Dagur - 15.07.1961, Síða 6
ÞYÍ DREPTI GUÐ EKKI TRÖLLIN..
Gunnar, sonur Matthíasar Jochumssonar, flutti
eríndi þetta við opnun Matthíasarhússins
*)^ - Mikið síldarmagn
(Framhald af bls. 8)
TILFINNINGAR mínar á þess-
ari stund eru eins og týnda son-
arins, þegar hann kom aftur til
foreldrahúsa. Eg geri varla ráð
fyrir að honum hafi verið létt
um tungutak og einhver
þrengsli munu hafa verið inní-
fyrir, sem hindruðu það, að
hugsanirnar fengju útrás í orð-
um. Og mínum orðum er hér
alveg ofaukið, því hvorki mikla
þau eða minnka minningu þess
manns, sem öll íslenzka þjóðin
geymir í hjarta sér.
Já, sonurinn er aftur kominn
til föðurhúsanna eftir langa úti-
vist, föðurhúsanna, sem þó voru
mér aldrei töpuð eða týnd, því
minningarnar hafa verið mitt
leiðarljós um æfina. Eg þykist
sjá það á svip fólksins hér, að
það búi yfir þessari spurningu:
Hverskonar fugl er hann þessi,
sem flaug úr hreiðri sinna
elskulegu foreldra fyrir 63 ár-
um? Er nokkurt ættarmót með
honum og föður hans?
Jú, hann hefur stórt nef, en
hann hefur líklega vaxið meira
niður frá nefinu en upp, og um
það, sem innifyrir býr, er ekki
vert að forvitnast. En kannski
varð ég þó þjóðkunnur fyrir
spurninguna, sem ég rak að
pabba, þegar við riðum yfir
Oxnadalsheiði, en þá var ég á
fimmta ári: „Því drepti ekki
guð tröllin þegar hann skap-
aði?“ Svarið var honum ofraun.
Eg sé hér margt, sem gleður
hugann: Utsýnið fagra, því söm
er Vaðlaheiðin, Pollurinn fiski-
ríki með skautasvellið á vetr-
um. Eg sakna að vísu ættingja
og vina, sem eins og komizt er
að orði, eru komnir yfir um.
En ef þeir skildu eftir sig vel
prjónaða sjóvettlinga, var
þeirra líf einhvers virði.
í minni æsku vorum við allir
hér, þorparar, háir sem lágir,
en nú hafið þið teygt ykkur
mjög upp úr meðalmennsk-
unni. En það átti ekki að vera
mitt hlutskipti, og er ég því
ekki laus við öfund. En þó ég
hefði haldið áfram að vera þorp
ari, myndi ég hafa glaðzt af
stórstígum framförum ykkar.
Þegar ég nú lít yfir húsmun-
ina og safngripina hér, kemur
mér margt kunnuglega fyrir
sjónir og margt af þessu á sína
sérstöku sögu. Skrifpúltið
gamla gæti sagt frá mörgu ó-
skráðu, ættum við skyggnigáfu.
Þegar ég kom inn í rökkrinu
eitt sinn, sá ég föður minn vera
að nudda blett á púltinu, raul-
andi eitthvað á meðan. „Hvað
ertu að nudda, pabbi?“ „Eg er
að reyna að afmá bjettinn, sem
ég hef ekki tekið eftir fyrr“,
svaraði hann. „Hættu pabhi,
þetta er tunglinu að kenna“.
