Dagur - 08.11.1961, Síða 1
,..MAi.<;a<;n Framsók\armanna
;R RSTJÚri: J'.ki.ínci.r Davhisson
Skum-s'iofa j i I ai naiísih í í ; 90
SÍ.Mi 1 l.i'j . Sv.l'NTNOC' OO l'RKNI'CS
annast J’ltKN i verk Oubs
BjÓRN.ssONAU H.l'. Akuri'.vri
Dagur
XLIV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. nóvember 1961 — 53. tbl.
Enn eru gos í Öskju
Borgfirðingar greyptu mynt í hraunleðjuna
imiimiiiii
^I'CAÁSISV.A st joki: JÓN SAM-
ÚEl.SSON . A> kií. ;oo.oo. g Bi Ail-n Kí.MU tr.ANCUKI JAKDDAO < V > A M NN KOSt.VR KR 1. Jl U löViKtinöt,-
■ vv. oc. Á I.AUGAKlí iÖCVM
{>fa;ak ás L — i.KOA DYÍ UR TII. : s;
IIIIMIIIIMMMIMMIIMIIM 1111111111111111 .....M................
Tómas Tryggvason og Guð-
mundur Kjartansson komu úr
Oskjuleiðangri til Akureyrar á
sunnudagskvöldið. Ennfremur
Gunnar Böðvarsson, Sigurður
Þórarinsson og Guðmundur
Pálmason, sem voru í öðrum
bil, en þó samferða hinum.
Alls voru þetta 15 manns á
fjallabíl og jeppa. Á Akureyri
fengu þeir til viðbótar trukkbíl
frá Rafveitunni og snjóbíl Len-
harðar og Friðriks.
Gufu- og leirhverirnir eru
allir ,,dau;ðir“, að því er virðist.
Gosin háfa minnkað, sögðu
Tómas Tryggvason og Guð-
mundur Kjartansson, er blaðið
hitti þá sem snöggvast að máli
á mánudagsmorguninn. Einkum
gjósa tveir gígir. Þar eru lát-
lausar hrynur og gosin um 50 m.
og hraunstraumurinn rennur,
en mjög hægt. Hraunið lengist
ekki mikið, en það þykknar því
meira. í miðju þess er hraun-
straumurinn.
Næst gígunum í Öskjuopi eru
hraunhólar, sem mega heita
fljótandi á bi'áðinni hraunleðj-
unni. Snjóföl er á þeim, en
eimyrja undiv og sér þar í rauð
(Framhald á bls. 2)
I Togbáíarnir |
SNÆFELL seldi 6. nóv. 59 lestir
í Bremerhaven fyrir 61.100 mörk
eða sem svárar kr. 11.15 kílóið.
Er það hæsta sala í Þýzkalandi, a.
m. k. á þessu hausti. Snæfel! kcm-
ur heim á máiiúdag með saltlarm.
BJÖRGVIN seldi 18. okt. í
Þýzkalandi 62 lestir fyrir 57.500
mörk.
BJÖRGÚLFUR seldi 65 lestir
fyrir 51.700 mörk 31. okt., einnig
í Þýzkalandi.
SIGURÐUR BJARNASON
seldi 24. okt. 60 lestir fyrir 44.09.'!
mörk.
ÓLAFUR MAGNÚSSON er
nýfarinn á síldveiðar við Suður-
land.
SÚLAN ætlaði suður í gær og
mun einnig hefja síldveiði.
TRILLU BÁTAR fengu ágæt-
an atla á liandfæri innarlega-1
firðinum — allt upp í tonn á dag
— Beitt var kræðu.
Leikstjóri og leikendur í barnaleikritinu Línu langsokk.
(Ljósmynd: Jón Stefánsson.)
Mikil aðsókn á Línu langsokk
KNATTSPYRNUFÉLAG AK-
UREYRAR hefur sýningar á
hinu skemmtilega barnaleikriti
Línu langsokk um þessar
mundir. Fimm sýningar hafa
verið og í hvert skipti alveg
troðfullt hús.
'iMitmiiiMiiiiiiiiiMiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiMiiiHiiimimtiiiiiiitiiiiiiiitiaiiiiiiiiiiiiiimminiiiiiiiimimtiiMiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiii
á
| eru hin merkilegasta hiinaðarí ræðsla og eins konar skóli bænda
SÍÐASTA mánudagskvöld hóf-
ust klúbbfundir eyfirzkra
bænda á ný að Hótel KEA. Fyr-
irkomulag þeirra verður
óbreytt í vetur. Fræðileg erindi
um landbúnaðarmál, fyrir-
spurnir og umræður skiptast á.
Allir eru velkomnir. Félags-
skapur þessi gerir aldrei fund-
arsamþykktir og rekur engan
áróður, aðeins fræðslustarfsemi.
'Fundargjörð hefur aldrei verið
skráð, engin félagsgjöld greidd,
engin stjórn kosin og engar
kvaðir lagðar á menn. Undir-
búningur funda er sjálfboða-
vinna.
Ólafur Jónsson ráðunautur,
sem flutti framsöguerindi á
þessum fyrsta fundi vetrarins,
METSALA?
NORÐLENDINGUR seldi í gær
í Grimsby 138,8 tonn fyrir
14.075 pund. Svarar það til þess
að fyrir hvert kíló hafi fengizt
kr. 12.26. Mun þessi sala með
eindæmum góð.
Svalbakur fer áleiðis til Bret-
lands í dag í söluferð.
Hinir Akureyrartogararnir
eru allir á veiðum og er búizt
við að þeir sigli með aflann.
sagði m. a. efnislega á þessa
leið:
Mjólkin hefur hrapað úr
kúnum í haust, og þótt reynt sé
að rekja orsakir ýmissa hluta til
Öskjugosa eða vetnissprengja,
verður að finna nærtækari
skýringu. Haustfóðrun mjólk-
urkúa er vandasöm og hefur
henni sennilega verið ábótavant
að þessu sinni fremur en oft
áður.
Kýr, sem bera síðari hluta
sumars eða að hausti og eru
hámjólka, halda ekki nythæð-
inni nema skamma stund, ef
fóðrun og undirbúningsfóðrun
hefur verið ábótavant. Og það
er nær ógerningur að hafa þær
upp aftur, ef þær geldast veru-
lega. Snemmbærurnar þurfa að
hafa forða í líkama sínum, ef
þær eiga að geta mjólkað vel.
Tvennt þarf til, að kýrnar
skili góðum arði: Annars vegar
kyngæði, þ. e. að þær hafi eðli
til að mjólka mikið,og góða fóðr
u.n og hirðingu, svo hinir góðu
hæfileikar kúnna njóti sín. En í
þessu efni fáum við í rauninni
ekkert nema að láta eitthvað í
staðinn. Við fáum hina dýr-
mætu mjólk, en látum fóður-
efnin í staðinn. Til lengdar er
ekki hægt að snuða í þessum
viðskiptum. Kýrin verður að fá
sitt, en hagnaður okkar liggur í
því að breyta lítt seljanlegum
fóðurefnum í betri vöru, með
kýmar sem millilið.
Kýmar þurfa. ákveðið orku-
magn, eða ákveðna tölu fóður-
eininga. Aðalfóðrið er einhæft,
þurrhey og vothey, og ætti því
að vera vandalítið að fóðra. En
heyið er engin standard-vara,
fóðurgildi þess er ætíð ágizkum,
því að heygæðin eru misjöfn.
Heygæðin fara eftir landinu,
sem grasið er ræktað á, áburð-
inum, grastegundum, sláttutíma
og heyverkuninni.
Heyið hefur mest fóðurgildi
ef það er snemmslegið og hag-
kvæmast mjólkurkúm. — En
meira kalk er í heyi, sem hefur
haft lengri vaxtartíma. Og háin
er kalkrík. Ráðlegg eg því að
gefa saman há og snemmslegnu
töðuna.
En kýrnar geta ekki skilað
mikilli mjólk af einu saman
heyi. Kjarnfóður bætir úr jafn-
vægisleysi heyfóðursins og
eykur nýtingu heyfóðursins og
með kjarnfóðri er auðvelt að
láta sæmilega kyngóðar kýr
mjólka mikið og er það þó notað
sem fóðurauki.
