Dagur - 07.09.1960, Blaðsíða 8
8
Akureyringar á hreindýraveiðum á Fljótsdalsheiði |
Ríkisvaldið leyfði að þessu
sinni að skjóta 600 hreindýr
eins og undanfarin haust. Hrein
dýraveiðar hafa á sér ævintýra-
blæ, einkum í hugum þeirra,
sem fjarri búa. Þegar veiðar
hófust nú, vaknaði áhuginn hjá
nokkrum Akureyringum, sem
ekki létu sitja við umhugsunina
eina eða orðin tóm, heldur sam-
mæltust í leiðangur austur á
Fljótsdalshérað, fengu skotleyfi
til skjóta 2 dýr hver, eða 10
samtals, en alls voru þó leið-
angursmennirnir 6. Þeir voru:
Karl Magnússon, Ólafur Árna-
son, Gísli Guðlaugsson, Jón
Guðmann Albertsson, Haraldur
Skjóldal og Albert Sölvason, sá
síðasttaldi aðeins til halds og
trausts. Þessir menn, sem allir
eru hinir garpslegustu, lögðu af
stað miðvikudaginn 25. ágúst
og komu heim að morgni 29.
sama mánaðar.
Blaðið náði tali af Karli
Magnússyni eftir heimkomuna
og spurði frétta af förinni og fer
frásögn Karls hér á eftir í stór-
um dráttum.
Við fengum lánaðan fjall-
trukk Vernharðs Sigursteins-
sonar og fjögurra manna fólks-
híl austur að Egilsstöðum. Skot-
hvellir byrjuðu stfax í Mý-
vatnssveit, þá fengum við þrjár
hvellpunkteringar, svoleiðis að
dekkin tvístruðust út um alla
móa á trukknum, en bíllinn er
vel þekktur að slíku. Þingey-
ingar bættu okkur skaðann. —
Haldið var austur að Egilsstöð-
um og á Fljótsdal og tjaldað,
og lokið formsatriðum að veið-
unum, m. a. fenginn fylgdar-
maður.
Tvö skot og tvö féllu.
Næsta dag var liðinu skipt.
Ólafur, Skjóldal og eg fórum,
ásamt fylgdarmanni, beint upp
frá Egilsstöðum fótgangandi.
Hinir fóru með trukkinn Bessa-
staðaveg upp í háheiði, og er
vegur sá brattur á köflum. Þeg-
ar við vorum rétt komnir upp á
heiðarbrúnina, sáum við 70 dýr
í hóp og fór nú heldur að vakna
veiðiáhuginn. Vindáttin var
hagstæð, svo að við komumst
nærri hjörðinni og í skotfæri.
Með okkur var Sigurður Gunn-
arsson á Egilsstöðum og fræddi
hann okkur vel um allt er að
veiðunum laut. Þar sem við
lágum og virtum fyrir okkur
dýrin, sagði Sigurður okkur
á lægri nótunum ýmis auðkenni
á hreindýrunum, sem við
þyrftum að þekkja til að velja
skotmarkið. Veiðin var ekki
bundin við tarfana eina, eins
og áður var. En auðeyrt var, að
Sigurði var sárt um ung dýr og
fönguleg og vildi heldur að við
veldum af hinum endanum. —
Síðan var ákveðið, að við Ólaf-
ur skyldum skjóta sitt dýrið
hvor, og voru þau valin sitt
hvoru megin í hjörðinni, því að
stranglega er bannað að skjóta
inn í hópinn. Svo kom einn
hvellur og tvö dýr féllu. En í
stað þess að þjóta burt, hlupu
hreindýrin saman í hnapp, al-
veg ráðvillt og kom okkur, við-
vaningunum, það mjög á óvart,
teygðum við okkur eitthvað
upp til að sjá þau betur, en þá
sáu þau okkur og tóku til fót-
anna og bar hratt yfir. Það var
fögur sjón.
Fylgdarmaðurinn bölvaði
okkur fyrir það að hafa ekki
legið kyrrir og haldið áfram að
skjóta. En það varð ekki aftur
tekið og hreindýrahjörðin var
horfin innan stundar. Nú var
gert að hinum föllnu dýrum í
snatri og húðin síðan breidd yf-
ir kjötið til að verja það flugum
og vörgum.
í hreindýraþvögu.
Þremenningarnir héldu á eft-
ir hjörðinni, en ég hélt norðúr
heiði á móts við trukkbílinn. —
Mikið votlendi er þarna og
mjög grösugt og feikna víðátta.
Heiðin er um 100 km. löng og
20 km. breið. Á leiðinni hitti eg
lítinn hreinkálf. Hann skokkaði
lengi á undan mér og vissi ekk-
ert hvaða hætta honum gat af
mér stafað. Mér var ómögulegt
að fá mig til að skjóta hann,
heldur talaði eg við hann eins
og heimagang, en við skildum
víst ekki hvor annan.
