Dagur - 15.07.1961, Page 5

Dagur - 15.07.1961, Page 5
6 S *.................... .......- A Daguk Stjórnarblöðin falsa staðreyndir í efnahagsmálum STJÓRNARFLOKKARNIR stunda það um þessar mundir, að falsa staðreyndir á hinn blygðunarlausasta hátt. Má sjá þess merki í blöðum stjórnarflokkanna flesta daga. Þessi nauðvörn er bæði háskaleg og ódrengileg, og til hennar er gripið vegna þess hve hörmulega hafa brugðizt flestar áætlanir og loforð þess- ara flokka. Auðvitað þarf karlmennsku til að viðurkenna mistök hjá sjálfum sér. Hana skortir svo gersamlega, að enn er því haldið fram, að flest er máli skipti hafi gengið eftir kenningum hinnar miklu bókar, sem gefin var út á kostnað almennings, send á hvert heimili undir nafninu „Viðreisn“ og mest allra bóka orðið sér og höfundum sínmn til minnk- unar. íhaldið ætlaði að kveða dýrtíðarófreskj una niður í eitt skipti fyrir öll, stöðva skuldasöfnun erlendis, koma atvinnuveg unum á traustan grundvöll efnalega, auka alhliða framkvæmdir og uppbygg- ingu, auka sparnað og örva sparifjár- myndum, innleiða frelsi í athöfnum á viðskiptasviðinu, afgreiða hófleg fjárlög í anda sparnaðar og ráðdeildar og leiða þjóðina á braut bættra lífskjara. Hvernig hefur nú þetta gcngið? Svarið lilýtur að verða neikvætt fyrir ríkis- stjórnina, ef menn vilja halda sig við staðreyndir í stað óskhyggju. 1. Dýrtíðin magnaðist svo mjög, að finna varð nýyrðið óðaverðbólga (saman ber óðatæring o. fl.) 2. Skuldir þjóðarinnar jukust á árinu 1960 um 4—500 milljónir króna. Verzlun arjöfnuðurinn varð óhagstæður á því herrans ári um 816 milljónir, greiðslu- hallinn við útlönd 704 milljónir króna. 3. Sjávarútvegurinn komst í þrot eftir fárra mánaða íhaldsstjórn. Leita varð gjafaf jár frá Bandaríkjunum til að stofna eins konar kreppusjóð honum til bjargar í bráðina. Sem dæmi um rekstursgrund- völlinn nýja, var tapið á Hafnarfjarðar- togurunum hærri upphæð en öll útsvör á staðnum. Akureyringar geta litið nær- tækara dæmi. Framkvæmdir í landinu hafa minnkað. í heilum sýslufélögum eru nýbyggingar úr sögunni, stöðvmi í ræktun og öðrum framkvæmdum, atvinnuaukningarféð er skorið við nögl, ábyrgðir ríkisins tak- markaðar verulega. Hvergi er um stór- framkvæmdir að ræða, eins og á dögum vinstri stjórnarinnar. 4. Sparnaðartalið hefur einnig orðið sér til háðungar. Fjölmörg ný embætti hafa verið stofnuð fyrir stjórnarliðs- menn, samanber bankalöggjöf, fjölgun í mörgum öðrum ráðum og nefndum, stór ar veizlur á kostnað ríkisins og útþenzlu ríkisbáknsins. Aukning sparifjár fyrir árið 1960 varð aðeins 12,9% (ef aukning- in sem beint stafar af vaxtahækkuninni er dregin frá) í stað 21,6% árið 1958. 5. Frelsi í viðskiptum lét á sér standa. Meiri hömlur eru á bönkum og öðrum lánastofnunum en áður þekktist og auk þess farið ránshendi um sparifé lands- manna í innlánsdeildum og sparisjóðum. Útflutningshömlum er haldið og verð- lagseftirliti einnig. Gjaldeyrissala til annars en vörukaupa er Icyfum liáð. Fjárlögin hækkuðu á tveim árum um 700 milljónir króna eða yfir 80%. 6. Lagður var söluskattur á innflutn- ing, 8,8% af tollverði. Alls nemur sölu- skattur á fjárlögum þessa árs 510 millj- ónum króna, samanber fjárlög. 