Dagur - 23.12.1960, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1960, Blaðsíða 4
Bagub Framkvæmdir TÆPLEGA þykir það fréttnæmt á síðustu tímum þótt við blasi þær köldu staðreyndir í bæ og byggð, að framkvæmdir dragist saman og at- vinna bregðist, svo markvisst hafa valdhafarnir að því stefnt mcð efna- hagsaðgerðum sínum. Sjávarútvegur- inn er illa á vegi staddur, iðnrckstur víða að dragast saman og ýmsum iðn- fyrirtækjum þcgar lokað í Reykjavík og fækkað starfsfólki hjá öðrum, verzl unin hefur þegar dregizt sainan, og margir telja, að það mcgi gott heita, ef veltan helzt að krónutölu og hef- ur vöruverð þó hækkað um þriðjung og meira og einstaklingar geta hvorki byggt sér hús, keypt sér bát eða hafið búskap. Okurvextirnir sjá um það. Um landbúnaðinn fórust Garðari Hall dórssyni, alþingismanni, svo orð í þingræðu fyrir nokkrum dögum: „Öllum er kunnugt að í landbúnað- inum hefur staðið yfir mjög stórstíg uppbygging nú undanfarið. Það hafa verð stigin risaskref á tiltölulega fá- um árum. Þetta hefur verið nauðvörn landbúnaðarins til að vcrða ekki und- ir í samkeppninni um sambærileg Iífs- kjör annarra stétta. Tíðarfarið og árgæzkan á þessu ári hefði átt að eðlilegum hætti að lyfta verulega undir framkvæmdimar í sveitum. Mild vetrartíð og ágæt sum- artíð skapar vissulega skilyrði til um bóta fram yfir lakara árferði. — Það hcfði því mátt ætla að óvenju mikið væri nú um alls konar framkvæmdir í sveitum á þessu ári. Unnið væri með mesta móti að jarðræktarframkvæmd- um og mikið væri byggt bæði af íbúð- ar- og peningshúsum því að enn er mikið ógert í þeim efnum og þörfin brýn. En hverjar cru staðreyndirnar? Það Iiggja eðlilega ekki cnn fyrir fullnaðarskýrslur urn þctta, þar sem árið er ekki að fullu á enda. Samt er liægt nú þcgar að sjá í stórum drátt- um hvernig þetta hefur gcngið á ár- inu, hvað gert hefur verið. Skurðgröfur Vélasjóðs hafa á þessu ári grafið um 20% minna en á árinu 1959. Það fóru ekki einu sinni allar gröfurnar í gang á sl. 'vori. Nýrækt liefur minnkað á þessu ári, samanborið við árið 1959 í Ámessýslu rúmlega 30% Rangárvallasýslu um 40% Eyjafjarðarsýslu um 24% S.-Þingeyjarsýslu um 24% Þegar þess er gætt, að 1959 voru þessar sýslur með 44% af allri ný- rækt í landinu, er Ijóst hversu mikil áhrif þessi stórkostlegi samdráttur í þessum sýslum liefur á heildarmynd- ina í ár. H. u. b. alls staðar er nú einnig miklu minna um undirbúning nýrækta fyrir næsta ár, þannig, að samdrátturinn mun enn aukast gífur- lega á næsta ári. Þá hafa byggingar dregizt enn meira saman á þessu ári, t. d. hafa byggingar steinsteyptra hlaða dregizt saman sem hér segir: í Árnessýslu um 49% í Rangárvallasýslu uin 69% f Eyjafjarðarsýslu um 56%.“ VotheyShlöðubyggingar hafa þó minnkað til muna meira í þessum sýslum. Hugleiðingar Góð skáldsaga Höfundur: Johan Bojer. Útgefandi: Bókaútgáfan Fróði. Komin er á bókamarkaðinn skáldsagan Dýridalur eftir Johan Bojer, en séra Sveinn Víkingur þýddi. Áður hafa birzt nokkrar sögur á íslenzku eftir Bojer og eru kunnastar af þeim Ihnsta þráin, sem mjög var umtöluð á sínum tíma og hin stórbrotna saga Síðasti vík- ingurinn. Bækur eftir öndvegishöfunda Norðmanna hafa löngum verið vinsælar hér á landi, og svo mun einnig verða um þessa