Dagur - 21.06.1961, Blaðsíða 8
8
Fulltrúarnir skruppu út á tröppur alþýðuskólans á Laugum í kaffihléi, og fékkst þá tœkifæri til myndatökunnar. (Ljósmynd: E. D.)
Þrótfmikið kjördæmisþing Framsóknarm. aí Laugum
ANNAÐ þing félagssambands
Framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra, svokall-
áð kjördæmisþing, var haldið
að Laugum í Reykjadal á sunnu
daginn. Mættir voru 44 fulltrú
ar og þingmenn kjördæmisins
eða nær full tala þeirra, sem
fulltrúarétt höfðu.
Ingvar Gíslason setti þingið.
Þórhallur Björnsson og Eiríkur
Sigurðsson voru þingforsetar og
Árni Björnsson og Valtýr Krist
jánsson ritarar þingsins. Kjör-
bréfanefnd tók þegar til tarfa
og hafði Teitur Björnsson orð
fyrir henni.
Nýtt félag bætist í hópinn.
Félag ungra Framsóknar-
manna á Akureyri, sem telur
yfir 90 félaga sótti um inngöngu
í sambandið og var því fagnað
af þinginu.
Ingvar Gíslason minntist
Garðars heitins Halldórssonar
alþingismanns og vottaði þing
heimur honum virðingu sína
með því að rísa úr sætum.
Skýrsla stjórnarinnar var stutt.
Hin nýju félagasamtök Fram-
sóknarmanna á austanverðu
Norðurlandi höfðu ekki farið af
stað með brauki og bramli og
getur það verið farsælt, ef
meira verður staríað eftirleiðis.
Erindi.
Alþingismennirnir Karl Krist
jánsson og Gísli Guðmundsson
fluttu báðir mjög eftirtektar-
verðar og fróðlegar ræður um
stjórnmálaviðhox-fið, afgreiðslu
mála á Alþingi og hin ýmsu
stefnu- og baráttumál flokks •
ins. Erindum þessum var vel tek
ið og spunnust af þeim miklar
umræður og tóku mai'gir til
máls.
Það var einkar ánægjulegt á
þessu kjördæmisþingi, hve þátt
taka í umræðum var almenn og
mikill áhugi ríkjandi fyrir lif-
andi starfi. Ræðumenn voru
þessir og margir þeirra tóku oft
ar en einu sinni til máls: Ingvar
Gíslason, Þórhallur Björnsson,
Eiríkur Sigurðsson, Valtýr
Ki-istjánsson, Árni Björnsson,
Karl Kristjánsson, Gisli Guð-
mundsson, Hólmfríður Jónsdótt
ir, Erlingur Davíðsson, Þórólf-
ur Jónsson, Sigurður Oli Brynj
ólfsson, Eggert Olafsson, Þórar
inn Haraldsson, Jón Jónsson,
Böðvar Jónsson, Pétur Gunn-
laugsson, Teitur Björnsson, Sig
urður Jónsson, Þórarinn Krist-
jánsson, Ketill Guðjónsson, Að-
alsteinn Óskarsson og Þorleifur
Ágústsson. Má af þessari upp-
talningu vera ljóst, að nær
helmingur fulltrúanna hefur
tekið þátt í ræðuhöldum og að
töluverður þróttur var í þessu
þingi.
Þingið gerði ýmsar ályktanir,
sem síðar verða væntanlega birt
ar ásamt stjórnmálayfirlýsingu.
Þórhallur Björnsson,
aðalforseti þingsins.
Stjórnarkjör.
Formaður Félagssambands-
ins, Ingvar Gíslason baðst und-
an endui'kosningu. Formaður í
hans stað er Valtýr Kristjáns-
son, bóndi í Nesi, Kristinn Sig-
mundsson, ritari, Áskell Einars
son, gjaldkei'i, en meðstjórnend
ur eru Brynjólfur Sveinsson,
Hreinn Þoi'mar, Þórarinn Krist
jánsson og Þráinn Þórisson.
