Dagur - 18.05.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 18.05.1960, Blaðsíða 8
8 FRÁ BÆJARSTJÓRN AKUREYRARKAUPSTAÐAR Nokkrar samþykktir bæjarráðs og nefnda, sam- þykktar af bæjarstjórn Elliheimili. Tekin til athugunar og um- ræðu fundargerð bygginga- nefndar elliheimilis, dags. 5. ápríl, ásamt tillöguupþdráttum. Máli þessu var vísað til bæjar- ráðs á bæjarstjórnarfundi 12. apríl sl. Bygginganefnd elli- heimilisins var mætt á fundin- um. — Bæjarráð leggur til, að elliheimilið verði byggt sam- kvæmt nefndum tillögum bygg- ingarnefndarinnar og þeirri nefnd verði falið að sjá um framkvæmdir, enda verði áherzla lögð á, að framkvæmd- ir hefjist svo fljótt sem unnt er í sumar. Skíðaliótel og knattspyrnuvellir. íþróttabandalag Akureyrar sendir eftirfarandi 2 tiilögur, samþykktar á ársþingi í. B. A. 6. apríl sl. a. Ársþing í. B. A. beinir þeim tilmælum til bæjarstjórn- ar, að hún beitti sér fyrir því, að skipuð verði þriggja manna nefnd til að annast fram- kvæmdir við byggingu skíða- skálans í Hlíðarfjalli og verði í nefndinni 1 maður frá hvorum þessara aðila: Bæjarstjórn Ak- ureyrar, íþróttabandalagi Ak. og Ferðamálafélagi Ak. Skipti nefndin með sér störfum. b. Ársþing í. B- A. skorar á bæjarstjórn að láta gera malar- völl til knattspyrnuæfinga á svæðinu milli Þórunnarstrætis, Byggðavegar, Þingvallastrætis og Hamarstígs. Bæjarráð leggur til, að fyrri tillögunni verði vísað til um- sagnar stjórnar Ferðamálafé- lags Akureyrar. Viðvíkjandi síðari tillögunni tekur bæjarráð fram, að ekkert fé er til ráðstöfunar á þessu ári til þessarar frámkvæmdar og þegar af þeirri ástæðu er ekki hægt að verða við þessari áskorun. Ráðhústorg. Tekið fyrir erindi Fegrunar- félags Akureyrar, dags. 30. f. m., þar sem félagið mótmælir harðlega fyrirhuguðum bíla- stæðum við Ráðhústorg og einnig því, að gróður torgsins verði minnkaður frá því sem er. Bæjarráð bendir á, að ekki hafi verið ætlunin að hagga gróðri torgsins, heldur fyrst og fremst að helluleggja torgið utan graskringlunnar, sem ætíð verður hálfgert svað þegar regn kemur úr lofti. Bæjarráð tekur fram, að til- lögur um innskot fyrir bíla- stæði hafi komið frá umferða- nefnd og getur meiri hluti bæj- arráðs fallist á að horfið verði frá innskoti fyrir bílastæði vestan hornsins, en að öðru leyti verði útlinur torgsins samkvæmt áður samþykktri til- lögu. — Jón. Ingimarsson biður bókað, að hann telji með á síðasta fundi 10. maí ákvörðun um að hafa innskot fyrir bílastæði að norðan og austan, raskist útlínur torgsins til hins verra, og geti hann því ekki fallizt á að breyta útlínum torgsins á þann veg, sem meiri hluti bæjarráðs fylgir. Fiskhjallar. Eritidi frá Leó Sigurðssyni, útgerðarmanni á Akureyri, þar sem hánn sækir um land. undir fiskhjalfa, ca. 6000 fermetra, utan og neðan við nótastöð Odda h.f. á Gleráreyrum. Bæjarráð leggur til að Leó Sigurðssyni verði leigt land á umbeðnum stað undir fisk- hjalla til bráðabirgða, stærð landsins verði samkv.- nánari útmælingu bæjarverkfræðings. Menntaskólinn fær landspildu. Erindi frá skólameistara, Þór- arni Björnssyni, dags. 4. maí, þar sem hann óskar eftir, fyrir hönd Menntaskólans á Akur- eyri, að skólanum verði afhent svæði austan Þórunnarstrætis, norðan Blómsturvallagötu, en svæði þetta samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar 1928, að skól- anum yrði afhent eftir nánari skilmálum. Samkv. bæjarstjórnarsam- þykkt frá 9. október 1928, er skólanum gefið téð landsvæði (suðurmörk: Blómsturvalla- stræti samkv. skipulagsupp- drætti frá-1926) með eftirtöld- um skilyrðum: 1. Að landið verði eingöngu notað í þarfir skólans, en ekki fengið í hendur einstökum mönnum, hvorki sem bygginga- lóðir, ræktað land eða til ann- arra afnota. 2. Að erfðafestuhafi fái að halda löndum sínum fyrst um sinn, og verði þau aðeins inn- leyst handa skólanum smátt og smátt, eftir því sem skólinn þarf á þeim að halda, enda sam- þykki bæjarstjórn áætlanir og tillögur skólans um notkun þeirra lóða, sem óskað er eftir að inleysa í hvert sinn. Meðan löndin eru í erfðafestu rennur erfðafestugjaldið í bæjarsjóð. 