Dagur - 15.03.1961, Page 4

Dagur - 15.03.1961, Page 4
4 5 llltlHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHHIHHHHHHHHHHHHHHHHHHHIHHIHHHHHHHIIH* lllillllllliHIIIHIHIIIIHIIIIIIIIHIHIIiilHlllllilllHHIHIIIHIHIItHIIIIHIIIIIIltnilÍlllllltllltllllHllllllllilHHHIIIillllltlllHIHHHIHIHIIHIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIIIIHHHHIHIHIH VANTRAUSTIÐ í ÚTVARPSUMRÆÐU um vantraust á ríkisstjórnina sagði Hermann Jónas son m. a. þetta: „Undanfarin ár hefur landhelgi smærri og sumpart undirokaðra þjóða sífellt verið að stækka. Þær hafa brot ið sér leið og byggt á siðferðislegum og landfræðilegum rétti — þótt ekki hafi verið viðurkent sem alþjóðalög. Þetta hefur ekki verið í andstöðu við réttinn en ekki heldur samkvæmt neinum viðurkenndum alþjóðalögum. Við höfum verið í þessari fylkingu þjóða, sem með siðferðilegum og land fræðilegum rétti hafa verið að skapa þessa þróun. Nú gerumst við einir liðhlaupar úr þessari fylkingu og verðum í þess stað forustuþjóð í því að láta binda hendur okkar í þá tvö- földu fjötra, að þurfa að sækja um leyfi til frekari stækkunar — og það til þeirrar þjóðar, sem hefur misboð- ið okkur með ofbeldi. — Og ef Bret- ar óska verðum við að fara fyrir al- þjóðadómstól. Og hvað yrði um framtíðarstækk- un landhelgi ef forystuþjóðirnar í þeirri baráttu gerðu sama og við — afhentu vopn sín og létu binda hend- ur sínar. Bretar hafa fyrr og síðar haldið því fram, að þeir ættu sögulegan rétt til landgrunnsins kringum ísland — því þeir hefðu byrjað að fiska þar löngu á undan tslendingum. Með því að láta fslendinga gangast undir tilkynning- arskylduna eru Bretar að reyna að láta líta svo út, að í þessu felist við- urkenning þess að þeir eigi rétt til landgrunnsins móts við íslendinga sjálfa. í þessu felst stórkostleg hætta síðar meir. Það' var ófrávíkjanleg regla sem Jón Sigurðsson setti í sjálfstæðisbar- áttunni að afsala aldrei réttindum, — hvaða fríðindi sem voru í boði. Á þjóðfundinum 1851 var lagt fram af Dana hálfu frumvarp um stjómar- fyrirkomulag tslands. Ýmsum fríðind um var heitið gegn réttindaafsölun. Hótað var þá, að ef við íslendingar ekki samþykktum þetta fnunvarp íengjum við aldrei neitt. fslendingar höfnuðu þessu boði — og er sú saga kunn. Um þetta segir Eiríkur Briem í ævisögu Jóns Sigurðssonar: „Hefðu íslendingar sætt sig við frumvarp þetta, þá hefði verið úti um öll þjóðleg réttindi þeirra“ og enn fremur „þjóðlífi íslendinga hefði ver- ið háski búinn, en honum var nú af- stýrt“. — Sagan sannaði eins og endranær þótt bið yrði á — því að ofbeldið guggnaði fyrir eiúhug og manndómi. — Vegna þess að fslendinga skorti hvorugt þá og síðar endurheimtum við landið okkar. — Landgrunnið okkar varð og verður að endurheimta með sömu vinnu- brögðum. Stjórnarandstaðan nú bauð fram einhug til að standa gegn ofbeldi Breta. Bretar voru að hopa — það að standa nú einhuga á réttinum með veit allur heimur. — En í stað þess manndómi og fullkomna sigurinn — eins og áður var gert — gugnar ríkis- stjórnin og afsalar sérrétti okkar til þess sem okkur er dýrmætast næst landinu sjálfu—landgrunninu.11 □ „Hrafnaþing kolsvart í holti” Daníel Ágústínusson, Jón Skaftason og Ingvar Gíslason flytja tillögu um að fela ríkis- stjórninni: 1. Að láta fara fram rann- sókn sérfróðra manna á því, úr hvaða efni sé heppilegast að gera varanlegar götur í kaup- stöðum og kauptúnum. 