Dagur - 11.10.1961, Síða 4

Dagur - 11.10.1961, Síða 4
4 5 —““— ------— -----------------^ Baguk BÆNDUR HART LEÍKNIR AF STJÓRNARVÖLDUNUM NÚVERANDI STJÓRNARSTEFNA á fslandi er mjög óliagstæð bændastétt- inni. Þetta er augljóst, þegar athugaðar eru tekjur bænda og samanburður gerður á þeim og tekjum þeirra stétta, sem sam bærilegastar þykja. Enda er svo komið, að aldrei hefur verið meiri vandkvæðum bundið fyrir ungt fólk að hefja búskap í sveit og verður tæplega um það deilt, og erfiðleikar bænda yfirleitt of miklir um þessar mundir til þess að ungu fólki þyki fýsilegt að velja sér þá leið. Þótt vaskir bændur vimii þrotlaust með nú- tímatækni við búskapinn, bera þeir skarð an hlut frá borði. Jarðir fara í eyði, að- eins örfá nýbýli rísa af grunni og von- leysi sprettur upp af þeim harkalegu stjórnarráðstöfunum, sem leika bændur landsins harðar en nokkra aðra stétt þjóð félagsins. Stéttarsamband bænda hefur birt greinargerð um það, hversu hallað er á bændur nú í haust í úrskurði um grund- völl búvöruverðs í landinu. En eins og kunnugt er af fréttum, varð sexmanna- nefndin ekki á eitt sátt í þessum efnum, svo yfirnefnd: fulltrúi framleiðenda, full trúi neytenda og hagstofustjóri, ákvað verðlagsgrundvöllinn. í greinargerð Stéttarsambandsins er m. a. þetta: Meirihluti yfirnefndar fellir alveg nið ur fyrningu útihúsa, og lækkar þannig fyrningarliðinn um 4500 kr. Meirihluti yfirnefndar lækkar veru- lega eigið fé bónda í búrekstrinum, og lækkar síðan vexti af þessu fé úr 5% í 3%%. Þetta lækkar vaxtaliðinn um 6800 krónur. Meirihluti yfirnefndar hefur aukið af urðamagn búsins frá því, sem framleið- endur telja rétt og rök verða færð fyrir. Þannig er kjöt eftir fóðraða kind hækkað úr 14.68 kg í 15.3 kg og ull úr 1.7 kg í 2 kg. Kartöflur voru hækkaðar úr 10 tn. í 15 tn. Tekjur af aukabúgreinum voru hækkaðar úr 2.700 kr. í 10.900 kr. Með því þannig annars vegar að fella niður fyrningu útihúsa og lækka eigið fé bónda í búrekstrinum og vexti af því, og hins vegar með þvr að auka afurða- magn búsins úr því, sem eðlilegt getur talizt, þá tekst meirihluta yfimefndar að koma því þannig fyrir, að Iiækkun á búvöruverði til bænda verður ekki nema tæpur helmingur þeirrar hækkunar, sem orðið hefði, ef rökstuddar tillögur full- trúa framleiðenda í sexmanna nefndinni hefðu fengið að standa. Þessi úrskurður yfirnefndar er bænd- um því hinn óhagstæðasti og hlýtur að Iiafa hin óheppilegustu áhrif fyrir land- búnaðinn. Það er nú verkefni bændasamtakanna að ræða um og ákveða, hvemig brugðizt skuli við þeim vanda, sem hér hefur skap azt. Meðal annars hljóta þau að taka til athugunar, hvort rétt sé að una því verð- lagningarkerfi, sem nú hefur jafn hrapa- lega brugðizt þeim, og hvernig tjón það verður helzt bætt, sem hljótast mun af framangreindum firskurði, ef hann er látinn standa. Bændur þurfa að mæta þessum vanda með einbeitni og samheldni. Annars er hætt við því, að haldið verði áfram að ganga á hlut þeirra meira en þó þegar er orðið. □ V_______________________________J Bætt atviniiuskilyrði og dugnaður fólksins leggja grundvöll að ört vax- andi útgerðarbæ við Eyjafjörð vestanverðan. Umhverfis