Dagur - 23.12.1960, Síða 1

Dagur - 23.12.1960, Síða 1
f ' ; r MÁLGACN I' R AMSÓKNAR WANNA ■ R. tstjóki: Kri.tngl'r DavÍb.sson SKUIFS-IWA j HAFNARSTK.VII 90 SÍMi í lfi(> . Sn.NINCO OG 1‘RKNTUN ANNAST Pltf.NTVERK OlIBS B.jornssonar h.t. Akurkvri k-------—------------------------ --------------------------------- Aoí.jásingastjóri: Jón Sam- ÚEESSON . ÁkGANGORINN KOSTAR KR. 100.00 . Gjálddagi er 1. jt:iJ "BlaÐIO KE.MUft I I’ Á MBSVlKUDÖG- UM or. A I.ALGARDÖCL’.M l-KGAR ÁST.EIU ÞVKIR TU. s.-------------------------------/■ WíhkhkhkhkBJÖRN EGILSSON Á SVEINSSTÖÐUM: ikh>iss>íSskh«hk«hsw Bænin má aldrei bresta þig „Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig; þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að drottins náð“. Ekki veit ég, hvað ég var gamall, þegar ég lærði þetta vers. Ef til vill hef ég lært það fyrr en nokkuð annað, sem féll í stuðla. Eg man vel þegar mamma kom að rúminu mínu á kvöldin, breiddi ofan á mig og spurði lágri röddu hvort ég væri búinn að lesa bænirnar, oé e/ éé var ekki búinn að því, hafði ég þær yfir i hálfum hljóðum svo hún heyrði. Og það var ekki nóg, að ég væri búinn að læra bæn- irnar, heldur fylgdist hún alltaf með því að ég læsi þær, því hún vissi að „ein nótt er ei til enda trygg“. Eg man það líka vel, þegar faðir minn opn- aði bæinn á morgnana. Þá nam hann staðar úti fyrir, signdi sig og las bæn. Bænina heyrði ég oft ekki, en ég sá varir hans bærast. Þetta var snemma á öðrum tug þessarar aldar. Faðir minn var bænrækinn fyrst þegar ég man eftir honum og entist sá siður til æviloka. í vanmætti og eymd elliáranna las hann stöð- ugt bænir. Þegar ég var 10 ára gamall, fór ég með honum í göngur suður undir Hofsjökuí. Hann reið fót fyrir fót úr hlaði, og þegar við komum suður í götuna, tók hann ofan höfuð- fatið og sagði að við skyldum lesa „Faðir vor“. Enn þann dag t dag þekki ég staðinn ná- kvæmlega, þar sem þessi bænagerð fór fram, en þetta var í fyrsta sinn, sem ég fór meiri háttar ferðalag. Eg man ekki betur, en faðir minn kenndi mér eftirfarandi morgunbæn: „Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. 1 guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér.“ Foreldrar mínir voru ekkert einstök. Þau voru eins og annað fólk. En þegar ég var að rísa á legg, var bænagerð almennur siður um aflar jarðir. Einkum var það hlutverk móður- innar að fræða börnin um Guð, þegar þau voru á milli vita, og kenna þeim bænir undir eins og þau gátu eitthvað lært. En hvað um bænagerð hjá þeim, sem sóttu sjó? A vetrarvertíð árið 1929 var ég fyrst við sjó á Suðurnesjum. 1 þeirri verstöð var ein- göngu róið á opnum vélbátum (teinæringum). Þegar búið var að leggja hlunna á grýtta fjör- una og taka skorður undan, sagði formaður- inn: Afram í Herrans nafni. Svo þegar bátur- inn var kominn á flot, búið að snúa honum til hafs og setja vélina í gang, tók formaðurinn ofan sjóhattinn og kallaði til hásetanna: Lesa. í þessari veiðistöð voru 30 bátar gerðir út, að mig minnir, og allir formenn höíðu þennan sama sið, eftir því sem ég bezt vissi. En hvernig er þetta nú hjá sjómönnunum? Kallar skipstjórinn háseta sína til bænagerð- ar þegar hann losar landfestar og steínir tog- ara sínum á Nýfundnalandsmið? Og hvernig er það með