Dagur - 19.10.1960, Page 7
7
ENN UM VAXTAOKRIÐ
(Framhald af 4. síðu.) — ríkisstjórninni helzt uppi að halda
áfram sem nú horfir, þangað til áhrifin eru komin fram að
fullu. Menn hugleiði m. a. í því sambandi, hvernig horfir um
nýjar framkvæmdir almennings í landinu á næstuni tii fram-
leiðsluaukningar og til þess að viðhalda fullri atvinnu, ef
fjármáastefna ríkisstjórnarinnar á að verða ráðandi fram-
vegis.
Þetta frv. fjallar um ráðstafanir, sem knýjandi er að koma
í framkvæmd nú þegar til þess að draga nokkuð úr því öng-
þveiti, sem framundan er. En þær eru þessar:
Færa vextina í það horf, sem þeir voru, áður en efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru gerðar.
Hætta tafarlaust að draga sparifé landsmanna inn í Seðla-
bankann út úr sparisjóðunum,innlánadeildumkaupfélaganna
og viðskiptabönkunum. Þessi aðferð er nú notuð til að
þrengja að einstaklingum og atvinnufyrirtækjum með til-
búnum lánsfjárskorti, sem byggist á því að frysta helming-
inn af sparifjáraukningu landsmanna. Jafnframt því lætur
ríkisstjórnin Seðlabankann lána miklu minna en áður út á
verðmæti landbúnaðar- og sjávarafurða. Heíur þetta gengið
svo langt, að Seðlabankinn cr látinn lána sömu krónutölu út
á sjávar- og landbúnaðarafurðir og áður, þrátt fyrir verð-
hækkanirnar, og þar að auki er faannað að lána hærri heild-
arfjárhæð út á landbúnaðarafurðir en í fyrra, þótt fram-
leiðslan aukizt.
Tií þess að koma svo í veg fyrir, að viðskiptabankar, spari-
sjóðir eða kaupfélög geti greitt úr fyrir mönnum, er þess
krafizt, að þessar stofnanir skili til frystingar í Seðlabankan-
um 50% af öllum nýjum spariinnlögum og innlögum í inn-
lánsdeildir. Þannig er sparifé landsmanna tekið úr umferð
til að þrengja að lánveitingum.
Þessar aðferðir ásamt vaxtaokrinu og öðru, sem gengur í
sömu átt, eru vel á veg komnar með að skapa allsherjar upp-
lausn cg stöðvun í atvinnu- og framleiðslulífi landsmanna.
Þetta var fyrrfram sjáanlegt og margsinnis á bent, að þessar
ráðstafanir fengju með engu móti staðizt.
Þegar ríkisstjómin bætti vextahækkuninni ofan á gengis-
lækkunma, nýju tollana og lánasamdráttinn, varð að afnema
þýðingarmestu ákvæði okurlaganna til þess að koma vaxta-
hækkuninni í framkvæmd.
Þá voru einnig afnumin vaxtaákvæði allra þeirra laga-
bálka, scm upp höfðu verið byggðir um stofnlán til sjávarút-
vegs, landbúnaðar og til íbúðabygginga.
Nú er fram komið, svo að ekki verður um villzt, að engin
framleiðsla né atvinnurekstur á íslandi getur risið undir
þessum okurvöxtum, hvað þá almenningur, sem þarf á láns-
fé að haida til íbúðabygginga, framleiðslutækja og annarra
brýnustu nauðsynja.
Ríkisstjórnin sagði, að vaxtahækkunin ætti að verða til að
draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Ráðstafanir ríkisstjórnarinn-
ar og þ. á. m. vaxtahækkunin sjálf hafa á hinn bóginn þrengt
svo kosti almennings og atvinnufyrirtækjanna, að eftirspurn
eftir lánsfé til að bjarga frá framleiðslustöðvun og eigna-
missi er meiri en nokkru sinni fyrr. Er alveg augljóst, að
fjöldi landsmanna missir framleiðslutæki sín, íbúðir og aðra
staðfestu, e£ haldið verður áfram sem nú horfir.
Að dámi þeirra, sem þetta frumvarp flytja, ber því að
nerna nú þegar úr gildi þau lagaákvæði, sem sett voru til
þess að innlciða vaxtaokrið, og einnig þau ákvæði seðia-
bankalaganna, sem misnotuð hafa verið til þess að draga
helminginn af öllum nýjum sparifjárinnlögum landsmanna
inn í Seðlabankann, og taka féð þannig úr umferð, á sama
tíma og fjöldi einstaklinga er að missa alla fótfestu við at-
vinnurekstur og Iífsnauðsynlegustu framkvæmdir, m. a.
vegna vaxtakostnaðar og tilbúins lánsfjárskorts.
