Dagur - 19.10.1960, Síða 2

Dagur - 19.10.1960, Síða 2
2 Fjárlög hafa hækkað um þriðjung Framhald af 1. síöu. Ríkisfangelsi. Helzta mál ríkisstjórnarinnar, enn sem komið er, fyrir utan fjárlögin, er frumvarp um rík- isfangelsi í stað „Steinsins“ við Skólavörðustíg, stækkun Litla- Hrauns og bráðabirgðafangelsi í „kjallara“ lögreglustöðvar- innar, svo og um héraðafang- elsi. NOKKUR ÖNNUR MÁL. Hafnarframkvæmdir. Þingmenn Farmsóknarflokks- ins hafa lagt fram frumvarp um lækkun vaxta, svo sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Gísli Guðmundsson og fleirí Framsóknarþingmenn hafa- flutt frumvarp um lán til hafn- arframkvæmda. Þar er gert ráð fyrir að ríkið endurláni til hafnarframkvæmda á 2—3 ár- um 196 milljónir króna, sem tekið verði að láni erlendis. Er á það bent í greinargerð, að ekki verði hægt að gera nauð- synlegt átak í þessum málum án erlends lánsfjár. Fyrir Norð- urland skiptir það, eins og kunnugt er, miklu máli, hvort hægt verður að halda þar áfram hafnarframkvæmdum, sem unnið hefur verið í áföng- um undanfarin ár. Framlag til jarðræktar- vélakaupa. Ágúst Þorvaldsson og fleiri Framsóknarþingmenn flytja frumvarp um breytingu á lög- um um jarðræktarsamþykktir. Þar er lagt' til, að haldið verði áfram að greiða ríkisframlag til jarðræktarvéla, sem ræktunar- samböndin kaupa, 50% kostn- aðar, og til endurnýjunar á slíkum vélum. En aðstoð sú, sem áður var, hefur verið felld niður af núverandi stjórnar- flokkum. Lán út á veiðarfæri. Jón Skaftason og fl. flytja þingsályktunartillögu um, að athhugaðir séu möguleikar til að skipuleggja í einni eða fleiri lánastofnunum föst lán út á Barnarveniclardagiir Eins og að undanförnu hefur Barnaverndarfélag Akureyrar fjársöfnun fyrir starfsemi sína fyrsta vetrardag, en það er n.k. laugardag. Fer þá fram merkja- sala félagsins, einnig verður þá j seld hin vinsæla barnabók Sól- hvörf. Þess er vænst að bæjar- búar muni nú, eins og jafnan áður, taka vel á móti sölubörn- unum. Allur ágóði Barnaverndar- dagsins gengur til leikskóla íé- lagsins — Iðavallar. Þar eru nú 45 börn. Forstöðukona leikskól- ans er Dóróthea Daníelsdóttir. ! Enn skuldar félagið mikið eft- | ir hið myndarlega átak að | byggja Hinn smekklega leik- skóla á Oddeyri. En það er trú forráðamanna félagsins, að bæj- arbúar muni með velvild sinni hjálpa félaginu yfir þá erfið- leika. verðmikil veiðarfæri, sem hafa þá endingu, að þau geti talizt veðhæf. Er bent á, að algengt muni vera, að síldarskip kaupi veiðarfæri fyrir 7—800 þús. kr. og ekki sé hægt fyrir útgerðina að greiða þá upphæð af afla eins árs. Vegamál. Garðar Halldórsson og fleiri flytja í Neðrideild frumvarp um, að taka upp í vegalög all- marga vegi í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Geitfé. Gísli Guðmundsson fly tur, ásamt fleiri þíngmönnum, til- lögu til þingsályktunar um að komið verði í veg fyrir að eytt vei'ði hinum foi'na geitfjárstofni hér á landi. ! Góðar gjafir til f | Skáiholtskirkju f •„Með síðustu ferð „Heklu“ frá Norðui'löndum á að senda Skálholtskirkju veglegar gjafir, sem áður hafa verið boðaðar. Eru þetta 4 kirkjuhurðir og 3 stólar. Eru þetta stólar með miklum tréskurði og gulldregnu fóðri.