Dagur - 22.06.1960, Page 4

Dagur - 22.06.1960, Page 4
4 5 N@5 UM DULARFULL ATVIK OG SITT HVAÐ FLEIRA BrautskráSir 52 stúdenlar tré Mennfaskólanum VELFERÐARRIKIÐ SÍÐUSTU DAGA hafa menntaskól- ar Iandsins, sem eru fjórir talsins brautskráð 205 stúdenta. Þar af braut- skráðust 52 frá Menntaskólanum á Akureyri. I ÁVARPI ÞVf, sem Þórarinn Björnsson skólameistari M. A. flutti brautskráðum stúdcntum 17. júní síð- astliðinn, sagði hann meðal annars: „Eins og þið vitið, er nú mjög talað um velferðarríkið, þ. e. ríkið, sem tryggir sem bczt þegna sína gegn ytri áföllum og sér þeim fyrir tímanlegri velferð, svo sem unnt er. Ríki þetta er til orðið fyrir samvirk áhrif tækni- legra framfara og þeirra mannúðar- hugsjóna, sem hinir beztu menn hafa lengi alið. Norðurlöndin, þeirra á meðal ísland, skipa sér hér í fylking- arbrjóst og erum við maklega hreykn- ir af, enda slíkt talið okkur til ágætis af öðrum. Og öllum íslcndingum mun þykja sæmd að, að geta sagt frá því, að hér á landi sé það sjálfsagt, að fá- tækur maður fái sömu læknishjálp og ríkur. Með velfarnaðarríkinu er verið að reyna að láta rætast ham- ingjudraum aldanna um allsnægtirn- ar. Slíkt er auðvitað fagnaðarefni. En þó eru hinir vitrustu menn þegar farnir að hafa áhyggjur. Velsældin beinir hugum manna um of að þæg- indum og skemmtunum. Hún elur linkuna, eftirlætið við sjálfan sig, og þá er úrkynjun á næsta leiti. Link- unni fylgja margvíslegar hættur, and- legar og siðferðilegar, og raunar lík- amlegar einnig. Hún dregur úr vask- leikanum, sem þarf til drengskapar- ins. Hún lamar djörfungina, sem þarf til hreinskilninnar. t stuttu máli: Hún slævir duginn, sem þarf til dygðarinn- ar, og hún hefur tilhneigingu til að snúa greindinni í klókindi og undir- hyggju, svo að allt andrúmsloft verð- ur óhreint. Að lokum færir hún manni sízt hamingju, því að æðsti draumur mannsins er, þegar allt kem- ur til alls, ekki að hafa það gott, eins og sagt er, heldur að drýgja dáð, en til þess hvetur linkan aldrei. Hér þarf því að vera vel á verði, ef velsældin á ekki að eta sín eigin börn, líkt og byltingin. Svo er það frelsið, hið margumtal- aða og marglofaða. 1 því andrúmslofti, sem eg var að lýsa, er hætt við að gildi frelsisins rými. Gildi frclsisins er fólgið í því, að það er tæki til þroska fyrir einstaklinginn. Það gefur honum kost á að velja og hafna og þess verður jafnframt að gæta, að slíkt val verður því aðeins frjótt, að ábyrgð fylgi. Frelsi með ábyrgð, sem tekur afleiðingum athafna sinna, vek- ur til umhugsunar, íhugunar á afleið- ingunum. Slíkt elur þroska. En vegur þroskans hefur aldrei verið auðveldur og lögmál ábyrgðarinnar getur verið hart. Mannúðarríki nútímans hefur mildað þá hörku, eflaust oft réttilega og faguriega. En hér má þó ekki ganga of Iangt, því að þá missir frels- ið sitt þroskagildi.