Dagur - 15.03.1961, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1961, Blaðsíða 2
«r 2 Landhielgi í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM á dögunum, er þingál.tillaga um landhelgismálið var rædd, lýsti Ólafur Thors, fprsætisráðherra, viðtali því, er hann átii við- MacMillan, forsætisráðherra Breta, þegar þeir hittust á Keflavíkurflugvelli. Greindi Ólafur, forsætisráðh. ýtarlega frá rökstuðningi Bret- ans, en sagði síðan: „Mín gagn- rök skipta íslendinga minnu. Þau eru öllum kunn.“ Þá sagð- ist hann hafa lagt mesta áherzlu á, að hann teldi fyrri „aðgerðir íslendinga reistar á lögum og rétti,“ og að aðgerð- irnar'væru „helgur réttur lít- illar, dugmikillar þjóðar, til þess að lifa frjáls og öðrum ó- háð í landi sínu.“ Þegar athuguð eru þessi um- mæli forsæíisráðherrans, birt- ist ljóslega hinn furðulegi tví- skinnungur, sem komið hefur svo berlega í Ijós hjá formæl- endum stjórnarliðsins í þessu máli. T. d. segja þeir að samn- ingurinn sé gerður til að forða íslenzkum sjómönnum frá hætt um, er stafi af ofbeldisaðgerð- um Breta, en vilja svo í annan stað ekki viðurkenna, að samn ingurinn sé gerður vegna of- beldisaðgerðanna. Yfir þeim hafa verið þulin ótal rök, er hafa sýnt fram á, hversu óverj andi samningurinn við Breta væri, og þeim virðist sjálfum hafa verið þau ljós, eins og sést af þeim ummælum forsætisráð- herra, er vitnað var í hér að of- an. En samt kváðu við þessi undarlegu ummæli: Rök íslend inga skipta íslendinga niinna má!i, en rök Breta. Það er ekki að undra, þótt það tæki sex vikur að lciða þeim Jónasi Rafnar, Magnúsi Jónssyni og Bjartmari Guð- mundssyni (síðast en ekki sízt) það fyrir sjónir. En þá, og því aðeins þá, að það tókst, er skýr ing á því hvers vegna hinn sorg legi atburður, að meiri hluti A1 þingis glataði niður hinum ein- hliða rétti íslands til útfærslu landhelginnar, skuli hafa gerzt. En það hlýtur að vera merki legt rannsóknarefni út af fyrir sig, hvaða rökum Bjarni dóms- málaráðherra hefur beitt til að telja þeim trú um þetta, og verðúr líklega seint upplýst. En þó er ekki úr vegi að minnast á tvö atriði, er sterkar líkur benda til að beitt hafi ver ið sem rökum. Hið fyrra er nauðsyn á flokkshollustu, en þingmönnum Sjálfstæðisflokks ins er sjálfsagt ljóst orðið að hún er fyrst og fremst bundin vilja örfárra valdamanna, en ekki kjósenda flokksins yfir- leitt. En þó má ætla að engu minni áherzla hafi verið lögð á nauðsyn eflingar vestrænnar samvinnu og hefur aðeins örl- að á þeim rökum opinberlega, þótt með þau sé farið eins og feimnismál. Já, svo mikil nauðsyn virðist sumum mönnum á eflingu vest rænnar samvinnu, að þeir telja það heilaga skyldu sína að - Vestræn fórna á altari hennar jafnvel „rétti lítillar þjóðar til að lifa frjóls og óháð í landi sínu.“ En væri það til of mikils mælzt, að þessir hinir sömu menn gerðu sér það ljóst, að ef nokkuð get- ur orðið til þess að gera íslend- inga fráhverfa vestrænni sam- vinnu, þá er það þessi furðulegi undirlægjuháttur og þjónslund gagnvart Bretum (og Banda- ríkjamönnum). Þessum mönnum, sem styðja vilja og telja mikils virði sam- starf vestrænna þjóða, átti að vera það kappsmál, að Bretar létu skilyrðislaust undan síga cg að sporna manna mest gegn kröfum um nokkuð er réttinda afsal hefði í för með sér af ís- lands hálfu, ef þeir vildu láta vestræna samvinnu líta út í augum íslendinga, öðru vísi en einhliða eflingu Bretaveldis (og Bandaríkjanna), þannig hljóta síðustu aðgerðir að líta út. En hvernig sem þetta annars er, er ljóst að fyrir hótun