blómleg byggð MARGT bendir til þess, að Dal- vík sé mikill framtíðarstaður. Þar sameinast grösugar lendur Svarfaðardals og þéttbýlið við sjóinn, svo að örðugt er ennþá sundur að greina. Sveitamenn stunduðu sjóinn og ýmis önnur störf í þorpinu og sjómenn, verzlunarmenn og iðnaðarmenn voru bændur að nokkru. Þannig var það og er raunar enn, þótt æ fleiri Dalvíkingar snúi baki við búskap. Byggðin á Dalvík er aðeins hálfrar aldar gömul, en áður mur.u hafa verið þar ver- búðir bænda, en stunduðu sjó- inn haust og vor, eins og þá var siður við Eyjafjörð. Síðan tóku menn sér þar bólfestu og nú er þar myndarlegt sjávarþorp með á tíunda hundrað dugmik- illa íbúa í sérstöku sveitarfélagi allmörg síðustu árin. En innan þess eru nokkrir sveitabæir, Karlsá og Hóll, Háls, Hrisar, Hrappsstaðir, Hrappsstaðakot og Ytra-Holt. Innan hreppstak- markanna er einnig landnáms- jörðin Böggvisstaðir, sem nú er bóndalaus, og nokkur býli, eins og Upsir, Efstakot o. fl., sem öðrum þræði eru bújarðir. Dalvík er byggð í Böggvis- staða- og Brimneslandi og var áður oft kallað Böggvisstaða- sandur. Brimasamt er við sand- inn í norðanátt, en traustlegir hafnargarðar veita gott skjól bátum og skipum, og stutt er þaðan oft á fengsæl mið. Til Dalvíkur og út í Múla. Þegar eg fyrir nokkrum dög- um hringdi til hins örugga fréttaritara Dags á Dalvík, Stefáns Hallgrímssonar, og leit- aði tíðinda, varðist hann allra frétta, en benti mér á, að sjón væri sögu ríkari. Skrapp eg þá þangað og ræddi um stund við hann og sveitarstjórann, Valdi- mar Óskarsson, spurði margs og fékk ýmsar upplýsingar um staðinn, sem mér var að nokkru kunnugur fyrr á árum. Auk þess fylgdi sveitarstjórinn mér um þorpið og síðan út í Ólafs- fjarðarmúla, þar sem enn er unnið að vegagerð hinni miklu, sem styttir ökuleið milli Dal- víkur og Ólafsfjarðar úr ca. 250 kílómetrum nður 18 kilómetra. Við sjóinn. Tveir 250 lesta togbátar og 5 bátar 50—100 lesta, auk 4 minni þilfarsbáta, sækja sjóinn, ásamt mörgum trillum. KEA hefur hraðfrystihús á Dalvík. Nú er verið að stækka það mjög mikið og vonir standa til að það geti tekið á móti hrá- efni um áramót. Þar verða 50 tonna afköst á dag, og miðað við dagvinnu, og kæligeymslur fyrir 35 þúsund kassa. Frystihússtjóri er Tryggvi Jónsson. Rétt hjá er fiskimjölsverk- smiðja, einnig fyrirtæki sam- vinnumanna. Á Dalvík eru 4 fiskverkun- arstöðvar: Fiskverkunarstöð Að alsteins Loftssonar, Egils Júlí- ussonar, Vilhelms Sveinbjörns- sonar og Fiskverkunarstöðin s.f., sem Jón Stefánsson o. fl. eiga. Á þrem síldarsöltunarstöðv- um voru í sumar saltaðar 19232 tunnur síldar og hefur áður verið greint frá þeim sérstak- lega hér í blaðinu. Verkstæði. Netjamenn h.f. annast neta- gerð og viðgerðir, eins og nafn- ið bendir til. Þetta fyrirtæki er rekið undir stjórn Kristins Jónssonar. Bfreiða- og búvélaverkstæði rekur KEA og veitir Jónas Hallgrímsson því forstöðu. í einstaklingseigu er bifreiðaverk stæði Jóhannesar Árskóg. Tré- smíðaverkstæði eru 4 talsins. Útibú KEA á Dalvík. Útibú Kaupfélags Eyfirðinga annast mestan hluta verzlunar- innar á Dalvík og nærsveitum. Utibússtjóri er Baldvin Jó- hannsson, en fulltrúi Stefán