Dagur - 23.12.1960, Side 8
$
I dögun, bók orðsnilldar og vizku
MÉR ER SAGT að einn spek-
ingur aldanna hafi einhverju
sinni látið sér þessi eftirminni-
legu orð um munn fara: Sá,
sem veitir mannkyninu fegurð
er mikill velgerðarmaður þess,
sá, sem veitir mannkyninu
speki er meir velgerðarmaður
þess, en sá, sem veitir mannkyn
inu gleði, er mestur velgerðar-
maður þess. Mér komu þessi
orð í hug er ég hafði lesið síð-
ustu ljóðabók Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi, í dögun.
Yfir vötnum þessarra ljóða
svífa þessar tvær megindir
mafínlegrar tilveru: Fegurðin
og spekin. En þegar þessar
tvær dísir mæta manni, í sum-
arleyfi sínu, sem þær gera
stundum, á hvaða árstíð sem er,
þegar andans höfðingjar leysa
þær af hólmi í formi fagurra
listaverka — þá slæst gleðin
óhjákvæmilega í för með hin-
um tveimur og verður þá jafn-
an persónulegust.
Flestöll ljóð þessarrar bókar
eru perlur. Ég held ég hafi
aldrei lesið svo mörg himin-
hrein ljóð í einni bók af slíkri
gleði.
Hver getur slíkum guðakrafti
j lýst,
er gleði himins út um myrkrið
i brýzt
og flæðir yfir fjöll og byggð og
höf,
sem fengu lífið sjálft í morgun-
J gjöf.
Er sálin rís ur svefnsins tæru
laug,
f-
er sælt að finna lif í hverri taug
og heyra daginn guða á glugg-
I ann sinn
og geta jafnvel boðið honum
i inn.
í
Þannig heilsa'þessi yndislegu
ljóð okkur öllum. Við ættum
öll að hugleiða þessa síðustu
ljóðlínu „og geta jafnvel boðið
honum inn.“
Þetta er lífsvizkan, sem
skáldið boðar hverju leitandi
barni. Skáldið hefur talað við
blómin, hlustað á lindina, hlýtt
kalli fjallsins, lesið stafrof
stjarnanna. Eitt sinn bað það
alla íslendinga fyrir svohljóð-
andi kveðju til móður sinnar:
Sé ég drjúpandi daggir
dalablómunum svala
og heyri uppsprettur allar
um útsæinn hjala.
Mér er spurn: Hefur nokkurt
skáld nokkru sinni beðið fyrir
yndislegri kveðju til móður
sinnar?
í dögun verður lífið öllum ljúft,
sem líta upp og anda nógu
dj úpt.
Að allra vitum ilmur jarðar
berst,
þótt enginn skilji það, sem hef-
ur gerzt.
Annað kvæði bókaiánnar, Um
páskaleytið, er frábært kvæði,
uppörfandi ádeila, hógvært og
réttlátt. Það lætur nærri, að
allri baráttusögu mannkynsins
sé hér þjappað saman í einu
kvæði. Ég undirstrika hér að-
eins nokkrar línur af handa-
hófi:
Frá vöggunni liggur
um leiti og hæðir
leiðin er þar að kemur
fram hjá krossunum
þremur ....
Þó þriðjung allra þjóða skorti
brauð
og þegna sína allir furstar
svíki ....
Sjá, spekingar og spámenn
ganga hjá
með spjótasár og naglaför á
höndum ....
Sú bylting ein, sem bætir allra
hag,
er betri vilji, fegra hjarta-
lag ....
Þriðja kvæðið, Óður til lífs-
ins, er óður hins frjálsa anda.
Þar segir m. a.:
Við hlutum þá gæfu að gista
gróandi jörð um skamma
stund.
En bíðum þar aðeins byrjar
um blikandi hnattasund.
Eilífð var öllum sköpuð
áður en til voru jarðnesk spor.
Síðasta guðagjöfin
er gleðinnar ljósa vor.
Þetta er töfrandi ljóð, geisla-
blik og sigursöngur.
Fjórða kvæðið, Þagnarljóð,
tek ég hér allt upp:
Þá opnast heimar vorra duldu
drauma,
er dagsins storma lægir, raddir
þagna.
