Dagur - 15.06.1960, Side 7

Dagur - 15.06.1960, Side 7
1 Fjölmennt Um hvítasunnuna fór fram þriðja fermingarmótið, sem haldio er að Laugum í Reykja- dal á veg-um Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Var þetta hið fjölmennasta með 213 þátttak- endum. Mótið var sett í leikfimisal Laugaskóla kl. 4.30 annan í hvítasunnu og voru þar öll fundahöld. Ávarp flutti séra Pétur Sigurgeirsson, en auk hans voru í mótsnefnd séra Sig- urður Guðmundsson á Grenjað- arstað og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Hálsi. Setningarat- höfnin endaði með því að æsku- lýðsfáninn dreginn að hún og allir lásu saman úr ljóði Ein- ars Benediktssonar: Rís þú unga íslands merki. Jónas Jónsson frá Brekkna- koti stjórnaði íþróttum og leikj- um báða dagana. Var keppt í knattspyrnu, handbolta, boð- sundi og ýmsum öðrum grein- um. Um kvöldið flutti hinn ný- kjörni æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar, séra Ólafur Skúla- son, ræðu um höfuðefni móts- ins: Vertu trúr allt til dauða, og Guð mun gefa þér lífsins kór- ónu. Var honum ákaft fagnað Laugamót og hann hylltur af fundarmönn- um. Þá var kvöldvaka, sem séra Birgir Snæbjörnsson stjórnaði, en auk hans önnuðust séra Kristján Búason og séra Ólafur Skúlason þætti hennar. Kvöld- bænir flutti séra Örn Friðriks- son, en hann lék undir öllum söng á mótinu. Seinni mótsdagurinn hófst með morgunbæn séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar. En þá hófst biblíulestur. Hver prestur hafði hóp ungmenna og las með honum kafla úr ritningunni. — Var það sagan um talenturnar í Matth. 25. — Að því búnu hóf- ust íþróttir. En kl. 2 e. h. var guðsþjónusta og predikaði séra Friðrik A. Friðriksson piófast- ur á Húsavík. — Síðar um dag- inn var mótinu slitið með fána- hyllingu og sunginn var þjóð- söngurinn. — Veður var gott báða dagana. — Ávarp frá bisk- upi íslands var prentað í dag- skránni, og var það lesið af ein- um þátttakenda, Guðríði Þór- hallsdóttur. Risu allir úr sæt- um í virðingar- og þakklætis- skyni við herra Sigurbjörn Ein- arsson, en hann var þá á ferða- lagi í Ameríku. Bif reiðaeigendur! í sumar verður smurstöð vor opin sem hér segir: AHa virka daga frá kl. 8 f. h. til 18.30, nema laugar- daga frá kl. 8 f. h. til 11.30 f. h. ÞÓRSHAMAR H.F. Sími á smurstöð 1843. e> ý; Ij Hjartans pakkir fœri eg ykkur öllum, sem glödduð ’f’ mig með heimsöknum, heillaóskum, htómum og höfð- | inglegum gjöfum á 50 ára afmœli mínu 11. júní. Lifið heil. EINAR ST. SVEINBJÖRNSSON, Norðurgötu 40, Akureyri. » I i £ Hjartanlega pakka eg öllnm peim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeyturn á 70 ára afmceli mínu 6. júni sl. Scrstaklega pakka ég félagsmönnum hestamannafélagsins Léttis. Allur sá hlýhugur gerði mér daginn óglcymanlegan. ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON frá Eyrarlandi. V ! I £ l £ £ £ Alúðarfyllstu pakltir flyt ég hér með öllum vinum % og kunningjum, fjcer og ncer, sem með gjöfum, licim- tj sóknum og skeýtum, glöddu mig á sjötugsafmœli minu £ pann 7. p. m. Árna ég peim allra heilla. 