Hallgrímsson og gjaldkeri Tryggvi J. T. Kristinsson. í mjög myndarlegu stórhýsi eru þrjár aðal söludeildir úti- búsins, þ. e. vefnðarvörudeild, nýlenduvörudeild og búsáhalda deild, sem aðskildar eru með innréttingum. Þar er deildar- stjóri Hilmar Daníelsson, í stað Torfa Guðlaugssonar, sem nú er fluttur til Akureyrar. Kjötbúðarstjóri er Friðjón Kristinsson. Hann er einnig sláturhússtjóri í stað Jóhanns Jónssonar, sem því starfi hafði gegnt um fjölda ára. Stjórn byggingavörudeildar annast Frímann Sigurðsson. — Veitingastofu annast Þóra Arn- grímsdóttir og áður var nefnt bifreiðaverkstæði og frystihús. Þá hefur Útibú KEA á Dal- vík bifreiðastöð, er einnig ann- ast rekstur mjólkurflutninga- bifreiða, undir stjórn Tryggva Jónssonar. Starfsmenn þessara deilda og skrifstofufólk, sem hefur góð vinnuskilyrði í aðalbygging- unni, er 34 talsins. Góðar verbúðir. Hreppurinn hefur í sumar látið byggja myndarlegt hús við höfnina. Þar eru margar ver- búðir undir einu þaki. Áður átti hreppurinn annað verbúða- hús, sem þar er örskammt frá. Er þetta smekklegt og auk þess þægilegra og þrifalegra en ein- stakar verbúðir, eins og þær tíðkast víðast og þurfa mun minna lóðarrými. Höfnin er rúmgóð. Ennþá er unnið við hafnar- framkvæmdir á Dalvík. Hinn 300 metra eldri hafnargarður hefur verið styrktur í sumar með stórgrýti, norðan garðsins. Nýi grjótgarðurinn, sem mynd- ar hina 40 þús. ferm. höfn, er enn í byggingu. Straumar og sjógangur hafa gert nauðsyn- legt að lengja grjótgarðinn suð- ur fjöruna. Þar verður mikil og góð uppfylling. Dalvíkurhöfn er rúmgóð, en framvinda tímans fáum lögmálum háð, svo vel gæti svo farið, að hafnarfram- kvæmdir, sem í dag þykja miklar og bera vott um bjart- sýni, verði smáar í augum fram tíðarinnar. Þá er umhugsunar- Grjótnámið í Brinmcsgili, og á grjóti er engin þurrð til hafnargerða og húsbygginga. (Ljósm.: E.D.) vert, hvort hinn nýi garður, sem liggur mjög skáhallt við brim- inu, geti orsakað landbrot suð- ur með sandinum. Fari svo, verður leitað til hins nærtæka grjóts og landið varið. Öll ís- lenzk skip, að undanteknu Hamrafelli og Tröllafossi, geta lagzt að hafnargarðinum á Dal- vík. Hafnarbæturnar hafa gjör- breytt allri aðstöðu til útgerðar og nauðsynlegra flutninga. íbúðir, póstur og sírni. í byggingu eru nú 5 íbúðar- hús, flest mjög skammt á veg komin og 3 frá fyrra ári. Byrj- að er einnig á stórri byggingu fyrir póst og síma sunnantil í þorpinu, við Hafnarbraut. Atvinna hefur farið batnandi með vaxandi útgerð og margir eiga góðan sjóð eftir gjöfult sum ar á síldarmiðunum. Fjárbúskapur. Þeim fækkar óðum sem kýr eiga, svo í haust er ekki útlit fyrir að neinir nautgripir verði settir á í vetur. En fé eiga marg ir ennþá, bæði sér til gamans og til búrýginda. Síðasta vetur voru 2 þús. fjár á fóðrum og er sauðfjárbúskapur því veruleg atvinnugrein á staðnum. Nokkr ir eiga reiðhesta. Framtíðarskógur. í Böggvistaðahólum, ofanvert við Dalvík, er nýbúið að girða 5 héktara larids, brjóta það, herfa og sá grasfræi. Hinn kunni Svarfdælingur, Zophon- ías Þorkelsson, iðjuhöldur vest an hafs, gaf nýlega hreppnum fé til skógræktarmála og eru þessar framkvæmdir