Dagur - 25.08.1961, Síða 7

Dagur - 25.08.1961, Síða 7
7 - STÓRKOSTLEG IÐNVÆÐÍNG Á VEGUM SAMVINNUMANNA (Framhald af bls. 5) að, sem til lífsins þarf. Því er það metnaður allra landsmanna að standa vörð um það sem ís- lenzkt er, nýta og neyta þess, sem íslenzkt er, og með því leggja sinn skerf til styrktar og eflingar íslenzku framtaki. „Hollt es heima hvat“ ætti að vera kjörorð íslendinga. Fólkinu fjölgar og iðnaðinn má auka. Orkugjafinn, hinn dýr mæti fjársjóður, hvítu kolin, sem landsmenn eiga í fallvötn- um sínum, sem ár og síð og alla tíð streyma til sjávar, bíða ó- beizluð eftir iðnaðaraukningu landsmanna, svo ekki má láta hér staðar numið, heldur halda áfram með iðnvæðinguna — iðnvæðingu á vegum samvinnu mann —. Um leið og ég lýk máli mínu vil ég þakka Kaupfélagi Eyfirð- inga, Kaupfélagi Árnesinga og Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis fyrir aðild að sýning- unni, verksmiðjustjórunum og starfsfólki verksmiðjanna og starfsfólki Iðnaðardeildarinnar. Allt þetta fólk hefur lagt á sig mikla vinnu til að gera Iðn- stefnuna vel úr garði. Ég vil sér staklega þakka Jóni Arnþórs- syni sýningarstjóra og Davíð Flaraldssyni útstillingarmanni fyrir þann glæsibrag, sem þeir með hugkvæmni sinni hafa sett á þessa 6. Iðnstefnu samvinnu- manna, sem ég hér með segi setta. □ •11111111III lllllllll IIIIIII ■1111,11 III.MII* H I BÆNDAFUNDUR | fyrir mjólkursamlagssvæði KEA, verður haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 30. ágúst n. k. og hefst kl. 9 síðdegis. — Á fund- inum mætir J. C. Christensen ráðunautur frá Árósum og flyt- ur fræðsluerindi og sýnir kvik- myndir varðandi mjaltir, með- ferð mjaltavéla og aðferðir til að hindra júgurbóigu í kúm. unar 1 Flóru-Smj örlíki Kokossmjör Kökufeiti SMJÖRLÍKISCERÐ Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar lteldur FÉLAGSFUND í Ásgarði föstudaginn 25. þ. nt. kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Tekin ákvörðun um uppsögn samninga. 2. Reglugerð fyrir sjúkrasjóð íélagsins. 3. Önnur mál. Fjölmennið! STJÓRNIN.’

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.