Dagur - 06.09.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 06.09.1961, Blaðsíða 1
S: Framsóknarmanna : Rirsrjóm: Eruni:i;r Davíhsson' Skrikstoi-a í HAFNARSTR.cn 90 Sími Hö6 . Sr.r\i.\(.ii oc i'RENTUN ANNAST Prknt\'erk Onus Björnssonar h.f. Akurevri —------------------;... Dagur XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 6. september 1961 — 41. tbl. Aitci.ÝstNOA.sfjóki: Jön Sam- ÚEJLSSON . ÁKGANCURINN KOSIAK KR. 100.00 . O j Al.DUACI F.K 1. JÚ'U Bl.AÐIÖ Kr.Mt'R Úl' Á MIBVIKUDÖG- ' t'M OG Á I.AUCARUÖCL'M FECAR ÁSTÆÐA ÞVKIR TIL k---------------------------....; J Frá aðalfundi Stétfarsamb. bænda Framleiðendur telja verðhækkun óhjákvæmi- lega, en neytendur bjóða þeim lækkun FIMMTÁNDI AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda var sett- ur í Bifröst í Borgarfirði kl. 10 árdegis í gærmorgun af Svefri1 Gíslasyni í Hvammi, form. sambandsins. Fundarstjóri var kosinn Jón Sigurðsson fyrv. alþingismaður á Reynistað. Fulltrúar voru 47 auk stjórnar Stéttarsambandsins, Framleiðsluráðs og margra gesta. Sverrir Gíslason flutti skýrslu um störf sambandsins á liðnu ári og gat þess m. a. að Kristján Karlsson fyrv. skólastjóri á Hóluin. hefði verið ráðinn erindreki Stéttarsambandsins. Sverrir ræddi ýtarlega um verðlagsmálin. Verðlagsgrundvellinum hefði verið sagt upp af hálfu fratnleiðenda. Samningur um nýjan verðlagsgrundvöll hefur ekki náðst ennþá þrátt fyrir marga fundi. Og ber mikið á milli. Framleiðendum virðist, að útsala á búsafurðum þurfi að hækka um allt að 30% miðað við sl. verðlagsgrundvöll, vegna gengisfellinga og stórhækk-4 aðs verðs á rekstursvörum landbúnaðarins, og vegna mikilla hækk ana á launum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, sem þess- ar stéttir hafa fengið. En þær hækkanir verða að koma bændum til tekna á sama hátt. Fulltrúar neytenda í sex-manna-nefndinni, sem ákveður verð- lagsgrundvöllinn og verð búvara, bjóða 2% lækkun, og ríkir mikil grcmja á fundinum vegna þessarar afstöðu neytendanna. Þrátt fyrir þennan ágreining er vonandi að vinnandi stéttir komi sér saman um verðlagsgrundvöllinn, og að fulltrúar neytenda skilji, að vel atliuguðu máli, kaupkröfur bændanna og mæti þeiml á sama hátt og þeir vildu að atvinnurekendur mættu hinum al- mennu kaupkröfum í sumar. □ Elzfur botaniskur garður á íslandi Þýzkur fagmaður og organisti Akureyrarkirkju við niðursetningu nýja pípuorgelsins (Ljm.: E. D.) Ný kjörbúð IÍEA i Glerárliverfi NÝLEGA birti Reykjavíkur- blað þá fregn að í Laugardal væri fyrsti vísir að botaniskum garði á Islandi. Þetta er rangt. Á Akureyri er slíkur garður þegar orðinn 5 ára, stofnaður 1956 og er hluti Lystigarðs Ak- ureyrar, sem er hálfrar aldar gamall og með fegurstu görðum þessa lands. íslenzka deildin í Lystigarði Akureyrar vantar nú aðeins tvær tegundir til að fylla fjórða hundraðið. Virðist þess því skammt að bíða, að þar verði saman komnar allar hinar ís- lenzku tegundir á einum stað. Auk þessa eru í Lystigarði Akureyrar um 1200 tegundir er lendra plantna, að því er Jón Rögnvaldsson, forstöðumaður garðsins, tjáði blaðinu, tré, runn ar og blómjurtir. □ K.E.A. opnaði laugard. 2. sept. sína fimmtu kjörbúð á Ak- ureyri. Þessi kjörbúð stendur við Lögmannshlíðarveg í Gler- árhverfi og er stærsta og vand- aðasta kjörbúð félagsins, og glæsilegasta nýlenduvöruverzl- un bæjarins. Aðalbyggingarmeistari húss- ins var Haukur Árnason, sem hefur teiknað husið. Húsið er 2 hæðir á kjallara og um 2.200 rúmmetrar að stærð. Búðarhæð er um 350 fermetrar, þar af er sjálf búðin um 230 fermetrar. {IVýtt uppbótarkerfi | SÍÐASTA hálmstrá ríkis- stjórnarinnar, sem hún hékk á eftir að hún var búin að svíkja flest sín stóru loforð og breyta gegn yfirlýstri stefnu í öllum