Dagur - 19.10.1960, Side 8

Dagur - 19.10.1960, Side 8
8 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii* Breyíing á kennaraliði skólanna | Prestkosningarriar | Frá Æskulýðsheimili femplara Áður var lauslega sagt frá Akureyrarskólunum, nemenda- fjölda o. fl. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði. Nýir stundakennarar við M. A. eru: Séra Björn O. Björnsson og Halldór Blöndal, stúdent. Kristján Árnason, píanóleikara, tekur að nokkru við kennslu af Friðrik Þorvalds- syni, sem er í orlofi þetta skóla- ár. Oddur Kristjánsson kennir í stað Jónasar Snæbjörnssonar. ] DÁNARDÆGUR | Jóhannes Örn Jónsson bóndi og skáld á Steðja á Þelamörk andaðist í Reykjavík 15. októ- ber, 67 ára að aldri. Hann var skagfirzkrar ættar, en flutti hingað í sýslu fyrir 28 árum og bjó lengst af á Steðja, eða 25 ár. Til Akureyrar fluttist hann í vor og kenndi sér þá vanheilsu er dró hann til dauða. Hann verður jarðsettur frá Akureyr- arkirkju á laugardaginn. Jóhannes Orn var sérstæður maður um margt, með afbrigð- um fróður og skáldmæltur vel. Ymislegt hefur birzt eftir hann í blöðum og tímaritum. En bækur hans eru: Burknar, ljóðabók, Dulsjá, Skuggsjá, Sagnablöð og Sagnablöð hin nýju. Aðalheiður Jónasdóttir frá Kroppi í Eyjafirði, kona Guð- jóns Benjamínssonar, fyrrum bónda þar og á Stekkjarflötum, er nýlátin í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún var hin mætasta kona. Þorlákur Thorarensen, Löngu- hlíð í Glerárhverfi, er nýlega látinn. Hann var 84 ára er hann lézt og var þekktur heiðurs- maður. LÍTIÐ UM RJÚPU Margir freistuðu gæfunnar á laugardaginn, gengu um fjöll og firnindi með skotvopn í höndum og í vígahug og leit- uðu að rjúpum. En þann dag mátti byrja rjúpnaveiði. En flestir komu tómhentir heim og aðrir með litla veiði. í sumar varð lítið vart við rjúpu og mun stofninn enn vera lítill. Nýr lögregluþjónn Þar sem Björn Guðmundsson, varðstjóri í lögreglunni hér, hefur nýlega hætt lögreglu- þjónsstarfi og ráðist sem fram- færslu- og heilbrigðisfulltrúi hjá bænum, var auglýst laus staða í lögreglunni og bárust 3 umsóknir, þeirra Guðmundar Stefánssonar, Reynivöllum 4, Gunnars Randverssonar, Ásveg 22, og Páls L. Rist, Ægisgötu 27. Bæjarfógeti mælti með Gunn- ari Randverssyni í starfið á þeim forsendum, að hann hefði lengsta starfsreynslu að baki við löggæzlustörf, og hefur bæj- arráð lagt til við bæjarstjórn, að Gunnar verði ráðinn í starf- ið. Alls eru kennarar 25 og þar af 13 fastir kennarar. Við Gagnfræðaskólann starfa 22 fastir kennarar og 9 stunda- kennarar. Nýir, fastir kennarar eru: Orn Snorrason og Karl Stefánsson. Nýir stundakennar- ar eru: Séra Björn O. Björns- son, Halldór Blöndal og Bern- harð Haraldsson. Freyja Ant- onsdóttir, sem síðasta ár var í orlofi, tekur við kennslu á ný, og Björg Olafsdóttir, sem kenndi í hennar stað í fyrra, verður nú stundakennari við skólann. Séra Kristján Ró- bertsson og Egill Þorláksson hverfa frá kennslu. Sigurður Steingrímsson er nýr fiðlukennari við Tónlistar- skólann. Við Barnaskóla Akureyi-ar hætta kennslu: Ingibjörg Ei- ríksdóttir, Magnús Pétux-sson, .Orn Snorrason, Þói’ey Guð- mundsdóttir og Jón Gunnlaugs- son. Nýir kennarar eru: Ásdís Kax-lsdóttir, Birgir Helgason og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, en stundakennarar: Sólveig Ein- arsdóttir og Jensína Jensdóttir. Sigurður Steingn'msson, fiðlu- leikari, æfir fiðlusveit barna og lúðrasveitin starfar áfram und- ir stjórn Jakobs Tryggvasonai’, skólastjóra Tónlistarskólans. Theodór Daníelsson hverfur frá Oddeyrarskólanum. — Nýir kennai-ar ei’u: Guðrún Lái’us- dóttir og Kristbjörg