Dagur - 05.01.1961, Page 4

Dagur - 05.01.1961, Page 4
4 Bagur VIÐ ÁRAMÓT ENN hefur nýtt ár göngu sína og jafn- framt nýr áratugur. Margs er að minnast frá liðnu ári en þó verður mönnum framtíðin ofar í huga. í landsmálabaráttunni eru veður oft válynd og átök hörð og er það eðli lýðræðisins að deilur fari fram á opnum vettvangi, því að allir hafa málfrelsi og allir ritfrelsi, og enginn er gerður höfðinu styttri fyrir skoð- anir sínar. En stjórnmálabaráttan þarf alla tíma að vera heiðarleg til þess að þjóna lýðræðinu á sómasamlegan hátt. Þrennt er áberandi frá síðasta ári: Ovenjulega gott veðurfar, meiri lífs- kjaraskerðing en dæmi eru til á síð- ustu áratugum og að stjórnmálalegur heiðarleiki cr fótum troðinn. Hið síð- astnefnda er sennilega hið alvarlegasta í okkar þjóðfélagi. Skal nú farið um það nokkrum orðum og svo nærtæk dæmi dregin fram, að enginn þarf að vera í vafa um sannindi þeirra. Fyrir síðustu kosningar lofuðu stjómarflokkarnir þjóðinni bættum Iífskjörum. „Leiðin til bættra lífskjara er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,“ var kjörorð þess flokks í kosningabarátt- unni. Hver einasti frambjóðandi flokksins lofaði almenningi, ef flokkur þeirra færi með stjórn efíir kosningar, stórbættum lífskjörum. Hver einasti þingmaður flokksins er bundinn þess- um loforðum að viðlögðum drengskap. Og garmurinn Ketill, Alþýðuflokkur- inn, steig á stokk og strengdi þess heit að „stöðva dýrtíðina án nýrra álaga“, ef hann fengi nokkru að ráða. Nú hafa þessir ílokkar fengið þá ósk sína upp- fyllta að hafa meirihluta í báðum deildum Alþingis og hafa stjórnað landinu síðasta ár. Stjórnin hefur haft fullkominn vinnufrið og verkföll ekki truflað efnahagsaðgerðir hennar. Hún var því algerlega einráð um að efna loíorð sín. En hún hefur svikið þau á liinn ruddalegasta hátt. í staðinn fyrir bættu Iífskjörin, hefur orðið svo mikil lífskjaraskerðing á einu ári, að hún jafngildir „harðindum“. Um stöðvun verðbólgunnar varð sá eftirtektarverði atburður, að cftir fárra daga stjórnarstörf íhalds og krata var verðbólgan orðin slík, að ekkert venjulegt orð hæfði henni lengur. Sjálfir skírðu stjórnarflokk- arnir hana „óðavcrðbólgu“. Flestar vörur hækkuðu um fullan þriðjung án hækkunar kaupgjalds. Þánnig efndu stjórnarflokkarnir Ioforð sín í þessu efni. Og nú tala þcssir menn um fórnir og grátbiðja landsmenn um meiri fórnir, og hafa jafnvel í liótunum, ef fórnirnar eru ekki nógu stórar. Stjórnin lofaði sparnaði á fjölmörg- um sviðum ríkisrekstursins, en hækk- aði svo fjárlögin um 700 milljónir kr. Stjórnarflokkarnir sögðu áður en rík- isstjórnin tók við völdum, að erlendar skuldir væru að sliga þjóðfélagið. En eitt af fyrstu verkum hennar eftir valdatökuna, var að heimila sjálfri sér nær 800 milljón króna lántöku erlendis. Þetta eru aðeins fá dæmi um það, hversu heiðarleiki í opinber- um málflutningi er lítils virtur og liá- tíðleg loforð vanefnd. Megi nýja árið endurheimta hinar fornu dyggðir. Gleðilegt ár! ^____________________________________y Kristján Pálsson Skjóidal - ÆSKUMINNING - ÞEGAR kvaddur er hinztu kveðju gamall vinur og samstarlsmaður, eru jiað gjarnast minningarnar frá æskuárunum og samverunni ])á, sem hæst ber í liuganum. Það er jafnan bjartast yfir þeim, og þá er himinn minninganna bjartast- ur og heiðið tærast. Svo er jj.að fvrir mér