“ I ræðulok sagði skólameistari: „Is- lenzka ríkinu, sem ekkert vald hefur á bak við sig, verður að halda saman með siðferðilegum styrk. Hér eru því ærin verkefni fyrir unga menn og vaska." Vonandi hafa hinir ungu menntamenn lagt þessi orð vel á minnið og þau eiga erindi til allra. Júníus Jónsson, fyrrum bæj- arverkstjóri á Akureyri, varð 75 ára 14. þ. m., svo sem getið er í síðasta blaði. Hann er Ár- nesingur, tvíburi á móti Jó- hannesi bónda á Hömrum í Grímsnesi. Föður sinn missti hann 6 ára, en dvaldist til 13 ára aldurs á Apavatni og varð eftir það vinnumaður á Brjáns- stöðum í 8 ár. Síðan gekk hann í Flensborgarskólann, var 8 vetur á kútterum og 7 ár kenn- ari „hjá góðu fólki“ á Snæfells- nesi og svo heimiliskennari hér á Akureyri. Júníus var verkstjóri hjá Landssjóði í 13 ár við vegalagn- ir og brúargerðir, tvö sumur við að byggja gömlu rafstöðina í Glerárgili og síðan 25 ár fast- ur starfsmaður Akureyrarkaup- staðar við verkstjórn og í þjón- ustu bæjarins að meira eða minna leyti um 40 ára skeið. — Húsvörður var hann í Mennta- skólanum þrjá vetur og búskap stundaði Júníus hér á Akureyri í hálfan annan áratug. Og ef svo væri bætt við upptalningu á trúnaðarstörfum margs konar hér í bæ, yrði sá listi alltof langur. Kona Júníusar er Soffía Jóhannsdóttir, hin ágætasta kona og merkur borgari. Auðséð er á þessu, að lífið hefur átt mörg erindi við Júní- us, misjöfn að vísu eins og gengur, bæði mjúk og sár. Flest hafa þau þó farið um hann mildum höndum. Og þessi 75 ára öldungur er fullur af lífs- gleði og er ennþá ungur nema að árum. Blaðið hitti hann að máli einn morguninn og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Júníus tók þeim vel, svo framarlega að skjótt og vel væri skrifað og rétt eftir sér haft, og var auð- velt að lofa því, sérstaklega hinu síðara, því að þar þurfti ekkert um að bæta. Er það satt, að þú hafir verið hálfgerður kvenhatari á yngri árum? Já, það er engin lygi. Eg tók snemma þá ákvörðun að snið- ganga kvenfólkið og gifta mig aldrei. Þessi ákvörðun var sprottin af því, að eg sá hjóna- bandserjurnar alls staðar og það var ekki nema svona eitt af hverjum 10 hjónaböndum, sem voru þolanleg. Þá voru meiri erfiðleikar í daglegu lífi en nú er og víða þrotlaus vandræði á því að geta fullnægt frumstæð- ustu h'fsskilyrðum. Eg leit ekki á kvenmann fram yfir þrítugs- aldur og varðist öllum árásum. Á endanum skiptir þú um skoðun? Já, það geturðu verið viss um, og það var eyfirzk kona og sá bezti h'fsförunautur, sem eg gat framast óskað mér. Sem betur fór skipti eg um skoðun og var þá orðinn þrjátíu og tveggja ára. Hvenær komstu fyrst hingað norður? Það var árið 1913, að eg var sendur af vegamálastjórninni til að byggja veg frá Grund að Saurbæ. Eg varð svo hrifinn af veðursældinni hérna, að eg hugsaði: „Hér vil eg una ævi minnar daga,“ eins og þar stendur. Það kom varla dropi úr lofti allt sumarið, en syðra þurfti maður að brynja sig gegn rigningunni og rosanum. Eg man eftir hvað eg hneykslaðist á því, þegar bændur gátu ákveðið að binda hey þennan eða hinn daginn löngu fyrir- fram. Það hefði þótt skrýtið fyr- ir sunnan. Manstu eftir nokkru ein- kennilegu frá þessari fyrstu dvöl þinni í Eyjafirði? Til dæmis get eg sagt þér, að hjá mér var í vinnu Sveinn Víkingur, þá skólapiltur. Hann hrapaði úr bogastillans við Djúpadalsárbrú, en hann náði með annarri hendinni föstu taki í batting og féll ekki í vatnið. Eg hljóp til og ætlaði að bjarga honum. Heyrði eg þá að Sveinn sagði: Andskot — enn. Eg byrsti mig og sagði, að honum nær að biðja guð að hjálpa sér. Þá sagði Sveinn: Þegar eg var bú- inn að hanga ofurlitla stund, var eg í vafa um að eg þyrfti á nokkurri hjálp að halda og vildi því heldur narra andskotann. Varst það ekki þú, sem byggðir brýrnar á Eyjafjarðará? Jú, eg