„Jæja, þá verð ég líklega að láta
blettinn vera.“ Eg sakna horn-
skápsins, sem var naglfastur í
gamla húsinu. Hann hafði að
geyma sætabrauð og fleira, en
var vandlega læstur. En pabbi
vissi um lykilinn, og þegar viss-
ir gestir komu, var skápurinn
opnaður. Þótti mér það fagurt,
sem ég sá í efstu hillunni. Þar
voru glitrandi glös og dálítil
flöskudýrð og silfurbikar, mjög
virðulegur. Hann ferðaðist, fólg
inn í hnakktösku pabba ásamt
messuvíni og oblátum. Hann
hefði getað sagt frá huggun og
hressingu hinna þjáðu. Þessi
bikar var líka notaður fyrir
sterkari drykki, en það voru að
eins vissir sálufélagar pabba,
sem fengu að teyga hinn kröft-
uga vökva, svo sem séra Jónas
frá Hrafnagili og séra Pétur úr
Grímsey, og hafði ég gaman af
| Meðfylgjandi erindi flutti |
I Gunnar Maíthíasson við opn 1
= un Sigurhæða, minjasafns \
§ Matthíasar Jochujnssonar. i
| Gunnar hefur lagt gjörfa 1
| hönd á margt, svo sem lyfja- i
i fræði og lyfjasölu. Hann er i
| maður hreinskiptinn, einarð- =
; ur og vel máli farinn. Blaðið i
= fékk leyfi hans til að birta i
i erindið og þakkar blaðið það i
i og ánægjulega viðkynningu. |
• >11■11■11111■■i■l■■■l■■I■■lli11111•11■■■11111■l■■11111111111■l< ■
að sjá þá kalla púa í skeggið og
hlusta á samræður þeirra, sem
aldrei voru hlekkjaðar guð-
fræðilegum ágreiningi. Forn-
sögufróðleikur Péturs og frá-
sagnarsnilld Jónasar var mitt
yndi. Þó að Guðmundur Hann-
esson væri tíður gestur, sá ég
pabba aldrei bjóða honum bik-
arinn. Andi Guðmundar og andi
bikarsins áttu víst ekki sam-
leið. Eg hélt mikið upp á þessa
kalla og hleraði hvað þeir sögðu
og þegar Eggert Laxdal var í
hópnum, var létt um samræður.
Mikið var í þann mann spunn-
ið og stundum lánaði hann mér
netin sín. Þessi umtalaði bikar
(og Gunnar dró bikarinn upp
úr vasa sínum) hefur verið í
minni umsjá í mörg ár, ásamt
silfurdósum (og Gunnar dró
þær upp úr öðrum vasa), sem
Steingrímur bróðir sendi mér
skömmu eftir lát föður okkar.
Dósirnar voru gefnar af Einari
Benediktssyni og bárust mér
þær fullar af ilmandi tóbaki
með baun. Þóttfst ég viss um,
að töframáttur fylgdi dósunum,
þar sem slíkir andans menn áttu
í hlut. En þótt ég nuddaði dós-
irnar og hrópaði til andans,
kom það fyrir ekki og ég gat
ekki einu sinni orðið leirskáld,
hvað þá atomskáld. Eg var bú-
inn að ganga með dósirnar í tvö
ár og tóbakið farið að minnka í
þeim án nokkurs árangurs, þeg
ar þær loksins tæmdust í veizlu
í Seattle hjá okkur Halldóri
Laxness, en honum var veizla
þessi haldin. Líklega hefur and
anum litizt betur á hann.
Af uppvexti mínum og sjálf-
um mér er lítið að segja. Eg óx
upp eins og gorkúla, sleit fötum
mínum í tuski, gekk oft á kú-
skinnskóm, var langur sláni og
kallaður langi Gaui af sumum..
Eg hélt, að allt mætti vinna með
hreysti upp á fornkappavísu,
var hyskinn við nám og áreið-
alega óhæft prestsefni. En
pabba og mömmu þótti vænt
um mig. Þá var þröngt í búi,
framtíðarvonir daufar, hafís og
harðindi. Þá fór ég að hugsa til
Ameríkuferðar, til lands alls-
nægtanna, og ef mér geðjaðist
ekki að búskapnum þar, færi ég
bara vestur að Kyrrahafi, þar
sem fiskigöngur voru sagðar
miklar. „Farðu vestur, ungi
maður“, var kjörorðið. Svo fór
ég vestur, en eftir tvö og hált
ár hjá góðu fólki í Manitoba,
var ég orðinn leiður á búskapn-
um, hitanum og mývarginum en
hafði þó fest mér unnustu, sem
síðar varð konan mín, og ég hef
átt með hveitibrauðsdaga í 56
ár, án þess að ég sé að stríða
þeim i Hollyvood.
