Dagur - 16.08.1961, Blaðsíða 5

Dagur - 16.08.1961, Blaðsíða 5
« 5 .. ......— ----—■■■■■ Dagub KOSNINGA KRAFIZT HINN 9 þ. m. sendu Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson Ólafi Thors, forsæt- isráðherra, eftirfarandi ályktun miðstj. Framsóknarflokksins, þar sem krafizt er þingrofs og nýrra kosninga vegna útgáfu bráðabirgðalaga um gengisfellinguna. ít- arleg greinargerð fylgir þessari kröfu Framsóknarflokksins. í bréfi til forsæt- isráðherra segir: Við leyfum okkur í nafni miðstjórnar og þingflokks Framsóknarmanna að skora eindregið á yður, herra forsætis- ráðherra, að þér bcitið yður tafarlaust fyrir þingrofi og nýjum kosningum.“ Ályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins, sem vísað er til í bréfinu, hljóð ar svo: „Miðstjóm Framsóknarflokksins mót- mælir harðlega þeiin aðförum ríkisstjóm arinnar, að fara á bak við Alþingi og þjóð ina og lækka íslenzku krónuna enn á ný, og nú með bráðabirgðalögum. Miðstjórnin telur gengislækkunina nú ekki aðeins ástæðulausa við hækkandi verðlag afurða, og vaxandi gjaldeyris- tekjur, heldur beinlínis stórhættulegt til ræði við heilbrigða þróun atvinnulífs og lífskjör almennings. Miðstjórain endurtekur kröfu sína frá því í janúarmánuði þ. á. um þingrof og kosningar án tafar, til þess að þjóðin fái tækifæri til að grípa í taumana áður en fleiri óhappaverk verða unnin af þeim þingmeirihluta, sem náði völdum í síð- ustu kosningum með því að lýsa yfir þveröfugri stefnu við þá, sem síðan hefur verið framkvæmd.“ í greinargerð fyrir kröfunni um kosn- ingar em meðal annars færð eftirfarandi rök, hér lauslega samandregin: Þegar núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir viðreisnarlöggjöfinni í ársbyrjun 1960, staðhæfði hún að skuldir þjóðar- Ínnar við útlönd væru óhæfilega miklar og greiðsluhallann bæri að stöðva. At- vinnuvegunum kvaðst ríkisstjórnin koma á heilbrigðan grundvöll, spara útgjöld ríkisins, auka sparifjármyndun og frjáls- ræði í verzlun. Svo felldi stjórnin gengi ísl. krónunnar, hækkaði vexti, dró úr lánum út á afurðir sjávar- og landbún- aðarvara, þvingunarlög voru sett til að draga sparifé utan af landi til Reykja- víkur, bannað að greiða laun samkvæmt vísitölu, lagður á nýr söluskattur (8.8%) af innfluttum vörum og þjónustu og lækkaður tekjuskattur, einkum á há- tekjumönnum. Þetta voru nokkur helztu atriði „viðreisnarlaganna“. Allt þetta hafði hinar háskalegustu af- leiðingar, sem sjá má á því, að greiðslu- halli við útlönd varð 704 milljónir króna. Útgjöld f járlaga hækka um 40% á árinu og spamaður á loforðastigi. Rekstursaf- koma ríkissjóðs er á yfirstandandi hálfu ári 150 milljónum lakari en í fyrra á sama tíma, skuldaaukning við útlönd nam 546 millj. kr. sl. ár. Sparifjárinnstæð ur jukust minna en árin á undan. Margt fleira segir í greinargerðinni, og sterk rök leidd að því, sem alþjóð raunar veit mjög vel, að „viðreisnin“ hefur mis- heppnazt alveg herfilega í öllum höfuð- atriðum. Þess vegna er umsagnar þjóð- arinnar krafizt. Stjómina brestur þor til að hefja kosningabráttu, en misnotar þess í stað útvarpið til áróðurs fyrir sig. Allt segir þetta sína sögu um ástandið. □ V_____________________________J Jórunn frá