Dagur - 19.10.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 19.10.1960, Blaðsíða 4
4 5 ENN UM VAXTAOKRIÐ NOKKRIR þingmenn Framsóknar- flokksins lögðu í Neðrideild fram frumvarp til laga um afnám okur- vaxta. í greinargerð með frumvarpi þessu fylgdi svohljóðandi greinargerð: „Síðastliðið haust vaf um tvær meginleiðir valið í efnahagsmálum: Annars vegar þá leið, sem Framsókn- arflokkurinn vildi fara og barðist fyr- ir. Halda áfram framfarasókninni og leggja höfuðáhersíh á að auka fram- leiðsluna og koma í veg fyrir kjara- skerðingu. Jafna hallann í efnahags- og framleiðslukerfmu, sem af forustu- mönnum stjórnarliðsins var metinn 250 millj. eða svo, með því að skatt- leggja eyðsluna og með hóflegri hækkun yfirfærslugjaldsins. Draga þannig úr uppbótakerfinu í áföngum. Halda fjárfestingunni hæfilegri með því að velja úr og láta bíða þær fram- kvæmdir, sem minnsta almenna þýð- ingu höfðu, en hafna með öllu þeirri leið að gera framkvæmdir almennings svo dýrar, að menn fengju með engu móti við þær ráðið. Ilalda áfrarn hóf- legum lántökum crlendis til arðgæfra framkvæmda, jafnóðum og eldri lán væru greidd niður. Þessari leið var algerlega hafnað. Var þó með þessu móti hægt að leysa vandann með smá- vægilegum ráðstöfunum, miðað við það, sem gert var. Hins vegar var sú leið, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir, samdráttar- og kjaraskerðingarleiðin. Sú leið að magna dýrtíðina og koma þannig í framkvæmd kjaraskerðingu og stór- felldum samdrætti. Erlendar lántökur til framkvæmda, og þar mcð fram- leiðsluaukningar, voru settar í bann, en undirbúin stórfelld gjaldeyrislán- taka til almennra vörukaupa. Gengið var fellt, mörg liundruð millj. króna nýjar álögur lögfestar með almenn- um neyzlusköttum til að hækka verð á almennum neyzluvörum og dregið þar með úr kaupmætti almennings. Ofan á þetta var svo bætt stórfelldari vaxtahækkun en dæmi munu til úr nálægum löndum a. m. k. og enn þar á ofan beitt mörgum ráðum til þess að draga saman lánastarfsemi í landinu, þ. á. m. lán til framleiðslunnar. Það var fyrirsjáanlegt, að þessar ráðstafanir hlytu að Ieiða til mikilla erfiðleika í frameiðslu- og efnahags- lífi þjóðarinnar. Stórfelld ný verð- hækkunaralda hlaut að rísa, sem yrði almenningi og frainleiðslufyrirtækj- um landsmanna óstæð með öllu. Þetta hefur nú þegar komið fram, og bólaði á því strax í vor, þegar ekki var einu sinni hægt að koma síldar- flotanum af stað nema með því að leggja út í uppbótagreiðslu á nýjan leik á saltaða síld. Ekkert óvenjulegt hefur þó komið fyrir. Kunnugt var, þegar efnahagslöggjöfin var sett, að verðfall var orðið á síldar- og fiski- mjöli. Engum dyljast þau stórfelldu vand- kvæði, sem þessar ráðstafanir hafa leitt af sér og hverjar byrðar dýrtíðin leggur á almenning. Framleiðslustarf- semi tii sjávar og sveitar er lömuð og kyrrstaða framundan. Er þó ekki nema lítið enn fram komið af því, sem;þessar ráðstafanir hljóta að leiða af sér á næstu missirum, ekki sízt ef (Framhald á 7. síðu.). ■_________________________________________J Ákureyringur býr sig undir dokfors- Góð kvöldvaka Ferðafélagsins Fleira er gaman Á miðvikudaginn hélt Ferða- félag Akureyrar fyrstu kvöld- vöku sína á þessu hausti, en kvöldvökur félagsins, sem jafn- an hafa tilheyrt