Dagur - 15.06.1960, Page 5

Dagur - 15.06.1960, Page 5
4 5 Daguk Fjötrar í stað frelsis ÞEGAK líða tók á Alþingi varð ljóst, að stjórnarflokkarnir efndu ekki kosningaloforð sín. Þeir gengu á bak orða sinna «g yfirlýsingar í smáu og stóru, þverbrutu margyfirlýsta stefnu sína og skjalleg loforð. Þeir lofuðu að stöðva verðbólguna, og jafnvel án nokkurra fórna af hendi almennings, en stej’ptu óðaverðbólgu yfir þjóðina. Þeir lofuðu bættum lífs- kjörum með því skilyrði einu, að þeir fengju meirihlutavald á Alþingi. I stað þess að efna þetta loforð hafa þeir bcinlínis ráðizt á lífskjör þegn- anna með nýjum sköttum,, svo sem tvöföldum influtningsskatti, söluskatti og veltuútsvari. Þeir hafa létt tekju- skatti af almennum launatekjum og skal það viðurkennt, en jafnframt hafa þeir lækkað tekjuskatt á há- tekjumönnum um fleiri þúsundir króna og einnig veitt þeim stórkost- legar ívilnanir í breyttum útsvarslög- um. Þannig hafa þeir framkvæmt hina einu og sönnu íhaldsstefnu allra Ianda: Að gera þá ríku enn ríkari á kostnað hinna fátækari. En ckki lét stjórnarliðið við þetta sitja. Sam- kvæmt lagahoði á hreinlega að fara ránshendi um inneignir manna í spari- sjóðum og innlánsdeildum kaupfé- laga og flytja til Seðlabakans. Og þá Iét blessuð ríkisstjórnin hækka bankavexti svo mjög, að breyta þurfti fyrst landslögum til þess að hin nýja skipan heyrði ekki undir okur. Og enn sýndi stjórnin og flokkar hennar hug sinn til uppbyggingar at- vinnuveganna í landinu með því að stytta Iánstíma lánastofnana, svo sem til að fylgja hinum nýju okurvöxtum betur eftir. Um leið og þessar aðfarir voru gerðar á lífskjör almennings, voru tryggingarnar notaðar sem eins konar sárabætur og voru þær þar með flæktar inn í efnahagsmál núverandi ríkisstjórnar, og er það óhæfa út af fyrir sig. Þessi sama stjóm, sem mest hræddi þjóðina á erlendum skuldum ríkisins, tók nær 800 milljón króna er- lent lán, án þess að ætla það til verk- Jegra framkvæmda, svo sem var um eldri lán frá tímum vinstri stjórnar- innar. Aldrei hefur þvílík óánægjualda risið í landinu út af aðgerðum vald- hafanna og allir viðurkenna nú, að ríkisstjórnin hefur margfaldlega svik- ið þjóðina í nær öllum helztu málum. Ennfremur er augljóst, að núverandi stjórnarflokkar hafa ekkert umboð frá kjósendum sínum til slíkra aðfara. Þeir starfa ekki í anda fólksins, sem gaf þeim umboð sitt á Alþingi og stjórna með ólýðræðislegum hætti. Eftir allt þetta eru stjórnarblöðin að reyna að telja fólki trú um, að rík- isstjómin sé að innlciða frelsi á öllum sviðum, ekki sízt í viðskiptum. Þetta er hin mesta firra. Um 40% af vöru- kaupunum erlendis eru leyfum háð. Uin frelsi einstaklinganna, almennt séð, er það að segja, að skert lífskjör eru fjötrar í stað frelsis. Einnig á þessu sviði hefur stjórnin brugðizt hlutverki sínu og loforðum. Hið sanna er, að ásamt með óðaverðbólgunni er komin kreppa, sem allir óttast. íslend- ingar, sem hafa aukið þjóðartekjur sínar stórlega mörg undanfarin ár, hafa minna til skiptanna en áður. V_________________________________- ÞEIR STEFNA AFTURÁBAK Framsóknarmenn héldu al- mennan stjórnmálafund á Akur- eyri á mánudagskvöldið. Fram- sögumenn voru Ingvar Gíslason