRVATNI Margt hafði ég heyrt um þá veiðiaðferð að dorga upp um ís og ráðgerð var för í Mý- vatnssveit til dorgveiða. En ekki varð af því. Hins vegar hringdi fréttaritari blaðsins á Fosshóli, ungfrú Hólmfríður Lúthersdóttir til mín á þriðju- daginn, 12. þ. m. og bauð mér í dorgveiðiferð með sér og nokkrum nágrönnum sínum. Og þrátt fyrir verstu veðurspá, stóðst eg ekki freistinguna og brá mér austur í Fosshól þá um kvöldið, en snemma átti að taka daginn næsta og veiða í Svartárvatni. Mál að vakna. Ég vaknaði við það klukkan hálf fimm um morguninn, eftir væran blund, að maður einn snarast inn í herbergið. Sá bauð glaðlega „góðan daginn“ og kvað mál að vakna og yla á könnunni. Þar var kominn Arnór bóndi í Borgartúni og hugði sig mæla við heimasæt- una. Varð honum stirt um mál, þegar ég svaraði rámum rómi, þar til honum skildist hver köttur sá var í bóli bjamar og að hér var ekki við fleiri að mæla. Brátt voru allir mættir og ferðbúnir, Þórir á Öxará, Flosi útibússtjóri, Björn á Ljósa- vatni, Hólmfríður, Amór og undirritaður. Þá var kaffi fram borið en síðan haldið af stað fram Bárðardal að austan, eftir illfærum vegi. Seinna morgunkaffið. Fremur er strjálbýlt í Bárð- ardal en víða vel búið. Allt frá Sandvík að Svartár- koti er heimilisrafstöð á hverj- um bæ. Við þær aðstæður er rafmagnið lúxus, miðað við að kaupa það frá rafveitum. Áður en klukkan varð 8, var ekið í hlað á Svartárkoti. Þar fengum við hinar ágætustu við- tökur hjá þeim mætu hjónum, Herði Tryggvasyni, bónda og konu hans, Guðrúnu Bene- diktsdóttur og drukkum annað morgunkaffið og ræddum um silungsveiði. Þeir ögruðu seppa. Svartárvatn liggur að túninu, ekki steinsnar norður frá bæn- um. Þar hafði ísa leyst á nokkru svæði og þar syntu 30 svanir eða kannski fleiri og gæddu sér á botngróðrinum. Þeir voru mjög gæfir, eins og væru þeir alifuglar. Heima- rakkinn gelti að þeim, en þeir styggðust ekki, en komu held- ur nær til að ögra seppa. Hörður lánaði okkur eitt og annað til veiðanna, svo sem skíði, því að ísinn var viðsjáll orðinn, ísjárn, dorgir og skrín- ur. Þau hjónin færðu okkur í hlífðarföt, eftir því sem þeim sýndist við þurfa. Allt kom þetta í góðar þarfir. Á „vatnaskiðum“. Ég fékk lánuð löng og breið „vatnaskíði“, ekki með neinu Olympiusniði, hélt bóndi, en þau mundu vel duga á ísnum og reyndist það rétt vera. Svo var haldið fram á ísinn. Svanirnir viku sér undan, en héldu síðan áfram að kafa og höfðu margt að skrafa. Okkur var ráðlagt að veiða sem næst skörinni, þar væri helzt veiðivon og svo röðuðum við okkur með nokkru millibili, hjuggum gat á ísinn, höfðum skrínurnar fyrir sæti og svo byrjaði veiðin. Dorgin og hvítmaðkurinn. Dorgin samanstendur af öngli, ofurlítilli sökku, sem höfð er mjög nálægt önglinum, girnisspotta allvænum og línu, en lengd línunnar miðast við dýpt vatnsins. En Svartárvatn er grunnt. Á enda línunnar er svo handfang, oftast íbogið og stundum fagurlega gert. Við notuðum hvítmaðk í beitu. Illa gekk mér að beita, þar til ég sá bónda opna annan enda maðksins, en stinga síðan öngl- inum í hinn endann. Um leið og maðkurinn er færður upp fyrir agnhaldið, snýst hann við, eins og sokkbolur. Þá átti nú að heita, að maður hefði lært að beita. Líklega eru þó ein- hverjir leyndardómar yfir því atriði, sem óvanur maður kann ekki skil á. En allt gekk þetta nú vel, þangað til fingurnir fóru að dofna af kulda. AHir með nokkra veiði. Eftir nokkra stund höfðu all- ir fengið einhverja veiði; spik- feita og fallega bleikju og allir voru í sólskinsskapi og svona hæfilega loppnir og hrollkaldir til að gleðjast ennþá meira yfir ágætum hádegisverði í Svartár- koti, þar sem m. a. var fram borinn silungur, veiddur á sama klukkutímanum. Hvílíkt hnossgæti. Hörður hafði tvo netstúfa undir ísnum og fékk 10 silunga þennan daginn og það var ekki „dauður netafiskur", heldur bráðlifandi, væn bleikja. Eftir hádegið var aftur farið að veiða. En áður en löng stund var liðin, var komið hið versta veður og hrakti það okkur af ísnum. En þá voru 60 silungar komnir upp á ísinn. Einn veiði- manna hafði misst feikna stóran silung, annar