“ — Gjafir þessar hafa ef- laust komið með síðustu ferð „Heklu“. Er það íslandsvinur- inn alkunni, séra Haraldur Hope á Hörðalandi, skammt frá Björgvin, sem staðið hefur að gjöfum þessum og gefur nú tvo stólana sjálfur. Z S f Bólusetning gegn | lömunarveiki j Þegar bólusetning gegn mænusótt (lömunarveiki) hófst hér og annars staðar, var reikn- að með því að nóg væri að gefa 2 sprautur með mánaðar milli- bili og hina þriðju að 9—12 mánuðum liðnum. Mundi þá vera svo mikið ónæmi gegn sjúkdómnum fyrir hendi, að telja mætti trygga vörn hjá ailflestum hinna bólu- settu um margra ára skeið. Reynslan hefur sýnt, að hjá sumu því fólki, er sprautað var þrisvar, hafa mótefnin í blóðinu gegn mænusótt minnkað það mjög, að ráðlegt þykir að gefa 4. sprautuna til frekari trygg- ingar og hefur svo verið gert bæði í Danmörku og hér á landi nú í sumar og haust. Þessi 4. mænusóttarsprauta verður á boðstólum fyrir Akut’- eyringa mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. þ. m., kl. 5—7 e. h., og föstudaginn 28. þ. m., kl. 7—9 e. h. í húsnæði Heilsu- verndarstöðvar Akureyrar, og er bæjai'biíum eindregið ráð- lagt að notfæra sér þetta. Þess skal getið að börn, sem eru í barnaskólum bæjarins, geta fengið sína, 4. mænusóttar- sprautu þar, ef foreldrar óska þess. Sjá nánar auglýsingu í blað- inu. ÓLAFUR SIGURÐSSON, HELLULANDI: BÚHNYKKUR Það var í gamla daga talinn búhnykkur, ef bóndi varð fyrir happi, eða gerði eitthvað sér- stakt til framdráttar búreksti'i sínum, t. d. ef hann keypti kú, sem reyndist úrvals gripur eða hreppti hest, er reyndist af- bragð til brúkunar — reglulegt búmanns-þing. ' Aftur á móti þótti það illa borga sig „að svelta hjúin eða svíkja þau um kaupið.“ Nú hefði það talizt vera góð- ur búhnykkur, að eiga þessa dagana 4—5 mánaða gamla minkahvolpa í búrum inni og geta selt úr landi grávöru fyrir 100 til 200 milljónir króna, svo að ekki sé meira sagt. Varla hefði það skemmt gjaldeyrisað- stöðuna, svona rétt fyrir jólin. Það mundi vissulega vera kall- að að eiga sitt á þurru. Og til þess hefði þurft 10—12 minka- bú með 3000 kvendýrum hvert. Segja má um minkinn, að hann sé til þrifnaðar, því að hann étur mest það sem úr- gangur er talinn og vei'ðlítið efni. Þar er beztur fiskúrgang- ur ýmiss konar, sem til fellur frá öllum frystihúsum kringum landið og úrgangur frá slátur- húsunum. Þetta kaupa nú bú- menn á hinum Norðurlöndun- um af okkur og munar ekki um að bæta skipsfragtinni við verðið, sem þeir gefa okkur fyrir og sumir segja einnig drjúgum umboðslaunum til þeirra, sem annast útvegunina. Ymislega fleira væri hægt að nýta til fóðurs minkum, sem nú er algjörlega kastað. Nokkur hundruð þúsund lítrar af dýra- blóði renna út um skolpleiðslur sláturhúsanna, frá mjólkurbú- unum gæti fengist ýmiss konar affall og úrgangui', sem væri ákjósanlegt fóður fyrir minka, og svo mætti lengi telja. 1 sveitinni er stundum sagt um þá, sem lieyrandi heyra ekki og sjáandi sjá ckki, að þeir hafi ekki meðal kindavit. Eg held að nágrannaþjóðir okkar geti sagt það sama um okkui', þegar minkaeldi ber á góma. Alþingi verður að leysa úr álögum þessa öruggu atvinnu- grein nú strax og það kemur saman. Þá gætu nokkur bú, sem fullnægðu settum skilyrð- um, byrjað á uppbyggingu þeg- ar í haust. Eftir engu er að bíða nema skaðanum. Þjóðinni veit- ir ekkert af því að geta fram- leitt sem fyrst örugga útflutn- ingsvöru, til þess