var viðriðinn byggingu 8 brúa af 9, sem farið er yfir þegar „stóri hringurinn er ek- inn“ (fram Eyjafjörð að vestan og út að austan, eða öfugt). Nú er búið að hækka tvær þeirra, brýrnar yfir Þverá og Munkaþverá. Einu sinni kom það fyrir sumarið 1923, þegar við vorum langt komnir við brúargerð yfir Eyjafjarðará, að svohljóðandi skeyti barst frá þáverandi fjár- málaráðherra: Stöðvið allar verklegar framkvæmdir tafar- laust. En þessu var ekki hægt að hlýða, svo langt var verkinu komið. En í 20 ár var notast við timburpall austur af vestustu brúnni. í annað skipti vorum við vegamálastjóri að mæla fyrir veginum austur að Kaupangi. Við höfðum bíl frá Kristjáni á BSA. Þá hafði hann 3 bíla. En okkur dvaldist lengur en ætlað var. Þá kom Kristján þeysiríð- andi á hjóli til að reka á eftir okkur. Hann var nefnilega bú- inn að lofa bílnum í aðra ferð. Kanntu nokkrar sögur, sem flokka mætti með karlagrobbi? Júníus hélt nú það, og sagði mér eftirfarandi smásögur: Ár- ið 1912 var eg við að byggja brúna á Haffjarðará. Eg var að vinna austan við ána, þegar eg sá tófuyrðling vestan árinnar, ekki hafði eg séð tófu fyrr og langaði til að kynnast henni nánar. Hófst nú eltingarleikur. Á endanum náði eg yrðlingnum og seldi hann fyrir 20 krónur, en það jafngildir um 1200 krón- um miðað við kaupgjald þá og nú. Eg fékk mikið hrós fyrir snarræðið. 1 annað skipti var eg í brúar- vinnu við Hnausakvísl. — Dag einn fórum við nokkrir saman til að ná í timbur út að Þing- eyrarósum og vorum við ríð- andi. Eg reið á undan. En þegar eg kom á nokkurri ferð upp á smáhæð eina nálægt ósnum, sá eg hvar 20—30 selir, sem þar lágu rétt fyrir framan mig, hentust í sjó fram með feikna bægslagangi. Ekki var mér það í huga að drepa sel. En þarna skeði það, að selkópur lá eftir, rotaður. Eg var að blóðga hann þegar samferðamenn mína bar að. Ekki efa eg, að það voru sel- irnir, sem rotuðu kópinn. — Skinnið af honum átti eg lengi og sagði kunningjunum jafnan: Þetta er skinnið af selnum, sem eg drap berhentur hérna um ár- ið á þurru landi! Kanntu sögur af dularfullum fyrirbrigðum? Þar hefur Júníus auðvitað af mörgu að taka og hann segir: Haustið 1912 var eg í fjárkaupa- ferð með Óskari Clausen um Dalasýslu. Á leiðinni sagði Ósk- ar: Það vildi eg að við þyrftum ekki að gista á Staðarfelli. En atvikin höguðu því einmitt svo, að við þurftum að gista þar vegna veðurs og vatnavaxta og fengum við hinar beztu viðtök- ur á því ágæta höfuðbóli. En ekki varð öllum svefnsamt nótt- ina þá. Óskar svaf einn í rúmi, en eg og fylgdarmaður í öðru rúmi á móti, í sama herbergi. Þegar eg var nýsofnaður, vakn- aði eg við það, að mér fanst ís- köld hönd grípa um öklann á mér. Eg sparkaði frá mér, sneri mér upp í horn og sofnaði þeg- ar. Einhverntíma síðar um nótt- ina vaknaði eg, kveikti á kerti og notaði fötu. Það buldi tölu- vert i næturgagninu. Um morg- uninn reis Óskar upp af kodd- anum og spurði: Gátuð þið nokkuð sofið? Eg hef ekki sofn- að dúr í alla nótt. Síðan taldi hann upp það, sem fyrir hann hafði borið og var það margt. Meðal annars sagðist hann hafa heyrt svo helvíti mikið og und- arlegt gutlþ Nóttina eftir gistum við á Ormsstöðum, en þar átti fylgd- armaðurinn heima. Þegar við riðum þangað heim, sagði Ósk- ar á þá leið, að nú mundi karl hanga á þeim stað er við svæf- um