nú, j)egar Kristján á Gili er horfinn liéðan venjulegri sýn. Hann fæddist í fárviðri vorsins og sumarsins 1882, sumarsins sem nefnt var „mislingasumarið" og „sumarið sem aldrei kom“. Þriggja vikna lifði hann eitt hið feiknlegasta hríðarveður á Norðurlandi ,um Jretta leyti árs, seint í maímánuði, svo menn fóru villir vegar bæja á milli, herma annálar. En öll él birtir upp um síðir, og svo fór hér. Ilafís og harð viðrum tókst ekki að granda í hel- greip sinni sveininum unga í Möðrufelli. Honum var hugað lengra líf og lengri saga at- hafna og erfiðis. Hann átti eftir að lifa mörg sólrík sumur í faðmi eyfirzkra fjalla í traustum tengsl- um 'við ástríka foreldra og æsku- glaðar systur, er liann unni mjög. Hann komst heldur ekki hjá því að lifa nokkur él, sem einnig birti upp. Kristján Pálsson Skjóldal er fæddur 4. maí 1882. Foreldrar hans voru Páll bóndi í Möðrufelli Hallgrímsson hreppstj. á Grund og kona lians Guðný Kristjáns- dóttir bónda á Espihóli Kristjáns- sonar og Sesselju Jónsdóttur. Hallgrímur á Grund var Tómas- son bónda á Steinsstöðum í Oxna- dal. Kona Tómasar og móðir Hall- gríms á Grund var Rannveig Hallgrímsdóttir prests á Hrauni Þorsteinssonar. Hún var alsystir Jónasar skálds Hallgrímssonar. Fyrri k'ona Hallgríms á Grund og móðir Páls í Möðrufelli var Dýr- leif Pálsdóttir bónda á Jórunnar- stöðum Halldórssonar og konu lians Þórunnar Bjarnadóttur. Páll Flallgrímsson var maður fríður sýnum, fjörmaður mikill á yngri árum og söngmaður ágætur, eins og jieir ættmenn fleiri, svo sem séra Tómas á Völlum bróðir lians og fleiri. Páll var vinsæll af sveitungum sínum og til ýmissa mála kvaddur í liéraðínu. Guðný Kristjánsdóttir var af- burða glæsileg kona. Duldist cng- um, að Jiar scm hún var, færi eng- in meðalkona. Framkoman var í senn tiguleg og háttvís. Hún var hin ástríkasta eiginkona. Páll og Guðný bjuggu í Möðru- felli frá 1877—1907. Þar fæddust börn þeirra og J)ar misstu ])au nokkur Jreirra þegar í bernsku. Finnn þeirra komust af barnsaldri, einn sonur og fjórar dætur. Eina })eirra misstu jrau á 17. ári, en jrrjár systurnar lifa bróður sinn. Kristján ólst upp í Möðrufelli og náði góðum þroska. Hann var meira en meðalmaður á hæð. lið- lega vaxinn, léttur og kvikur í hreyfingum. Hann var dökkhærð- ur með fagurblá augu og svipur- inn allur hreinn og drengilegur. Yfir honum var alltaf bjart og heiðskírt, og entist honum sú eig- ind alla ævi. Hann var einarður í máli og undirhyggja var honurn fjarlæg. Heima í Möðrufelli vann hann að búi foreldra sinna og gerðist brátt afkastamikill verk- maður. I hópi ungmenna í Grund- arsókn var hann eftirsóttur félagi sakir glaðværðar og gamansemi, og ekki spillti það um, að hann liafði mikla og blæfagra söngrödd sem hann notaði óspart. Hann var félagslyndur og fundvís á það, er til gagns og gleði mátti verða. Upphafsmaður var hann að stofn- un bindindisfélags i sókninni, sem starfaði í allmörg ár. í })eim fé- lagsskap var hann mikils metinn. Eitt sinn, er hann var erlendis, hélt bindindsfélagið skemmtisam- komu. Þar voru meðal annars flutt ýmis minni. og var eitt þcirra lielgað Kristjáni Pálssyni, þar sem lionum var þakkað brautryðjanda- starf hans. Minninu lauk með kvæðiskorni til hans. lvristján liafði hið mesta yndi af góðum hestum og kunni vel með J)á að fara, svo sem faðir lians. Um tvítugsaldur átti