Hjalteyri . MINNINGARORÐ " Þessi mynd er tekin í hópfcrð Slysavarnakvenna um Suðurland. — Ljósmynd: María Helgadóttir. Hópferð Slysavarnakvenna á Ak. um Suðurland i. LAUGARDAGINN 22. júlí sl. var jarðsungin að Möðruvalla- klaustri ekkjan Jórunn Sigfríð- ur Kristinsdóttir. Hún var fædd að Minni-Þverá í Fljótum vest- ur 5. maí 1870, og því rúmlega 91 árs að aldri, er hún lézt á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyr- ar 14. f. m. Foreldrar Jórunnar voru hjónin Kristinn Davíðsson og Jóhanna Jónatansdóttir ljós- móðir, kennd við Haganes í Fljótum. Faðir Kristins var Jó- hannes frá Hrafnsstöðum í Kræklingahlíð, en faðir Jó- hönnu var nefndur Ogmunds- son, en líklega launsonur Jóns Þorlákssonar, skáldprests á Bægisá. Móðir Jóhönnu var Hólmfríður, dóttir Gunnlaugs á Hellu Þorvaldssonar og Þóru Jónsdóttur, Jónssonar á Kross- um. Var Jóhanna ljósmóðir alin upp á Árskógarströnd, því for- eldrar hennar bjuggu á Hellu, Litla-Árskógi og Brattavöllum (1833—64), en fluttust svo í Skagafjörðinn (Fljót). Þau áttu 18 börn og lifðu 12 þeirra. Er fjöldi manna frá þeim kominn. Kristinn og Jóhanna eignuð- ust 5 börn, misstu tvö þeirra í bernsku, og 18 ára sonur þeirra, Axel Sæmann, drukknaði. Tvær dætur, Jórunn og Jónat- anía, lifðu lengi og eru afkom- endur þeirra orðnir margir (Jórunnar allt að 50). Jóhanna ljósmóðir dó frá dætrum sínum ungum árið 1880. Kristinn giftist aftur Helgu Baldvinsdóttur, og er Jóhann, sonur þeirra, enn á lífi (á Siglufirði). Látin er fyrir nokkru dóttir þeirra, Kristín Andersen. II. Jórunn Sigríður var aðeins 10 ára, er móðir hennar lézt. Það var hið fyrsta af mörgum og stórum áföllum langrar ævi, til- finnanlegur missir, og geymdist sá atburður í minni þeirra systranna eins og opið sár alla ævi. Jóhanna, sem var mikil- hæf kona, náði þó til að móta dætur sínar, eigi svo lítið, og líktust þær henni um margt, urðu báðar hinar skörulegustu konur, gáfaðar, skáldmæltar, myndarlegar að vallarsýn og því mjög minnisstæðar öllum, sem kynntust þeim. Jórunn ólst upp hjá Sigtryggi móðurbróður sínum, bónda að Brekkukoti, Syðri-Brekkum og Framnesi í Viðvíkursveit. Þar var og Axel bróðir hennar, en gekk burtu frá frænda sínum, sem var hinn mesti harðjaxl, en mikill dugnaðar- og gáfumað- ur, og kunnur hagyrðingur. Jórunn var síðar hjá mörgum vandalausum, en var hvergi þrælkuð eins og hjá frænda sín um. Þá var ekki algengt að stúlkukrökkum væri ætluð mikil uppfræðsla, enda hlaut Jórunn hana af mjög skornum skammti, þó að til þess hefði hún sterka löngun. Sat hún um hvert tækifæri til að nema á eigin hönd hvaðeina það, er til fróðleiks og færni mætti trein- ast og varð vel að sér um margt. Jórunn dvaldist hjá Sigtryggi fram yfir ferminguna, en fór frá honum vorið 1885 í óþökk hans. Mun henni hafa verið þungt í skapi yfir lélegu atlæti og þröngum kosti, og nú vildi hún freista þess, að komast áfram af eigin ramleik. Mun hún snemma hafa verið sér þess meðvitandi, að hún væri liðtæk á borð við aðra, eða ekki síður, enda reyndist svo. Varð hún eftirsótt til hvers konar starfa, er stúlkum voru ætluð, enda tápmikil og dugleg þegar á unga aldri. Líklegt má telja, að Kristinn, faðir Jórunnar, hafi hlutazt