Þetta gætu orðið fyrtu skrefin til að draga úr afleiðingum
þess, sem gcrt liefur verið, og þótt það nái auðvitað skammt
til að forða mönnum frá þeim, þá mundu þessar ráðstafanir
hafa mikla þýðingu til að draga úr þeirri hættulegu upp-
lausn, sem framundan blasir við, ef ckkert er gert annað en
berja höfðinu við steininn.
Verði frumvarpið samþykkt, gerist þetta m. a.:
*
1. Utlánsvextir fara niður í 8% hæst, eins og þeir voru.
2. Vextir af afurðavíxlum færast niður í 5,5% hæst, úr
9%—91/2% nú.
3. Vextir og lánstími ræktunarsjóðs, fiskveiðasjóðs, bygg-
ingarsjóðs sveitanna, byggingarjóðs fyrir kauptún og
kaupstaði, raforkusjóðs og byggingarsjóðs verkamanna
verða eins og áður.
4. Ríkisstjórnin verður að hætta að láta frysta í Seðlabank-
anuin helminginn af sparifjáqaukningunni, og útlána-
mögulcikar aukast að sama skapi.
•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuMiuiimutii*
I BORGARBÍÓ
I Sími 1500 i
1 Aðgöngumiðasala opin frá 7—9 i
[ HEMP BROWN |
l Ný, spennandi amerísk kvik- |
| mynd í litum og 1
|Aðalhlutverk:
i RORY CALHOUN,
BEVERLY GARLAND, |
| JOHN LARCH. í
i Bönnuð yngri en 14 ára. i
Næsta mynd: |
I THÍS HAPPY I
| . FEELING 1
i Báðskemmitleg og fjörug i
H ný, amerísk Cinemascop- §
i litmynd. i
jAðalhlutverk:
| DEBBIE REYNOLDS, í
Í CURT JURGENS,
Í JOHN SAXON. í
ViIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiiikiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^
Bazar og kaffisölu hefur
Kristniboðsfélag kvenna í Zíon
laugardaginn 22. okt. kl. 3 e. h.
Styðjið gott málefni og drekkið
kaffið í Zíon.
HULD.: 596010197.: VI.: Fr.
I. O. O. F. — 14210218V2 —
Kirkjan. Messað í Akureyr-
arkirkju kl. 11 f. h. á sunnudag-
inn. —Vetrarkoman. — Sálmar
nr.: 516 — 518 — 136 — 121 —
97. — P. S.
Æskulýðsfélag Akureyrar-
kirkju byrjar starfsemi sína
sunnudaginn 23. þ. m., og eru
félagar allra deilda vinsamlega
beðnir um að mæta í kapellunni
k. 10.30 f. h. — Stjórnin.
Fíladelfía, Lundargötu 12. —
Samkomur verða þessa viku,
sem hér segir: Miðvikudag,
fimmtudag, laugardag og sunnu
dag kl. 8.30 e. h. alla dagana.
Ræðumenn: Grænlandstrúboð-
arnir Anne Dahlen og Lillemor
Reitung, ásamt Daníel Jónas-
syni, Reykjavík. — Söngur og
hljóðfæraleikur. — Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Zíon. Sunnudaginn 23. okt.:
Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll
börn velkomin. Samkoma kl.
8.30 e. h. Allir velkomnir.
Konur! Munið bazar Barna-
verndarfélagsins.
Hjúskapur. Laugardaginn 15.
október sl. voru gefin saman í
hjónaband af sóknarprestinum
í Grundarþingum, ungfrú Elsa
Grímsdóttir, Akureyri, og Sig-
fús Jónsson, bóndi á Arnar-
stöðum.
Hjúskapur. Þann 16. þ. m.
voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Helga Maggi Magnús-
dóttir, Aðalstræti 2, Akureyri,
og Lénharður Helgason, af-
greiðsíumaður, Þingvallastræti
4, Akureyri.
Hjónaefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína Kristín
Gunnur Gunnarsdóttir, Völl-
um, Reykjadal, og Steingrímur
Ingi Björnsson, Lyngholti 3,
Akureyri.
