Dagur - 06.09.1961, Blaðsíða 5

Dagur - 06.09.1961, Blaðsíða 5
5 f'..............................i „RÉTT OG ÓMÓTMÆLAN- LEGT AF ÖLLUM“ RITSTJÓRA „íSLENDINGS“ þykir það víst í sannleika hart að flokkur sinn skuli hafa gefizt upp á því að firtna rök fyrir síðustu gengisfellingu og setur fram þá frumlegu kenningu, að allt sé þetta gert vegna hinna óraunhæfu kauphækkana í sumar! í framhaldi af þessu segir svo ritstjórinn að . . DAGSBRÚNAR- MENN HEFÐU EKKI TIL HNÍFS NÉ SKEIÐAR AF ÞÁVERANDI KAUPI, MIÐAÐ VH) DAGVINNU. ÞETTA VAR RÉTT OG ÓMÓTMÆLANLEGT AF ÖLLUM“ bætir ritstjórinn við. Já, svona var hag hinna vinnandi manna komið í vor undir íhaldsstjórn- inni sælu. Það var þakkarvert að fá þetta svona greinilega staðfest af ritstjóra í- haldsblaðs. Nú er rétt að spyrja ritstjór- ann að því, hversvegna svo var komið fyrir vinnandi fólki í landinu, að það hafði ekki til hnífs né skeiðar? Hver átti sök á því, að lífskjör almennings höfðu versnað inn 15—20% og menn í fullri vinnu áttu ekki fyrir mat? Veit ritstjór- inn, að einmitt þetta, og þetta eitt, knúði verkföllin fram? Og hvar finnst annars staðar svo kolsvört og steinrunnin íhalds sál að hún neiti því að sú lausn, sem náð- ist, var sanngjörn lausn, þótt „íslending- ur“ kalli þá menn „auðnuleysingja“ og „fífl“, sem afstýrðu löngum verkföllum. Eftir að hafa lýst hugarfari sínu allvel í þessu leiðarakorni, skrökvar ritstjórinn því svo, sennilega í tíunda sinn, að Jakob Frímannsson hafi „skömmu síðar geng- izt fyrir launahækkunum í fyrirtækjum samvinnumanna hér í bæ . .. .“ Hverjum skyldi „íslendingur“ ætla að trúa jafn rakalausum ósannindum? Hvert mannsbam veit, að lausn verk- fallsins var aðkallandi til að forða þjóð- arvoða. Hvert mannsbarn veit einnig, að eftir að verkalýðsfélögin um land allt höfðu sameinazt um kröfur sínar og stóðu sem einn maður að þeim, urðu verkföllin ekki leyst án kjarabóta og stæðu sennilega enn, ef ekkert hefði ver ið komið til móts við framkomnar kröf- ur. Á Húsavík og á Akureyri náðist samkomulag um 11% hækkun launa og síðar var samið á þeim grundvelli um land allt. Þungu fargi var létt af þjóðinni allri með þessari sanngjörnu lausn og samvinnumönnum voru þökkuð giftusam leg endalok á yfirgripsmesta verkfalli í sögu landsins. Þetta kallar „íslendingur“ að „gangast fyrir launahækkunum í fyr- irtækjum samvinnumanna“. Þótt ein- staka maður geti ruglazt dálítið í koll- inum við það að reyna að snúa hlutun- um við með beinum ósannindum, eins og ritstjóra „fslendings“ hefur því miður orðið á, er þó miklu alvarlegra þegar heilir stjórnmálaflokkar grípa til beinna hefndarráðstafana gegn fólkinu, sem þeir eiga að vinna fyrir, með því að eyðileggja það litla, sem eftir er af verðgildi ís- lenzkra peninga, sniðganga viðurkennd- ar lýðræðisreglur með útgáfu margs kon ar bráðabirgðalaga og egna vinnustéttirn ar til nýrra, stórfelldra átaka í kaup- gjaldsmálum. Ríkisstjóniin hefur nú, með bráða- birgðalögum og Iögbrotum, eyðilagt þær kjarabætur, sem hinir sanngjörnu kaup- sainningar frá í sumar fólu í sér, og ' meira til. Það er svar ríkisstjórnarinnar til þeirra manna, sem að áliti ritstjóra „íslendings“ ekki höfðu til hnífs né skeið ar áður en verkföllin hófust. □ V__________________________________________ bókarfregnI Sigurður Sveinbjörnsson: Á SVÖLU HAUSTI. Ljóð. Þetta er önnur Ijóðabók höf- undar, sem er aldraður verka- maður hér á Akureyri og hefur ekki látið mikið til sín taka. Fýrri bók hans vakti þó nokk- urt umtal, þó að ekki væri mik ið um hana ritað. Mönnum gazt yfirleitt vel að ljóðaformum þessa yfirlætislausa