til um brottför hennar úr Skaga- firði. Lendir hún þegar hjá frændfólki sínu hér eystra og er fyrstu þrjú árin á Litlu-Há- mundarstöðum, en húsfreyjan þar var Guðrún Vigfúsardóttir frá Hellu, bróðurdóttir Hólm- fríðar, ömmu Jórunnar. Kunni hún þar vel við sig og gat sér þegar hið bezta orð. Taldist hún þá til úrvals ungra kvenna þar um slóðir, jöfnum höndum sök- um fríðleiks og færni. Gengu karlmenn eftir henni með gras- ið í skónum, og mun hún snemma hafa átt margra góðra kosta völ til hjúskapar. III. Vinnumennskuár Jórunnar urðu ekki mörg eftir þetta. Mun hún ekki hafa verið vinnukona nema á tveim heimilum öðrum, Syðstabæ í Hrísey (Selaklöpp) og Syðri-Haga. Ráðskona var hún 1890 hjá Guðmundi Bíldal á Árskógarsandi, þá heitbundin Sigurbirni Gissurarsyni frá Skjaldarvík, en hann var þá í Hrísey. Giftust þau árið eftir og voru í húsmennsku fram á alda mótaárið, fyrst á Birnunesi, síð- an á Selá, Kúgili, Árskógar- sandi og Hauganesi. Sigurbjörn stundaði sjómennsku, m. a. há- karlaveiðar, og var sjaldan heima. Börnin urðu fljótt 'þrjú og síðar fjögur. Fátækt var í búi, en þó aldrei skortur. Jór- unn var komin upp á það lag- ið að sauma fyrir aðra og fórst það svo vel, að sú vinna hennar varð mjög eftirsótt. Vann hún þannig mikið með öðrum heim- ilisstörfum og dró í búið meira en flestar konur aðrar. Var á þessum árum farið að nefna hana saumakonu, en í því fólst viðurkenning almennings á starfshæfni hennar. Aldamótaárið réðust þessi fátæku hjón í það að byggja sér bæ, sem var hreint ekki svo lít- ið fyrirtæki, eins og sakirnar stóðu. Ekkert var fyrir hendi til að borga með væntanlegan kostnað við bygginguna, en bjartsýni og góður vilji opnaði ýmsa möguleika. Munu þau hjónin hafa verið mjög vel kynnt og nágrannarnir þeim velviljaðir. Einn þeirra lagði til trjáviðinn af rekafjörum sínum, annar hlóð veggi, þriðji smíðaði úr rekaviðnum, o. s. frv. Eng- um var greitt neitt í peningum, en allir sættu sig við inneign hjá saumakonunni, sem lofaði þeim margs konar fatasaumi. Bærinn komst upp vonum fyrr, og allt greiddist eins og um var samið, þó að það tæki nokkurn tíma, eins og vænta mátti. Fóru svo leikar, að alla virinu og allt efni, nema það litla, sem keypt var úr kaupstað, boi-gaði hús- freyjan með saumavinnu. En það ár svaf hún lítið margar nætur. Undruðust menn þol hennar og dáðust að myndar- skapnum, enda var þetta eins- dæmi kallað þar í sveit. IV. Bær þeirra Sigurbjarnar og Jórunnar stóð yzt í Ytri-Haga landi og nefndist Víkurbakki ytri, eða Ytri-Vík. Þarna bjuggu þau um átta ára skeið, eða níu, en fluttust svo til Hjalt eyrar árið 1909. En 7. júní 1910 fórst hákarlaskipið Kjærstine með 12 manna áhöfn; — einn skipverja var Sigurbjörn Giss- urarson. Þyngdist nú róðurinn fyrir Jórunni eins og nærri má geta. Hún lét sér þó lítt bregða, og hugðist búa með börnum sínum. Elzta barnið, Jóhanna, fór þó heimanað um líkt leyti, en Axel var kominn um ferm- ingu, Þórir 9 ára, en Dagmar 5. Jórunn er þá einu ári meira en fertug og á rétta hálfa öld ófarna til grafar. Hún er að- sópsmikil myndarkona, kjark- góð og dugleg, orðheppin og skáldmælt, fríð kona og föngu- leg. Ræddu menn um, að ekki væri með ólíkindum, að