lögfræðingur, Garðar Halldórsson alþm. og lvarl Kristjánsson alþni., en að lramsöguræðum Ioknum hólust umræður, og tóku margir til máls, eti þingmennirnir svör- uðu fyrirspurnum. Ekki er rúm til að rekja efni ræðanna að neinu ráði, en hér á eítir fara þó nokkur atriði úr ræðu Karls Kristjánssonar í end- ursögn blaðsins: „Ríkisstjórninni cr hcimilt." Ræðumaður minnti á nokkra þá stórviðburði, sem orðið hafa á Alþingi á síðustu þingum og að grundvelli stjórnmálastarfseminn- ar hefði mest verið breytt nteð kjördæmabyltingunni, en með henni var sjálfstæði héraðanna skert og múgmennskunni aukinn byr í þjóðfélaginu. Meiri liluti Alþingis varð til vegna breyttrar kjördæmaskipunar og rangra stefnúyfirlýsinga. Þessi meiri hluti hefur notað aðstöðu sína til að láta Alþingi afsala sér völdum til ríkisstjórnarinnar. hað er áberandi, hve oft eru ákvæði á þessa leið: „Ríkisstjórn- inni er lieimilt" o. s. frv. Vald stjórnarinnar er aukið en þing- ræðið skert. Ræðumaður taldi þessa þróun hina háskalegustu og það hefði jjegar sýnt sig, að nú- verandi stjórnarflökkum væru mislagðar hendur. Lciðarinn í Morgunblaðinu. Hann gerði að umtalsefni nýleg an leiðara í Morgunblaðinu, þar sem m. a. segir: „Megintakmark hinnar nýju og frjálslyndu efna- hagsstefnu, sem nú hefur verið lagður grundvöllur að og hér mun ríkja í framtiðinni, er að auka þjóðartetqurnár og þar með almenna hagsæld. En jafnframt er stefnt að því, að færa hið fjár- hagslega vald í ríkara mæli frá ríki og opinberunt aðilum til ein- staklinganna í þjóðfélaginu." Aljjingismaðurinn efaðist ekki unt, að stjórnarflokkarnir vildu auka þjóðartekjurnar, það vildu auðvitað allir Islendingar. . En hvernig á að auka Jrær og hvern- ig á að skipta Jreim? Ræðumaður taldi að núverandi stjórn vildi gefa nokkrum út- völdum einstaklingum mikil tæki- færi til Jress að ná ntiklu af þjóð- artekjunum til sín. Þetta kalla Jjcir að efla einstaklingsframtak- ið. Úr fátækt til sjálfsbjargar. Karl Kristjánsson gerði síðan að umtalsefni hvernig íslendingar heíðu br'otizt upp úr fátækt til sjálfsbjargar með því að taka höndum saman með félagssamtök- um sínum. Með traustum félags- samtökum leystu Jjeir sig undan arðráni, juku þjóðartekjurnar, er J)eim var skipt með jafnrétti fyrir augum, og urðti efnalega sjálístæð ir. Hann sagði ennfremur, að rík- ið hefði tekið sinn Jrátt í Jjessari breytingu, )>ar sem hin félagslegu samtök hefðu ekki hrokkið til. Nú er, samkvæmt nefndri forystu- grein Morgunblaðsins, „stefnt að Jjví að færa hið íjárhagslega vald ... frá ríkinu og opinberum að- ilum til einstaklinganna í þjóðfé- Jaginu". Þeir ríku eiga að taka eins mikið til sin og þcir geta. Hvernig þeim ríku cr hlíft. Einkenni hinnar nýju íhalds- stefnu eru meðal annars þau, að lögleiddir eru nýir söluskattar samtals um 12%, sagði ræðumað- ur, sem koma á allar nauðsynja- vörur erlendar, og 3% þar af á alla sölu innlendra vara nema nv- mjólk. Því verða byrðar Jjyngstar á þeim, sem hafa mesta órnegð. Víxilvextirnir eru orðnir svo gífurlegir, að þeir eru vel til þess fallnir að beygja þá, sem hafa þungar skuldabyrðar. Ræðumaður tók dæmi um Jjað, livernig tekjuskattslögin væru nú notuð til að létta byrðar hinna ríku. Hjón