Dagur - 07.09.1960, Side 5

Dagur - 07.09.1960, Side 5
4 5 Eigum við að snúa aftur? FRAM AÐ síðustu og verstu tím- um, jaínvel fram að síðustu mánuð- um, áttu íslendingar því láni að fagna að hafa hærri hundraðshluta sæmi- lega efnaðra einstaklinga en þekktist í öðrum Evrópulöndum. Bændasam- tökin, verkalýðshreyfingin og sam- vinnufélögin eiga drýgstan þáttinn í þessari þróun. Á löggjafarsviðinu hef- ur sú stefna orðið nokkuð ráðandi, fyrir áhrif frá nefndum félagsmála- hreyfingum, að ríkið styrkti einstakl- inga til þjóðnýtra starfa og framtaks og bætti kjör hinna bágstödduj Þessi þróun, sem staðið hefur í 30 ár, er hverjum ljós, sem vill hafa opin augu og líta hlutdrægnislaust á málin, og hún er flestum gleðiefni, enda aðals- merki hins íslenzka þjóðfélags. Onnur öfl, sem ekki verða á neinn hátt kennd við innlenda félagsmálaþróun, hafa einnig verkað örfandi og flýtt margþættum framkvæmdum, þótt þau hafi líka komið nokkru losi á efnahagskerfi þjóðarinnar í heild. Þeir tveir stjórnmálaaflokkar, sem að núverandi ríkisstjórn standa, hafa mikið á sig lagt til að reyna að sanna þjóðinni hlutdeild sína í hinni miklu uppbyggingu, og Iáta þakka sér hin viðurkenndu, ágætu lífskjör, sem fs- lendingar hafa aldrei áður þekkt, og auðvitað er engum stjórnmálaflokki alls varnað. En rétt er að geta þess, að minni samstarfsflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn, er algert handbendi í þessari ríkisstjóm og ræður þar engu. Með tilkomu núverandi ríkisstjórnar er brotið blað í stjórnmálasögu lands- ins. Með efnahagsráðstöfunum henn- ar er snúið við á framfarabrautinni, sem farin hefur verið síðan 1927. Rík- isstjómin ætlar að endurvekja hina hörmulegu tíma þegar fáir, ríkir ein- staklingar voru allsráðandi. Efnahags- ráðstafanirnar efla þá ríku, en ganga á hlut hinna fátæku. Hinir ríku fá stórkostlegar skattalækkanir, eins og hér hefur oft verið sýnt fram á með tölum, sem ekki hafa verið vefengdar. Barátta stjórnarinnar gegn samvinnu- félögunum og verkalýðshreyfingunni stefnir að sama marki, svikin við bændur í fyrra voru af sama toga. Markmiðið er að lama þau samtök, sem bezt hafa dugað almenningi til efnalegs sjálfstæðis. Að lögfesta helm- ingi hærri útlánsverti en nokkurs staðar þekkjast í nálægum löndum, innheimta 550 milljón króna sölu- skatta á einu ári og hækka allt verð- lag um þriðjung, og banna á sama tíma að kaup hækki samkvæmt vísi- tölu, er harkaleg árás á lífskjör al- mennings. — Hin stjórnmálalegu átök nú standa raunverulega um það, hvort fjármagn og fyrirtæki skuli vera í höndum fárra og ríkra til ráðstöfunar eða fram haldið á þeirri braut, sem gerði Iífskjör almennings jafnari og betri en í nokkru landi öðru. Stjómarflokkarnir segja, að hröð uppbygging og almenn velsæld borgaranna hafi ekki verið á nægilega traustum grunni byggð og benda á er- lendar skuldir. Einmitt vegna er- lendu lánanna höfum við búið við ört vaxandi þjóðartekjur og eigum létt- ara með vexti og afborganir vegná uppbyggingar atvinnuveganna, en nokkru sinni áður. Harkaleg stöðvun er því gerræði af íhaldsrótum runnið. Minnísvarði Jóseps Björnssonar afhjúpaður að Hólum ll.sepf. K. R. vann Akureyringa 5:2 Feikna mannfjöldi horfði á kappleikinn Feikna mannfjöldi horfði á kappleik ÍBA og KR