Þá heyra þeir á bökkum blárra
stráuma
hinn blíða nið, sem einverunni
fagna.
Við rætur fjalla rísa gamlir
bæir
og roða slær á tind og ísar
þiðna.
En djúpir álar verða gegnum?-
glæir
og geislár himins milda allt hið
liðna.
í sálir vorar streymir óðsins
andi
frá æðri heimum, þjóð og
föðurlandi.
Hér hlýt ég að nema staðar
nokkur andartök. Þetta þagn-
arljóð segir mikið í sínum fáu
ljóðlínum. En þó ekki nema
brot af því, sem var og er, og
andi þess á og býr yfir. Þögn
þess segir miklu meira en orð-
in. Hér stöndum við frammi
fyrir eðli og anda skáldsins frá
Fagraskógi. Þessa frjálsa og þó
staðfasta fjölkunnáttumanns
orðs og anda, þaknar og leynd-
ardóms. „Það er svo margt án
máls sem eilíft lifir.“ Það sem
mér hefur ávallt fundizt eftir-
tektarverðast og aðdáanlegast
við ljóð Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi er þetta, hve
hann segir mikið í stuttu máli
og segir það fallega. Þetta, sem
hann hvíslar á orðlausu máli
að lesendum sínum. Þetta, sem
svo oft geislar frá ljóðum hans.
Þetta óræða lífsins ljóð, frum-
tak baráttugleðinnar og sigur-
vissunnar.
Tjáningarform og vinnubrögð ■
eru margvísleg. Málið er auð-
legð, tungan fögur og spök að
viti, orðin sjálf eiga sinn tón og
sína töfra. Þó flytja þau aldrei
manna á milli, nema brot af
fegurð, vizku og göfgi hins
ódauðlega anda. Úr englabirt-
unni fáum við aldrei blek. En
á hrifningar- og hugljómunar-
stundum njóta skáldin þeirrar
birtú, sem gefur ljóðum þeirra
h'f.
Einlægnin fegurðin og sann-
leikurinn hrífur. Þannig skapa
göfug listaverk heilbrigðari og
fegurri menningu. Menn segja
að vísu, og þar á meðal frægir
snillingar, að listin hafi ekkert
siðferðilegt takmark. En það
getur ekki verið rétt. Eg held
sú fullyðing sé meira í ætt við
styrjaldarboðskap en andleg
sannindi. Ljóð er tæpast lista-
verk, nema það sé brot af sál
lands og þjóðar og í ætt við lít-
ið lautarblóm, sem langar til að
gróa. í því þarf að felast sígild-
ur og eilífur neisti. Þannig
yrkja þjóðskáld. Þess vegna
hefur þeim hiklaust verið skip-
að á bekk meðal spámanna og
brautryðjenda aldanna.
Allt, sem hér hefur verið
sagt, segir þjóðskáldið góða
raunverulega í þessum tveimur
ljóðlínum:
í sálir vorar streymir óðsins
andi
frá æðri heimum, þjóð og
föðurlandi,
og meira þó. Þessar ljóðlínur
skáldsins, ásamt öðrum fleiri,
minna mig á það litla, sem eg
veit um forna spekinga. Svo er
sagt um suma þeirra, að því
hærri vígslu, sem þeir tóku í
andans heimi, því meira eilífð-
argildi fékk jörðin, sem þeir
stóðu á og allt líf hennar — í
vitund þeirra. Þetta er dyggð
og eðlisfar allra spekinga, á
hvaða tíma, sem þeir hafa ver-
ið uppi. Og þetta er aðalsmerki
skáldsins frá Fagraskógi. Því
fegri myndir sem hans skyggna
auga lýtur, því fegurri og
unaðslegri verður honum jörð-
in og öll sönn og varanleg verð-
mæti hennar. Og skáldið leitar
ekki langt yfir skammt til þess
að skynja hið óræða og algilda.
Ilmur jarðar er eitt af því, sem
enginn skilur og þó er það eitt
af því, sem allir finna, allir vita
um. Svo einfalt er ljóð hans og
svo elskulega jarðnesk er list
hans í öllum sínum hugræna
ljóma.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Að allra vitum ilmur jarðar
berst
þótt enginn viti það, sem hefur
gerzt.