með 2 börn og 50 þúsund króna nettótekjur þurfa nú ekki að borga tekjuskatt. Þau losna þar við 343 króna útgjöld. Hjón með tvö börn og 150 þús. kr. nettó- tekjur fá 14.376 kr. tekjuskatts- lækkun, eða yfir 40 sinnuni meiri lækkun útgjalda en sá launalægri. Veltuútsvar skal lagt á viðskipti káúpfélagsmanna í þeirra eigin fé- lögum eftir söniu reglufn og kaup- menn sama staðar. Lögbannað er að miða kaupgjald viÓ vísitölu. Frumskógarsiðir. Þingmaðurinn sagði, að ekki væri erlitt, samkv. þessum dæm- um, að ættfæra stjórnarstefnuna. „Hún er af ætt frumskógarsið- anna, Jjar scm sá sterki á að drottna en hinn veiki fellur... Það er að vísu nokkuð langt til frumskógarins, en í J)á átt er snúið aftur." Þá vék ræðumaðurinn að þeim sambúðarreglum, sem islenzka þjóðin hefði tamið sér og hefði leitt til meiri jöfnunar lífskjara en annars staðar tíðkaðist. Þjóðin er fámenn og verður að lifa sem ein fjölskylda. Þar má ekki taka upp Jiá reglu að hver hrifsi til sín Jiað, scm liann getur eða hef- ur kralta til að ná. Slík lögmál gilda ekki innan fjölskyldu og geta ekki staðizt hjá jafn lítilli þjóð. Ræðumaður harmaði það, að sú stefna skyldi upp tekin, að hlynnt væri að auðhyggjunni og farið inn á reglur frumskóganna um skiptingu auðs og arðs. Hann rifjaði upp ummæli eins meiri- háttar stuðningsmanns stjórnar- innar, sein sagði á Alþingi í vetur, að efnahagsaðgerðirnar ættu að verká eins og blóðgjöf á þann, er vantar blóð. Frummælandi benti á, að Jjessi blóðgjöf væri ekki af réttum blóðílokki og verkaði því sem eitur. Niðurlagsorð Karls Kristjáns- sonar alþingismanns voru efnis- lega á Jtessa leið: Það Jiarf samstilltrar mótspyrnu við, til Jiess að forða því, að J)jóð- ina beri langt til baka. Félagssam- tök almennings verða að snúa bökum samau til mótspyrnu og varnar því, að vcra brotin niður og að engu gerð erfið en gæfusöm ganga undanfarna áratugi. Akureyringar sigruðu Keflvíkinga 3:1 Sunnudaginn 12. þ. m. fór fram fyrsti leikur Knattspymu- móts íslands, þeirra, sem fara fram á Akureyri. Mættust þar lið Keflvíkinga og Akureyringa. Var þetta jafnframt fyrsti leik- ur Akureyringa í mótinu. Áður en leikurinn hófst lék Lúðrasveit Akureyrar létta tón- list á vellinum. — Þá ávarpaði Ármann Dalmannsson, formað- ur ÍBA, leikmenn og áhorfend- ur og stóðu leikmenn beggja liða í einni röð framan við hina nýju stúku vallarins á meðan. Síðan voru nöfn leikmanna Keflvíkinga lesin upp. Hefði farið betur á að gera það, áður en raðir leikmanna leystust upp og láta hvern einstakan stíga fram úr röðinni, er nafn hans var lesið upp. Er slík kynning á leikmönnum aðkomuliða mjög æskileg fyrir áhorfendur. Veð- ur var mjög gott, aðeins and- vari af norðri. Áhorfendur voru óvenju margir, líklega um 1300. Keflvíkingar unnu hlutkestið og kusu að leika undan golunni. Hófu Akureyringar því leikinn. Þeir byrjuðu með miklum hraða og sóttu fast að marki Keflv. Lá mikið á Keflv. í byrjun leiksins og í þessari fyrstu leift- ursókn myndaðist hálfgerð þvaga við mark Keflv., sem Steingrími tókst að skora úr, þegar á annarri min,- léiksins. Var ekki meira en sVo, að Kefl- víkingar væru komnir „i gang“,. þegar markvörður þeirra varð Június Jónsson, fyrrum verk- stjóri hjá Akureyrarkaupstað, varð 75 ára í gær, 14. júní. — Blaðið sendir þeim mæta manni beztu afmæliskveðjur. — Viðtal við afmælisbarnið átti að birt- ast í þessu tölublaði, en var ekki tilbúið. 