Dagur - 17.09.1960, Blaðsíða 8

Dagur - 17.09.1960, Blaðsíða 8
6 Ný laxategund gengur í ár hér Er nefndur bleiklax og ættaður úr Kyrrahafi en fóstraður af Rússum Nýtt félagslieimili á Tjörnesi Sunnudaginn 10. júlí í sumar var vígt nýtt félagsheimili á Tjörnesi. Hús þetta er byggt í landi Hallbjarnarstaða, en þar má telja að sé— sem næst mið- sveitis. Bygging hússins var hafin ár- ið 1954. Það er um 900 rúm- metrar að stærð. Rúmar í sæti um 200 manns. Aðstaða er til veitinga. Innrétting haganleg. Byggingunni er að fullu lokið að telja má og heildarkostnað- ur orðinn um 810 þús. krónur. Tjörneshreppur og Ungmenna- félag Tjörnesinga gerðu með sér samning um að koma upp félagsheimilinu. Hreppurinn að % og Ungmennafélagið að Vá. Framkvæmdanefnd við^bygg- inguna skipuðu: 1. Ulfur Indriðason, hrepps- nefndaroddviti á Hérðinshöfða. 2. Árni Kárason, bóndi á Hallbjarnarstöðum, formaður Ungmennafélags Tjörnesinga. 3. Jóel Friðbjarnarson, bóndi, Isólfsstöðum. Bræðurnir Árni og Bjarki Kárasynir, bændur á Hallbjarn arstöðum, gáfu lóð undir félags- heimilið, og er hún svo stór, að þar á að geta orðið íþróttavöll- ur. Hver karlmaður í ungmenna- félaginu gaf 15 dagsverk til í Útigöimikindur I : C O = Stórutungu, 15. sept. — Síð- astliðið haust fékk Héðinn Höskuldsson á Bólstað vetur- gamla á útigengna, hún kom fyrir í fyrstu göngum. Á þessari var sleppt með öðru heimtufé eftir réttir og sást ekki meir það haust, þótt leitað væri. Nú í fyrstu göngum kom ær- in aftur, eftir að hafa gengið úti annan vetur á sömu stöðvum og áður, en það er suður með Skjálfandafljóti að vestan, norð- an Kiðagils að Galthóii. Ærin er væn, nú verður henni ekki sleppt úr vörzlu, en sett á vet- ur. Einnig komu fyrir tveir rútar veturgamlir, útigengnir. Þeirra var vart í vor um rún- ing. Hrútarnir eru frá Stein- kirkju. Fé þykir í rýrara lagi og meiri munur einlembinga og tvílembinga en oft áður. Síðasti dagur, sem slátra á fé úr fram- anverðum Bárðardal á Akur- eyri, er 10. október. Oft hefur verið þungt fyrir fæti með fé þá leið svo síðla hausts. Kartöfluuppskera er ágæt. byggingarinnar. Aðrir verkfær- ir karlmenn í sveitinni gáfu 9 dagsverk hver. Allmargir burtfluttir Tjörnes- ingar sendu peningagjafir til framkvæmdarinnar. Yfirumsjón við smíði bygg- ingarinnar höfðu þeir smiðirnir Þórhallur B. Snædal og Saló- mon Erlendsson, en verkstjórn annaðist Aðalgeir Fribjarnar- son. Málningu framkvæmdi Sig- urbjörn P. Árnason. Um raf- lagnir sá Þorgeir Jakobsson, Brúum. Vígsluhátíðina, 10. júlí, sótti margt fólk. Voru þar mættir ýmsir Tjörnesingar langt að komnir, — ásamt núverandi sveitarbúum og nágrönnum, er áður höfðu átt þar heima, eða hlut átt að húsbyggingunni. Ulfur Indriðason, oddviti, setti samkomuna með ávarpi og bauð gesti velkomna. Því næst flutti Friðrik A. Friðriksson, prófastur, predik- un, en sálmar voru sungnir fyrir ræðu hans. Ulfur Indriðason gerði ýtar- lega grein fyrir byggingu fé- lagsheimilisins og þakkaði þeim, er að höfðu unnið, og samhug sveitarbúa. Árni Kárason talaði um fram- kvæmd málsins af hálfu Ung- mennafélags Tjörnesinga og þakkaði vel unnin störf við byggingu félagsheimilisins. Karl Kristjánsson, alþingis- maður, sem um langt skeið hafði verið formaður Ung- mennafélags Tjörnesinga og einnig oddviti Tjörneshrepps fyrir þrem áratugum, bar sam- an aðstöðu til félagsstarfsemi þá og nú — og árnaði