7. Og svo kannast menn við „leiðina til bættra lífskjara“. Hún Iá til 15—20% kjaraskerðingar á kaupmætti launa. Hin mikla kjaraskerðing leiddi til verkfall- anna miklu. □ V________________________________J liimiiiiiiiiiiiini ■ SVERRIR PÁLSSON: IIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII MINNI ÍSLANDS Flutt á útihátíð Akureyringa 17. júní 1961 HÁTTVIRTIR hátíðargestir! Þegar vér vorum börn, varð huganum tíðreikað til „heitu landanna“ langt suður í heimi, þar sem aldrei kom hríð eða frost, en alltaf var sólskin og sunnanvindur. Þar gátu börnin verið í stuttum sokkum allt ár- ið, og þar þurfti enginn að hafa trefil um hálsinn. Sumir höfðu fyrir satt, að þar sprytti bæði kaffi og rúsínur, sem tína mætti af trjánum, — ef fólk nennti þá fyrir því að hafa. Vér töldum vist, að þar liði öllum vel, þar veitti náttúran sjálf fólkinu allsnægtir og enginn hefði á- hyggjur af morgundeginum. Ef menn yrðu svangir, þyrftu þeir aðeins að teygja út arm sinn eftir aldini af næsta tré; ef þá syfjaði, væri ekki annar vandi en róta saman laufdyngju eða mosabing að leggjast í og hvíl- ast á. Engan undraði, þótt bless aðir farfuglarnir tækju þann kost að flýja þangað héðan af norðurhjara, þegar haustaði að og harðnaði á dalnum. Þegar vér vitkuðumst meir, fór oss að skiljast, að lífið í „heitu löndunum" var ekki ein- tómur sæludraumur og rósa- dans. Vér höfðum spurnir af ýmsum plágum og jafnvel lífs- hættum, sem biðu fólksins þar við hvert fótmál að kalla. Engi- sprettuský færu yfir jörðina og ætu allan gróður; kyrkislöngur og eiturkvikindi sætu um líf manna, krókódíllinn hlykkjað- ist lymskufullur í vatnsskorp- unni. Vér fréttum um hræði- lega fellibylji, sem eyddu heilar sveitir á svipstundu og moluðu hús manna mjölinu smærra. Út yfir tók þó að heyra, að fólkið hefði þann sið að heyja grimmi legar styrjaldir að minnsta kosti á kynslóðar-fresti með eftir- fylgjandi sjúkdómum, hungurs- neyð og eymd. Loks leiddumst vér í þann sannleika, að hér hefði fjarlægð in gert fjöllin blá. Barnsskynj- un okkar hafði einungis numið hillingaljóma og formlínur fjalls ins, en þegar nær var komið og þekkingin jókst, kom í ljós, að hið fjarlæga fjall var ekki ann- að en grjót, skriður, klettar og klungur, ef til vill með stöku grastóm og rindum, en einkum grjót, — miklu hvasseggjaðra og harðara undir fæti en vér eigum að venjast. Það er al- mennur og mannlegur misskiln ingur, að grasið sé jafnan grænna á grannans túni. Menn kunna einfaldlega ekki að meta sína eigin gæfu réttilega eða til fulls, fyrr en þeir hafa séð henni á bak. Vér vanmetum gjarna vort góða hlutskipti, en þráum hitt, sem vér höfum ekki, þang að til um seinan er að skipta um skoðun og leiðast í sann- leika. Margir eru alla ævi að leita hamingjunnar, en því ákaf ar sem þeir herða leitina, því fjær eru þeir því marki að höndla gæfuna, því að hana er hvergi að finna nema hjá hverj um einum sjálfum, — í eigin barmi, eigin garði, eigin landi. Listin er sú að koma auga á lífsgæfuna, þar sem hún blasir við. Fáar þjóðir eða jafnvel engin mun eiga jafn glöggar heimildir um fyrstu byggð í landi sínu og vér íslendingar. íslendingabók Ara prests Þirgilssonar er með- al traustustu sagnarita heims, og Landnámabók mun tæpast eiga sér líka í víðri veröld. Vér vitum því með vissu, að feður vorir og mæður komu hér að ónumdu landi. Að vísu voru hér fyrir fáeinir heimsflóttamenn, sem leituðu samfélags við guð sinn fjarri harki veraldarinnar, en mjög er óvíst, að þeir hafi haft hér fasta búsetu. Landnáms menn íslends áttu aldrei í höggi við neina frumbyggja, þurftu ekki að berjast til landa með báli og brandi. Hér var engin kúguð þrælaþjóð, engin drembi lát herraþjóð. Landnám íslands kostaði hvorki blóð né hlekki. Ættjörð vor sat í hvítu og grænu skarti og beið í hreinleik brúðguma síns, hins norræna kynstofns. Engin þjóð önnur en þjóð vor hefir okkru sinni getað kennt sig við þetta land. Guð hefir gefið oss þetta land í önd- verðu, oss einum. Það er vort land, vort elskaða land. Oft hefur verið sagt, að ís- land sé land andstæðnanna. Satt er það, að ættjörð vor á tvennt til, hörku og mildi. „Jökulsvip ber hún harðan og heiðan, en hæðafaðm á hún víðan og breiðan.