Dagur - 07.09.1960, Síða 1

Dagur - 07.09.1960, Síða 1
f 1 J Mái.<;a<;n I'Kamsóknarmanna Rtstjóki: Kki.inci.'r Davíössox SKRiisroi A í HAi NARsrR.i.n 90 SlMI H(56 . Sl ! MM.r OG 1‘RUNTUN ANNA.ST l’KKNTVJERK Q»»S BjÍÍKNSStíNAR H.T. AkliREVRI k----------------------------- Dagur XLIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. sept. 1960 — 40. tbl. Ait.i vsincastiórj: Jón Sam- ÚEI.SSON . ÁRCANOl'RINN KOSIAR KR. 100.00 . CjAUIDAOI F.R 1. jl-'LÍ Buaðio kemi.’r í r Á miðviKUDöc- G\I OG Á I.ATGAKUÖGUM t. í'Egar ási i da ió kir m. ----------- —_—.—.— ______J Samkomulag um afurðaverð Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var í gær og fyrradag, skýrði Sverrir Gíslason, form. sambandsins, frá því, að náðst hefði í megin- atriðum samkomulag um grund völl afurðaverðsins. Formaður- inn benti á, að framleiðsla land- búnaðarvara hefði því sem næst staðið í stað, miðað við næsta ár á undan, nauðsynlegt myndi að flytja inn töluvert af smjöri á næsta vetri, og er það harla athyglisvert, að landbún- aðarframleiðslan skuli ekki nægja þjóðinni. Aðalfund Stéttarsambandsins sóttu 57 fulltrúar og margir gestir. Fundarstjóri var Jón Sigurðsson á Reynistað. Á fundinum kom það glöggt í ljós, að bændur telja verðlags- grundvöllinn óviðunandi í nokkrum atriðum. FRÆKILEGT SJÚKRAFLUG Háskaleg aðstaða við flugvöllinn í Ólafsfirði Klukkan 12 á laugardags- kvöldið var Tryggvi Helgason beðinn að vera til taks og sækja sjúka konu til Ólafsfjarðar með morgninum. En kl. 3 um nótt- ina taldi læknirinn að sjúkra- flugið mætti ekki dragast — um líf eða dauða væri að tefla. Tryggvi lagði þegar af stað og var þá myrkt af nóttu, þoku- slæðingur og flugbrautin í Ól- afsfirði óupplýst. Fjögur ljós voru þó sett upp, sitt á hvert horn flugbrautarinn ar, en þau voru dauf mjög. — Annað er þó hættulegra. Braut- in er stutt og símalína skammt fyrir norðan. Sunnan við flug- brautina er háspennulína og símalína svo nærri, að stórkost- leg hætta stafar af. Á þessum línum síma og rafmagns er ekk- ert ljós. Geta allir séð hve háskalegt er að búa flugvöllinn slíkum tálmunum. Flugið heppnaðist vel, hinni sjúku konu var gefið blóð, sem Tryggvi hafði með sér frá Ak- ureyri, flogið var til Akureyr- ar í birtingu og sjúklingurinn fékk nauðsynlega meðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu. Sjúkraflug þetta er talið frækilegt og hefur sennilega bjargað mannslífi. Það ætti einnig að minna á nauðsyn þess að bæta aðstöðu til flugsins. Ilér eru stúlkurnar að leggja síldina í dósir og vinna af kappi. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirss.). Ný niðursuðuverksmiðja á Oddeyri Skilar 35 þúsund dósum af síldarsardínum á dag. - Veitir 80 manns atvinnu. - Hagnýtir smásíldina á Eyjafirði Stærstu síldarnar eru millisíldar. Þær minnstu eru of litlar til niðursuðu. — (Ljósmynd: E. D.). Daníel sýknaður af ákæriuium Bæjarstjórnin þó talin kafa rétt til að víkja honum úr starfi Miklir atburðir hafa gerzt á Akranesi undanfarið. Þeir eru enn mjög á dagskrá og for- dæmdir. Það, sem gerzt hefur í málinu frá því að síðasta þlað kom út, er í stuttu máli þetta. Setudómarinn í Akranesmál- inu kvað upp sinn úrskurð á miðvikudaginn var. Niðurstöð- ur hans eru þæi' helztar, að bæjarstjórn hafi verið heimilt að hafna störfum bæjarstjóra áður en ráðningartími hans var útrunninn. Setudómarinn ómerkti þær ákærur, sem uppsögnin byggðist á. I dómnum segir: „Eftir kröfu gerðarþola þykir rétt að ómerkja ummæli þessi á réttarskjali 9: „Það gerræði bæjarstjóra að ætla að draga bænum fé af vistfólki elli- heimilisins“ og „á eigin ábyrgð dregið bænum fé“, enda hafi ummæli þessi eigi verið réttlætt í rekstri máis- ins. Því úrskurðast: Ofan- greind ummæli eru ómerkt.