Dagur - 05.05.1960, Blaðsíða 7

Dagur - 05.05.1960, Blaðsíða 7
7 - Tónleikar í Akureyrarkirkju FramlialA af 8. siðn. uppsetningu, og verður það til- búið sennilega í ágústlok eða byrjun september, og er áætlað að hægt verði að taka það til notkunar á 20 ára afmæli kirkj- unnar. Kirkjukórinn hefur verið hlynntur orgelkaupunum frá fyrstu og ýmislegt gert til þess að tryggja framgang þess máls. Ennþá vantar þó mikið fé til að greiða orgelið. Fyrir því hefur Kirkjukór Akureyrarkirkju beitt sér fyrir því í samvinnu við Kailakór Akureyarr, að haldnir verði tónleikai' í kirkj- unni næstkomandi föstudags- kvöld, og er ákveðið að allt, sem inn kemur gangi til orgelsins. Það, sem fram fer á þessu kirkjukvöldi er eftirfarandi: 1. Karlakór Akureyrar syng- ur. 2. Lúðrasveit Barnaskóla Ak- ureyrar spilar.Hefur hún æftsig undanfarið til þess að geta kom- ið þarna fram. Er óhætt að full- yrða að þessir ungu hljóðfæra- leikarar hafa náð undraverðum árangri á svo stuttum tíma, sem þeir hafa notið kennslu og þjálf- unar. Að síðustu syngur kirkjukór- inn nokkur lög. Góðir Akureyringar! Hér er verið að vinna fyrir kirkjuna okkar og að miklu menningar- máli bæjarins. Við höfum reist eina veglegustu og stærstu kirkju landsins og kennt hana við höfuðskáld síðari alda, séra Matthías, sem lifði og starfaði um langan aldui' á Akureyri, sem prestur og höfuðskáld þjóðarinnar. Takizt að fá pípuorgel í kirkjuna, og það er þegar í smíðum og mun það verða eitt veglegasta hljóðfæri í kirkju á íslandi, og vel sæma kirkjunni sem guðshúsi og minningu hins mikla skálds, sem hún er kennd við. Kirkjukórinn og þeir, sem vinna að framgangi þessa máls, vænta þess mjög einlæglega, að Akureyringar vilji sækja þetta kirkjukvöld og með því hjálpa til að hrinda þessu máli fram til sigurs fyrir næsta afmælis- dag kirkjunnar á komandi hausti. Gjöfum til þessa málefn- is mun góðfúslega veitt móttaka á kirkjukvöldinu. Fyrir hönd Kirkjukórs Akur- eyrar og fjáröflunarnefndar. Árni Björnsson. Auglýsíngar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. BARNAHEÍMILID ÁSTJÖRN vantar matreiðslukonu í tvo mánuði (júlí og ágúst). BOGI PÉTURSSON, Víðimýri 16, sími 2238. JÖRÐIN GRUND í Svarfaðardal er laus til ábúðar í næstu fardögum. — Nánari upplýsingar gefur VALDIMAR ÓSKARSSON, Dalvík. & t . & Hjartcms þakkir færi ég ykkur öllum, börnum, % tenodabörnum, barnabörnum og v'mum, er glöddu mig |í £ meö heimsóknnm, gjöfwn og heillaóskum á áttræðis- ^ :i afmæli viími, l. viaí síðastliöimi. — Lifið heil. .. <? | ÁSEJÖRN ÁRNASON, Hrafnagilsstr. 22, í .? Akureyri. «- ■4- <3 Jarðarför eiginkonu minnar, VALGERÐAR ÞÓRU VALTÝSDÓTTUR, sem andaðist 29. f. m., fer fram frá Akureyrarkirkju næstk. laugardag kl. 2 e. h. Blóm og kranzar afbeðið, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Haraldur Valsteinsson. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar BJARGAR KLEMENZDÓTTUR. Sigríður Sigurðardóttir, Þóra Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir. NÝJA-BIÓ [ Sími 1285 1 Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 i Næsta mynd: I ALHEIMSBÖLIÐ | } (A HATFUL OF RAIN.) | i Stórbrotin og athyglisverð 1 = ný, amerísk kvikmynd um i ógnir eiturlyfja. : Aðalhlutverk: Eva Marie Saint, Don Murray, Anthony Franciosa, i Lloyd Nolan. | Bönnuð yngri en 16 ára. i BORGARBÍÓ { Sími 1500 | : Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 i | SENDIFERÐ TIL ] | AMSTERDAM | 1 Óvenjulega vel gerð og i i spennandi brezk mynd frá \ : Rank, er fjallar um mikla i | hættuför í síðasta stríði. i iAðalhlutverk: PETER FINCH, EVA BARTOK. í i Bönnuð börnum. I Næsta mynd sennilega: i {Hákarlar og hornsíli \ FREYVANGUR Dansleikur 7. maí kl. 10 eftir hádegi. Júpíter-kvartettinn leikur. Sætaferðir frá Ferðaskrif- stofunni. — Veitingar. ÁRROÐINN FÓRNARLAMBIÐ Sýning í Laugarborg á fimmtudagskvöld kl. 9. Næsta sýning sunnudags- kvöld í síðasta sinn. Aðgöngumiða má panta að Ytra-Gili, sírni 02. Hver þolir ekki að hlæja eina kvöld stund. U. M. F. FRAMTÍÐ. LÍTIL ÍBÚÐ til leigu, enn fremur her- bergi í Brekkugötu 7. — Til viötals kl. 4 e. h. Jóhanna Sigurðardóttir. HERBERGI TIL LEIGU í Hamarsstíg 2. Uppl. í síma 1369. TILBOÐ ÓSKAST í íbúðarhæð mína í Oddagötu 1. Árni Valmundsson. I. O. O. F. — 1425681/2 — O Kirkjan. Messað á sunnudag- inn kemur í Akureýrarkirkju kl. 10.30 árd. Sálmar nr.: 575 — 219 — 322 — 571 — 528. P. S. Friðunar njóta nú gæsir, endur, fýlar, súlur, skarfar, lómar, sefendur og toppendur. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. Munið bazar M. F. f. K. í Ás- garði á sunnudaginn. Sjá augl. í blaðinu í dag. Að síendurteknu tilefni eru það einlæg tilmæli til allra þeirra, sem komast í færi við hvalavöður, að reka þær ekki á land, nema þeir örugglega viti, að í landi séu traust lagvopn til deyðingar á hvölum og tæki og aðstæður til þess að nýta hvala- afla. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. Sýning nemenda Gagnfræða- skóla Akureyrar var á sunnu- daginn. Hún var mjög fjölsótt að vanda, enda margt að sjá, og yfirleitt vel gerða muni og nyt- sama. ÚTIGÖNGU- KINDUR Síðasta þriðjudag í vetri Eundust 2 veturgamlar ær, útigengnar í Varmaiands- hólafjalli í Öxnadal. Var önn- ur grá en liin hvít. Eigandi þeirra var Ásgrímur Hall- dórsson bóndi á Hálsi. Þær voru styggar mjög og fráar og virtist veturinn ekki hafa leikið þær hart, enda veður- far hagstætt og snjóalög ekki mikil, né langvarandi jarð- bönn. I fyrravetur gengu tvær kindur af fremst í Öxnadal og voru þær úr Skagafirði. Með gamla verðinu! KARLMANNAFÖT FRAKKAR DRENGJAFÖT STAKAR BUXUR STAKKAR PEYSUR SKYRTUR SOKKAR ÐÖMUKÁPUR STUTTKÁPUR PEYSUR SPORTBUXUR VINNUBUXUR NÆRFÖT UNDIRFATNAÐUR SOKKAR Góðar vörur, gott verð KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. fslandsklukkan verður sýnd á laugardags- og sunnudags- kvöldið. Aðgöngumiðasími er 1073. Aðeins fáar sýningar eftir. Kvennasamband Akureyrar heldur aðalfund í Landsbanka- salnum uppi mánudaginn 9. maí kl. 8.30 síðd. Venjuleg aðal- fundai-störf. — Stjórnin. Leifar frá stríðsárunum, gaddavírsgirðingar og síma- þræðir valda árlega dýrum meiðslum og dauða. Fjarlægja þarf þessar hættur áður cn bú- smala er sleppt út til beitar. Samband Dýraverndunarfélaga íslands. I. O .G. T. — Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur fund fimmtudaginn 5. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Landsbankasalnum. — Fundarefni: Vígsla nýliða. — Kosning fulltrúa á Þingstúku- þing, Umdæmisstúkuþing og Stórstúkuþing. — Hagnefndar- atriði: Upplestur, söngur með gítarundirleik og félagsvist. Góð vei'ðlaun. — Mætið vel og stundvíslega. — Æðstitemplar. Verndið dýr gegn meiðslum og dauða með því að hirða vel um girðingar og skilja eigi vír- spotta eða vírflækjur eftir á víðavangi. Samband Dýraverndunarfélaga íslands. Tónleikar verða haldnir í Ak- ureyrarkirkju á föstudaginn kemur kl. 9 e. h. — Þar syngur Kirkjukór Akureyrar, Lúðra- sveit barnaskólanna leikur og Karlakór Akureyrar syngur. Einsöngvarar með kórunum eru: Jóhann Konráðsson, Krist- inn Þorsteinsson og Jósteinn Konráðsson. — Tónleikarnir eru haldnir til fjáröflunar hinu nýja pípuorgeli kii'kjunnar. Silungsveiðimenn, kastið ekki girni á víðavang. Það getur skaðað búsmala. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. Kvenfélagið Hlíf heldur fund í Pálmholti fimmtudaginn 5. maí (í kvöld) kl. 9 e. h. Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.40. Við- komustaðir „Höpfner“ og Sund- laugarhúsið. Konur! Takið með ykkur kaffi. — Stjórnin. Vegna þess, hve kettir hafa undanfarin vor drepið mikið af ungum villtra fugla, eru katta- eigendur einlæglega bcðnir um að loka ketti sína inni að næt- urlagi á tímabilinu frá 1. maí til 1. júlí. Samband Dýraverndunarfélaga Islands. M. F. I. K. heldur félagsfund að Hótel KEA (Rotarysal) mánudaginn 9. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. — Stjórnin. Leiðréttingar á prentvillum í ræðu Gísla Guðmundssonar sem birt var í Degi 27. apríl. 1. í e. d. átti að standa: Kreppa — fellur í Jökulsá austur af Herðubreið, eða litlu norðar. Ennfremur falla í Jökulsá hið efra, að vestan auk kvíslanna frá Dyngjujökli, Svartá, Lindaá o. s. frv. — 2. í sama d. átti að standa, að af vatnasvæði Jök- ulsár séu 1700 ferkílómetrar undir jökli (ekki 7100). — 3. í 3. d. átti að standa frá brún Selfoss (ekki brúm). — 4. í 4. d. áétti að standa: Þá helmingi stærri en Þingvallavatn. — 5. í 6. d. átti að standa: og um leið fljótlega byggð margra manna (ekki verksmiðja).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.