liann afburðagóðan reiðhest, traustan og fagurskapaðan og svo fjörliáan, að hann var ekki allra meðfæri. Hafði Kristján hið mesta dálæti á þessum góðhesti sínum. Oft sást til rfðandi manns á veginum sunn- an og ofan við Grund og fór sá mikinn. Kenndu menn að j);fr var á ferð Stjáni í Möðruíelli á Rauð sínum. Möðrufcllsheimili var um j)ess- ar mundir mjög rómað. Þar var margt manna í lieimili og oft glatt á hjalla. Húsbændurnir voru veit- ulir og vel kynntir. Þar var ])ví olt gestkvæmt. Sérkennileiki „Möðru- fellshrauns" laðaði ýmsa að sér að skoða. Stundum héldu J)ar fundi sína ungmennin í bindindisfélag- inu. Var [)á skrafað og sungið og gammurinn látinn geysa. Einu sinni man ég eftir að elzta heimasætan í Möðrufelli, Dýrleif Pálsdóttir, bar fundarfólkinu veit- ingar út í hraun, og var þar setzt að kaffidrykkju. Voru föng ekki skorin við nögl í samræmi við gerð húsbænda og systkina í Möðru- felli. Þegar Kristján Pálsson var um J)að bil að verða fulltíða maður, té)k nýja öldin liann í fang sér með öllum sínum glæstu fyrirlieit- um, óskum og eggjunarorðum á- gætustu skálda og hugsjónamanna J)jóðarinnar. Það bjarmaði fyrir bjartari degi og betri tímum fram- tindan. Þá fæddist nýtt vor í hug- um Islendinga, sem spáði gróðúr- sælu sumri með svásum Jiey. Krist- ján Pálsson gekk jiessu vaknandi vori heilshugar á liönd og gerðist þess maður. Ekki veit ég, hvort Kristján hef- ur á fyrstu árum nýju aldarinnar ætlað sér að gerast sveitabóndi, en víst er, að hann hcfur þá farið að óska sér víðari sjónhrings cn sást af heimahlaðinu. Og til að full- nægja þeirri ósk tekur Iiann sig upp frá æskuheimilinu og ættar- garðinum og fer til Danmerkur liaustið 1901. Má vera að Jxir hafi og fleira komið til. í Danmörku stundaði liann nám við húsamáln- ingu. Einnig var liann á þessum árum nemandi í lýðskólanum í Valekilde í Danmörku. Hann kom heim aftur 1908. Þá lágu leiðir okkar cnn saman, því um vorið og fram á sumar 1908 vann ég hjá lionum við liúsamáln^ ingu á Akureyri. Hann var afkasta mikill málari og el'tirsóttur. Við vinnuna söng hann oft hástöfum, meðan pensillinn gekk hratt um veggi eða loft. Og svo komu fullorðins- og manndómsárin. Fyrirheit alda- mótanna rættust á lionum. Heima- sveitin kallaði á liann og liann gerðist ])ar athafnasamur bóndi. Hann eignaðist ástrjka eiginkonu, Kristínu Gunnarsdóttur frá ísa- firöi, og góð og umhyggjusöm börn, sem ásamt eiginkonunni önnuðust hann af alúð, er lieils- una þraut og náttmálin nálguð- ust. Vormaðurinn Kristján Pálsson Skjóldal, sem fæddist í maí undir fönnugum glugga harðærisins 1882, lauk hérvist sinni 15. desem- ber í blíðviðri vetrarins 1960. Um leið og ég votta konu lians og börnum innilega samúð mína, Kristján P. Skjóldal á gæðingi sínuni. J)akka ég ])ér, Kristján, allar liug- ljúfu æskuminningarnar, er tengd- ar eru ])ér og ])ínum í Möðrulelli. Og af J)vi að þær ber hæst í huga mínum og yfir J)eim hciðastur himinn, finnst mér í samræmi við þær sjálfságðast og eðli þínu næst að lnigsa sér þig ganga syngjandi kringum ljósum skreytt jólatré í hópi æskuglaðra ungmenna, eins og fyrrum. Vertu sæll, vinur, og gleðileg jól. 26. desember 1960. Húhngeir Þorsleinsson. •IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIiai,* ( Um Lisflaunasjóð íslands ) KARL KRISTJÁNSSON flutti frumvarp til laga um Listlauna- sjóð íslands. Er þar gerð tilraun til að koma nýrri og heillavæn- legri skipun á úthlutun lista- mannafjár, sem veitt er úr ríkis- sjóði. i frumyarpinu er gert ráð fyrir að fjárveitingin sé í fernu lagi: 1. Til skálda og rithöfunda. 