og hógværa höfundar, sem fór að vísu troðn ar slóðir, en lét í ljós, svo að ekki varð um villzt, einlægan áhuga sinn fyrir velferð lands og þjóðar, trú á vernd og leið- sögn Guðs og falslausa aðdáun á fegurð og góðleik, í hverju sem slíkt birtist. í hinni nýju bók Sigurðar kveður mjög við sama tón. Yrk- isefnin eru að verulegu leyti umhverfi hans, og innan þeirra marka munu margir kannast við sig, a. m. k. eldri kynslóðin. Sigurður Sveinbjörnsson. hinnar háttlausu (og oft and- lausu) ljóðatízku ungra manna nú á tímum. Sjálfsbjörg og samhjálp. Á hæstum degi dómsins lúður gellur, og dynur hagl á blómsturgrund. í birtu sólar báran rís og fellur, og bliknar reyr á einni stund. Er himinblámann hylur skýja- myrkur, fær húmið þjakað anda manns, því enginn maður er svo hugar- styrkur, að aldrei syrti í brjósti hans. En þó að myrkur hylji himins vegi og hugi margra þyngi sorg, þá líður nótt og lýsir senn af degi. og Ijóma slær á nýja borg, er reisir þú með samhjálp systra og bræðra og sigrar þannig myrkurél. í huga þeirra ríkir aldrei æðra, sem eygja Ijósið bak við hel. Hve mörg og þung er þjáning jarðar barna. í þrautum verður andinn skyggn. En ofar skýjum ljómar lífsins stjarna og ljóssins dýrð og æðsta tign. Þó missir þú af glaumi heims og gæðum á göngu þinni í auðnuleit, þá lifir gleðin innst í þínum æðum allar stundir djúp og heit. Höfundur er einn af þeim, sem unnið hefur hörðum höndum og ekki baðað á rósum, en hann hefur haft opin augu fyrir því fagra og góða í lífinu, kunnað að sætta sig við sorgir og mót- læti án þess að lamast, andlega skoðað. Hann er einlægur trú- maður og bjartsýni hans er stöð ug á þeim grunni. Að vísu gætir nokkurrar angurværðar í sum um ljóðum Sigurðar, enda er maðurinn tilfinninganæmur. Ljóð hans verða þó hvergi volg ursleg, því að hann er sann- færður um sigur hins góða að lokum í hverju einu. Vera má, að bókmenntafræð ingum og listdómendum þyki ekki nógu hátt ris á svona bók, en þó tel ég margt svo vel og smekklega framsett, að til eftir breytni megi telja og höfundur eigi skilið lof fyrir. Áhrifin af lestri ljóða Sigurðar eru nota- leg. Þar er ekkert, sem særir mann eða stingur, hvorki í með ferð máls né efnis, en margt, sem gleður og vekur hlýjar og heilnæmar tilfinningar. Það er því enginn blekktur af því að kaupa og lesa slík ljóð, sem auk þess eru snoturlega út gefin í þeim gamla og góða stíl, sem byrjar ekki á kvæði neðst á blaðsíðu eða lætur manni í té margar auðar síður. Ég læt fylgja þessum fáu lín- um eitt kvæðið í heilu lagi. Það lýsir dável heildarsvip bókar- innar og er ljóst vitni þess, að hér er á ferð alger andstæða Þótt lamazt geti líkams þrek og kraftur, svo leið þín verði þyrnum stráð, þinn máttur getur eflaust komið aftur og önd þín glaðzt, þá sigri er náð. Og það er eitt, sem þér er hollt að skilja og þú skalt muna dag og nótt: Það veltur mest á þér — á þín- um vilja — hvað þrautabáran hjaðnar skjótt. Hafi svo Sigurður Svein- björ^isson þökk fyrir ljóð sín, bæði þau fyrri og seinni. Hon- um er alveg óhætt að gefa sig fram á þingi skálda. Það hefur margur gert, er síður skyldi. Jóhannes Óli Sæmundsson. EMIL 0G SKREIÐIN NÝLEGA birti Frjáls þjóð grein um þátt Emils Jónssonar ráðherra í vafasömum aðgerð- um hans í sambandi við merk- ingu á útfluttri skreið. Tíminn birti ummæli Frjálsrar þjóðar og krafðist rannsóknar. Ráð- herrann stefndi ritstjórum blaðanna til þyngstu refsingar, en rannsóknardómari kynnti sér skreiðarmálin. Áður en til rannssóknar kom, varð ráð- herrann hrottalega tvísaga og gerir það hans hlut