einhver leitaði ráðahags við hana, svo ungleg og fríð sem hún var, enda kom það fljótt á daginn. Sæmundur skipstjóri Sæ- mundsson í Stærra-Árskógi hafði misst konu sína ári fyrr en Jórunn mann sinn. Hætti hann búskap árið eftir og gaf sig allan við sjósókninni. Börn- um sínum kom hann niður hjá venzlafólki og kunningjum, en þau voru 9. Stóðu þau Jórunn þvi í líkum sporum, og nú gerð ist það, að þau felldu hugi sam- an. Mátti segja, að mikið jafn- ræði væri með þeim bæði í sjón og raun. Báðum var þeim vel ljóst, hver vandi það hlaut að vera að fella saman þessi fjöl- mennu heimilisbrot, enda reynd ust sum af börnum þeirra mót- fallin þessu áformi. Þetta varð þó að ráði, og giftust þau skömmu fyrir jólin 1911. Varð hjá þeim hið myndarlegasta heimili og góður efnahagur, og fór þetta vel um nokkur ár. Börnin urðu þó það vandamál, sem aldrei leystist vel og varð að lokum til vaxandi óánægju, er endaði með skilnaði eftir sex ár. Bæði tóku þau mjög nærri sér, að svo skyldi þurfa að fara, en hvort í sínu lagi héldu þau virðingu sinni óskertri, þrátt fyrir mikið umtal, og stóðu af sér hretið með myndarskap. Enn voru þau aðeins rúmlega á miðjum aldri og áttu bæði eftir margt að gera sér og sín- um til gagns og sæmdar, en samskipti þeirra urðu ekki fleiri. V. Jórunn tók nú upp þráðinn, þar sem fyrr var frá horfið, bjó með sonum sínum og veitti all- an þann stuðning, er hún mátti. Þegar Þórir missti konu sína frá fjórum ungum börnum, tók hún að sér forstöðu þess heim- ilis og gekk börnum hans í móð ur stað, þar til þau voru öll upp komin. Rétt áður hafði hún ver ið um þriggja ára skeið hjá Jó- hönnu dóttur sinni á Siglufirði, sem átti þá í miklum erfiðleik- um. Og enn, er sonarsonur hennar stóð einn uppi með 6 mánaða gamlan son, varð lang- amman, þá um áttrætt, fóstur- móðir hans um margra ára skeið. Hún hafði þannig staðið í því að ala upp verulegan hluta af þremur kynslóðum afkom- enda sinna. Geri aðrar betur! Það þarf mikinn áhuga og fórnfýsi, mikinn kærleik og fá- dæma þrek til að standa svona í sporum margra barna móður og látlaúsum húsfreyjusförfum um meira en 60 ára skeið, og leysa allt vel af hendi. En þetta tókst Jórunni Kristinsdóttur. Á níræðisaldrinum varð þessi tápmikla kona loks að láta und- an síga fyrir Elli kerlingu, og þó ekki verulega fyrr en á seinni hluta áratugarins. M. a. dapraðist nú sjónin og þvarr loks að mestu. En andlegu heil- brigði hélt Jórunn fram til hins síðasta. Á níræðisafmælinu í fyrra var hún glöð og hress, kunni margt skemmtilegt að segja, eins og jafnan áður, fór með vísur og kveðlinga eftir sjálfa sig og aðra, rifjaði upp bjartar minningar, var sátt við allt og alla, vonglöð og bjart- sýn um framtíðina og sannfærð um handleiðslu og miskunn- semi þess Guðs, sem ástrík móðir fræddi hana um á morgni lífsins. VI. Börn Jórunnar eru öll dáin, nema Dagmar (nú Jörgensen) gift kona í Kaupmannahöfn. Afkomendur Jórunnar, sem nú munu orðnir nær 50, eru dreifð ir víða, en flestir þó hór við Eyjafjörð, m. a. á Hjalteyri, sem hún mun jafnan við kennd. Allra síðustu árin dvaldi Jór- unn á Akureyri hjá barnabörn- um sínum, hluta úr ári á Elli- heimilinu í Skjaldarvík, og svo loks á sjúkrahúsinu