Dagur - 06.07.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1960, Blaðsíða 1
— Máu;a<;.\ Framsóknarmanna Ritstjókk Fkunuuk Davihssov Skriksiota í Haknarstra ii 90 Símj H66 . Setnincu og prentun. annAsi Préntverk Odds B jörnssonar h.f. Akurk.vri __________> XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 6. júlí 1960 — 33. tbl. ------------------------------------ Ai-cr.vstNT.ASTjóki : Jón Sam- ÚEJ-SSON . ÁRCANGt'RlNN KOSTAR KR. 100.00 . CjAI.DDAOI ER 1. JÍT.Í BLAOtU KEMt.R Ór Á MJDVIKUDÖG- l'M OC Á l.AUr.ARDÖGC.M ÞECAR ÁSf.EDA VYKJR TR. ^ .. ' 'i Síldaraflinn var á miðnætti § sl. laugardag orðinn 288.567 ; mái ög tunnur á móti 43.287 í É fyrra. 227 skip höfðu þá fengið i "afla,- en 124 á sama tíma í É fyrra. = . Sjö aflahæstu skipin voru: 1 Sigurður Bjarnason 3504 mál, É .Snaéfell 3320, Valafell Ólafsvík = 3262, Gullver 3122, Eldborg É 3470, Björgvin Dalvík 3368, É Árni Geir 3106. É - f ’ gær hafði Krossnessverk- j smiðjan tekið á móti 14.907 j ■ málum síldar og Hjalteyri 1 13.100. Þessar verksmiðjur j höfðu enga síld fengið á sama j tíma í fyrra. Nú er norðaustan bræla á ; miðunum og öll skip í land- j vari. . Á Siglufirði liggja nú 150 j síldarskip. Áfengisverzluninni! er lokað þessa daga. KRANKLEIKI ' BRETA Brezkur togari, Back Vich frá Grimsby kom til Akureyrar kl. 5 síðdegis í gær. Maður hafði veikzt um borð og var hann fluttur í sjúkrahús, talinn með botnlangabólgu. — Hann var þó ekki illa haldinn að sjá. í fundarhléi var þessi mynd tekin á tröppum Laugaskóla af fulltrúum þingsins, en nokkra vantar þó. — (Ljósmynd: E. D.) Þing Framsóknarmanna í Norðurlandskjörd. eystra Sainbandsíélag allra Framsóknarfél. í kjördæminu stofnað og því sett lög og kosin stjórn Alþingismennirnir Gísli Guðmundsson og Karl Kristjánsson ræð- ast við að þinglokum og virðast þeir í bezta skapi. (Ljósm.: E. D.). Á laugardaginn. og-sunnudag- inn 2. og 3. júlí var nýtt félaga- samband stofnað að Laugum í Reykjadal. Hin nýja kjördæma- skipun, sem allir kannast við, krefst þess, að Framsóknarfé- lögin í hinum nýju og stóru kjördæmum hafi nánara sam- band sín á milli en áður var og starfi í ýmsum málum sem ein heild. Hið nýja félagasamband, er samband allra Framsóknar- félaga í Þingeyjarsýslum, Eyja- fjarðarsýslu og Akureyri. Mætitr voru fulltrúar frá öll- um Framsóknarfélögum á þessu svæði og þingmenn flokksins. í kjördæminu, þeir Karl Krist- jánsson og Gísh Guðmundsson, en Garðar Halldórsson, sem farinn er utan, sendi þinginu kveðju sína. Fulltrúar voru 53 að tölu. Stj órnmálayfirlýsing kj ördæmisþingsins Kjödæmaþingið telur, að með ráðstöíunum Alþingis og ríkis- stjórnar í efnahagsmálum á þessu ári sé að verulegu leyti, að ófyrirsynju, stefnt að almennri aukningu dýrtíðar í landinu og að mörgum muni, að óbreyttum tekjum, reynast mjög örðugt eða ókleyft, að standast straum af þeirri útgjaldahækkun, sem af dýrtíðinni leiðir. Þessar byltingakenndu ráðstafanir í dýrtíð- arátt hafa þegar hrundið af stað nýrri verðbólguskriðu og er ekki annað sýnilegt en hún eyði þeim áhrifum til jafnvægis í þjóðarbúskapnum, sem formælendur efnahagsráðstafananna töldu þeim til gildis. Kjördæmaþingið harmar þær breytingar í afturhaldsáit, er nú hafa, að lokinni kjördæmabyitingunni, verið gerðar á margs konar umbótalöggjöf, sem sett hefur verið síðau Framsóknar- flokkurinn efldist til áhrifa í þjóðmáium. Ber þar einkum að nefna niðurskurð rafvæðingaráætlunarinnar, stórfeilda hækkun vaxta og styttingu lánstíma hjá íbúðarlánasjóðum, Ræktunar- sjóði og stofnlánasjóðum atvinnuveganna og frestun lánveit- inga, sem samkvæmt