síðastlið- inn sunnudag. Leikurinn hófst kl. 4 e. h. og kusu Akureyring- ar að leika í suður, undan dálít- illi norðan golu. KR-ingar hófu leikinn, en höfðu ekki langt far- ið er Akureyringar náðu knett- inum og léku saman að vítateig KR, en þar náði varnarleikmað- ur knettinum og spyrnti út af. Einkenndu útafspyrnur mjög vörnina í þessum leik. KR-ingar fóru rólega af stað og virtust framan af vera held- ur taugaóstyrkir. Aftur á móti voru Akureyringarnir miklu ákveðnari og sýnilega með mik- inn baráttuvilja, enda búnir að fá ofurlítið sjálfstraust frá síð- ustu tveim leikjum íslands- mótsins. Ekki skapaðist hætta við mark fyrr en á 10. mín. er Orn Steinsen komst í skotfæri við mark Akureyringa, en spyrnti langt yfir. Nokkru síðar sóttu Akureyringar fast að KR og skallaði Steingrímur að marki, en knötturinn fór beint í fang markmannsins. Nokkru síðar áttu Jakob og Skúli skot af stuttu færi á mark, en þau lentu í varnarleikmönnum KR, sem allir voru komnir inn á markteig, öðru skotinu bjargað á línu. Þá var Ragnar litlu síðar kominn inn fyrir vörn KR og átti hörkuskot á mark, en beint í markmann. Akureyringar áttu á næstu mínútum hvert tæki- færið af öðru, sem ekki nýttust þó, og voru KR-ingar heppnir að fá ekki á sig 2—3 mörk í þessari lotu. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mín, er Páll Jónsson, h. út- herji, tók hornspyrnu vel fyrir KR-markið og Steingrímur hoppaði upp úr þvögu sem myndaðist við markið og náði að skalla mjög laglega í mark. Við þetta færðist fjör í leikinn og nokkuð mikil harka, og hlutu menn í báðum liðum marbletti og skrámur og gengu margir haltir út af í leikslok. KR-ingar áttu nokkur snögg upphlaup að marki Akureyr- inga og fæst þeirra hættuleg. Á 33. mínútu skapaði Ellert tækifæri, en Einar bjargaði með því að slá knöttinn út. Rétt fyrir leikhlé fékk Þór- ólfur Beck knöttinn nokkru fyrir framan vinstra vítateigs- horn, lék á 3 varnarleikmenn og skoraði. Fyrri hálfleik lauk með jafn- tefli, en eftir tækifærunum og gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt að leikar stæðu 1 gegn 3 eða 4 mörkum fyrir Ak- ureyri. Síðari hálfleikur hófst með sókn Akureyringa, en KR-ingar fóru nú að færast í aukana, og nokkru eftir skoraði Sveinn Jónsson eftir að markm. Akur- eyringa hafði slegið knöttinn út, og nokkru síðar er Sveinn aftur að verki og skoraði eftir samleik við Orn Steinsen. Á 14. og 15. mín. áttu Akur- eyringar sóknarlotu að KR- markinu og áttu Ragnar og Steingrímur hörkuskot á mark, en hvorutveggju lentu beint í markmann. Einar Helgason markvörður varð stuttu eftir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, en í hans stað kom Jón Steinbergs- son. Á 20. mín. síðari hálfleiks komst Þórólfur með knöttinn inn fyrir vörn Akureyringa og vippaði honum laglega yfir Jón markvörð og lenti knötturinn í vinstra horn marksins. Á 25. mín. skapast hættulegt færi við mark Akureyringa, en innherji KR spyrnti föstu skoti að marki, en knötturinn lenti í stöng, en hrökk til Þórólfs, sem spyrnti viðstöðulaust að marki, en fram hjá. Akureyringar létu samt eng- an bilbug á sér finna og sóttu um hríð fast að marki KR, og á 32. mín. skorar Jakob fyrir Ak- ureyri með hörkuskoti. Á síð- ustu mínútunum fær Sveinn boltann vel fyrir frá