meginaatriðum, var afnám hennar á útflutningsuppbótum. Það hálmstrá brást í nýafstað- inni gengisfellingu, því að sam- hliða henni lögleiddi stjórnin (allt með bráðabirgðalögum) nýtt útflutningsgjald á allar sjávarafurðir. Sjóðir, sem af þessu myndast, eiga að standa straum af nýju uppbótarkerfi atvinnuveganna. — Lengi vel var því hampað í blöðum ríkis- stjórnarinnar hve vel henni hefði tekizt í þessu efni vegna skörungsskapar og framsýni. □ ” % § i. . L_...... ... . Starfsfólk útibúsins. Torfi deildarstjóri lengst t. h. (Ljm. G. P. K.): Slærsta síldar-kaslið á sumrinu ÓLAFUR MAGNÚSSON frá Akureyri var á síldveiðum fram að síðustu helgi, 80—90 mílur austur í hafi. í síðustu veiðiferð náði hann 900 tunnum úr því stærsta kasti, sem skipsmenn höfðu nokkru sinni séð. Engin tök voru á að ná allri síldinni og tókst að hella úr nótinni þangað til viðráðanlegt magn var eftir, eða fyrgreindar 900 tunnur. Byrjað var að bræla. Síldin var stór og feit og hefur faiúð batnandi austur þar. Að- eins tvö norðlenzk skip eru enn á síldveiðum, Ólafur Magnús- son, sem kominn er yfir 20 þús. mál og tunnur og Baldur frá Dalvík. Til skamms tíma hefur fjöldi erlendra skipa verið á síldar- miðunum eystra og aflað vel.n Múrhúðun var unnin af Sigurði Hannessyni og félögum. Búðarinnréttingu annaðist húsgagnaverkst. Ólafs Ágústs- sonar, sem hefur og séð um smíði allra innréttinga í kjör- búðum félagsins, Teikningar að innréttingunni gerði teiknistofa SÍS. Raflögn annaðist Raflagna- deild KEA, en hita- og kælilögn var gerð af Vélaverkst. Odda og Blikksmiðjunni. — Uppsetn- ingu hreinlætislagna annaðist Gunnar Austfjörð. — Málara- meistari var Jón A. Jónsson. Kjörbúðarstjóri er Torfi Gunnlaugsson, sem verið hefur útibússtjóri í Glerárhverfisúti- búinu. Hann er yngstur útibús- stjóranna hjá KEA, aðeins tví- tugur að aldri. Með honum vinna 4—5 manns við þessa nýju verzlun. Kjörbúðin í Glerárhverfi er *lllllllllllllllllllllllfllllllMMMIIIII>tlMlt>tltlttlltllllllM |hvassafell| kom hingað með 1700 tonn af Kjarna frá Gufunesi. í síðustu viku kom 4260 tonna tankskip í Krossanes og tók 600 tonn af lýsi og síðan 1000 tonn af lýsi á Hjalteyri. Þetta er stærsta skipið, sem vörur hefur tekið við bryggjuna í Krossa- nesi. □ GÓD UFSAVEIÐI Snæfell hefur aflað 115 tonn af ufsa eftir að síldarvertíð lauk, og Sigurður Bjarnason 55 tonn. •MMMMMMMMMMMMIIMMIMIMMMMMIMIMMMMMMMIM* IDagur I kemur út á laugardaginn vegna mikils efnis, sem bíður. mikið gleðiefni íbúum norðan Glerái', enda sóttu þeir það mál fast að fá þetta nýja útibú. Við opnun hinnar nýju og glæsilegu verzlunar kom margt manna, bæði til að verzla og til að svala forvitni sinni. Þessi kjörbúð er sú fyrsta á Akureyri, sem er byggð frá grunni, sem kjörbúð. Þar er mjög þægilegt að verzla og meira vöruval mun vera þar en í öðrum kjörbúðum kaupstaðar ins. Nýja kjörbúðin í Glerárhverfi er í röð myndarlegustu kjör- búða á Norðurlöndum. □ •111111111111MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIM* iVarð hlutskarpastur I TÍMARITIÐ Vorið á Akureyri efndi, ásamt Flugfélagi íslands, til ritgerðasamkeppni meðal unglinga. Efni ritgerðarinnar var: Hvaða möguleika hefur ís- land sem ferða mannaland? Margar ritgerð ir bárust. Sigurvegari i keppni þess- ari varð Einar Karl Haralds- >on, Byggða- negi 91, Akur- eyri, og fær að Kerðlaunum ó- keypis ferð til Hafnar og vikudvöl í Dan- mörku. Einar er tæpra 14 ára og nemandi í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Tvenn II. verðlaun hlutu Nína Gautadóttir, Reykja vík og Guðmundur Gíslason, Bólstað, Vatnsnesi, og eru það fríar flugferðir innanlands. Auk þess voru þrenn bókaverðlaun veitt fyrir góðar ritgerðir □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.