Dagur - 07.09.1960, Blaðsíða 2

Dagur - 07.09.1960, Blaðsíða 2
2 SVIPTIR SÁLRÆNU ÖRYGGI | AlþýðumaSurinn kvartar undan því í gær í leiðara sínum, | í að mennirnir, sem standi í eldinum fyrir okkur í landhelgis- i i deilunni. séu sviftir því „sálræna öryggi að vita einliuga þjóð = 1 að bald sér.“ Athugum þetta nánar. f 1 Fjöldafundir í öllum landshlutum hafa skorað fastlega á = i ríkisstjórnina að þoka hvergi fyrir Bretum í landhelgismál- f f inu frá margyfirlýstri stefriu ríkisstjórnar, Alþingis og allra r i stjórnmálaflokka í landinu. Þetta er ríkisstjórninni — mönn- [ f unum, sem standa í eldinum fyrir okkur — öruggasti stuðn- E í ingur, sem einhuga þjóð getur gefið ríkisstjórn sinni. [ Sé það hins vegar svo, að ríkisstjórnin ætli að bregðast f f skyldu sinni í þessu máli, og á því leikur töluverður grunur, i i svo að ekki sé meira sagt, þá hefur hún sannarlega ekki ein- [ i huga þjóð að baki sér, og er því svift því „sálræna öryggi að i i vita cinhuga þjóð að baki sér,“ svo sem ritstjóri Alþýðu- f f mannsins- hefur á orði. Ertu búinn að synda 200 metrana? 1250 Akureyringar geta nú svarað spurningunni játandi. Seinast, þegar keppnin fór fram, syntu 1508 bæjarbúar. — Mjög margir eiga því nú eftir að gera skyldu sína. Innilaugin er til afnota eingöngu fyrir keppendur í norrænu sund- keppninni, á tímanum frá kl. 8—9 á morgnana og 6—9.30 á kvöldin. Bezt er að draga nú ekki lengur framkvæmdina á því að skreppa upp í sundlaug og synda 6 ferðir í útilauginni, eða 16 ferðir í innilauginni. — Taktu félaga þinn með þér og stuðlaðu að sigri Akureyi'ar í þriggja bæja keppninni. — II. Leikfélagið byrjar starfsemi sína Leikfélag Akureyrar er þeg- ar farið að undirbúa næsta leik- ár og má segja, að byrjað sé á réttum enda, þar sem kennslan gerigur á undan. Leiklistarskólinn er þegar tekinn til starfa undir stjórn Jónasar Jónassonar, sem áður hefur komið hér við sögu í leik- listarmálum. Skólinn er vel sóttur. Þar er kennd framsögn, látbragðalist o. fl. Næsta verkefni félagsins, sem jafnframt er það fyrsta á leik- árinu, sem nú fer í hönd, er þegar ráðið. Jónas Jónasson setur leikinn á svið. Leikfélagið hefur margar í'áðagerðir á prjónunum að þessu sinni og hefur m. a. áhuga á að sýna óperettu næsta vetur, og er vonandi að af því geti orðið. Eins og sagt er frá áður, hef- ur verið rætt um breytingar á Samkomuhúsinu í því skyni að bæta aðstöðu leikhússgesta. — Nefnd, sem kosin var til að gera tillögur um þetta, skilaði áliti í sumar, en ekki er blað- inu kunnugt um, að breytingar séu ákveðnar í bæjarstjórn. - NÝ NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA Á AKUREYRI í Fyrsti aðalfundur rafvirkjameistara, sem hér á landi hefur verið haldinn utan Reyltjavíkur, i var setíur í Húsmæðraskólanum á Akureyri kl. 10 á Iaugardaginn var og voru mættir um i 40 manns úr öllum landsfjórðungum. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa fluttu tveir erlend- I ir menn erindi, sem var ágætlega tekið af fundarmönnum. — Stjórn R. F. í. skipa: Gísli Sig- i urðsson, form., aðrir í stjórn: Gissur Pálsson, Siguroddur Maghússon, Ríkarður Sigmunds- | son og Viktor Kristjánsson. - Laxárvirkjunarstjórn bauð fundarmönnum til Mývatnssveitar I og Laxárvirkjunar. — Ákveðið er að stofna nýtt rafvirkjameistarafélag, sem nái yfir allt = orkuvcitusvæði Laxár og mun það félag þá verða aðili að þessum landssamtökum rafvirkja- i meistara. Stofnfundurinn mun bráðlega verða haldinn. Myndin tckin á tröppum Húsmæðra- i skóla Akureyrar. — (Ljósmynd: E. D.). (Framhald af 1. síðu.) veginn árviss, til niðursuðu í stórum stíl. Norðlenzkir þing- menn lögðu tii, að Alþingi skipaði nefnd til að rannsaka hráefnið, skilyrði til byggingar niðursuðuverksmiðju á Akur- eyr og áætla kostnað. Þar með var mál þetta komið á nokkurn rekspöl. Nefndin hafði náið samstarf við Kristján Jónsson og reynslu hans í niðu^suðu síldar. Árangur alls þessa er sá, að fyrirtækið Niðursuðuverk- smiðja Kristjáns Jónssonar & Co. reisti í sumar verksmiðju- hús og féll gamla verksmiðjan þar inn í. Fengnar voru vélar af nýjustu gerð frá Noregi og ný verksmiðja tók til starfa 8. ágúst í sumar. Ríkið aðstoðaði við lánsútvegun. Með þessari verksmiðju á að fást úr því skorið, hvort niðursuða smá- sildarinnar, og þá væntanlega einnig annarrar síldar og fleiri sjávarafurða til útflutnings borgar sig. Á miðvikudaginn var áttu blaðamenn kost á að skoða