sveitinni hamingju með félagsheimilið. Snæbjörn Jónsson, trésmíða- meistari frá Reykjavík, giftur Önnu Friðriksdóttur frá Hall- bjarnarstöðum, flutti ávarp og færði félagsheimilinu gjöf frá þeim hjónum: fundahamar, er hann hafði smíðað, vandaðan (Framhald á 7. síðu.) Öðru hvoru auðga nýjar teg- undir landdýra og fiska landið okkar og sjóinn umhverfis það. Fuglar fljúga yfir höfin og taka • hér bólfestu, dýr eru flutt inn, svo sem minkurinn og áður hreindýr. Á síldveiðunum var kolmunninn hinn mesti skað- valdur í sumar, en ekki er kunnátta fyrir hendi að nota hann, og ekki hefur orðið vart við hann áður að neinu ráði. Og svo er það kynjafiskurinn í Skjálfandafljóti. — Rannsókn hefur leitt í ljós að fiskurinn sá var enginn vanskapningur og þaðan af síður nýtt afbrigði, heldur laxategund, sem kennd er við Kyrrahaf, en áður gjör- samlega óþekkt í norðurhöf- um. Sú skýring er þó á ferðum þessa fisks, sem kallaður er GÖNGUR OG RETTIR Þessa daga renna stórir og lagðprúðir fjárhópar til rétt- anna víðs vegar í sveitum. — Göngur og réttir eru tilhlökk- unarefni ungra og gamalla og kannski mesta hátíð ársins, næst á eftir jólum. Og göngur og réttir breytast ekki. Vél- knúnum tækjum verður lítt við komið, hundur og hestur eru enn á ný hinir ómissandi föru- nautar mannsins um óbyggðir og öræfi. Hundgá, hó og kinda- jarmur bergmálar. Flest full- orðna féð rennur rakleitt heim á leið þegar það verður manna vart, rennur sínar einkennilega lögðu slóðir, en sumt forystufé og fjallafálur leita allra bragða til undankomu og sleppur oft í fyrstu göngum. Sæluvist sauð- fjárins í heiða- og fjallalöndum er að ljúka. Frá fornu fari var sauðfjár- búskapur aðalatvinnuvegur ís- lendinga, og enn er hann veru- legur og vaxandi. í haust verð- ur lóg.að yfir 700 þús. fjár. Enn leggur sauðféð til þann bezta hátíðamat, sem íslendingar þekkja, og verðmæta ull. Jafnskjótt og fjárbreiðurnar renna til réttar, er frelsi þeirra lokið, en um leið hafa þær gef- ið landinu svip og líf og komið með hreinan og ferskan fjalla- blæinn til mannabyggða. Ekki eintóm rómantík. En göngur og réttir, og allt sem þeim fylgir, er síður en svo eintóm rómantík. Margra daga göngur í verstu veðrum reyna á karlmennsku, ratvísi og still- ingu, og fjárrag og haustslátr- un hefur sínar ömurlegu hliðar. Val líflamba og vetrarfóðrun sauðfjárins er framundan og hið mesta vandaverk. Að þessu sinni eru bændur þó svo vel settir að hafa fullar hlöður af heyi, en fóðurskorturinn hefur fylgt sauðfjárræktinni hér á landi eins og skuggi, svo langt sem sögur herma. Sauðfjárræktin er svo sam- gróin fólki, að jafnvel í mesta þéttbýlinu, þar sem ómöguleg- ast er til sauðfjárbúskapar, er fjöldi manns, sem leitar sálu- bótar í kindakofa, og sennilega verður það svo enn um sinn. bleiklax, og er minnstur fimm tegunda laxfiska, er þar eru, að Rússar og Bandaríkjamenn hafa ■ sétt miiljónir bleiklaxaseiða í ár, sem falla í Atlantshaf. — Fregnir hafa borizt af því, að lax þessi sé farinn að ganga í norskar ár, og nú í sumar hafa nokkrir bleiklaxar veiðzt á stöng og í net á Norðurlandi. Laxinn er smávaxinn, eða tal- inn um 50 sm. fullvaxinn, og IV2—2 kg. að þyngd. En þessi laxategund er bráðþroska og nær fullri stærð á tveim ár- um, að því er fréttir herma, -og góður er hann talinn til átu. — Bleiklaxinn gengur í ár til að hrygna og deyr að hrygningu lokinni eins