2. Til myndlistarmanna. 3. Til tón listarmanna. 4. Til leiklistar- manna. — X samræmi við ])essa skiptingu er ætlazt til að fjórir aðilar úthluti fénu til listamann- anna. Listlaunaupphæðir skulu vera ferns konar. Skulu ritlaun í fýrsta úthlutúnarflökki nema liálf- unj Jiámarkslaunum í 7. launa- flokki starfsmanna ríkisins, en í öðrum úthlutunarflokki þriðjungi launa í sama launaflokki. I þriðja úthlutunarflokknum eru upphæð- ir ekki ákveðnar í frumvarpinu. Lagt er til að listamannafé verði minnst 2 millj. kr. á ári, en það er nti 1 millj. og 250 þús. kr. □ Athyglisverð orðaskipti á Alþingi ATHYGLISVERÐ orðaskipti urðu milli Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar á Alþingi 15. desem- ber. Einar var að flytja ræðu og lct orð falla á þá leið, að liagfróð- ur ráðunautur hefði orðið vinstri stjórninni að bana! Ólafur greip þá fram í og lct á sér skilja, að almannarómur segði, að E. O. sjálfur hefði átt mestan lilut að því að fella vinstri stjórn- ina. Þetta þótti Einari grálega’ mælt og tók að þylja yfir Ólafi endurminningar frá sumrinu 1958, þegar efnahagskerfi vinstri stjórnarinnar var sprengt með ó- raunhæfum kaupkröfum. „Ég hafði ])á töluvert saman við Sjálf- stæðisflokkinn að sælda,“ sagði Einar. Hann kvað Sjálfstæðis- flokkinn þá hafa stutt ákveðnar launakröfur og sagði, að ýmsir Al])ýðuflokksmenn hcfðu verið þessu sammála. Þá hcfði kaupið orðið hærra en hann sjálfur (E.O.) legði til nú í tillögum sínum um efnahagslögin. Samsærið til umræðu. Samsærið gegn vinstri stjórn- inni 1958 var raunar aldrei neitt leyndarmál. En það er nýlunda, að slik játning frá lilutaðeigend- um komi fram á Alþingi. Þetta samsæri bar lokaávöxt á Aljiýðusambandsþinginu í nóvem- bcrmánuði 1958, Jiegar þáverandi forsætisráðherra, Hérmanni Jónas- syni var neitað um eins mánaðar frest til að reyna að ná samkonni- lagi um stöðvun verðbólgunnar. Með hinni slysalegu afstöðu sinni, sem lcngi verður í minnum höfð, felldi Alþýðusambandsþingið vinstri stjórnina og kom Sjálf- stæðisflokknum til valda með þeim afleiðingum, sem nú eru kunnar og almenningur hefur mátt þola um sinn. Alþýðubandalagið hjálpaði Sjálfstæðisflokknuni dyggilega. En sjaldan er ein báran stök, því að síðar á sama vetri varð Al- Jiýðubandalagið fyrir því slysi að hjálpa Sjálfstæðismönnum til að breyta kjördæmaskipuninni og tryggja núverandi ríkisstjórn á J)ann liátt Jiann meirihluta, sem liún hefur nú í báðum deildum Alþingis. Einari Oígeirssyni mun að von- um vera J)að nokkuð viðkvæmt mál nú, að á ])etta sé minnt. En Ólafi Thors er J)að raunabót í stjórnarbasli sínu, að hrella forn- vin sinn, eins og sagt liefur verið liér að framan. □ 5 ***■■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllldllllIIIII lllllllllllllll llllllllllllllIIIIIIIII1111IIIIIIIIIIII lllllll111111111111111111111llllllllll iimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiMiiititiiiiiiiiiiimiiiiiiii'i* Mánntalsþættir úr í DESEMBER 1702 og á sex fyrstu mánuðum ársins 1703 létu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín taka fyrsta mann- tal á íslandi. Mun jafnframt mega