vetrarstarfinu, eru orðnar mjög vinsælar og fjölsóttar. Guðmundur Einarsson frá Miðdal flutti skemmtilegan þátt um „kunnáttu" Finna og las kafla úr bók sinni Bak við fjöllin, er fjallaði um sama efni. Þá sýndi hann litskuggamyndir þaðan, mjög fagrar, og skýrði þær á fróðlegan og skemmtileg- en dans og vín an hátt. Ennfremur sýndi Guð- mundur litkvikmynd, íslenzka, eins konar fréttamynd úr þjóð- lífinu og höfðu áhorfendur hina mestu ánægju af. Þessi kvöldvaka var í Al- þýðuhúsinu og var það full- skipað, eins og jafnan áður á kvöldvökum Ferðafélagsins. Og þessar kvöldvökur eru at- hyglisverðar fyrir þá, sem eru að vinna að félags- og skemmt- analífi og virðast oft aðeins sjá dans og drykkju, sem hið eina sjálfsagða. próf í efnaverkfræði Rætt við Hannes Kristinsson efnaverkfræðing Iiannes B. Kristinsson, kona hans, Jóhanna Hermannsd., og börn. Sfór tré og Þótt blómskrúð garðanna fölni með haustinu og fólk verði að leita sér augnayndis annars staðar, er haustið heppi- legur tími til að undirbúa nýtt líf og nýtt blómskrúð fyrir næsta vor og sumar. Nú er hver síðastur að setja niður blómlaukana, áður en frostin og snjórinn ná yfirráð- um. Túlipanar í mörgum litum, páskaliljur, dvergliljur, stjörnu- liljur, vetrargosar, hyasyntur og fleiri laukar fást í búðum. En um leið og fólk er minnt á, að setja laukana niður, er ekki úr vegi að minnast á trén. Það er sárt að höggva tré við stofugluggann. Á nokkuð mörg- um stöðum hér í bæ verður fólkið að velja á milli þess að búa í myrkri eða höggva upp Bankarnir og fólkið. ALLIR VITA hvernig ástatt var í viðskiptamálum á dögum einokunarverzlunarinnar. Þá urðu fátækir menn og jafnvel líka þeir, sem kallaðir voru bjargálna, oft að knékrjúpa verzlunarstjórunum til að fá úttekt og höfðu engan íhlutun- arrétt um verð þeirra afurða, sem þeir sjálfir lögðu inn frá búum sínum. íslendingar voru húðstrýktir, e’f þeir verzluðu annars staðar en þeim var fyr- irskipað. Áður voru vöruskipt- in ráðandi, en nú peningar og bankarnir. Og stundum sýnist manni, að bankarnir setji sig í spor löngu horfinna einokunar- kaupmanna, hverra svörtu sálir hafa vonandi fengið frið að lok- um. Vel efnum búinn og kunnur kaupsýslumaður, sem hefur orð fyrir það að segja meiningu sína og vel það, hver sem hlut á að máli, kvartaði nýlega um það, að hann yrði að sitja eins og fermingardrengur, ef hann kæmi inn í banka, og að hann yrði að vera alger skoðanabróð- ir bankastjóranna til að verða ekki settur út af sakramentinu. Hvað þá um hina fátæku og umkomulitlu? Flest þjónustufyrirtæki al- mennings veita viðskiptavinum sínum viðfeldna og oft ágæta þjónustu og eru viðskiptunum þakklát og láta það í ljósi. — Bankar eru lika þjónustufyrir- tæki og almenningseign. Þeir litlir laukar tré í görðum sínum — tré, sem hafa verið gróðursett allt of nærri húsinu. En þar sem trjá- krónur, miklar og fagrar, byrgja fyrir alla útsýn, og líka fyrir birtu og sól, er ekki um annað að gera en að láta „öxina ríða að rótum trjánna“. Enginn má láta trén ræna sig birtu, og á litlum lóðum er oft lítið rúm fyrir tré, en hins vegar heppi- legra að hafa blóm og runna. Þar, sem stóru trén standa of þétt, verður allur lágvaxnari garðagróður kyi-kingslegri. — Þeir, sem nú eru að skipuleggja nýjar lóðir, ættu að hafa þetta í