Dagur - 15.02.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1961, Blaðsíða 4
4 ............ Baguk BYGGÐASAFN SÍÐARI hluta vetrar er tími hinna miklu fundahalda. Þá eru aðalfundir fjölda félaga, reikningsskil gerð, nýj- ar stjórnir kosnar og síðast en ekki sízt, nýjar áætlanir gerðar um fjöl- mörg mál, er til heilla horfa. Máttur félagsskaparins og félagsmála störfin hafa þokað okkur lengra á leið til betra lífs og meiri möguleka en nokkuð annað, sem okkur er sjálfrátt. Hér átti raunar ekki að ræða um félagsmálin almennt, heldur bent á tvö atriði til athugunar. Eyfirðingar og Akureyringar hafa gefið 1000 gamla muni, sem eftir var leitað hjá almenningi af fulltrúum KEA, Akureyrarbæjar og Eyjafjarðar sýslu. Margir munanna eru mjög merkilegir taldir fyrir síðari tímann, sem heimildir mn hagleik, vinnubrögð og daglegt líf horfinna kynslóða, ef þeir eru varðveittir vel og þó hafðir til sýnis. Munir þessir voru flestir skrásettir en síðan geymdir í myrkra stofu og fá engir að líta þá augum. Það hefði einhverntíma þótt nokkur trygging fyrir framgangi máls, að um það tækju höndum saman, stærsta kaupfélag landsins, liöfuðstaður Norð urlands og ein ágætasta sýsla lands- ins. En þessir traustu aðilar kusu nefnd í málið og hún hefur enn ekki skilað af sér störfum. Mundi nú ekki mál til komið að gera gefend um munanna og öllum almenningi skýrslu um þetta mál. Dagur er fús til að ljá henni húsaskjól. Hafi Eyfirðingar og Akureyringar ekki á- huga fyrir málinu, væri réttast að skila mununum og minnast svo ekki framar á byggðasafn eða varðveizlu gamalla muna. Vera má Iíka að stórar hugmyndir fæði af sér þær fram- kvæmdir, sem væru héraðssómi. NAFNMERKI Oftar er að fundið en þakkað það, sem vel er gert. Sá er þetta ritar fyll- ist þakklæti í hvert sinn er hann sér bæjanöfnin á smekklegu nafnmerki við heimreið bæjanna þegar hann ferðast á Iítt kunnum slóðum. Nú eru flestir orðnir töluverðir ferðamenn og veita sér að ferðast um næstu sveitir og sýslur án þess að eiga brýnt erindi. Ó, hvað heitir nú þessi fallegi bær, eða bærinn undir þessu sérkennilega fjalli? Eða hver kannast ekki við álíka spurningar? Stundum er skilti við veginn. Allir hafa heyrt bæjamafnið. Þetta er eins og að hitta gamlan kunningja. Og á bænum þeim er e. t. v. gamall kunningi og það var gaman að sjá bæinn hans. Já, það er bæði kurteisi og gestrisni að setja upp skilti við heimreiðina. Geta má þess líka, að stundum hafa læknar og Ijósmæður tafizt vegna þess að ekkert vísaði veginn. Um leið og við þökkum öllum þeim, sem gert hafa okkur þá ánægju að setja upp nafnmerki við heimreið sína, knýr sú spuming á, hvemig megi fá því framgengt að aðrir geri slíkt hið sama. Til gamans má geta þess, að búnaðarsamband og sam- vinnusamtök í Skagafirði leystu vand ann með sameiginlegu átaki. Senni- lega þyrftu einhver nokkurs megandi félög einnig að beita sér fyrir þessu menningarmáli í Eyjafjarðarsýslu. □ Merk ummæli sérfróðs manns um glæpahneigð æskunnar, orsakir hennar, uppeldisskort o. II. UMHUGSUNAREFNI UM „UMHUGSUNAREFNI“. í DEGI 7. tbl., fokdreifum, veð- ur fram á ritvöllinn einhver sem kallar sig EGO, svo