torttryggi- legri. Ráðherrann hefði átt að draga sig í hlé á meðan málið var rannsakað. Jér býr hrausf fólk í góðu landi/r segir Færeyingurinn Samúel Olsen, skipstjóri, í viðtali við blaðið Hér í bæ dvaldi, um tíma í sumar, gamall færeyskur skip- stjóri, Samúel Olsen að nafni, ásamt konu sinni, Jóhönnu. Þau eru frá Toftum á Austurey í Færeyjum. Samúel stundaði fiskveiðar hér við land milli 30 og 40 ár var hér því víða kunnugur og átti marga kunningja. Á þessu ári eru 25 ár síðan Samúel kom síðast til íslands. Blaðið notaði tækifærið til að spjalla svolítið við þennan aldna skipstjóra, því að slíkir menn hafa alltaf frá mörgu að segja, ef þeir á annað borð fást til að segja nokkuð. Hvenær komstu fyrst til ís- lands og hvað varstu þá gamall? Árið 1903 fór ég 15 ára gamall í fyrsta sinn til íslands á segl- skútu, en þá höfðum við lítið samband við land, aðeins til að fá vatn og beitu. Eg var háseti á skútum næstu 4 árin, en síðan var ég stýrimaður þar til 1913. Það ár létum við 7 félagar byggja 12 tonna þilfarsbát til útróðra, bæði heima fyrir og við ísland, en um þessar mundir hófust róðrar í Færeyjum á 6 til 12 tn. bátum. Sumarið 1914 fórum við svo á þessum bát, sem hét Emanuel, til íslands og rerum það sumar frá Seyðis- , firði. Stefán Th. Jónsson keypti af okkur fiskinn og seldi okkur það, sem okkur vanhagaði um til útgerðarinnar. Hann reynd- ist okkur hin mesta hjálpar- hella og var mjög áreiðanlegur í viðskiptum. Næstu tvö sumrin rerum við frá Mjóafirði og höfð um aðsetur á Kolbeinseyri, en þar stóðu hús frá því að Norð- menn höfðu þar hvalveiðistöð. Þá var meiri byggð í Mjóafirði en nú og töluverð atvinna. Þá voru 30 manns í heimili hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni hrepp- stjóra á Brekku. En hann er mér einna minnisstæðastur allra íslendinga, sem ég hef kynnzt. Hann var sannur höfðingi, hæglátur maður og lipur í viðskiptum og strang- heiðarlegur, en fastur fyrir ef því var að skipta og vitnaði oft í hin fornu lög, er giltu bæði í Færeyjum og á íslandi. Reru margir Færeyingar frá Austfjörðum á þessum árum? Já, á þessum árum reru Færeyingar frá mörgum stöð- um fyrir austan, allt frá Stöðv- arfirði norður að Skálum á Langanesi. Færeyingar munu hafa byrjað þessa róðra, á opn- um bátum frá landi á Aust- fjörðum, kringum 1875, og stunduðu þær veiðar fram yfir 1930. Á hvaða tíma órs voru þess- ar veiðar stimdaðar? Það var aðallega í júní-, júlí- og ágústmánuði, þá mánuði var veiðin minnst heima fyrir og atvinna í landi nálega engin. Hvaða ár varstu svo fyrst skipstjóri á skútu hér við land? Árið 1920 varð ég skipstjóri hjá E. Muller í Thórshavn og var ég með skip fyrir hann í 10 ár, en 1930 eignaðist ég skip sjálfur og var með það næstu 10 ár. Á þessum árum skipti ég mikið við íslendinga, bæði með sölu á fiski og annað. Allir reyndust þeir mér áreiðanlegir í viðskiptum. Lítið var um skrifaða samninga, en hvor treysti öðrum og hvor um sig kappkostaði að vera traustsins verðugur. Er ekkert sérstakt, sem þú manst eftir frá þessum árum? Nei, ekki get ég sagt það. Líf- ið gekk sinn vana gang, eins og gerðist hjá sjómönnum. Ég fékk góð veður og ég fékk vond yeður, eins og gengur, en ekk- erfc sérstakt kom fyrir. Eg missti aldrei mann og aldrei skip og var, þannig, mjög úánsamur í starfi mínu. Hvar við ísland stundaðir þú helzt veiðar? Frá því í marz þar til í maí var mest. yeitt við ! Suðurland, en síðan var mest veitt við Aust ur.land eða Norðurland. Mér reyndist. mjög.vel að veiða við Kolbeins'ey og mun hafa verið með þeim allra fyrstu, sem þar veiddu. Öll mín