Dagur - 06.07.1960, Blaðsíða 7
7
BORGARBÍÓ
Síini 1500
Húsmæðraskólinn á Laugalandi
| Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 |
Mynd vikunnar:
I LÍFSBLEKKING |
(Imitation of lifc.)
1 Stórbrotin og hrífandi ný, I
: amerísk stórmynd í litum, E
I eftir skáldsögu Fanney i
i Hurst. — Sagan kom í E
I danska vikubl. „Hjemmet11 i
i 1959, undir nafninu „Lad |
andre kun drömme". 1
iAðalhlutverk:
LANA TURENAR, i
JOHN GAVIN,
í SANDA DEE.
i ATH. að sjá þessá mynd áð- i
ur en þér farið í sumar- i
Í fríið. !
?iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu?
Næsti leikur, KR-ÍBA
íslandsmeistararnir í knatt-
spyrnu, KR, koma hingað um
helgina og leika við Akureyr-
inga á sunnudaginn og hefst
leikurinn kl. 2 e. h. Komið hef-
ur til orða að útvarpað verði
lýsingu á síðari hálfleik.
r -
| NÝR SKÓLI |
Nýlega er ákveðið að reisa
heimavistarbarnaskóla að Lauga
landi á Þelamörk. Þrír hreppar
standa að byggingunni: Glæsi-
bæjar-, Öxnadals- og Skriðu-
hreppar. Búið er að gera teikn-
inguna og er hún eftir Sigvalda
Thordarson, og búið er enn-
fremur að velja byggingunni
stað, rétt ofan við sundlaugina.
Byggingafrámkvæmdir munu
hefjast i sumar.
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi í Eyjafirði var slitið
mánudaginn 13. júní sl. að við-
stöddum nokkrum gestum. —
Hófst athöfnin með guðsþjón-
ustu.
Alls höfðu 40 stúlkur dvalið
við nám í skólanum yfir vetur-
inn, auk einnar í framhalds-
námi í vefnaði, en af þeim luku
34 burtfararprófi. Hæsta eink-
unn á burtfararprófinu hlaut
Ásgerður Sigurbjarnardóttir frá
Björgum í Kinn, 9.11 í aðaleink-
unn.
Sýning var á handavinnu
nemenda laugardaginn 11. júlí
og sótti hana fjöldi manns. Gat
forstöðukonan þess, að sjaldan
hefði handavinnan verið meiri
að vöxtum né fallegri, og sýndi
þetta, að ekki hefði verið setið
auðum höndum í skólanum.
Eldri nemendur heimsóttu
skólann eins og stundum fyrri.
Sunnud. 22. maí komu tutt-
ugu ára námsmeyjar í heim-
sókn og færðu skólanum að
gjöf borðbúnað úr stáli fyrir 30
og borðlampa áletraðan til minn
ingar um tvær látnar skólasyst-
ur: Þórunni Haraldsdóttur frá
Völlum í Hólmi, og Önnu Jón-
asdóttur frá Hrísey. Hafði frú
Guðný Frímansdóttir, hús-
mæðrakennari frá ísafirði, orð
fyrir námsmeyjum og minntist
hinna látnu skólasystra. Einnig
sátu námsmeyjarnar boð hjá
frú Þuríði Kristjánsdóttur á
Ytri-Tjörnum, sem verið hafði
vefnaðarkennari við skólann
fyrir 20 árum, og heim að
prestssetrinu, þar sem frú Anna
Spvrð 8x30.
Tækifæriskaup
Kostuðu áður kr.
2.066.00.
Ivosta nú aðeins
kr. 1.337.00
Omissandi í hvert
ierðaiag.
Póstsendum um
allt land.
BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F.
Sími 1580. - Pósthólf 225.
Böðvarsdóttir á Laugarvatni
flutti hlýleg ávarpsorð og rakti
gamlar minningar.
Á annan hvítasunnudag heim-
sóttu tíu ára nemendur skólann
og færðu houm að gjöf forkun-
arfagran kristallsvasa með
blómum. Dvöldu þær í skólan-
um og heima á prestssetrinu
fram eftir kvöldinu. Fyrir
þeirra hönd ávarpaði ungfrú
Dórothea Daníelsdóttir forstöðu
konuna og færði skólanum árn-
aðaróskir. Þakkaði forstöðukon-
an allar hinar fögru gjafir, en
gat þess, að ennþá dýrmætari
væri þó skólanum tryggð sú og
hlýhugur, sem þær bæru vitni
um. Væri skólanum jafnan
fagnaðarefni að heimsókn eldri
námsmeyja, og taídi hún að
ekki væri til einskis unnið
meðan námsmeyjar ættu góðar
og glaðar minningar um skól-
ann og legðu fúsar lykkju á
leið sína til að heimsækja hann.
Boð voru milli Húsmæðra-
skólans og Menntaskólans á
Akureyri að venju, og einnig
skoðuðu námsmeyjarnar verk-
smiðjur KEA og SÍS á Akur-
eyri í boði Kaupfélags Eyfirð-
inga. Skemmtiferð fóru náms-
meyjar að Hólum í Hjaltadal og
alla leið til Siglufjarðar.