fullur af vandlætingu að maður gæti í fljótu bragði haldið að það hafi verið eina leiðin til þess að forða honum frá að springa. Þar sem ég las í einhverju sunn anblaðanna um daginn svipuð skrif, en ekki séð þessu svarað, get ég ekki á mér setið, að svara þessu nokkuð. Vandlæting EGQ mun til komin af því hann er ekki sam mála Ólafi Stefánssyni, stjórn- arráðsfulltrúa, er talaði í þætt- inum „Um daginn og veginn“ í útvarpið fyrir nokkru, hvar hann lýsti skoðun sinni á nokkr um málum sem ofarlega eru á baugi og mikið rædd manna á meðal um þessar mundir. Ég ætla að hafa þetta í sömu röð og EGO. Það er þá 1. atriði: Vegagerð Ég spyr EGO. Hefur hann það mikla þekkingu á þessu máli, að hann geti fullyrt nokk uð um það? Hefur hann reikn- að út, hvað hægt væri að steypa langan vegarkafla fyrir and- virði — segjum 3—4 togara, sem kosta 30—40 milljónir? Hef ur hann gert sér ljóst, hve marg ar milljónir sparast í varahlut- um og bifreiðum við það að fá almennilega vegi, þó ekki væri nem.a um lítinn hluta landsins? Það atriði sem e. t. v. hvað mestu máli skiptir, er hvort Senmentsverksmiðjan gæti selt sement við lægra verði til þess- ara hluta. Ég mun ekki fara nán ar út í þetta atriði, því um það mætti eflaust skrifa heila bók. 2. atriði: Kjötframleiðsla. Virðist ekki hneyksla EGO svo mjög. 3. atriði: Ölgerð á íslandi. Þetta atriði virðist í fljótu bragði hafa sett EGO alveg úr skorðum. Um flesta hluti hafa menn skiptar skoðanir og mun svo sennilega verða í framtíðinni og tel ég það heilbrigt. Ég vil gefa lesendum sem e. t. v. hafa ekki lokið við grein EGO, kost á að sjá ögn af því, sem drýpur úr penna hans, og leyfi mér að taka hér upp klausu úr 3. atriði um bjór. EGO vitnar í grein sinni í ummæli Vald. Erl., læknis, um bjórgerðarmenn í Danmörku. Segir síðan sjálfur: „E. t. v. þykir núverandi kynslóð eitt- hvað athugavert við vaxtarlag vort. Beri því nauðsyn til að fjölga að nokkru kúluvembling um hér, svo að þjóðin geti hang ið í tölu menningarþj." (Lag- lega orðað). Ég segi fyrir mig, geri einnig ráð fyrir að flestir séu á sömu skoðun, ég vil ráða því sjálfur hvaða mat ég borða, ég vil einnig ráða því, hvort ég reyki, tek í nefið eða upp í mig eða drekk áfengi. Þetta teljum við til sjálfsagðra mannréttinda. En svo ætlar EGO að ærast, ef Ólafi Stef, mér, og mörgum fleirum, finnst það eðlilegt að við fáum að ráða því sjálfir, hvort við fáum okkur bjórglas eða ekki. Það er mikið rætt um ung- linga í sambandi við þetta bjór mál. Sennilega vita flestir. þó að þeir kannski ekki vilji viður- kenna það, að unglingar geta fengið tóbak og áfengi fyrirhafn arlítið þegar þeir kæra sig um. í þessu sambandi má einnig benda á, að ef bruggun og sala 31/2% öls yrði leyfð hér, yrði verðið ábyggilega það hátt, að fólk myndi ekki drekka sig ölv að af því. Fjárhagslega mundi hagstæðara að kaupa sterkari drykki. Maður hlýtur að álíta að EGO hafi aldrei smakkað 3%% öl, úr því hann álítur það þvílíkan voða, ef það yrði framleitt hér á landi. Eina breytingin, sem ég mundi gera við ölfrumvarpið fræga væri að hækka %töluna upp í 41/2—5%. Hér langar mig til að skjóta inn í smá dægra- dvöl fyrir