Þórólfi og skoraði síðasta mark leiksins. Lauk leiknum með sigri KR 5:2. Leikurinn. í upphafi sóttu Akureyringar mun meira og voru ákveðnari og fljótari á knöttinn en KR-ing ar, og virtust ekki með neinn glímuskjálfta. Aftur- á móti fóru KR-ingar sér hægt og leikur þeirra var fálmkenndur framan af. Góðum samleik brá fyrir hjá báðum liðunum, en er líða tók á leikinn var meira um langar útspyrnur hjá KR-ingum og leikur Akureyringa nokkuð til- viljanakenndur. Hliðarverðirn- ir, Bjarni og Magnús, oft of framarlega, svo og vinstri bak- vörður, Sigurður Víglundsson, sem stundum var skilinn eftir fram á miðjum velli. Af þessu varð aðstaða Jóns miðframvarð- ar erfið. Hann er langbezti varnarleikmaður Akureyringa, og átti að gæta Þórólfs Beck, og varð hann oft að hugsa bæði um h. útherja og h. innherja KR, sem Bjarni og Sigurður misstu oft inn fyrir sig. Siguróli h. bakvörður þurfti einnig oft að grípa inn í vörnina vinstra megin og bjargaði þannig a. m. k. tvisvar. í fyrri hálfleik var Steingrímur virkasti maður framlínunnar og átti mjög góð- an leik, en í síðari hálfleik elti Hörður Felixson hann eins og skuggi og gaf honum ekki ráð- rúm til neinna stórræða. Jakob var duglegur og snar, og hann og Steingrímur, eiga ótvírætt heima í landsliðinu. Skúli og Páll hafa sýnt mjög mikla fram- för í sumar. Ragnar lék nú sinn fyrsta leik með Akureyringum í sumar. Hann er leikinn með knöttinn, en orðinn nokkuð þungur. Einar markvörður skilaði sín- um hlut vel, þrátt fyrir meiðsli sem hann fékk. Illt er að eiga ekki æfðan varamann í markið, þegar markmaður þarf að yfir- gefa völlinn. Þórólfur Beck var langbezti maður KR, og var gaman að sjá hina ágætu knattmeðferð hans og leikni. Einnig var Sveinn Jónsson virkur og skoraði hann 3 mörk í leiknum. Hörður Fel- ixson var sterkur í vörninni og hafði nóg að- gera með að gæta Steingríms. Áhorfandi. Fyrir tæpu ári síðan ákváðu búfræðingar frá Hólum, nem- endur Jósefs J. Björnssonar, fyrsta skólastjóra Bændaskól- ans, sem kenndi við skólann um 50 ára skeið, að reisa hon- um minnisvarða heima á Hól- um. Var þá til gipsmynd (brjóst- mynd) af Jósef, í eigu afkom- enda hans, en mynd þá hafði Ríkharður Jónsson myndhöggv- ari gert. Var hún fengin til þess að gera afsteypu í eir eftir henni. Því var lokið er- lendis í vetur, en í sumar hefur stöpull verið gerður eftir teikn- ingu Ríkharðs og er hann nú fullgerður og eirmyndin kom- in þangað, sem henni er ætlað að standa. Hefur minnismerki þessu verið valinn staður þar sem húsakynni Búnaðarskólans stóðu er hann hóf störf undir stjórn Jósefs árið 1882. Framkvæmdanefnd sú, er fyrir máli þessu hefur staðið, hefur í samráði við skólastjóra Bændaskólans á Hólum, ákveð- ið að afhjúpun minnisvarðans fari fram síðari hluta dags, sunnudaginn þann 11. septem- ber n. k. Hólasveinar munu fjölmenna til skóla síns á sunnudaginn. Það er tilgangur Hólasveina, með því að reisa minnisvarða þennan í fyrsta lagi heiðra minningu hins mæta manns, er við þröng kjör og erfið skilyrði hóf brautryðjandastarfið og kenndi þar í hálfa öld, og í öðru lagi að reisa á Hólastað varða, sem minni á þann áfanga, er þegar hefur verið genginn hin- um fornfræga stað til vegsauka og íslenzkri bændamenntun og bændamenningu til gagns og góðs. Nánar