“ Yfirbragðið er hreint, kalt og tigið, en ísland á einnig meiri hlýju og blíðu en mörg lönd önnur. Það finnum við bezt, er vorgolan strýkur oss um vanga eins og mild móðurhönd. En góð móðir og vitur agar börn sín. ísland er oss stundum ströng fóstra og leggur oss jafn an erfiði á herðar. Veðurfar og náttúruskilyrði eru með óblíð- ara móti. Einmitt það krefst dugs og dáða af landsins börn- um; þau verða að hrinda af sér allri ómennsku, ef þeim á að verða lífvænlegt í landinu. Þetta hefur varðveitt lífskraft og þrótt þjóðarinnar meir en nokkuð annað. Fólk, sem jafnan verður að afla sér brauðs með starfi handa og hugar, sýna bæði vaskleik og hyggindi í lífs baráttunni, er miklu hæfara til að standast og sigrast á örðug- leikum, sem á leið þess verða, en hitt, sem þarf ekki að hugsa fyrir morgundeginum, — hvað þá að búa sig undir langan og harðan vetur, — heldur lifir ein göngu frá hendi til munns. Vetr arhörkur og skammdegismyrk- ur hafa um aldaraðir reynt í ís- lendingum þolrifin, og oft hefur lífsbjörgin verið harðsótt. Vér skulum því gæta vor vel, kyn- slóð rafmagnsljósanna og börn benzínvélanna, að láta lífsþæg- indin ekki smækka oss og skerða hæfni vora til að mæta og bera sigurorð af áföllum og erfiðleikum, sem hugsanlegt væri, að yfir dyndu, en ham- ingjan forði oss þó frá. Það er stundum meiri vandi að búa við alsæld en erfiðleika. Oft verður mönnum tíðrætt um hin miklu áföll og hörmung ar, sem dunið hafa yfir þjóð vora, svo sem drepsóttir, ísahaf- þök og eldgos. Vissulega hafa íslendingar orðið harkalega fyr ir barðinu á sóttum og höfuð- skepnum, og vegna fátæktar voru þeir einatt varbúnir við þeirri reynslu. Má jafnvel telj- ast til kraftaverka, að þjóðin skyldi ekki vera aldauða, þegar verst gegndi. En vér gleymum því stundum, að mannskæðar sóttir hafa ekki síður herjað í öðrum löndum og víða hafa af- leiðingar eldgosa og land- skjálfta orðið enn skelfilegri en hér. í ýmsum hlutum heims hefur hungursneyð verri en móðuharðindin íslenzku vofað yfir fólkinu í hvert sinn, er nokkuð bar út af um sólfar og úrkomu. Jafnvel áþján og skort ur liðinna alda voru ekki sér- íslenzk fyrirbrigði. Einokunar- verzlun Dana á íslandi var að- eins skilgetið afkvæmi kaup- auðgisstefnunnar, sem var ríkj- andi hagstefna á Vesturlöndum á 17. öld og lengur. Kjör danskra bænda á einveldistím- anum voru miklum mun krapp ari en íslenzkra. Auk skattpín- ingar, herskyldu, kalla og kvaða, sem jafna má að nokkru við þrælahald, en íslenzkir bændur höfðu lítið af að segja nema í grennd við Bessastaði, var á þá lagður hinn illræmdi átthagafjötur, sem — þrátt fyrir allt — varð aldrei hlutskipti ís- lenzka bóndans. Hér er oft kvartað um kulda. Stundum finnst oss sumra grát- lega seint, sumurin svöl og skammt til hausts. Það skal og fúslega viðurkennt, að sunnar á hnettinum, þar sem sumarhiti og árshiti er meiri en hér, nær SVERRIR PÁLSSON Vegna þess hve fóir voru í hrak viðrinu á útisamkomunni 17. júní, þá bað blaðið um ræðu Sverris Pálssonar, kennara, til birtingar, og leyfði hann það góðfúslega. gróðurinn hærri vexti og meiri vaxtarhraða, þar er gróskan