templara, af því ég veit að þeir hafa gaman af töl- um, sérstaklega ef þær snúast um áfengi og áfengissölu. Spurningin er svona: Hve mikið áfengismagn er drukkið á íslandi án tilhlutunar ÁVR? Ég skal viðurkenna að þetta er mjög flókið dæmi og legg ég það þessvegna fyrir þessa tölu- fróðu menn. 4. atriði. Aukið fjármagn. Sennil. eru fá lönd sem hafa upp á fleiri leiðir að bjóða en ís land hvað snertir orkugjafa. Því miður virðist svo, að við höfum ekki fjárhagslega möguleika til að notfæra okkur þá. Hins veg- ar hefur það þegar sýnt sig,að við getum staðizt samkeppni er lendis frá, hvað snertir iðnvarn ing. Eitt af því sárgrætilegasta í þessu sambandi er, hve lítið við nýtum, enn sem komið er, jarðhitann. Hvað um Akureyri í því sambandi? Mig langar til að spyrja EGO. Veit hann hversu sjálfstæðir við erum raunverulega í dag? Er það að selja landið, að bjóða erlendum auðmönnum hlut í fyrirtækjum hér? Hvað segir EGO um síendurteknar lántök ur erlendis, undanfarið? Hitt er annað mál, hvort nokkur erlendur fjármálamaður vildi leggja fé í fyrirtæki hér á landi. Nei. Aðalatriðið finnst mér vera að það erlent fjármagn, sem er hægt að fá inn í landið, sé notað til þjóðþrifamála og þeirra fram kvæmda, sem að áliti ábyrgra og dómbærra aðila geta sýnt fram á með sterkum rökum að geti borgað sig og geti stuðlað að uppbyggingu atvinnuveg- anna, gamalla og nýrra. Nóg er um tapið. Þá er komið að síðasta atrið- inu, nr. 5: Sjónvarp á íslandi. Hvað erum við að gera með kvikmyndahús á íslandi? Því sitjum við ekki heima og lesum íslendingasögurnar? Þvílíkur voðahlutur. Sjónvarp. Morfín og önnur eiturlyf? Bifreiðir, bif hjól? Það gæti einhver orðið fyrir bíl og hlotið brot eða bana! Sjónvarp er eins og fleiri tæki tæknialdar þannig að þau geta orðið bæði til góðs og ills, eftir því hvernig þeim er beitt, og svo mun vera um flest. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi um þann dásamlega möguleika sem sjónvarpið getur gefið okk ur. Það er sem fræðslutæki. Ætli það gæti ekki komið að góðu gagni í kennaraskortin- um, sem sagður er aukast með hverju ári? Mér þætti fróðlegt að vita hvað EGO les að jafnaði og finnst hlustandi á í útvarpinu. „Enginn má sköpum renna,“ („Eigi má sköpum renna,“ hét leikritið og bendir það til þess, að EGO hafi ekki hlustað of vel), er að mínu áliti eitt með því bezta efni, sem útvarpið hef ur flutt nú lengi, ekki sízt vegna framúrskarandi meðferð ar leikara og leikstj. Á útvarp- ið beztu þakkir skilið fyrir flutn ing þess efnis. Hinsvegar varð ég fyrir sárum vonbrigðum sl. gamlárskvöld. Sú dagskrá fær ekki háa einkunn hjá mér. Kannske EGO veiti henni upp- reisn. Á öllum tímum og sennilega í flestum löndum eru til menn, sem berjast á móti framförum og setja sig upp á móti öllum nýjungum. Margir íslendingar voru á móti símanum á sínum tíma og hvað skyldu margir hafa verið á móti útvarpinu? En sem betur fer, staðreyndin er að þessir afturhaldsdýrkend- ur hafa ætíð orðið að láta í minni pokann fyrr eða síðar. Og þessvegna, því fyrr því betra. P. H. „EIN ER UPP TIL FJALLA.