17. júní 1959. HINN 17. JÚNÍ var runninn upp, ekki samt bjartur og fag- ur eins og æskilegt hefði verið, heldur kaldur og skuggalegur með hríðarél í fjöllum og hreint ekkert líkt því, að þetta gæti talizt hátíðaveður. Talsverður undirbúningur til hátíðahalda hafði verið gerður við Ráðhústorg. En nú virtist sá undirbúningur ekki ætla að verða að neinu gagni, því að enginn getur staðið úti í kulda- næðingi og hlustað á ræðuhöld og látið sér líða vel. Svo að nú var horfið að því ráði að hafa hátíðahöldin inni. Samkoma var nú auglýst í Nýja Bíó kl. 2, og ætluðu ýmsir að halda ræður í tilefni dagsins. Eg hafði ætlað mér að sækja þessa samkomu. Svo að nú fór eg af stað, þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í tvö. Þegar eg kom á samkomu- staðinn, sá eg það að eg hafði lagt af stað full snemma, því að þarna voru mjög fáir komnir. En þeir, sem komnir voru, voru aðallega börn á skólaaldri, sem munu hafa verið um fimmtíu. En eitt var sérstaklega einkenni legt við þennan barnahóp, að þau höfðu flest spýtubrjóstsyk- ur í munninum, sem þau ýmist tóku út úr sér eða skutu honum aftur inn til að sjúga. Þau fáu, sem ekki voru að hamast á þessu, höfðu tyggigúmmí, svo að þarna var spunnið og spunn- ið af mesta kappi, svo að þeim fannst víst ekki tíminn lengi að líða. Meðan samkoman ekki byrj- aði, var ekki laust við að mér leiddist innan um þennan sjúg- andi og tyggjandi söfnuð. Ekki svo að skilja að börnin væru ómyndarleg eða illa klædd, því að svo var ekki, heldur var það hegðun þeirra, sem mér líkaði ekki. Að börnin þyrftu endilega að japla á einhverju þessar fáu mínútur áður en ræðuhöld byrjuðu er fjarstæða, sem ekki á áð eiga sér stað á svona sam- komu. Eg tel það víst, að einhverjir hafi grætt ekki svo lítið á þessu japli og sleikjum barnanna og þess vegna sé það talið gott. Stundvíslega kl. tvö byrjaði samkoman. — Þarna voru flutt- ar stuttar ræður og fleira til skemmtunar er stóð yfir til kl. fjögur. Nú var skemmtiskráin búin, svo að nú stefndu allir til úti- dyra. En þá kom upp úr kafinu að eiginlega var nú áhrifamesta atriðið eftir, Jjað bara snerti dá- lítið aðra strengi í brjósti mans, en það, sem á undan var gengið. Nú voru það börnin, sem voru tekin við stjórninni, og sú stjórn var hreint ekki til fyrir- myndar. — Nú voru kraftarnir notaðir óspart. Það var ýtt, hrundið og stjakað af svo mikl- um ofsa, að það lá við að þrek- litlir træðust undir. Það er annars slæmt, að þess- um agalausu börnum skuli vera leyft að fara á samkomu án þess að vera í fylgd með for- eldrum sínum. Eða kannski það gerði ekki mikið gagn. Því að ekki lítur út fyrir að heimilið hafi gert mikið í þá átt að beina huga barnanna í áttina til meiri siðmenningar, 'og er það illa farið. Eg fer ekki oft á samkomu í þessu húsi, því að troðningur- inn þegar út er farið, er alltaf svipaður þessu, sem eg hef lýst hér. Að kveldinu átti að vera þarna önnur samkoma, og hafði eg hugsað mér að vera þar við- staddur. En þegar til kom var mér