venju átti að fara fram fyrir síðustu ára- mót. Af þessari stefnubreytingu samhliða dýrtíðaraukningunni, almennri vaxatahækkun og almennum samdrætti útlána, staf- ar einkum hætta fyrir þá iandshluta, sem eiga í vök að verjast vegna fóiksflutninga og sízt mega við því að að lát verði á efl- ingu atvinnulífsins, eða hinni almennu framsókn á öðrum svið- um, sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Andstaða núverandi stjórnar gegn samvinnufélögunum, tilraunir hennar til að draga fé sparisjóða og innlánsdeilda til Reykjavíkur, eru augljós hættumerki, sem gefa þarf gaum að. Kjördæmaþingið heitir á allan almenning í Norðurlandskjör- dæmi eystra, að skipa sér nú undir merki stærstu stjórnmála- samtaka kjördæmisins, Framsóknarflokksins, til baráttu fyrir því, að kveða niður þá óheillastefnu í landsmálum, sem nú er ráðandi, og þá fyrst og fremst með því, að tjá þeim stjórnmála- | flokkum hug sinn, sem að þessari stjórn standa og svifta þá É fylgi. Með því móti einu verður auðið að bæta það tjón, sem É orðið er, eða yfirvofandi og greidd gata nýrrar sóknar. Hér í Norðurlandskjördæmi eystra er til staðar mikill nátt- | úruauður á landi og í sjó. Hér á íslenzk félagshyggja djúpar | rætur og hér er skapandi máttur almannasamtakanna þjálfað- É ur í skóla langrar reynslu. Hér er öflugast menntasetur utan = höfuðstaðarins. Hér eru því miklir möguleikar til að efla þjóð- [ hoit mótvægi gegn sivaxandi auðhyggju og sérhagsmunum. Samtök Framsóknarmanna í þessu kjördæmi standa opin öll- É um, sem að slíku vilja vinna í anda félagshyggjunnar og land- É námshugsjónarinnar. Þeir sem skipa sér í þessi samtök eiga þess é kost að ráða sameiginlega stefnu þeirra og starfi og koma þar É á framfæri skoðunum sínum og áhugamálum. Kjördæmisþingið | heitir á alla að leggja hér Iið sitt fram. Sérstaklega heitir það á É hina ungu og uppvaxandi kynslóð í hinum fornu, eyfirzku og = þingeysku byggðum, í höfuðstað Norðurlands og annars staðar I við sjávarsíðuna, að leggja fram afl sitt og skapa sér þar sjálf É verksvið, sem henni hæfir, vaxandi menningu og batnandi kjör i í þjóðlegu, máttugu samstarfi við þá, sem í öðrum byggðum é þessa lands sækja fram í sama anda til nýs landnáms og betra É lífs. UM ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁRINNAR. j Kjördæmaþing Norðurlandskjördæmis eystra, haldið að É Laugum 2.—3. júlí 1960, skorar á miðstjórn og þingmenn Fram- É sóknarflokksins að beita sér fyrir því, að íslenzka ríkinu verði É sett ný stjómarskrá, sem geti tekið gildi eigi síðar en á 20 ára = afmæli lýðveldisins 1964. É lllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllll■l■llllllllllllll•llllllllllll■■lllll■llllllllllllllll■llllll■lll■llllllllllllll* INGVAR GÍSLASON formaður hinna nýju félagasamtaka. Þingsetning. Karl Kristjánsson setti þingið með ræðu, lýsti nauðsyn hinnar nýju félagsstofnunar, vegna breyttra kjördæma annars veg- ar og hinu þýðingarmikla hlut- verki Framsóknarflokksins í ís- lenzkum stjórnmálum. Þrándur Indriðason var kos- inn formaður kjörbréfanefndar og kynnti hann, að athugun kjörbréfa og samþykki fundar- ins lokinni, þingfulltrúana, hvern fyrir sig. Bernharð Stefánsson, fyrrver- andi alþingismaður, var kosinn fyrsti forseti þingsins með lófa- taki. V.araforsetar, sem jafn- framt skipuðu dagskrárstjórn, voru: Finnur Kristjánsson, Bjöm Stefánsson og Jóhann Jónsson. Ritarar voru: Kristinn Sig- mundsson og Helgi Kristjáns- son. Alþingismenn fluttu ræður. Þá fóru fram kosningar í nefndir, en að þeim loknum Framhald á 5. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.