Foreldrar mínir tóku vestur-
för minni með trega, en móðir
mín þóttist þó viss um að ég
gæti mannast þar með Guðs
hjálp. En pabbi, sem mundi
hve treglega gekk með kverið,
gekk með mér fram og aftur um
dekkið á skipinu, sem flutti mig
vestur, áður en landfestar voru
leystar, talandi margt, en hugur
minn var allur bundinn við hið
fyrirhugaða land í vestri. En
eitt man ég, sem faðir minn
sagði við mig: „Hættu að fara
með byssu og skjóta fugla.“
Þessu hef ég hlýtt. Enn fremur
sagði hann: „Og ef þú átt bágt
með að hlýða öllu, sem þú varst
fermdur uppá, þá reyndu að
lifa í sátt við alla og helzt að
láta þér þykja vænt um alla
menn.“ Þessi áminning föður
míns hefur oft flækst fyrir mér,
því þó ég hafi oftast leitast við
að vera ekki öðrum tjl trafala,
þá er fyrirgefningarhneigð mín
ekki meiri en svo, að mig tekur
sárt ójöfnuðurinn, kynþáttaríg-
urinn, lýgin svikin og hatrið,
sem af áróðri og ofstæki stjórn-
málamannanna er runnið. Það
má svo heita, að ég sé flokks-
leysingi og þá um leið efasemd-
armaður, en met mikils það,
sem faðir minn sagði í kvæði:
„Hvað hefi ég lært að líf og
heilsa manna
er leit og stöðug eftirspurn
hins sanna.“
Ég fagna nú því hlutskipti að
eiga ágæta foreldra. Fagna því
einnig að ég hlaut þegnréttinni
hjá ágætri þjóð, þó margt sé til,
sem miður fer. Það er mín stað-
föst trú, að ef vetnissprengjunni
verður ekki varpað, muni
bræðralag og jafnrétti nást
með tíð -og tíma. Þá er komjð
nærri takmörkum minnar trú-
arjátningar. Þegar vopnin eru
niður lögð og rás öfugstreymis-
ins stöðvuð, mun ný veröld
verða í sköpun, þar sem menn
fara að læra að hugsa í sam-
ræmi við hinn mikla mátt, sem
stjórnar hinum enn lítt skiljan-
lega geimi.
Það er ósk mín og von að
þegar „faðmast fjarlægir lýðir
. . . verði gróandi þjóðlíf með
þverrandi tár, sem þroskist á
guðsríkisbraut." □
Kálfabjúgu
úrvalsgóð.
NÝJA-KJÖTBÚÐIN
Símar 1113 og 2666
Útibúið sími 2661.
Auglýsingar þurfa að
berast fyrir hádegi dag-
inn fyrir útkomudag.
ið og myndavélin vinnur sitt
verk á sinn óhlutdræga hátt.
Hvenær komstu annars hing-
að norður á síldveiðarnar?
Eg kom hingað 19. júní. Við
vorum enn ekki hættir syðra
þegar fyrsta síldin barst á land
hér fyrir norðan.
Hvað varstu búinn að vciða
mikið af síld fyrir sunnan?
Frá 1. júní til 16. júní fengum
við 6 þúsund, en hættum þá og
héldum norður.
Þegar hér er komið kallar
landsíminn og Eggert kveður og
fer upp bryggjuna. Þarna fer
hinn umtalaði aflakóngur,
gjörvilegur maður í sjón, og ef
mér ekki skjátlast því meira,
góður maður í raun.
Um borð vinna hásetarnir,
allt ungir menn og vasklegir, að
lönduninni og láta gamanyrði
fjúka. Þessir menn sýnast
hvorki svefnvana eða þreyttir.
Skipstjóri eins og Eggert getur
auðvitað haft valinn mann í
hverju rúmi.
Þökk fyrir viðtalið, skipstjóri.
Góða ferð á miðin.