“ í SÍÐASTA Degi birtist löng grein um rjúpnavandamálið eft ir Theódór Gunnlaugsson. Hann byrjar mál sitt þannig: „Oft hef ég verið að velta því fyrir mér, hvað veldur þeirri þögn, sem verið hefur um hátt- erni rjúpunnar okkar, frá því að mest gekk á um hana fyrir rúmum tíu árum.“ Já, segjum tveir. Ég skil ekk ert, hvernig á þessu stendur. Það eru bara þó nokkrar vikur, síðan ég hef séð langa blaða- grein um þetta alvörumál, og ekki hef ég heldur heyrt rjúp- unnar getið í þingfréttum ný- lega. Til hvers halda alþingis- menn eiginlega, að við höfum kosið þá á þing? Halda þeir kannski, að þeim sé ætlað að ræða um keisarans skegg og allt það annað, sem ekki skiptir máli? Gátan, sem ráða þarf, er þessi: ' Hvers vegna fækkar rjúp- unni svo mjög annað slagið? Engin ein ráðning er til á gát unni. Þær eru margar. Bezt er líklega, að ég birti þær hér, svo að öllum þeim, sem af mikilli alvöru velta þessari ráðgátu fyr ir sér á löngum andvökunótt- um, verði ofurlítið léttara fyrir brjósti. 1. Margar rjúpur deyja úr ellihrumleika. 2. Nokkur fjöldi rjúpna fær hálsbólgu í sarpinn, og auk þess er hettusótt nokkuð algeng í stofninum. Verður hvort tveggja þeim oft að fjörtjóni. 3. Fálkinn drepur allar rjúp- ur, sem hann nær í. 4. Talið er, að refum, mink- um og köttum sé mjög hugleik- ið að ná sér í í’júpu í svanginn, og dýr þessi gera a. m. k. ekkert til að fjölga rjúpunum. 5. Veiðimenn drepa margar með byssum sínum. 6. Margt rjúpna bilast á taug um af skothvellum, og talsverð ur fjöldi verður veikur fyrir hjarta af sömu orsök. Veldur þetta skammlífi. 7. Mörgum rjúpum leiðist hér á íslandi og fljúga þá til annarra landa, t. d. Grænlands. Ef til vill hafa utanferðir lands manna síðustu áratugi og fjölg un á ferðaskrifstofum átt ein- hvern þátt i þessum flugferðum rjúpunnar. Þessar lausnir á gátunni miklu hef ég fundið af hyggju- viti mínu en ekki vegna þess, að ég hafi mikla reynslu í rjúpnamálum. Ég hef farið fjór um sinnum til rjúpna og skotið þrjár samtals. En þessi reynsla mín sem veiðimanns mælir þó með en ekki á móti lausnunum. Framhald á 6. siðu. Norskur yfirlögregli SKÖMMU fyrir síðustu mánaða mót hélt kunnur yfirlögreglu- foringi í Björgvin í Noregi fram söguerindi í öðru hinna fjöl- mennu ungmennafélaga borgar 'innar („Bændaungmennafélag- inu Erfinginn"), og voru all- miklar umræður á eftir. Var að alefni erndis þessa uppeldi æsk unnar og glæpahneigð borgar- æskunnar. Yfirlögregluforingi þessi, Har ald Hove að nafni (Haraldur frá Hofi), er maður með mikla reynslu og langa á þessum vett vangi, og vakti frásögn hans og ummæli mikla athygli. Fer hér á eftir hrafl úr ummælum hans: Hið uggvænlega fyrirbrigði, sívaxandi glæpahneigð æsku- lýðsins, gerir nú vart við sig víðsvegar um heim allan, sér- staklega þó í borgum og þétt- býli. Vakir því fyrir hugsandi mönnum víðsvegar á Norður- löndum og víðar, hverju hér sé um að kenna, og hvernig bjarga megi þeim, sem afvegaleiddir hafa orðið. Víða er þetta all- miklu verra en orðið er hér hjá oss, mælti ræðumaður, og þó er þetta mjög athyglisvert í okkar borg. — (Björgvin með nánasta umhverfi mun senn nálgast mannfjölda íslands.) Á árunum 1950—58 tvöfald- aðist tala æskulýðs-lögbrota í Björgvin. Og