í nótt. En sagt var að maður einn hefði hengt sig í smiðju- kofa fyrir tveimur árum, þar sem nú var svefnhús. Við fórum seint að sofa þetta kvöld. Um miðja nótt vaknaði eg við það, að Óskar reis upp með andfælum í rúminu og hélt sér fast um fótagaflinn og var mikið niðri fyrir. Hann hafði dreymt, að hann var að sökkva í dý. Þegar að var gáð, sást, að tvær fjalir höfðu fallið niður úr botninum í rúmi hans. Eftir þetta samrekktum við Óskar hverja nótt, því að hann virtist vera töluvert myrkfælinn. En hvernig gekk með fjár- kaupin? Þegar eg varð þess var, að Óskar galt þeim ríku meira fyr- ir kindurnar en þeim fátæku, sagði eg við hann: Ekki vildi eg gera fjárkaup að ævistarfi. Hann svaraði: Það gcíuga smáminnkar í manni. Benedikt Gabríel. Og enn bætir Júníus eftirfar- andi sögu við: Þegar við geng- um heim túnið á Staðarfelli kvöldið góða, sem eg minntist á áðan, sá eg mjög greinilega mann í mórauðum fötum ganga inn í kofa þar á túninu. Fylgd- armaðurinn sá þetta líka. Höfð- um við orð á þessu. Heimamað- ur gekk þá inn í kofann, en sá engan. Næsta vetur var eg kennari á Elliða í Staðarsveit. Þar bjó ekkja hreppstjóra eins. Þau voru foreldrar Jóhanns heitins prófessors Sæmundssonar. Hún sagði mé.r eftirfarandi draum. Þegar hún gekk með fyrsta barn sitt, dreymdi hana eitt sinn, að barið er að dýrum. Hún fer til dyra og þar er ókunnugur maður kominn og hefur beizli í hendi. Maðurinn ségir: Eg heiti Benedikt Gabríel og vil eg að þú látir fyrsta barn- ið þitt heita eftir mér. Konan mótmælti því. Þá reiddist mað- urinn og sló hana 4 högg með beizlinu á milli herðanna. Nokkru síðar bárust blöð frá Reykjavík, sem hermdu frá því, að maður með þessu nafni hefði hengt sig í beizli í smiðjukofa á Staðarfellstúni. Datt mér þá í hug maðurinn, sem eg og fylgd- armaðurinn sáum. En það er af konunni á Elliða að segja, að hún missti fjögur fyrstu börn sín. Hefur þú ekki fengizt eitthvað við að lesa í lófa? Jú, ég hef dálítið gert af því, lærði það af móður minni, en hún lærði það þegar hún var 9 ára, af gamalli konu. Þessi gamla spákona spáði móður minni því, að hún giftist ekkju- manni og ætti með honum sjö börn. Þetta rættist. Einu sinni lá ég á Landsspít- alanum. Þá kynntist ég Birni nokkrum af Kópaskeri. Hans kona lá þar á sjúkrahúsinu, illa farin af lömun. Hann bað mig að lesa í lófa konu sinnar, en eitthvað hafði það kvisast að ég fengist við lófalestur. Orsökin var sú, að Arnljótur nokkur frá Akureyri, sem lá á sömu stofu og ég, fékk mig til þess arna og svo varð enginn friður. Hjúkr- unarkonan, síðan nuddkonan báðu mig ásjár í þessu efni og svo kom skriðan. Ég hugðist komast hjá þessu ónæði með því að kenna Arnljóti, stofufél- aga mínum, galdurinn. Hann nam fræðin og tók í þeim fulln- aðarpróf hjá mér, fékk 10 í bameignum, 8 í hjónaböndum og 7 í lófalínulestri! Eftir að ég kenndi Amljóti, sagði ég með nókkru yfirlæti, þegar einhver bað mig að lesa í lófa: „Bæjarverkstjórinn á Akureyri getur ekki gert sig að fífli með því að lesa í lófa á stelpum! En það er frá Birni á Kópa- skeri að segja, að hann lagði fast að mér að koma til konu sinnar og lesa í lófa hennar. Lét ég loks tilleiðast. Þegar ég kom í dyrnar á sjúkraherberg- inu, sagði kona ein, sem lá í rúmi rétt við dyrnar: „Ég er konan hans Björns og hérna er lófinn." Ég