Dagur - 11.10.1961, Page 8

Dagur - 11.10.1961, Page 8
8 Vildu ráða sig í vetrarvist frammi í Eyjafirði Höfnin á Dalvík er 40 þús. ferm. Nýi hafnargarðurinn er til hægri á myndinni. (Ljósmynd: E. D.) É ........ mnimu Rússneskir boðsgestir á ferð ALÞÝÐUSAMBAND NORÐ- URLANDS bauð hingað full- trúum frá Samb. verkamanna í matvælaiðnaði í Sovétrikjun- um„ og er það liður í gagn- kvæmri kynningu og heim- sóknum. Tryggvi Helgason, form. Al- þýðusamb. Norðurlands, bauð fréttamönnum að ræða við gest- ina á Hótel KEA við brottför- ina. Gestirnir heita Alexander Iv- kin og Alexander Morosov, báðir trúnaðarmenn verka- manna, og sá fyrrnefndi ritari áðurnefnds sambands og borg- arstjóri í Murmansk í 8 ár. Þetta er í fyrsta sinn að er- lendir menn heimsækja Norð- urland í boði Alþýðusambands Norðurlands. Þeir hafa ferðast töluvert, m. a. á Norðurlandi, farið til Húsavíkur, Mývatns- sveitar, skoðað verksmiðjur hér á Akureyri og blandað geði við borgarana. Láta þeir hið bezta af dvöl sinni á íslandi og eru hrifnir af heimilum manna og gestrisni. Blaðamenn lögðu margar spurningar fyrir gestina, sér- staklega varðandi útgerðina, og svöruðu þeir skýrt og skil- merkilega með aðstoð túlksins, Arnórs Hannibalssonar. Meðaltrygging háseta á mánuði á síldveiðum er 400 rúblur og trygging skipstjóra 700 rúblur. En kaupið er ekki fast og fer eftir afla, eftir að afl að hefur verið meira en eitt- hvert ákveðið lágmark. Trygg- Kvikmyiidasýiimg r Kjartans 0. Bjarnas. KJARTAN Ó. BJARNASON * hefur sýnt úrval úr hinni kunnu kvikmynd sinni, Sól- skinsdágar á íslandi, víða ' um land í sumar, t. d. bæði á Aust- fjörðum og Vestfjörðum og á ýmsum stöðum á Norðurlandi. Á fimmtudag og föstudag sýnir hann þessar myndir í Nýja bíó á Akureyri. Aðsókn að sýningum Kjart- ans Ó. Bjarnasonar hefur hvarvetna verið góð, ekki sízt af eldra fólki, sem sjaldan legg- ur leið sína í kvikmyndahús. Kjartan hefur sýnt íslands- myndir sínar um 10 ára bil er- lendis og kynnt með því land og þjóð. ing þessi er 54% af meðalafla- hlut. Allar fiskveiðar eru stundað- ar eftir áætlun. Á hverju veiði- svæði eru vísindin láta segja til um hvað mikið megi veiða og bátum og skipum áætlaður afli í hlutfalli við það. Mikið hefur verið gert að því, að fá fisktegundir til að taka sér bólfestu á norðlægari stöð- um og er hnúðlaxinn glöggt dæmi um þetta. Rússarnir sögðu, að allir skipstjórar hefðu ströng fyrir- mæli um, að hlíta fullkomlega reglum annarra þjóða um land- helgi. Þeir hefðu orðið þjóða fyrstir til að viðurkenna opin- berlega hina nýju ísl. 12 mílna landhelgi og virtu hana full- komlega. Þá bentu gestirnir á það, hvað ríka nauðsyn bæri til sam vinnu á sviði fisk- og hafrann- sókna, á milli íslendinga og Rússa, ennfremur á sviði ýmsra annarra mála. Gestirnir kváðust hafa heyrt, að íslendingar væru þögulir menn og þumbaralegir, reynsl- an væri allt önnur. Rússarnir hörmuðu húsnæðiseklu í landi sínu og drógu ekki dul á fátæk- legar vistarverur margra, en nú Fréttamyndir sýndar BORGARBÍÓ hefur ákveðið að gera tilraun með sýningar á inn lendum og erlendum fræðslu- og fréttamyndum í vetur. Sýn- ingarnar verða kl. 3 á laugar- dögum og sú fyrsta á laugardag inn kemur. Verði aðgöngumiða verður stillt