Að loknum skólaslitum var
setzt að kvöldverði, og ávarpaði
þá skóanefndarformaðurinn, sr.
Benjamín Kristjánsson, náms-
meyjarnar nokkrum orðum og
gerði grein fyrir skólakostnað-
inum. Hinn eiginlegi dvalr-
kostnaður yfir skólatimann, ^9
mánuði, var kr. 4.900.60 á hvern
nemanda, en ef með er reiknað
skólagjald, efnihkaup til sauma
og vefnaðar og bækur, var með-
alkostnaður kr. 8.200.00. Þá
þakkaði hann kennslukonunum
fyrir vel unnin störf og ávarp-
aði séi'staklega ungfrú Ingi-
björgu Þórarinsdóttur, sem
gegnt hefur kennslustarfi við
skólann frá byrjun, en dvelur
í Danmörku næstkomandi vet-
ur.
© é
SYNÐIÐ
& Þakka hjartanlega öllum, er glöddu mig d S0 ára af- -i
f 1 /. f
© mccli mínu hinn 29. júni, mcð heimsóknum og gjöfum.
71'
^ Guð blessi ykkur öll.
I
1
1
1
í
AIA RÍA G UNNA RSD Ó T TIR, f
Þingvallastrceti 28, Akureyri. j;
X
»
& í
& . ... . I
■> Innilegt þakklceti sendi cg öllurh þeim, sem glöddu 'I
1 I
§ mig f't 75 ára afmceli minu, 30. júni, með heirnsóknum, f
gjofurn, heillaskeytum og hlýjum handtökum.
GUNNAR TRYGGVASON.
ít Lifið heil.
1
&• f
* i
X
1
1
I
200 metrana
TVÆR NEFNDIR
Bæjarstjórn kaus þessa menn
til að annast sýningu listaverka
hér á Akureyri, í samráði við
Mentnamálaráð: Gísla Kon-
ráðsson, Einar Helgason, Ásgeir
Jalcobsson, Steindór Steindórs-
son og oddamaður er Magnús E.
Guðjónsson bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkti enn-
fremur að kjósa þriggja manna
nefnd til að gera tillögur um
breytingar á Samkomuhúsinu,
er miði að því að bæta aðstöðu
leikhússgesta. Nefndina skipa:
Ágúst Kvaran, Mikael Jóhann-
esson og Jón Ingimarsson.
Frá Ferðafélagi Akureyrar. —
Næstu ferðir á vegum félagsins
eru: 8.—10. júlí: Hólmatungur
— Hljóðaklettar. — 13.—17.
júlí: Hveravellir — Kerlingar-
fjöll — Hvítárvatn — Gufoss —
Geysir — Þingvellir — Kaldi-
dalur — Surtshellir. — 21.—24.
júlí: Hvannalindii'. — 30. júlí til
1. ágúst: Vopnafjörðui' — Þist-
ilfjörður — Axarfjörðui'. —
Þátttaka tilkynnist form. ferða-
nefndar, Álfheiði Jónsdóttir,
Skóverzl. M. H. Lyngdals, sími
2399, sem allra fyrst.. — Öllum
heimil þátttaka. — Farseðlar af-
greiddir í skrifstofu félagsins,
Hafnarstræti 100, sími 1402,
tveim til þrem dögum fyrir
hverja helgarferð, en með viku
fyrirvara í lengri ferðirnar, kl.
20.00—22.00. — Árbókin af-
greidd á sama stað og tíma.
I. O. G. T. Stúkan Brynja nr.
99 heldur fyrsta fund sinn í hin-
um nýja fundarsal að Bjargi við
Hvannavelli á morgun, fimmtu-
dag 7. júlí, kl. 8.30 síðd. Inntaka
nýliða. Teknar ákvarðanir um
sumarferðalög o. fl. Að aflokn-
um fundi kaffiveitingar, en fé-
lagsfólk hafi með sér brauð. —
Fastlega skorað á unga fólkið
að mæta.
ORGELVELTAN
Svavar Helgason skorar á:
Guðmund Blöndal, Oddeyrarg.
38, Ólaf Árnason, Skipagötu 7,
Traust Hallgrímsson, Hmar-
stíg 30.
Affa Friðriksdóttir skorar á:
Ólöfu Jóhannesdóttur, Hafnar-
stræti 71, Kristínu Guðmunds-
dóttur, Glerárgötu 10, Sigui'-
björgu Kristjánsdóttur, Hafnar-
stræti 71.
Velhelm Þorsteinsson skorar
á: Pál Jónsson, vélstjóra, Hafn-
arstræti 84, Kristinn Óskarsson,
sjómann, Grænumýri 12, Stein-
grim Antonsson, sjómann,
Brekkugötu 2, Viðar Sveinsson,
sjómann, Norðurgötu 60, Guð-
mund Árnason, sjómann, Hafn-
arstræti 8l, Garðar Pálsson, sjó-
mann, Hafnarstræti 81, Jón
Aspar, sjómann, Löngumýri 11,
Valdimar Eiðsson, sjómann, Að-
alstræti 23, Kristján Valdimars-
son, stýrimann, Eyrarlands-
vegi 14.