verksmiðjuna. Aðalbyggingin er 480 fermetrar að stærð, stál- grindahús á steyptum grunni, járnklædd utan, asbest innan, einangruð með wellit, plasti og korki. Vinnuskilyrði eru hin beztu. iMBiWl Skagfirðingur siglir Sauðárkróki, 5. sept. — Afli er tregur hjá togskipum. Skag- firðingur mun sigla með afla á Þýzkalandsmarkað einhvern næsta dag. Fólk hrúgast í berjamó, oft í Fljótin, en þar er berjaspretta hin ágætasta. Aðalfundur Bárðardal, 15. sept. — Á sunnudaginn hélt Framsóknar- félagið aðalfund sinn að Sand- vík. Hann var vel sóttur og nokkrir menn gengu í félagið. Þórólfur Jónsson, bóndi í Stórutungu, og formaður félags- ins, stjórnaði fundi. Karl Kristjánsson, alþingis- maður, flutti erindi um stjórn- mál og svaraði fyrirspurnum. Stjórn félagsins var endur- kosin. Hana skipa: Þórólfur Jónsson, form., Þorsteinn Jóns- son, Bjarnastöðum, og Páll H. Jónsson, Lækjarvöllum, með- stjórnendur. Heyskap er að ljúka, þótt víða sé verið í heyi ennþá. Farið verður í göngur á Vest- urafrétt Bárðdæla 9. þ. m. og eru það þriggja daga göngur. Vegna nýs ákvæðis í réglugerð fyrir sýsluna, eru göngur nokkr um dögum fyrr hér en áður og þykir sumum miður, þegar svo viðrar sem nú. Af skíðhvalakyni! Ófeigsstöðum, 6. sept. — Ný- lega veiddist kynjafiskur í Skjálfandafljóti fyrir landi Rauðuskriðu, og var hann tal- inn blendingur af rauðmaga, laxi og bleikju. Þó þykjast sumir menn sjá þess merki, að fiskur þessi sé af kyni skíð- hvala. Fiskurinn var 45 sm. á lengd, sver um miðju og með undarlegum bakugga, hvoru- kyns telja menn hann vera og öll var skepna þessi dularfull og mikið rannsóknarefni. Allir eru búnir að heyja sæmi- lega og flestir hættir. Mikil var hér berjaspretta og kartöflu- spretta er einnig mikil orðin. Hveravallaleiðin Blönduósi, 6. sept. — Sáuð- fjárslátrun hefst 14. sept. og lýkur 19. okt. Slátrað verður 34.700 fjár. Hveravallaleiðin er orðin flestum bifreiðum fær og mun verða fjölfarin, enda glæsileið. Síðasta veiðidaginn veiddust á stöng 16 laxar í Svartá og voru þeir 12 pund til jafnaðar. Veiði í Blöndu var léleg í ágúst. Heyskap má heita lókíð. — Hey eru mikil og nýting fram- úrskarandi. Fyrstu réttir eru 18. þ. m. Róa með línu Dalvík, G. sept. — Baldvin Þorvaldsson og Júlíus Björns- son hafa róið með línu og aflað þolanlega. Hannes Hafsteiri var að fara út með reknet. Trillur hafa róið og stundum aflað sæmilega. Heyskap er víðast lokið og nú munu vera meiri hey en nokkru sinni áður. Kristján Jónsson á sjálfur „nótabrúk" er aflar hráefnisins á innanverðum Eyjafirði. Mest er notað 12—15 sm. síld og eru 8—12 síldar í hverri dós. Síldin er fyrst pækilsöltuð, síðan taka við vélar hver af annarri. Sú fyrsta flokkar síldina eftir stærð, sú næsta þræðir hana upp á vírbönd og þaðan fer hún inn í reykingaofn. Reykingaofn- arnir eru 12 að tölu og þar er brennt eik. Ur reykofnunum taka vélarnar við á ný, sú fyrsta haussker síldina og svo taka faeribönd við og flytja hana til kvennanna, sem leggja hana niður í dósirnar og þaðan fer hún í suðupottrnn, síðan eru dósirnar þvegnar, límt á þær vörumerkið og þær síðan látn- ar í pappaumbúðir, 100 dósir í kassa. Smásíldin er seld undir vöru- merkinu Síldarsardínur. Verk- smiðjan er nú að sjóða niður 1 milljón dó’sáv sem-fara eiga til Tékkóslóvakíu. Síldin er ýmist lögð í olíu eða tómatsósu og er ljúffengasti matur, og einkar handhægur. Hráefnið er talið mun betra en t. d. í Noregi, þar sem niðursuða og niðurlagning smásíldar fer fram í stórum stíl. Forráðamenn verksmiðjunn- ar miða full afköst við 35 þús. dósir á dag af smásíld eða úr 70 tunnum síldar. Á milli 80—90 manns vinna nú í verksmiðj- unni, þar af 15 karlmenn. Reynt verður að starfrækja verksmiðjuna allt árið og við niðursuðu fleiri vara en smá- síldar og mun reynslan skera úr því, hver verkefnin verða hagfeldust. Eigendur verksmiðjunnar eru: Jón Kristjánsson, Kristján Jónsson, Mikael Jónsson, Jón Árni Jónsson og Hjalti Ey- mann. Jón Kristjánsson er for- maður verksmiðjustjórnar, Mikael og Kristján annast fram kvæmdastjórn og Hjalti er verkstjóri. Sköpun verðmæta úr auð- lindum hafsins verður óefað sér grein íslendinga um langa fram tíð. En á þeim vettvangi bíða mörg verkefni, ekki sízt í hvers konar iðnaði sjávarafurða. Iðnaðurinn margfaldar verð- mæti hráefnisins og byggir upp atvinnulífið. Hver ný iðngrein í þá átt er því góður áfangi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.