meiri. En vegna hins skamma árlega vaxtarskeiðs verður ís- lenzki gróðurinn stæltur, þol- mikill og þróttmikill og litur hans grænni en suðrænni plantna. íslenzku grösin eru því kjarnmikið fóður og ósvikin undirstaða góðs heilsufars dýi'a og manna. En hitanum, sem oft er í vitund vorri undur notaleg ur, fylgja ósjaldan ýmsir ann- markar, sem vér værum þakk- lát fyrir að þekkja ekki, ef vér þekktum þá. Vér íslendingar þráum og lof syngjum löngum yl og birtu. Með frostbitru og myrkur lang- nættisins í baksýn stíga ljósálf- ar sólar og sumars dans í draum um vorum. Vér þráum vorið og blessum sólina, sem leysir oss úr ánauð skugganna og brýtur af oss fjötur íss og snjóa. Allt hið bezta og fegursta í lífi voru og sál kennum vér ósjálfrátt við birtuna, hlýjuna, sólina. Vér unnum vorsólinni með ákefð og bríma elskhugans, sem lengi hefur þráð unnustu sína í fjar- lægð. En ef vér skyggnumst inn í hug ýmissa þjóða, sem suðlæg lönd byggja, kynnumst vér allt annarri afstöðu manna til sól- arinnar. í vitund þeirra er sól- in ekki það fagrahvel, sem „frjóvgar, gleður, fæðir allt,“ heldur kvalarinn, sem svíður og steikir jörðina, sem þeir ganga á. Jafnvel eilífðardraumar þessa fólks eru bundnir svalandi upp sprettum og skuggsælum pálma lundum, sem veita skjól og af- drep í glóða- og geislaregni sól- arinnar. Hvort hlutskiptið er nú æskilegra, að þrá geilsann eða flýja hann? Vilt þú, landi minn, láta vordraum þinn og sumar- yndi fyrir mollu og drunga suð rænna staðviðra? Móðurfaðmui' íslenzkra heiða og dala er sannarlega víðui' og breiður. Hann hefur skýlt börn um íslands, mönnum og málleys ingjum, í næðingum illra veðra og illra örlaga um aldaraðir. Hann er starfssvið þeirra kyn- slóða, sem á undan oss hafa erj- að þetta land, varðveitt íslenzka tungu, menningu og þjóðerni og skilað í hendur niðja sinna. í náðarfaðmi fjallanna hvíla lúin bein genginna forfeðra vorra og formæðra eftir erfiðan ævidag. Þrautseigju þeirra og víllausri trú á guð og landsins gæði á nú tímakynslóðin ef til vill tilvist sína að þakka. í hina sömu frið- ararma látum vér fallast, þegar vor tími er fullnaður og vér hnígum þreytt til moldar, og ís- land mun vefja oss örmum og veita beinum vorum þráða hvíld. En byggðir lands vors eru ekki aðallega heilög jörð minn- inga og sögu. Þær eru framar öllu svið átaka og afreka nútíð- arinnar, vettvangur samtímans í sókn til betra og fegurra mannlífs. Enn glitrar silfurtær döggin á iðgrænu grasi, drýpur í frjóa mold og svalar þyrstri jörð. Og jörðin ber ávöxt sinn, fæðir og klæðir mannanna börn, ef þau hafa vilja og vit til að nytja landgæðin og frelsi til að njóta arðs af starfi sínu án ásælni annarra þjóða. Gleggsta markið um hagsæld íslendinga, eftir að vér fengum sjálfsfor- ræði, er hin hraða fólksfjölgun. Mönnum telst svo til, að eftir móðuharðindin hafi mannfjöldi á íslandi verið kominn niður fyrir 40 þúsundir, eða röskur helmingur þess mannfjölda, er fróðir menn ætla, að verið hafi á landinu í lok 11. aldar. Sú hrikalega mannfækkun á áþján- aröldunum segir sína rauna- sögu. En með fengnu frjálsræði tekur fólkinu aftur að fjölga, þó einkum eftir að ábatinn af vinnu þess hætti að streyma til útlanda og fjármagn tók að myndast í landinu sjálfu íbúun- um til hagsbóta. Á þeim 17 ár- um, sem liðin eru frá lýðveldis- stofnuninni, hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsundir. Fjölg- unin ein á þessum fáu árum er því meiri en allur fólksfjöldinn var í lok 18. aldar. Af þessu er ljóst, að