verður tilkynnt síðar með hvaða sniði athöfnin fer fram þann 11. september, en þess er vænzt, að Hólamenn mæti við þetta tækifæri heima á Hólum. RÆTT VIÐ LANDHEMÁNN ÁÐ BRÚUM í AÐALDAL Fyrir nokkrum dögum hitti cg þingeyska bóndann og rafvirkjann Þorgeir Jakobsson á Brúunt í Aðal- dal á förnum vegi, og bauð hann mcr heim til sín til kaffidrykkju. Boðinu tók ég fegins hendi, því bæði er ég kaffimaður og hafði áður haft blaðaviðtal í huga. Fagurt er um að litast að Brúum, svo að óvenjulegt er. Þar rétt hjá eru Laxárfossar og hið víðfræga umhverfi hinnar rniklu Laxárvirkj- unar, svo og þau mannanna verk, sem lýsa og ylja nærliggjandi sveitir og kaupstaði. Áfram — í mark! SJALDAN hafa Akureyring- ar verið svo fjölmennir og áhugasamir við sitt glæsilega og ágæta íþróttasvæði sem sl. sunnudag. Knattspyrnumenn ÍBA eru sannarlega búnir að hita okkur Akureyringum í hamsi oft í sumar og á tvennan hátt. En gott er, að komið gat þó loks í ljós, hvað’þeir eiga til og geta sýnt, þegar þeir vilja einhuga, þegar þeir leggja sig fram að vera fyrri til og hafa a. m. k. helming keppninnar sín megin í leiknum. Það hefði orðið þeim sjálfum, íþróttinni og knatt- spyrnuáhuganum í bænum mik- ið áfall, ef þeir — „okkar menn“ — hefðu hrapað strax aftur úr 1. deild. Svo fór því betur ekki, þótt nærri lægi. Og næst skal keppt eftir sæti í fremstu röð, — er ekki svo? En þá verður að halda vel á spilunum. Nú verður að tryggja sér sterkan þjálfara og fylgja honum vel. Þessa er og ekki síður þörf, vegna yngri flokk- anna. Og hvernig væri nú að leita til knattspyrnuskóla í Þýzkalandi? Þrír okkar knatt- spyrnukappar, sem næst hafa komist „landsliðsfrægðinni", hafa notið þeirra og áreiðanlega haft gott af. Mér er sagt, að þar væri enn hægt að fá 6 vikna dvöl fyrir 4—6 menn að kostn- aðarlausu þar á staðnum. Væri ekki ráð, — og það ráð öðrum betra, — að senda þang- að einhverja okkar efnilegu drengja, sem til þess hefðu að- stöðu? Knattspyrnuráð hefur sýnt áhuga og dugnað í sumar, og bæjai’búar hafa greitt óvenju mikið og vel til knattspyrnunn- ar. Þeim væri það áraeiðanlega mikið gleðiefni, ef það framlag þeirra yrði til eflingar góðri íþrótt, gerði „drengi okkar“ enn hæfari en þeir voru sl. sunnu- dag að mæta KR og öðrum slík- um í drengilegum leik, og fái hitað þeim enn rækilegar undir uggum. Það kemur vissulega ekki af sjálfu sér, kostar fé, áhuga og reglusemi. En því myndi þá líka fylgja fleira gott og ’betra, jafnvel en margir sigrar í 1. deild að sumri. Sé okkur enn opin leið í knattspyrnuskóla í Þýzkalandi með góðum kjörum, vona eg að knattspyrnpráð athugi þann möguleika. Með þökk og heillaóskum til knattspyrnumannanna. Jónas Jónsson, Brekknakoti. Látið „rigna jafnt“------- VIÐ, Akureyrarbúar (að nafninu), sem búum við efsta hluta Hrafnagilsstrætis, vildum gjarnan koma þeirri spurningu á framfæri þarna niðri við Ráð- hústorgið, ef við næðum þang- að út úr rykmekkinum, hvað því veldur, að gata okkar er því nær aldrei bleytt, eða á annan hátt rykvarin. Við sjáum, að vatnsbíll er á ferli flesta daga og sumar götur vökvaðar jafn- vel þrisvar á dag, eða álíka oft og okkar gata hefur verið bleytt samtals síðustu þrjá mánuði þessa þurra sumars! Nú greið- um við ríflegan vatnsskatt og önnur gjöld til