vísað frá sökum plássleys- is. Ekki svo að skilja, að það væru ekki þarna mörg auð sæti, en þau voru ekki fyrir íslend- inga, heldur hóp af erlendum gestum, sem ætluðu að heiðra okkur með nærveru sinni. Við verðum að skilja það, að þessi hátíðahöld eru fyrir ís- lenzku þjóðina fyrst og fremst. Við getum þess vegna ekki boð- ið erlendum gestum að vera hér með okkur, og taka þátt í gleði okkar. Því að ef illa viðrar, eins og oft gerizt í júní, erum við reknir inn í hús með hátíða- höldin, þar sem pláss er svo takmarkað, að aðeins fáir af fjöldanum fá þarna sæti. Fyrstu árin eftir að hátíða- höld þessi voru tekin upp, var það reglan að hafa bekki fyrir gamalt og lasburða fólk að hvíl- ast á, næst ræðupallinum. Og var þetta, að eg held, vel þegið og virt af öllum, sem bekkina notuðu. Því var ekki þessum góða sið haldið áfram? Auðvit- að eru þessir bekkir gagnslaus- ir nema þeir séu næst ræðu- palli. Engir standandi áhorf- endur fyrir framan þá, hvorki fullorðnir eða börn. Eftir þessu og öðru tilreyrandi aga á lög- reglan að líta. — J. S. að sækja knöttinn í netið. Sama máli gegndi, að eg held, með flesta áhorfendur, sem eru því miður ekki vanir svo skemmti- legri byrjun hjá framlínu heima manna. Eftir markið jafnaðist leikurinn. Keflv. áttuðu sig á því, að leikurinn væri hafinn og léku oft góða knattspyrnu. Héldu þeir knettinum töluvert mikið betur heldur en Akureyr- ingar gerðu, eða „áttu meira í leiknum", sem kallað er á knattspyrnumáli. Samt var það svo, að mark Keflv. var mikið oftar í hættu heldur en mark Ak., aðallega vegna þess hve framlína Ak. náði miklu meiri hraða í upphlaup sín. Upp úr einu slíku upphlaupi var svo Ak. dæmd hornspyrna, sem Björn Olsen framkvæmdi mjög vel. Leit út fyrir að knötturinn myndi lenda í markinu, en svo fór þó ekki, heldur datt hann niður á þverslána og hoppaði þrisvar eftir henni, en síðan niður á völlinn. Meðan á þess- um ósköpum stóð, biðu allir leikmenn í ofvæni, en jafnskjótt og knötturinn kom inn á völl- inn, myndaðist þvaga framan við markið og aftur tókst Stein- grími að skora. Tvö mörk gegn engu, Ak. í vil. Er um það bil 10 mín. voru eftir af hálfleik, tókst svo Keflvi að skora sitt fyrsta og eina mark. Var það mjög fallega skorað mark. Góð- ur samleikur með skiptingum upp eftir vinstra kanti, sem lauk með ágætu jarðarskoti frá v. útherja, Skúla, sem kominn var vel inn í vítateiginn. — Seint í fyrri hálfleik tognaði Tryggvi Georgsson, fyrirliði Ak., og varð að yfirgefa völlinn, en Hermann Sigtryggsson kom inn í Eáns síáð. Lék hann v. úth., en B. Olsen tók stöðu inn- herja, og Skúli miðherja. Síðari hálfleikur var að mörgu leyti skemmtilegur fyrir áhorfendur. Nóg af spennandi augnablikum, án þess þó að mark væri skorað. Var það oft- ast mark Keflv. sem var hvað eftir annað í mikilli hættu. Var ótrúleg heppni þeirra, að ekki skyldi vera skorað fyrr en raun varð á. Það mun hafa verið um eða eftir miðjan hálfleik, að Ak. skutu þremur „dúndur“-skotum, hverju eftir annað, en alltaf varð einhver varnarmaður Kefl- víkinga fyrir. Við þriðja skotið hrökk knötturinn úr varnarm. upp í loftið og enn var það Steingr. sem tókst að senda hann í netið, nú með skalla. Þar með held eg