um beitingu hervalds eða annarra þvingunarráðstafana hefur stjórnarforustan guggnað og samningurinn því nauðungar- samningur og verður að met- samyinna ast eftir því. En hinu ber ekki að neita, að stjórnarforustan hefði mátt leggja á það meiri óherzlu en hún gerði, ef hún vildi tryggja sér fyrirgefningu komandi kynslóða. S. B. | SKÓGARÞRÖSTUR j I í RORGARFIRÐI ] MORG eru undur veraldar, svo sem bezt má sjá af því, að skóg arþröstur sást í Borgarfirði syðra hinn fyrsta marz og flögr aði sá á milli hesta og settist jafnvel á hestbak. Frá þessu er skýrt í sunnan- blöðum og þess getið um leið, að hér sé líklega um eftirlegu- kind að ræða, sem orðið hefði eftir, þegar félagar hans héldu til heitari landa. Sem viðbót við þessa frétt má fraéða sunnlenzka blaða- menn um það, að mörg hundr- uð skógarþrestir dvelja vetur- langt á Akureyri. Til dæmis um það, sátu um 600 þrestir í trjám tveggja samliggjandi húsagarða fyrir fóum kvöldum og sungu hástöfum. □ BYGGiGANÁLII Á DAGSKIÁ Þórir Raldvinsson talaði á bændaklúbbsfmidi SÍÐASTA bændaklúbbsfund sátu 120 manns. Þar flutti Þór- ir Baldvinsson, arkitekt, erindi um byggingar og sýndi myndir af teikningum í skuggamynda- vél og skýrði þær. Ræðumaður kom víða við, minnti á að rækt unin hefði aukizt, búin stækk- að og dýrtíðin vaxið, vélar og hús kostuðu meira nú en áður. En hver bóndi yrði að gera það upp við sig, hve búin þyrftu að vera stór til að bera uppi kostn að af dýrum byggingum og vél um og gefa bóndanum viðun- andi tekjur til að lifa af. Að- keypt vinna væri dýr og tak- mörk væru fyrir því, hvað einn maður gæti á sig lagt, t. d. við einyrk j ubúskap. Ræðumaður sagði, að hlutfall ið milli hinna einstöku kostn- aðarliða í byggingum hefði rask azt. Efni hefði hækkað í verði, vinnulaun staðið í stað. Alltaf væri spurning, hvort byggja ætti úr steinsteypu eða léttara efni. Hann benti á, að báruas- best væri helmingi ódýrara en timburklæðning, hver fermetri, og væru ódýrustu veggplöturn- ar. Þá vék ræðumaður að súlu grunnum, sem oft gætu orðið til sparnaðar á efni og vinnu, þ. e. húsið hvílir þá á súlum í stað þess að hvíla á samfelldum grunni. Um verkfærageymslur sagði Þórir að það væri meira en von að þær væru víða óbyggðar ennþá, því fyrst yrði að byggja yfir fólk og fénað. Vel gæti líka farið á því að geyma vélar úti, a. m. k. í þurrviðrasveitum, ef þær stæðu á þurru og hreyfi- fletir vélanna væru smurðir fitu. Vélageymslur yrðu aö vera mjög þurrar og vel loft- ræstar, ættu þær að vera betri geymslustaður en úti. Þórir Baldvinsson taldi hjarð fjósum margt til ágætis, eink- um eftir að horfið var frá timbri í rimla, en þeir eyddust fijótt undan klaufum nautpen- ingsins, og járnbentur steinn kom í þeirra stað. Ræðumaður taldi vandkvæði á, að verksmiðjubyggð hús leystu vandann og lækkuðu byggingakostnaðinn. Hér á landi væri of lítið byggt ár- lega, til þess að svara kostnaði við verksmiðjubyggingu til framleiðslunnar. Umræður ui'ðu miklar að ræðu frummælanda lokinni. Sigurjón Steinsson, bústjóri á Lundi, stjórnaði fundinum. □ | Togari strandar j BREZKUR togari frá Grimsby strandaði við Sandárós í Dýra- firði í fyrrakvöld í ágætu veðri. Hann var á leið til Þingeyrar til viðgerðar. Tvö radartæki togarans voru í gangi er togar- inn renndi upp í sandfjöru. Presturinn ó Þingeyri heyrði fyrstur neyðarmerki skipsins og gerði aðvart. Tungufoss og brezkur togari drógu strand- skipið á flot í gær. Erlendir togarar leituðu oft til Þingeyrar á fyrri árum, því þar er hin góða vélsmiðja Guð- mundar