Dagur - 21.06.1961, Blaðsíða 2
2
RÓSA EINAESDÓTTIE
á Stokkahlöðum:
Vatnsmylnan
RITSTJÓRI Dags hefur beðið
mig að skrifa nokkur orð um
gömlu vatnsmylnuna á Stokka-
hlöðum og ætla eg að reyna að
verða við þeirri bón, þó lýsing-
in v.erði ekki fullkomin.
Á einokunartímunum er þess
oft getið að inn hafi vcrið flutt
skemmt mjöl og jafnvel maðk-
að. Má geta nærri þvílík raun
slíkt hefur verið landsfólkinu,
en við því var ekkert að gera
eins og þá stóðu sakir.
Þegar korn fór að flytjast til
landsins var það malað í þar til
gerðum handkvörnum. Hand-
kvarnirnar voru ferhyrndir tré-
kassar, sem steinarnir voru í.
Neðri steinninn var fastur, en í
efri steininn var hola þar sem
korninu var hellt í. Handfang
var á Steininum, og þegar hon-
um var snúið, marðist kornið
sundur.
Það þótti erfitt verk að
„standa við kvörnina“, en samt
var það oft hlutverk kvenfólks
og unglinga að mala kornið í
brnuðið og útákast á grautinn.
Einnig voru oft möluð heil-
grjón, sem þá fluttust til lands-
ins og þótti það mjöl sérlega
gott í lummur.
Þessar kvarnir voru víst til á
flestum bæjum. En fyrstu vatns
mylnurnar, sem eg heyrði
neíndar voru í Leyningi og á
Helgastöðum. Efast eg um, að
fleiri mylnur hafi verið til í
Saurbæjarhreppi, enda er þar
lítið um læki.
í ævisögu Tryggva Gunnars-
sonar er sag't frá að hann hafi
smíðað og sett upp mylnu í bæj
arlækinn á Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal, en 'þar bjó hann á
árunum 1860—J873. Sjálfsagt
hafa vatnsmylnur verið til fyrr,
en þessi mylna á Hallgilsstöð-
um yar smíðuð af miklum hag-
leik og gat gert fleira en mala
korn. (Sjá ævisögu Tryggva,
bls. 214.)
Þegar foreldrar mínir fluttu
i Stokkahlaði vorið 1891 var
mylna þar í læknum og þótti
það kostur á jörðinni. Mikið
þótti okkur systrunum gaman
að mylnunni og vorum oft við
þegar hún var að mala. Á Espi-
hóli var einnig mylna, en s'á
galli var þar á, að lækurinn þar
var oft svo lítil að hann gat
ekki snúið spjöldunum.
Svo þegar Sigtryggur Jónsson
flutti frá Espihóli til Akui'eyrar
aldamótaárið seldi hann pabba
mylnuna á 200 krónur. Hún var
í timhurskúr. Var hún flutt um
veturinn á ís eftir ánr.i frá Espi
hóli að Stokkahlöðum og sá Sig
tryggur um flutninginn.
Um vorið var svo mylnan
sett niðui' í lækinn á Stokkahlöð
um og höfð nokkuð neðar en
gamla mylnan var. Vatnið var
leitt í tréstokk úr aðallæknum
og mátti auka það og minnka
eftir því hve lækurinn var
mikill.
Mylnukassinn var líkur eins
og á handkvörnunum, nema
hvað hann var hringmyndaður.
Steinarnii' voru eins. Neðri
Enn stendur hún uppi ganila mylnan á Stokkahlöðum (lengst til
vinstri) þótt mylnuateinaruir séu hættir áð snúast. (Ljósm.: E. D.)
steinninn fastur en efri steinn-
inn snerist, þegar mylnan var í
gangi. Niður úr mylnunni gekk
möndull, á honum voru spjöld-
in fest, sem sneru mylnunni,
þegar vatnið skall á þeim. Þau
voru undir gólfinu. Upp af
mylnunni voru 4 uppistandarar,
og á þá var fest stór trekt, sem
kornið var látið í. Mátti stilla í
hóf hve mikið trektin gaf af
korninu. Eftir því sem hún gaf
minna, varð mjölið fínna.
Margir vildu hafa grófara
mjöl í slátur en brauð, en ég
held að allir séu hættir að gera
mun á þessu nú.
Varasamt var, að hafa myln-
una í gangi um nætur. Ef læk-
t.rinn óx, gat hún farið að hrata
og þuríti þá að mala það mjöl
upp aftur. Vatnsmylnurnar
þurftu mjög mikla aðgæzlu. Á
.mylnukassanum var op að neð-
an og við það mátti festa poka,
en spaði, sem festur*var við efri
steininn, sópaði mjölinu jafnóð-
um niður í pokann.