3. Að bæúarstjórn megi óhindrað og endurgjaldslaust leggja götur og leiðslur um landareignina, eins og skipulag bæjarins útheimtir á hverjum tíma. 4. Að landareignin öll hverfi til bæjarins aftur, ef skólinn verður lagður niður á þessum stað, í því ástandi, sem hún þá verður. Með tilvísun til tilvitnaðrar bæjarstjórnarsamþykktar frá 9. okt. 1928 leggur bæjarráð til, að orðið verði við erindinu og bæjarstjóra verði heimilað að undirrita formlegt gjafabréf þar að lútandi og mælt verði út fyrir spildunni við fyrstu hent- ugleika. Ennfremur æskir bæjarráð þess, að landspildan (er tak- markast af Þórunnarstræti að vestan, Hrafnagilsstræti að norðan, línu í framhaldi af suð- urmörkum gamla Lystigarðsins að sunnan og núverandi lóð M. A. og Lystigarðsins að austan) verði við fyrstu hentugleika girt með smekklegri girðingu. HeilsuspiIIandi íbúðir. Með tilliti ■ til upplýsinga frá Húsnæðismálastjórn ríkisins í bréfi, dags. 11. f. m., og í fram- haldi af samþykkt bæjarstjórn- ar, dags. 24. marz 1959, leggur bæjarráð til, að nú á þessu ári verði varið úr Framkvæmda- sjóði bæjarins allt að kr. 300.000.00 af framlagi þessa árs til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis gegn jafnháu mót- framlagi Húsnæðismálastjórn- ar, og verði fé þessu varið til að veita allt að fjórum (4) mönnum, sem fullnægja skil- yrðum IV. kafla laga nr. 42/1957, lán að fjárhæð kr. 70.000.00 hverjum (helmings- framlag bæjarsjóðs) til að koma sér upp nýju húsnæði samkv. téðum lögum og eftir því sem bæjarráð og Húsnæðis- málastjórn samþykkja. Afmæli kaupstaðarins. Bæjarráð leggur til, að bæj- arstjórn samþykki svohljóðandi tillögu, er flutt var á bæjar- stjórnarfundi 12. apríl 1960, og þá vísað til bæjarráðs: „Bæjarstjórn samþykkir að minnast hundrað ára afmælis bæjarins m. a. með þeim hætti, að láta reisa hús yfir Amts- bókasafnið á Akureyri. Verði undirbúningi hraðað svo sem unnt er og að því stefnt, að framkvæmdir verði hafnar á hundrað ára afmælinu.“ Hálfbyggð hús. Bygginganefnd ítrekar fyrri áskorun sína frá 9. maí 1958 til þeirra, sem eiga hálfbyggð hús í miðbænum, sérstaklega við götur, sem liggja að Ráðhús- torgi, um að þeir hefjist handa um að fullgera byggingarnar, sem margar hverjar hafa staðið árum og áratugum saman hálf- byggðar og sumar liggja undir skemmdum af þessum sökum, auk þess sem mikil óprýði er að hálfbyggðum húsum, ekki sízt í miðjum bænum. Vill bygginganefndin vekja athygli umræddra húseigenda á því, að samkv. frv. til laga er nú liggur fyrir Alþingi, er ætlunin að fella niður allar fjárfestingartakmarkanir, þnnn- ig að þær ættu ekki hér eftir að hamla framkvæmdum. Athafnasvæði við togaradráttarbrautina. Hafnarnefnd leggur til, að farið verði að skipuleggja at- hafnasvæðið norðan væntan- legrar togaradráttarbrautar á Oddeyri austan Hjalteyrargötu. Verði þá gert ráð fyrir á svæð- inu nýsmíði stálskipa innan- húss, jafnhliða viðgerðum eldri skipa og felur nefndin bæjar-- stjóra, að fylgja máli þessu eftir. Hafnarnefnd telur tímabært, að farið verði að undirbúa stofnun félags til rekstrar vænt anlegrar togaradráttarbrauiar og nýsmíði stálskipa og leggur til, að hafnarnefnd verði heim- ilað að hefja viðræður við for- ráðamenn vélsmiðjanna og skipasmíðastöðvanna í bænum um undirbúning málsins. Hafnarnefnd ákveður að láta ganga endanlega frá smábáta- kvínni á Oddeyri, ennfremur tryggja bátadokkina í Innbæn- um með staurarana. Hafnarnefnd ákveður að láta dýpka bátadokkina við Torfu- nef um 1—2 m. nú þegar, enda verði dýpkunin gerð í samráði við Vitamálastjóra. Erindi Odda og Atla. Erindi frá vélsmiðjunum Odda h.f og Atla h.f., dags, 26. f. m., þar sem smiðjurnar sækja sameiginlega um 20.000 m- lóð norðan slippsins á Oddeyrar- tanga fyrir væntanlega