2. Að undirbúa löggjöf — að þeirri rannsókn lokinni — um fjárhagslegan stuðning ríkis- sjóðs við varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Lán til veiðafærakaupa. Minni hluti allsherjarnefndar sam. þings, þeir Gísli Guð- mundsson, Björn Pálsson og Hannibal Valdimarsson, hefur skilað áliti um tillögu til þál. um lón til veiðarfærakaupa, er flutt var af Jóni Skaftasyni og Gísla Guðmundssyni. I nefndar áliti segir svo: „Tillaga þessi er nú flutt í annað sinn á Alþingi. Efni til- lögunnar er að fela ríkisstjórn- inni að láta athuga, hvort unnt sé að skipuleggja hjá einni eða fleiri lánastofnunum veitingu fastra lána til kaupa á sérstak- lega verðmiklum veiðarfærum, sem hafa þá endingu, að fært sé að taka þau að veði fyrir slík um lánum. Tillagan var flutt snemma á þessu þingi og var á sínum tíma send til umsagnar Landsbank- anum, Útvegsbankanum, Lands sambandi ísl. útvegsmanna og Fiskifélagi íslands. Frá bönkun um hafa ekki borizt svör, en bæði Landssambandið og Fiski félagið hafa mælt með því, að tillagan verði samþykkt, Lands sambandið með bréfi, dags. 14. des. sl., og Fiskifélagið með bréfi, dags. 19. jan. sl. Meiri hl. nefndarinnar hefur samt, því miður, ekki talið sér fært að mæla með tillögunni. Minni hl. telur hins vegar sjálfsagt að fela ríkisstjórninni að athuga málið, úr því að slík athugun hefur ekki farið fram, svo að kunnugt sé, síðan tillag- an kom fram í fyrra, og fær ekki skilið, að það geti verið varhugavert á neinn hátt, að A1 þingi hlutist til um, að sú at- hugun fari fram. Á s.l. hausti var svo komið, að ríkisstjórn varð að beita sér fyrir bráða- birgðalausn í þessu máli að því er varðaði áfallnar skuldir vegna síldarnóta. Það er vissu- lega engin furða, þó að menn láti sér til hugar koma, að eðli- legt gæti verið og framkvæman legt að veita sérstök lán og með sérstökum afborgunarkjörum t. d. út á veiðarfæri, sem nú orðið kosta 700—800 þús. kr. og eiga að geta enzt í nokkur ár, og að um það geti þá gilt almennar reglur, sem hlutaðeigendum séu fyrir fram kunnar. í grein- argerð till. er svo að orði kom- izt, að jafnvel þótt um sæmi- lega veiði sé að ræða, virðist auðsætt, að ekki sé kleift að greiða að fullu svo verðmikil veiðarfæri af afla eins árs, og hefur sú skoðun vissulega mik- ið til síns máls. Hér er þó ekki lengra farið en að óska eftir at hugun á málinu.“ Sjávarútvegur og fiskvinnsla. Af hálfu Framsóknarflokks- ins hefur Skúli Guðmundsson gefið út álit minnihluta fjár- hagsnefndar neðri deildar um frumvarp það, sem flutt er af ríkisstjórninni til staðfestingar á bráðabirgðalögum, er út voru gefin 5. jan. sl. um lánveitingar til fyrirtækja, er stunda sjávar- útveg og fiskvinnslu, í þeim til gangi að bæta fjárhagsaðstöðu þeirra. Þar segir svo: „Ymsar orsakir liggja til þess, að sjávarútvegurinn á nú í erfiðleikum, m. a. sú gífurlega vaxtahækkun, sem ákveðin var snemma á næstliðnu ári. Sú ráðstöfun ríkisstjórnarinnar hef ur lagt óviðráðanlegar klyfjar á fjölda manna og fyrirtækja, þar á meðal útgerðarfyrirtæki. Þó að nú hafi verið ákveðin nokkur vaxtalækkun, er þar allt of skammt gengið til leið- réttingar. Viðskiptamálaráðherra gaf út reglugerð 14. f. m. um fyrirhug aðar lánveitingar samkvæmt bráðabirgðalögunum. Er þar fram tekið, eins og í lögunum, að lán skuli aðeins veitt gegn veði í framleiðslutækjum sjáv- arútvegsins og sé bankaábyrgð þar að auki til tryggingar lán- unum. í reglugerðinni segir enn fremur, að andvirði láns skuli