árlega bætast við þús- undir starfsfúsi'a handa, sem þarf að sjá fyrir verkefnum, og þúsundir munna, sem þarf að seðja. Þetta er án efa mesta verkefnið og brýnasta, sem bíð- ur forystumanna íslendinga næstu áratugi. Landið er nægi- lega stórt, nægilega gott og nægilega frjótt. Landsmenn eru vonandi nægilega framsýnir til að leysa þennan vanda niðja sinna farsællega. Vér eigum næg ónotuð auðæfi í óræktaðri jörð, fiskisælum miðum og óbeizluðum fallvötnum til að veita margfaldri íbúatölu lands- ins viðurværi, ef vér kunnum með að fara. Vér trúum því, að enn eigi byggðir íslands fyrir sér að blómgast um langan ald- ur og hagur fólksins og hani- ingja að eflast og aukast. Þungt ætla ég þeim yrði fyrir fæti, er telja vildi upp alla kosti íslands, alla prýði þess og öll gæði þess. Þess skal heldur ekki freistað hér. En áður en þessu máli lýkur, langar mig að minna á, hverja undraheima vér eigum í landi voru, þar sem eru óbyggðir þess og öræfi. Þangað þyrftum vér að leita oftar og almennar til heilsubót- ar og sálubótatr. Öræfatöfrana á ísland fram yfir þéttbýlu löndin. Frægar heimsborgir geta að vísu státað af glæstum mannaverkum, gerðum af snilli anda og handa, en öllum með óáfrýjanlegum álagadómi mann legrar takmörkunar og vanmátt ar. En í íslenzkum fjallasal njót um vér þeirrar náðar að vera áhorfendur að sköpun guðs í náttúrunni, komumst í beina snertingu við frumkrafta skyn- rænnar og hugrænnar tilveru, lútum kynngimagni og mikilleik hins ferska sköpunarverks. Óvíða finnum vér betur og átakanlegar, hversu umkomu- laus og vanmegnug mannskepn- an er, að „vér lifum sem blakt- andi, blaktandi strá“ og ættum sízt af öllu að hreykja oss hátt eða ofmetnast af eigin verkum og afrekum. Stór flæmi í óbyggðum voru ósnortin og ókönnuð um-alda- raðir. Þessir dulúðgu ævintýra- heimar urðu hugarflugi manna kærkominn leikvangur. Sögur um tröll og óvættir urðu fui'ðu- lífseigar á vörum fólks. Ósk- hyggja snauðrar þjóðar brauzt fram í trú manna á útilegu- menn, grösugar byggðir þein-a og sældarlíf innan um jökla, hraun og sanda, þar sem sauðir legðu sig með þverhandarsíð- um og menn væru tvígildir að burðum. Svo sterk var útilegu- mannatrúin, að árið 1830 fór hópur Mývetninga með alvæpni suður í Ódáðahraun til að jafna um fjallabúa. Þó að vér brosum í dag að slíkum herleiðöngrum, erum vér snortin af álögum og örlögum þeirra fáu olnboga- barna þjóðfélagsins, sem sann- anlega hafa neyðzt til að flýja mannlegt samfélag og leita fjörs og frelsis á öræfum, en þolað þar einveru, skort og ör- vilnan. Þar var vindurinn stund um handfljótur að afmá sporin í fönn eða sandi. Á fjöllum er margs að njóta. Hvergi er reisn og tign hinnar íslenzku náttúru meiri, línur og litir fósturjarðar Vorrar prúð ari, . yfirbragðið— glæstara. Hvergi getur veglegra musteri en sólgyllt öræfahofið, þar sem 'þögnin ríkir, hin djúpa, heil- næma, friðandi þögn, -sem á öld vélaskrölts og skarkala er þreyttum hlustum vorum græð andi smyrsl. Stundum er kyrrð- in rofin af kvaki sólskríkjunnar eða þyt golunnar í klettasnös eða hraunkambi til að minna á nálægð lífs og hreyfingar, — eða fjarlægur ymur af þungum gljúfurstunum jökulfljóts vekur oss grun um undirleik kaldra örlaga við fagnaðarsöng lífsins. Á öræfum uppi gefst mönnum það, sem oss skortir ef til vill mest, gott næði, — næði til þess að hugsa, næði til þess að skynja alveruna, næði til þess að þekkja sjálfa oss. Þess vegna eru öræfin andlegur heilsu- bi'unnur hversdagsþreyttum huga. í véum fjallanna finna