Þegar eg nálgaðist bílinn, sá
eg lítinn hóp hreindýra. En þar
sem eg var kominn nálægt fé-
lögum mínum, taldi eg sann-
gjarnt að þeir fengju líka tæki-
færi, fór til þeirra, án þess að
styggja hreindýrin, fékk mér að
boi-ða, því að eg var svangur
orðinn, en lánaði þeim riffilinn,
því að þeir höfðu ekki nema
einn riffil. Alls voru 4 rifflar í
ferðinni, mjög öflugir, enda
vissum við hve þýðingarlaust
og illt verk það er að skjóta
hreindýr með lélegum skot-
vopnum, sem margir sækjast
þó eftir.
Gísli og Jón lögðu þegar af
stað, en þeir fundu aldrei hrein-
dýrin, sem eflaust hafa rásað
eitthvað í millitíðinni. Þeir
komu aftur í nær aldimmu,
slyppir og snauðir. Þegar þeir
áttu stutt eftir að bílnum, vissu
þeir ekki fyrri til en hreindýr
spruttu upp allt í kringum þá
og þeir voru í miðri hreindýra-
hjörð. Hreindýrin hurfu þegar
út í myrkrið, og þá var ekki
skotljóst.
Nú var búizt til næturdvalar,
en ýmsum getum var að því
leitt, hvernig hinum skyttunum
liði. Var nú sofið af um nóttina
eftir erfiðan en góðan dag.
Tíu km. spretturinn.
Við Albert vöknuðum
snemma, svo sem títt er um
roskna menn og árrisula, geng-
um upp á hól einn þar nærri og
lituðumst um. Veður var hið
ákjósanlegasta eins og daginn
áður, en þá muni hafa verið 20
stiga hiti. Við sáum hvar 65
hreindýr voru að bíta í mýrar-
dragi þar skammt frá. Albert
fór þegar heim til að vekja fé-
laga okkar, en eg lagðist í leyni
og beið átekta og hafði riffilinn
tilbúinn. En áður en þeir félag-
ar mínir komust til mín, rásuðu
dýrin út úr mýrardraginu, svo
að séð varð, að ekki dugði að
bíða með að skjóta. Eg valdi
mér föngulegan tarf að skot-
marki og miðaði bæði vel og
lengi, hleypti af. Skotið fór yf-
ir og get eg ekkert sagt mér til
afsökunar, en dýrin hlupu á að
gizka 200 metra, en námu þá
staðar og litu við. En nú var eg
orðinn reynslunni rikari og lá
kyrr. Þegar þau sáu enga hreyf-
igu, urðu þau spök og lögðust
fljótlega niður og fóru að
jórtra. Félagar imínir komu nú
til mín, án þess að dýrin yrðu
vör við þá. Fékk eg þá Gísla
byssuna. Þeir mjökuðu sér í
áttina hægt og rólega og voru
að komast í færi, þegar hópur-
inn rauk af stað. Ástæðan var
sú, að Albert, sem lagði af stað
á eftir hinum tveim, heyrði
skothvellinn hjá mér og kom nú
rakleiðis í áttina til okkar, án
þess að viðhafa nokkra vara-
semi. Honum datt sízt í hug, að
hreindýrin væru ennþá í nám-
unda eftir skotið. Hi’eindýrin
hlupu í stóran sveig í kringum
okkur, þar til vindinn bar af
okkur til þeirra. Þá fengum við
fyrst að sjá, hvernig hreindýr
taka í alvöru til fótanna. Þau
linntu ekki sprettinum næstu
10 kílómetra, en loks námu þau
staðar og þá sáum við þau vel í
kíki.
Skjóldal skipar fyrir.
Við löbbuðum nú af stað allir
fjórir, og segir lítt af ferðum
okkar fyrr en komið var fram
undir hádegi, að við fórum aft-
ur að nálgast hjörðina. Þá lögðu
þeir einir af stað, Gísli og Jón,
en eg fékk mér hádegisblund að
gömlum og góðum sveitamanna-
sið. Þegar eg hafði sofið góða
stund vaknaði eg við slíkt blót
og formælingar Alberts, að eg
gat naumast trúað, að hann ætti
slíkt til. En aðalinnihald ræð-
unnar var það, að hann gæti
ekki skilið hvað þeir, eins og
hann risti á, væru að gera áveð-
urs við dýrin. En þar skjátlaðist
Albert. Þegar við litum í kíki,
sáum við að þar voru allt aðrir
menn á ferð og á næsta vetfangi
sáum við líka á eftir hreindýra-
hjörðinni út í buskann. Jón og
Gísli hittu þessa menn og fengu
hjá þeim þær fréttir af Ólafi og
Skjóldal, að þeir hefðu lagt af
velli 5 dýr eftir að eg skildi við
þá daginn áður. Hafði Ólafur
skotið tvo umfram, eftir beiðni
leiðsögumannsins, en Ólafur
sem er maður hagsýnn, notaði
samt ekki til þess nema eina
kúlu. Nú þótti okkur fjórmenn-
ingum horfa allþunglega með
veiðisæld okkar, einkum þyngd-
ist brúnin á þeim Gísla og Jóni,
sem ekkert dýr höfðu ennþá
fengið. En Albert ætlaði sér
aldrei að skjóta hreindýr. Var
nú haldið heim í tjöld og tóku
menn að gerast allþreyttir í hit-
anum, enda óvanir göngu. Þá
voru þeir komnir þar Ólafur og
Skjóldal. Skjóldal, sem er veiði-
maður að atvinnu á minka og
refi og fljótur að tileinka sér
allt er að veiðum lýtur, hafði
það eftir eftirlitsmanni, sem er
Egill Gunnarsson, að frekar
myndi dýranna að leita fyrir
norðan okkur á heiðinni, vegna
undangenginnar norð-austaátt-
ar, en hreindýrin renna jafnan
í vindinn.