E. D.
*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiI,,,
I Úperetta og útihátíS I
ÞAÐ HEFUR dregizt lengur en
ég ætlaði, að stinga niður penna
og minnast lítillega óperettunn-
ar „Bláa kápan“, er flutt var
hér á Akureyri í vor, og þá
einnig útihátíðar tileinkaðri
þjóðhátíðinni, er haldin var á
Ráðhústorgi að kvöldi 18. júní
síðastliðinn.
Það er oít fundið að hinu og
þessu, sem mætir í daglegu lífi,
enda vissulega margt þar, sem
er aðfinnsluvert. En hins skal
þá og jafnframt geta, sem er
þess eðlis, að það varpar gleði-
leiftrum inn í grá.móðu hvers-
dagsins, lyftir mót ljósi og yl og
er þeim, sem um það fjalla til
vegs og sæmdar.
Með fullri virðingu fyrir því,
sem ég hef séð og heyrt í leik-
, húsi á liðnum árum, og án þess
að nokkurt vanþakklæti komi
fram gagnvart þeirri list, sem
þar hefur verið túlkuð, segi ég
það í fullri hreinskilni, að telj-
andi eru þær stundir, sem ég
hef átt ánægjulegri í leikhúsinu
en þegar ég í vor horfði á „Bláu
kápuna“ í meðferð Leikfélags
Akureyrar.
Ég gleymdi bókstaflega stund
og stað og hin góðu áhrif voru
annað og meira en skrautbúirt
dægurfluga. Þau vöruðu lengi
og lýstu og yljuðu umhverfið.
Á leiksviðinu í flutningi
„Bláu kápunnar" var margt
stórvel gert, látbrögð, tal og tón
ar allt í senn, orkaði á þá, sem
notið fengu, með eftirminnileg-
um hætti og bera leikstjóra og
leikendum vissulega miklar
þakkir fyrir frammistöðuna, og
er þeim þökkum hér með komið
á framfperi, þótt seint sé — í
skírskotun til þeirrar ævagömlu
fullyrðingar, að betra sé seint
en aldrei.
Ég nefni hér engin nöfn, geri
ekki upp á milli einstaklisiga, er
fram komu í óperettunni, enda
cr þetta greinarkorn- ekki í ætt
við neinn leikdóm.
Eg segi aðeins: Hafi þeir
allir heila þökk fyrir ánægju-
n'ka og lífræna túlkun á ljúfum
söngleik. Megi þeim launast vel
fyi'ir öll brosin, sem þeir vöktu
á vörum leikhúsgesta,- og allan
fögnuðinn, sem þeir kveiktu í
brjóstum þéirra — með svö
hugþekkum hætti.
Vegna eftirlætis míns á óper-
ettunni „Bláa kápan“, vakti
það mér sérstaka gleði, er at-
í’iði úr henni var fellt inn í
skemmtidagskrá þá, er Akur-
eyi'ingar tileinkuðu kvöldi
þjóðhátíðardagsins og fram fór
á Ráðhústorgi þann 18. júní sl.
Á ég þar við samleik og söng
þeii-ra Bjai'gar Baldvinsdóttur
og Jóhanns Ögmundssonar. En
þau skiluðu þessu hlutverki
með mikilli prýði þar á útihá-
tíðinni á torginu sem á sviðinu
í Samkomuhúsinu. Ég vil nota
tækifærið til að þakka ágæta
skemmtun, sem Lúði-asveit Ak-
ureyrar veitti þetta kvöld með
leik sínum, sem ætíð, er hún
kemur fram. Einnig vil ég
þakka gamanþátt, gamanvísna-
söng og annað það, er þarna var
flutt og varð þess megnugt að
vekja gleði og lyfta um stund
yfir dægurönn og amstur. Þetta
allt, sem hér hefur verið nefnt,
ásamt dansi nýstúdenta á torg-
inu, undir mildum geislum, er
veðurguðii-nir höfðu bi-eytt um
frá hörku til blíðu, er þess vert
að minnast þess og geyma í
hlýjum huga. — Því að þannig
er lífið, þegar sumarið hlær við
með þeim hætti, að við hljótum
að játa, að það sé „sælt að vera
til.
Borgari.