huga. Þá kemur ekki til árekstra síðar, eins og of títt er nú i eldri görðum, þar sem trén gera mannabústaði að myrkra- stofum. þurfa á viðskiptum að halda ekki síður en verzlanir eða aðr- ir, sem selja þjónustu sína. En þar er allt annað andrúmsloft, misjafnt að vísu, en stundum er þjónustan veitt af sérstakri náð, ef um lán er fjallað, jafn- vel svo mikla náð, að viðskipta- vinurinn er hissa á, að blóðið skuli ekki pressast undan nögl- um þegar verið er að telja í þá nokkur hundruð krónur með 12% vöxtum. Það lítur stund- um næstum þannig út að bankamenn gefi síðasta brauð- bitann frá munni hungr- aðs barns eða jafnvel að láta af hendi sinn síðasta blóð- dropa, er þeir kaupa víxla af venjulegu fólki. Út yfir tekur það, ef sett er að skilyrði fyrir lánveitingu, að lántakinn útvegi álitlega peningaupphæð ein- hvers staðar frá til að leggja inn í sama banka í staðinn. Nýung í knattspymu. NÝJASTA nýtt í knatt- spyrnunni eru heyrnartæki, sem hver leikmaður hefur í öðru eyranu, en móttökutæki undir hendinni. Hvorugt er fyr- irferðarmikið, en kostar senni- lega nokkurt fé. En hverju er ekki fórnað fyrir þessa vinsælu íþrótt. Það var enska knatt- spyrnufélagið Arsenal, sem tók þessa nýung í þjónustu sína við knattspyrnuþjálfunina. Leið- beinandinn stendur eða situr í ró og næði utan vallarins og hefur hljóðnema í hendi, getur Hér í bænum er nú í stuttri heimsókn Hannes B. Kristins- son efnaverkfræðingur, ásamt konu sinni og börnum. Hann hefur dvalizt við framhaldsnám vestur í Bandaríkjunum síð- astliðin þrjú ár. Hannes er fæddur á Akureyri, sonur hjón- anna Elinborgar Jónsdóttur og Kristins R. Stefánssonar verka- manns. Stúdent varð hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1947, stundaði síðan nám í verkfræðideild Háskóla íslands í eitt ár, en fór að því búnu til Bandaríkjanna. Lauk bachelor- prófi (B Sc.) frá Massachusetts Institute of Technology í Cam- bridge, Massachusetts, sumarið 1951. Vann síðan við rannssókn- ir og kynnti sér málningar- framleiðslu hjá málningarfyrir- tæki í Baltimore, Maryland, næstu fimm mánuði, en kom að því búnu heim til íslands. Hóf þá starf hjá málningarverk- smiðjunni Hörpu í Reykjavík og vann þar næstu sex árin. Fór haustið 1957, á vegum Hörpu, til framhaldsnáms við ríkisháskólann í Ann Arbor, Michigan. Lauk þaðan meist- ara-prófi (M. S.) sumarið 1958, og hefur síðan unnið að dokt- orsgráðu í efnaverkfræði, og vonast til að ljúka því að nokkrum mánuðum liðnum. Uin hvað fjallar doktorsrit- gerðin? Doktorsritgerðin á að fjalla um endurkast á Ijósi frá hrjúfu málningaryfirborði. Ekki eru fyrir hendi neinar algildar for- múlur fyrir endurkasti á ljósi frá hrjúfu yfirborði..,Verður því leiðbeint hvaþa leikmanni sem er, hvar á vellinum, sem hann er og hvenær, sem er, án þess að stöðva leikinn. Hann getur þá einnig að nokkru sparað áminningarræður sínar að æf- ingu lokinni. Bakkasel lokað cnn. BAKKASEL er komið í eyði. Þar rýkur ekki í sumar, eins og á öðrum bæjum Oxnadals og þar eru hlerar rammlega negld- ir fyrir alla glugga. Nú er vetur að ganga í garð og allra veðra von. Oxnadals- heiðin er fjölfarnasti fjallvegur Norðurlands. Vegna umferðar- innar yfir heiðina er alveg nauðsynlegt að hafa nokkra fyrirgreiðslu í Bakkaseli. Þar þarf að vera fólk, sem getur