af þeim 5000 lög- brotúni, sem árlega hafa komið til lögreglunnar kasta í Björg-. vin, ér ’ý3 af völdum barna inn- an 14 ára áldurs, og ý3 unglinga 14—20 áfa. Og yngri flokkurinn fer stöðugt vaxandi. Fjölmenn- astir í þeim hópi eru eflaust bíla- og vélhjóla-þjófarnir, full 500 árl. síðustu árin. Flest æskulýðslögbrot eru framin í auðgunarskyni, sem sízt ætti þó að vera þörf nú á dögum. Áður var því jafnan haldið fram, að með því að út- rýma fátæktinni, myndi öllu illu burtu bægt. Reynslan a£- sannar þetta algerlega, en sann ar aftur á móti gamla máltækið, að „sá sem mikið á, vill meira fá.“ Hverju eru þá þessi lögbrot æskunnar um að kenna? Sem oftast er skuldinni skellt á heim ilin, og það títt með fullum rétti. Flest þeirra barna og ung- linga, sem þrásinnis verða fyrir barðinu á lögreglunni, eru upp runnin á lélegum heimilum. Ástæður margra heimila eru á þann veg, að börnin lenda eðli- lega snemma á glapstigum. Bæði foreldrin vinna ef til vill utan heimilisins, og þá hirðir enginn um börnin. Þau ganga lausbeizluð upp á eigin spýtur og njóta aldrei þeirrar ástúðar og hlýju, sem þeim er svo nauð synleg. Þau börn sem á glap- stigu ginnast, eru títt „erfið börn,“ sem einmitt þyrftu enn nánari hirðu og umönnun en venjuleg börn. Og þess er þau foringi liefur örðið sakna heima, leita þau hjá eldri félögum sínum, sem þá ef til vill eru oft af lakara tagi. og lenda börnin þá brátt á glap- stigum og lögbrotaferli. Félag- arnir eiga því ótvírætt allmik- inn þátt í „hrösunarferli“ barn anna. Lögregluforinginn hafði gert sér far um að rannsaka, hve margt þessara ungu lögbrjóta tækju þátt í einhverju félags- starfi, eða væru félagsbundnir. Og niðurstaðan varð sú, að nærri allir stóðu utan alls fé- lagsskapar. Það ber við, að ung ir lögbrjótar hafa verið teknir inn í félagsstörf af einhverju tagi, og hefur þá stundum náðst góður árangur af því! Af sveita-æsku sem flyzt til borgarinnar hefur lögreglan lít ið að segja, og er það í rauninni furðulegt. Þessi ungmenni koma úr fámenni í alókunnugt umhverfi og fjölmenni, fullt af freistingum, sem fátíðar voru heima. En fjöldinn af æskulýð sveitanna hefur að jafnaði þann arfinn með sér að heiman úr föðurgarði, að skömm sé að öll- um lögbrotum og misgerðum. En allur þorri borgaræskunnar þekkir enga skömmustukennd. En hvað á.nú til bragðs að taka til að bæta úr þessu ástandi og girðá fyrir frekari vöxt þess og þróun? Lögreglu- foringinn taldi að hér þyrfti fastmótaðra uppeldi barna að koma til sögurínar, (strangara, en ekki ,,harðara“). „Hið frjálsa uppeldi“ undanfarinna áratuga er yfirleitt ekkert uppeldi. Það hefur reynslan tvímælalaust sannað. Þroska þarf á ný sjálfs- virðingu æskunnar og virðingu Þegar Ijósið rann MORGUNBLAÐIÐ, Tíminn og fleiri blöð hafa keppzt við að flytja landsfólkinu fréttir af því hvað Kennedy, hinn nýi Banda ríkjaforseti segi og geri, og hversu hann hyggst taka á vandamálum þjóðar sinnar. Forsetinn vill ráðast gegn at vinnuleysinu, sem er orðið svo alvarlegt, að þar er hálf sjötta milljón atvinnuleysingja. Hann gerir tillögu um, að hækkað verði kaup hinna lág- launuðu úr 1 dollara í 1,25 doll ara á