hér. Þar sá ég hana síðast, og eftir að dauð- inn hafði sett mark sitt á svip hennar og útlit. Þó var hún þá glaðleg og reyndi að vera lé:t í máli, en getan var orðin lítil. Viljinn til að taka öllu vel, bjart sýnin og æðruleysið var enn hið sama og áður. Brosandi kvaddi hún mig, og hugrökk mun hún hafa beðið umskipt- anna. Með Jórunni Kristinsdóttur er merk kona til grafar gengin, persóna, sem verður þeim öll- um, er kynntust henni, minnis- stæð. Hún, var gildur fulltrúi síns tíma og glöggt dæmi um það, hvernig góðir hæfileikar, einbeitni og æðruleysi geta enzt manni til langrar lífsbaráttu' ,með góð.um árangri, þótt heim- anbúnaður sé af skornum skámmti og hjálparmenn fáir í- æsku. Það sannaðist margsinnis á henni, að „Guð hjálpar þeim, (Framhald á bls. 7) Guðm. Halldórsson, Kvíslar- hóli, sendir eftirfarandi: „VEGNA blaðaskrifa sem orðið hafa vegna brottkjörs Bjart- mars Guðmundssonar úr stjórn Kaupfélags Þingeyinga sl. vor vil ég biðja Dag að birta eftir- farandi athugasemd. Þórhallur Snædal segir í grein sinni „Hneykslið í K.Þ.“, sem birtist í íslendingi 26. maí, eftirfar- andi: „Hinir ágætu fulltrúar, sem flestir mæta á aðalfundum K.Þ. eftir sérstakri pöntun hins félagsþroskaða K. K., ættu nú að hugleiða o. s. fi'v.“ Þórhallur heldur því sem sé fram að við félagsmenn í K.Þ. látum Karl Kristjánsson rétta okkur eins og fénað segi þessi í þennan dilk hinn í hinn, þ. e. a. s. láti okkur í flestum tilfellum kjósa fulltrúa á aðalfundi K.Þ. eftir því sem hann óskar. í þessu sambandi vil ég leyfa mér að taka eftirfarandi fram. Ég hefi verið félagsmaður í K.Þ. í 24 ár, þar af 14 ár í Húsavíkurdeild og aldrei hefi eg orðið þess var að K. K. hafi haft hin minnstu afskipti af kosningum fulltrúa á aðalfund K.Þ. Eitt sinn var EG hafði ákveðið að skrifa um ferð okkar slysavarnakvenna frá Akureyri um Suðurland dagana 6.—11. júlí, en ýmsra orsaka vegna hef eg ekki kom- ið því á. Nú hefur verið skrifað í Morgunblaðið mjög vinsam- lega um þetta ferðalag, svo það má teljast óþarfi að skrifa meir, en eg get þó ekki látið það ógjört, að bæta þar nokkru við. Frá Akureyri lögðum við upp í ferðina 83 konur og i Reykja- vík bættust í hópinn 23 konur úr Slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði. Öllum má vera Ijóst, hvaða vinnu það kostar, að taka á móti svo stórum hóp, en engin þreytumerki voru að sjá á frú Gróu Pétursdóttur, formanni kvennadeildarinnar í Reykjavík, og hennar elskulegu konum, né Gunnari Friðriks- syniy forseta Slysavarnafélags- •ins, stjórn og starfsfólki félags- ihs. Hlýrrl óg"eTskulegri mót- tökur var ekki hægt að óska sér en við fengum, er við all- þreyttar renndum, á þrem bíl- gerð nokkur breyting á tilhög- un kosninga í Húsavíkurdeild vegna frumkv. alþýðuflokks- rnannsins Jóhannesar Guð- mundssonar, en hún var til bóta og um hana ríkti einhugur. Eg var fulltrúi fyrir Tjörnesdeild á aðalfundi K.