Péturs- dóttir. Drukku ekki venju fremur Sveinsstöðum, Lýtingsstaða- hreppi, 15. okt. — Ýmsir kvarta um rýrai’a fé en búizt var við, en endanlegar niðui’stöður eru ekki fyrir hendi fx’á sláturhús- um. Allt frá síðustu áramótum hefur veðxátta verið sú bezta, sem menn muna. Heyskapur verið mikill og heyverkun góð. Mai-gir hugsa sér að snúa á vonda ríkisstjórn og reyna að bæta sér upp harðærið, sem af hennar völdum er, með því að nota hin miklu og góðu hey til hins ýti-asta, án mikils fóður- bætis. Byggingaframkvæmdir eru mjög litlar nú, en unnið nokk- uð að vegagerð, sérstaklega Efribyggðarveg. Göngur og réttir töfðust hvoi-ki né trufluðust og menn voru ekki meix-a drukknir þá daga en undanfarin ár. Ellert Jóhannsson bóndi í Holtsmúla í Staðarhreppi, varð 70 ára í gæi\ Hann er einn af dugmestu bændum héraðsins og hefur búið í Holtsmúla á fimmta tug ára. Tvö blöð ei’u komin út af Tindastól og hefur salá verið treg. Vonandi lagast það, því Á sunnudaginn fóru prests- kosningar fram í Akureyrar- og Lögmannshlíðarsóknum. Veður var hið fegui’sta og yfir 60% at- kvæðisbæi-ra manna neyttu at- kvæðisi’éttar síns. í Akureyrarsókn voru 4454 á kjörski’á. Þar af kusu 2726, eða 61,2%. í Lögmannshlíðai’sókn voi’u 371 á kjörski’á. Þar var kjörsókn heldur rneiri. Þar kusu 249, eða 66%. Kosningai-nar voru því lög- mætar, en til þess þarf helming- ur atkvæðisbærra manna að kjósa. En hvort nokkur um- sækjenda hefur hlotið helming greiddi’a atkvæða og náð lög- mætri kosningu, er enn óvíst, og enda ólíklegt talið af þeim, sem kunnugastir eru þessum málum hér í bænum. Atkvæðin eru geymd hér í þi’já daga, en vei’ða síðan send skrifstofu biskups og talin þar. Vonir standa til að kosningatöl- ur verði kunnar á morgun eða föstudag. Landgóð er Gaman er að frétta af vænu fé, ekki sízt nú í haust, þegar svo margir verða fyrir von- brigðum, hvað snertir vænleika fjárins yfirleitt. Bóndinn á Finnastöðum á Látraströnd, Friðrik Eyfjörð Jónsson, fékk vænt fé af fjalli. í fyrri slátrun lógaði hann 40 að Indriði G. Þoi’steinsson og Hannes Pétursson hafa báðir lofað að leggja því til nokkurt efni. Vegabætur og fiskirí Þórshöfn, 17. október. — í sumar hefur töluvert verið unnið við hafnargarðinn og hef- ur gengið vel, enda veðráttan góð. Nú vantar aðeins 10 metra fram að fyrirhuguðum körum, sem síðar verður sökkt, 5 að tölu. Þá verður hér 50 metra legupláss og sæmilega gott at- hafnavæði fyrir öll skip. Slátrun 12200 fjár lauk á laug ardaginn. Féð er heldur lakara en í fyrra. Fé fjölgar enn í sveitum. Mikið er róið og afli góður. Dekkbátarnir eru: Hjördís, Björn, Leó, Fossá, Hlíf og Lóm- ur — 4—16 tonna bátar. Auk þess eru svo einar 12 trillur. Mikill áhugi er fyrir útgerð og í ráði er að kaupa 4 báta til við- bótar. Atvinna var geysilega mikil í sumar og er ennþá. Framundan er stækkun barnaskólans og verið er í vegagerð út á Langanestá. Ak- fær vegur, Hálsvegur, styttir leiðina milli Raufarhafnar og Þórshafnar að mun, og verður hún fljótfarnari sem svarar Æskulýðsheimilið að Varð- borg tekur til starfa föstudag- inn 21. okt. og verða síðan leik- stofur og lesstofa opin á þriðju- dögum og föstudögum kl. 5—7 fyrir börn í 5. og 6. bekkjum barnaskólanna, og sömu daga kl. 8—10 fyrir eldri unglinga. Nú er að hefjast námskeið í pappírsföndri, sem aðallega er ætlað 7, 8 og 9 ára börnum. Þar verður margt reynt, sem áður hefur ekki sézt hér. Pappírs- föndrið er mjög skemmtilegt fyrir börn á vissu þroskaskeiði og temur þeim gott handbragð. Eins og að undanförnu verð- ur haldið námskeið í flugmódel- smíði, sem er eftirlæti margra drengja. Þá verður komið upp ljós- myndanámskeiði, sem