Ljóðið Stjörnudraumur, er
hjartans mál og helgiljóð, sem
hér verður ekki farið höndum
um. Kvæðið Hvað hefur breytzt
og Hversu lengi eru ádeilu-
kvæði, hófsöm, sanngjörn og
markviss. Að síðustu tek ég hér
annað orðfæsta ljóð bókarinn-
ar, Rím:
Leyndu lögmáli fylgja
hvert líf, hvert strá, hver
bylgja.
Stjarnan er stafur í rími,
stuðlað er rúm og tími.
Ljóð, sem er fast í formi,
er fjall í aldanna stonni.
Þetta er óbrotið ljóð og lætur
ekki mikið yfir sér, en í þess-
um orðum, er svo mikil spekt,
að svo yrkja spámenn einir.
Skáldið hefur kannað lífið
frá fjöru til fjalla. Þessi höf-
undur er væringinn, sem víða
hefur farið um höf og lönd.
Hann er heimsborgari, og ætt-
jarðarvinur hinn bezti. Og þetta
er opinskátt skáld og einlægt.
Segið það móður minni
að mig hafi eitt sinn þrotið
hug og dáð til að duga
og duftinu lotið
Ungur í annað sinni
eygi eg nýja vegi,
fagna kyrrlátum kvöldum
og komanda degi.
Svona elskulega einlæg eru
aðeins skáld af guðs náð. Þau
hljóta jafnan „í völvunnar
veðrum, vex-nd góðra disa“.
Það gildir einu hvar við lítum
í þessa umræddu ljóðabók. Það
geislar af hverri síðu. „Það er
eins og englar séu alls staðar á
ferð.“
Olafur Tryggvason.
| Bréfaskóii S. í. S. futlugu ára (
BRÉFASKÓLI SÍS á 20 ára af-
mæli um þessar mundir. Hef-
ur hann á þessum tveimur ái-a-
tugum getið sér mikinn orðstír
með starfsemi sinni. Til dæmis
um viðgang hans má nefna, að
á 10 ára afmæli hans hafði hann
3242 nemendur, en nú hefur sú
tala hækkað í 10829. Náms-
greinar skólans, alls 27 að tölu,
eru þessar: Skipulag og stai-fs-
hættir samvinnufélaga, fundar-
stjórn og fundarreglur, bók-
færsla (byi-jendaflokkur), bók-
fæi-sla (framhaldsflokkur), bú-
reikningar, íslenzk réttritun, ís-
lenzk bragfi-æði, íslenzk mál-
fræði, enska (byi-jendaflokkur),
enska (framhaldsflokkur),
danska I. (byrjendaflokkur),
danska II., danska III., þýzka,
franska, spænska, esperanto,
reikningur, algebra, eðlisfræði,
mótorfræði I., mótoi-fx-æði II.,
siglingafræði, landbúnaðarvél-
ar og vex-kfæri, sálarfræði, skák
I., og skák II. Vinsælustu náms
greinarnar eru bókfærsla með
2238 nemendur og enska með
2009 nemendui’.
Fyrsti skólastjóri skólans var
Ragnar Ólafsson hæstaréttarlög
maðui-. Síðan hafa haft á hendi
stjórn skólans þeir Jón Magn-
ússon frétlastjór-i og Vilhjálmur
Árnason lögfræðingur. Lét hinn
síðarnefndi af störfum sl. sumar
en við tók núverandi skóla-
stjóri, séra Guðmundur Sveins-
son. □
Skákmót U.M.S.E,
SKÁKMÓTI U. M. S. E. er ný-
lega lokið. Sjö fjögurra manna
sveitir tóku þátt í því. Keppt
var um skákmenn og skák-
klukku, sem umf. Skriðuhi-epps
gaf.
Sveit umf. Sriðuhrepps vann
mótið, hlaut 19 v., umf. Svarf-
dæla fékk 12% v. og umf. Ár-
í-oðinn og umf. Möðruvallasókn
ar 12 v. hvort. Önnur félög
hlutu færri vinninga. Skáksveit
umf. Skriðuhrepps var þannig
skipuð: Ari Friðfinnsson, Ár-
mann Búason, Guðmundur Eiðs
son og Búi Guðmundsson. □