Þ. vorið 1959, úr varastjórn átti þá að ganga framsóknarmaðurinn Steingrím ur í Nesi. Varð þá nokkurt písk ur „undir veggjum“ að undir- lagi nokkurra Húsvíkinga. Vildu þeir fá mann í varastjórn þar sem þeir áttu þar ekki mann fyrir og bentu á alþýðu- flokksmanninn Þráin Maríus- son, en þeir voru of fáliðaðir til að geta hrundið þessari breyt- ingu í framkvæmd og leituðu því til margra fulltrúa úr hin- um ýmsu deildum um stuðning. Gekk þar harðast fram Egill Jónasson. Fulltrúar litu svo á að ósk Húsvíkinga væri rétt- mæt og sanngjörn og hlaut Þrá- inn kosningu. Hvar var þá K. K. með allt ofstækið? Á aðalfundi Tjörnesdeildar, sem haldinn var 3 eða 4 dögum fyrir hinn „sögulega“ aðalfund K.Þ. sl. vor mættu hvorki K. K. né Finnur kaupfélagsstjóri né nokkur útsendari til kosninga- um, að Slysavarnahúsinu við Grandagarð kl. 9 um kvöldið. Þar hafði verið komið fyrir svefnplássi og mötuneyti af kvennadeildinni undir stjórn Gróu Pétursdóttur. Eftir að gestgjafar höfðu boð- ið okkur velkomnar, var ekki svikizt um að gjöra matnum, sem beið okkar, góð skil, því í einum áfanga, svo að segja, hafði verið ekið til Reykjavík- ur. Eftir að komið var í Slysa- varnahúsið lögðum við allar okkar áhyggjur á gestgjafana, meðan dvalið var syðra. Á föstudaginn skoðuðum við Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í boði húsbænda heimil- isins og þáðum þar veitingar. Mjög ánægjulegt fannst okkur að sjá, hve vel er búið að vist- mönnum þar. Það sem eftir var þessa dags áttu konur ráð á tímanum sjálfar, sem eflaust var líka vel notaður. Laugardaginn 8. júlí var svo lagt af stað kl. 8.30 austur í Fljótshlíð. í hópinn höfðu þá áróðurs, enda fór svo að einn af 3 fulltrúum deildarinnar er mættu á aðalfundinum var Sjálfstæðisbóndinn Egill á Máná. Ekki voru þó nema 2 eða 3 flokksbræður hans á fundin- um, svo ekki varð hann fulltrúi vegna pólitísks fylgis. Eða máske Karl hafi bara gleymt að segja Tjörnesingum fyrir hverja þeir mættu eða ættu að kjósa, — mönnunum, sem hann hefur búið og starfað með meira en hálfa ævina. Vegna þeirra lesenda Dags, sem ekki þekkja til, vil eg taka það fram að ég er ekki framsóknarmaður og sendi því ekki athugasemd þessa af pólitískum hvötum. Hins vegar tel ég rétt að leið- rétta rangfærslur, ekki sízt þeg- ar þær eru gerðar að yfirlögðu ráði. Vonast ég svo til að góðkunn- ingi minn, Snædal, temji sér nokki'a háttvísi í skrifum eftir- leiðis og sniðgangi ekki sann- leikann, þótt pólitískar tilhneig- ingar æski þess. Hver veit líka nema K. K. og Framsóknar- flokkurinn verði fyrr en varir í stjórnarflatsæng með íhaldinu og þá verði litli „Voffi“ á Húsa vík feginn að lúra þar til fóta.“ bætzt, auk Patreksfjarðarkvenn anna, á annað hundrað konur úr Reykjavíkurdeildinni. Ekið var alla leið austur að Barkar- stöðum í Fljótshlíð, þar var stanzað og drukkið kaffi, er Reykjavíkurkonurnar veittu, og tilkynnt um leið, að þær byðu okkur í hádegisverð í hótel Hvoli á Hvolsvelli í baka- leiðinni. Næst var svo haldið til baka að Múlakoti og höfð þar góð viðstaða til að skoða allt, sem þar var að sjá. í Hvoli var svo matazt við mikinn glaum og gleði, enda þá saman komn- ar 236 konur í 7 langferðabílum. Þá var haldið sem leið lá til Skálholts. Kirkjan og staðurinn skoðaður undir leiðsögn kirkju- varðar, klukkum hringt og sung ið eitt vers í mikilli stemningu. Síðasti áfanginn var á Þingvöll. Þangað vorum við boðnar til kvöldverðar af stjórn Slysa- varnafélagsins, sem tók á móti okkur, er bílarnir