Dagur - 21.06.1961, Blaðsíða 6
•8
Frá þriðja
ÞRIÐJA ÞING Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, var háð
á Siglufirði dagana 8.—10. júní
sl. Þingið var sett í samkomu-
salnum að Gránugötu 14. Theó-
dór Jónsson, forseti sámbands-
ins, flutti setningarávarp. Mætt
ir voru 23 fulltrúar frá Siglu-
firði, ísafirði, Húsavík, Akur-
eyri og Reykjavík. Fulltrúar frá
deildunum í Bolungarvík, Vest-
mannaeyjum og Árnessýslu
gátu ekki sótt þingið.
Deildirnar í Vestmannaeyjum
og Húsavík höfðu sótt um inn-
töku milli þinga, og var inntaka
■þeirra endanlega samþykkt í
upphafi þingsins.
Þingforseti var kjörinn Sigur
sveinn D. Kristinsson, Siglu-
firði og varaforseti Sveinn Þor-
steinsson, Akureyri.
F ulltrúar hinna einstöku
deilda fluttu skýrslur um störf-
in, en því næst flutti Theodór
Jónsson skýrslu sambands-
stjórnar og Eiríkur Einarson
las og skýrði reikninga sam-
bandsins. Skuldlaus eign þess
við reikningsuppgjör 1. maí
nam kr. 278 þúsundum.
Föstudaginn 9. júní var fund-
ur settur kl. 9 f. h. Voru þá
kosnar fastanefndir þingsins og
síðan tekin til umræðu fjármál
sambandsins, atvinnumál ör-
yrkja, félagmál ýmis, trygginga
mál, farartækjamál og tillögur
99
um lagabreytingar. í hléi var
farin ökuferð um kaupstaðinn
og næsta nágrenni í boði Sjálfs-
bjargar á Siglufirði.
Laugardaginn 10. júní kl. 10
f. h. var fundur settur á ný og
ýmsar samþykktir gerðar.
Sama dag hafði bæjarstjórn
Siglufjarðar boð inni fyrir þing
fulltrúa að Hótel Hvanneyri. —
Þar flutti Sigurjón Sæmunds-
son bæjarstjóri ávarp. Þingfor-
seti, Sigursveinn D. Kristins-
son, þakkaði.
Að boði bæjarstjórnarinnar
loknu, var þingfundur settur á
ný, lokið afgreiðslu ályktana og
kosin sambandsstjórn.
Forseti sambandsstjórnar var
endurkjörinn Theódór Jónson,
Reykjavík. Varaforseti einnig
endurkjörinn Zophonías Bene-
diktsson, og sömuleiðis ritari
Ólöf Ríkarðsdóttir og gjaldkeri
Eiríkur Einarsson. Meðstjórn-
endur voru kosnir Ríkarð Þor-
geirsson, Reykjavík, Adolf
Ingimarsson, Akureyri, Ingi-
björg Magnúsdóttir, ísafirði,
Jón Þ. Buch, Húsavík og Hulda
Steinsdóttir, Siglufirði.
Samþykkt var, að Sjálfsbjörg
gerðist aðili að Oryrkjabanda-
lagi íslands, og kosnir í full-
trúaráð þess Zophonías Bene-
diktsson, Ólöf Ríkarðsdóttir og
Haukur Kristjánsson. — Einnig
var samþykkt, að Sjálfsbjörg
59
gerðist aðili að Öryrkjabanda-
lagi Norðurlanda, — VNI.
Þingið kaus nefnd til þess að
fylgjast með fyrirhugaðri end-
urskoðun almannatryggingalag-
anna og gera í því sambandi til
lögur fyrir hönd Sjálfsbjargar.
Einnig benti þingið á nokkur
atriði í löggjöfinni, sem mest
nauðsyn væri að breyta, og
lagði sérstaka áherzlu á, að all-
ir þeir, sem metnir eru 50% ör-
yrkjar eða meira njóti stighækk
andi lífeyris og annarra hlunn-
inda skv. tryggingalögunum,
einnig, að þeir, sem sérstakrar
umönnunar þurfa við, fái hærri
bætur en aðrir frá Trygginga-
stofnuninni.