tekið á móti ferðafólki ef nauð- syn krefur og hlynnt að þeim, sem þurfa að ganga af bílum sínum vegna ófærðar og óveð-’ urs. í Bakkaseli verður að vera opinn sími, ef slys ber að hönd- um, og auðvitað þarf að vera nothæft og undanbragðalaust símasambánd milli Bakkasels og Akureyrar og einnig milli fremstu bæja sitt hvoru megin heiðar allan sólarhringinn, með tilliti til umferðarinnar yfir Oxnadalsheiði á vetrum, með sérstöku tilliti til öryggis. Vegamálastjórnin hefur ef- laust skilning á þessu máli, og ekki skal því trúað að óreyndu, að Bakkasel verði lokað í vetur. leitast við að lýsa hrjúfleika yf- irbörðsins á tölufræðilegan hátt og reyna síðan að finna sam- bandið á milli hrjúfleikans og endurkastseiginleikanna. Hafa rannsóknir mínar í þessu sam- bandi staðið á annað ár og hef- ur mestur hluti þess verks ver- ið unninn með aðstoð stórs raf- magnsreikningsheila. Útreikn— ingai-nir eru svo umfangsmiklir að ógerlegt hefði verið að fram- kvæma þá án þess að nota raf- magnsheilann. Viltu scgja nánar frá reikn- ingsheilanum? Það, sem aðallega greinir raf- hagnsheila frá venjulegri raf- magnsreikningsvél er minnið. Minnið er flókið rafmagnstæki, sem getur tekið á móti tölum og geymt þær á ákveðnum stað og skilað þeim síðan aftur sam- kvæmt fyrirskipunum frá mið- stöð reikningsheilans. í minn- inu eru geymdar, auk þeirra talna, sem útreikningunum viðkemur, allar fyrirskipanir, sem rafmagnsreikningsheilinn á að reikna eftir. Þessar fyrir- skipanir eru í töluformi, svo sem allar upplýsingar, sem í minninu eru geymdar, en mið- stöð heilans er fær um að skilja þessar tölur sem fyrirskipanir. Miðstöð heilans stjórnar allri starfsemi rafmagnsreiknings- heilans, og auk minnisins stjórnar hún hinni eiginlegu reikningsvél, sem framkvæmir samlagningu, frádrátt,. marg- földun og deilingu, svo og ýms- um hjálparstöðvum, sem xneðal annárs gegíia því hlutverki að koma ' 'upplýsingum inn í heil- ann og sehda út niðurstöðurn- ar. - Venjulega eru notuð ýmis hjálþartæki í sámbándi við •þessa rafmagnsreikningsheila, t. d. tæki sem geta lesið af gata- kortum eða gataræmum inn á segulband og prentvélar, sem prenta á blöð upplýsingar af segulböndum. Mjög eru þessir reikningsheilar og hjálpartæki mismunandi að gerð og stærð, en tækninni hefur fleygt svo fram, að jafnvel hinir stærstu reikningsheilar, ásamt venju- legum hjálpartækjum, rúmast nú í einum stórum vélasal, þar sem áður þurfti margfalt rúm. Geturðu nefnt dæmi um af- köstin? Já, annað sérkenni þessara rafmagnsheila eru hin geysi- legu afköst þeirra, t. d. getur reikningsheili sá, sem eg hef notað við útreikningana, skilað til jafnaðar um 10.000 útreikn- ingum á sekúndu. Það má geta þess að slíkur rafmagnsheili, sem teljast verður í stærra lagi, mun kosta um 60 millj. ísl. kr., en háskólar geta fengið hann leigðan fyrir um 2 millj. kr. á mánuði. Reikningsheilar eru að sjálfssögðu mjög mikið notaðir við alls konar vísindalega og tæknilega útreikninga, en starfssvið þeirra er þó miklu stærra. Má nefna veðurspár, þýðingar af einni tungu á aðra, manntal og alls konar skýrslu- gerðir. Sumt af þessu er þó enn á byrjunarstigi og stórkostlegar framfarir væntanlegar við komu hinna fyrirhuguðu gervi- hnatta, sem gera munu kleift að fá heildarmynd af veðurfar- inu