renndu þar að kl. 7 um kvöldið. Við borðið á Þingvöllum voru 250 manns og mátti vel segja, að þar væri „setinn Svarfaðardalur“. For- seti bauð alla velkomna og hélt elskulega og áhrifamikla ræðu. Eg held að allir, sem þarna voru mættir, hafi verið ánægðir yfir, að vera meðlimir Slysavarna- félagsins. Eftir ánægjulegt borðhald með söng og ræðuhöld um voru Þingvellir skoðaðir og lýsti frú María Mock staðnum. Heim til Reykjavíkur var kom- ið kl. 1 um nóttina. Á sunnudaginn skoðuðu kon- ur söfnin í þjóðminjasafnshús- inu. Að miðdegisverði var svo setzt kl. 1 í Slysavarnahúsinu. Þar kvaddi forseti okkur, vegna fyrirfram ákveðinnar brottfarar úr bænum. Afhenti hann fagra blómvendi frá sér og konu sinni með hlýjum kveðjum til að- komukvennanna. Gestir þökk- uðu fyrir dásamlegar viðtökur og afhentu smávegis gjafir til Slysavarnahússins og kvenna- deildarinnar. Gróa tilkynnti, að nú yrði samstundis lagt af stað og hennar boði hlýddu allir. Var nú haldið til Grindavíkur í samfylgd nokkurra Reykjavík- urkvenna, er skyldu leiðbeina okkur um Suðurnesin. Þaðan var haldið til Garðskaga, vitinn (Framhald á bls. 7) ATHUGASEMD. V E G I N N SKYGGNZT UM í VORDÖGUM. Vorkoman öllum vonir Ijær, þá veturinn er að baki, landið hýrnar og ljómar sær cg loftið dunar af kvaki. í fjárhúsvarpanum fífill grær og fjóla á skemmuþaki. Labba um hagann lembdar ær. Lóuna kaliar maki. Fannir bráðna í fjallasal, ilæðir að hlíðarótum, örlar á gróðri inni í dal að efstu skriðum og grjótum, kátra lækja og linda hjal leikur á ýmsum nótum. Heyrist á bæjum hanagal, því haninn er snemma á fótum. Norður um þela þakin fjcll þeyvindar taka sprettinn. Ýmsir fara að aka á völl ellegar herfa blettinn. Horfa mót sólu hamraíröll heldur en ekki grettin. Við síldveiðibardós ærist öll útgerðarmannastéttin. Sótt er þá djarft á sævarhyl svo sem að vanda lætur, hringsólað, kastað, híft á s-pil, hirt ei um sull né vætur, í sólarhringslöngum sólaryl í sambúð við Ránardætur. Því nætur eru þá engar til aðrar en síldarnætur. Þegar norðursins geislaglóð glóir um hlíð og tinda, og andvaka kollur út við flóð og inni á lónmn synda, ganga margir um grýtta slóð og gá til hrossa og kinda, því svefnróin er þá sjaldan góð, — um sauðburðinn, til að mynda. Viðjar losa um vötn og lönd, vængur og sporður þýtur, inn til dala og út við strönd cðlinu skepnan lýtur, fjölgunartíminn fer í hönd, fiskur á riðum gýtur, að hreiðrunum dytta hrafn og önd, himbrimi og mýriskítur. Hljóta menn þá að hyggja vel að heyvinnutækjum dýrum, ýmsir geyma þau úti á mel ellegar niðri í mýrum, í flaginu dunar dráttarvél og dregur slóða á vírum. Börnin Ieika að legg og skel, líkt og í ævintýrum. M Leggja menn frá sér loðinn feld ©g léttari klæðum skarta, hætta að kveikja á arni eld og einnig um hroll að kvarta. Manneskjan, vetrarhúmi hrelld, horfir í Ijósið bjarta. — Og mögur kýr, sem var meir en geld, mjólkar af öllu hjarta. I Já, svona er vor á vorri storð, veitult á allt hið góða, nýtum hefir það nægtaborð og nóga sýzlu að bjóða. ,► Reisir það marga rama skorð við raunum landa og þjóða, þótt velji því stundum önug orð ’ afglapi og nöldurskjóða. Dvergur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.