Dagur - 04.08.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 04.08.1960, Blaðsíða 8
8 lHJill ism '' '' ' >-C> Bændadagur eyfirzkra bænda Hin nýja kirkja í Fiatey á Skjálfanda. ð 17. Klukkan 2.30 sunnudaginn 17. júlí var Flateyjarkirkja vígð og framkvæmdi sóknarpresturinn, séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur, vígsluna, en honum til aðstoðar voru séra Sigurður H. Guðjónsson, Hálsi, og séra Orn Friðriksson að Skútustöðum. — Friðrik A. Friðriksson flutti vígsluræðu og að því loknu lásu upp ritningargreinar prestarnir Sigurður Haukur og Örn Frið- riksson, Björgvin Pálsson og Jón Hólmgeirsson. Þá flutti predikun Sigurður H. Guðjóns- son. Þá voru ferrnd 3 börn: Her- mann Jóhannes Jónsson, Ragn- ar Karlsson og Sigurveig Ing- unn Emilsdóttir. Formaður sókarnefndar, Jón Hermannsson, lýsti aðdraganda að smíði kirkjunnar. Organisti var Sigríður Sigur- bjömsdóttir, til aðstoðar heima- mönnum við sönginn í kirkj- unni var átta manns úr Kirkju- kór Húsavíkur. HVALIR Á POLLINUM Fyrir nokkru sáu bæjarbú- ar einn morguninn, að nokkrar sjóskepnur léku listir sínar í lygnum Pollinum. Nokkru síðar komu þrír trillu- bátar á vettvang og voru sumir af áhöfnum þeirra í vígahug, vopnaðir haglabyssum, aðrir með myndavél. Engum datt í hug að reka gestina á land, enda óvíst um sæmd eða hagnað af slíkum til- tektum. En brátt barst leikurinn út fyrir skothelgi kaupstaðarins og komst þá skytta eins bátsins í ágætt skotfæri. En í stað þess að skjóta lét hann byssuna síga og hélf til lads. — Hvalur- inn var mjög stór og þýðingar- laust að leggja til orrustu við hann með selabyssu að vopni. Allir hvalirnir, sem voru a. m. k. 5 talsins, stefndu nú til hafs á fullri ferð og kemur mönnum ekki saman um, hverrar tegund- ar þeir voru. Á sunnudaginn kom Drangur frá Akureyri með milli sjötíu og áttatíu manns af Akureyri og Hrísey, og um morguninn var farið á tveimur bátum frá Flat- ey, Sigurbjörgu og Svan, til Húsavíkur og sótt þangað tutt- ugu og fimm manns, hafa þá gestir Flateyinga verið um hundrað manns á sunnudaginn, en það er nokkru fleira en eyj- arbúar eru. Mikill partur þessa fólks voru brottfluttir Flatey- ingar, sem vildu með heimsókn sinni sína okkur hug sinn til kirkjubyggingarinnar í tilefni dagsins. Heillaskeyti bárust sóknar- nefnd og Flateyingum frá vígslubiskupi, séra Sigurði Stefánssyni, Möðruvöllum, séra Friðrik A. Friðrikssyni, Gríms- eyingum, Sigurði Pétri Björns- syni, Húsavík, og hjónunum Rósu Árnadóttur og Jóni Guð- mundssyni. Öllum þeim, sem heimsóttu okkur á þessum vígsludegi kirkjunnar, öllum þeim, sem • m tiiiiimimiMin 1111111111111111111111111111111 n iii iii iih* | Drápu 35 minka | Sveinn Einarsson, veiðistjóri, og Einar Gunnlaugsson, Blöndu ósi, eru nýkomnir úr 10 daga ferð um Arnarvatnsheiði, þar sem þeir leituðu minka. í ferð þessari unnu þeir 35 dýr. færðu kirkjunni gjafir, sendu skeyti og veittu okkur aðra að- stoð í tilefni dagsins, þakkar sóknarnefndin ástsamlega og biður guð að blessa ykkur. Sér- stakar