sagði konu þessari, að hún hefði eignazt dreng en misst hann og varð hún þá alvarleg. En hvaða kona liggur þarna við gluggann, sagði ég. Ég las svo líka í lófa hennar og sagðist sjá, að hún ætti tvær dætur. En þar sem ég sá, að konan var illa far- in, sagði ég henni til hughreyst- ingar og til að gefa henri kjark, að hún myndi eignast son. En ekki var samtalið lengra orðið, þegar konan við dymar sagði ■ frá því, að þetta væri allt sam- an hrekkur og höfðu þær villt á sér- heimildir og undruðust hvernig ég rataði á það rétta. Eftir þetta hélt fólkið, að mikill spámaður væri upp risinn með- al þess. ” .... Og þú lítur ennþá í lófann á fólki? Nei, steinhættur og neita jafnvel 17 ára stúlkum, en fyrir þær er skemmtilegast að spá. Maður sér það alveg á þeim þegar þær eru bálskotnar því að þá spóla þær. Leitað dauðaleit að vegamála- stjóra Á árunum 1928—1929 voru aðeins tveir eða þrír bílstjórar, sem höfðu ekið yfir Öxnadals- heiði, því að Giljareitirnir voru í raun og veru ófærir. Þá var það, að Steingrímur Jónsson, sýslumaður, hringdi til mín og bað mig að leita dauðaleit að Geir Zoega, vegamálastjóra. Hann hafði farið á bíl daginn áður en var ekki kominn til Sauðárkróks og var óttast um hann. Ég brá við og við Jón Steingrímsson fengum okkur farartæki og röskan bílstjóra, Sveinbjörn Lárusson. Ég sat aftur í og sat þó litið því að ég var í loftköstum og hélt mér með báðum höndum. Þá var Öxnadalurinn þýfður og grýtt- ur, þar sem þó var vegurinn. Þegar að Giljareitum kom, sat ég ármegin í bílnum og vildi ganga. Utsýnið var ægilegt og vegurinn mátti heita ófær, svo engu mátti muna. Ekki féllst Jón á þessa uppástungu. Við'fundum hvorki vegamála- stjóra eða bíl hans en fréttir fengum við um hann og hafði bíll hans bilað við Norðurá og er hann úr sögunni. Við ókum nú heimleiðis allt hvað af tók og vildum komast yfir Giljareiti í björtu. Svo vondir, sem þeir voru þá, voru þeir enn verri -í myrkri. Þegar að Giljareitum kom, sat Jón ármegin og leizt nú ekki á blikuna. Nú skulum við ganga, sagði hann. Nei, sagði eg, til að hefna mín á honum og beit á jaxlnnn og hélt um hurðar- handfangið til að geta velt mér út ef bíllinn ylti fram af! Hér látum við staðar numið cg þckkum viðtalið. Það er gaman að mæta Júníusi Jóns- syni á förnum vegi, flestir eða allir samferðamenn hans eru einnig þakklátir fyrir lengri eða skemmri samleið. — E. D. IHITABYLGJA[ Mikil hitabylgja gengur nú hér yfir. Hitinn hefur komizt yfir 20 stig víða norðanlands og austan. Góðar gjafir bárust skólaoum, nemeodum f jöig- ar og hinn norðlenzki menntaskóli gegnir virðulegu hlutverki Að rocrgni dags hinn 17. júní var Menntaskólanum á Akur- eyri slitið og útskrifuðust þá 52 stúdentar þaðan. Svo sem venja er settu nýstúdentarnir nokk- urn svip á bæinn þennan dag, sem jafnframt er þjóðhátíðar- dagur, með margvíslegum fagn- aði. Skólaslit. Skólaslitin fóru fram árdegis og hófust með því að skólasöng- urinn: „Undir skólanas mennta- merki . . .