Fermingarbörn ftá sl. vori,
sem óska eftir að taka þátt í
starfi Æskulýðsfélagsins, komi
í kapelluna kl. 10.30 árdegis á
sunnudaginn.
Kvennadeild Slysavarnafélegs-
ins heldur fund í Alþýðuhúsinu
fimmtudaginn 27. okt. kl. 9 e.
h. Mætið vel. Stjórnin.
Karlakórinn Geysir syngur
að Skúlagarði í Kelduhverfi
sunnudaginn 23. okt. kl. 4 e.
h. og á Húsavík kl. 8.30 e. h.
sama dag.
Kvenfélagið Þingey heldur
fund í Geislagötu 5, uppi, sunnu
daginn 23. okt. kl. 3 e. h. Sýnd
verður kvikmynd og rætt um
vetrarstarfið. Nýir félagar vel-
komnir. Komið stundvíslega og
takið síðdegiskaffið með. —
Stjórnin.
Leiðrétting. í frásögn um gjöf
til Styrktarfélags vangefinna
misritaðist upphæðin í fréttinni,
stóð kr. 850.00, en á að vera
kr. 250.00.
Slysavarnadeild kvenna, Ak-
ureyri, óskar að þakka öllum
bæjarbúum allar góðar gjafir
og stuðning við hlutaveltuna sl.
sunnudag. — Nefndin.
Munið spilakvöld Léttis á
sunnudaginn. Sjá auglýsingu í
blaðinu í dag.
Barnastúkan Samúð nr. 102
hefur fund í Oddeyrarskólan-
um næstk. sunnudag kl. 10 f. h.
Nánar auglýst í skólunum.
Kvenfélagið Framttðin held-
ur fund mánudaginn 24. okt. kl.
8.30 e. h. í Rotarysal Hótel
KEA. Skuggamyndasýning. —
Stjórnin. ■
Skógræktarfél. Tjarnargerðis
heldur félagsfund að Stefni
fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30
e. h. Rætt um vetrarstarfið. —
Takið kaffi með — Stjórnin.
I. O. G. T. — Stúkan ísafold-
Fjallkonan nr. 1. Fundur
fimmt.udaginn 20. þ. m. kl. 8.30
e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða.
Happdrætti til ágóða fyrir likn-
arsjóðinn. Dansað á eftir fundi.
Mætið vel og stundvíslega. —
Æðstitemplar.
Minningar frá Hólum
Framhald af 5. siðu.
Eftirmaður minn hjá félaginu
var Jóhann Sigurðsson, Löngu-
mýri, en fyrir hann vann eg allt
vorið fram að slætti, því að
hann gat ekki komið fyrr.
Eg hef kynnzt Skagíirðingum
töluvert, og segi það í hrein-
skilni, að eg hef ekkert annað
en gott af þeim að segja, sem
eg þakka. Guði láti þeim öllum
líða vel.
7 t
$ , . , ........................ .............. |
J Innilegustu pakkir til allra þeirra, sem heiðruðu
£ mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á
-t 75 ára afmœli minu 7. þ. m.
Kristur sé ykkar leiðarljós.
I
GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR.
I
i
I
f
I . J
# Hjartanlega þakka ég ölliim þeim, nœr og fjwr, sem ?
& glöddu mig á sjötíu og firhm ára afmceli minu 11. okt. f
síðastliðinn. %
% STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR,
k Gránufélagsgötu 11, Akureyri. 5
? I
Jarðarför eiginmanns míns,
JÓHANNESAR ARNAR JÓNSSONAR
frá Steðja, sem andaðist 15. okt., fer fram frá Akureyrar-
kirkju laugardaginn 22. s. m. kl. 2 e. h.
Sigríður Ágústsdóttir og börn.
Jarðarför eiginkonu minnar,
AÐALHEIÐAR JÓNASDÓTTUR,
Kroppi, sem andaðist í Fjórðungssjúkraliúsinu á Akureyri
sunnudaginn 16. þ. m., fer fram að Möðruvöllum í Eyjafirði
þriðjudaginn 25. október kl. 2 e. h.
Guðjón Benjamínsson.
Þökkum af alhug öllum þeim, sem á margvíslegan hátt
sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför fósíurmóður
okkar,
ÁSDÍSAR G. RAFNAR.
Hanna Rafnar,
Jóhannes Ólafsson, Guðmundur Þórðarson.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar
og móður okkar,
ÁSDÍSAR EVU J. EYLAND.
Gísli Eyland, Guðrún Eyland,
Helga Björk Tómasdóttir.
v