bæjarins, a. m, k. á móts við aðra. E. t. v. eyð- um við stundum miklu vatni, t. d. þegar flíkur okkar verður að þvo á ný, er þær hafa fengið að hanga á snúru, þvegnar, til þerris stutta stund! Hrafnagilsstrætið liggur frá austri til vesturs, svo sem þeir flestir vita, sem kunnugir eru landafræði bæjarins, og Venju- lega blæs vindur frá norðri eða suðri, þvert af götu á þvottinn, lóðirnar og opna glugga. Um götuna er mjög mikil umferð, hús við hús á báðar hliðar og tvær fjölskyldur í flestum þeirra. Börnin eru þarna mörg og leikvöllur enginn. Og svo er þetta einnig önnur aðalleið margra þeirra, sem búa í næstu götum, sunnan og ofan við, og þeirra, sem erindi eiga við íbú- ana þar. Við höfum leitað úrbóta bæði hjá bæjarverkstjóra og þess, er vökvuninni stjórnar, en árang- ur enginn. Sumarið hefur verið óvenju þurrt, en drottinn lætur rigna jafnt á réttláta og rangláta, og hann hefur þó verið okkur vit- und miskunnsamari en götu- vökvastjórnarvöldin í bænum! Hver ræður þar mestu? — Þetta verður nú vonandi tekið til athugunar- á næsta fundi bæjarstjórhar. Og daginn fyrir haustrigningarnar kemur svo líklega vatnsbíllinn Hrafnagils- strætið á enda! — Rödd úr ryk- inu. Akranesvísur. EFTIRFARANDI stökur eru á sveimi manna í milli hér í bænum: Þeim hefur gefizt lítið lán og láðst að stokka spilin vel, sem halda betri Hálfan-dán en heilan leik með Daníel. Ymsir telja ölóðan, enda létt að sanna, Bensa Gröndal bölóðan byggðum Skagamanna. ÞORGEIR JAKOBSSON, bóndi á Brúum. Sá hét Jé>n Kristjánsson, er bjó á Brúum næstur á undan Þorgeiri Jakobssyni. En er hann hætti bti- skap upp úr 1820, var jörðin nytj- uð trá prestssetrinu Gren jaðarstað, sem átti jiirðina. En Brúar voru í ábúð allt frá 14. öld samkvæmt gömlum heimildum, en höfðu verið í eyði í meira en 100 ár, þegar Þor- geir tók sér þar bólfestu ásamt Ol- öfu Indriðadóttur, konu sinni, og reisti allt frá grunni. Þorgeir er fimmti ættliður írá Jóni ]>essum, svo sem margt góðra manna, .eins og þrír síðustu alþingismenn sýsl- unnar. Að Brúum hefur þeim hjónum vegnað vel, þrátt fyrir eríiðleika frumbýlingsáranna. Þar er vel hýst, allmikil ræktun og heimilið mjög myndarlegt. Margt húsmuna vitnar um dvöl þeirra hjóna að Laúgum, svo scm algengt er að sjá í Þingeyjarsýslum og víðar. Sunnan undir hvítu í- búðarhúsinu cr sté>r og íagur skrúð- garður, tómstundavinna húsmóður- innar. Þorgeir er áhugasamur ung- mennafélagi, einn af fyrstu nem- endum Laugaskóla, ráðsmaður þar síðar, varð rafvirki og einn a£ land- námsmönnum aldarinnar. Hann er skarpgreindur, minnugur og marg- íróður. Hvenœr byggðir pú petia nýbýli, Þorgeir? Á árunum eftir 1930. Tímarnir voru erfiðir þá, kreppan alkunna þrengdi hag manna, svo að flestir börðust í bökkum, ekki sízt nýbvl- ingarnir. Styrkir til nýbýla voru þá engír, en aðeins lán. Búsafurðir voru nær verðlausar, og tekjur manna harla litlar, þótt vinnutím- inn væri oftast langur. Þú hefur náð landinu undan prestssetrinu Grenjaðarstað? Stórbýlinu Grenjaðarstað var skipt um eða eftir árið 1930. Þá urðu deilur miklar um réttmæti þess að skipta jörð þessari. En Jón- as Jónsson, sem þá þar dóms- og kirkjumálaráðherra, tók af skarið. Nú eru sex góðar bújarðir, þar sem áður var ein, sex fjölskyldur, þar sem áður var ein. Siimu