Dagur - 18.10.1961, Blaðsíða 7
7
Templarar kaupa Friðbjarnarhús
(Framhald af bls. 1)
hverri búðarholu, bæði staupa-
sala og sala í stórum stíl. Eftir
harða baráttu var staupasalan
afnumin og síðar var áfengis-
bannið sett. með þeim einstæða
árangri, að engir glæpir voru
framdir, fangelsi stóðu auð og
efnahagur fólksins fór batnandi.
Goodtemplarareglan byggði
mörg samkomuhús hér á landi,
og eru sum þeirra ennþá notuð,
svo sem Akureyringum er vel
kunnugt.
Goodtemplarar á Akureyri
hafa náð merkum áföngum í
starfi, auk þess að vera upp-
hafsmenn samtakanna. Þeir
hófu kvikmyndarekstur til á-
góða fyrir starfsemina og þeir
stofnuðu æskulýðsheimili fyrir
bíótekjurnar, þar sem hundruð
unglinga hafa notið kennslu í
hvers konar hollri tómstunda-
iðju síðustu árin. Og templarar
reka bindir.dishótel á Akur-
eyri. Einnig á því sviði eru þeir
í fararbroddi hér á landi.
Stefán Ág. Kristjánsson sagði
frá áformum Goodtemplara á
Akureyri. Þeir ætla að stórauka
húsakost sinn við Varðborg,
stækka hótelið, kvikmyndahús-
ið og húsnæði fyrir æskulýðs-
starsemina.
Templarar á Akureyri hafa
aldrei fengið styi-k úr bæjar-
sjóði, svo sem t. d. í Reykjavík.
í stúkum á Akuroyjú eru nú
um 780 manns, og eru börn og
unglingar þar í stórum meiri-
hluta.
Stúkurnar eru: Ísafold-Fjall-
konan nr. 1, Brynja nr. 99 og
barnastúkurnar Sakleysið nr. 3,
Snmúð nr. 102 og Von nr. 75.
' Fréttamenn og aðrir við-
staddir nutu góðra veitinga í
Friðbjarnarhúsi og komust í
snertingu við liðna tíð. En jafn-
framt fundu þeir greinilega
þann kraft, sem enn býr með
forráðamönnum Goodtemplara-
hreyfingarinnar og djarfar áætl
anir um framtíðarstörf í fæð-
ingarbæ samtakanna á íslandi.
Megi hinar stærstu vonir
þeirra rætaast. □
- LAUGASKÓLi...
(Framhald af bls. 8)
tveggja manna nemendaher-
bergi í nýju byggingunni. Þetta
er stórkostleg framför.
Húsmæðraskóiinn var settur
8. okt. Halldóra Sigurjónsdóttir
er í ársfríi vegna heilsubrests,
en Fanney Sigtryggsdóttir gegn
ir störfum hennar, sem skóla-
stýra, á meðan. Kristín Jakobs
dóttir lét af kennslustörfum
vegna aldurs. Aðrar kennslu-
konur eru: Birna Bjarnadóttir,
Guðrún Sigurðardóttir og Aúð
ur Gunnlaugsdóttir.
Nokkrir nemendur geta enn
fengið skólavist í Húsmæðra-
skólanum á Laugum. □
Frá Skákfélagi Ak.
AÐALFUNDUR Skákfélags Ak
ureyrar var haldinn í fyi-ra-
kvöld. Starfsemi hafði verið
mikil á árinu, svo segja má að
hún hafi verið með blóma.
í stjórn félagsins eru: Jón
Ingimarsson formaður, aðrir í
stjórn eru Haraldur Bogason,
Friðgeir Sigurbjörnsson, Har-
aldur Olafsson og Jón Björgvins
son. Varaform. er Júlíus Boga-
son. □
•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiuiiniiiiiil),.
I BORGARBÍÓI
= Smu 1500 e
É Afgr. opin frá kl. 6.30 e. h. |
I LÉTTLYNDI j
| SÖNGVARINN |
1 (Follow a star)
I Bráðskemmtileg, brezk gam- |
i anmynd frá Rank. i
= Aðalhlutverk: \
l Norman Wisdom
i frægasti grínleikari Breta. i
-•i*iiiiiiiiiii(tiitiiiiiiiiiiiii,iiii,ii,,iaiaiii,iill|,|1|||,,,~
Æskulýðsíieimili
templara
tekur til starfa í Varðborg,
röstudaginn 20. október n.k.
Dg verður sett með stuttu á-
varpi í Borgarbíó kl. 6 e. h.
Kvikmyndaþáttur.
Framkvæmdanefndin.
- REFIR...