“ Samkvæmt framansögðu eru ákæruatriðin á hendur Daníel Ágústínussyni niður fallin og blasir þá við hin nakta og óhugnanlega staðreynd, að árás- in á hendur bæjarstjóra Akra- ness er pólitísk ofsókn af fyrstu gráðu, en byggist ekki á mis- ferli í starfi, enda viðurkennt að svo er. Samkvæmt nefndum úrskurði þarf opinber starfs- maður ekkert af sér að brjóta til að vera sviftur starfi um- svifalaust, ef hann er ekki á hinni „réttu“, pólitísku línu. — (Framhald á 7. síðu.) Niðursuða sjávarafurða er ekki blómleg hér á landi, þótt meira en hálf öld sé liðin frá því að saga niðursuðunnar hófst. Norðmenn sjóða niður 15% af sínum fiskútflutningi, íslendingar% %. Samkvæmt reynslu manna á Akureyri um fjölda ára skeið er fjörðurinn mikil uppeldis- stöð hafsíldar og löngum fullur af smásíld og kræðu, eða síld af öllum stærðum upp í millisíld. En þegar hún hefur náð þeirri stærð hverfur hún héðan. | Dalvíkurkirkja vígð j Á sunnudaginn verður hin nýja Dalvíkurkirkja vígð. Hún er talin hið fegursta guðshús. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, vígir kirkjuna. Jeppi rann mannlaus í Jökulsargljúfur í Austurdal í Akrahreppi í Skagafirði bar það til á Gils- bakka, fyrra laugardag, að mannlaus jeppi rann niður tún- ið og steyptist í Jökulsárgljúf- ur og gereyðilagðist. Nánari atvik voru þau, að Hjörleifur Kristinsson á Gils- bakka var að fara á jeppa sín- um að heiman, en vék sér frá. Þegar hann kom að bílnum aft- ur rann hann af stað niður tún- ið, sem er bratt og liggur alveg niður að hömrum Jökulsár. — Hjörleifur náði aðeins til stýris- ins, en komst ekki í sætið, því að jeppinn var þegar kominn á mikla ferð. Skipti það engum togum, að bifreiðin rann niður bratt tún og hvarf niður í gljúfrið. Jökulsárgljúfur er þarna mjög hrikalegt, talið um 70 metra hátt. En bíllinn steypt- ist þó ekki fram af þverhnípt- Fyrir nokkrum árum var tug- um þúsunda mála mokað upp af þessari síld á Pollinum og á Eyjafirði innanverðum. Síldin var brædd í Krossanesi til fram- leiðslu lýsis og fóðurmjöls. Það var reiknað út þá, að hefði þessi síld verið notuð til niður- suðu og notaður fyrir hana sá erlendi markaður, sem þá bauðst, hefði þetta síldarmagn skilað 50—60 milljónum króna í stað fárra milljóna-í lýsi og mjöli. Kaupfélag Eyfirðinga hóf nið- ursuðu síldar á Oddeyri árið 1941. H.f. Síld hafði niðursuðu í nokkur næstu ár. Kristján Jónsson & Co. hefur starfrækt litla niðursuðuverksmiðju síðan 1947, og framleitt síldarsardín- ur fyrir innanlandsmarkað. Hér í blaðinu, og síðar í öðr- um blöðum, var hafinn áróður fyrir því, að hagnýta bæri smá- síldina, sem hér er nokkurn Framhald á 2. siðu. um hjörgunum heldur lenti hann í gildragi snarbröttu milli hárra hamra og hafnaði í ánni, sem undir fellur, og er talinn gjörónýtur. Brakið úr honum lá hér og hvar á leiðinni, en kerra, sem við hann var tengd og fylgdi með, hefur enn ekki fundizt. Mikil gæfa var það, að eng- inn farþegi skyldi vera í jepp- anum. SÉRA BIRGIR SÆKIR Séra Birgir Snæbjömsson sóknarprestur í Laufási hefur ákveðið að sækja um hið lausa prestsembætti á Akureyri, og er hann þriðji umsækjandinn. Selur í Eyjafjarðará Stöku sinnum koma selir upp í ósa Eyjafjarðarár. í fyrradag var selur að svamla í ánni fram- an við brýrnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.