“, með undirleik frú Margrétar Eiríksdóttur skcla- meistarafrúar, var sunginn. Þórarinn Björnsson skóla- meistari bauð gesti velkomna og minntist í upphafi Dagmarar Árnadóttur, sem andaðist dag- inn áður en próf hófust. Dag- mar var í sjötta bekk og hefði því orðið stúdent þennan dag,ef hin örlagariku og óviðráðanlegu veikindi hefðu ekki breytt þar um. Viðstaddir, sem voru fleiri en húsrúm leyfði, risu úr sæt- um. Nemendur og kennarar. í Menntaskólanum á Akur- eyri voru 388 nemendur í vetur, eða fleiri en áður, og starfaði skólinn í 16 bekkjardeildum. í máladeild voru 113, en í stærð- fræðideild 98. í þriðja bekk voru 87 og 90 í miðskóladeild. Um þriðjungur nemenda skcl- ans voru stúlkur. I heimavist voru 170 nemendur og í mötu- neyti voru 215. Kennarar vcru 24, auk skcla- stjóra, þar af 13 fastir kennarar. Skólameistari þakkaði þeim samstarfið, og minntist sérstak- lega Jónasar Snæbjörnssonar, sem nú var í fyrsta skipti við- s-- 1 Akranes sigraði Akureyri 3:1 Annar leikur Knattspyrnu- móts íslands, þeirra, sem fram eiga að fara hér á Akureyri, var leikinn sl. sunnudag. Áttust þar við Jið Akraness og Akureyrar og lauk með verðskulduðum sigri Skagamanna, þrátt fyrir það, að þá vantaði tvo af leik- mönnum sínum, þá Helga Daní- elsson markvörð og Ingvar Elí- asson miðherja, sem báðir léku með landsliðinu gegn Ncrð- mönnum fyrir stuttu. Yfirleitt mun hafa verið búizt við auðveldum sigri Akurnes- inga, sem undanfarin ár hafa ýmist unnið, eða verið í úrslit- um í íslandsmótinu. Akureyr- ingar komu því skemmtilega á óvart, með því að leika fyrri hálfleik allan eins vel eða bet- ur en Akurnesingar, og fá fylli- lega eins mörg tækifæri, þrátt fyrir töluverðan mótvind. En tækifærin voru misnotuð, því miður. í seinni hluta hálfleiks- ins tókst svo Akurnesingum að skora eina markið sem skorað var fyrir hlé. Hefði verið mjög sanngjarnt að hálfleik hefði lok- ið með jafntefli. Eftir þessi úr- slit munu æði margir áhorfend- ur hafa verið farnir að vonast eftir að heimamenn ynnu leik- inn. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þó að skipt hefði verið algerlega um leikmenn í hálf- leik í liði A., hefði vart getað orðið meiri munur á leik liðs- ins heldur en raun varð á. Allir Frjálsíþróttamótið 17. júní 1960 Kringlukasl: Þóroddur Jóhannsson, UMSE 36.80 Björn Sveinsson, KA 34.24 Ingimar Skjóldal, UMSE 33.39 Eiríkur Sveinsson, KA 30.39 Háslökk: Ing. Hermannsson, Þór 1.65 Björn Sveinsson, KA 1.65 Eiríkur Sveinsson, KA ■ 1.65 l’áll Stetánsson, Þór 1.55 400 m lilaup: Guðm. Þorsteinsson, KA 52.5 Jón Gíslason, UMSE 55.7 1500 m hlaup: Guðm. Þorstcinsson, KA 4.06.2 (Akureyrarmet). Eðvarð Sigurgeirsson, KA 4.35.9 Jón Gíslason, UMSE 4.50.2 Spjótkast: Björn Sveinsson, KA 47.01 Skjöldur Jónsson, KA 45.90 Eiríkur Sveinsson, KA 43.58 Þóroddur Jóhannsson, UMSE 34.27 Langstökk: Vilh. Guðmundsson, UMSE 5.95 Ing. Hermannsson, Þór 5.91 Björn Sveinsson, KA 5.72 Skjöklur Jónsson, KA 5.57 Ólafur Larsen, KA 5.44 Þóroddur Jóhannsson, UMSE 5.37 100 m hlaup: Björn Sveinsson, KA 11.2 Vilh. Guðmundsson, UMSE 11.8 Þóroddur Jóhannsson, UMSE 11.4 Eiríkur Sveinsson, KA 11.5 4 x 700 m boöhlaup: Sveit ÍBA: Skjöldur, Ing., Eiríkur, Björn 46.7 Sveit UMSE: Vilh., Jón G., Trausti, Þóroddur 47.5 Kúluvarp: Þóroddur Jóhannssön, USME 12.80 Eiríkur Sveinsson, KA 12.22 Björn Sveinsson, KA 11.82 Björn Sveinsson vann 17. jiiní- bikarinn lil eignar. leikmenn meira og minna staðir á vellinum og hreyfðu sig varla eftir knettinum. Akurnesingar náðu því mjög góðum leik og unnu því verðskuldaðan sigur í leiknum, eins og áður er sagt. Skoruðu þeir tvö mörk í síðari hálfleik, og var það vel sloppið