klukkustund. Þá telur forsetinn, að hækka verði styrki til þeirra, sem bág staddir eru og auka atvinnuleys istryggingar að mun. Að auka verði byggingastarf- , semi ríkisins, vegagerðir o. fl. framkvæmdir og auka lán- veitingar til íbúðabygginga og lækka vexti á þeim lánum. Sérstök framlög verði veitt þeim héruðum og borgum, þar sem atvinnuleysið er mest. Forsetinn telur, að vegna at- vinnuleysisins hafi framleiðslan fyrir yfirboðurum sínum (lög- um og rétti). Stjórnendur og stjórnarvöld hafa sannarlega verið of meinlaus gagnvart æsk unni. Og það liefnir sín alvar- lega. Meinleysi getur hæglega orðið „sauðmeinleysi!“ Hættan við duldir, sem svo mjög hefur verið haldið á loft, langt um of, hefur reynzt slæm grýla! Henn ar verður ekki vart hjá æsk- unni nú um stundir! Það þarf að kenna æskunni að skilja og innræta henni þeg- ar í bernsku, að hún má ekki, og getur alls ekki. farið ein- göngu eftir eigin höfði og gert eins og henni sýnist! Seinna verður þetta erfiðara viðfangs. í umræðunum eftir á kom margt í ljós. Ung stúlka sagði m. a. frá því, að hún hefði eitt sinn í félagi sínu tekið þátt í því að „bola út“ unglingum, sem „komið hafði verið fyrir" í félaginu til reynslu. Hún viður- kenndi nú, hve rangt þetta hefði verið og illa gert. Einn ræðumanna, kunnur og velvirtur starfsmaður borgar- innar, taldi að reynslan hefði sýnt og sannað, að ekki hefði verið rétt að „fleygja vendin- um“ algerlega, og eins fljótt og gert var. „Það er krafizt of lítils af æskunni. Hún er mjög sjálf- birg nú á dögum, og henni er vel ljóst, að hún á ekki mikið á hættu hegðunar sinnar vegna, og þótt hún verði sek um ein- hver smá lögbrot og glappaskot. Heima fyrir taka foreldrarnir svari þeirra og jafnvel afsaka misferli þeirra og lögbrot!“ — Talið var að borgarbörnin hefðu m. a. alltof lítið athafnasvæði, svo sem leik- og íþróttavelli, og annars ekkert fyrir stafni heima fyrir o. m. fl. " v. upp fyrir Mogga orðið 32 milljörðum dala minni en ella hefði orðið. Hækkun kaupgjalds þeirra lægst laun- uðu og auknar verklegar fram- kvæmdir eiga að örfa bæði at- vinnu, kaupgetu og framleiðslu. Bandarískir íhaldsmenn telja svona mikla kauphækkun, sem áður er nefnd og ná muni til 24 milljón verkamanna, atvinnu- vegunum ofvaxið að greiða. Eins og í upphafi segir, birtir Tíminn, Morgunblaðið og fleiri dagblöð margt af fyrirætlunum hins nýja forseta og er það raun ar engin furða. í hvaða flokki er Kennedy? En það rann upp fyrir Morg- unblaðinu núna um daginn í þessu sambandi, að stefna for- setans væri of ólík núverandi stjórnarstefnu á íslandi til að vera að hampa henni úr hófi. Hinsvegar skyldu Framsóknar- menn ekki vera með neinn derr ing, því Kennedy væri ekki Framsóknarmaður! □ Kristinn Úskar Jónsson frá Möðrufelli EINN EFTIR ANNAN hverfa þeir af sjónarsviðinu samferða- mennirnir, yfir landamærin, sem við köllum lífs og dauða. Hlekkurinn, sem tengdi saman þá, sem hverfa og hina, sem eft ir standa, virðist sundur hrokk inn. En svo er þó eigi, því minn ingin þess, sem var, er eftir og hún lifir. Mynd þess horfna, sem greypzt hefir í hugi sam- ferðamannanna, af útliti, orðum og athöfnum máist ekki út, og því skýrari er hún sem persónu leiki þess horfna hefir verið sterkari. Því varir minning og mynd Kristins í Möðrufelli ljós lifandi fyrir sjónum samferða- mannanna, um langa stund. Kristinn Óskar Jónsson er fæddur í Reykhúsum 23. júlí 1895. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Ólöf Árnadóttir, sem bjuggu þá í Reykhúsum. Þaðan fluttust þau í Syðra-Laugaland, þá að Garðsá og þaðan komu þau að Möðrufelli árið 1908. Þar bjuggu þau svo og dvöldu til æfiloka. Möðrufell var þá ríkiseign, er Jón kom þangað, en síðar keyti hann jörðina. Hann byggði á Möðrufelli stórt og vandað íbúðarhús og gerði jarðabætur. Kristinn ólst upp með foreldr um sínum til fullorðinsára, og tók síðan við ábúð á Möðrufelli 1923, fyrst í sambýli við mág sinn, Guðbrand ísberg, síðar sýslumann í Húnavatnssýslu. En 1931 tók hann ábúð á allri jörðinni. Hafði hann þá undan- farin fjögur ár búið í Litla- Hvammi. neyddur til að láta af athöfnum við búskapinn, að mestu leyti, sem samkvæmt eðli hans hlaut að vera honum þung raun, reyndist Hólmfríður honum hin sterka hollvættur, sem ann- aðist hann af mikilli alúð og bar birtu og varma á hug hans. Það var holl næring hinni karlmann legu lund Kristins, sem aldrei lét bugast. Hann gekk æðru- laus móti banvænum sjúkdómi og þjáningum með gamanmál á vörum til hinztu stundar. Hann lézt á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 6. febrúar sl. Kristinn Jónsson hafði að eðl isfari nokkuð stórbrotna lund, sem hann átti kyn til. Langafi hans, Friðrik Ólafsson í Kálfa- gerði, var skapheitur höi’kukarl og hinn mesti orðhákur. En raungóður reyndist hann vera og engra óvinur. Föðurafi Krist ins, Jón Jónsson, á Gilsbakka var harður í horn að taka og nokkuð hávaðasamur, er hann agaði börn sín eða sagði þeim fyrir verkum. En hann var við- urkenndur drengskaparmaður og vildi hvgrs manns vandræði leysa er hann mátti. Kristinn Jónsson var einarð- ur í máli og hreinskilinn, og sagði jafnan álit sitt á mönnum og málefnum umbúðalaust. Hálf velgju og sleikjuskap átti hann ekki til. Gott þótti nágfönnum, og öðrum, er með þurftu, til hans að leita, ef vanda bar að höndum. Þá var hann skjótur til úrræða, því aldrei brást greiðviknin. Eins og allir stórbrotnir drengskaparmenn var Kristinn samsettur bæði af grjóti og gulli. En hvort tveggja var ómengað og gott. Heimilisfaðir var hann um- hyggjusamur. Börn hans unnu honum mjög og dáðu, enda var hann þeim ástríkur faðir. Yngsta barnið, Sólveig, sem hann átti með Hólmfríði Þor- steinsdóttur, var sólargeisli í lífi hans. Hún dvelur nú í Nor- egi. Eg veit að Kristni var það ánægjuefni að vita syni sína taka upp merkið um ábúð og athafnir í Möðrufelli þegar veik indin felldu það úr höndum hans. Það var draumur Kristins og föður hans, að Möðrufell mætti verða óðal ættarinnar lið eftir lið. Og gott er íslenzkri bændastétt ef slíkir draumar rætast. Að síðustu votta ég eftirlif- andi ástvinum Kristins einlæga samúð mína. Hólmgeir Þorsteinsson. • iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii11■iiii1111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii1111111111111111iii1111111111111111iiiiiiiiuiii