bók. Dýridalur er sveitalífssaga. Hún er „spennandi11 allt frá byrjun, en rennur þó áfram eins og fljót, sem er lygnt á yfirborði, en vitað er, að í því er mikill undirstraumur. Hjón- in í Dýradal eru ólík, en stór- brotin hvort á sinn hátt. Hans var brokkgengur á yngri árum, en Dýridalur tekur hann föst- um tökum og gerir úr honum góðan bónda. Þetta er á öðrum þræði bók um samband manns og moldar. Fóstursonurinn býður eftir því að krækja í reitur gömlu hjónanna, en ber þó engan þakkarhug til þeirra. Fyrstu tveir kaflar bókarinn- ar skýra frá eðlilegri þróun þess mannlífs, sem þar er lýst. En í þriðja kaflanum gerist ým- islegt, sem kemur lesandanum á óvart. En er ekki lífið sjálft alltaf að koma okkur á óvart? En lesið bókina og dæmið sjálf. Bókaútgáfan Fróði gefur út bókina og er frágangur ágætur. Þýðingin fellur vel að efninu, ekki sízt þar sem gázki og glettni kemur fyrir. Bók þessi er sambland af gamni og alvöru og skemmtileg aflestrar í bezta lagi. Eiríkur Sigurðsson. Gönml skemmtisaga í nýjum búningi Á ferð og flugi. Frönsk skemmtisaga. MÖRGUM, sem nú eru á miðj- um aldri, mun það minnisstætt, hve Nýjar Kvöldvökur voru fyrr á árum mikill aufúsugest- ur. Þær komu þá út mánaðar- lega, fluttu framhaldssögur, smásögur, fróðleiksþætti, ljóð o. m. fl. Framhaldssagnanna biðu menn í eftirvæntingu og gleyptu þær í sig jafnharðan. Nokkrar þessara ágætu skáld- sagna hafa verið sérprentaðar á seinni árum (Gullfararnir, Ben Húr, Víkingurinn) og má ör- ugglega fullyrða, að betra skemmtilestrarefni fá menn ekki í hinum nýrri sögum. Ein þeirra sagna, sem gerðu Kvöld- vökurnar að vinsælasta skemmtiritinu fyrir fimmtíu ár- um, er nú nýútgefin. Þetta er sagan Á ferð og flugi. Hún mun að vísu ekki talin til listaverka heimsbókmenntanna, en lista- verk er hún þó á vissan hátt. Einstæðar vinsældir hlaut hún auðvitað fyrir hinn „spennandi“ söguþráð og mikla ævintýra- blæ. Hinn kjarkmikli, bjartsýni og léttlyndi Armand Lavarede leikur af óvenjulegri snilld á ó- vini sína, býður öllum hættum og erfiðleikum birginn, kann ráð við öllu og er þar að auki fágætlega heppinn í viðskiptum sínum við alls konar fanta og hatramma andstæðinga. Hann ferðast umhverfis hnöttinn, án þess að eyða einu sinni þeim 25 centum, sem hann mátti eyða, án þess að verða af verðlaunun- um, er voru hvorki meira né minna en nokkrar milljónir króna. Fyrir drengilega fram- komu, ráðsnilld og harðfylgi tekst þetta, þótt tæpt stæði að lokum. Inn í þessa ævintýra- legu sögu fléttast skemmtilegt ástarævintýri, sem löngum virð ist vera mjög tvísýnt um hversu enda muni, en því lýkur mjög skemmtilega. Það er eins og allt hljóti að heppnast þessum fágæta bjartsýnismanni, sem gefst aldrei upp, eygir ekkert nema takmarkið (og hin tví- þættu verðlaun) trúir á sigur- inn, leikur sér stundum að voð- anum, gerir andstæðinga sína hlægilega og hagnýtir sér heimsku þeirra og klaufaskap á sprenghlægilegan hátt, svo að þeir standa eftir gapandi af undrun og örvilnan yfir ráð- snilld Armands og heppni. Hér er um að ræða sögu, sem sameinar vel margt það, sem ungir og gamlir vilja lesa sér til dægrastyttingar. Hún ber keim af þjóðsögu, þar sem örð- ugt er að greina milli hins raun hæfa og fjarstæðukennda, hins sanna og ýkta. Maður fylgir söguhetjunum um þekkta staði, kannast örugglega við ótal- margt, en er svo fyrirvaralaust svífandi á „fljúgandi teppi“ ævintýrsins, sem á engan sinn líka í veruleikans heimi. Lestrarfélögin ættu ekki að ganga framhjá þessari bók. Hún mun enn eiga eftir að njóta mik illa vinsælda og verða eftirsótt dægradvöl. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri mætti gjarnan leita betur í gömlum árgöngum N. Kv. og gefa út fleira af skemmti sögum þeirra. Þær eru sannar- lega betri mörgu því, sem nú er á boðstólum af slíku tagi. Jóhannes Óli Sæmundsson. Sjaljapin segir frá Höfundur: Fjodor Sjaljapin. Útgefandi: Kvöldvökuútgáfan. Sjálfsæfisaga hins heims- þekkta söngvara, Sjaljapins, fjallar um æskuástir og lista- líf. Víða er frásögnin hrjúf. Höf- undurinn mætti harðneskju sem barn og ungur drengur, var barinn miskunnarlaust og hraktist milli skóla og oft svarf sulturinn fast að. Og ástalífið var gróft. En hin mikla og fagra rödd leiddi Sjaljapin inn á listabrautina og hinn óvenju- lega frægðarferil. Sjaljapin segir frá er bók full af viðburðum, svo aldrei verð- ur hlé á. Og atburðarásin er hröð, svo engum leiðist lestur- inn. Marga mun fýsa að vita hvern- ig söngvarinn heimsfrægi segir frá ævi sinni. □ Sól í liádegisstað Höf: Elinborg Lárusdóttir. Útgefandi: Bókaútgáfnan Fróði. AÐALEFNI þessarar sögu, eru sannsögulegt talið og frá 18. öld og nokkrar sögupersónur þekktir menn og konur í Skaga- firði. Þetta er 23. bók Elinbodgar. Hún er tvíþætt og segir frá deilum höfðingja og einkanlega Björns sýslumanns við útlend- inga og fl. og í annan stað frá margslungnum ástamálum. Bókin er skemmtileg aflestr- ar. □ í TÍMANUM frá 29. nóv. 1960, er frásögn Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis, um gin- og klaufaveikisfaraldur sem nú geisar í Bretlandi. Við lestur greinarinnar kom mér í hug frásögn úr bókinni „Þjóðlífsmyndir frá ýmsum tím um,“ eftir Árna Óla. Þar er sagt að árið 1762 hafi borizt hingað með enskum hrútum, 7 að tölu, sem sendir voru til landsins, pest sú, sem nær alveg hafi riðið islenzkum landbúnaði að fullu, og gert landið óbyggilegt með öllu. Af heimildum úr „Árbókum Espólíns“, segir þar svo um veiki þessa sem nær alveg gjöreyddi fjárbúinu að Elliða- vatni, sem þá stóð með blóma, taldi 227 kindur að blönduðu kyni og 127 af íslenzku kyni auk 9 hrúta, erlendra. „Hafði hún ýmislegt atferli á sauðfé, kom út á sumum með þurrum kláða, vosum og skurf- um, þurfti þá að klippa ullina af. En á öðrum kom bleytusuddi um herðakambinn og svo hrygg og síður í gegnum ullina, til þess er ullarkápan losnaði af hörundinu. í einu og var eftir kvikan vot. Var sú miklu verri og hættuegri en hin. Á sumum kom mest á fæturna með bjúg og bólgu svo klaufr leysti af. Var það verst viðureignar og varla ómaks vert að draga þær kindur við líf, er með þeim hætti sýktust, þótt etið gætu. Þá voru enn nokkrar, sem bólgur fengu í höfuðið og gróf úr augun og féllu af horn, bólgnuðu varir og tunga, og þurfti þeim varla líf að ætla.