greitt í reikning viðskipta banka þess, sem lánið ábyrgist, enda geti hann gert það að skil- yrði, að lánsfénu sé varið til að greiða skuldir við hann eða aðr ar skuldir til skamms tíma, sem hann ákveður. Einnig segir í reglugerðinni, að fjár til lánveit inganna geti stofnlánadeildin aflað með því að stofna til skuldar við Seðlabankann, enda sé svo um samið við við- skiptabanka þeirra fyrirtækja, er lán fá, að staða þessara banka hjá Seðlabankanum batni í samræmi við það. Þá segir og, að umsóknir um lánin skuli afhendast viðskiptabanka umsækjenda, er síðan komi þeim áleiðis til lánveitanda, og hafa skuli „náin samráð“ við banka um athugun á lánbeiðn- um. Samkvæmt því, er að framan greinir, er það skilyrði fyrir láni, að banki taki ábyrgð á greiðslu þess, enda getur hann tekið lánsféð upp í skuldir lán- takandans eða ráðið því, hvaða skuldir hann borgar með lán- inu. Það er til hagræðis fyrir út- vegsmenn að fá lán til lengri tíma til greiðslu á skyndilánum í bönkunum, en þó alls ekki fullnægjandi. Marga útvegs- menn og fyrirtæki sjávarútvegs ins skortir fé til greiðslu á lausaskuldum við aðra en banka og þurfa að nota væntan leg lán til greiðslu á slíkum kröfum. Lánin mega því ekki vera þeim skilyrðum bundin, að þau fari eingöngu til greiðslu á bankaskuldum. Þá virðist engin ástæða til að setja það ófrávíkjanlega skilyrði fyr- ir lánveitingu, að bankaábyrgð sé til tryggingar á greiðslu. Aðrar öruggar tryggingar ætti einnig að taka gildar. í frv. segir ekkert um það, við hvað skuli miða upphæðir ÞESSI 90 tonna bátur er í smíðum hjá Skipasmíðastöð KEA og var hann tekinn úr húsi fyrir nokkrum dögum. Eigandi er Halldór Jónsson, útgerðarmaður í Ólafsvík. Bátur þessi mun verða tilbúinn fyrir næstu síldarvertið. í kassa við stefni bátsins er aflvélin. (Ljósm. E. D.) veittra lána. í brtt., er ég flyt, legg ég til, að lánin verði við það miðuð, að lántakendur geti greitt lausaskuldir sínar, svó að atvinnurekstur þeirra geti hald ið áfram, enda sé verðmæti þeirra eigna, er þeir setja að veði, nægilegt til greiðslu á lán unum eða settar aðrar trygging ar, er sjóðsstjórnin metur gild- ar. Samkvæmt annarri gr. frv. á stjórn stofnlánadeildarinnar að ákveða vexti af lánunum, að höfðu samráði við ríkisstjórn- ina. Ég legg til, að hámark vaxt anna. v.erði 5%: Frumvarp þetta er. aðeins um nýjar lánveitingar til þeirra að ila, er stunda sjávarútveg og fiskvinnslu. En sjávarútvegur- inn er ekki eini atvinnuvegur- inn, sem nú skortir tilfinnan- lega lánsfé. Svo er einnig um landbúnaðinn. Vaxtahækkunin og aðrar ráðstafanir í efnahags málum á. næstliðnu ári hafa lagt mikjar byrðar á bænda- stéttina, og svo er komið, að margir bændur geta því aðeins haldið búrekstri sínum áfram, að þeir fái lán með viðráðan- legum vöxtum og borgunarskil málum til greiðslu á lausaskuld um, er á þeim hvíla. Þeir eiga líka tvímælalaust rétt á svip- aðri fyrirgreiðslu og útvegs- menn. Og fyrirtæki, sem hafa komið upp vinnslutöðvum fyrir landbúnaðarafurðir, hafa yfir- leitt fengið mjög lítil stofnlán til þeirra framkvæmda og búa því við fjárskort eins og eig- endur fiskvinnslustöðvanna. Það er óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir til að bæta fjárhagsaðstöðu bænda og fyrir tækja þeirra, á sama hátt og gert er með þessu frv. fyrir út- vegsmenn og þeirra fyrirtæki. Ég ber því fram breytingartil- lögu við frv. um að bæta inn í það ákvæðum um sérstaka stofnlánadeild fyrir landbúnað- inn hjá Seðlabankanum. í til- lögum mínum er gert ráð fyrir, að sú lánadeild veiti lán til ein stakra bænda, er skortir fé til greiðslu á lausaskuldum, og einnig til fyrirtækja, er eiga vinnslustöðvar fyrir landbúnað arafurðir1/ Sömu reglur gildi um lánveitingarnar, lánstíma og vexti, eins óg um lánin til sjávarútvegsins.