Kýrnar þurfa að fá 1 Fe. (1
kg. af kjarnfóðri fyrir hver 2.5
kg. af 4% feitri mjólk, sem þær
mjólka) fram yfir það sem hey-
(Framhald á bls. 2)
Hún Lína langsokkur er
skrýtin stelpa, á gelgjuskeiðinu,
og er ekki mjög vel að sér í
mannasiðum. En hún er sterk,
og apinn hennar er skrýtinn, og
í raun og sannleika lifandi api,
sem heitir Níels.
Lína langsokkur býr ein í
húsi. Þorpskrakkarnir fá hana
til að koma í skólann með sér.
Þar skeður margt skemmti-
legt, því að Lína er ekki eins og
aðrir krakkar, en svo sterk er
hún, að lögregluþjónarnir mega
vara sig, og ræningjarnir.
Leikendur eru 18 talsins, en
þar eru nokkrir, sem nánast
hafa ekki önnur hlutverk en að
fylla hóp skólabarna, Aðalhlut-
verkið leikur Bergþóra Einars-
dóttir og skilar hún hlutverki
sínu með miklum sóma. Minni
hlutverk hafa Einar Haraldsson
og Þórunn Bergsdóttir sem
leika Tuma og Önnu,, félaga
Línu. Guðný Bergsdóttir, Ásdís
Þorvaldsdóttir og Ásrún Bald-
vinsdóttir léika Brunnklukku,
Slúðurbjöllu og Leiðindamús.
En það eru fleiri en börn, sem
leika. — Lögregluþjónana leika
Kjartan Ólafsson og Karl Tóm-
asson og ræningjana leika
Ragnar Sigtryggsson og Jón
Haraldsson. Þá má nú ekki
gleyma honum Níelsi Halldói-s-
syni, en hann leikur sjálfan Ei-
rík negrakonung.
Leikstjóri er Guðmundur
Gunnarsson.
Búizt er við að sýningum
ljúki um næstu helgi, og þá
verða margir krakkar búnir að
sjá Línu langsokk.
Fullorðnir eiga einnig erindi
í leikhúsið.
Örþrifaráð Ingólfs á Hellu
INGOLFUR JONSSON landbún
aðarráðherra liefur gefið út til-
skipun uni að Áburðarsala ríkis-
ins skuli niður liigð og fengin
Áhurðarverksmiðjunni í Gufunesi
í hendur. En einmitt nú er Al-
þingi að fjalla um þetta mál sam-
kvæmt hans eigin tillögu.
Sami ráðherra bar tvisvar áður
fram frumvarp um sarna efni, en
það náði ekki fram að ganga. Nn
er hann sjálfur fyrri til og bíður
ekki úrskurðar Alþingis. Þetta er
meira en vaíasöm aðferð. Ekki er
það vitað, að nokkur bóndi eða
nokkurt félag bænda hafi óskað
þessarar breytingar.
Kunnugt er, að rekstur Áburð-
arsölu ríkisins liefur verið mjög
góður og marg-viðurkenndur. Vit
að er einnig, að Áburðarv’erk-
sntiðjan hefnr selt sína fram-
leiðslu svo háu vcröi, að sumir
fullyrða, að um lögbrot sé þar að
ræða. Ekki bendir þetta til þess,
að nefndrar brevtingar bafi verið
þörf — bændanna vegna. —
Landbúnaðarráðherra lofar, að
hver smálest áburðar lækki um kr.
100.00 við breytinguna. Þetta er
mjög ólíklegt að geti orðið, og
mun flestum þykja líklegra að á-
burðarverðið liækki en lækki ekki.
Tilskipun Ingólfs á Hellu er
bæði furðuieg og fljótfærnisleg og
því miður ekki líklegt að hún
bæti aðstöðu bændanna.
HEIMSMET
VILIIJÁLMS
IIINN 1. nóvember setti Vil-
hjábnur Einarsson heimsmet í
atrennulausu innanhúshástökki.
Stökk hans var 1,75 m., eða
einum sentimetra hærra en
gildandi heimsmet Norðmanns-
ins Evandts.
Viðstaddir voru fullgildir
dómarar og voru aðstæður allar
taldar löglegar. □