að Steingrímur hafi orðið fyrsti einstaklingur á þessu íslandsmóti til að fram- kvæma svokallað „hat trick“, það er að segja, skora þrjú mörk í sama leiknum. — Seint í síðari hálfleik framdi h. bakv. Keflv. gróflegt brot, sem dóm- arinn dæmdi vítaspymu fyrir. Auðséð var að Keflvíkingurinn var ekki ánægður með þennan dóm og mun í mótmælaskyni hafa gengið inn í sitt eigið mark og virtist ætla að standa þar meðan vítasp. væri framkvæmd. Eftir nokkuð þóf fékkst hann þó fram á völlinn aftur. Steingr. spyrnti vítasp., en beint í fang markv., sem hélt þó knettinum ekki. Barst hann fram á völl- inn, einmitt til þess manns, sem vítasp. hafði verið dæmd á. Lentu þeir í einvígi, hann og Páll Jónsson, og í skaphitanum hrinti Keflvíkingurinn Páli dá- lítið harkalega, dómaraflaut kvað við og dómarinn benti Keflvíkingnum út af vellinum. Fyrirliði Keflv., Hafsteinn, mun hafa mótmælt þessu, en út af fór maðurinn. Ekki tók eg eftir að dómari veitti Keflv. áminn- ingu í sambandi við vítasp.dóm- inn, og hafi það ekki verið, virð- ist mér það anzi harður dómur að visa honum út af fyrir síðara brotið. Knattspyrnukappl. í Isl.- móti er ekki nein bænasam- koma, og slíkar hrindingar, sem þessi var, eru sífellt að koma fyrir í leikjum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lauk honum því með sigri Ak- ureyringa, 3:1. Einst. leikmenn í liði Ak. stóðu sig yfirleitt eins og búizt hafði verið við. Bezti maður liðsins og jafnframt á vellinum var tvímælalaust Einar Helga- son, markmaður. Leikur hans í markinu var stórkostlegur. Leikur Jóns Stefánssonar, mið- framv., var ágætur. Hann hélt niðri einum hættulegasta manni Keflv., þar til hann skipti um stöðu. í framlínu var Steingr. beztur. Auk þess að skora öll mörk liðsins, var hann dugleg- ur og mjög vel vakandi allan leikinn og þess vegna var það hann, sem skoraði öll mörkin. Árni Sigurbj. góður og traustur og eins og venjulega beztur í lok leiksins. Tryggvi góður meðan hans naut við, ágengur og harður í horn að taka. Arn- grímur, sem er sýnilega í lítilli æfingu, var afleitur framan af leiknum, óviss og taugaóstyrk- ur, en batnaði nokkuð er leið á síðari hálfleik. Er það athugun- arefni fyrir knattspyrnuráð, hvort ekki er rétt að reyna ann- an mann í þessari stöðu. Sigur- óla hef eg oft séð betri, en þess ber að gæta, að hér átti hann í höggi við einn af beztu v. úth. landsins, Skúla Skúlason. Tölu- vert bar á því, að leikmenn væru óstyrkir á taugum, sér í lagi framan af leiknum og voru sendingar þar af leiðandi óná- kvæmar. Þá fannst mér einnig vera áberandi að Ak. væru yfir- leitt seinni á knöttinn. Þann ágalla hafa þeir haft í langan tíma og verða að laga hann. Bezt væri, ef þeir vildu laga þetta í næsta leik, sem verður gegn Akurnesingum um næstu helgi. í liði Keflv. voru beztu menn í sókn Högni Gunnlaugss. mið- herji, fljótur og fylginn sér og skotharður, Páll Jónsson, h. út- herji, eldfljótur og lipur leik- maður, og Skúli Skúlason, v. útherji, fljótur og mjög lipur og skemmtilegur leikmaður, sem ræður yfir mikilli knatttækni. Tel eg hann tvímælalaust bezta leikmann úti á vellinum. I vörn inni var Hafsteinn Guðmunds- son langbeztur. Öruggur, bæði á háum og lágum