Dagur - 15.06.1960, Page 8
8
Hálíðahöld sjómannadagsins á Akureyri
■ 1111111111111 ■ i ■ i ■ 111111111 ■ 11 ■ 11 ■ ■ 111 ■ ■ 1111 ■ 111111111111111111 ■ 11 ■ 11 ■ ■ ■ ■ ■ 11 ■ i ■ i ■ 11111
iiimiiiiiiiiiii|t»
Gils Guðffliindsson rithöfundur flutti aðalræðu
dagsins. Björn Arason, 17 ára piltur af tog-
aranum Harðbak, vann Atlastöngina
Á sunnudaginn héldu Akui'-
eyringar Sjómannadaginn há-
tíðlegan í 22. sinn og fóru há-
tíðahöldin vel fram og voru
fjölmenn.
Á laugardaginn fór fram
kappróður: Tvær sveitir voru
frá Æskulýðsfélagi Akureyrar-
kirkju, átta sveitir landmanna
og sex sveitir sjómanna. .
í unglingasveit sigraði Neisti,
tími 2,36,0.
Múrarafélag Akureyrar varð
■ hlutskarpást laridmanna. Tími
'2,36,9, næst varð Frystihús Ú.
A., þá Iðja, Niðursuðuverksm.
Kr. Jónssonar, Iðunn, Gefjun,
BSA-v.erkstæðið og sveit Egg-
• 'e'rts Olafssonar.
Róðrarsveit m/s Akraborgar
varð hlutskörpust meðal skips-
hafna. Tími hennar var 2,32,5.
Síðan komu: Snæfell, Garðar,
Gylfi 2., Harðbakur og Gunn-
ólfur.
Fyrir'hádegi á sunnudag var
svo sjómannamessa, Séra Birgir
Snaebjörnsson predikaði.
Eftir hádegi hófst . hátíða-
samkoma við sundlaugina.
Lúðrasveit Akureyrar lék
undir stjórn Jakobs Tryggva-
sonar, Herbert Jónsson, for-
maður Sjómannadags.ráðs, setti
hátíðina og lýsti dagskrá. Aðal-
ræðumaður dagsins var Gils
Guðmundsson rithöfundur og
flutti hann skörulegt erindi..—
Karlakórinn Geysir söng undir
stjórn Árna Ingimundarsoar,
Hjörtur Gíslason flutti .frum-
Blaðamannaheimsókn Finna
Fjörutíu manna hópur blaða-
manna frá finnska stórblaðinu
Helsinki Sanomat og annað
starfsfólk blaðsins kom hingað
til bæjarins fyrir hvítasunnu,
og ferðaðist um Þingeyjarsýslu
og víðar, en hélt heimleiðis á
laugardagskvöldið fyrir hvíta-
sunnu. Það kvöld hafði bæjar-
stjórnin boð inni á Hótel KEA
fyrr þetta ferðafólk og blaða-
merin á Akureyri, og fór það
vel fram og án víns, eins og sið-
ur er hin síðari árin við svipuð
tækifæri.
Bæjarstjóri, Magnús E. Guð-
jónsson, stjórnaði hófinu og
flutti gestunum ávarp, en
blaðakona frá Lathi, vinabæ
Akureyrar, Lisa Heini, þakkaði
fyrir hönd gestanna.
Fararstjóri hingað norður
var Sigurður Magnússon full-
trúi.
samið kvæði og tveir karlar,
þeir Herbert Jónsson og Finnur
Daníelsson, ásamt konunum
Fríðu Sæmundsdóttur og Pál-
ínu Gunnlaugsdóttur, kepptu í:
Nefndu lagið. Konurnar sigr-
uðu með yfirburðum.
Sundkeppnin.
í stakkasundi sigraði Kristján
Valdimarsson á 40,3 sek. Aðrir
keppendur voru: Baldvin
Bjar'nason, Björn Arason, Vern-
harður Jónsson og Friðjón Ey-
þórsson. Vegalengdin var 35
metrar.
f björgunarsuftdi var Björn
Arason hlútskarpastur. Hans
tímí var 59,4 . Næstur varð
Vernharðúr' Jónsson, þá ÍVIagn-
ús Lórenzsoon, Baldvin Bjarna-
son og Kristján Valdimarsson.