3. ARNGRIMUR ARNGRIMSSON, Dalvik. Eiginkona mín, FJÓLA KATRÍN JÓNSDÓTTIR, scm andaðist 12. þ. m. verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 18. júní kl. 2 e. h. Fyrir hönd vandamanna. Alfreð Steinþórsson. «iiiiiiiiiciiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiaiiiiiaiiiiitiiiiiiiiiii||a NÝJA-BÍÓ { Sími 1285 | i Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 | i sýnir 17. júní kl. 5 og 9 i i heimsfræga bandaríska = i stórmynd: i I Og sóiin rennur upp | fAðalhlutverk: H Tyrone Power, i Ava Gardner, i Mel Ferrer, i Errol Flynn, i i Eddie Albert. 1 i Þessi heimsfræga stórmynd, i i tekin í litum og' Cinema- i i scope, var páskamynd Nýja- i i Bíós í Reykjavík og byggist i i á samnefndri sögu eftir Nó- i i belsve/ðlaunaskáldið Ernest i | Heminway, sem komið hefur i i út í íslenzkri þýðingu. i i Bönnuð börnum innan i i 12 ára. i ............................. 1111111111? •iiiiiiiiiiiiiiiiitiiititiiiniHittiiititiiiiiiiitttitiiittii«l|ft | BORGARBÍÓ { 1 Sími 1500 i É Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 E i Myndir vikunnar: | HJÓNASPIL | i (The Matchmaker.) i i Heimsfræg amerísk gaman- i i mynd, byggð á samnefndu i i leikriti, sem sýnt var í Þjóð- i i leikhúsinu síðastl. vetur. i iAðalh'lutverk: i Shirley Booth, i i Anthony Perkins. § | Pabbi okkar allra | i (Padri e Figli.) i ítölsk-rfönsk verðlunamynd í i |Aðalhlutverk: Vittorio de Sica, Marcello Mastroianni, i i Marsia Merlini. i iit 111 • t iiiiinn t tii 111 tii ti t nntti t tittiii ti tt t ttt tntt t tiii t? Súkkulaði spænir í plastpokum. Ódýrt og gott sem suðu- súkkulaði og kökuskraut. KJÖTBÚÐ K.E.A. Blúndubiússurnar margeftirspurðu, komnar aftur. N Y K O M I Ð : Dökkir netnvlonsokkar J Margir litir. Nýjasta tízka. Vöruialan HAFNARSTRÆTf IOH AKUREYRI Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur, 19. júní, kl. 10.30 árdegis. Séra Sigurður Stefánsson, vígslubisk- up, messar. Dregið var í innanfélagshapp- drætti Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri 12 júní. Upp komu þessi númer: 107: Veggteppi. — 242: Lampi. — 249: Blómstur- vasi. — Vinninganna má vitja til Elinborgar Jónsdóttur, Munkaþverárstræti 38, Akur- eyri. — (Birt án ábirgðar.) Þar sem grasvöllurinn á íþróttasvæðinu kemur til með að vera mikið notaður í sumar við mót og æfingar, er hér með alvarlega skorað á alla þá, sem ekki hafa fengið leyfi til afnota af grasvellinum, að fara ekki inn á hann. Mikil brögð eru að því að drengir og unglingar fari inn á völlinn með bolta og leiki sér í mörkunum. Munu flögin, er myndast framan við mörkin að mestu koma vegna þessa ágangs. Litli malarvöllurinn austan grasvallarins er opinn alla daga til æfinga, og ættu því drengir ekki að þurfa stærri völlinn. Verði áframhald á þess- ari ágengni á grasvöllinn sér Vallarráð sér ekki annað fært en að banna öll afnot af svæð- inu, bæði grasvelli, æfingavelli og brautum. Þarf þá sérstakt leyfi til æfinga og kappleikja. Þakkarávarp. — Innilegustu þakkir viljum við færa öllum, sem aðstoðuðu við vígsluathöfn í Pálmholti 11. júní sl. Sömu- leiðis þeim, sem gáfu peninga- upphæðir og aðrar góðar gjafir á 10 ára afmæli barnaheimilis- ins. Guð blessi ykkur öll. Kven- félagið Hlíf. Frá Ferðafélagi Akureyrar. Árbók Ferðafélags íslands 1960 hefur borizt til Akureyrar og verður afgreidd í skrifstofu fé- lagsins í kvöld og annað kvöld frá kl. 8—10 e. h., og í næstu viku kl. 8.30—9.30 e. h. Bókin fjallar um Suðurjökla og er rit- uð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Bókin er prýdd fjölda mynda. Næstu ferðir Ferðafélags Akureyrar eru Grimseyjarför 18. júní og Þeistareykjaför 25. —26. júní. — Væntanlegir þátt- takendur hafi sem fyrst sam- band við Álfheiði Jónsdóttur í Skóverzlun Lyngdals, sími 2399, sem veitir allar frekari upplýs- ingar. Iljónacfni. Nýverið opinber- uðu trúlofun sína í Rvík ungfrú Svanhildur Halldórsdóttir, skrif stofumær, frá Varmahlíð, Reykjadal, S.