Þingið naut gestrisni að Laug
um. Þar er góður fundarstaður.
Þingið hófst kl. 11 eða nokkru
veðrinu slotaði. í gær bárust
fréttir af veiði 50 skipa með
samtals 23.200 tunnur síldar og
er söltun hafin á mörgum stöð-
um.
Dalvík. Fyrsta síldin barst til
Dalvíkur á mánudaginn. Þessi
skip lönduðu: Ólafur Magnús-
son 350 tunnur (allar aflatölur
hér eftir miðaðar við tunnur),
Hannes Hafstein 650, Baldvin
Þorvaldsson 500. Um helming-
ur fór í salt en hitt í bræðslu.
Þi'jár söltunarstöðvar eru á
Dalvík.
í gærmorgun, þriðjudag, kom
Bjarmi til Dalvíkur með 5—600
og á leiðinni voru: Halldór Jóns
son með 800 af Kolbeinseyjar-
svæðinu, en þar er síldin mun
feitai'i, eða allt að 19% feit, og
Eldboi-gin með 5—600 tunhur.
Þessi skip eru gerð út á síld fx’á
Dalvík: Júlíus Björnsson, Hann
es Hafstein, Baldvin Þorvalds-
son, Baldur (nýtt skip), Bjarmi
og Björgvin, sem er ófarinn.
Siglufirði. Á siglufirði er að
skapast vandræðaástand. Stjórn
S. R. situr þar á rökstólum og
hefur fallizt á að greiða sama
kaup og annars staðar hefur ver
síðar en auglýst var, m. a. vegna
tafa mai-gra fulltrúa vegna
snjóa á Vaðlaheiði.
laust fyrir miðnætti og þá -var
komið hið fegui’sta veður. - □
ið samið um — nema hið erfiða
eina prósent. Þegar að því at-
riði kom neitaði Sveinn Bene-
diktsson, foi'maður S. R., nema
samþykki ríkisstjórnarinnar
kæmi til. Þjarkað var í tvo daga
þar til Sveinn fór suður til við-
í'æðna við ríkisstjói-nina og var
þar þegar síðast fréttist. En á
meðan blasa við vinnsluvand-
ræði, ef síld bei'st að svo vei’u-
legu nemi. Mikil fólksvöntun er
hjá síldarsaltendum. Síldarverð
er ekki ákveðið enn þá og er
það undai'legt seinlæti, svo ekki
sé meira sagt.
Á Siglufirði var saltað úr fjór
um Akui'eyi-ai'skipum á mánu-
daginn. Skipin voru: Garðar
350, Akraboi'g 250—300, Ólafur
Magnússon 350, allt skip Valtýs
Þorsteinssonar, og Snæfell 800
tunnur.
Húsavík. Þessir bátar eru
gerðir út á síldveiðar frá Húsa-
vík: Héðinn, sem kom með 600
tunnur til heimahafnar í gær,
Stefán Þór, sem einnig kom
þangað með 350, Smái'i, sem
fékk 900 tunnur, og fór með afl-
ann til Siglufjai’ðar, Ilelgi
Flóventsson, Pétur Jónsson,
Hagbarður og Helga. Söltun er
hafin á Húsavík.
Ólafsfjörður. Á mánudaginn
kom Guðbjörg til Ólafsfjarðar
með 109 tunnui’, Guðrún Þor-
kelsdóttir 180, Seley 600, Stíg-
andi 250, Hafþór 200. Mest var
saltað en einnig fryst. í gær-
moi’gun, þriðjudag, var Vattar-
nes á leiðinn með 750 og Þor-
leifur Rögnvaldsson með nokk-
urn afla. Von var fleiri skipa.
Grímsey. Söltun hófst í
Grímsey í gærmorgun. Þangað
kom Pétur Sigurðsson með 300
tunnur. Þangað var og komið
noi’skt tunnuskip.