sendingum. Dómari var Jörundur Þov- steinsson frá Reykjavik, og voru sumir dómar hans vafa- samir. T. d. sló Árni knöttinn með hendinni yfir markið, er tekin var aukaspyrna, rétt við vítateig. Hefur dómari vafa- laust ekki tekið eftir þessu, en hins vegar vissi Árni greinilega upp á sig skömmina og gerði ítrekaðar tilraunir til að fela sig bak við félaga sína. Línuverðir voru Kristján Freysteinsson og Jón Beldivnsson og unnu verk sín vel. — Á. 1. «iiiiiiinii imiiim iiiiiii iii n HELGI VALTYSSON . iiiiiiiiiiimimiiiMiHiiuiinim* BORIS PASTERNAK Frá f járöflunarnefnd orgelsjóðs Ak.kirkju Fjáröflunarnefnd orgelsjóðs Akureyrarkirkju vill votta öll- um þeim, sem hingað til hafa tekið þátt í orgelveltunni, svo og einnig öllum, sem gefið hafa fé í orgelsjóðinn, innilegustu þakkir. Sérstaklega vill nefndin færa stjórn KEA og aðalfundi þess beztu þakkir fyrir hina höfð- inglegu gjöf. Það er ósk og von fjáröflun- arnefndar að orgelveltan takist svo vel, að hægt verði að greiða orgelið sem allra mest með frjálsum framlögum Akureyr- inga. Þess vegna óskar nefndin eft- ir því, að veltan verði ekki látin stöðvast, heldur sjái þeir, sem á er skorað sér fært, að leggja fram sinn skerf, og skori jafn- framt að minnsta kosti á þrjá aðra hver maður, svo að sem mest af því fé, sem þörf er á, safnist með frjálsum framlögum safnaðarmanna. Hið nýja orgel mun verða dýrgripur kirkjunnar, sem hæf- ir vel reisn hennar og mun í framtíðinni verða kirkjulegum athöfnum hér til hins mesta vegsauka og Akureyrarbæ til ótvíræðs sóma. Fjáröflunamefnd Orgelssjóðs Akureyrarkirkju. •1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 II. Lýriskur skáldskapur Paster- naks varð tiltölulega snemma heimsfrægur og talinn hið frumlegasta og ágætasta í rúss- neskum nýtízkuskáldskap. Sér- staklega unnu brezkir bók- menntafræðingar að kynningu á skáldskap Pasternaks. Og úr- val af verkum hans hefur kom- ið út á Bretlandi í fleiri útgáf- um, m. a. „Prose & Pocms“, úr- val af ljóðum og smásögum Pasternaks fyrir 1933, sem kom- ið hefur út í þremur útgáfum með rækilegum formálum og æviatriðum. — Þar segir m. a.: Lofsamlegur rómur og heims- athygli sú, sem saga Pasternaks um Zivago lækni hefur vakið, bætir engum nýmælum við orðstír hans, heldur eykur að- eins stórlega hina víðkunnu frægð hans. — Þessi brezka kynning á rit- mennsku Pasternaks var upp- haf þess, að bent var á hann sem væntanlegan , ,Nóbel- kandídat“ löngu áður, en hann birti hugsanir sínar og listhæfni í sögunni miklu, sem vakti heimsathygli í einni svipan. En er Sænska Akkademían loks heiðraði hann með Nóbelsverð- launum rithöfunda, sem gladdi hann mjög, og hann hafði þegið með þökkum, bannaði Sovét- stjórnin honum að þiggja þessi „pólitísku verðlaun". Skáld- bræður hans sneru baki við honum, ráku hann úr félags- skap sínum og samtökum, og blöð og útvarp jusu yfir hann skömmum og svívirðingum með óþverrálegustu) illyrðum rúss- neskrar tungu úr lægstu dreggj- um öreigastéttanna. Pasternak varð að beygja sig og auðmýkja fyrir ofbeldi og ósvífni landa sinna, hafna verð- launum og heiðri, sem hafði glatt hann mjög, og varð auk þess að „játa brot sitt og breyskleika" og biðjast vægðar að verða ekki gerður landræk- ur úr ástkæru föðurlandi sínu! Og í símskeyti sínu til Sænsku Akkademíunnar afsalaði hann sér Nóbelsverðlauna-heiðrinum „sökum þess skilnings sem sam- félag það, er eg lifi í, leggur í þennan heiður.