(Framhald af bls. 8)
væri að sjá á þessum frystu
mauk-blokkum, hvort þær inni
héldu skít eða fisk. Sem sagt,
nokkrir íslenzkir refir hafa
byrlað skandinavískum nöfnum
sínum hálfgert eitur og þar með
eyðilagt fyrir þeim mönnum,
sem samvizkulega hafa fram-
leitt þetta refafóður. Það er líka
haft fyrir satt, að sums staðar
hér í frystihúsunum hafi alls
kyns óþverra verið hent í kvarn
irnar, jafnvel síldar-afbeitu!
Við hverju er að búast, þegar
refir framleiða refafóður og ref
ir ei’u á báðum endum. □
/ V
t
IIjartanlega pakha. ég. börnum minum og vinmn, sem
^ glöddu mig á áltraðisafmali mínu með heimsóknum ^
’£ og gjöfum. — Guð blessi ykkur öll. f
| °g g 'PÍ
I KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Gccsum.
% -
Jk.
0
->•
Z
HELGA TÓMASDÓTTIR,
seni andaðist 10. þ. m. verður jarðsungin frá Akur-
eyrarkirkju fimmtiulaginn 19. október kl. 1.30 e. h.
Vandamenn.
Móðir okltar og amma,
KRISTÍN FRIDFINNSDÓTTIR GÍSLASON,
sem andaðist á Fjórðungssjukraliúsinu á Akureyri
föstudaginn 13. þ. m. verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 20. þ. m. kl. 13.30.
Else Snorrason, Rögnvaldur Gíslason,
Kristín Hauksdóttir, Hildur Flauksdóttir,
Haukur Hauksson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og jarðarfarar mannsins míns og föður
okkar
KRISTINS SIGURPÁLSSONAR.
Guðrún Bjarnadóttir, börn og tengdabörn.
- Fréttir úr nágrenninu
(Framhald af bls. 8)
ir þak og fokhelt. Eitthvað verð
ur reynt að vinna að því í vet
ur.
Útibú kaupfélagsins innan við
ána verður væntanlega opnað
fyrir jólin. Ný verzlun, Straum
ar h.f., var sett hér á laggirnar
og hefur á boðstólum rafmagns-
vörur -,og málningú. Eigendur
eru Halldór Þorgrímsson rafv.
og Hjálmar Eyþórsson lögreglu
þjónn, báðir héðan úr þorpinu.
Nokkru áður settu Einar, Pétur
og Þorvaldur Þorlákssynir upp
verzlunina Vísi s.f. □
Heyin lítil og vond
Haganesvík 16. okt. Hér er
kominn snjór og hvítt yfir allt.
Siglufjarðarskarð lokaðist, en
var opnað í dag.
Búið er að slátra tæpl. 6 þús.
fjár. Kroppþungi dilka er 9%
lakari en í fyrra. Meðalvigt er
13.15 kg. án nýrnamörs.
Sjaldan hefur verið verra
ástand með hey á haustnóttum
en nú er. Heyin eru bæði lítil
og vond og þarf að fækka á
fóðrum. En fremur vilja menn
fækka nautgripum en sauðfé.
Nýlega kviknaði í heyhlöðu á
Móum. Urðu þar miklar
skemmdir af eldi.
I. O. O. F. — 14310208 Vs — III.
ÍZI Run 596110187 = 5.:
Messað í kapellunni á sunnu-
daginn kemur (22. okt.) Sálm-
ar: 208, 110, 203 og 516. — P.S.
Nokkur börn geta fengið
kennslu í fiðluleik við Barna-
skóla Akureyrar. Skólastjóri
gefur upplýsingar.
I. O. G. T. St. ísafold Fjall-
konan nr. 1 heldur fund að
Bjargi fimmtud. 19. okt. nk. kl.
8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla ný
liða og ýmis mál. Á eftir fundi
kaffidrykkja og félagsvist. —
Tvenn góð verðlaun. Mætið vel
og stundvíslega. — Æt.
Frá kristniboðshúsinu Zion:
Almennar kristni'ooðs- og æsku
lýðssamkomur verða á hverju
kvöldi kl. 8.30 frá laugardegin-
um 21. okt. til sunnud. 29. okt.
Aðalræðumenn verða þeir Olaf
ur Olafsson kristniboði og Þórir
Guðbergsson. Síðustu kvöldin
verður tekið á móti gjöfum til
kristniboðsins. Allir hjartanlega
velkomnir.
Fundur verður haldinn í kven
félaginu Framtíðin í Húsmæðra
skólanum 19. okt. kl. 8.30 e. h.
Kaffi á staðnum. Félagskonur
mætið vel og stundvíslega. —
Stjórnin.