á hverjum tíma. Allar út- reiknaðar veðurspár byggjast á upplýsingum, með hæfilegu millibili, um veðrið á stóru svæði, og þar sem engin veður- spá er betri en upplýsingarnar, sem hún er byggð á, er augljós þýðing þess að fá sem beztar upplýsingar af sem stærstu svæði. Á öðrum sviðum mun einnig um miklar framfarir að ræða, þó mun sennilegt aðmikið af þeim möguleikum, sem mik- ilvægastir kunna að reynast í framtíðinni, hafi enn ekki verið uppgötvaðir. í ljósi þeirra rann- sókna, sem nú er verið að vinna að, væri trúlegt að í framtíð- inni gætu t. d. tveir menn tal ast við í sírna, þótt þeir töluðu sitt málið hvor. Rafmagnsheili myndi þá aðstoða við að breyta setningu, sem töluð væri á einu málinu yfir á aðra tungu og gagnkvæmt. Vissulega myndi slík tækniþróun geta valdið þyltingu í viðskiptum þjóða á milli. Hvernig gætu íslendingar notfært sér þessa tækniþróun? Hin öra tækniþróun á þessu sviði og þau risaskref, sem nú er verið að taka í hagnýtingu þessara rafmagnsreikningsheila erlendis, bendir eindregið til þess að íslendingar ættu sem allra fyrst að reyna að tileinka sér og verða aðilar að þessari framþróun. Það virðist oft vera erfitt að áætla í upphafi hversu mikil verkefni fyrir þessa heila séu fyrir hendi, og hversu fljótt sé hægt að byggja upp nægi- lega mikla notkun á svo hrað- virkum tækjum. í reyndinni virðist það svo, að þegar farið er að nota slíka heila fyrir al- vöru, verður þörfin fyrir þá meiri en nokkur sá fyrir í upp- hafi. Allir þeir, sem nota raf- magnsreiknipgsheila vilja hafa þá eins stóra og afkastamikla og kostur er á, og víst er það, að hagkvæmara er að reka einn stóran heila heldur en marga litla. Það, sem mestu mun því ráða um stærð reikningsheil- ans, er fjármagn það, sem fáan- legt yi;ði til þessarar starfsemi. Staðsetningu og val slíks heila skyldi því vanda svo sem kost- ur er á, þannig að hann komi að sem mestum og beztum not- um. Ef notkun á rafmagnsheil- um á að ná þeirri útbreiðslu, sem nauðsynleg er, verður að þjálfa fjölda manns hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í því að nota hann. Staðsetning á slikum rafmagnsreikningsheila við Háskóla íslands virðist því vera mjög eðlileg og æskileg. Það er sjálfsagt ósk allra að Háskólinn eflist svo sem kostur er á, og fátt mun gera það meir en auknar rannsóknir á hinurn ýmsu sviðum. Við fjöldann af hinum yfirgripsmeiri rannsókn- um myndi slíkur rafmagns- reikningsheili verða ómetanleg stoð. Staðsetning reikningsheil- ans við Háskóla íslands yrði einnig hagkvæm fjárhagslega, þar sem a. m. k. eitt stærsta fyrirtækið, sem framleiðir raf- magnsreikningsheila í Banda- ríkjunum, selur þá, eða leigir, háskólum með mjög verulegum afslætti. Víða við háskóla í Bandaríkjunum er litið á stofn- kostnað og rekstur rafmagns- heila á svipaðan hátt og á stofn- og reksturskostnað bóka- safns, og þeir taldir eðlilegur og nauðsynlegur kostnaður við að veita nemendum þá kennslu sem nauðsynleg er í sambandi við slík tæki, og skapa þeim eins fullkomna aðstöðu til rann- sókna og kostur er á. Öll byrjun er erfið og við ættum því að kappkosta að koma á raunhæfri samvinnu við háskóla og aðrar stofnanir, bæði austan hafs og vestan, sem gætu aðstoðáð okkur á þessu stigi. Eg er hins vegar sann- færður urn að við getum í