formennina á mótorbátunum í Grindavík? Taka þeir ofan sjóbattinn, þegar báturir.n stefnir á miðin? Eg spyr. Eg veit það ekki. Það hefur verið sagt, að ekki þurfi að gera bæn á mótorbát, en ég held að enginn hugs- andi maður geti tekið það alvarlega. Enn vil ég varpa fram spurningu, og er hún hinum íyrri langt um mikilvægari. Eru mæður á íslandi hættar að kenna börnum sínum bæn- ir? Eg veit þetta ekki heldur, en mér virðist margt benda til, að það sé ekki eins almennt nú og áður var. Sagt er, að mörg börn kunni ekki „Faðir vor“, þegar þau koma í skóla og segir það sína sögu. Að vísu mun það hafa verið svo á öllum timum, að einhverjir hafa haft litla trú á bænagerð. Um það vitnar meðal annars þeissi gamli vísupartur: „Betra er en bænagerð, brennivín að morgni dags.“ Brennivín er sjálfsagt góð hressing á morgn- ana, en ég held að bænagerð sé miklu betri. Þeir eru eigi all fáir, nú á tímum, sem telja öll trúarbrögð óþörf, telja þau eintóma vit- leysu, aðeins eftirlegukind frá tyrri tíð. Frá örófi alda hefur trúarþörfin verið runn- in mannkindinni í merg og bein. Frumstæðar þjóðir trúðu á stokka og steina og gera það enn, en þeir, sem meira hugsuðu, trúðu á þann mátt, sem skapaði sólina. Forfeður vorir, ása- trúarmennirnir, gerðu heit á Oðin og Þór. Það var þeirra bæn. Eg heiti á Strandakirkju og bregzt það aldrei. En hvers vegna er trúarþörfin svo rík kyn- slóð eftir kynslóð? Svo rík er hún vegna þess, að maðúrinn skynjar vandamáí sín og smæð. Hann er eins og strá sem bærist fyrir vindi. Reynzla kynslóðanna sannar það örugglega, að „ein nótt er ei til enda trygg.“ Svo kallaðar hættur eru við hvert fótmál. I bæninni birtist „trú og vonir landsins sona.“ Þá, sem trúa ein- göngu á mátt sirm og megin, skortir raunsæi og auðmýkt. Bænin var Ijós í myrkri 17. aldar, og það varð sktnandi bjart irtnan við skjágluggann. Ég hygg, að enginn nútímamaður hati séð skjá eða heyrt hann berjast yfir höfði sér, en hann býr í hlýjum húsum, með stórum gluggum og rafmagnsljósum. Vagnskrölt og véladynur líður um eyru hans alla daga. Hefur þá ekki nú- timamaðurinn nóga birtu og yl? Hefur hann nokkuð með ljós bænarinnar að gera? Já, ég er ekki í eía um það. Hann vantar næði eina stund. Hann þarf að nema staðar á dyrahell- unni hvern morgun. Hann hefur mikla orku á valdi sínu, atómsprengjur og spútnika, en samt er honum aflfátt, nema hann noti sér mátt bænarinnar, sem er öllum vetnissprengjum meiri. Eg vík aftur að því, hvort móðirin sé hætt að kenna börnunum að biðja. Hvílik timamót þegar,, barnið biður fyrsta sinn, blítt og rótt við sinnar móður kinn“! Mér skilst á sumum, að nú sé þetta breytt, skólarnir eigi að kenna alla hluti, en ég tel það ekki rétt. Engin stofnun getur tekið við hlutverki móðurinnar. Lengi býr að fyrstu gerð og sáð skal í akurinn á réttum tíma, ef uppskeran á að vera góð. Það er of seint að kenna börnunum að biðja, þegar þau koma í skóla. Eg tel, að grundvöllurinn að mínum veika kristindómi hafi verið lagður á aldrinum frá fjögurra til sjö ára. Það er ósk mín og von, að þjóð vor geíi gaum að þvi, að án bænar er hún „andvana lík til einskis neitt.“ Án bænar er hún „rétt steindauð.