Dagur - 05.05.1960, Page 1
.. .....................\
M Auíacn Fram.sóknak m anna
Ritstjóri: Erungí-'r 1)aví»s.son
SkRTFSTOFA f HAFNAHSTRAVn 90
Stmt 1166 . Setnintíö og prentun
ANNAST PrENTVERK OöPS
Björnssonar u.f. Ajkurevri
-.........' ..■............T.J
rr.-rr.Y-™.TT-.vrr-r.wr .vnr.r... .nrr .r-r;-f-.
Augi.ýsingastjóri: Jón Sam,-
ÓEl.S.SON . ÁRGANGURINN kostak
kr. 100.00 . G jaeödagi ER l. JÚU
Bl.aðíö KEMUR Ú r á miðvikudög-
U.M OG Á LAUGARDÖGUM
TF.GAR Ásr.T.ÓA ÞYKIR TÍI.
Tólf mílna reglan sigraði
sagði Hermann Jónasson í blaðaviðtali í gær
Það er ljóst, sagði Hermann Jónasson í blaðaviðtali við Tímann í
gær, að eftir þessa ráðstefnu (í Genf) verður 12 mílna reglan ekki
stöðvuð. Það er rétt, sem formaður sendinefndar Bandaríkjanna
sagði fyrir ráðstefnuna, að ef ekki tækist að stöðva 12 mílna regl-
una nú, mundi hún flæða yfir.
Einn fulltrúinn á ráðstefnunni, gætinn maður og hygginn, sagði
við mig: Bretar börðust gegn 6 mílum á ráðstefnunni í Haag 1930.
Ef þeir liefðu samþykkt 6 mílur þá, væru það alþjóðalög nú. Á ráð-
stefnunni í Genf 1958 gátu Bretar fengið samþ. 6 —6 rnílur og
takmarkaðan „sögulegan rétt“, segjum 10 ár. Þeir neituðu. En þeir
báðu um þetta nú — og þá var það of seint.
Minkur í Staðarbyggðarmýrum
Á mánudaginn þóttust garð-
yrkjumenn við Brúnalaug verða
minks varir þar nærri. Bændur
af næstu bæjum hófu þegar leit
og höfðu bæði skotvopn, skófl-
ur og góðu minkatíkina Skottu,
sem nú á heima á Syðra-Lauga-
landi þar í. sveit. Skotta fann
fljótlega slóðirnar og rakti þær
af miklum áhuga. Skurðbakk-
arnir á þessu svæði eru sundur-
grafnir af minkum og eru hol-
urnar gjarnan rétt við vatns-
borðið. Skotta synti í skurðun-
um og fann brátt það, sem hún
leitaði að. Komu skóflurnar þá
að góðum notum og var dýrið
grafið út og þess saga á enda.
í vetur varð vart við minka-
slóðir neðan við Laugaland.
Leit bar þó ekki árangur.
Skurðir og kílar voru undir ís.
En á einum stað var þó vök.
Þar lögðu leitarmenn silunga-
net yfir, svo að dýrið slyppi
ekki þar niður, ef það fyndist
og . eltingaleikinn bæri að vök-
inni. Leitinn var svo hætt og
netið gleymist. Síðar fannst í
því dauður minkur.
= Þeir verða að smiða sinn bíi sjáifir og hann veitir þeim óblandna ánægju, þótt ófullkominn
i sé, og ekki með þeim línum og litum, sem nú eru í tízku. — (Ljósmynd: E. D.).
Efiiahagsaðgerðunum verður að mæta með aukningu
framleiðsluvaranna
Frá ársfundi Mjólkursamlags Kaupfélags Ey-
firðinga, sem haldinn var á Akureyri í gær
Ársfundur Mjólkursamlags
Kaupfélags Eyfirðinga var
haldinn á Akureyri í gær og er
það fjölmennasti fulltrúafundur
sem um getur á Norðurlandi. —
Fulltrúarétt höfðu 263.
Brynjólfur Sveinsson formað-
ur félagsstjórnar KEA setti
fundinn, fundarstjórar voru
Sæmundur Guðmundsson og
Einar Sigfússon og fundarritar-
ar Árni Haraldsson og Kristinn
Sigmundsson.
Úr skýrslu samlagsstjóra.
í rekstrarskýi-slu samlags-
stjórans, Jónasar Kristjánsson-
ar, kom m. a. fram:
Mjólkin til samlagsins hafði
aukizt um 2,13%, en heildar-
aukningin á landinu öllu varð
sama og engin, eða um 0,6%.
Meðalfita mjólkurinnar hér var
3,610%.
Hæstir í Hrafnagilshreppi.