og allir Kyrrahafs- laxar. Sennilegt er, að einhverjir bleiklaxar hafi hrygnt í íslenzk- um ám í sumar. Reynslan sker svo úr því, hvort hinn nýi borg- ari hefur- þau skilyrði hér, sem nægja honum til landnáms meðal annarra nytjafiska. — Margir telja sennilegt, að svo verði. •iiiiiiitittiititmiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiintiiiiiimiiiii* I FLYTJAÚT I I LIFANDI ÁL I Loftur Jónsson, sem m. a. hefur nýlega flutt út kola og lax með flugvélum, hefur samið við bændur á SnæfeJlsnesi og víðar um álaveiðar- Hgnn ætiar svo að flytja álinn út lifandi í þar til gerðum umbúðum til Hollands. Nokkur vandkvæði eru á veiðunum, svo og flutningnum, en álar eru lífseigir, sem kunn- ugt er, og svo eru þeir hið mesta hnossgæti og í háu verði. Við ísland eru taldar tvær álategundir, sem koma hingað á sumrin og ganga þá upp í ár og vötn, en hverfa héðan á liaustin. Þótt flytja eigi álinn lifandi til Hollands, á að reykja hann þar og síðan selja hann neyt- endum. 1111111111111111111 111111111111111111 1111 ■ 1 ■ 111 ■ ■ 1 ■ 11 ■ 111 iiiiiiliiiiiiliiiin 111111 ■ 111 ■ 11111111«» Frá kaupstaðaráðstefnimiii á Siglufirði í fyrri viku var haldin á Siglufirði kaupstaðaráðstefna bæjanna á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Formaður samtak- anna, Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri á Akureyri, setti ráðstefnuna og flutti skýrslu stjórnarinnar. Forseti var kos- inn Baldur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar Sifjlitfjrú'ðar. Kaupstaðaráðstefnan sam- þykkti eftirfarandi: „Fulltrúafundur kaupstað- anna á Vestur-, Norður- og Austurlandi, haldinn á Siglu- firði dagana 9.—11. september 1960, ítrekar fyrri samþykktir um endurskoðun laga um hluta- tryggingasjóð og leggur áherzlu á, að því verki verði hraðað. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess, að síldveiðideild sjóðsins greiði bætur vegna aflabrestsins á síldveiðum í sumar, og telur að meðalafla- magn það, sem bæturnar mið- ast við, þurfi að hækka í allt að 5000 mál, með tilliti til stórauk- ins útgerðarkostnaðar.“ „Fulltrúafundur kaupstað- anna á Vestur-, Norður- og Austurlandi, haldinn á Siglu- firði dagana 9.—11. september 1960, telur brýna nauðsyn bera til, að fram fari ýtarleg athiigun á síldveiðum og iðnaði í sam- bandi við sumarsíldveiðarnar sérstaklega. Skorar fulltrúafundurinn á Alþingi að skipa nefnd í þessu skyni og fái samtök kaupstað- anna fulltrúa í þeirri nefnd. Bendir fundurinn á nauðsyn þess að komið verði upp fleiri söltunarstöðvum á Austfjörð- um og lánastofnanir veiti til þess hæfileg stofnlán. Einnig telur fundurinn, að íslendingar eigi sjálfir að vinna úr sem mestum hluta af saltsíldinni með niðurlagningu og niður- suðu. Með tilliti til þess mikla skipastóls, sem árlega fer á sumarsíldveiðar, er sjálfsagt að athugun fari fram á fleiri að- ferðum við síldveiðarnar en nú tíðkast. Fundurinn telur rétt stefnt með þeirri tilraun, sem gerð var í sumar á vegum síldarverk- smiðjanna í Krossanesi og á Hjalteyri með síldarflutninga- skip og væntir þess, að þeirri starfsemi verði haldið áfram. Fúndurinn beinir þeim tilmæl- um til ríkisstjórnar, að þeim að- ilum, sem áhuga hafa fyrir að byggja upp niðursuðu- og nið- urlagningaverksmiðjur, sem auka verðmæti sjávarafurð- anna að miklum mun, verði (Framhald á 6. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.