fram- tíðinni, á þessu sviði sem öðr- um, staðið á eigin fótum. Nú er orðið dýrt að stunda nám erlendis? Eins og kunnugt er eiga ís- lenzkir námsmenn erlendis við mikla fjárhagserfiðleika að stríða, og þá ekki sízt í Banda- ríkjunum. Mun nú svo komið að yfirverkfræðingslaun á ís- landi nægjá ekki til þess að greiða þar námskostnað ein- hleyps manns, hvað þá fjöl- skyldumanns. Það er því sýni- legt að ókleift mun flestum að stunda nám erlendis án veru- legra styrkja. Hvað hyggstu fyrir að námi loknu? Að námi loknu hyggst eg reyna að afla mér meiri og fjöl- breyttari reynslu en hægt mun vera hér á landi. Að þeim tíma liðnum myndi eg óska þess að koma heim og starfa hér á landi, segir Hannes að lokum, og þakkar blaðið viðtalið og óskar honum og fjölskyldu hans góðs gengis. — E. D. ^lllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllll* | DagurI kemur næst út á miðvikudag- inn 26. október. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi á þriðjudag, annars eru litlar lík- ur til að þær komi^t, vegna mikilla þrengsla í blaðinu. — Leikfélagið fer vel af stað Frumsýndi sjónleikinn Pabba á sunnudaginn, undir leikstjórn Jónasar Jónassonar Leikfélag Akureyrar byrjar leikár sitt bæði snemma og all- vel að þessu sinni. Það frum- sýndi fyrsta verkefni sitt á sunnudaginn var, sjónleikinn Pabba eftir Howard Lindsay og Russel Crouse í þýðingu Sig- urðar Grímssonar. Æfingar hafa staðið um sex vikna skeið undir stjórn Jónasar Jónasson- ar leikstjóra. Ætla má, að Leikfélag Akur- eyrar hyggi á mikið starf í vet- ur, og vel og tímanlega fer það af stað. Pabbi var sýndur í Þjóðleikhúsiu fyrir níu árum og hlaut þar lofsamlega dóma Ekki verður þó um efni leiksins sagt, að það sé stórbrotið, en það felur í sér smekklega kímni og léttleika, sem enzt hefur því til langlífis og vin- sælda í mörgum löndum. Jónas Jónasson leikstjóri hef- ur náð miklum árangri í upp- setningu þessa leiks, og þegar haft er í huga, að meiri hluti hinna fimmtán leikenda hefur ekki áður komið í snertingu við leiklistina, sem þátttakendur, verður hlutur leikstjórans frá- bærlega góður. Hann hefur sýnilega lagt mikla rækt við hina nýju leikara, enda má segja, að hann leiddi þá alla fram til sigurs á frumsýning- unni. Af fimmtán leikurum, sem fram koma í þessum sjónleik, ber Jón Kristinsson mestan hita og þunga, ásamt frú Björgu Baldvinsdóttur, en þau leika Dayhjónin og skila hlut- verkum sínum vel. Jón Ingi- marsson leikur sóknarprestinn og frú Kristín Konráðsdóttir ráðskonu og eru það einnig gamalkunnir og góðir leikarar, sem valda viðfangsefnum sín- um. Arnar Jónsson, sem leikur elzta rauðhærða soninn í fjöl- skyldunni, virðist hafa bæði eitt og annað til að bera, sem góðan leikara prýðir. Yngri bræðurna leika þeir Börkur Ei- ríksspn, Einar Haraldsson og Úlfar Hauksson snurðulaust. Frú Ester Jóhannsdóttir og Guðný Sigurðardóttir munu ekki sviðsvanar, en eiga von- andi fleiri góðar ferðir upp á „fjalirnar“. Kjartan Olafsson, Soffía Jakobsdóttir, Vilhelmína Sigurðardóttir, Freygerður Magnúsdóttir og Guðrún Árna- dóttir fara með lítil hlutverk af smekkvísi. Þegar frá er talinn Jón Kristinsson, sem vaxið hef- ur með þessum leik, komu eldri leikendurnir ekkert á óvart. En ekki man eg til þess, að jafn- margir ungir leikendur hafi