kalla það fyrsta manntal í heimi, sinnar tegundar, ef frá er talin frönsk nýlenda í Kan- ada, sem var mun fámennari en ísland, en þar var tekið svipað manntal 1666. I manntalinu 1703 voru skráð nöfn allra íbúa landsins, aldur, staða og heimil- isfang, ef um það var að ræða. Hreppar voru þá 163 í landinu (nú 214 auk kaupstaðanna 14) og venjulega 5 hreppstjórar í hverjum hreppi. Onnuðust þeir fram kvæmd manntalsins, hverj ir í sínum hreppi. Manntalsgögn in virðast síðan hafa legið ó- hreyfð suður í Kaupmannahöfn, þangað til 75 árum síðar, að Skúli Magnússon, landfógeti, vann úr þeim yfirlitsskýrslur, sem hér verður ekki nánar greint frá. Á árunum 1924—47 lét Hag- stofa íslands prenta manntalið í heild í 17 heftum. Þar á að vera hægt að lesa nöfn allra ís- lendinga (og 24 útlendinga), sem á lífi voru í landinu í þann tið, en þetta fyrsta manntal var tekið í byrjun 18. aldar. Nú al- veg nýlega komu svo út endan- legar niðurstöður af rannsókn Hagstofunnar á þessu merkilega manntali. Samkvæmt þeirri rannsókn var íbúatala landsins 50.358 árið 1703 eða um 2/7 af núverandi íbúatölu. Konur voru ca. 20% fleiri en karlar. Börn 4 ára og yngri voru þá að- eins 74 af þúsund, en við aðal- manntalið 1950 voru börn á þessum aldri 127 af þúsund. Fólk 55 ára og eldra var þá líka hlutfallslega færra en 1950. Órækt vitni um mun lífskjar- anna. Þá áttu allir landsmenn heima í sveitum. Enginn kaup- staður og ekkert þorp, sem svo myndi nefnt nú. Fjölmennast var á biskupssetrunum tveim, á Hólum og í Skálholti. 70—80 manns á hvoru, og hjá lögmann inum á Þingeyrum um 40 manns. — Talið er, að þurfa- menn hafi verið 7800 eða 15% af þjóðinni. Þar af var förufólk nál. 400 talsins. Það var „á flakki“ sem kallað var, sveit úr sveit og sýslu úr sýslu, og átti sér naumast samastað. Og um flesta aðra þurfamenn er raun- ar talið, að þeir hafi vart getað kallazt heimilisfastir. Niður- setningum var að vísu fenginn dvalarstaður hverju sinni, en aðrir þurfamenn „fóru um“ hreppinn og þáðu þannig fram- færi sitt. Er þetta ein hinna minnisstæðustu heimilda um aldarbrag og þjóðarhag í þann tíð. Það, sem hér fer á eftir, um mannfjölda o. fl. á Norðurlandi austanverðu árið 1703, er byggt á lauslega gerðum athugunum á hinum nýju yfirlitsskýrslum Hagstofunnar og hinu prentaða manntali, sem fyrr var nefnt, svo og á nýlegum heimildum um mannfjölda, býlatölu o. fl. Árið 1703 og lengi síðan tald- ist Sigluneshreppur, þar sem nú er Siglufjarðarkaupstaður, til Eyjafjarðarsýslu. Þá taldist og hluti af núverandi Sauðaneshr. í Norður-Þingeyjarsýslu til Norður-Múlasýslu. En í þeim hluta Norðurlands, sem nú kall- ast í stjórnarskránni Norður- landskjördæmi eystra, voru hreppar 21 að tölu árið 1703, 9 í Eyjafjarðarsýslu og 12 í Þing- eyjarsýslu. íbúatalan var sem hér segir, samkv. manntalinu: Heimilisfast fólk.......5188 Þurfam. hreppanna*) . 699 Förumenn ............ 