Sigurðssonar. Togarinn mun talinn lítið skemmdur, en strand hans er hið furðulegasta, hvað sem valdið hefur. □ - BÆNDAHÖLLIN (Framhald af bls. 1) verður hótel á efstu hæðunum með 90 gestaherbergjum. Þykir fara vel á því, að hin fræga ís- lenzka bændagestrisni stuðli að því að erlendir menn geti heim sótt landið. En í þeim málum er slíkt ófremdarástand, að fjöldi ferðamanna, sem hingað vill koma ár hvert, verður að fresta för eða hætta alveg við að koma vogna gistihúsavönt- unar. Hitt þarf naumast að taka fram, að Bændahöllin verður æ tíð fyrst og fremst gistihús bændanna og annarra þeirra ut an af landi, sem til Reykjavik- ur koma. Bændahöllin kostar nú um 20 milljónir króna og hafa bænd- urnir einir lagt það fé fram. Nokkra tugi milljóna vantar enn og mun verða reynt að taka nokkurt lán til að ljúka byggingunni og taka hana í notkun. Á neðstu hæðum verð- ur húsnæði leigt út fyrir verzl- anir o. fl. og eru af því vissar tekjur. Þá verður í húsinu 500 fermetra samkomusalur og aðr ir minni. Skiptar voru skoðanir manna um stærð þess húss er byggja skyldi og eru það eflaust enn. Flestir munu þó á einu máli um það, að Bændahöllin verði bændastéttinni til sóma, sýni stórhug hennar og getu og að hún minni jafnan á hinn virðu- lega og elzta atvinnuveg lands- manna. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, minnti á í ræðu við þetta tækifæri, að þótt einhverjum fyndist e. t. v. í mikið ráðizt með því að byggja svo veglegán Miðgarð íslenzkrar bændastéttar, væri þetta eðlilegt andóf gegn mold- arkofum, sem áður voru hvar- vetna og ekki meiri munur á húsakosti, en munurinn á hjól- börum og dráttarvél á sviði verkmenningar. Ræktun og menning fer sam- an, sagði forsetinn. Sveitirnar hafa alið upp sjómenn, iðnaðar menn, sérfræðinga og embættis menn þjóðarinnar, ásamt því að breytast sjálfar í framfara- átt. Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, gaf loforð ríkis- stjórnarinnar um það, að styðja að lánsútvegun til Bændahall- arinnar og taldi tekjur mjög vissar af Bændahöllinni til end urgreiðslu. Hann fagnaði því mjög, að Bændahöllin greiddi götu ferðamanna með hótel- rekstri. Hann vonaði, að hús þetta yrði tákn nýrrnr sóknar í landbúnaðarmálum og skal undir það tekið, en einnig þess óskað, að bæði Ingólfur Jóns- son og annað íhald, sem nú ræð ur og hefur lagt helfjötra á bændnstétt landsins með hinum harkalegustu aðgerðum á Al- þingi, megi framvegis sem minnstu ráða í málum landbún aðarins. □ Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. mmmmm TIL SÖLU GÓÐUR JEPPI. Gísli Guðmann, Skarði, sími 1291. FUNDIÐ Fundizt hafa peningar á Strandgötunni 4. marz sl. Uppl. í síma 2496 kl. 2-4 síðd. ÍBIJB ÓSKAST til leigu 14. maí. Fyrir- framgreiðsla kennir til greina. Uppl. í síma 2167 eftir kl. 7 e. h. ÍBÚÐ TIL SÖLU Þriggja herbergja íbúð í Brekkugötu 33 til sölu. Uppl. í síma 2Q40. ÍBÚÐASKIPTI 4ra herbergja íbúðarhæð óskast í skiptum fyrir ný- tízku einbýlishús á góð- um stað í bænum. Afgr. vísar á. TIL SÖLU: Þrenn unglingaföt, karl- mannsföt, smökingfiit og peysu f ataf rakki. Lágt verð. Eiösvallagötu 9, sími 1517. NÝR TROMPET TIL SÖLU. Uppl. í síma 2146 milli 6—8 e. h. TIL SÖLU VORBÆR KÝR á fjórða kálfi. Afgr. vísar á. TIL SÖLU P. 70, árgerð 1956. Ekinn 50 þús. km. Verð og greiðsluskilmál- ar sanngjarnt. Afgr. vísar á. TIL SÖLU BARNARÚM með dýnu. Uppl. í síma 1663. Tapazt hefur HVOLPUR, hvítur með svartan haus og svarta bletti. Vinsam- legast geri aðvart í Skjald- aryík, sími 1382.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.