komið hér fram í einu og sama leikritinu áður, og ekki minnist eg þess heldur að hafa séð blá- þráðalausari leik nýliða. Leiksviðsstjóri var Oddur Kristjánsson. Leiktjöldin mál- aði Aðalsteinn Vestmann, ljósameistari var Ingvi Hjör- leifsson, hárgreiðsu annaðist Ásta Kröyer. Búninga lánaði Þjóðleikhúsið. Frumsýningunni var framúr- skarandi vel tekið og leikendur voru kallaðir fram hvað eftir annað í leikslok, ásamt leik- stjóra. Fólk ætti að flýta för sinni í leikhúsið á meðan vel viðrar. Engum mun leiðast þar á meðan Pabbi er sýndur. E. D. ““ ÓLAFUR TR. ÓLAFSSON: Niiiiiiiiiiiuii iiii Minningar Irá Hólum Eg kom í fyrsta sinn heim að Hólum sunnudaginn 16. maí ár- ið 1896, til þess að setjast þar að um tveggja ára skeið, því að þá var Búnaðarskólinn alveg tveggja ára skóli, og það er mín fasta sannfæring, að það fyrir- komulag hafi verið langtum betra en varð síðar þegar skóla- tímanum var breytt í tveggja vetra skóla, því að það var svo mikils virði fyrir nemendur að kynnast rekstri þessa stóra bús og öllum þeim vinnu- brögðum, sem tilheyra, og að læra verkstjórn. Við vorum verkstjórar sinn tímann hver og við höfðum áreiðanlega gott af því, og svo þar að auki að fá kennslu og æfingu í allri jarða- þótavinnu, sem fór fram vor og haust. Mér finnst alltaf, að á svona skólum eigi að leggja að- aláherzluna á það verklega. Bókleg fræðsla er auðvitað nauðsynleg og sjálfsögð með. Eg sagði, að eg hefði komið heim að Hólum í maí vorið 1896, en það sama vor kom líka okkar elskaði skólastjóri, Jósef J. Björnsson, hann kom til að taka við skólastjórastöðunni í annað sinn, og eg lofa Guð fyr- ir það, og eins að eg skyldi sitja þennan skóla og þennan stað, því að eg hef alltaf síðan elskað skólastjórann og staðinn og mun svo verða til æviloka. Jósef var kominn nokkru fyrr, því að hann þurfti að taka við skóla og búi af fráfarandi skólastjóra, Hermanni Jónas- syni, sem fór alfarinn frá Hól- um daginn áður en eg kom, svo að eg sá hann aldrei. Fyrstu tvo dagana hálf leidd- ist mér, eg hafði aldrei farið langdvölum burtu áður. Júlíus, bróðir minn, fylgdi mér vestur og var farinn. Eg ætla að taka það fram strax, að mér leiddist langtum meir að þurfa að fara frá Hólum þegar eg var búinn í skólanum. Við piltar þéruðum skóla- stjórann og kennara og þeir þéruðu okkur. Það var annars mikið um þéringar á Hólum, en þegar við vorum búnir að taka fullnaðai'próf, sem sagt búnir í skólanum, sagði skólastjóri við okkur, nú þérumst við ekki lengur, segðum þú héðan í frá. Fyrsta tilkynning, sem eg fékk frá skólanum, var sú, að verkstjórinn sagði, að eg ætti að vera hestamaður, sagðist setja mig inn í það embætti. — Nokkrum dögum seinna kom skólastjórinn dálítið hreifur af víni, sem eg var búinn að heyra að kæmi eiginlega aldrei fyrir. Eg var til staðar að taka hest- inn hans, spretta af honum og koma honum á haga. Fáum dögum seinna boðaði skólastjóri okkur á fund, hann sagðist hafa verið að hugsa um, hvort við værum nokkuð á móti því að stofna vínbindindi í skól- anum. Það urðu allir með því. Bindindisfélagið var stofnað, og það héldu það allir dyggi- lega þau ár, sem eg þekkti til. Jósef J. Björnsson skólastjóri var elskulegur maður, alltaf glaður og góður, stórgáfaður og svo fjölfróður, að það var unun að vera í tímum hjá honum.