Björn Arason hlaut Átla-
störigina að þe.§su sinni fyrir
hæsta stígatÖlU; í sámarilogðum í
1 keppnisgreinum (44 stig). '
Landmenn og sjómenn kepptu
í boðsundi og sigruðu þeir fyrr-
nefndu.
Verðlaunaafhending fór fram
að keppni lokinni.
Við sundlaugina var mjög
mikill mannfjöldi. Veður var
svalt, en þurrt. Merki voru seld
á götunum, svo og Sjómanna-
blaðið. Dansað var um kvöldið
að Hótel KEA og í Alþýðuhús-
inu.
Framkvæmdastjórar Sjó-
dagsráðsins voru Kristján
Kristjánsson og Eggert Olafs-
son og tókst vel.
NYUMFERÐAMERKI
Ný umferðamerki hafa undanfarnar vikur verið í geymslu
hér í bæ í stað þess að vera sett upp. Fólki til glöggvunar
birtir blaðið nú myndir af þrem þeim fyrstu, sem upp verða
sett, og það fyrsta er þegar komið upp.
Fyrsta merkið táknar biðskyldu. Annað merki táknar:
Hægri beygja bönnuð, þar sem örin snýr til vinstri, táknar
það: Vinstri beygja bönnuð. Þriðja merkið, með bókstaf P í
miðju, táknar: Bannað að leggja ökutæki.
iiiiiitimiKiii.miilM
Þriðja hóíelið opnað á Akureyri
Brvnjólfur Brvnjólfsson veitmgainaðiir
hefur tekið |>a& á leigu.og búið húsgögnum
— "Á láugardaginri v.ar bþnað
nýtt gistihús í Hafnarstræti 98,
Hótel Akureyri. Húsið hefur
hlotið gagngerða viðgerð og
endurbætur og lítur vel út. í
því eru 18 gistiherbergi og rúm
fyrir 44 næturgesti. Herbergin
eru öll með nýjum Valbjarkar-
húsgögnum og hin snyrtileg-
ustu,- Gangar og stigar eru lögð
teppum.
Á gistihúsinu geta gestir feng-
ið morgunkaffi, sem er innifalið
í leigu herbergjanna, en mat-
sala er þar ekki.
Hlutafélagið Félagsgarður á
húsið, en Brynjólfur Brynjólfs-
sorv- véitingámaður á Ákúréyri '
á húsgögnin' og hefúr tekið
gistihúsið á leigu og rekur fyrir
eigin reikning, en hann rekur
einnig „Mat og kaffi“ hér í bæ.
Hið nýja gistihús kemur að
góðu gagni á meðan ferða-
mannastraumurinn er sem mest-
ur og útlit er fyrir að í sumar
verði hann með mesta móti. —
Ferðamenn geta nú valið um
þrjá gististaði: Hótel KEA,
Varðborg og hið nýja gistihús.
Samtals munu vera um 150
rúm á þessum stöðum saman-
lagt, en auk þess hefur Hótel
KEA herbergi á leigu úti í bæ.
Nýtt hestamannafélag
stofnað í Eyjafirði
Á laugardaginn var stofnað
nýtt hestamannafélag í Fram-
Eyjafirði. Það félag nær yfir
Öngulsstaða-, Saurbæjar- og
Hrafnagilsh repp.
Tilgangur félagsins er sá, að
bæta meðferð hesta, koma upp
skeiðvelli, auka kynbætur góð-
hesta og efla sanna hesta-
mennsku í þessum sveitum. —
Stofnendur voru um 50.
Stjórn félagsins skipa: Hjalti
Jósepsson, Steingrímur Níels-
son og Ottar Björnsson.
Bagur
kemur næst út miðvikudaginn
22. júní.