í hóf, 10 krónur fyrir börn og 15 krónur fyrir fullorðna. Á laugardaginn verða sýndar nýjar fréttamyndir frá Berlín, ferðalag með Kennedy-hjónun- um og eitthvað af kvikmyndum með íslenzku tali og stuttar teiknimyndir fyrir börnin. □ væri uppbygging hafin í stórum stíl, og myndi þess skammt að bíða að þau vandræði hyrfu. □ SÍÐASTA LAUGARDAG bar það við á Akureyri, að tveir ungir sjómenn á danska fisk- tökuskipinu Axel Siff, sem lá við bryggju á Oddeyri, struku frá borði og héldu af stað fót- gangandi fram í Eyjafjörð. Sótt ist þeim allvel leiðin, því ein- hver ökumaður tók þá uppí hluta leiðarinnar. Síðla kvölds eða fyrripart nætur knúðu Dan irnir dyra í Núpufelli í Saur- bæjarhreppi og tjáðu Daníel bónda, að þeir vildu setjast að á íslandi og helzt í Eyjafirði, því þeim litist vel á land og þjóð og væri hér álitlegri fram- tíð en sjómennska á flutninga- skipum Dana. Víkur nú sögunni til Akur- llilllllllilillllllllillltllllllllliilillllllilllil*tllililiiilliil,l* | Akyreyrarnrót í frjálsíþróifum MÓTIÐ fór fram nýlega og var hið 15. í röðinni. Veður var fremur óhagstætt til keppni, þátttakendur fáir en árangur nokkuð góður í sumum grein- um, t. d. grindahlaup Ingólfs sem er jafnt Akureyrarmeti, sem hann á sjálfur. Afrek Ólafs Larsen eru mjög athyglisverð í mótinu, þar sem hann hefur lít- ið lagt stund á íþróttir fyrr en nú í sumar. Með meiri þjálfun má mikils af honum vænta. Helztu úrslit: 100 m. hlaup: 1. Ólafur Larsen KA 12,6 sek. 2. Örn Indriðason KA 13,3 sek. (Mótvindur). 200 m. hlaup: 1. Ólafur Larsen KA 24,6 sek. 2. Steinar Þorsteinss. MA 25,7 s 400 m. hlaup: 1. Ólafur Larsen KA 54,5 sek. 2. Sveinn Kristdórss. KA 58,8 s. 800 m. hlaup: 1. Sveinn Kristdórss. 2.26.9 mín 2. Einar Haraldss. KA 2.27.7 m. (Framhald á bls. 7) eyrar. Skipstjórinn saknaði manna sinna og fann þá ekki. Leitaði hann þá til lögreglunnar og bað hana um aðstoð. Daginn eftir spurðist til strokumann- anna í Núpufelli, brá lögreglan sér þangað og færði mennina til Akureyrar og afhenti þá skipstjóranum. Þeir höfðu notið gestrisni hjá þeim Núpufells- hjónum, Daníel og Ingibjörgu, og vildu hvergi fara. En þegar til Akureyrar kom og skipstjóri hafði talað um fyrir þeim, féll- ust þeir á, að búseta á íslandi þyrfti betri undirbúning. En svo var að sjá, að forsjón- in vildi leggja fleiri tálmanir á leiðir hinna dönsku, því að nóttina eftir strandaði Axel Siff á Laufásgrunni. Flutningaskipið Laxá dró það af grynningunum á mánudagsmorguninn. □ | Sýning Sólveigar | MÁLVERKASÝNING frú Sól- veigar Pétursdóttur Eggerz, sem opnuð var um helgina í Amarohúsinu nýja á Akureyri, vakti athygli. Við opnunina var fleira fólk en áður hefur þekkzt við slík tækifæri, að sýningum Kjarvals undanteknum. Óg sýning frúar- innar hlýtur mjög góða dóma almennings og margar myndir seldust á fyrsta degi. □ DÝRT AD BYGGJA SÉR HUS | Söfnun fyrir Ríkarð I BLAÐINU hafa borizt tilmæli um, að taka á móti samskotum til Ríkarðs Jónssonar knatt- spyrnumanns á Akranesi, sem nú þarf að leita sér lækningar erlendis. Verður framlögum, stórum og smáum, veitt móttaka á skrif- stofu blaðsins. □ ÞÓTT EÐLILEGT megi teljast, að nokkurt átak þurfi til að eignast húsnæði hér á landi, er það þó frumskilyrði til