II I Hreiðurgerð hrognkelsanna ! Eftir að Kristinn tók við allri jörðinni gerðist hann brátt all stórvirkur um húsabætur og jarðrækt. Hann var athafnasam ur og duglegur bóndi og vel samstíga við þróun og tækni hins nýja tíma. Heilsuhraustur var hann lengi framan af ævi, enda hlífði hann sér hvergi. Auk búsannanna hafði hann á hendi um allmörg ár eftirlit og verkstjórn við aðgerðir á Eyja- fjarðarbrautinni. Kristinn Jónsson giftist 1923, Jónu Þorsteinsdóttur frá Ups- um í Svarfaðardal, hinni ágæt- ustu konu. Hún var gáfuð, mild í skapi og hæglát, og hvers manns hugljúfi. Þau eignuðust fimm efnileg börn, sem öll eru nýtir þjóðfélagsþegnar. Elzt er Gerður, húsmæðra- skólakennari, Narvik, Noregi, Þorsteinn er bóndi í Möðrufelli, Jón byggði sér nýbýli í landi Möðrufells, og býr þar, Ingvar er starfsmaður á Akureyri og Valur er bóndi í Möðrufelli. Konu sína missti Kristinn 1952. Eftir það stóð Hólmfríður Þorsteinsdóttir, systir Jónu, fyrir búi Kristins, innanstokks. Hún reyndist honum hin styrk- asta stoð við búsannirnar, enda bæði mikilvirk og hagsýn hús- móðir. Þegar Kristinn missti heils- una fyrir nokkrum árum og var ÞRJÁR íslenzkar fisktegundir, sem hreiður byggja eru: Hrogn kelsi, hornsíli og steinsauga. Hrognkelsin eru nú að koma upp að landinu vegna hrygning arinnar, sem stendur yfir frá febrúarmánuði og nokkuð fram á sumar. Rauðmaginn og grásleppan — karl og kerling — hafa í frammi töluvert skrítna ástarleiki, svo sem stundum má sjá í sjónum. En þau búa sér hreiður í grunn um sjó, ekki á meira dýpi en 20 metrum. Þau velja sér stað milli steina, þar sem botn er grýttur og þar sem þaragróð- ur er nægur. Eggin eru stór og eru límd saman í kökk. Þegar gráslepp- an hefur hrygnt, frjóvgar rauð- maginn hrognin og gætir þeirra að því loknu með kristilegri og mjög fórnfúsri þolinmæði í 2—3 vikur. Hann víkur ekki frá og ræðst þegar á gráðuga gesti, sem koma kunna og hann held ur sjónum á hreyfingu við hreiðrið með uggunum og verð ur því súrefnið nægilegt fyrir hið nýja líf. Þegar ungar koma úr eggjun um þykir rauðmaganum nóg komið af kyrrsetunni og yfir- gefur heimilið. Hans hlutverki er líka lokið í bráð og getur hann farið að leita sér ævintýra út um víðan sjá, eins og grá- sleppan, sem í’aunar stökk í burtu þegar eftir hrygninguna. Á göngum hrognkelsanna á hrygningastöðvarnar byggist hrognkelsaveiðin, sem hin síð- ari ár hefur færzt mjög í auka vegna mikillar eftirspurnar eft ir hrognum og hagstæðs verðs á þeim. Nýr rauðmagi, saltaður rauð- magi og reyktur rauðmagi er herramannsmatur og sigin grá- sleppa var mikið etin áður fyrr. Hveljan var oft súrsuð og þótti sumum hún góð. □ •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmmiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiX'* r 5 | FERTUGASTA 1 I ÞING U.M.S.E. | 40. ÞING U.M.S.E. fer fram að Árskógi 25. og 26. febrúar n. k. og hefst kl. 13 fyrri daginn. — Fara þar fram venjuleg þing- störf, auk þess munu mæta fulltrúar frá U.M.F.Í. og Í.S.Í. Þingið fer fram með meiri við höfn en venja er, vegna afmælis ins og verður um margt rætt. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.