Barnastúkan Samúð nr. 102
heldur fund í Oddeyrarskólan-
um n.k. sunnud. Fundartími sá
sami og áður. Nánar augl. í skól
anum.
Iðja, félag verksmiðjufólks,
hefur spilakvöld 28. þ. m. í Al-
þýðuhúsinu. Félagar eru beðn-
ir að fjölmenna.
Bláa kápan verður sýnd í
Samkomuhúsinu á Akureyri á
laugardags- og sunnudagskvöld.
Maðurinn, sem sá gráu ána
með gráflekkótta lambið nýlega
á Glerárdal, vinsamlega tali við
Þorleif Þorleifsson bílstjóra.
Læknavakt: — Miðvikud. 18.
Bjarni Rafnar sími 2262, fimmtu
dag 19. Pétur Jónsson sími 1432,
föstud. 20. Erlendur Konráðsson
sími 2050, laugard. 21. Sigurður
Ólason sími 1234, sunnud. 22.
Sigurður Ólason sími 1234,
mánud. 23. Ólafur Ólafsson
sími 1211, þriðjud. 24. Pétur
Jónsson sími 1432.
Lokunartími sölubúða: At-
hygli skal vakin á bví, að lokun
artími sölubúða verður framveg
is sá sami og verið hefur í sum-
ar, b. e. kl. 12 á hád. laugardaga
og aðra virka daga kl. 6 e. h.
Bazar og kaffisölu hefur
Kristniboðsfélag kvenna í Zion
laugard. 21. okt. kl. 3 e. h. Styðj
ið gott málefni og drekkið síð-
degiskaffið í Zion.
Slysavarnad. kvenna þakkar
öllum bæjarbúum fyrir góðar
gjafir og allan stuðning við
hlutaveltuna s.l. sunnudag. —
Nefndin.
Þorbjörg Árnadóttir, kona
Hólmgeirs Stefánssonar bónda
á Hellulandi í Aðaldal, lézt ný-
lega á sjúkrahúsinu á Húsavík,
63 ára að aldri.
Ríkharðssöfnunin: Safnað á
Pósthúsinu kr. 3.900.00, starfs-
fólkið í Skógerð Iðunnar kr.
675.00, starfsfólk Kaupfélags Ey
firðinga kr. 1.600.00.
Leiðrétting: Niður féll nafn
Eiríks smiðs á Laugum undir
mynd af Öskjuleiðangursmönn-
um neðast á forsíðu síðasta
blaðs. Fjögur fyrstu nöfnin eru
rétt, þá á nafn Eiríks að koma
og breytist röð nafnanna sam-
kvæmt því.
Frá FRA: Innanhússæfingar
í frjálsum íþróttum verða fram
vegis á miðvikudögum kl. 7—8
í íþróttahúsinu. Kennari er Guð
mundur Þorsteinsson. Mætið
vel í upphafi.
Barnaverndardagurinn. — Á
laugardaginn 21. þ. m. verður
merkjasala Barnaverndarfélags
Akureyrar. Barnabókin „Sófl-
hvörf“ verður og seld í bænum.
Kvikmyndasýningar verða einn
ig á vegum félagsins. — Öll fjár
söfnun félagsins gengur til
leikskólans „Iðavöllur" á Odd-
eyri. Bæjarbúar, styrkið eitt af
menningarmálum bæjarins.
- ALÞINGI...
(Framhald af bls. 1)
degi þingsins fram þingsálykt-
unartillögu um vantraust á rík-
isstjórnina. Tillaga þessi er
flutt í framhaldi af þeim kröfum
Framsóknarflokksins í sumar,
að ríkisstjórnin segði af sér
vegna glapræðisins í gengis-
íellingarmálinu og fyrir önnur
afglöp.
Framsóknarflokkurinn hefur
óskað útvarpsumræðna um
vantrauststillöguna.
BORGARKAFFI
veitingastofan í Varðborg,
rúmar 40 manns. Sími 2600.
Kaffiveitingar, kældir drykk
ir. Máltíðir, ef pantaðar eru
með fyrirvara. — Hentug
stofa fyrir smærri fundahöld
með veitingum. Einnig leigð
á kvöldin án veitinga.
TIL SÖLU
Sex manna
Chevrolet-fólksbifreið
Smíðaár 1954, í góðu lagi.
Uppl. í síma 1252.
TIL SÖLU
FORD-PREFECT 1947.
Erlendur Snæbjörnsson,
sími 2700.
BÍLL TIL SÖLU
5 manna bíll til sölu.
Upplýsingar hjá
Guðmundi Jónassyni,
Gránufélagsgötu 15, Ak.
Sími 1301.
vattfóðraðar með heltu
nýkomnar.
HARKAÐURINN
Sínú 1261