er mjög hagnýtt og skemmtilegt. Fyrirhugað er námskeið í bast-, tága- og perluvinnu. Verða þar gerðir margir gagn- legir munir, svo sem töskur, mottur, servíettuhringir o. m. fl. sú Keflavík dilkum, mest tvílembingum og vantaði 3 kg. á heildarvigtina til að kropparnir jöfnuðu sig með 20 kg. fallþ. Sami bóndi átti dilk einn vænan í Keflavík norður, illrækan fyrir fitu. Hann þoldi ekki rekstur, veikt- ist og batnaði ekki. Eftir viku var honum svo lógað og vóg kroppurinn 29,5 kg. Þetta námskeið er aðllega fyrir unglinga. í fyrra fór fram skáknám- skeið í Varðborg og vonir standa til þess að svo verði einnig í vetur. Frímerkjaklúbbur tók til starfa á síðastliðnum vetri og mun starfsemi hans haldið áfram. Þá fer fram námskeið í horn-, bein- og málmvinnu. Verða þar gerð sköft á gaffla og hnífa, búnir til spænir, skeiðar, hár- spennur, eyrnalokkar, festar o. fl. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem námskeið af þessu tagi fer fram á Norðurlandi. Nýtt fyrir telpur. Að lokum má benda á, að á næstunni hefst námskeið í „Applikasion" eða myndsaumi, aðallega ætlað stúlkum frá 10 til 14 ára. Þar verða gerðar myndir eða dýr úr efnisafgöng- um, sem festir eru á grunn. Þetta er nýjung hér á landi, en mun eiga miklum vinsældum að fagna í handavinnu telpna víða erlendis. Vegna þrengsla í húsinu kemst mjög takmarkaður fjöldi þátttakenda að á hverju námskeiði og er því ráð að tryggja sér aðgang í tima. Tryggvi Þorsteinsson gefur nánari upplýsingar um nám- skeiðin og tekur á móti um- sóknum um þau á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 og 8—10 e. h. hálfs annars klukkustundar mikið af góðum útfjptnjngsvör- akstri. um í þjóðarbúið. — Á síðasta manntali voru 83 búsettir í Vertíð að ljúka í Flatey Flatey Ágætur þorskafli Flatey, 17. október. — Hinn Raufarhöfn, 17. október. — 30. september tók Drangur Menn eru þakklátir og glaðir 1800 pakka af fiski við bryggju vegna hinnar ágætu veðráttu og flutti í útflutningsskip. Áður og óvenjugóða afla. Dekkbát- voru 300 pakkar farnir og eftir arnir Þorsteinn og Kristinn.sem eru 6—800 pakkar. eru 14 og 12 tonn að stærð og Afli mun vera svipaður og í stunda þorskinn í sumar og fyrra, en nú var einum bát haust, hafa aflað mun meira en færra. Afli er fremur tregur áður. bæði á færi og línu. Enn- nú. Brátt mun vertíð ljúka að fremur eru hér 14 trillur, sem mestu. Verða þá bátarnir settir líka hafa aflað vel, enda gæftir upp. Sigurbjörg, Svanur og mjög góðar. Bjarmi eru 6—10 tonna dekk- Bæði dekkbátar og trillur bátar. Auk þeirra eru hér 5—6 hafa gefið langtum meiri hlut trillur. Flestir eru bátarnir nýir en menn hafa fengið við önnur eða nýlegir. störf hér um slóðir. í sumar var flest fé eyjarbúa Jón Trausti fór héðan á heima, en aðeins um 80 fjár fimmtudag með 100 tonn fiskj- flutt á Flateyjardal. Fyrstu ar, sem selja á í Þýzkalandi. — göngur tókust svo vel, að engin Bjarnarey liggur hér ennþá, en kind fannst í öðrum göngum. er að fara á línu, mönnuð Nú kom hvíta, útigengna þre- heimamönnum. Skipið mun vetlan hans Jóhannesar Jóhann leggja úr höfn seinni part vik- essonar, sem frá var sagt í unnar. — Steingrímur Trölli fyrravetur, sömuleiðis vetur- fiskar ágætlega á línu hér fyrir gamla ærin, sem einnig varð austan, svo og skip og bátar. vart síðasta vetur og gekk af. Hinn 1. sept. var nýtt póst- og 6—700 fjár voru á fjalli í sum- símahús tekið í notkun hér, og ar. Afkoma fólksins er góð og er það hið myndarlegasta. — miðað við fólksfjölda m:mu eyj- Stöðvarstjóri er Valtýr Hólm- arskeggjar leggja sæmilega geirsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.