Fyrir að mala eina tunnu af
korni var tekin kr. 1.25. Stund-
um malaði pabbi allmargar tunn
ur í einu fyrir Magnús á Grund,
sem hann hefur svo selt í verzl-
un sinni. Samdist svo um með
þeim, að paþbi tæki aðeins 1
krónu á tunnuna, af því að þetta
var meira magn en vanalega
var malað fyrir einn mann í
einu. Raunar held ég að þetta
malverk hafi gefið lítinn arð,
þegar þess er gælt, hve mikil
fyrirhöfn var við mölunina.
Stundum var kornið illa þurrt.
Var það þá breitt á ábreiður og'
þurrkað úti. Væri það illa þurrt
vildi það klessast í steinana.
Varð þá að taka mylnuna sund-
ur, sem var mikið verk.
Eg ætla rétt til gamans að
setja hér litla sögu: Pétur Ól-
afsson bóndi og dannebrogsmað
ur ó Hranastöðum var einn af
þeim, sem pabbi malaði oft fyr-
ir. Tók Pétur þá stundum 100
punda mjölpoka, lagði ó bak sér
og hélt þannig á honum upp í
Hranastaði. Leiðin er öll upp í
móti og um 15—20 mínútna
gangur fyrir lausan mann. Vilja
ungu mennirnir gera þetta nú?
Ef til vill íþróttamennirnir, eða
hvað?
Malað var í þessari mylnu
fram um 1920 eða vel það. En
síðan hefur hún sofið svefnin-
um langa. Hljóðið í mylnustein-
unum og niðurinn í læknum,
sem sneri þeim, var rólegt og
svæfandi, þótt ekki sé leíkið þar
á marga strengi. Gömul vísa um
mylnu hljóðar svona:
Jarðeldurinn rann tvo vegu um-
hveríis kirkjuna í Reykjahiíð
Mývatns og eyddi nokkrum býl
um. Það var þá, að atburður sá
gerðist, er hér verður frá sagt.
Jarðeldurinn kom úr norður-
átt og stefndi á kirkjuna, en
skammt undan klofnaði hann
og rann tvo vegu umhverfis
kirkjuna. Onnur álman leitaði
þó fast að henni og rann þétt
upp að kirkjugarðinum. En þar
var spyrnt við fæti eins og sagt
væri: „Hingað, ,og ekki lengra."
Þarna varð jarðeldurinn að láta
sér nægja að hlaðast upp í háan
hraunkamb, sem síðan þá horfir
inn yfir garðinn og á kirkjuna.
Síðan heldur hraunstraumurinn
áfram, veltir sér yfir Reykjahlíð
arbæinn, sem þá stóð aðeins fá
skref frá kirkjunni. Eftir það
heldur það leiðar sinnar rislágt
og lúpulegt eftir afrek sitt og
beygir til höfuðálmunnar.
Hvað var það, sem varnaði
jarðeldinum að ná til kirkjunn-
ar og eyðileggja hana? Engan
hef ég heyrt leysa þá gátu. En
— ef til vill var það einhver
„hulinn verndarkraftur“, sem
hlífði henni. Þarna stendur
kirkjan enn. Og nú má líta á
þessa bálstorku umhverfis hana
eins og bergkastala, sem veitir
henni vernd og skjól, jafnvel
fyrir nýjum jarðeldi. Frá þess-
um stað mun kirkjan aldrei
verða flutt.
Og nú er verið' að reisa þár-na
nýtt kirkjuhús. Gamla kirkjan,
sem var veglegt hús á sinni tíð,
reist úr höggnum steini 1876,
stendur ekki lengur undir kröf-
um tímans. Éngum hafði hún
auðæfum safnað. Ný kirkju-
bygging er því mikið átak fá-
mennum söfnuði, 78 gjaldskyld-
um.
Strax og kirkjubygging var
ráðin, tóku óheit að berast
henni og gjafir. Mestur hluti
þessa fjár hefur komið innan
sóknar. Þó hafa áheit borizt
langleiðina allt frá Reykjavík.
Óhætt má segja að kirkjan hafi
svarað þeim vel og jafnvel eins
vel pg hin nuðuga systir henn-
ar.
Öllum þeim, er sent hafa
kirkjunni gjafir og áheit, flyt'
ég héi' með beztu þakkir. Nöfn
verða ekki nefnd að þessu sinni.
Þó verður að gera eina undan-
tekningu. Bræðurnir Sigurðui',
Jón og Jóhannes á Geiteyjar-
strönd, hafa gefið kirkjunni 40
þúsund krónur. Fyrir þetta
rausnarlega framlag, flyt ég
þeim alveg sérstakar þakkir.
Enn er mikið ógert í hinu
nýja kirkjuhúsi, en á þessu
sumri er ætlunin að fullbúa
það. Ekki hafa f j árhagserfiðleik
ar enn hindrað framkvæmdir,
en þyngist nú róðurinn.