-Þing., og Arnald- ur Valdemarsson, skrifstofum., Skaftahlíð 10, Reykjavík. Hjúskapur. Nýlegn voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík ungfrú Kristín Tryggvadóttir, hjúkrunarkona, frá Laugabóli í Reykjadal, S.-Þing., og Jón Bjarnason, verzlunarm., Snorra- braut 63, Reykjavík. Iljúskapur. Þann 4. júní voru gefin saman í hjónaband brúð- hjónin ungfrú Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Angantýsson bifvélavirkjanemi. Heimili: Eiðsvallagötu 24, Ak. — Þann 5. júní ungfrú Ingi- björg Kolbrún Geirsdóttir og Jóhann Sveinn Hauksson sjó- maður. Heimili: Þverholt 8, Ak. — Þann 5. júní ungfrú Hulda Róselía Jóhannsdóttir og Jó- hannes Oli Garðarsson kennari. Heimili: Vík í Mýrdal. — Þann 11. júní ungfrú Hólmfríður Elsa Guðmundsdóttir og Rafn Hjart- arson húsasmíðanemi. — Heimili: Heiðarbraut 9, Akra- nesi. — Þann 12. júní ungfrú Gréta Kolbrún Guðvarðardóttir og Jón Hlíðberg Ingólfsson iðn- aðarmaður. Heimili: Aðalstræti 10, Akureyri. — Þann 12. júní ungfrú Gréta Stefánsdóttir og Páll Hólm Gíslason, sjómaður, Strandgötu 25 B, Akureyri. Systrabrúðkaup. Laugardag- 4. júní sl. gaf sóknarpresturinn í Vallaprestakalli í Svarfaðar- dal saman í hjónaband í Valla- kirkju brúðhjónin Gerði Jóns- dóttur kennara Jónssonar frá Böggvisstöðum og Arngrím Ægi Kristinsson Hallgrímssonar í Miðkoti, og Filippíu Jónsdóttur, alsystur Gerðar, og Hafstein Braga Pálsson skipstjóra Guð- laugssonar í Miðkoti. Fimmtugur varð 8. þ. m. Her- mann Vilhjálmsson, verkstjóri, Löngumýri 35, Akureyri. Þeir, sem eiga eftir að fá fæð- ingarvottorð vegna fjölskyldu- bóta, eru vinsamlega beðnir um að vitja þeirra fyrir 20. þ. m. — Pétur Sigurgeirsson. St. Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fyrsta fund sinn að Bjargi — félagsheimili Sjálfs- bjargar — fimmtudaginn 16. kl. 8.30 e. h. — Vígsla nýliða. Skemmtiatriði. Kaffi. Dans. — Félagar, fjölmennið. Allir templ arar velkomnir! — Æt. - FRÉTTIR ÚR NÁGRENNINU Framhald af S. síðu. að heimsækja bændur, eftir því, sem tími vinnst til. Það er Bændafélag Þingeyinga og Harpa í Reykjavík, sem tóku höndum saman. Þessir aðilar veita verðlaun fyrir það heimili héraðsins, sem bezt er talið verðskulda þau vegna fegrunar og ytri umhirðu. í dag er jarðsungin á Húsavík Helga Þorgrímsdóttir frá Hraun koti. Hún var á níræðisaldri og merk kona. Húseyjarkvíslarbrú Blönduósi, 14. júní. — í gær í gær var brúin af Húseyjar- kvísl flutt vestur í Svartárdal og verður hún sett á Svartá hjá Barkastöðum. Verið er að setja niður 10 metra ker við hafnargarðinn hér. Olafur Björnsson, Holti, Torfalækjarhreppi, verður 70 ára 19. þ. m. Kona hans er Jósefína Pálmadóttir frá Æsu- stöðum. Þau bjuggu lengst af í Bólsstaðarhlíðarhreppi, eiga þi'jú uppkomin börn, sem öll eru búsett í sýslunni og dvelja þau hjá einu þeirra, Ragnari bónda í Holti. Karlakór Bólstaðarhlíðar fer 17. júní í ferðalag austur um land og allt austur á Hérað. Laxveiðar eru byrjaðar bæði í Blöndu og Laxá í Ásum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.