smíði og viðhald stálskipa. Með tilliti til 1. og 2. liðs í fundargerð hafnarnefndar 22. f. m., telur nefndin rétt að fresta afgreiðslu erindis þessa að sinni. Grótta. Erindi frá Steingrími G. Guð- mundssyni, Strandgötu 23, þar sem hann býður Akureyrar- höfn til kaups skipið „Gróttu“ til hafnargerðar fyrir kr. 30.000.00 allslaust á floti .við slippinn. — Með tilvísun- til 3. liðs í fundargerð hafnarnefndar frá 22. f. m. um endurbætur á bátadokkinni við Höepfners- bryggjur, leggur hafnarnefnd til,. að .gengið verði að tilboði þessu, með það fyrir augum að nota skipið til endurbóta við Höepfnersbryggjur, enda fallist hafnarmálastjóri á þessa ráða- gerð og skipið verði afhent í því ástandi, að örugglega sé hægt að fleyta því á ákvöfðún- arstað. Skipulagsnefnd bæjarins, ásamt skipulagsstjóra ríkisins, mætti á fundinum og lagði fram til sýnis og umræðu skipu lagstillögu af neðanverðum Oddeyrartanga, sunnan. Frysti- húss U. A. h.f. austan Hjalteyr- argötu. — Engar ákvarðanir voru teknar. Enn frá hafnarnefnd. Vitamálastjóri lagði fram og skýrði áætlun um stofnkostnáð dráttarbrautar, án hliðarfærslu, sem Þorbjörn Karlsson, véla- verkfræðingur, hefur gert. Nær þessi áætlun til stálverksins, en ekki til vinnu við lagningu brautar, uppsetningu vindu, viðardekks á vagn né heldur til mannvirkjagerðar, svo sem grjótvinnu, jarðvegstilfærslu, trébryggju, dýpkunar, kaf- ai-avinnu og steypuvinnu. — Magnús Konráðsson, verkfr„ vinnur nú að áætlunum um þann hluta verksins og gerði vitamálastjóri ráð fyrir að þær áætlanir yrðu tilbúnar fyrir lok þessa mánaðar. í framangreindri áætdun er gert ráð fyrir, að stálverk brautarinnar muni kosta: a) Lengri gerð vagns og brautar 9,6 millj. b) Styttri gerð vagns og brautar 8,3 millj. .Áætlunin hefst á lýsingu brautarinnar. Gert er ráð fyrir, að hliðarfærzla, sem síðar yrði sett upp, mundi kosta 70—80% af yerði aðalbrautar. Einnig lagði vitamálastjóri fram afrit af útboðslýsingu, sem Þ.: Karlsson hefur gert. Taldi vitamálastjóri hana mjög ná- kvæma og vel unna. Samkvæmt framansögðu er gert ráð fyrir, að um næstu mánaðamót liggi allar áætlanir vegna. dráttarbrautarinnar fyrir tilbúnar, miðað við núverandi verðlag, og yrðu áætlanirnar þá lagðar fyrir ráðherra til formlegrar samþykktar og gengið frá útboði samkv. því sem áður hefur verið ákveðið. Vilja Drang heldur. Með tilvísun í 3. lið fundar- ferðar frá 28. apríl sl. og með tilliti til álits vitamálastjóra, dregur nefndin til baka tillögu sína um að gengið verði að til- boði Steingríms Guðmundsson- ar um kaup á skipinu Gróttu. Hins vegar hefur borizt tilboð frá Steindóri Jónssyni um kaup á gamla Drang fyrir kr. 80.000.00 og leggur nefndin til að Steindóri verði gert gagntil- boð í skipsskrokkinn kr. 55 þús. Smábátabryggja. Erindi frá h.f. Kristján Jóns- son & Co„ þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja smá- bátabryggju á suðurmörkum lóðar niðursuðuvei-ksmiðju fé- lagsins á Oddeyrartanga. Nefndin leggur til, að leyft verði að byggja á umræddum stað smábátabryggj u með bráðabirgðaleyfi, enda verði hún fjarlægð þegar þess verður krafizt. í Nemendatónleikar | Nemendatónleikar Tónlistar- skólans á Akureyri verða í Lóni á laugardaginn kemur kl. 2 e. h. og á sunnudaginn kl. 5 e. h. Á laugardaginn koma vænt- anlega fram 16 ungir nemend- ur og- á sunnudaginn koma fram 8 nemendur lengra komn- ir. Aðgangur að tónleikunum á laugardaginti er ókeypis meðan húsrúm leyfir. En aðgöngumið- ar að tónleikunum á sunnudag- inn verða seldir við innganginn. Vonandi sýna bæjarbúar hin- um ungu tónlistarmönnum ekki allt of mikið tómlæti, en fjölmenna þess í stað Qg láta með því í Ijósi áhuga sinn fyrir músikmenntun æskunnar hér í bænum. Tónlistin hlýtur að skipa veglegun sess í skólum bæjar- ins, hér eftir sem hingað til. Skólastjóri Tóniistí rskólans er, eins og kunnugt er, Jakob Tryggvason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.