sumir bezt nálægð guðs síns, sækja náðarmeðöl þagnarinnar í helgidóm einverunnar. Lítið til fjallanna! Um leið og þau benda oss í hæðir, eru þau oss ímynd hins fasta, stöð- uga, óbifanlega. Vér sjáum í dag sama fjallahringinn og heilsaði Helga magra. Síðan hafa þessi sömu fjöll skýlt þessari byggð, blasað við augum þrjátíu kyn- slóða. Vér skulum láta oss verða fjallanna dæmi og standa jafn-trúan vörð um frelsi vort og fullveldi. Með því vinnum vér þjóð vorri, oss sjálfum og niðjum vorum, mest gagn, og það eitt er samboðið minningu Jóns Sigurðssonar. „Landið var fagurt og frítt,“ og „landið er fagurt og frítt.“ Það bregzt oss aldrei. Vér skul- um heldur aldrei bregðast því. Blessað sé ísland, vort land, vort ástkæi'a land. ii i ■ 11 ■ 11 ■ 11 ■ ■ ii 1111 ■ 1111 ii GUÐMUNDUR B. ÁRNASSON: 1111111111111111111111111. Gamlar mimiingar ÞANN 21. þ. m. birtist í „Degi“ fróðleg og laglega skrifuð grein um vatnsmylnu eftir Rósu Ein- arsdóttur að Stokkahlöðum, rit uð samkvæmt beiðni ritstjóra blaðsins. Minnist hún þar einnig á gömlu handkvarnirnar. Sá galli er þó á ritgerðinni, að í henni er steinunum, sem möl- uðu kornið ekki lýst. Og þar eð meiri hluti þjóðarinnar mun ekki hafa séð kvarnarsteina og því eiga erfitt að gera sér hug- mynd um hvernig þeir voru, vil ég reyna að lýsa þeim eftir því sem ég man bezt. Handkvarnir voru á æskuár- um mínum á áttunda og níunda tugi sl. aldar eitt af því, sem hvert heimili mátti helzt ekki án vera. En efnið í kvarnar- steinana var vandfengið, og varð víða að sækja það um langvegu. Það voru hellur, jafn þykkar og hæfilega harðar. — Hellan í efri kvarnarsteininn mun hafa þurft að vera um 3—4 þuml. á þykkt. En neðri steinn- inn mátti gjarnan vera þykkri. Þvermál kvarnarsteinanna var breytilegt. Oftast held ég að það hafi verið 18—24 þuml. Hellurnar voru kringdar og fletirnir sléttaðir. Á miðja neðri helluna var gert gi'óp og í það felld ferhyrnd járnplata með áföstum, sívölum uppistandara úr járni eða stáli. Kringlótt gat um 3—-4 þuml. í þvermál var höggvið í miðju efri hellunnar og járnslá með gati í miðju felld í gi'óp báðum megin. Gekk uppi standarinn úr neðri hellunni upp í gegnum gatið á slánni, og snerist efri kvarnarsteinninn um þann möndul, þegar malað var. Nálægt ytri brún efra steinsins var gerð hola og í henni festur járnstautur með hólk. Var haldið um hann, þeg- ar kvörninni var snúið. í þá fleti steinanna, sem saman komu, voru höggnar nokkrar grunnar rásir með jöfnu milli- bili, er gengu eins og geislar út frá miðju kvarnasteinanna. Eftir þeim rásum barst mjölið úr kvörninni í kvarnarstokk- inn. Og þurfti að „hrista úr kvörninni" — hreinsa hana — þegar kornið var horfið úr hol- unni: komið milli kvarnarstein anna. Var það gert með því að snúa kvörninni um stund eins hratt og orkan leyfði. Vissulega er það rétt, sém greinarhöf. segir, að það var erfitt verk fyrir börn og kven- fólk að „standa við kvörnina“ og mala kornið. En það var margt, sem var erfitt á þeim árum, þegar handkvarnir voru í notkun. Vil ég nú fara að dæmi greinarhöfundarins og segja lítið eitt til gamans og fróðleiks frá erfiðleikum sam- sýslunga minna — Þingeyinga — á sviði samgangnanna þá. Ekki vegna þess að þeir hafi verið einir um þá erfiðleika, því víða mun hafa verið sömu sögu að segja, heldur til hins, að sýna þær geysilegu breytingar til bóta, sem orðið hafa í sam- göngum hér á landi síðan. Jafn- framt vil ég geta afreka tveggja manna er sýna, að Þingeyingar hafa átt menn er ekki voru eft- irbátar bóndans á Hranastöð- um að þreki og þoli. Flestar af elztu minningum mínum eru frá „hitasumrinu mikla“ 1880 og fyrstu hörðu ár- unum, sem komu í kjölfar þess. — Á þeim árum höfðu bændur í Oxarfirði mikil viðskipti við Orum og Wulfs verzlun á Húsa vík — ég held aðalverzlun sína. — Það var ekki fyrr en sigl- ingar hófust til Kópaskers og K.N.