“ BreytingartiIIaga Skúla. Sk. G. flytur. einnig af hálfu flokksins svohljóðandi breyt- ingartillögu: „Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast f. h. ríkissjóðs stofn- lán samkvæmt þessum lögum, allt að 30 millj. kr., sem veitt kunna að verða með sérstöku tilliti til þess að koma í veg fyr ir, að atvinnufyrirtæki, sem komið hefur verið upp með at- beina sveitarfélaga til þess að stuðla að jafnvægi í byggð Á hinni fjölsóftu kirkjuviku á Akureyri voru 5 aðalræðumenn Þórarinn Björnsson Hólmfríður Jónsdóttir Stefán Jónsson Benedikt Arnkelsson Bjöm O. Björnsson *'T;^5>*N»»M»»»»UI»»HH»MM»m»»l»»MM»ltH»«IMHIimilM»*»*MIU»U»M*l»»I.»llll»»»IHII»IIM»H»H»IIIIMI»»imHIMHHIM»»»»»IIIIHI»IIIIIMUIUIII»IIIIIIIIIIMUimH»»MHIIMUIIII»HIIIMI»«lllll»II»»U»»»»»llll»»IM»l»IU»»M»IM»l»»MII»IUIIIIIIII|HIMI»»M»»»»»»»»»llimUMIII»»»W»*im»*tllll»»»»M»UIHMH»IIIH»IIIHIIIIIlll«JIIUI« landsins, verði að hætta starf- semi sinni í þessum tilgangi. Ríkisábyrgð skal því aðeins veitt, að fyrir liggi meðmæli nefndar þeirrar, er úthlutar at- vinnuaukningarfé samkv. 29. gr. fjárlaga.“ Eyðing svartbaks. Gísli Guðmundsson, Sigurð- ur Ágústsson og Halldór E. Sig urðsson flytja frv. um ráðstaf- anir til að eyða svartbak. í greinargerðinni segir svo: Árið 1936 voru sett lög um eyðingu svartbaks (veiði- bjöllu). Með þeim lögum var sýslunefndum og bæjai-stjórn- um heimilað og — ef fyrir lá áskorun a. m. k. 5 æðarvarps- notenda — gert skylt að gera samþykktir um eyðingu svart- baks. Ábúendum jarða var jafn framt gert skylt að eyða svart bakseggjum, hverjum í sínu landi. Væri ákveðið í samþykkt að eyða svartbak með skotum, skyldi ríkissjóður greiða helm- ing skotmannslauna, að öðru leyti skipt jafnt milli sveitar og sýslu. Árið 1941 voru svo sett ný tímabundin lög um eyðingu svartbaks. Áttu þau fyrst að gilda um tveggja ára skeið, en voru síðar framlengd allt til árs ins 1954. Þessi lög frestuðu framkvæmd laganna frá 1936, en lögin frá 1936 komu aftur til framkvæmda, þegar úti var gildistími laganna frá 1941, og eru enn í gildi. Hins vegar eru hin gömlu ákvæði frá 1936 um greiðslu skotmannslauna úr rík issjóði löngu orðin úrelt vegna verðlagsbreytinga og sömuleið- is ákvæðin um sektir fyrir að vanrækja eyðingu svartbaks- eggja o. fl. og lögin því gagns- laus. í þessu frv. er lagt til, að úr þessu verði bætt. Gert er ráð fyrir, að skotmannslaun verði 8 kr. fyrir hvern skotinn svart- bak — þar af helmingur úr rík- issjóði —, og má ætla, að það nægi til þess, að lögin geti bor- ið árangur. Flm. þessa frv. hafa aflað sér vitneskju um dúntekju í land- inu ár hvert á tímabilinu 1900 —1959, eða um 60 ára skeið. Eins og sjá má á skýrslum á fylgiskjali I. hefur dúntekja far ið mjög minnkandi síðustu ára, (Framhald á bls. 7) - Nokkur mál algr. á Búnaðarþingi (Framhald af bls. 1) Allsherjarnefnd hafði fyrra málið til meðferðar og lagði til að það yrði afgreitt með eftir- farandi ályktun, sem var sam- þykkt samhljóða: „Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til Stéttarsambands bænda að það láti gera rann- sókn á hlutdeild landbúnaðar- ins í þjóðarframleiðslunni ssm- anborið við aði'a atvinnuvegi. Niðurstöður þessarar rannsókn ar verði birtar almenningi. Verði m. a. athugað eftirfar- andi atriði: 1. Hvað landbúnaðarfram- leiðslan er mikil að verðgildi og hve mörg prósent hún er af heildarframleiðslu þjóðarinnar. 