farið ofan í og flestir orðið reynslunni ríkari á einhvern hátt. Heitn á Ieið. Svo var haldið heimleiðis, með viðkomu og kaffidrykkju í Sandvík og á Fosshóli, þar sem leiðir skildu og hver hélt til síns heima, nema Björn á Ljósavatni, sem fylgdi mér á jeppa sínum og síðan fótgang- andi yfir Vaðlaheiði í versta veðri og er sá ekki einn á ferð, sem hefur Björn að fylgdar- manni. Heiðin var þá ófær bif- reiðum. Grimmd svananna. Senn vorar í Svartárkoti. ísa leysir af vatninu og svanirnir hætta að vera félagslyndir fugl- ar, en berjast harðvítugri bar- áttu, þar til ein hjón, aðeins, eru eftir. Þau búa sér hreiður, og fyrir fleiri svani er ekkert „hjartarúm“ yfir varptímann við Svatárvatn. Svanir eru mjög grimmir og verja hreiður sín af dirfsku og harðfengi. Það er engin skröksaga, að svanirnir drepi fullorðnar kindur er ger- ast of nærgöngular eggjum og ungum. Jafnvel tófan hefur týnt lífi sínu við svanahreiður. Fíeiri eru þar á ferð. Og þar eru fleiri á ferð. Minkurinn er búinn að finna Svartárvatn. Tveir hafa verið drepnir þar nærri, annar eftir 7 klukkustunda eltingarleik, þar sem þó voru vanir veiði- menn með tvo minkahunda, byssu og dynamit. Þetta var karlminkur, en það eru einatt Framhald á 7. siðu. mm OG ÞÝÐINGAR SVARTI DEMANTINN. Fyrst er minnzt á kol, svo að vitað sé, á 4. öld f. Kr. Gríski heimspekingurir.n Þeófrastus, sem var lærisveinn Aristótelesar, segir frá svörtum steingervinum, sem járn- smiðir í Lígúríu (Hluti af Norður-Italíu) hafi notað sem eldsneyti. En notkun kolanna mun þó vera eldri, því að forn- fræðingar hafa kcmizt að því, að þau voru notuð við lík- brennslu í Wales á bornsöldinni, fyrir meira en 3 þúsund árum. Koláaska hefur fundizt í bústöðum Rómverja og her- búðum frá 2. öld. — Á 13. öld sigldu svo kolaprammar meðfram strönd- um Englands á leið sinni til Lundúná. Þá voru menn mjög ófróðir um kolin cg notkun þeirra, og brátt komst almenningur á þá skoðun, að kolareykur væri eitraður. Játvarður kóngur fyrsti var nú heldur en ekki á sama máli, því að hann bannaði að brenna kolum, og lá lífláts- henging við. Álit roanna á „hinum svarta demanti“ bréyttist er tímar liðu, en þó hvarf ekki vantrúin og tortryggnin að fullu fyrr en á dögum Elísabetar I., en þá gátu aðeins ríkis- bubbar leyft sér að verma sig við kolaeld í húsum sínum. Skorsteinar og arnar voru i þá daga gerðir af járni, sem var mjög dýrt. Annað cruggt efni þekktu menn þá ekki. — Það var ekki fyrr en í lok 15. aldar, að múrsteinar vcru teknir í notkun í skorsteina og eldstæði, og þá varð hiti kolanna fyrst almenningseign. — En var sú skoðun, að kolareykur væri eitraður, svo mjög út í hött? Það er engan veginn víst. Hinn kolsvarti mökkur er kannski ekki bráðdrepandi, en læknar og heilsufræðingar munu þó ekki vilja telja hann alveg mein- lausan. Gott er a. m. k., að hann er að mestu horfinn úr úr andrúmslofti okkar íslendinga. ...1" i GÓÐ AÐFERÐ. Ungur listmálari í Kanada tók klútinn, sem hann hreinsaði penslana sína með, setti hann í ramma og sendi á málverkasýningu, þar sem verðlaun átti að veita fyrir beztu myndirnar. Hann fékk fyrstu verðlaun. I MIKILL STRAUMUR. Um það bil 13 milljónir manna ferðuðust á milíi Sví- þjóðar og Danmerkur árið 1959. Langflestir fóru á ferj- unum yfir sundið. Það er því ekki að ófyrirsynju, að þjóðum þessara landa hefur dottið í hug að byggja brú yfir Eyrarsund. EIGINLEGA ENGIN AUKNING. Eg heyrði í útvarpinu mjög nýlega, að framfærsluvísi- talan væri nú 104 — miðað við 100 í fyrra eða hitteð- fyrra. — Mig grunaði altaf, að dýrtíðin hefði ekki aukizt mikið síðan þá. Og svo er fólk að tala um, að allt hafi hækkað í verði. Það er því á misskilningi byggt, að miklu dýrara sé að lifa nú en t. d. í fyrra. Það er nefnilega ekki mikill munur á 100 cg 104, eins og allir vita, sem góðir eru í reikningi. Trúa menn kannski ekki vísitölureikningnum? Það er þó alveg óhætt, því að lærðir menn reikna, en góðir stjórnmálamenn hafa sett reglurnar. Mér léttir mikið, er eg hugsa til þess, að ekki skuli vera dýrara að lifa en raun ber vitni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.