“ Þá segir og, að í Þjóðskjala- safninu séu til bréf frá forstöðu manni fjárbúsins að Elliðavatni, Hróbjarti Sigurðssyni til Magn- ÞAÐ MUNDI nú margur mæla, að mér væri sæmst að halda mér við leistinn minn, en það er nú orðið svo um efnahags- lífið almennt, að þar er ekki lengur eins dauði annars brauð heldur öfugt — og kaupmaður í þessum bæ lifir ekki síður en aðrir borgarar bæjarins á rekstri útgerðar og hraðfi’ysti- húss hér í bænum — og þess vegna þetta greinarkorn, að því viðbættu, að ég er fæddur og uppalinn í verstöð og stundaði sjómennsku um árabil, þess vegna er mér þessi atvinnuvegr ur hugstæðari en aðrir. Fyrir nokkrum árum komst Útgerðarfélag Akureyringa í allmikla fjárþröng, svo sem al- kunna er. Þessi vandræði voru þá leyst á tiltölulega einfaldan hátt, foi’stjórinn hengdur og byrðunum velt yfir á bæinn. Nú mun enn vera að syrta í álinn hjá þessu „óskabarni bæj- arins“. Það er auðvitað, að þeir ágætu menn, sem eru í stjórn ÚA og allir eru þekktir að vel- vilja í bæjarmálum, eru ekki að gera hverja skyssuna ann- arri verri af illvilja. Það dettur engum í hug, en það er margur úsar Gíslasonar, amtmanns, og séu þar ágætar heimildir um hvað þar hafi gerzt veturinn 1,763., Pestin hafi breiðzt út með ó- tfúlégúl ' hráða, og hafi á skömmum tíma lagt undir sig fé austur að Jökulsá á Sól- heimasandi að sunnan og Skjálf andafljóti að norðan, að undan- teknu nokkru svæði á Vest- fjörðum. Þar segir eftir tlróbjarti frá 28. marz 1763. „Féð hefur strá- dáið niður af óbeskrifanlegum pestagtugum sjúkdómi, sem byrjaði fyrst í þeim sterku kuldum, sem gengu seinast í febrúar. Féð hefur dáið án mis- munar, það feitasta og magr- asta,út um allan kroppinn feng- ið stórar bólur með þykkum greftri í, svo þétt sem á mönn- um í almennilegri bólusótt, en miklu stærri. Ég hef ætíð sprengt á þeim og kreist úr materíuna, en hafa orðið jafnóðum fullar, þar til kindurnar hafa um síðir lagt sig með stórum harmkvælum til að deyjá, með ofboðslegri uppþembu og suddaútslætti um allan búkinn, svo af hefur rok- ið sem' heitu vatni, og mátt strjúka ullina af skinninu með hendi manns.“ Er ekki eitthvað skylt með þessum lýsingum frá árinu 1762—3 og sjúkdómslýsingu dýralæknisins. Þó álitið sé, að gin- og klaufaveiki hafi aldrei borizt til íslands. (Aðsent). | FIMMTUGUR | Baldur Eiríksson, hinn kunni hagyrðingur, (Dvergur) er fimmtugur í dag. — Dagur árn- ar honum heilla og þakkar honum ánægjuleg kynni. I Var það gin- og klaufaveiki? j 5 MMMIMMMMMM a borgarinn farinn að efast um forsjá þeirra í útgerðarmálum bæjarins. Þeim er þannig öfugt farið við Sturlu — að enginn maður frýr þeim góðs hjarta- lags, en margur mun farinn að efast um gáfnafarið. Það er nú svo, að fjölmargir íslendingar, auðvitað sérílagi þeir eldri, sjá togaraútgerð í rómantízku Ijósi aldamótaár- anna, þegar mörlandinn mátti láta sér nægja að dorga á hand- færi á smákænum innan um er- lenda togaraflotann. Þá var eng in furða, þótt dugmiklir menn teldur togara „afl þeirra hluta, sem gera skal“, enda reyndist svo. Tggaraútgerðin varð stór lyftistöng efnahagslífs þjóðar- innar. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og í dag virðist sem landsmenn ættu að fara að kunna sér nokkurt hóf um þessa tegund útgerðar og á það ekki sízt við okkur Akureyr- inga. Kaupin á tveim síðast keyptu togurunum hafa reynzt meir en vafasöm. Það er óneitanlega sárt, að stjórnin skyldi alveg skella skollaeyrum við því, sem margir borgaranna klifuðu sí- fellt á eftir að hvort tveggja kom til, hraðfrystihúsið og út- færsla landhelginnar, að það hlyti að verða hér grundvöllur fyrir öfluga bátaútgerð og á því væri bráð nauðsyn að koma slíkri útgerð á laggirnar. Nei, þeir bættu við einum ryðkláfn- um enn. En það dugir ekki að rekja harmatölur né ásaka menn fyr- ir það sem liðið ér og þeir fá ekki um bætt, en hitt finnst mér sjálfsagt að skora á þá að reyna að bjarga því sem bjarg- að verður og vinda sér í að bjarga því sem bjargað verður og vinda sér í að kaupa eða leigja þrjá 150 til 250 tonna mótorbáta og gera þá út á línu í vetur. Þegar Hraðfrystihús Akureyr inga var byggt, lét merkur tog- áraskiþstjöri svo um mælt, að það gæti valdið erfiðeikum við rekstur togaranna, að ætla að láta þá annast hráefnisöflun fyr ir frystihúsið. Þetta hefur varla reynzt ofmælt. Um þetta má samt vafalaust deila, og það er ekki hægt að draga neinar almennar ályktanir af rekstri togara ÚA síðasta árið, þar sem um aflaleysi hefur verið' að ræða og skipin orðin svo úrelt, að varla getur verið um normal an rekstur að ræða lengur. En hvað sem þessu atriði líður, þá hlýtur hitt að vera óumdeilan- legt, að við byggingu hraðfrysti hússins og útfærslu landhelg- innar hafa skapazt hér hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir rekstur stórra vélbáta, útilegu- báta, með nýtízku fiskilestum. Slíkir bátar eiga að geta sótt til fiskjar, hvar sem er við landið og skilað ágætu hráefni til vinnslu. Þeir verða miklu þjálli í rekstri en togararnir, það er hægt að gera þá út á línuveiðar, togveiðar eða síldveiðar eftir því sem henta þykir hverju sinni, og með slíkum bátaflota og tveim togurum ætti hrað- frystihúsinu að vera borgið. Það getur oft reynzt nauðsyn legt að „leggja" togurum um lengri eða skemmri tíma. Það er fáránlegur barnaskapur að halda það regin glæp að hætta um skeið starfrækslu atvinnu- tækis sem ekki ber sig fjárhags- lega. Það verður oft á tíðum að teljast beinlínis skylda forsjár- manna þess að gera það. En hitt er í mörgum tilfellum jafn- framt skylda þeirra hinna sömu forsjármanna að afla annarra tækja, ef kostur er, sem geta leyst þau óstarfhæfu af hólmi. Þetta á ljóslega við nú um tog- ara Útgerðarfélagsins. Það ætti í rauninni að leggja þeim öllum á stundinni, en gallinn er bara sá, að stjórninni hefur láðst að hafa útgerðina það fjölbreytta, að ekki kæmi jafnframt til stöðvunar hraðfrystihússins. Það getur vel verið rétt, að við getum ekki lengur losnað við neinn af togurunum, þó að æskilegast væri að selja tvo þeirra, en við eigum skilyrðis- laust að mæta erfiðleikum stundarinnar með kaupum ^ða leigu á þrem 150 til 250 tonna bátum. Það eiga orðið of marg- ir bæjarbúar atvinnu sína og afkomu alla undir rekstri hrað- frystihússins og útgerðar í bæn um, til þess að hér sé nokkur fær leið til baka. Og það sem fyrir liggur er því að sækja fram á fleiri vígstöðvum, auka fjölbreytni útgerðarinnar og tryggja þannig rekstur hrað- frystihússins. Það verður nógan línufisk að fá fyrir Norðurlandi í vetur. Það er ómögulegt að bátar, sem geta legið úti og sótt á mið Vestfirðinga og Aust firðinga, sem hægast, geti ekki hadið velli. Vel útbúnir bátar af þessari stærð ættu reyndar sem hægast að geta sótt í Breiðabugt