Þingið lýsti miklum vonbrigð
um yfir því, að hæstvirt ríkis-
stjórn skyldi ekki leggja fyrir
síðasta Alþingi tillögur milli-
þinganefndar í öryrkjamálum
ásamt frumvarpi til laga um
tekjustofn fyrir Sjálfsbjörg, og
skoraði þingið á hæstv. ríkis-
stjórn að leggja nefndar tillögur
og frumvarp fyrir næsta Al-
þingi og leggja áherzlu á að fá
þær samþykktar. Einnig sam-
þykkti þingið, að óska eftir því,
að Öryrkjabandalagið beitti á-
hrifum sínum til þess að fá því
framgengt, að styrkur úr Erfða
fjársjóði til vinnuheimila Sjálfs
bjargar yrði aukinn í a. m. k.
(Framhald á bls. 7)
FYRIRSPURN.
BÆJARBÚI, sem leit inn á
skrifstofu blaðsins á mánudag-
inn, bað blaðið fyrir svohljóð-
andi fyrirspurn:
Hverjum ber skylda til að
fjarlægja dót það og drasl, sem
er í áramótabrennustæðum frá
í vetur? Á túni vestan Þórunn-
arstrætis er eitt slíkt, og þar er
að myndast sorphaugur, því
fólk er nú farið að flytja þangað
rusl til viðbótar. Að þessu er
hin mesta óprýði og áþrifnaður,
sem þarf að ráða bót á, sagði
bæjarbúi. □
Lömbin eiga réttinn.
AF EINHVERJUM ástæðum
sækir sauðféð á vegina, velur
þá jafnvel öðrum stöðum frem-
ur til að hvílast og lát'a sér líða
vel. Þetta veldur umferðatöfum
og er það leitt. En „lömbin eiga
alltaf réttinn“, var einu sinni
sagt, og er sú regla enn í gildi.
Því miður verða stundum slys,
vegna þess að ógætilega er ekið
og stöku Sinnum virðist alls
ekki auðið að forðast þau.
En ef ekið er á kind, lamb eða
önnur húsdýr, færist sú skylda
á herðar bifreiðarstjórans, að
bregðast mannlega við. Stund-
um þarf að aflífa dauðsærðar
skepnur og ávallt að tilkynna
slysið þeim aðilum, sem eiga
rétt til bóta. Því miður virðast
ekki allir stjórnendur ökutækja
færir um að gegna þessum
skyldum, og aka jafnvel sem
hraðast burtu og dylja verkn-
aðinn. Þetta eru þó undantekn-
ingar. En því er þetta gert að
umtalsefni, að of margir mis-
skilja skyldur sínar eða vilja
flýja undan þeim, en það er ó-
hæfa, hversu sem á málin er
litið.
Bréfin.
Útlendur MAÐUR var hér
nýlega á ferð á fögrum stað. —
Nesti var upp tekið og þess
neytt með góðri lyst. íslenzkir
fylgdarmenn hirtu ekki um
bréf, dósir og ávaxtahýði og lá
það eftir. En um leið og stigið
var inn í bifreiðina á ný, leit sá
erlendi á ruslið, sneri við og
fullnægði skyldum gestgjafa
sinna á þann hátt, að tína það
saman og bera það nokkurn spöl
á afvikinn og heppilegan stað.
Þar með var málið úr sögunni,
en roða sló á kinnar hins ís-
lenzka fararstjóra og gestgjafa,
en hann hafði hlotið þögula en
eftirminnilega kennslu í manna
siðum.
AJlir þurfa að hafa í huga, að
það er hin mesta ómenning og
raunar hreinn dónaskapur að
spilla fegurð og friðsæld lands-
ins með illri umgengni. Það
þurfa allir að hafa í huga í sum
arferðalögum, sem nú eru hafin.
Refsing, sem dugði.
EITT SINN bar það við á Ak
ureyri, að vanþroskaðir ungling
ar og miðlungi vel innrættir
helltu olíu á kött, bundu hann
við staur og kveiktu í honum.