“ Það er ósk mín og von, á þessum jólum, að allar mæður á Islandi gæti skyldu sinnar við þá, sem erfa landið, því bænin má aldrei bresta þig eða mig. «iiliiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii iii ■ ■••111111111111 iiiiiiii 111111111111111111111 iii iiiiiiiiiiiiiiiiiimiimii iiiiiiiiiiiiiiiiii* Baguk ÓSKAR ÖLLUM LESENDUM SÍNUM gleðilcgra jóla OG farsæls drs. Jerðsími frá Dalvík að Haipnesi Dalvík 22. desember. Allmikl- um framkvæmdum á vegum Landssímans er nú að verða lok ið. Þær framkvæmdir eru eink- um fólgnar í því, að um það bil 12 kílómetra 8 talrása jarðsími var lagður frá Dalvík að Hauga nesi á Árskógsströnd. Um leið bættust við 23 talsímanotendur. Fengu rafmagn. Norðan Brimnesár á Dalvík var sími lagður í 7 hús og bæi og símar færðir til í þorpinu og fleira gert til lagfæringar. Meðal annars var loftlína tekin niður og jarðstrengur settur í staðinn. Nú er búið að tengja alla bæi framan Þverár í Svarfaðardal Laxárvirkuninni, að einum und anskildum. Á annan jóladag verður Frænka Charleys frumsýnd hér undir leikstjórn Hjálmars Júlíussonar. Meðal leikenda, auk hans eru m. a. Helgi Þor- steinsson, Bragi og Birnir Jóns synir. Þar leika einnig Svan- hildur Björgvinsdóttir, Hafdís Hafliðadóttir, Friðbjörg Jó- hannsdóttir, Hanney Ámadóttir og Anton Angantýsson. Björgúlfur er nýkominn heim úr söluferð til Þýzkalands og seldi hann fyrir um 47.500 mörk. Vegir eru sæmilega greiðfær- ir í Svarfaðardal og Skíðadal. Undanfarið hafa 5 trillubátar og tveir litlir dekkbátar róið með línu og fiskað sæmilega. En nú er róðrum lokið í bráð- ina. □ • ■ 1111111 111 1111III M I ■ 1111111 111111111111111111111111111111 1111 111111111111 ■ 1111 ■ 11 1111111111 ■ 1111111 > < 1111111 I 1111 11 ■ I ■ I ■ 11 ■ 111111111111| |« HVERGI MÁ HVIKA | I fyrir Bretum í landhelgismálinu i Siglufirði 22. desember. Hér hefur ekki verið róið undan- farna daga vegna ógæfta, en dekkbátarnir Baldvin og Hring ur öfluðu 6—10 þús. pund í róðri áður en veður spilltust. Togarinn Elliði seldi í Þýzka- landi í gær fyrir 59 þús. möfk. Aflinn var um 100 tonn. Hafliði kom af veiðum í morgun og mun hafa 80—90 tonn fiskjar eftir 10 daga útivist. Skipakomur og jólatré. Reykjarfoss var hér nýlega og lestaði mjöl og skreið. Brú- arfoss er nýkominn með norskt tunnuefni til Tunnuverksmiðju ríkisins hér á staðnum. Norræna félagið í Herning í Danmörku hefur sent Siglu- fjarðarkaupstað 10 metra jóla- tré, sem Baldur Eiríksson, form. Norræna félagsins hér, mun af- henda bæjarstjórn í dag eða á morgun. Kominn er jafnfallinn snjór, töluvert mikill. Á áttunda hundrað alþingis- kjósendur á Siglufirði, eða 63% þeirra kjósenda, sem nú eru heima, hafa sent ríkisstjórninni ákveðna áskorun um að kvika hvergi frá 12 míina landhelg- inni. □ *l111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111■* r - [ Laufabrauðið [ heldur velli Ófeigsstöðum 22. desember. Hér er bakað laufabrauð á öllum bæjum og heldur sá gamli og skemmtilegi siður velli þótt margt breytist. Víða eru hag- lega skornar laufabrauðskökur og fer það eftir kunnáttu og handlagni manna. Heilbrigði er sæmileg meðal manna og dýra það eg veit og farsæld verður lika að telja sæmilega, miðað við aðstæður. Færi er enn gott í sveitum og óhindraðir mjólkurflutning- ar til Húsavíkur. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.