gerðar fyr ir gjafafé hans. Sami maður hefur áður sýnt gömlum sveit- ungum sínum frammi í dalnum mikla rausn, svo sem þar er hægt að sjá í ört vaxandi skógi og raunar fleiri hlutum. Og enn hefur Zophonías gefið heima- byggð sinni mikið og gott safn bóka. Verður þetta allt og hin mikla vinfesta hins mæta Vest- ur-íslendings, vart að fullu þakkað. Að vori hefja Dalvíking ar gróðursetningu trjáplantna í Zóphoníusar-garði. Göturnar á Dalvík. Göturnar á Dalvík bera frem ur myndarleg nöfn, en sjálfar eru þær um of holóttar og reyna á þolrif bifreiðanna. En ekki hefur það heyrzt, að kettir fótbrytu sig þar, eins og í höf- uðstað Norðurlands. Götunöfn- in eru þessi: Bárugata, Bjarkar braut, Goðabraut, Grundargata, Hafnarbraut, Karlsbraut, Skíða braut, Karls-rauða-torg, Mímis vegur, Sognstún, Sunnutún, Smáravegur, Hólavegur og Stór hólsvegur. Framámenn. Sóknarprestur Dalvíkinga er séra Stefán Snævarr á Völlum, héraðslæknir Daníel Daníels- son, oddviti hreppsnefndar er Jón Jónsson frá Böggvistöðum, sveitarstjóri Valdimar Óskars- son, kaupfélagsstjóri Baldvin Jó hannsson, skólastjóri Helgi Þor steinsson og hreppstjóri Krist- ján Jóhannesson. Skólasetning. Barna- og unglingaskólinn á Dalvík var settur miðvikudag- inn 4. október með hátíðlegri at höfn. Nemendur skólans eru 164 í vetur. Landsprófsdeild er við skólann. Heimildasöfnun. Dalvíkingar og aðrir Svarf- dælingar eru nú að safna heim ildum að sögu sveitarinnar. Myndum er safnað og raddir manna teknar á segulband. Skrá setning heimilda er mikið verk og vandasamt, en mun hafa ómetanlega þýðingu er fram líða stundir, ef vandlega er að , unnið. Félagsheimilið. Á svokölluðu Kaupfélagstúni, sem er opið svæði, er ákveðið að hefja byggingu félagsheimilis að sumri. Kaupfélagið og eig- endur Brimneslands hafa gefið væntanlegri stofnun gott land undir bygginguna. Verður fé- lagsheimilið þá skammt frá hinni nýju og veglegu kirkju og óbyggt svæði á milli, hentugt til margskonar fegrunar. Samkvæmt teikningum að fé- lagsheimilinu, verður það að flestu mjög frábrugðið þeim fé- lagsheimilum öðrum, sem hér hafa verið byggð, og alger nýj- ung í byggingu samkomuhúsa. Verður mjög fróðlegt að sjá það rísa af grunni. Iíi’eppurinn og 6 félög á Dalvík standa að bygg ingunni. Fimm bílar í boði. Húsbyggingarnefnd, en for- maður hennar er Jóhannes Har aldsson, setti á laggirnar mynd arlegt happdrætti, sem nú er í fullum gangi. Vinningarnir eru 5 bílar: I Volvo, 2 Skoda og 2 Moskvitar. Dregið verður 15. október. Fyrir þá, sem styðja vilja að því, að nýtt félagsheimili, með tveim samkomusölum kvik- mynda- og leikhússal og veit- inga- og danssal, bókasafni, tómstundastofum og aðstöðu til reksturs sumarhótels, komist á laggirnar, ættu ekki að draga það að sýna vilja sinn í verki. Ef svo ólíklega vildi til, að einhver ætti eftir að fá sér bíl, er þetta happdrætti ekki ólíklegra en önnur slík til að veita verðug- um eða óverðugum viðunandi farartæki fyrir lítinn pening. Múlavegurinn. Frá Dalvík til Ólafsfjarðar eru 18 km eftir þeim vegi, sem verið er að leggja fyrir Ólafs- fjarðarmúla. Vegurinn er mikið mannvirki og veglagning norð- an í Múlanum erfið og