skipstjórn- arár sá ég aldrei bregða fyrir íslenzku fiskiskipi við Kol- beinsey, þótt nú sé komin þar mikil og ströng landhelgi, segir Samúel og glottir, og minnist um leið skipanna þriggja, sem tekin voru þar í landhelgi í vor. Hvað er fiskiskipastóll Fær- eyinga mikill nú? Það er erfitt að nefna þar ákveðna tölu skipa. Eitthvað gengur úr, en meira bætist við. Togara munum við eiga 13 talsins og ný stálskip um 20, svo er fjöldinn allur af bátum, af öllum stærðum, þar að auki. Af gömlu skútunum munu varla vera fleiri en 30 eftir. Þær týna nú ört tölunni, enda Samuel Olsen, skipstjóri, og kona hans Jóhanna Olsen. orðnar að mörgu leyti óhent- ugar. Hvers konar fisk veiða Fær- eyingar aðallega heima fyrir? Það munu vera svipaðar teg- undir ög hér að mestu leyti: Þorskur, ýsa, keila, langa, flat- fiskur og svo framvegis. Stein- bítur sést þó varla lengur. Áð- ur fyrr var veitt mikið af síld af öllum stærðum, í lagnet á fjörðum inni. Sú síldargengd er nú að mestu horfin, en rekneta- veiði til hafs er nú mikið stund- uð norður af Færeyjum, allt norður til Jan Mayen og hér um bil vestur undir ísland. — Færeyingar salta síldina sjálfir um borð og er þetta því mjög góð markaðsvara, sem þeir flytja að landi. Veiðast ekki stundum sjald- gæfir fiskar við Færeyjar? Ekki er mikið um það, segir Samúel. Þó skeði það í fyrra, að maður sem var að leggja há- meralínu, varð þess var, áður en hann var búinn að leggja, að einhver skepna var komin á. Þegar hann byrjaði að draga, reyndist þar vera komið ferlíki mikið og illvígt, kolsvart og gljáandi. Háði hann hina grimmustu orrustu við þessa miklu skepnu í þrjá klukku- tíma og veitti ýmsum betur. Að lokum gat .maðurinn þó banað Skepnunni með fjórum skotum úr haglabyssu, sem hann hafði meðferðis. Þetta reyndist vera sæljón, 250 til 300 kg. að þyngd. Eg veit ekki til þess að slík skepna hafi veiðzt' í Færeyjum •áður............... ...Finnst þer ekki mikil breyt- ing orðin á hér á landi síðan þú komst hingað í fyrsta sinn? Samúel hristir höfuðið og brosir. Þvílíkar breytingar og framfarir. Til dæmis, þegar ég kom á Norðfjörð 1903 voru þar örfá timburhús og atvinnulíf lítið. Nú er þar blómlegur bær, mikil útgerð og mikil atvinna. Eg þekki ísland frá gamalli tíð með ströndum fram, en nú hef ég ferðast töluvert um sveitir landsins og finnst mikið til um búsældina og framtakssemi fólksins, sem þar býr. Hér býr hraust fólk í góðu landi. Hvað viltu svo segja að lok- um, Samúel? Eg vil þakka kunningjum mínum og vinum hér á landi, gömlum og nýjum, látnum og lifandi, góða viðkynningu og vinsamleg samskipti fyrr og síðar. íslenzka gestrisni og greiðasemi þekkti ég frá gamalli tíð, nú hef ég notið hennar enn á ný ásamt konu minni. Við höfum ferðast um töluverðan hluta landsins og hrifist af feg- urð þess og víðfeðmi, gróður- sæld og andstæðum, og af fram- takssemi þjóðarinnar engu síð- ur. Þetta hefur verið okkur sannkölluð ævintýraferð, sem við munum minnast til æviloka. Blaðið þakkar þessum aldna heiðursmanni greið svör og góðan hug í garð lands og þjóðar. Hafsfeinn á Gunnsteinsstöðum — MINNINGARORÐ — BÆNDAHÖFÐINGINN Haf- steinn Pétursson á Gunnsteins- stöðum varð bráðkvaddur 28. ágúst sl. Hann varð rúmlega 75 ára, fæddur 14. janúar 1886. Hafsteinn varð stúdent 1906, og tók svo bráðlega við föður- leifð sinni, Gunnsteinsstöðum í Langadal. Kona hans var Guð- rún Björnsdóttir, og voru þau systkinabörn. Hún lifir mann sinn ásamt 6 börnum. Hafsteinn var landskunnur fyrir félagsmálastarfsemi. — Gegndi hann margháttuðum trúnaðarstörfum í félagssam- tökum bænda. Hann var