sögu er að segja um Múla. Þar var stórbýli, og fátækir og lítils m'egnugir leigulið- ar, sem urðu að sitja og standa eins og störbóndinn vildi og áttu marga hluti undir högg að sækja, einnig þar. Hver er svo reynslan af pessari stefnu? Hún er nú fyrir allra augum, og Þorgeir bendir mér á hin myndar- legu býli. Þá urðu önnur umskipti, sem ekki voru síður ánægjuleg, sagði Þorgeir. Sveitarbragurinn varð allur annar. Meiri jöfnuður varð á lífsafkomu, og ekki sjálf- sagður hlutur, að prestar og aðrir stórbokkar sætu yfir annarra hlut. Nú eru sumar gömlu hjáleigurnar orðnar .stórbýli. Hins vegar má víða sjá niðurníddar prestssetursjarðir, þó að það sé ekki hér að Grenjaðar- stað. Hvernig slóð á pvi, að pú byrj- aðir að fást við rafrnagn? Áhugi minn fyrir því vaknaði fyrir alvöru, þegar ég átti þess kost að vinna með Bjarna heitnum Run- ólfssyni frá Hólrni við uppsetningu nokkurra heimilisrafstöðva í Bárð- ardal og í Ljósavatnshreppi. Þá opnaðist nýr heimur fyrir mig. Þessi mál kynnti ég mér svo rneira síðar. Árið 1930 fór ég til Reykjayjkur, og byrjaði að vinna við raflagnir o. fl. Ég átti leið um Akureyri og liitti þá Frítnann B. Arngrímsson og ræddi við hann hluta úr tveirn dög- um. Hann var þá hrumur orðinn, en svo brennandi í andanum og fullur áhuga og áætlana, að ég hreifzt af honum ekki síður en af Bjarna. Þeir voru annars manna ólíkastir. Bjarni var liið mesta ljúf- menni í umgengni og allri sam- vinnu og jafnan kátur. Frímann hafði erfiða skapsmuni en mun hafa verið lengra á undan samtíð sinni en Bjarni og líklega of langt til þess að kunnátta hans kæmi að fullum notum. — Rafstöðvarnar hans Bjarna ganga ennþá og hafa sparað fjölda heimila stórar fjár- fúlgur öll þessi ár. En hugsjónir Frímanns eiga líka sinn þátt í þyí, sem síðar var gert í virkjun íali- , vatna hér á landi. Hvað ertu búinn að setja upp margar rafslöðvar? Þær munu vera á milli 15 og 20 talsins í Þingeyjarsýslum, fyrst með aðstoð Bjarna frá Hólmi og síðar með þeim Birni á Ljósavatni og Jóni í Ártúni, sem þú hefur áður sagt lesendum Dags lrá. Auk þess hef ég lagt innanhúslagnir í meiri liluta þeirra sveitabæja í miðhluta Þingeyjarsýslu, sem fengið liafa raf- magn frá Laxárvirkjun. Og auðvitað hefur pú byggt pina eigirt rafstöð? Já, það gerði ég, um leið og ég byggði hér íbúðarhús eða árið 1934, en lagði hana niður þegar Laxár- virkunin varð gerð hér við túnfót- inn. Mín rafstöð varð þá heldur lítilmótlegt mannvirki. Hins vegar reyni ég að lijálpa öðrum til að koma upp heimilisrafstöðvum eítir því sem ástæður 'leyfa, og er það áirægjulegt að eiga þátt í þeirri þróun. aðgerðir ckki til fullra bóta. Þú gerðir einhvern lirna tillögur um petta, ef ég man rétt? Já, það gerði ég opinberlega skömmu eftir áramót 1949. Þar sagði cg meðal annars: „Svo hagar til eystra, að suður frá Haganesi liggur hraunhryggur, seni heldur að Mývatni að vestan, er hann nokkuð breiður, eða 500— 1000 metrar. Vestan undir hraun- hryggnum koma fram lindir, senx renna áfrarn í Laxá, og vaxa þær, er vatnið hækkar. Austan þessa hryggs leggur vatnið strax á haust- in, og það er 4—5 metra djúpt og jafnan kyrrt vatn, og allmikil uppi- staða undir ísnum. Ef grafið væri gegnum hrygginn, mætti veita all- miklu vatnsmagni að upptökum Laxár, er