Þáverandi yfirlögregluþjóni
fannst hýðing hæfileg refsing
og framkvæmdi hana að sögn
sjálfur á áberandi stað í bæn-
um. Þessi refsing er sú síðasta
sinnar tegundar á Akureyri,
sem framkvæmd hefur verið af
hinu opinbera. Og þessi gamal-
kunna, umdeilda og ódýra
uppeldisaðferð hefur dugað
lengi, því bæjarbúar hafa eigi
síðan brennt ketti sína lifandi
Ennþá mun þó eitthvað eftir
af illu innræti, enda ekki von að
Jón Benediktsson, fyrrverandi
yfirlögregluþjónn, hafi hýtt það
úr borgurunum fyrir alla fram-
tíð, því svo er sagt, að sagan um
brennda köttinn hafi endurtek-
ið sig fyrir nokkrum dögum. Ef
frétt sú er sönn, þurfa foreldrar
að athuga í hverju uppeldinu er
áfátt og segja börnunum dýra-
sögur, er veki ást á málleys-
ingjum. Ef það dugar ekki, þarf
álíka áhrifaríka aðferð og áður
segir af hendi lögreglunnar í
bænum.
Laxveiði.
NÚ ER laxveiðitíminn byrj-
aður og veiðimenn líta vonglöð-
um augum til veiðidaga sinna.
Nokrir sumardagar við fagra
laxveiðiá gefa mörgum innisetu
mönnum bæjanna góða upp-
bót á marga tilbreytingarlausa
og dapra daga innan fjögurra
veggja, og lífinu aukið gildi.
En þeir eru of margir, sem
hugsa veiðidaga í laxapundum
og krónum, eru of kappsfullir
við veiðarnar og njóta þeirra
ekki nema að hálfu vegna beinn
ar veiðigræðgi, og sjá naumast
hið unaðsfagra í umhverfinu,
aðeins vatnið, er fiskinn geym-
ir. Þessir menn eru sorgbitnir
ef ekkert veiðist, af því veiðin
er þeim allt. Smám saman er
þetta þó að breytast. Árniður-
inn, fuglasöngurinn, ilmur af
gróðri og skin og skuggar um-
hverfisins þrengja sér inn í hug
skot veiðimannsins og verður
honum dýrmætur fjársjóður,
löngu eftir að laxinn er etinn
og jafnt þótt enginn hafi bitið
ó öngulinn. Veiðimen eiga að
hlusta á raddir nóttúrunnar,
jafnframt því að vera athugulir
og listfengir veiðimenn. Þá eru
veiðileyfin aldrei of dýru verði
keypt.
JEPPI TIL SÖLU
Mjög vel með farinn
jeppi með stálhúsi til
sölu. — Uppl. gefur
Haukur P. Ólafsson.
Símar 1103 og 1813.
TIL SÖLU
FORD STATION ’55
Upplýsingar gefur Sigftis
Bjarnason, sími 2437,
eftir kl. 5 e. h.
TIL SÖLU
DODGE WEAPON
með 10 manna húsi.
Skipti á jeppa hugsanleg.
Hagkvæmt verð ef samið
er strax. Uppl. í síma 2613
kl. 17—18 næstu kvöld.
Stefán Ó. Stefánsson.
WILLY’S JEPPI
TIL SÖLU.
Lítil útborgun. — Skipti
koma til greina.
Uppl. í síma 1452.
Nýuppgerður
WILLY’S JEPPI
TIL SÖLU.
Nánari upplýsingar og
sölu annast
Jón G. Pálsson,
Stórholti 5; Akureyri.
Sími 2258.
Heirna 2583.
TIL SÖLU
Sex manna Plymouth
bifreið árgerð 1955.
Uppl. í síma 2599.
LÍTIÐ SKÚRHÚS
TIL SÖLU.
Baldur, Gleráreyrum 15.
13-14 ÁRA STRÁKUR
óskast til sveitastarfa.
Upplýsingar í Vinnu-
miðlunarskrifstoíunni.
STÚLKA
óskar eftir ráðskonustarfi
á fámennu heimili. Uppl.
á Vinnumiðíunarskrif-
stol unni sími 1169 og
1214.
FÉLAGSKONUR
ÞINGEY!
Farin verður tveggja daga
ferð að Herðubreiðarlind
um laugardaginn 8. júlí.
Þátttaka tilkynnist fyrir
30. júní í síma 1990 og
1796.
N e f n d i n .
Höfum nú fyrirliggjandit
4” _ 6” _ 8” pípur með tilheyrandi tengingunr.
BYGG!MGARVÖRUDE!LD
Afgréiðslan Gleráreyrum.
SÍMI 2207.
Matihíasarsafn á Sigurhæðum
verður opið almenningi til sýinis sunnudaginn 25.
þ. m. kl. 2—6 e. h.
Aðgangseyrir 10 krónur.
Nánar auglýst síðar hvenær safnið verður opið fram-
vegis.
STJÓRNIN.