m. a. bæði Búnaðarþingsfulltrúi og fulltrúi á aðalfundum Stéttar- sambands bænda. Þegar Hafsteinn lézt var hann að halda kjörmannafund á Blönduósi til undirbúnings fyr- ir aðalfund Stéttarsambandsins. Fundarstörfum er að ljúka. Nýr fulltrúi er valir.n í stað Haf- steins Péturssonar, sem nú skorast undan endui’koningu. Nokkrar ræður eru fluttar að loknu fulltrúakjöri, þar sem fundarmer.n votta Hafsteini virðingu sína og þökk fyrir vel unnin störf. Síðustu ræðuna flytur Hafsteinn • Pétursson, kveðjuorð og árnaðaróskir. Að því loknu sezt Hafsteinn í sæti sitt, fundarstjórastólinn, en um leið sígur höfuð hans aftur á stólbakið og hann er látinn. — Virðulegur dauðdagi og sam- boðinn manninum. — B. J. í HÁLFA ÖLD hefur nafn Haf steins á Gunnsteinsstöðum ver- ið alþekkt um alla Húnavatns- sýslu og víðar þó. Hann hneig skyndilega að velli hinn 28. f. m., mitt í starfi sínu fyrir fé- lagsmál sýslunga sinna; var þó búinn að kynnast fyrirboða ald urtila síns fyrir rúmri stundu. Hann var rúmlega 75 ára að aldri þegar kallið kom. Hafsteinn Pétursson var engi miðlungur, hvorki til sálar né líkama. Hann var sérkennilegur persónuleiki, myndarlegur og manndómlegur að vallarsýn, og vakti eftirtekt þeirra sem á vegi hans urðu, hvort heldur skamma leið eða langa. Stærst- ur var hann þó þegar lengra var skyggnzt en til sjónhending ar. Um langt árabil var hann mikill og farsæll foringi í félags málum sveitar sinnar og sýsl- unnar allrar. Rúm 40 árin var hann oddviti og sýslunefndar- maður Bólstaðarhlíðarhrepps og rækti þau störf þannig, að skipti þóttu aldrei koma til greina. Um langt árabil var hann formaður Búnaðarsam- bands A.-Húnavatnssýslu og fulltrúi á þingum Búnaðarfélags Islands. Forysta hans í Búnaðar sambandinu leiddi til mikilla og skjótra framfara í búnaðarhátt- um og ræktunarmálum á félags svæðinu og á engan mun hallað þó sagt sé, að þær geysilegu og ánægjulegu breytingar sem orðið hafa í sveitum Húnavatns þings, séu engum einum manni fremur að þakka, en Hafsteini á Gunnsteinsstöðum. Hafsteinn var ekki hávaða- maður eða baráttumáður, eins og þeir gerast venjulegast. Hann var aldrei brennandi mælskur, viðhafði ekki handa- pat eða stóryrði málstað sínum til stuðnings, en seig á. Það mun allra mál, þeirra sem Haf- stein þekktu bezt, bæði and- stæðinga og jábræðra pólitískt og félagslega, að enginn var hon um fremri í þeirri íþrótt að koma málum í höfn með hægð og lipurð, — en þeim óbifanlega þráa og seiglu, sem reynzt hefur íslendingum ávallt drýgst til dáða, þegar til lengdar lét. Við brögð og tilsvör hans voru ævin lega þessi, þegar tréð ekki féll við fyrsta högg: — Ég get barið aftur, — og það gerði hann. Þess vegna báru störf hans árangur og málin þokuðust fram, þó hægt færi á stundum. Hafsteinn var aldrei flaumósa og æðraðist lítt þó á móti blési í bili. Hafsteinn var borinn til mik- ils og af merku fólki kominn. Hann naut ágætrar og fágætrar menntunar í æsku, þar sem hann lauk stúdentsprófi frá M. R.. Ekki er að efa að hann hefði orðið nýtur og farsæll í embætt ismannastéttinni, og kannske hefur hugur hans staðið til há- skólanáms. Ur því varð þó ekki, þvi hann tók við búi foreldra sinna á Gunnsteinsstöðum árið 1910 og sat þá jörð til dauðadags eða rúman helming aldar. Með Hafsteini er genginn einn allra farsælasti og svip- mesti félagsmálaforingi, sem Húnvetningar hafa eignazt á þessari öld. Maður sem átti traust og vináttu margra — og brást ekki. Það er því mikill sjónarsviptir að fráfalli hans í héraði. Hafsteinn var frjálslyndur í skoðunum og einlægur framfara sinni. Hann