Klukkan var farin að ganga
sex um kvöldið, og við höfðum
fyrirmæli um að koma til
byggða morguninn eftir. Var því
ekki til setunnar boðið. Við
Skjóldal fórum strax norður
heiðina til að leita og höfðum
skammt farið, er við urðum
varir við dreifðan hreindýra-
hóp. Skjóldal sneri þegar aftur
til að gera aðvart og fór mikinn,
enda göngugarpur. Eg hélt í
áttina til dýranna og kynnti
mér aðstöðuna. Innan skamms
sá eg hvar þeir komu, Skjóldal,
og Gísli. Réði Skjóldal ferð-
inni og sást það á löngu færi, að
fast mundi rekið á eftir. Ólafur
og Skjóldal, sem gist höfðu
nóttina áður á Egilsstöðum,
skildu rifflana sína eftir þar.
Þótti það ekki gott, því að þeir
voru báðir með kíki, en hinir
án. Skjóldal tók nú að sér að
stjórna veiðinni, skreið upp á
grýttan melás og sá yfir hjörð-
ina. Kom hann skjótlega til
baka og sagði að dýrin væru
rétt hinum megin við ásinn og
hann tryði því ekki að við
negldum ekki eitthvað af þeim
niður.
Við skriðum nú upp að stein-
um nokkrum á melásnum, en
dýrin, sem voru 160 metra frá
okkur, og því í sæmilegu skot-
færi, rásuðu eftir melöldu. Við
Jón bjuggum okkur undir að
skjóta. En við fengum þá fyrir-
skipun frá Skjóldal, að stilla á
150 metra og bíða eftir tveim
törfum, sem fóru síðastir.
Ævintýrinu lokið.
Brátt voru tarfarnir beint
framundan og bæði skotin riðu
af. Kúlrnar ristu langar rákir á
melnum austan við tarfana. Of
hátt, fljótir að hlaða, var næsta
fyrirskipun, og var henni að
sjálfsögðu hlýtt. Fyrirskipun
Skjóldals fylgdi gnístran tanna,
svo ferleg, að ekki varð með
orðum umbætt, er við ætti um
skotfimi okkar. En það merki-
lega skeði, að Öll dýrin hlupu til
baka og beint fyrir byssurnar.
Aftur var skotið, og lágu nú
tvö hreindýr steindauð. Eg var
þá búinn með mitt leyfi og bauð
Gísla byssuna. En hann afþakk-
aði og sagði að eg skyldi skjóta
í sinn stað, hvað eg gerði í
snatri með góðum árangri. En
nú voru dýrin komin í svo þétt-
an hnapp, að við vildum ekki
skjóta. Við risum upp og hjörð-
in rauk í burtu.
Nú var Gísli eina skyttan,
sem ekkert dýr hafði fellt og
fékk hann Jóns riffil, en Skjól-
dal minn, og héldu þeir á eftir
dýrunum. Kann eg ekki af för
þeirra að segja, nema þegar
nokkuð var liðið nætur, komu
þeir heim í tjald með tarf all-
vænan, sem Gísli hafði skotið,
eftir að dimma tók. Mátti glöggt
heyra utan úr myrkrinu, áður
en þeir komu, að þeir höfðu
byrði allþunga.
Gerðust menn nú glaðir og
reifir, þeir sem máttu mæla fyr-
ir mæði og lúa.
Næsta morgun var búizt til
ferðar með herfangið, hina dýr-
mætu veiði. En þá kom nú babb
í bátinn. Trukkurinn reyndist
fjaðrabrotinn. í öðru lagi höfðu
menn gleymt að setja á sig
kennileiti, þar sem veiðin enn-
þá lá út á heiði frá kvöldinu áð-
ui', svo illa gekk að finna hana.
Og þegar hún var loks fundin
reyndist hún þung á baki.
Allt fór þetta þó vel, jafnvel
bíllinn var með sæmilegustu
fjaðrir þegar ekið var af hrein-
dýraslóðum heim á leið. Fei'ðin
var ei'fið, en lærdómsi'ík, og
eitt af ævintýrum öræfanna.
Hreindýraskytturnar. Frá vinstri: Jón Guðmann Albertsson, Gísli Gunnlaugsson, Ólafur Árnason,
Albert Sölvason, Haraldur Skjóldal og Karl Magnússon. — (Ljósmynd: E. D.).