fyrir Ak. svo mjög sem Akur- nesingar voru ágengir og héldu uppi að kalla látlausri sókn. — Undir lok leiksins vöknuðu Ak. aftur til lífsins og tókst að skora sitt eina mark í leiknum. Áhorfendur voru margir, lík- lega um 1100. Dómari var Ingi Eyvinds cg dæmdi mjög vel, enda leikuxinn báðum liðum til sóma hvað prúðmennsku snerti. Að vísu , fcr greinileg vítaspyrna á Ak- urnesinga fram hjá dómaranum seint í leiknum, er einn leik- maður Akraness velti knettin- um með hendi frá marki sínu, en dómari þannig staðsettur, að hann gat ekki séð það. Hins vegar sáu það víst allir, sem í stúkunni sátu. Línverðir, — Bjarni Jensson og Haraldur Baldvinsson, gerðu hlutverkum sínum góð skil. En meðal annarra orða: Hvernig væri það, Akureyring- ar, að fara að skjóta á markið, þó að þið séuð ekki komnir inn á markteig? A. I. Meistaramót á Ak. Unglingameistaramót íslands verður haldið hér í bæ dagana 25.—27. þ. m. Keppnin hefst kl. 2 á laugardag. Búizt er við spennandi keppni í flestum greinum. staddur skólasht sem gestur, En Jónas hefur kennt lengur við skólann en nokkur annar, eða samtals 40 ár. Landsprófi miðskóla luku 34 nemendur og hlutu 19 þeirra framhaldseinkunn. Siúdentspróf. Stúdentsprófi luku 52, 30 úr máladeild en 22 úr stærðfræði- deild. Hæstu einkunnir stærð- fræðideildar hlutu Jón Sigurðs- son og Sigurður Dagbjartsson, 8.98. í máladeild varð efst Sig- urlaug Kristjánsdóttir með 8.45. En hæstu einkunn í skóla hlaut Leó Kristjánsson, 4. bekk. Eink- unn hans var 9.19. Jón Sigurðs- son blaut flest verðlaun, bækur: Fyrir félagsstörf, námsafrek og umsjónarstörf. Sigurður Dag- bjartsson hlaut verðlaun úr Minningarsjcði Þorsteins Hall- dórssonar. Géðar gjafir. Þegar skólameistari hafði af- hent hinum. nýju stúdentum prófskírteini sin, kvaddi Olafur Jóbannesson prófessor sér hljóðs og flutti skólanum árnað- aróskir fyrir hönd 25 ára stú- denta og færði skólanum gjöf frá þeim, stundaklukku, sem ætlaður er staður í setustofu hinnar nýju heimavistar. Magnús Óskarsson talaði fyr- ir hönd 10 ára stúdenta, árnaði skólanum heilla og færði hon- um að gjöf mjög fullkomin tæki til hljómplötuflutnings. — Skólameistari þakkaði gjafirnar og tilkynnti um leið, að systkini og ættingjar Vemharðs heitins Þcrsteinssonar hefðu gefið skclanum bókasafn hans, mikið safn og gott. Ennfremur, að frú Edith Möller hefði gefið skólan- um bókasafn sitt til minningar um mann sinn, Jóhann G. Möller, og son þeirra Jóhann Möller, sem fórst í flugslysi fyr- ir tveim árum og afhendist safnið eftir hennar dag. Að siðustu ávarpaði skóla- meistari hina brautskráðu nem- endur og er vikið að þeirri ræðu hans í leiðara blaðsins í dag. Eyjólfur synti en ... Á sunnudaginn hugðist Eyj- ólfur Jónsson sundkappi synda frá Hrísey til Dalvíkur. Hann hætti sundinu þegar hálf leið var farin, því að þá var hvasst orðið og sterkur straum- ur, hvort tveggja á móti. Dalvíkingar héldu Eyjólfi samsæti um kvöldið og færðu honum gjafir. Leiðréttmg Ingþcr Sigurþórsson málari, sem frá er sagt í síðasta blaði í sambandi við samkeppni þing- eyskra bænda um utanhúss- málningu og snyrtilega um- gengni, er frá Málningu h.f., Reykjavík (spred satin) og vinnur að vörukynningu austur þar, en heldur ekki námskeið. Leiðréttist þetta hér með.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.