þakkir viljum við færa sóknarprestinum, séra Friðrik A. Friðrikssyni, og frú hans, fórnfúst starf þeirra í tilefni dagsins, lifið heil. — J. H. Bændadagur Eyfirðinga var haldinn hátíðlegur að Laugar- borg sunnudaginn 24. júlí og var þar saman kominn fjöldi fólks víða að úr héraðinu. Hófst samkoman með guðs- þjónustu. Sr. Benjamín Krist- jánsson prédikaði og kirkjukór Grundarsóknar söng undir stjórn frú Sigríðar Schiöth. For- maður UMSE, Þóroddur Jó- hannsson, flutti ávarp og lýsti tilhögun samkomunnar. Gat hann þess, að þetta væri í þriðja skipti, sem Eyfirðingar efndu til slíkrar bændasamkomu og stæðu enn sem fyrr að því fé- lagasamtökin: Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Bændafélag Ey- firðinga og Ungmennasam Eyja- fjarðar. Aðrir ræðumenn voru Kristján Karlsson skólastjóri Bændaskólans á Hólum og Hjörtur Eldjárn bónda á Tjörn í Svarfaðardal. Ármann Dal- mannsson flutti frumsamið kvæði, er hann nefndi: „Sýn af Sólarf j öllum“. Smárakvartett- inn á Akureyri söng. Undirleik- ari var Jakob Tryggvason. Að loknum þessum þætti sam- komunnar fór fram keppni í starfsíþróttum og öðrum íþrótt- um. Mikil þátttaka var í akstri dráttarvéla og urðu þar sigur- vegarar: Fiskur í sjó - Meindýr á landi Flatey, 3. ágúst. — Almennar fréttir eru fremur litlar. Spretta er hér ágæt, en þurrkar hafa verið stopulir það sem af er sumri, þó nokkrir búnir að Ijúka fyrri slætti áður en aðal- óþurrkarnir hófust nú fyrir hálfri annarri viku. Tíðarfar til handfæraveiða hefur verið óstöðugt og mun al- mennt vera búið að fara 16 til 17 róðra í júlí, en til saman- burðar voru farnir 22 róðrar á sama tíma í fyrrasumar, en afh nú hefur verið fremur góður í þessum róðrum, eða um 300 til 400 kíló á færi á dag, miðað við slægðan fisk. Um fyrri helgi fór fram minkaleit í Þorgeirsfirði og á Flateyjardal, og veiddust 5 minkar í Þorgeirsfirði og einn refur, en á Flateyjardal 4 mink- ar og 3 refir, en áður í vor var Stefán Sigurjónsson búinn að skjóta þar 4 refi, en hann hefur séð um grenjaleit á Flateyjardal í sumar. En minkaleitina fram- kvæmdi Þórður Pétursson frá Árhvammi, ásamt bróður sín- um, en hann hefur stundað minkaveiðar nokkur undanfarin ár og orðið vel ágengt við þann illræmda skemmdarvarg. Indbjör látinn u oo iiöourra velra ppreiöum í sigr Sauðárkróki, 4. ágúst. Kapp- reiðar hafa farið fram á Valla- bökkum í Skagafirði síðastliðin 16 ár. Enn voru háðar þar kapp- reiðar sunnudaginn 24. júlí sl. á vegum Stíganda. Þar var margt manna og hesta. Hestur nokkur, er Fengur nefnist og orðinn 24 vetra, hefur verið reyndur á kappreiðum á þessum stað öll þessi 16 ár. Hann bar nú sigur af hólmi í 300 metra hlaupi, þótt kominn sé hann af æskuskeiði. Úrslit. í 350 m. stökki sigraði Sokki Ólafs Sigurbjörnssonar í Gróf- argili á 27 sek. Næstur varð Sörli á 27,6 sek. Eigandi hans er Marinó Sigurðsson, Álfgeirs- völlum. Næstur Feng í 300 metra stökkspretti, sem er frá Stóra- Vatnsskarði og eign Benedikts Benediktssonar, varð Svipur Sæmundar