Meðalinnlegg mjólkurfram-
leiðenda á samlagssvæðinu vai-
22.400 lítrar. Mismunandi er
þetta þó í hreppunum, enda að-
staða mismunandi til mjólkur-
framleiðslu. I Hrafnagilshreppi
framleiddi hver bóndi til jafn-
aðar 37.800 1., Svalbarðsströnd
32.800, Öngulsstaðahr. 32.000, og
eru þetta hæstu hrepparnir,
hvað snertir meðaltalsinnlegg í
þessari búgrein bændanna.
Framleiðsluvörurnar.
Ferskmjólkin var 22,7%, eða
10% meira en árið 1958. Rjóma-
framleiðsla var helmingi méiri
en árið áður, en skyr minna, og
ostaframleiðsla varð 30% minni
en í fyrra. 340 tonn voru fram-
leidd af smjöri.
Smjörbirgðir jukust um 70
tonn á árinu, en eru nú þrotnar
og þurfti að flytja inn 100 tonn
af erlendu smjöri, og ostabirgð-
ir eru litlar.
Ríkisvaldið hefur greitt niður
verð á mjólk og mjólkurvörum,
kr. 2,44 á mjólkurlítra og kr.
36,26 á smjörkílóið.
Vantar 20 aura.
Reksturs- og sölukostnaður á
hvern mjólkurlítra varð 67 aur-
ar, eða 10 aurum hærri en
fyrra ár. Öll sala gekk greið-
lega.
Þrátt fyrir 10 aura hærra
verð til bænda fyrir hvern
mjólkurlítra nú, en var í fyrra,
vantar 20 aura á lítra til að ná
hinu svokallaða grundvallar-
Verði.
Mjólkurmagnið.
Innlögð mjólk á árinu varð
13.122.403 1. og voru til jafnaðar
greiddar kr. 2.39 fyrir lítra í
reikninga, en eftirstöðvarnar
nú við lok ársuppgjörsins.
Nýmjólkurstöð þarf að byggja
til að taka á móti vaxandi fram-
leiðslu. Það mál er í undirbún-
ingi.
Þá hvatti samlagsstjórinn
bændur til að draga ekki saman
seglin í framtíðinni heldur auka
þau, það væri lífsspursmál
landbúnaðarins.
Norðlendiiigar verða að hefja stórsókn
Fyrr en varir verða teknar þýðingarmiklar ákvarðanir í raforkumálum þjóðarinnar
Allur almenningur á Norðurlandi verður að láta þetta mikla hagsmunamál tiFsín taka
8
Á fundi, sem haldinn var hér
norðanlands í haust, féllu þau
ummæli í ræðu, að vel mætti
svo fara að stórsókn í atvinnu-
málum, hliðstæð þeirri, sem á
sínum tíma átti sér stað á suð-
vesturhorni landsins, hæfist á
Norðurlandi áður en langt líð-
ur. Til þess væri ærinn náttúru-
auður bæði á landi og í sjó.
Trúlegt er, að þetta hafi rifj-
ast upp fyrir mönnum, þegar sú
frétt barst hingað norður, að
flutt hefði verið á Alþingi til-
laga til ályktunar um að fela
ríkisstjórninni að láta gera
fullnaðaráætlun um virkjun
Jökulsár á Fjöllum og athuga
möguleika á útflutningsfram-
leiðslu í sambandi við orku-
vinnslu. En hér í blaðinu var
birt framsöguræða Gísla Guð-
mundssonar um það mál.
Hvar eiga 170 þús. ófæddir
íslendingar þcssarar aldar
að búa?
Fyrr eða síðar hlýtur sá
draumur stórhuga manna á ís-
landi að rætast, að nytjuð verði
fallorka stóránna til að koma
hér á fót stóriðnaði. Og nú,
þegar útlit er fyrir, að þjóð-
inni fjölgi um um helming á
3—4 áratugum, verður ekki hjá
því komizt að hugleiða, hvemig
hinir ófæddu íslendingar þesss
arar aldar, eins fjölmennir eða
fjölmennari en þeir, sem nú lifa
í landinu, eigi að fá atvinnu,
brauð og heimili. Er þá ekki
tími til kominn að búa sig undir
það, að draumurnn um stóriðn-
að verði að veruleika?
Sennilegt er, að í þessu efni
verði teknar miklar og örlaga-
rikar ákvarðanir áður langir
tímar líða. En hvernig og hvar
verður þá hafizt handa? Fyrir
framtíð Norðurlands skiptir það
miklu máli. Hér er annað mesta
fallvatn landsins, Jökulsá áFjöll
um, sennilega það vatnsfall, sem
hagkvæmast er að virkja. Virkj-
unarmöguleikar þar hafa verið
Framhald d 2. siðu.