66 Samtals 5953 Á þessu sama svæði eru nú (þ. e. a. s. í árslok 1959) þrjú sýslufélög og þrjú bæjarfélög, en sveitarfélög 34, að kaupstöð- unum meðtöldum. íbúatalan var 19.403 í árslok 1959. Hér fara á eftir nokkrar upp- lýsingar um íbúa hinna fornu hreppa samkv. manntalinu 1703 ásamt samanburði við núver- andi fólksfjölda, miðað við árs- Iok 1959. Þar sem talin eru „bændabýli nú“, er átt við sér- metnar byggðar jarðir samkv. fasteignabók 1956—57, en tölur hafa breytzt síðan. Grímsey. Þar voru 87 menn heimilis- fastir árið 1703. í eynni voru þá 16 bændabýli og 2 hús- mannaheimili. Fjölmennast var á prestsetrinu, Miðgörðum og Básum (tvíbýli), 12 manns á hvorum stað. Þurfamaður eng- inn og förumaður enginn. — íbúatala nú 60 (í árslok 1959). Bændabýli nú 10. Ólafsfjarðarhreppur. Þar voru 141 á manntali 1703, þar af 127 heimilisfastir, 12 þurfamenn og 2 förumenn. Bændabýli 23, húsmannaheim- ili 2. Fjöllmennast var á Kvía- bekk, 17 manns. — íbúatala nú 888, og mikill meiri hluti þeirra í kaupstaðnum. Bændabýli nú 20. Svarfaðardalshreppur. Þar voru 669 á manntali 1703, þar af 555 heimilisfastir, 102 þurfamenn og 12 förumenn. Bændabýli 98 og 2 húsmanna- heimili. I Hrísey voru þá 17 manns. Fjölmennast var á Tjörn, 15 manns. Svarfaðardals hreppur var þá fjölmennasti hreppur á Norðurlandi og hinn áttundi í röðinni á öllu landinu. Fjölmennari voru: Eyjafjalla- sveit (1069), Neshreppur á Snæfellsnesi (1027), Breiðavík- urhreppur á Snæfellsnesi (797), Ölfus (719), „Lón, Nes og Mýrar“ í Austur-Skaftafells- sýslu (717), Dyrhólahreppur í Vestur-Skaftafellssýslu (686) og Rosmhvalaneshreppur í Gullbringusýslu (675). Á þessu svæði, eða því sem næst, eru nú 4 hreppar, núverandi Svarf- aðardalshreppur, Dalvíkurhr., Hríseyjarhi-eppur og Árskógs- hreppur og íbúatalan 1845 i árslok 1959, þar af í Dalvíkur- hreppi 862, í Hrísey 275 og á Hauganesi og Litla-Árskógs- sandi samtals 186. Bændabýli nú 99. Hvanimshreppur. Þar voru 213 á manntali 1703, 199 heimilisfastir, 12 þurfamenn og 2 förumenn. Bændabýli 33. Fjölmennast var á Möðruvöll- um, 29 manns. Hér er um að ræða núverandi Arnarneshrepp eða því sem næst. — íbúatala nú 319 í Arnarneshreppi, þar af 101 á Hjalteyri. Bændabýli nú 35. Skriðuhreppur. Þar voru 416 á manntali 1703, þar af 346 heimilisfastir, 69 þurfamenn og 1 förumaður. Bændabýli 57 og 4 húsmanna- *) Hér eru ekki taldar heim- ilisfastar fjölskyldur, sem, skv. manntalinu, hefur verið „lagt af sveit“. í þeim fjölskyldum voru rúml. 600 manns á öllu landinu. heimili. Fjölmennast var á Myrká, 14 manns. Öxnadalur taldist þá til Skriðuhrepps. — íbúatala nú 273. Bændabýli nú 40. Glæsibæjarhreppur. Þar voru 309 á manntali 1703, þar af 281 heimilisfastur, 27 þurfamenn og 1 förumaður. Bændabýli 50 og 2 húsmanna- heimili. Fjölmennast var á (Ytra)Krossanesi, tvíbýli, 15 manns. Hluti þessa hrepps hefir nú verið lagður til Akureyrar. Þegar sá hluti er frá talinn, er íbúatalan nú 277. Bændabýli nú 45. Hrafnagilshreppur. Þar voru 326 á manntali 1703, þar af 277 heimilisfastir, 45 þurfamenn og 4 förumenn. Bændabýli 45 og 2 húsmanna- heimili. Mikið var af fjölmenn- um jörðum í hreppnum. Fjöl- mennast var á Stói'a-Hóli, 17 manns, á Grund (tvíbýli), 16 manns og í Möðrufelli, sem var spítalajörð, 15 manns. Hluti af þeim hreppi hefur nú verið lagður til Akureyrar. Þegar sá hluti er frá talinn, er íbúatala nú 251 og bændabýli nú 32. Saurbæjarhreppur. Þar voru 511 á manntali 1703, þar af 433 heimilisfastir, 60 þurfamenn og 8 förumenn. Bændabýli 74 og 6 húsmanna- heimili. Þar var líka víða fjöl- mennt. Fjölmennast var á Hól- um, 19 manns og í Miklagarði (tvíbýli), 15 manns. — íbúatala nú 363. Bændabýli nú 61. Öngulstaðahreppur. Þar voru 292 á manntali 1703, þar af 257 heimilisfastir, 31 þurfamaður og 8 förumenn. Bændabýli 