þörf væri á því. Lokur yrði að hafa í rennu þessari. Væru þær aðeins hafðar opnar, er út- rennsli Laxár væri í hættu frá krapastíflum." Laxarfossarnir eru við túnjaðarinn á Brúum. (Ljósmynd: E. D.). TVfvnrlin tpkin n tilnðinn n Rnuim nnrðnr vfir Aðaldal. — fT.iosmvnd Þú hefur fyigzt vel með fram- kveemd Lavárvirkjunar? Það hefur verið fremur auðvelt fyrir þá, sem næst búa. En snemma var það draumur dalbúa að virkja fossana liérna fyrir sveitirnar í kring, eða allt frá því að fyrst heyrð- ist nokkuð að ráði um rafmagn. En fyrsta verulega umtalið um þá framkvæmd mun liafa orðið, þegar í ráði var að byggja alþýðuskóla í sýslunni. En þá kom meðal annars til álita að rejsa hann á þessum slóðum. En það er um fossana að segja, að eitt sinn voru þeir leigðir erlendu fossafélagi. Á einu af fyrstu búskaparáruin mínum hér fengum við búendur í nágrenni Grenjaðarstaðar Höskuld Baldvinsson rafmagnsfræðing til að koma austur og gera áætlanir um virkjun fyrir 10—12 bæi, sem næstir voru. Af framkvæmdum varð ekki vegna fjárskorts. En fljótlega þar á eftir var farið að ræða um stóra virkjun fyrir Akureyri. Þá man ég, að Þorsteinn Þorsteinsson, kunnur íerðamaður á Akureyri, kom oft hingað með sérfræðinga til athug- unar á virkjunarmöguleikum hcr og við Skjálfandafljót. Laxá varð svo fyrir valinu, og rafveitusvæði virkjunarinnar er stærra en flestir bjuggust við að verða myndi, og í aðalatriðum hefur rafveitan reynzt vel. Þvi tniður hafa hinar endurleknu rafmagnstruflanir gert mörgum gramt i geði. Flesta vetur eða alla liafa orðið truflanir í rennsli Láxár <vegna krapastíflna við upptökin í Mý- vatni. Néi er verið að reyna að bæta xir því þar efra með skurðgreftri og stíflum, og vonandi er, að það takist sem bezt. Þó lxygg ég þessar En þetta þóttu ekki spámannleg orð á þeim tíma. Síðar mun þó sænskur verkfræðingur hafa gert mjög svipaða tillögu og einmitt bent á sama stað. En því miður var hans tillaga heldur ekki að neinu liöfð. Nú er unnið að skurðgrefti og stíflun á öðrum stað, en vegna þess, live vatnið er þar grunnt ofan við á stóru svæði, kemur þetta aldrei að fullum notum, svo senx reynslan mun sýna, segir Þorgeir og er þung- ur á brún. Hvernig finnst pér búskapar- horfur um pessar mundir? Það horfði vel með framtíð land- búnaðarins á síðustu árum og hefði engu þurft að kvíða í þeim efnum, ef svo hefði haldið.fram. En ég get tekið undir það, sem bóndi í Þing- eyjarsýslu sagði á síðastliðnum vetri: Það eru óvenjuleg harðindi, sem yfir okkur liafa dunið í vetur, og mun slíkt vart þekkjast fyrr. Þegar bóndinn var inntur nánar eftir þessari fullyrðingú, benti liann á ráðstafanir ríkisstjórnar- innar og rnælti svo: Haldið þið að nxeiri harðindi hafi steðjað að bændum í seinni tíð — af manna völdum? Sérstaklega verður vaxtahækkun- in þeim þung í skauti, senx nýlega lxafa staðið í framkvæmdum eða reist nýbýli á síðustu árum. Mjög mikil lxætta er á, að þeir sligist fjár- hagslega. Ráðstafanir ríkisstjórnar- innar munu einnjg koma í veg fyrir nýbýlastofnanir á næstunni, segir Þorgeir Jakobsson að lokum, og þakkar blaðið honum nxóttök- urnar og svörin við spurningum blaðsins og óskar þeinx hjónum og fjölskyldu þeirra alls velfarnaðar. -ED. j

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.