Þ. var stofnað, að þeim við skiptum lauk að fullu. Það var langt og erfitt fyrir Oxfirðinga að ná til Húsavik- ur. Ferjustaður á Jökulsá var þá þar, sem brúin yfir ána er núna. Þar var prammi eigi all- stór. Á honum varð að ferja fólk, fé og flutning yfir ána, og var það mjög erfitt og seinlegt verk, og „Jökla“ oft ófær tím- um saman. Frá ferjustaðnum lágu tvær leiðir til Húsavíkur. Syðri leið- in lá beint í vestur yfir Reykja heiði og nefndist Bláskógarveg- ur. Hún var talin þingmanna- leið — 5 danskar mílur. Sú leið er mishæðalítil, aðeins yfir einn háls að fara. Þá leið fóru Oxfirðingar með lestir sínar á sumrum og sláturfjárrekstra á haustin, ef veður og færð leyfði. Tveir Öxfirðingar urðu úti á þeirri leið í sláturferð, nokkru fyrir mitt minni. — Nyrðri leið- in var með bæjum vestur yfir Kelduhverfi að Fjöllum, og þaðan yfir Tunguheiði. Sú leið er talsvert lengri og mikið erf- iðari, því Tunguheiði er há með bröttum brekkum að austan og háum og snarbröttum gilkambi í Spóagili. Þá leið fóru Öxfirð- ingar þó ætíð á vetrum, er þá skorti nauðsynjar til heimila sinna. Varningurinn var þá fluttur á mannabökum. Og þar eð baggar voru oftast þungir, var Reykjaheiði of langur á- fangi, því að bæir á þeirri leið, eru aðeins skammt frá Jökulsá. Tvennt er mér minnisstætt frá Húsavíkurferðum Öxfirð- inga. Tveir af efnaðri bændum sveitarinnar, bræðurnir Björn í Skógum og Sigurður í Ærlækj- arseli, komu eitt sinn að Lóni með fjölda sláturfjár í versta krapahríðarveðri. Voru þeir veiðurtepptir í Lóni daginn eft- ir, og urðu síðan að reka féð í kring Tjömes, sem mun vera um 50 km leið. Hitt var að vetrarlagi eftir áramótin. Þá komu margir Öx- firðingar til gistingar að Lóni. Mig minnir þeir væru 10. Þeir fóru oft margir saman í þessar erfiðu vetrarferðir, þegar nýir reikningar voru opnaðir hjá Örum og Wulf og lán veitt. Það var hægviðri um morguninn, dimmt í lofti og allmikill logn- snjór á jörðu, er þeir lögðu af stað upp á Tunguheiði. En rúmum klukkutíma síðar brast snögglega á grenjandi norðan stórhríð. Máttu þeir snúa aftur á heiðinni og komu fannbarðir og hraktir til baka. í þeim hópi var lágur og gildur maður, sem mér er sérstaklega minnisstæð- ur, vegna þess, hve ólíkur hann var ferðafélögum sinum. Hann var alskeggjaður, sambrýndur og dökkur yfirlitum. Hann hét Magnús, bláfátækur bóndi frá Hróarsstöðum. Talið var, að hann hefði borið fleiri og þyngri þagga frá Húsavik en nokkur annar samtíðarmanna hans á þeim slóðum. Var sagt, að sjald an leggði hann minna á bakið frá Húsavík en hálftunnu. Annar maður, sem mér var kunnugt um að fór með hálf- tunnu á baki yfir Tunguheiði, var frændi minn og sveitungi, Þórarinn bóndi Þórarinsson á Grásíðu, faðir þeirra Þorgeirs á Grásíðu og Þórarins í Vogum og systra þeirra. Þeir voru bræðrasynir Þórarinn og Jón Sveinsson (Nonni). Mig minnir að ég heyrði sagt, að stundum hefðu þeir Magnús og Þórarinn haft — auk hálf- tunnunnar — pinkil í fyrir. Þurfti mikið þrek og þol til að bera þessar þungu byrðar yfir Tunguheiði, í misjafnri færð, og upp hinn bratta Spóagilskamb. Og síðan frá Fjöllum og heim til sín. En frá Fjöllum, og að