að brýna verstu skörðin úr misheppnaðri síldarvertíð og vega upp á móti þverrandi fiskafla við landið, sem maðui' vonar þó að ekki verði til lengdar. Tíu minkabú með 3000 læð- um hvert gefa af sér um 100 þúsund hvolpa árlega. Meðal- verð á minkaskinnum í Dan- mörku var árið sem leið um 1450 kr. ísl. Meðalverð yfir Norðui’löndin öll var um kr. 1300.00 fyrir stykkið. Ef við reiknum með kr. 1200.00 á skinn gefa 10 áminnst bú af sér 720 millj. króna verðmæti. Vel mætti hugsa sér, að í framtíð- inni yrði rekið myndarlegt minkabú í tengslum eða í ná- grenni við hvert einasta frysti- hús á landinu. En vitanlega þarf frá fyrstu hendi að beita vísindalegri nákvæmni við fórðun og hirðingu. Á gangnasunnudaginn 1960. TIL SÖLU: 6 herb. íbúð við Ása- byggð. 4ra herb. íbúð við Hamarsstíg. 3ja lierb. íbúð við Hamarsstíg. 2ja herb. íbúðir við Þór- unnarstræti og Ásabygð. Einbýlishús í smíðum \ ið Kringlumýri. Jörð á Svalbarðsströnd. Áhöfn getur fylgt, Guðm. Skaffason hdl. Hafnarstræti 101 — 3. hæð Sími 1052 ÍBÚÐ TIL SÖLU í Eiðsvallagötu 7 A (vest- urendi) nú þegar. Ingólfur Erlendsson, sími 1834. Tveggja til þriggja herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST nú þegar. Uppl. í síma 1156. í B Ú Ð Tveggja til þriggja her- bergja íbúð óskast til leigu. Jón E. Aspar. Sími 2300 og 2410. HERBERGI TIL LEIGU í Kringlumýri 33. Sími 2035. Framsóknarvist verður spiluð n.k. íöstudagskvöld á Hótel KEA og hefst kl. 8.30 e. h. Að- alverðlaun verða útvarpstæki, Parkerpenni og málverk, auk kvöldverðlauna, en spilað verð- ur þrjú kvöld. — Upplýsingar í skrifstofunni, sími 1443, eftir hádegi. Sjá nánar frétt i blað- inu í dag. Eftirtalin númer hlutu vinn- inga í Happdrætti N. L. F. í: 1. 34462 — 2. 9934 — 3. 41246 — 4. 31528 — 5. 23361 — 6. 40615 — 7. 18926 — 8. 14909 — 9. 14350 — 10. 961 (Birt án áb..). Gjafir í Orgelsjóð. — Jón B. Jónsson kr. 100.00. — Áheit frá M. S. kr. 100.00. Kærar þakkir. Fjáröflunarnefnd. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. WILLY’S JEPPI óskast til kaups gegn staðgreiðslu. Gestur Jónsson, Víðivellir 6, Akureyri. TIL SÖLU Willy’s jeppi, árg. 1946. Trl sýnis í Stórholti 1, Glerárhverfi eftir kl. 7 eftir hádegi. Góður WILLY’S JEPPI TIL SÖLU. Afgr. vísar á. TIL SÖLU ER Volkswagenbíll, árgerð 1960. Keyrður 16 þúsund km. — Uppl. jgefur Eiríkur G. Brynjólfsson. Sími 1292. BÍLL TIL SÖLU Tilboð óskast í Ford- Anglia, árgerð 1959, lítið keyrð og vel með farin. Upplýsingar gefur Bjarni Kristinsson, Bílasölunni, sími 1749. TIL SÖLU ódýr Fordson ’46. Uppl. næstu kvöld Bragi Guðmundsson, Hafnarstræti 35. FORD JUNIOR í góðu lagi til sölu. —. Greiðsla eftir samkomu- lagi. Afgr. vísar á. CHEVROLET - VÖRUBÍLL, árgerð 1946, í mjög góðu lagi er til sölu. Uppl. í síma 51, Dalvík. LAUGARBORG Dansleikur laugardaginn 22. þ. m. kl. 9.30 e. h. Ásarnir leika. Kvenfélagið Iðunn og U. M. F. Framtíð. SPILAKVÖLD Verkakvennafél. Eimng og Verkanrannafélagið hafa ákveðið að hafa SPILAKVÖLD í Alþýðuhúsinu n. k. föstudagskvöld kl. 8.30. Góð kvöldverðlaun. Fastlega skorað á alla að verða þátttakendur. Undirbúningsnefndin. M U N I Ð SPILAKVÖLD LÉTTIS í Aljrýðuhúsinu sunnu- daginn 23. okt. kl. 8.30. Kvöldverðlaun veitt. Fjörugur dans á eftir. Skemmtinefndin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.