dýr. ,Vegurinn, Dalvíkurmegin, er kominn á Sauðakot, en Ólafs- fjarðarmegin út í Ófærugjá. En Ófærugjá og Flagið eru verstu staðirnir undir veg. Á milli Ó- færugjár og Flags eru 900 metr ar. Milli vegaendanna þar sem þeir eru nú, mun vera 5—6 km og enn eru jarðýtur að verki. Múlavegurinn á að liggja ofan- vert við Dalvík, suður hjá Böggvistöðum og á Svarfaðar- dalsárbrú, sunnan Árgerðis. Hinn nýi Múlavegur mun valda byltingu í samgöngum á stóru svæði á Norðurlandi. Þorpin og þjóðfélagið. Sjávarþorpin á íslandi leggja ríflegan skerf sjávarafurða í þjóðarbúið. Þar er fátt um „fína óþarfamenn“, en margir athafna menn, sem leggja hönd að fram leiðslunni og eiga allt sitt undir henni. En þorpin og þjóðfélagið þurfa að leggjast á eitt um að búa vaxandi fólksfjölda viðun- andi lífsskilyrði á hverjum stað, og þar eru mikil verk að vinna. ,Daginn, sem ég skrapp til Dal- víkur, var sveitarstjórinn búinn að fara í fjallgöngu fyrir venju- legan vinnutíma. Það þyrftu fleiri sveitar- og bæjarstjórar að gera, til að halda við líkams þreki sínu og sjá „ríki sitt“ í morgunsól. Ég þakka þeim Stefáni Hall- grímssyni og Valdimar Óskars- syni fyrir upplýsingarnar. Ef MANNHELGI Margir lásu nýlega óvenju- lega rætna grein í Reykjavík- urblaði um Kristmann Guð- mundsson skáld. Fjallaði hún bæði um einkalíf skáldsins og rithöfundarferil hans heima og heiman og hann borinn þungum sökum og svívirðilegum. Rithöfundafélag íslands hefur opinberlegS mótmælt þessum rætnu skrifum. í mótmælunum segir svo: „í áðurnefndri grein er óhróð ur um rithöfundinn persónulega og verk hans. Þá mun það og einsdæmi í íslenzkri blaða- mennsku að einkalíf manns sé gert að umræðuefni með jafn siðlausum hætti og þarna er gert. Stjórn Félags íslenzkra rithöf unda telur að víta beri slík skrif, hver sem í hlut á, og vænt ir þess, að íslenzk blöð virði svo mannhelgi og almennt velsæmi., að rithöfundar landsins og aðr- ir, megi vera óhultir fyrir æru- meiðingum og atvinnurógi af þessu tagi.“ ÍSLENZK FYRIRMYND Skozkir bændur, sem hér voru í sumar að skemmta sér og kynna sér sauðfjárrækt, voru hrifnir af grindafjárhúsun um íslenzku. Einn úr hópnum, James Kii’k Patrick, bóndi á N.-írlandi, sendir íslenzkum bændum eftirfarandi kveðju: „Ég er viss um, að yður þykir gaman að frétta, að ég er að byggja fjárhús af þeirri gerð, sem okkur var sýnd í íslands- ferðinni. Ég held, að þau séu hentug í jafn votri veðráttu og er hjá okkur. Ferðalag okkar var ekki aðeins mjög skemmti- legt, heldur einnig fræðandi. Gerið svo vel að skila kveðju minni til íslenzkra kunningja.“ „HANN VAR FULLUR, GREYIГ Þótt hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta, leiðir hófdrykkjan margan lengra en æskilegt er. Athugull og kunnugur maður á Akureyri rifjaði nýlega upp í einkaviðtali hversu margir bæj arbúar hefðu látizt, ungir að ár um eða á sæmilegum starfs- aldri, af völdum drykkjuskap- ar. Það var stór hópur á fáum Dalvíkingar framtíðarinnar skila jafn trúlega unnum störf- um og sá fyrrnefndi og gefa bjartsýnismönnum á borð við sveitarstjórann tækifæri til á- hrifa, verður mörgum þeim árum og ekki einu orði á það minnzt opinberlega, hverjar