Hróarsstöðum er löng leið — á að gizka 20—30 kílómetrar, eftir því hvaða leið er farin. Eg er ekki með þessu að gera lítið úr þreki bóndans á Hrana stöðum. En hér er þó ólíku sam- an að jafna. Engan af jafnöldrum mínum, eða yngri mönnum, hef ég vitað leika það eftir þeim Magnúsi og Þórarni, að bera hálftunnu — eða meira — yfir Tunguheiði. Eg fór eitt sinn með 50 punda olíubrúsa á baki frá Húsavík, hreppti hríðarveður og varð að fara í kring Tjörnes. Þótti mér brúsinn illur við bakið og erf- iður í slæmri færð, og varð þeirri stund fegnastur, er ég komst heim og losnaði við þann kross. Og svo spyr ég að lokum eins og Rósa: „Vilja ungu mennirnir gera þetta nú?“ Geta þeir það? Og er ekki íslenzka þjóðin yfir- leitt að úrkynjast líkamlega, vegna of lítillar áreynslu og of mikillar setu í bílum og á skrif stofum? Ritað 26. júní. Húsmæðraskólinn á Laugalandi HÚSMÆÐRASKÓLANUM á Laugalandi var slitið þann 15. júní sl. Sóknarpresturinn séra Benjamín Kristjánsson flutti guðsþjónustu, en að henni lok- inni ávarpaði forstöðukonan frk. Lena Hallgrímsdóttir náms meyjarnar óg afhenti þeim próf vottorð sín. Alls höfðu 40 nemendur stund að nám við skólann þetta skóla ár, en af þeim luku 36 burtfar- arprófi. Heilsufar var hið bezta í skólanum yfir veturinn. — Hæstu einkunn á vorprófi hlaut Sigurbjörg Jóhanna Ólafsdóttir frá Neskaupstað, Norðfirði, á- gætiseinkunn 9.32. Fæðiskostn- aður var 21 króna á dag, en meðalkostnaður, þar með talinn allur dvalarkostnaður, efnis- kaup og bækur var kr. 9.300.00 yfir 9 mánuði. Sýning á handa- vinnu námsmeyja var laugar- daginn 10. júní og var hún mjög fjölsótt að vanda. Boð voru á milli Húsmæðraskólans og Menntaskólans á Akureyri eins og að undanförnu. Eldri námsmeyjar heimsóttu skólann 12. maí og færðu hon- um margar veglegar gjafir. — Tuttugu ára námsmeyjar gáfu fagra Ijósakrónu og allmikla peningagjöf til minningar um látnar skólasystur þær Möggu Öldu Eiríksdóttur og Kristrúnu Snæbjarnardóttur, og skyldi fé þetta renna í sjóð til að styrkja efnilegar námsmeyjar til fram- haldsnáms. En tíu ára náms- meyjar gáfu fallegan borðlampa og mynd eftir frú Ásgerði Ester Búadóttur, listmálara. Ennfremur skýrði forstöðu- konan frá því við skólaslitin, að kvenfélögin í Eyjafirði hefðu gefið Húsmæðraskólanum vand aðan húsbúnað í gestaherbergi, og þakkaði hún þessa fallegu gjöf. □ Miklar selveiðar ÞEGAR í apríllok voru flestir selveiðimenn í Noregi komnir heim aftur úr Vesturísnum (nyrðri hluta Grænlandshafs) með allmiklu meiri veiði en undanfarin ár, með 1500, 2000 og allt að 2300 seli sum skipin. Selveiðimenn frá Álasundi og Sunnmæri veiddu alls um 50 þúsund seli, og er það 1500 fleira en í fyrra með sama skipafjölda. Neislar - kvæði og slökur eftir Braga Jónsson frá Hoftúmim FYRIR nokkrum dögum leit hagyrðingurinn Bragi Jónsson frá Hoftúnum inn á skrifstofu blaðsins og hafði meðferðis úr- val af kvæðum og stökum, er út komu í dálítilli ljóðabók, er ber nafnið Neistar. Áður hafa komið út eftir Braga: Neistar I—II og Hnútur og hendingar I—III. Hin nýja bók, Neistar, þriðja bindi undir þessu nafni, er úrval eldri verka, stökur, kvæði og þýðingar og ber nafn með réttu, því víða Ijómar af bragsnilli. Bragi frá Hoftúnum er lands- kunnur hagyrðingur undir nafn inu Refur bóndi, og hefur oft kveðið svo hratt og dýrt að menn hafa undrazt. Yfir 90 kvæði og stökur eru í þessari síðustu bók Braga frá Hoftúnum. í henni er margt, sem Ijóðavinir hafa gaman af.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.