Kirkj ubyggingin var fyrir 4
árum áætluð 600 þús., og er sú
áætlun nú orðin ótímabær. Sam
tímis kirkjubyggingunni hafa
hér, innan sóknar, verið byggð
íbúðarhús með fleiru. Gefur það
auga leið, að fjárhagsbyrðin er
farin að styðja allvel við bakið.
Vogum, 1. júní 1961.
Sigíús Hallgrímsson.
„Eg sat og sá í mylnu,
við sorgir allar laus,
hve hraðan hjólin gengu
og livernig vatnið gaus.“
Nú er sögu vatnsmylnanna
lokið, en lækirnir, sem sneru
þeim, renna enn sömu fárvegi,
sem þeir hafa runnið eftir um
aldir. Þeir skvetta sér stall af
stalli og mynda flúðir og fossa,
en á breiðum bökkum þeirra
eru grösugir hvammar. Setjist
þú niður í einn slíkan hvatnm,
muntu finna ilm úr jörðu, því í
hávöxnu grasinu leynast „smá-
vinir fagrir, foldai'skar.t“. Það
eru litlu lautarblómin, sem lifa
þ.ar góðu lífi, vökvuð af úða
lækjarins og ilma betur en nokk
ur blóm í skrúðgörðum.
Og lækirnir halda áfram ferð
sinni og niður þeiri'a blandast
niði aldanna. Þegar þeir koma
niður á láglendið, hægja þeir
ferðina, en renna þó með jöfn-
um straumþunga þar til áin tek
ur við þeim og skilar til hafs. □
Steingrímur Björnsson stóð sig
vel x landsleiknum á mánud.
1 En félagsinál þprra í kaldakoli á Ákureyri
KNATTSPYRNUMENN okkar
Akureyringa hafa mjög komið
við sögu nú undanfarið og einn
Akureyi’ingur, Steingrímur
Björnsson, var valinn í lands-
liðið, sem lék á móti Hollend-
ingum 19. þ. m„ en þeir Kári
Árnason og Jón Stefánsson voru
valdir sem varamenn. Lands-
leiknum lauk með sigri íslend-
inga 4:3 og eftir lýsingu á leikn
um að dæma, átti Steingrímui'
töluverðan þátt í sigrinum. Það
er ánægjulegt fyrir okkur Ak-
ureyringa að eiga knattspyrrm-
mann í landsliði og aðra e. t. v.
jafn snjalla. Knattspyrnumenn
okkar eru nú í mjög góðri æf-
ingu og má eflaust þakka það
þýzka þjáifaranum, Hans Búr-
mann, sem hér hefur starfað að
undanförnu.
KIRKJAN í Reykjahlíð við Mý
vatn hefur um langt skeið vakið
athygli ferðamannsins, vegna at
burðar, er þar gerðist fyrir meir
en þi'em öldum. Atburður þessi
telst ef til vill ekki nema að
nokkru leyti dularfullui', enda
hafur hann ekki megnað að
lyfta henni jafnhátt á veraldar-
vísu og t. d. systur hennar,
Strandakirkju, en talið er að
hún eigi nú allgilda sjóði., eða
nokkuð á fjórðu milljón króna
hins veraldlega auðs. Mest af
þessu fé mun henni hafa borizt
í áheitum, vegna dulai'fulls at-
burðar sem sagnir herma að
þar hafi gerzt á löngu liðinni
tíð.
Á þriðja tug átjándu aldar
voru mikil eldsumbrot í jörðu
við norðaustui'horn Mývatns og
komu þar upp smá hraungos.
Þarna er mikið jarðhitasvæði,
sjóðandi leirhverir, brennisteins
námur og gufan öskrar í jarð-
holum og nokkrum borholum,
sem þar hafa verð gjörðar og
spúa gufustrókum hátt í loft
upp og án afláts. Allir framsýn
ir menn vænta þess að innan
tíðar, verði þessi mikla orka
jarðhitans beizluð og hagnýtt í
þágu lands og þjóðar.
Þarna, litlu fjæi' til norours,
er að finna svonefndan Leir-
hnjúk, alls ekkert tröllaukinn
á að líta. En 1729 brauzt þarna
út eldgos, og feiknamikið hraun
rann þaðan víða vegu og allt til
Félagsmálin í kaldakoli.
En hvernig er ástandio í fé-
lagsmálum knattspyrnumanna á
Akureyri? Um það er bezt að
hafa sem fæst orð, en segja má,
að það sé algerlega óviðunandi.
Áreiðanlega þekkist það hvergi
hér á landi, annars staðar en á
Akureyri, að knattspyrnuráð sé
ekki stai'fandi, langtímum sam-
an, nema að nafninu til, og hlýt
ur það að skapa glundroða og
óánægju bæði hjá knattspyrnu-
mönnum og knattspyrnuunn-
endum. Það hlýtur því að vera
almenn krafa að íþróttafélögin
og Í.B.A. kippi þessum málum í
lag hið bráðasta, áður en lil al-
gjörra vandræða dregur.
Knattspyrnuunnandi.