Hríscy. Fyrsta slldin barst til
Hríseyjar á mánudaginn. Tálkn-
firðingur kom með 130 tunnur
SLATTUR HAFINN
FYRIR HRETIÐ, sem gekk yf-
ir Norðurland um síðustu helgi,
var búið að hirða þurra töðu af
nýrækt á Öxnafelli. Þar býr
Hallgrímur Thorlacius. Á nokkr
um bæjum í Öngulsstaðahreppi
er búið að slá snennnsprottna
bletti. Ekki mun þó sláttur al-
mennt hefjast í Eyjafirði fyrr en
í næstu viku og þó tæplega
Víða eru kalskemmdir í tún-
um, svo sem í Svarfaðardal og á
Árskógsströnd. □
Tveggja metra skaflar
SÖNGFÓLK á leið frá Þórs-
höfn til Raufai'hafnar 17. júní
komst í hann krappann. Öx-
ax-fjai'ðarheiði varð ófær, og
hélt fólkið, sem var í 3 fólks-
bifi'eiðum og 2 stói’um rútubíl-
um, til „sama lands“ nokkuð
hrakið. Daginn eftir fór jarðýta
fyrir bílunum. Snjói-uðningar
veginn voru sums staðar
mannhæðar háir. Á Hólsfjöllum
mátti sjá 2ja metra skafla. □
- Síldarverð óákveðið
og aftur í gær með 5—600 tunn-
ui', Sigui'fai'i 5—600. Dofra var
snúið fi’á og fór hann til Ólafs-
fjai'ðar.
Raufarhöfn. Vex-kfall hófst
þar fyrir rúmlega hálfum mán-
uði. Kaupfélag staðai'ins samdi
þó fljótt við sitt fólk, en öll önn
ur vinna liggur riíðri. Fulltrúi
Sveins Ben., sem hefur stærstu
söltunarstöðna á Raufai'höfn,
hafnaði algerlega hliðstæðum
samningum og kaupfél. gerði,
þ. e. 11% kauphækun -þ 1% í
húsbyggingarsjóð. Enginn und-
irbúingur að síldai'söltun eða
síldarbræðslu fer fram og getur
það valdið óbætanlegu tjóni.
Bjartara horfir nú en undan-
farin ár hvað síldveiðai-nar sjálf
ar snertir. Samkvæmt umsögn
Jakobs Jakobssonar, fiskifræð-
ings, er mikið magn af ungi'i
í'auðátu á vestui'svæðinu og
Ægir fann mikla síld út af
Sléttu, sem virtist á göngu vest
ur og upp að landi. Eru þetta
góðar fréttir og benda til þess
að betur kunni að veiðast nú en
undanfai'in ái'. □
FÓRST AF SLYSI
SÍÐDEGIS á föstudaginn gex'ð-
ust þau soi'glegu tíðindi á Ak-
ureyri, að Vilhjálmur Sigurðs-
son, bifi’eiðastjói'i, dó af slysför
Um klukkan 5 e. h. þennan
dag ók Vilhjálmur soi'phreins-
unarbíl bæjarins, síðustu ferð-
ina á öskuhaugana. Hann los-
aði bílinn, sem virtist í full-
komnu lagi. En Vilhjálmur
fannst litlu siðar örendur,
klemmdur til bana undir lest-
ax-loki bílsins.
Vilhjálmur Sigurðsson var
tæplega fimmtugur að aldx'i og
ókvæntur. Iiann var ökumaður
hjá Akureyrarbæ síðustu árin,
var trúverðugur í starfi og mæt
ur maður. _ □
Ritarar þingsins, Valtýr Kristjánsson og Árni Björnsson. Valtýr
(t. v.) var kosinn form. sambandsins til næsta árs. (Ljm.: E.D.)
Betri síldveiðiliorfur en 1 fyrra
Veiði hafin á svæðinu frá Horni að Kolbeinsey
SÍLDVEIÐI hófst þegar norðan
Því lauk við