fylgdi Framsóknar- flokknum að málum og var m.a. í frambaði til Alþingis fyrir hann í A. Húnavatnssýslu. En Hafsteinn var aldrei ofstækis- fullur á stjórnmálasviðinu og átti því auðvelt með að vinna góðum málum fylgi, einnig hjá pólitískum andstæðingum. Sá kostur hans mun ekki hvað sízt hafa valdið því, hve gifturíkur árangur varð af störfum hans í sveit og héraði, næst góðum gáf um og heilli skaphöfn. Ég sendi eftirlifandi konu hans, Guðrúnu Björnsdóttur. svo og öllum börnum þeirra hjóna, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi svo Bólhlíð- ingum ávallt auðnazt að eiga í röðum sínum félagsmálafulltrúa á borð við Hafstein á Gunn- steinsstöðum. R. G. Sn. LÓÐABRASK SEÐLABAKKINN hefur keypt lóð eina í Reykjavík fyrir 10 milljónir króna, og mun það þrefalt verð eða meira miðað við hliðstæðar lóðir í viðskipta- hverfum höfuðborgarinnar. — Með nýrri bankalöggjöf, sem íhaldið beitti sér fyrir og breyt- ingu á stjórn bankanna, getur íhaldið innleitt lóðabrask í nafni hins opinbera. TILKYNNING Nr. 15/1961. Verðlagsnefnd Iiefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á tilkynningu nr. 2/1960: I. 1. flokkur„ matvörur og nýlenduvörur verði þannig: 1. Kaffi alls konar: í hei'ldsölu ................. 5% í smásölu .................... 15% 2. Hveiti, rúgmjöl, haframjöl, sigtimjöl, kartöflu- mjöl, hrísmjöl, hrísgrjón, sagógrjón, sagómjöl, baunir, strásykur, molasykur, púðursykur, flórsyk- ur og kandíssykur: í heildsölu .............................. 6% í smásölu: a. Þegar keypt er af innl. heildsölubirgðum 21% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum...... 26% 'Þegar smásöluverzlun selur þessar vörur sundur- vegnar í eigin umbúðum má álagningin vera 28%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, en 34%, þegar keyp er beint frá útlöndum. 3. Nýir ávextir: í heildsölu .............................. 11% I smásölu: a. Þegar keypt er af innl. heildsölubirgðum 36% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum...... 43% Ef um er að ræða óvenjulegrar skemmdir eða rýrn- un, getur verðlagsstjóri lieimilað aukaálagningu eftir því, sem hæfilegt {rykir. 4. Niðursuðuvörur, fljótandi vörur í glösum, matvör- ur í pökkum g dósum ót. a., ávextir þurrkaðir, kex, suðusúkkulaði, svo og allar aðrar vörur matarkyns ót. a.: í heildsölu .............................. 9% I smásölu: a. Þegar keypt er af innl. heildsölubirgðum 28% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum...... 34% Þegar smásöluverzlun selur kex og þurrkaða ávexti sundurvegið í eigin umbúðum má álagning vera 36%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, en 43%, þegar keypt er beint frá útlöndum. II. Flokkarnir „íþróttaáhöld, sportvörur og tæki“, og „skotvopn og skotfæri“, falli niður. Reykjavík, 31. ágúst 1961. VERÐL AGSST JÓRINN. TILKYNNING Nr. 14/1961. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á smjörlíki: í heildsölu, pr. kg...... kr. 13.40 í smásölu, pr. kg. með söluskatti .... — 15.90 Reykjavík, 31. ágúst 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt I. kafla auglýsingar viðskpitamálaráðu- neytisins, sem birt var í 124. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins frá 31. des. 1960, þá fer þriðja úthlutun (lokaúthlutun) gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1961 fyrir þeinr innflntningskvótum, sem þar eru taldir, franr í októbermánuði næstkomandi. Unr- sóknir unr þá úthlutun skulu hafa Irorizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 1. október næst- komandi. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.