2. Hvað gjaldeyriseyðsla landbúnaðarins er mörg pró- sent af innflutningi þjóðarinn- ar. 3. Hvernig áfallnar ríkisá- byrgðir skiptast milli atvinnu- veganna síðustu ár. 4. Hvernig fjárveitingar rík- isins skiptast milli höfuðat- vinnuveganna. 5. Hvað framleiðsla landbún- aðarins er mikil miðað við fólks tölu, í samanburði við aðrar framleiðslugreinar.“ Gunnar Guðbjartsson hafði framsögu fyrir nefndinni. Korn og kartöflur. Á 7. fundi búnaðarþings voru 3 mál tekin til fullnaðaraf- greiðslu. Voru það í fyrsta lagi þingsályktunai'tillaga frá stjórn Búnaðarfélags fslands um af- urðalán handa Grænmetisverzl un landbúnaðarins. í annan stað tillaga frá sömu aðilum um að búnaðarþing skori á alþingi að lögleiða frumvarp það um kornrækt, sem fyrir liggur og loks erindi frá Búnaðarsam- bandi Eyfirðinga um, að sem fyrst verði sett á fót rannsókn- arstofa til þess að auðvelda bar áttuna við júgurbólgu. Eins og kunnugt er veita bankarnir engin afurðalán út á kartöflur og annað grænmeti. Er vandséð hvað valda muni, þegar þess er gætt, að afurðal. eru veitt út á flestar aðrar fram leiðsluvörur til sjávar og sveita. Veldur þetta kartöfluframleið- endum eðlilega verulegum erf- iðleikum og er full þörf á að fá úr þeim bætt. Búnaðarþing samþykkti að málið yrði afgreitt með eftirfar andi ályktun: „Búnaðarþing ályktar að skora á rikisstjórnina að gera ráðstafanir til þess að Græn- metisverzl. landbúnaðarins og umboð hennar, sem hafa full- nægjandi geymsluskilyrði, geti átt þess kost að fá hjá bönkun- um afurðalán til þess að greiða með kai'töflur, rófur og annað grænmeti, sem hún tekur á móti hjá bændum til sölu fyrir þá. Skulu um þessi lán gilda sömu reglur og lán þau, sem bankarnir veita til þess að greiða aðra landbúnaðarfram- leiðslu, kindakjöt, mjólkurvör- ur, ull, húðir ög gærur. Þá beinir búnaðarþing því éinnig til ríkisstjórnarinnar, að hún geri ráðstafanir til þess að fá því til vegar komið, að bank arnir veiti afurðalán út á nauta kjöt og hrossakjöt og gildi um þau lán sömu reglur og um lán út á kindakjöt.“ Framsögumaður allsherjar- nefndar í þessu máli var Ingi- mundur Ásgeirsson. Nokkrar umræður urðu um málið og töl uðu, auk framsögumanns þeir Helgi Símonarson, Egill Jóns- son og Einar Olafsson. Ut af tillögu stjórnar Búnað- arfélags íslands um kornrækt- ina samþykkti búnaðarþing svo fellda ályktun: „Búnaðarþing skorar á yfir- standandi alþingi að afgreiða frumvarp það til laga um korn- rækt, sem fyrir liggur og efnis- lega er í samræmi við það frum varp, er búnaðarþing sam- þykkti 1959. Tekin verði inn í lögin ákvæði, er tryggi það, að stuðn ingur sá við kornræktina, sem í lögunum felst, nái einnig til þeirra framkvæmda á þessu sviði, sem gerðar hafa verið á síðustu árum fyrir gildistöku laganna.