Dagur - 17.09.1960, Blaðsíða 1

Dagur - 17.09.1960, Blaðsíða 1
f ' ; " j Mái.<;a«:\ I-ramsóknarmanna R rsrjÓRi: Eruncur Davíbsso.n Skuíkstofa í Hai-narstk.th 90 SÍM| H6ö . Sktningo og prentun annast I’kkn rvi.RK Oims Bjóhnssonar H.t'. Akiírkvri Augi.vmvgastjóri: Jón Sam- ÚEX-SSON . ArCANGUKJÍ^I KOSTAR KU. 100.00 . GjAt.DDAGt S 1* 1. ift.i KE.MUR ÚT Á MlftVJKttDÖC- VM or. Á I.AlT.ARhÖGU.M l’F.GAR Ást'.KOA ÞYKIR Tll. Hér liggur Þórunn þverbrotin í Miðbæjarurð. Landtakan er svo ill, að heita má kraftaverk að bjargast í land í sjógangi. — (Ljósmynd: Björgvin Jónsson.) M.b. Þórunn strandaði við Hrísey Gunnar Olafsson, er var einn á bátn- um, bjargaði sér til lands á sundi í notkun á Egilsstöðum Bændur á Fljótsdalsliéraði rækta bygg í 30-35 ha lands - Kornskurður stendur yfir - Viðtal við S vein Jóns- son kornræktarbónda á Egilsstöðum Á tólfta tímanum á þriðju- dagskvöldið strandaði mótor- báturinn Þórunn, EA 565, frá Akureyri við Hrísey og brotn- aði í spón. Aðeins einn maður var um borð, Gunnar Ólafsson, sem er eigandi bátsins. Hann svam í land og slapp með skrámur, en varð annars ekki meint af volkinu. Þórunn kom frá Siglufirði og Ólafsf. og var á leið til Akureyr- ar, þegar þetta vildi til, og þar urðu hásetar Gunnars eftir í vertíðai'lokin. Þegar báturinn kom inn með Hrísey, kom að honum óstöðvandi leki, svo að sjórinn fossaði inn. Gunnar ætl- aði þá að komast inn að bryggju í Hrísey, en komst það ekki, og renndi bátnum upp í fjöru norðan við Saltnes, þegar hann sá að hverju stefndi, enda ekki önnur ráð fyrir hendi. Veð- ur var stillt, en nokkur sjór, og brotnaði báturinn og er gjör- ónýtur. Saltnes er lítið eitt norðan við þorpið á vestan- verðri eynni. Það eru klappir að sjó og stórgrýtt fjaran. Þórunn var 13 smálesta bát- ur, og hét áður Björgvin, og var þá í eigu Páls A. Pálssonar hrefnuskyttu. — Eigendaskipti urðu fyrir tveim árum. Bátur- inn var gerður út á handfæra- veiðar, og hrefnuveiðar með- \ Fulltrúar hjá S. Þ. j Hinn 20. sept. n.k. liefst í New York 15. allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna. Fulltrúar íslands á þinginu liafa verið skipaðir: Thor Thors sendiherra, Kristján Albertsson rithöfundur, Stefán Pétursson þjóðskjalavörður, Sigurður Bjarnason ritstjóri, Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Hannes Kjartansson aðalræðis- maður. (Frá utanríkisráðuneytinu.) fram, og mun hafa komið með 7 hrefnur til lands í sumar og sæmilegan fiskafla. Talstöð, dýptarmæli og ein- hverju fleiru var bjargað úr bátnum á strandstaðnum. Hríseyingar urðu ekki strandsins varir eða vissu um það fyrr en Gunnar kvaddi dyra í Miðbæ, sjóblautur og hrollkaldur. í gær tók gildi nýtt verð á landbúnaðarvörum. — Verðið hækkar til muna, nema ný- mjólk. Hækkunin stafar af því, að ríkisstjórnin kippir að sér hendi um niðurgreiðslur og verðlagsgrundvöllurinn hefur hækkað verulega, m. a. vegna vextahækkunarinnar, söluskatt- anna og svo þess, að allar rekstrarvörur landbúnaðarins hafa hækkað mjög vegna geng- isbreytingarinnar. Hækkun á verðlagsgrundvellinum er 7,55%. TOGARINN KYRRSETTUR Á þriðjudagskvöldið kom óstöðvandi leki að brezka togaranum Lord Lloyds. — Annar brezkur togari dró hann til Seyðisfjarðar. Sá heitir Wyre Mariner og er á svörtum lista hjá íslenzku Landhelgisgæzlunni frá 7. júlí í sumar, en hann var þá að veiðum út af Hvalbak, 8,3 sjómílur innan línu. Landhelgisgæzlan lét kyrr- setja landhelgisbrjótinn og hefja réttarhöld, og stóðu þau enn yfir í gær. Það var Guðmundur Kærnested, sem stjórnaði Rán er togarinn var tekinn að ólöglegum veið um, og sami maður sem nú var ákærandi. — Togara- skipstjórinn neitar landhelg- isbrotinu og kveðst ekkert muna frá