búsetu, að þegnarnir eigi eða hafi ráð á þaki yfir höfuðið. Ungu fólki hefur gengið fremur illa að standa straum af dýru húsnæði undanfarið, þótt það hafi oft lækkað kostnaðinn að verulegu leyti með eigin vinnu við hús- bygginguna sjálfa. En nú er svo komið, að fólk getur ekki byggt. í heilum sýslum er alger stöðv- un. í þorpum og bæjum er þetta nokkuð mismunandi. Hér á Ak ureyri leggja fáir út í það ævin týri að byggja sér hús. Þessi samdráttur í byggingum hlýtur mjög bráðlega að leiða til stór- felldra húsnæðisvandræða og húsaleiguokurs. Gerður hefur verið saman- burður á byggingarkostnaði nú og 1959. Leiðir hann m. a. þetta í ljós: Byggingarefni liefur hækkað um 74,4%. Byggingarvinna um 11%. Vextir og afborganir hafa hækkað um 66 '■:%. Enn má benda á, að vegna hækkaðs framfærslukostnaðar er fólki örðugra að leggja fé til hliðar í húsbyggingu. Ái'slaun verkamanns, miðað við 8 stunda stöðuga vinnu, gef ur rúml. 50 þús. kr. árstekjur. Heimilisfaðir, sem byggir sér einbýlishús fyrir 466 þúsund krónur, sem ekki þykir nvjög inikið, miðað við verðlag það, nú er, þarf að borga í vexti og afborganir 58—60 þús. krónur, eða rúml. allar árstekjur verka- manns. Þessir liðir hafa hækkað um 661/2% á tveim síðustu ár- um. Útreikningar eru byggðir á því, að húsbyggjandi leggi fram 70 þús. krónur, foreldrar hans 50 þús., bráðabirgðalán séu 246 þús., A.-lán byggingar- sjóðs 65 þús. og B-lán 35 þús., samtals 466 þúsund. Þjóðfélagið býr þannig að þegnum sínum um þessar mundir, að fæstum mun fært að byggja sér íbúðarhús nema hann hafi meira en tvöföld verkamannalaun. „Viðreisnin11 leikur margan grátt, en þó virðist unga fólkið verða harðast úti. Það verður að vera lágmarkskrafa til hvers þjóðfélags, a. m. k. í hinum kald ari löndum, að dugandi fólki sé kleift að eignast þak yfir höfuð- ið, úr því að samfélagið leysir ekki vandann á annan hátt. En eins og nú er málum komið, virðist það tæpast mögulegt. nn ein bráðabirgalog voru sett RÍKISSTJÓRNIN, sem aldréi' • ætlaði að skipta sér að deilum þegnanna um kaup og kjör, hef ur gefið út enn ein bráðabirgða lög til að leysa í bráð deilu lækna og sjúkrasamlaga í höfuð borginni. í lögum þessum eru framlengdir til áramóta samn- ingar nefndra aðila með 13% hækkun þó til lækna, frá 1. júlí að telja. Segja má, að þetta sé neyðarúrræði og engin lausn hinnar raunverulegu deilu. Hinsvegar koma lög þessi í veg fyrir almenn vandræði og starfs grundvöllur sjúkrasamlaga er ekki rofinn. Þótt deilan væri háð í Reykjavík hefðu samning ar tekið gildi í öðrurn kaupstöð urn. Hér á Akureyri eru 5450 manns í sjúkrasamlaginu. Sjúkrasamlagslæknar eru 8, en þar af eru héraðslæknir, yfir- læknir Fjórðungssjúkrahúss og tveir aðrir læknar þar með allt að 2000 númer samanlagt, en hinir fjórir til jafnaðar innan við 900 númer. Greiðsla samlagsins til lækn- anna er 120 krónur á ári fyrir fullorðna, en 24 krónur fyrir börn innan 16 ára. En innan þess aldurstakmarks eru um 3200 hér í bæ. Tryggingastofnun ríkisins semur við héraðslækna, og eru kjör þeirra léleg. Ríkisstjórnin hefði fremur átt að beita sér fyrir sættum, en að beita valdi. Hætt er við, að bi'áðabirgðalögin torveldi þær.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.