dauðaorsakirnar voru, af hlífð við hina látnu. Rán, nauðganir, manndráp og limlestingar eru ljótir, en of al- gengir glæpir til þess að hægt sé að þegja þá í hel. En furðu- lega algeng er þessi afsökun: „Hann var fullur, greyið“. Það þykja næstum fullar málsbætur í augum sumra borgara. Maður drap nýlega konu sína í ölæði og hefur verið sagt frá því. í réttum vildi það til í haust, að þar slógust ungir menn heiptarlega. Að lokum lá (Framhald af bls. 1) Þrír fastir kennarar láta af störfum við skólann: fröken Freyja Antonsdóttir, frú Hólm fríður Jónsdóttir og Jón Sigur- geirsson, skólastjóri Iðnskólans, sem þó mun gegna stunda- kennslu við Gagnfræðaskólann áfram. Yfirkennari í hans stað er Ármann Helgason. Þessir stundakennarar hætta starfi: Frú Björg Ólafsdóttir, frk. Guð rún Sigurðardóttir, séra Björn O. Björnsson, Oddur Kristjáns- son, Halldór Blöndal og Bern- harð Haraldsson, sem nú er sett ur fastakennari. Auk hans eru settir nýir fastakennarar við skólann þau frk. Sigrún Hösk- uldsdó.ttir, Björn Bjarman, Guð mundur Þorsteinsson og Rafn Hjaltalín. Nýr stundakennari er frú Jóna Aðalbjörnsdóttir. Tónlistarskóli Akureyrar var settur 3. október af skólastjór- anum, Jakobi Ti’yggvasyni. Innritaðir nemendur eru 60 talsins. Meiri hluti nemenda leggur stund á píanóleik. Kennaralið er óbreytt. Við skólasetninguna ræddi skólastjóri um hinn hraklega að búnað skólans og lét þá skoðun í ljósi, að fullnægjandi lausn björgum velt úr vegi á næstu árum, sem nú hamla örum vexti og tryggri afkomu þegnanna í sveitum og sjávarþorpum á ís- landi. E. D. j annar blóðugur utan við réttar- vegginn. Þó þótti ekki nóg að gert, því eftir það var hann handleggsbrotinn. Menn þeir, er hér komu helzt við sögu voru rnikið ölvaðir og komu á rettina til að njóta hinnar marg umtöluðu réttargleði. En sú gleði fékk skjótan endi. Frá þessu hefur ekki verið sagt áður eða öðrum sóðalegum viðburð- um er fullir menn eiga þátt í á réttum. Skeð getur, að íslendingar læri hina gullnu hófdrykkju, en löng verður sú leið — og yfir mörg lík mun hún liggja. □ mundi ekki fást fyrr en tónlist- arskólarnir, t. d. einn í hverjum fjórðungi, yrðu ríkisskólar. í skólum bæjarins, þeim sem hér eru nefndir og í barnaskól- um, eru í vetur nær 2300 nem- endur. Er þá Iðnskólinn ótal- inn, svo og smábarnaskólarnir. Sést af þessu, að Akureyri er í sannleika skólabær. □ - SOILÍ SAARI MEÐ- AL SKÁTA (Framhald af bls. 1) og mæltu fram hinar einföldu og fögru grundvallarreglur, sem allir skátar tileinka sér. Margrét Hallgrímsdóttir og Sigríður Skaftadóttir skátafor- ingjar túlkuðu mál gestsins, sem talaði sænsku. Kvöldvakan var sameiginleg fyrir pilta og stúlkur. Efalaust hefur það góð áhrif á félagslíf skáta að fá góða heimsókn, svo sem hér er frá sagt. En starfsemin hlýtur þó að hvíla á herðum heimamanna, og sú starfsemi þarf að vaxa. Og hér er orðið frjálst fyrir leiðtoga norðlenzkra skáta, ef þeir vilja kynna hugsjónir og störf þessa félagsskapar. □ Frá höfniimi. Nýja verbúðaliúsið kemur í veg fyrir skúrabyggingar einstaklinga. (Ljósmynd: E.D.) ÁEEir skóíar bæjarins yfirfulr

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.