og alla leið suður fyrir land ef þörf er á. Það hljóta allir bæjarbúar að sjá, að það er óhæfa að gera hvort tveggja, að reka togarana með stórfelldu tapi og láta jafn- framt hraðfrystihúsið standa ónotað. Togararnir verða greini lega baggi um ófyrirsjáanlega framtíð, en það verður dð bjarga því sem bjargað verður og það verður bezt gert nú með kaupum stórra vélbáta. „Vertu nú einu sinni snöggur, Steinsen minn“, er haft eftir ein um borgara bæjarins, þegar hann þurfti að fá uppáskrift bæjarstjóra á víxilkorn. Eins ættu bæjarbúar nú að segja við stjórn ÚA. Ásgeir Jakobsson. Áheit á Dalvíkur- kirkju 1960 Sigurlaug Valdemarsdóttir 250 kr. — Jón Jónsson 200 kr. — Hallur Jóhannesson 100 kr. — í. A. 200 kr. — B. J. 200 kr. — J. T. 50 kr. — Ásta Stefánsdótt- ir, Húsavík, 200 kr. — P. A. 100 kr. — Kristín Óskarsdóttir 200 kr. — Guðjón Loftsson 500 kr. — Þ. A. 50 kr. — Anna Ólafs- dóttir 200 kr. — E. J. 100 kr. — Hrönn Kristjánsdóttir 500 kr. — Þ. V. 200 kr. — Sigurður Bekk 150 kr. — R. G. 100 kr. — Þóra Jóhannesdóttir 100 kr. —■ Ónefndur 100 kr. — Þ. L. 55 kr. — Þuríður Magnúsdóttir 100 kr. — Guðlaug og Einar 200 kr. — Guðrún Júlíusdóttir 100 kr. — Laufey Jónsdóttir 100 kr. — Eva Kristjánsdóttir 100 kr. — Halldóra Gunnlaugs- dóttir 100 kr. — Vilhelm Þórar- insson 500 kr. — B. R. Á. 50 kr. — Halldór Sigfússon 500 kr. — Inga og Stefán 100 kr. — Arn- gr. Jóhannesson 200 kr. — An- ton Sigurjónsson 500 kr. — Sveinbjörn Jóhannsson.100 kr. — Kristján Hallgrímsson 200 kr. — Arngrímur og Sólveig 1.500 kr. — Jón Arngrímsson 100 ki\ — Stefanía og Skarp- héðinn 1.000 kr. Gjöf frá Sveini Friðbjörns- syni 10.000 kr. Beztu þakkir, Stefán J. T. Kristinsson. Æskulýðsráð á Sauðárkróki Að tilhlutan Ungmennafélags ins Tindastóls var á sl. vetri boðað til undirbúningsfunda að stofnun æskulýðsráðs Sauðár- króksbæjar. Hafði ungmennafé- lagið áður skrifað allmörgum félagssamtökum í bænum um málið og mættu á þessum undir búningsfundi fulltrúar frá níu félögum auk tveggja, kosinna af bæjarstjórn. Á fundinum var stofnun ráðsins undirbúin og kosin 3ja manna nefnd til að koma á stofnfundi þess. Sunnudaginn 6. nóv. sl. var svo stofnufundur Æskulýðsráðs Sauðárkróks haldinn í Bifröst. Var þar gengið frá stofnun þess og reglur ráðsins samþykktar. Að Æskulýðsráðinu standa flest frjáls félagasamtök í bæn- um auk bæjarstjómar, sem hafði samþykkt nokkra fjárveit ingu til æskulýðsmála á fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1960. í framkvæmdastjórn voru kosin þau séra Þórir Stephen- sen, sóknarprestur, formaður, Gunnhildur Magnúsdóttir og Guðjón Ingimundarson. Seint í nóvember hófust svo föndurnámskeið á vegum æsku lýðsráðsins. Starfsemin er til húsa í Templarahúsinu og fer kennsla fram daglega á tímabilinu kl. 17 til 22. Kennd er bast- og tága vinna, perlusaumur og leður- vinna. Leiðbeinandi er Gunnar Frið- riksson, en hann tók þátt í föndur- og handavinnunám- skeiði því, er haldið var á veg- um fræðslumálastjórnarinnar í Reykjavík í haust. Þátttakendur í námskeiðun- um eru um 90 og er áhugi mik- ill hjá hinu unga fólki fyrir þessari nýbreytni. Æskulýðsráð Sauðárkróks hefur fyrirætlanir um fjöl- breyttara starf seinni hluta vetrar, og að búa hinum ungu þegnum meiri möguleika