45 og 4 húsmanna- heimili. Fjölmennast var á Munkaþverá, 25 manns. — íbúa tala nú 383. Bændabýli nú 57. Svalbarðsströnd. Það voru 111 á manntali 1703, þar af 100 heimilisfastir og 11 þurfamenn. Bændabýli 18. Fjöl mennast var á Svalbarði, 12 manns. — íbúatala nú 235, þar af 65 á Svalbarðseyri. Bænda- býli nú 29. Grýtubakkahrcppur. Þar voru 330 á manntali 1703, þar af 269 heimilisfastir, 48 þurfamenn og 4 förumenn. Bændabýli 48 og 8 húsmanna- heimili. Fjölmennast var í Höfða, 15 manns. — íbúatala nú 383, þar af 149 á Grenivík. Bændabýli nú 43. Hálshreppur. Þar voru 407 á manntali 1703, þar af 358 heimilisfastir, 46 þurfamenn og 3 förumenn. Bændabýli 67 og 2 húsmanna- heimili. Þá var 31 maður í Flat ey. í Hálshreppi var fjölmenn- ast í Fjósatungu, 16 manns, og á Hallgilsstöðum, 15 manns. Var tvíbýlt á báðum jörðunum. Nú er hér um tvo hreppa að ræða, Hálshrepp og Flateyjar- hrepp. — íbúatala nú 324, þar af 88 í Flatey. Bændabýli nú 51. Ljósavatnshreppur. Þar voru 357 á manntali 1703, þar af 315 heimilisfastir, 37 þurfamenn og 5 förumenn. Bændabýli 52 og að auki 5 hjá- leigur. Fjölmennast var á Eyja- dalsá, 13 manns. Nú er hér um tvo hreppa að ræða, Ljósavatns hrepp og Bárðdælalirepp. — íbúatala nú 476. Bændabýli nú 78. Mývatnssveit. Þar voru 242 á manntali 1703, 209 heimilisfastir, 30 þurfa- menn og 3 förumenn. Bænda- býli 31, 1 hjáleiga og 2 hús- mannsheimili. Fjölmennast var í Reykjahlíð, 16 manns, en þar var tvíbýli.— Íbúatala nú 371. Bændabýli nú 52; Helgastaðahreppur. Þar voru 476 á manntali 1703, þar af 407 heimilisfastir, 65 þurfamenn og 4 förumenn. Bændabýli 67, 11 hjáleigur og 2 húsmannaheimili. Fjölmenn- ast var á Grenjaðarstöðum, 15 manns. Nú er hér um tvo hreppa að ræða, Reykdæla- hrepp og Aðaldælahrepp. — Íbúatala nú 777. Bændabýli nú 124. Húsavíkurhreppur. Þar voru 237 á manntali 1703, þar af 209 heimilisfastir og 28 þurfamenn. Bændabýli 39, 3 tómthúsmannaheimili og 3 hús- mannaheimili. Fjölmennast var á Héðinshöfða, 14 manns. Nú er hér um 2 hreppa að ræða, Reykjahrepp og Tjörneshrepp, auk Húsavíkurkaupstaðar. — íbúatala nú 1635, þar af 1431 í Húsavíkurkaupstað. Bændabýli nú 40. Kelduneshreppur. Þar voru 251 á manntali 1703, þar af 225 heimilisfastir, 22 þurfamenn og 4 förumenn. Bændabýli 32, hjáleiga 1 og 4 húsmannaheimili. Fjölmennast var á Víkingavatni (tvíbýli), 18 manns og í Garði, 16 manns. — íbúatala nú 242. Bændabýli nú 41. Öxarfjarðarhreppur. Þar voru 141 á manntali 1703, þar af 118 heimilisfastir og 23 þurfamenn. Bændabýli 17, hjá- leigur 3 og 2 húsmannaheimili. Fjölmennast var í Skógum, 14 manns. Nú er hér um tvo hreppa að ræða, Öxafjarðar- hrepp og Fjallahrepp. — íbúa- tala nú 198. Bændabýli nú 34. Presthólahreppur. Þar voru 178 á manntali 1703, þar af 158 heimilisfastir, 18 þurfamenn og 2 förumenn. Bændabýli 21, hjáleigur 7 og 3 húsmannaheimili. Fjölmennast .var á Presthólum, 12 manns. Nú er hér um tvo hreppa að ræða, Presthólahrepp og Rauf- arhafnarhrepp. — íbúatala nú 760, þar af 459 á Raufarhöfn. Bændabýli nú 43. Svalbarðshreppur. Þar voru 106 á manntali 1703, þar af 99 heimilisfastir, 4 Jiurfa menn og 3 förumenn. Bænda- býli 13, ein hjáleiga og 2 hús- mannaheimili. Fjölmennast var á Svalbarði og á Álandi (tví- býli), 13 manns á hvorum stað. — íbúatala nú 229. Bændabýli nú 31. Sauðaneshreppur. Þar voru 153 á manntali 