Kirkjan fullgerð
Flatey, 9. júní. — Hér hefur
verið austan- og norðaustanátt
og sjaldan gefið á sjó og afli
hefur verið fremur tregur þá
sjaldan hefur gefið. í gær lágu
hér 14 færabátar við bryggju.
Unnið er að því að fullgera
kirkjuna að innan og mun því
verki lokið um helgina, en ekki
er ákveðið hvenær vígslan fer
fram.
Silfurbrúðkaup áttu 2. júní
Hólmgeir Árnason og Sigríður
Sigurbjörnsdóttir, Grund í
Flatey.
Lokið er við að bera á tún og
lítur út fyrir að sláttur geti haf-
izt með fyrra móti, þrátt fyrir
kalda tíð nú að undanförnu.
Kríuvarp er með meira móti
og æðarvarp sömuleiðis, og er
æðurin komin með unga sína
fram á sjó.
Það misritaðist í Degi nýlega,
að grásleppuhrognin frá í vor
væru 135 tunnur. Þau urðu 380
tunnur og 100 tunnur af rauð-
maga, einnig var einn báturinn
nefndur Sævar, en átti að vera
Svanur.
Mikil gróðursetning
Hrísey, 14. júní. — Hér voru
um hálfsmánaðar skeið ungir
skógræktarmenn frá Akureyri
á vegum Skógræktarfélagsins
þar og gróðursettu 25 þúsund
trjáplöntur í Yztabæjarlandi.
En Sæmundur Stefánsson á þar
land og hyggst klæða það skógi,
og er hugmyndin vissulega hin
athyglisverðasta, og er þetta
fyrsti áfanginn í framkvæmd-
inni.
Gæftir hafa ekki verið síð-
ustu dagana, en farið á sjó í
morgun. Afli togbáta, sem hef-
ur verið rýr, var að glæðast
fyrir helgina. Snæfellið losaði
40—50 tonn fiskjar og einhvern
dálítinn slatta á Dalvík.
Síldarvertíðin
undirbúin
Ólafsfirði, 14. júní. — Ekki
hefur verið farið á sjó í viku-
tíma, en nú er komið gott veð-
ur. Gróðri hefur lítið sem ekk-
ll|lll•t•l•lll■A|lll
Á fögrum stað við
Sauðárkrók er verið
að byggja héraðs-
sjúkrahús, og er það
bæði sérkennileg og
fögur bvgging. Talið
er líklegt að það
verði vígt og tekið í
notkun nú í sumar.
(Ljósmynd: E. D.).
11 ■ 11 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ i ■ 11
11 ■ i ■ ■■■1111 ■ i ■ ■ ■ 11 ■ ■ ■ i ■ ■•■■11 ■ ii
ert farið fram síðustu daga
vegna kuldanna. Nú er allt far-
ið að snúast um síldina. Bátarn-
ir Stígandi, Þorleifur Rögn-
valdsson, Guðbjörg, Einar Þver-
æingar, Gunnólfur og Kristján
eru að búa sig undir vertíðina
og munu vera um það bil til-
búnir.
Unnið er við hafnargarðinn,
þar sem hann bilaði í vetur. Ek-
ið er stórgrýti til að fylla skarð-
ið, og er mjög mikið verk fram-
undan við að lagfæra skemmd-
irnar. Allir hafa nóg að gera.
Skaftfellingar á ferð
Ófeigsstöðum, 14. júní. —
Spretta er þolanleg, en túnin
vofu rneð mésta móti beitt í vor
og fram á sumar, svo að sláttur
er hvergi hafinn ennþá. Austur-
skaftfellskir bændur, yfir 60 að
tölu, voru hér á ferð og hafði
Búnaðarfélag íslánds boð inni
fyrir þá í Mývatnssveit.
Þrjú greni hafa fundizt og
verið unnin. Grenjaskyttur eru:
Arngrímur Eiðsson og Sigurður
Sigurðsson.
Hér hefur verið haldið ný-
stárlegt námskeið í sveitum.
Ingþór Sigurbjörnsson, málari
frá Reykjavík, hefur leiðbeint
um málningu utanhúss, bæði
með erindaflutningi og með því
Framhald d 2. siðu.