til aukins þroska og tómstunda- iðju. Er vel ef þessi nýhafni þáttur æskulýðsmála hér í bæ getur borið góðan árangur fyrir æsku lýð bæjarins og vaxið með auk- inni þörf fyrir holl tómstunda- verkefni. FULLORÐNIR LÍKA BREYSKIR segir ungur piltur í sambandi við sjoppur o. fl. Fer grein hans hér á eftir: Ég vil gjarnan segja álit mitt á spurningum húsfreyju í fok- dreifum Dags þann 26. nóv. 1960. Fyrst spyr húsfreyja hvort okkur finnist æskilegt að hafa „sjoppurnar“ opnar hvert kvöld. Það eru mjög skiptar skoðanir meðal unglinga á þessu, en mér finnst að það mætti stytta þann tíma sem að þær eru opnar á kvöldin. Samt vil ég ekki leggja til að þeim sé lokað fyrir fullt og allt, því þar sem ég þekki til, ber ekki svo mikið á því að krakkar hangi þar inni reykjandi. Ég er sammála húsfreyju um það, að margar krónur fara í vitleysu lijá þeim krökkum, sem oft leggja leið sína þangað, og þeir peningar væru betur komnir í nytsama hluti. En spurning- unni um það, hvort ekki væri betra að kaupa sér góðan hlut til gagns og skemmtunar, fara í ferðalög eð'a láta peningana í bankann, gætum við ungling- arnir beint til þeirra fullorðnu, sem eyða sínum peningum í vín og tóbak, en sleppum því. Einhvers staðar verða ung- lingarnir að vera og eitthvað að gera sér til sekmmtunar. Það eru aftur á móti „bararnir“ og aðrir slíkir staðir, þar sem ung- ingar sitja inni reykjandi og jafnvel undir áhrifum áfengis, þá mætti afnema með öllu, því að margir sem venja komu sína þangað eru komnir út á glap- stigu fyrr en þeir vita af. Mér finnst að barnaverndarnefnd, sem fékk sett þau lög fyrir nokkrum árum, að ekki mætti selja börnum tóbak, ætti að at- huga hvort því væri framfylgt. Ef þeir góðu menn halda það, þá skjátlast þeim, því að ég hef séð sjoppueiganda hér í bænum selja börnum, sem voru innan við fermingaraldur, sigarettur og kveikja í fyrir þau. Svona menn finnst mér ætti að svipta verzlunarleyfi. Svo er það skemmtanalífið. Það er engin furða þó að marg- ir unglingar leiðist út á glap- stigu, því að þótt ungt og reglu- samt fók hér í bæ vilji koma saman og skemmta sér, til dæmis á dansleik, þá er enginn staður til fyrir það. Því finnst mér að þau góðu félög, sem vilja æskunni vel, ættu að beita sér fyrir því, að byggt verði fé- 4» lagsheimili eða einhver sam- komustaður, þar sem allir ung- lingar geti komið saman og skemmt sér. Mætti hafa skemti- samkomur Gagnfræðaskólans til fyrirmyndar, því að þar eru hvorki leyfðar reykingar né neitt ósiðsamlegt haft um hönd, og við sem senn kveðjum skól- ann, söknum þessara skemmti- kvölda mjög mikið, verðum svo að fara á sveitaböll ef okkur langar til að dansa. Eg er líka alveg sammála húsfreyju um það, að gervisígarettumar setti að banna, því að þær geta 'ekki orðið neinum til góðs, nema þeim, sem selja þær, en það gera nú fleiri en sjoppueigend- ur. Nemandi. SJOPPURNAR Á AKUREYRI Einn af yngri kynslóðinni, sem ekki telur sig einn af þeim betri, skrifar eftirfarandi: Um daginn birtist í „Degi“ grein, sem fjallar um áhrif þeirra veitingastofnana, sem í daglegu tali eru oftast nefndar sjoppur, á hinn uppvaxandi \ æskulýð bæjarins. Greinarhöf-^ undur mun vera húsmóðii' héra í bæ, og sýnir hún lofsverðan á huga á þessu máli, enda munu" foreldrar