1703, ef með er talinn sá hluti núver- andi Sauðaneshrepps, sem þá taldist til Norður-Múlasýslu, þar af 133 heimilisfastir, 16 þurfamenn og 3 förumenn. Bændabýli 25 og 5 húsmanna- heimili. Fjölmennast á Sauða- nesi, 12 manns. Nú er hér um tvo hreppa að ræða, Saúðanes- hrepp og Þórshafnarhrepp. — íbúatala nú 525, þar af 418 á Þórshöfn. Bændabýli nú 23. —o— Auk þeirra 28 fjölmennu jarða, sem áður hafa verið tald ar, voru 12 manns og fleiri á eftirtöldum jörðum: Upsum í Svarðaðai'dalshreppi. Yxnahóli í Skriðuhreppi. Vindheimum, tvíb., í Glæsib.hr. Skriðu i Skriðuhreppi. Glæsibæ í Glæsibæjarhreppi. Stokkahlöðum í Hrafnagilshr. Hrafnagili í Hrafnagilshreppi. Hvammi, tvíb., í Hrafnagilshr. Kjarna, þríb., í Hrafnagilshr. Naustum, tvíb., í Hrafnagilshr. Möðruvöllum, þríb., í Saurb.hr. Æsustöðum, tvíb., í Saurb.hr. Arnastöðum, tvíb., í Saurb.hr. Saurbæ í Saurbæjarhreppi. Garðsá,. tvíb., í Öngulstaðahr. Þverá, tvíbýli, í Öngulstaðahr. Miðvík, tvíb., í Grýtubakkahr. Grenivík í Grýtubakkahreppi. Sigríðarstöðum í Hálshreppi. Draflastöðum, þríb., í Hálshr. Lundarbrekku í Ljósavatnshr. Stóruvöllum, tvíb., í Ljósav.hr. Ytra-Felli í Ljósavatnshreppi. Geirastöðum í Mývatnssveit. Skörðum, tvíb., í Húsavíkurhr. Laxamýri, tvíb., í Húsavíkurhr. Núpi í Öxarfjarðarhreppi. Kollavík í Svalbarðshreppi. Höfuðstaðar Norðurlands, Ak- ureyrar, er að engu getið í manntalinu 1703. Þá var ekkert bj^ggt ból með því nafni. En af bændabýlum, sem nefnd eru í manntalinu, eru nú, að því er virðist, a. m. k. sextán í lögsagn- arumdæmi Akureyrar, sjö úr Hrafnagilshreppi og níu úr Glæsibæjarhreppi. Sjálfur bær- inn, eða a.m.k. meginhluti hans„ stendur á landi bændabýlanna sjö í hinum forna Hrafnagils- hreppi, að undanskildu Glerár- hverfinu, sem byggðist á landi Syðra-Krossaness í Glæsibæj- arhreppi. Auk þess eru nú í lög- sagnarumdæminu nokkrar jarð- ir úr hinum forna Glæsibæjar- hreppi, eins og fyrr var sagt. Á fyrrnefndum sextán býlum voru 130 á manntali 1703, en ár- ið 1959 var íbúatala Akureyrar 8589. í lögsagnarumdæmi bæj- arins eru í fasteignabók talin 45 byggð býli. Mannfall varð mikið á 18. öld. í stórubólu 1707 féllu 18 þús- undir en í móðuharðindum 10— 11 þúsudir. Eftir 120 ár stóð mannfjöldinn á íslandi í stað. Var aðeins júmlega 50 þúsundir eins og 1703. Heimili með grasnyt eru víða (1703) aðgreind í „bænda- býli“ og hjáleigur. í Eyjafjarð- arsýslu hefir þessari aðgrein- ingu þó ekki verið haldið í manntalinu. Á „húsmannaheim ilum“ er víða aðeins einn „heim ilismaður“. Embættisjarðir eru liér taldar með bændabýlum, enda stunduðu embættismenn búskap. Þess ber að gæta, að „niðursettir“ þurfamenn eru hér að framan ekki taldir til ,,heimilisfastra“ manna. í mann talsskránum eru þeir ekki tald- ir á heimilunum, heldur í einu lagi aftan við skrána í hverjum hreppi. Víða er það svo orðað, að eftirtaldir þurfamenn hrepps ins séu „í niðursetu og á flutn- ingi“. Förumenn eru þeir hér nefndir, sem ekki töldust þurfa menn tiltekins hrepps. í mann- talinu sjálfu eru þeir kallaðir „utansveitar húsgangsfólk“, og átti að telja hvern þeirra, þar sem hann gisti á páskadagsnótt árið 1703. Hér fer á eftir eitt sýnishorn úr húsgangsmamiaskrá Þingeyj arsýslu: „Að Dal (í Þistilfirði) kom á páskadagsmorgun, Jón Jónsson, Framhald á 7. siöu. 4.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.