Björg Steindórsdóttir skórar
á: Aðalbjörgu Pálsdóttur,
Grænumýri 5, Önnu Brynjólfs-
dóttur, Þingvallastræti 44, Elínu
Friðriksdóttur, Flúðum við Ak.
Níels Halldórsson skorar á:
Arngrím Pálsson, Pylsugerð
KEA, Birgir W. Steinþórsson,
Holti, Glerérhverfi, Reynir
Kristjánsson, Hvanavöllum 4,
Akureyri.
Jón Kristinsson skorar á:
Kristinn Stefánsson, Ránargötu
9, Jóhann Kristinsson, Ránar-
götu 9, Guðmund Magnússon,
Norðui'götu 38, Sigtrygg Júlíus-
son, Byggðavegi 99, Jóhann
Snorrason, Byggðavegi 97, Að-
ólf Ingimarsson, Eyrarvegi 2.
Stefán M. Árnason skorar á:
Oddnýju Þorsteinsdóttur, Norð-
urgötu 1, Eirík Jónsson, Glerár-
götu 9, Halldór B. Jónsson, Eiðs
vallagötu 24.
Reynir Hjaltason skorar á:
Reynir Vestmann, Hafnarstræti
85, Halldór Ólafsson, Brekku-
götu 33, Þorvald Jónsson,
Grenivöllum 18.
Helga Ingimundardóttir skor-
ar á: Kristínu Pétursdóttur,
Spítalavegi 8, Þórdísi Jakobs-
dóttur, Spítalavegi 9, Guðrúnu
Jóhannesdóttir, Gránufélags. 5.
Hjónaefni. Opinberað hafa
heitbindingu sína ungfrú Eydís
Sigursteinsdóttir frá Grenivík
og Þór Þorvaldsson prentnemi
í POB.
Aðalfundur Leikfélags Akur-
eyrar verður mánudaginn 11.
júlí í leikhúskjallaranum. —
Venjuleg aðalfundarstörf. —
Stjórn L. A.
Lúðrasveit Akureyrar leikur
á Ráðhússtorgi næstk. föstu-
dagskvöld (8. júlí)’ kl. 8.30, e£
veður leyfir.
- íÞRÓTTIR
Framhald af 5. siðu.
tókst að skora ekki fleiri mörk.
Ekki dettur mér í hug að halda
því fram að þetta varamannalið
hafi leikið betur, knatjspyrnu-
lega séð, heldur en fyrra liðið,
en þeir reyndu þó að nálgast
knöttinn sjálfir ef illa tókst með
sending util þeirra, en í slíkum
tilfellum var agengast að sjá
leikmenn í aðalliðinu standa
kyrra og hrista höfuðið góðlát-
lega, en það sem háir knatt-
spyrnunni enina mest nú, er
einmitt þessi kyrrstaða á leik-
mönnum. Það er algengt að sjá
það að aðeins sá sem er með
knöttinn í það og það skipti
hlaupi eða yfirleitt hreyfi sig
úr stað. Leikmenn verða að
vera virkir þátttakendur í leikn
um, þó að þeir séu ekki sjálfir
með knöttinn. Á. I.
- Lystigarðurinn
Framhald af 5. siðu.
Botanisk Have, Kaupmana-
höfn.
Botanisk Have, Gautaborg,
og auk þess vísindastofnunum
bæði í Hollandi, Skotlandi og
Ottawa í Canada.
Börnin og Lysti-
garðurinn
Á þessu sumri hafa verið
mikil brögð að því, að smábörn
hafa þyrpzt í Lystigarðinn í
tuga eða hundraða tali daglega
án eftirlits, eða þá í fylgd með
lítið eitt stærri, en algerlega óá-
byrgum börnum. Hafa börnin
valdið ýmiss konar spjöllum,
slitið upp blóm, fyllt gosbrunn-
inn og tjörn garðsins með rusli
og traðkað út grasfleti, en þó
einkum stalla og brekkur. Kost-
ar það gaarðinn mikla auka-
vinnu og er naumast kleift að
halda garðinum í fullkomnu
standi, ef þetta háttalag heldur
áfram. Þá verður einnig að taka
tillit til þess, að ekki er hættu-
laust fyi'ir smábörn að fara inn
í garðinn ein síns liðs eða án
eftirlits. Þar eru tjarnir og gos-
brunnur, sem smábörn gætu
drukknað í og steintröppur,
sem eru varasamar, auk þess
fjölmargir þyrnóttir rósarunn-
ar, sem varast verður að stinga
sig á og til eru eitraðar plöntur,
sem smábörn mega ekki láta
upp í sig.
Af þessum sökum hefur Lysti-
garðsstjórnin á fundi sínum 28.
júní sl. ekki séð sér annað fært
en að banna börnum, sem ekki
eru í fylgd með fullorðnum, að-
gang að garðinum.