telja, að sig varði nokkuð um þetta mál, og er það auðvitað rétt. Ilins vegar virð- ist greinarhöfundur alls ekki gera sér grein fyrir því, hvernig þessum málum er í raun og veru háttað. Hún óskaði eftir því, að við unga fólkið legðum eitthvað til málanna, og mun ég fyrir mína hönd fyrst og fremst svara þessari grein, og ég veit, að mér eru margir ungingar sammála í þessum efnum. Greinarhöfundur talar aðeins um neyzlu sælgætis, og annað þess háttar, en minnist ekki á það, sem þó er mest áberandi, og mest þörf að ráða bót á, en það er að mínum dómi neyzla áfengis inni í sjoppunum. Allir vita, að bannað er að neyta á- fengis þar innan dyra, en því banni er ekki fylgt af neinum. Það má kannske segja, að sæl- gætiskaup séu undanfari ann- ara og meiri athafna hjá þeim unglingum, sem þessa staði sækja, en það er hægt að ráða bót á þessu máli, ef vilji er fyr- ir hendi. Það er varla von, að unglingar beri virðingu fyrir þeim reglum, sem á þessum stöðum eru settar, þegar þeir svo til daglega horfa upp á það, að tóbak er selt börnum, sem ekki hafa einu sinni aldur til þess að geta lesið á spjaldið, sem í flestum búðum er stillt upp á áberandi stað, þar sem skýrt er fram tekið, að óleyfi- legt sé að selja börnum innan 16 ára aldurs tóbak. Svo eru börn, sem eitthvað eru komin til vits. Þau vita vel, að það má ekki selja þeim tóbakið, jafnvel þó ,að þau séu aðeins að kaupa það fyrir foreldra sína. En börn- is vita líka eins vel, að þau fá tóbakið, og að við því er ekkert sagt. Foreldrar! Finnst ykkur nú þetta æskileg þróun málanna? Því að eftir örfá ár eru þessi börn orðin að unglingum, sem eiga alveg við það sama að búa og við unglingarnir í dag. Þá fær einhver þeirra sér vín, fer inn á sjoppu og drekkur það þar, því að þá hlýtur að ríkja hjá þeim sama vissan og hjá okkur í dag, sem sagt: Þetta er allt í lagi, því að við þessu er ekkert sagt! Að unglingurinn fær vínið þarf enginn að efast ym, og vita allir Akureyringar hvar þess er að leita. Það skal athugað, að sá sem þetta ritar, er einn af unglingum bæjarins og alls ekki einn af þeim betri. Sjoppurnar geta aldrei orðið neinum til góðs, í þeirri mynd sem þær eru nú reknar, að eig- endum undanskildum. Ég veit, af eigin raun, afstöðu ungling- anna til þessara mála, og er viss um, að vel yrði þegið hús- næði, þar sem veitingar væru seldar, en einnig ýmis áhöld til leikja svo sem tennis, billiard og ýmislegt annað. Einnig mættu unglingarnir gjarna fá að dansa þar í hæfilegan tíma, kvöld og kvöld. En það sem fyrst og fremst þyrfti á þeim, væri að banninu við áfengis- neyzlu yrði framfylgt. Búast mætti við, að þarna yrði allmikið skvaldur og há- vaði, en það yrði þó hávaði frá unglingum að leik, en ekki fylliríisöskur. Það vita allir, að unglingum verður ekki haldið heima hvert kvöld, en það verður að gera eitthvað til þess, að þeir geti leitað einhvers betra, heldur en sjoppurnar hafa upp á að bjóða. Ég held, að það sé tími til kominn fyrir löggæzluvald bæj- arins að taka það til alvarlegr- ar athugunar, að það er ekki nóg að setja reglur, það verður lík'a að fylgja reglunum eftir, og gera sitt bezta til þess að sjá um, að þeim sé hlýtt. Einn af yngri kynslóðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.