“ Klemenz Kr. Kristjánsson hafði framsögu fyrir málinu af hálfu jarðræktarnefndar, en auk hans tók til máls Sveinn Jónsson. Júgurbólga. Júgurbólga hefur verið að- sópsmikil í kúastofni lands- manna á undanförnum árum og valdið mjólkurframleiðendum verulegu tjóni. Og nú virðist svo komið, að þau lyf, sem not- uð hafa verið til þess að halda í hemilinn á þessum leiða kvilla, séu ekki jafn áhrifamik- il og áður. Er því brýn þörf nýrra aðgerða og róttækari en fyrr. Búnaðarþing samþykkti að afgreiða erindi Búnaðarsam bands Eyfirðinga með eftirfar- andi ályktun: „Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að leita samvinnu við tilraunastöðina á Keldum, Mjólkursamsöluna í Reykjavík og mjólkurbúin í landinu, í þeim tilgangi, að stofnsett verði rannsóknarstofa, sem aðstoð gæti veitt til lækn- inga eða útrýmingar á júgur- bólgu í kúm. Jafnframt vinni stjórn B. í. að því, að alþingi veiti til þessa nauðsynjamáls nægilegan stuðn ing.“ Kristján Karlsson var fram- sögumaður búfjárræktarnefnd- ar. Vothey. Eftirgreind mál voru tekin til fullnaðai'afgreiðslu á 8. fundi búnaðarþings: Erindi Búnaðar- sambands Suðurlands um að auka tilraunir með íblöndunar- efni til votheysgerðar og álykt- . unartillaga frá allsherjarnefnd um að rannsakaðir verði lifn- aðarhættir grágæsa og þess freistað, að finna ráð við því tjóni, er þær valda. í erindi Búnaðarsambands Suðurlands er bent á, að áhugi manna á að bæta votheysgerð-, ina með íblöndunarefnum og þá einkum maurasýru hafi far- ið vaxandi hin síðari ár. Hins vegar sé sýran það dýr, að notk un hennar auki verulega kostn aðinn við votheysgerðina. Bún- aðarsambandið beinir því þeirri ósk til búnaðarþings, að það beiti sér fyrir auknum tilraun- um með íblöndunarefni, að af- numdir séu tollar á þeim og að kaupfélögin hafi þau jafnan til sölu. Þá verði og leitað leiða til þess að koma í veg fyrir lister- ellosis í sauðfé. Búnaðarþing afgreiddi málið með svofelldri ályktun: „Vegna þess að tilraunir þær og athuganir, sem fram hafa far ið undanfarin ár, hafa sýnt, að íblöndun maurasýru í vothey bætir verkun heysins og eykur fóðurgildi þess, felur búnaðar- þing stjórn Búnaðarfélags ís- lands að vinna að því, að tollum af efni þessu verði aflétt, og jafnframt verði tryggt, að maurasýra verði til sölu á heppilegum stöðum á landinu, þegar á næsta sumri. Enn fremur telur búnaðar- þing að nauðsynlegt sé, að til- raunum með efnaíblöndun í vot hey verði haldið áfram, til frek ara öryggis fyrir þessa heyverk unaraðferð." Jóhannes Davíðsson hafði framsögu fyrir búfjárræktar- nefnd í málinu en aðrir tóku ekki til máls. Grágæsir. Tillaga allsherjarnefndar varðandi grágæsirnar er svo- hljóðandi: „Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að hlut- ast til um það við dr. Finn Guð mundsson, náttúrufræðing, að hann leiti eftir því, hvort er- lendir vísindamenn mundu fáan legir hingað til rannsóknar á lifaðarháttum grágæsa á Fljóts dalshéraði og víðar. Markmið rannsóknanna sé að finna ráð við því tjóni, er þær valda. Enn fremur er stjórn félags- ins falið að leita eftir við land- búnaðarráðuneytið um ein- hverja fyrirgreiðslu við slíka vísindamenn, ef til kæmi og þess yrði óskað.“ Sveinn Jónsson mælti fyrir tillögunni en aðrir ræðumenn voru: Ingimundur Ásgeirsson, Klemenz Kr. Kristjánsson og Þorsteinn Sigurðsson. Tillagan vai' samþykkt samhljóða. Ástæðan fyrir því, að í til- lögunni er talað um erlenda vís indamenn en ekki innlenda er vöntun á innlendum fagmönn- um í þessum efnum. Dr. Finn- ur Guðmundsson telur hins veg er ekki útilokað að fá hingað menn frá enskri vísindastofnun, sem leggur sérstaka stund á rannsóknir á öndum og gæsum og hefur m. a. tekið þátt í rann, sóknum á heiðagæsinni hér. ^

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.