“ Samtímis hlutu einnig þrír rússneskir eðlisfræðingar (,,Spútnikfræðingar“) Nóbels- verðlaunin á vísinda-vettvangi og veittu þeim heiðri móttöku úr konungshendi í Stokkhólmi á sínum tíma. — En Pasternak sat heima! Þetta er veraldarsögulegur atburður, er seint mun fyrnast. Lýsir þetta rússnesku sovrét- menningunni rækilega og mats- hlutföllum hennar á vélmenn- ingu og andlegum afrekum. H J Ö R T U R GÍSLASON : HORFT TIL HAFS Á bjarginu hjá vitanum hann stendur einn og starir, i starir rökum augum á hafið sólu fáð, | sem kallar fram í öldungsins vitund fyrr en varir veröld minninganna um sorg og hetjudáð. I*etta haf er sama og sigldi ég ungur forðum, er sjóa ristu keipar og vindur reiða skók, þá var ekki kveðið með tæpitungu orðum né talað margt um guðspjöll í landkrabbanna bók. | Þá var látið vaða á súðum yfir sundin, sjaldan hafður maður við dragreipi né kló, til yztu rasta lialdið og stjóri stefni bundinn, ef stóðu járn í grána, af kappi höndin dró. j Þetta haf er sama og syni mína deyddi, — sorgar klukknahljóminn að húsi míriu bar — j og banahöggið þunga gæfu minni greiddi. | Ég gekk frá auðu nausti, mitt heima fallið var. I Síðan hef eg gengið um grandann út að stöpum, | í er geisað hafa stormar og öldur brotið sand, | en ekkert hefir rekið af ævi minnar töpum, I því útsogið er máttugt, það sleppir engu á land. | Hvað er ég að rugla og rýna út í bláinn, | 1 — rökkrið lyftir faldi við sólarroðans ós, — | hafið bærist ennþá og ævintýraþráin, i i og ennþá sigla skipin. Ég kveiki vitans Ijós. vlUlllllllllilltllllllllllllllllllll)111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111« Furðulegur eftirleikur. Eftir-að rússneskt útvarp og blöð höfðu þagað um lát Paster- naks í 2—3 dægur og síðan ráð- ist gegn erlendum blöðum fyrir hrósandi ummæli þeirra, og sjálf enn farið niðrandi orðum um ritmennsku Pasternaks og hallmælt honum, berst furðuleg frétt frá Moskvu um jarðarför Pasternaks, er fram hafi farið „í kyrrþey“, — Aðalefni frétta- skeytisins er á þessa leið: — Athöfninni scinkaði um klukkustund, þar eð enn vildu þúsundir manna sýna hinu látna skáldi virðingu sína, þar scm hann lá á líkbörunum. Menn tindu blóm á ökrum og engjum og stráðu á kistu hans .... Margir kransar bár- ust bæði frá skáldbræðrum hans og samtökum rithöfunda og annarra listamanna Sovétríkj- anna. Ýmsir frægir, rússneskir rithöfundar voru viðstaddir sorgarathöfnina í húsi Faster- naks . . . . og nokkrir af fremstu hljómlistarmönnum Sovétríkj- anna léku sorgargöngulag Chopins . . . . o. s. frv. o. s. frv. — Allt fer þctta fram í SOV- ÉZKRI KYRRÞEY! — Hverjir standa að slíkum fréttaflutn- ingi? — Er þetta ef til vill fyrirboði þess, að nú eigi að reyna að breiða yfir Pasternak-hneykslið allt með því að skjóta spútnikk hans „á braut umhverfis hnatt- kríli“ vort, og varpa listrænum frægðarljóma yfir hið mikla föðurland hans, sem svívirti hann niður í gröfina? Helgi Valtýsson. ,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.