Það var vanalega, að hann spurði sérhvern einnar spurningar, og var þá ýmist að hann gat svar- að eða ekki, en þá tók hann við og flutti fyrirlestur allan tímann og stundum var komið fram á næsta tíma, hann og við tókum ekkert eftir því fyrr en kennarinn kom í dyrnar og var að koma í tíma til okkar. Það mátti segja að hann kenndi oft í fyrirlestrum. Á vorin, þegar búið var að slíta vetrarskólanum, gekk skólastjóri með okkur út um hagann til að tína blóm og kenna okkur grasafræði, já, og náttúrufiæði yfirleitt. Það voru skemmtilegir tímar. Oft óskaði eg, þegar skóla- stjóri var að kenna inni eða úti, að eg vissi eins margt og mikið og hann. Þessir útitímar voru vanalega frá skólaslitum og fram að slætti einu sinni í viku. Heimilislífið í skólanum og á Hólum var alveg yndislega gott og skemmtilegt, alltaf friður og glaðværð, sátt og samlyndi. Fjölskyldufólkið hans Jósefs var allt svo elskulegt, frúin, Hildur Björnsdóttir, og fjögur börn, sem hann átti eftir mið- konuna, Hólmfríði Björnsdótt- ur. Elzt þeirra var Sigríður, falleg og gáfuð stúlka, hún dó ung. Björn varð læknir. Einar tók sér viðurnefnið Reynis. Hann hafði ýmis störf með höndum, t. d. var hann um skeið framkvæmdastjóri Rækt- unarfélags Norðurlands, bjó þá í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Hólmjárn, efnafræðingur, hef- ur alltaf búið í Reykjavík. En þau voru öll, börnin, ung þegar eg átti heima á Hólum, eg held að Sigríður heitin hafi verið um fermingu. Og nú er búið að reisa vini okkar, Jósef J. Bjömssyni, skólastjóra, minnisvarða á skólasetrinu og þessum forn- helga og fræga stað, biskupssetr inu á Hólum í Hjaltadal. Og það er svo mikið gleðiefni, því að Jósef heitinn á það skilið, að fá að lifa enn margar aldir í vitund og huga þjóðarinnar, eða helzt alla tíð, og svo verður þetta minnismerki ábending og hvatning, bæði fyrir samtíðar- menn og eftirkomendur, um að vinna mikið og vel. Og nú er minnismerkið af- hjúpað í dag, sunnudaginn 11. september árið 1960. Blessuð sé og veri minning skólastjórans Jósefs J. Björns- sonai-. Guð blessi alla þá menn, sem hafa unnið að framgangi þessa máls. Eg sagði áður, að mér hefði leiðzt mjög að þurfa að fara frá Hólum, en það bætti mikið úr, að eg fór ekki úr dalnum, því að eg réðist til Búnaðarfélags Hólahrepps næsta ár eftir að eg var búinn í'skólanum, og var öllum frjstundum heima á Hól- um. Þangað var eg velkominin þegar eg vildi, eg spilaði líka á orgelið við messugjörðir í bless- aðri gömlu dómkirkjunni. Eg vann að jarðabótavinnu allt haustið, frá sláttarlokum og fram að veturnóttum, því að það var góð tíð þetta haust, og svo við barnakennslu frá vetur- nóttum og fram í apríllok. — Blessuð börnin mín stóðu sig vel við prófið um vorið, svo að prófasturinn, séra Zóphonías Halldórsson, Viðvík, var glaður og ánægður, hann var mér allt- af innilega góður. Mér leið vel hjá Búnaðarfé- laginu, og það vildi hafa mig áfram, ætlaði að hækka kaup, en bæði var það, að mér hálf leiddist flækingurinn. Eg vann á 12 bæjum og kenndi á 6 bæj- um, þó að eg teldi mér heimili á einum, Nautabúi, hjá Stefáni mínum Sigurgeirssyni, og svo langaði mig heim í fjörðinn minn aftur, svo að eg afréð að skipta um. Framhald, d 7. slðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.