deginum 7. júlí, og að enginn á skipinu hafi orð- ið var við Rán, eða að hún hefði skotið rakettum yfir þeim, ljóskúlum, í 3 klukku- tíma, og notað alþjóðamors- merki. — Talið var, að yfir- heyrslunni lyki í gærkveldi, en blaðið var þá farið í pressuna. Aðgætandi er, að verðhækk- un landbúnaðarvara stafar ekki að neinu leyti af hækkuðu kaupi til bænda, heldur að öllu leyti af ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Miklar hækkanir. Súpukjöt hækkar úr 18.90 pr. kg. í 22.00 krónur, rjómi úr kr. 39.45 í 41.40 pr. ltr., smjör hækkar um kr. 1.20 kílóið, ost- ur, 45%, um 7.40 í smásölu, svo að dæmi séu nefnd af þessum nýju verðhækkunum. Klemens Kristjánsson til- raunastjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð hefur um áratugi ræktað bygg, hafra og rúg með góðum árangri og beitt sér fyrir því að bændur tækju upp þessa ræktun, sem eina grein búskap- arins. Hann er mesti korn- ræktarmaður landsins á þessari öld. Löngum hefur verið litið svo á, að hann talaði við dauf- dumba í þessu efni, því að korn- rækt hefur ekki breiðzt út eða orðið almenn. Örfáir einstakl- ingar hafa þó reynt byggrækt og heppnast það, sumum ágæt- lega. En þá hefur verkfæraleysi hamlað ræktun í stærri stíl. Nú er almennur áhugi að vakna fyrir ræktun korntegunda. Nú stendur kornskurðui' yfir hjá kornyrkjubændum. Sveinn Jónsson á Egilsstöðum mun hafa stærstan kornakur í ár og nýja sláttu- og þreskivél. Blaðið lagði fyrir hann nokkr- ar spurningar viðvíkjandi þess- ari ræktun, og fara svör hans efnislega hér á eftir. Hvað mikið land hefurðu undir korn í ár? Um 17 hektara. Kornskurður- inn stendur yfir, við ræktum einungis bygg og studdumst við tilraunir Klemensar á Sáms- stöðum um tegundaval. Hve mikil verður uppskeran? Á að gizka 500 tunnur, eða um 30 tunnur af hektara, og er það feikna mikil uppskera, enda var sumarið gott. En bygg þroskast í kaldari sumrum, t. d. náði það sæmilegum þroska 1958, en þá var kaldasta sumar síðustu hálfa öld, samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar. Rækta fleiri bygg á Fljóts- dalshéraði? Já, nú eru nokkuð margir bændur byrjaðir, svo að akrar munu samtals vera 30—35 hekt- arar í héraðinu, og í sumar hef- ur þetta gengið með ágætum. En hér á Egilsstöðum hefur verið ræktað bygg í fjögur ár. Byggið er gott fóður eða fóður- bætir og mikils um vert að geta ræktað kornfóður í landinu í stað þess að flytja það inn. Hvernig reynast nýju tækin? Nýkeypt kornskurðar- og þreskivél, sem við keyptum hér á Egilsstöðum í félagi við kaup- félagið og Búnaðarsambandið að einum þriðja hver, reynist vel. Hún slær byggið og þreskir það mun leið og sekkjar það. — Tveir menn eru við þetta, ann- ar stjórnar dráttarvélinni og hinn skiptir um poka o. fl. — Þessi vél hefur skilað um 60 pokum (50 kg.) á klukkustund. Hvað verður svo gert við þessa ágætu uppskeru? Hluti af henni fer til útsæðis hér heima og.annars staðar, svo notum við kornið til fóðurs á búinu, höfum rafmagnskorn- myllu til að mala það, og avo er enn óráðið hvað verður gert við afganginn. Framleiðslukostnað- ur er ekki mjög mikill. Fimm hundruð tunnur af ágætlega þroskuðu byggi eru mikils virði, segir Sveinn Jónsson að lokum, og manni vex það ekki lengur í augum þótt kornskurðar- og þreskivélin kostaði 100 þús. kr. Blaðið þakkar fyrir þessi svör stórbóndans á Egilsstöð- um. Með nýjum tækjum, sem Framhald á 2. siðu. Nýja kornskurðarvélin á Egilsstöðum markar e. t. v. tímamót í íslenzkxi kornrækt. Hún leysir uppskeruvandamálið. (Ljósm.: G. K.). I Hækkunin stafar eingöngu af hækkuðu verði rekstrarvara, vaxtaokrinu og söluskattinum Landbúnaðarvörur hækka

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.