Sigurbjörnssonar, Grófargili. í folahlaupi sigraði Sörli Ólafs Péturssonar, Álfta- 1. Reynir Schiöth úr Hrafna- gilshreppi, hlaut 85,9 stig. 2. Halldór Gunnarsson úr Hörgárdal, hlaut 80 stig. 3. Páll Garðarsson úr Önguls- staðahreppi, hlaut 77,5 stig. Stefán Ólafur Jónsson kenn- ari stjórnaði starfsíþróttunum. Hann vinnur nú að undirbún- ingi starfsíþróttakeppni, sem fyrirhuguð er á Landsmóti U. M. F. í. að Laugum næsta ár. Knattspymumenn úr Hrafna- gilshreppi sigruðu knattspyrnu- menn úr Skriðuhreppi með 3:1. ■1111111111111111111111111111111111111111111111 Jentoft Indbjör, sem lengi dvaldi hér í bæ, var norskur konsúll og verksmiðjustjóri í Krossanesi um fjölda ára, and- aðist fyrir nokkru á heimili sínu í Noregi og var jarðsettur 9. júlí. Akureyringar minnast þessa ágæta manns með hlýhug og virðingu. gerði, á 20 sek. Annar varð Lappi Björns Halldórssonar, Halldórsstöðum, á 20,2 sek. — Skotti Sigmundar Eiríkssonar, Fagranesi, varð fljótastur skeið- hesta og rann skeiðbrautina, 250 metra, á27 sek. Annar varð Skjóni í Krossanesi. Fyrstu verðlaun alhliða góð- hesta hlaut Hnokki Guðmundar Stefánssonar, Gilhaga. Önnur verðlaun Svalur í Gilhaga. — Beztur klárhestur með tölti var Mósi Guðmundar í Gilhaga og annar Snarfari frá Húsey. Vallarstjóri var Magnús Gíslason. {Laxness á Akureyri i Halldór Kiljan Laxness dvaldi á Akureyri um tíma í fyrra mánuði, um það bil er hin nýja bók hans, Paradísarheimt, kom út. Ekki var hann þó hingað kominn til hvíldar, heldur var hann að leita sér næðis til starfá. Hin nýja bók kemur út í ýmsum löndum nú í haust. Þeir slmtu en náðust Nýlega komu 3 óboðnir gestir að Skipalóni, sjóveg frá Akur- eyri. Stigu þeir þar á land og skutu fast að 30 fugla, gæsir og æðarfugl, en af þeim er mikið nyrðra þar og njóta verndar Snorra bónda. Mennirnir náðust voh bráðar og meðgengu afbrot sitt og bíða dóms. í Vaglaskógi Skógræktarfélag Eyfirðinga minntist 30 ára afmælis síns með samkomu í Vaglaskógi 3. júlí. Veður vir hið fegursta og margt manna kom í skóginn þennan dag. Samkoman hófst með guðsþjónustu og prédikaði sr. Sigurður H. Guðjónsson sóknarprestur. Formaður félagsins, Guð- mundur Karl Pétursson yfir- læknir flutti ávarp og gaf stutt yfirlit yfir starfsemi félagsins. Aðrir ræðumenn á samkomunni voru þeir Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari og Richard Beck prófessor. Rödd úr skógin- um ávarpaði samkomuna í bundnu máli og Smárakvartett- inn á Akureyri söng við undir- leik Jakobs Tryggvasonar. Sjötíu og fimm ára Björn R. Árnason frá Grund í Svarfaðardal, nú á Dalvík, varð 75 ára 13. júlí sl. Hann er ættfróður maður í bezta lagi, ágætlega ritfær og glöggur mjög á margs konar fróðleik, fornan og nýjan. Björn hefur fengist allmikið við ritstörf og nefnir sig þá Runólf í Dal. Dagur hefur oft notið góðra greina með þessu höfundar- heiti, og eru þær hér þakkaðar alveg sérstaklega um leið og blaðið sendir Bimi R. Árnasyni beztu árnaðaróskir í tilefni af- mælisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.