Dagur - 08.11.1961, Síða 4
4
5
Baguk
Fegrun heimila
FYRIR ALDARFJÓRÐUNGI fékk Jón-
as Jónsson frá Hriflu og fleiri áhrifa-
menn á Alþingi samþykkt lög um Bygg-
ingar- og landnámssjóð og ári síðar lög
'um verkamannabústaði í kaupstöðum
og kauptúnum. Það er ástæða til að
fagna þessum Iögum og þeirri aðstoð,
sem þau veittu bændum og verkamönn-
um, bæði til að endurbyggja lélega bú-
staði og reisa nýja. Talið er, að sam-
kvæmt þessum lögum hafi 4000 sveita-
bæir og 2000 íbúðir í þéttbýlinu verið
reistar. Þessi mikla byggingaralda heldur
enn áfram; þótt hún rísi og falli nokkuð
vegna utanaðkomandi áhrifa. Umrædd
stofnlög leiddu til þess, að launastéttir
landsins hafa líka fengið mikinn stuðning
við húsbyggingar úr varanlegu efni. Nær
hann til kennara, presta, lækna, hjúkr-
unarkvenna, sýslumanna og dómenda í
Reykjavík.
Þetta er glöggt dæmi um það, hvað
djarfar hugsjónir um betra líf fá áorkað.
En þótt hér sé orðinn mikill og góður
húsakostur, gætu enn víða átt við orð
séra Matthíasaar þegar hann lýsti Odd-
eyri og sagði að því væri líkast að þar
hefði verið fleygt á víð og dreif um
völlinn nokkrum vesturfararkofum. ís-
lenzk hús standa mörg á berangri og
vantar þann hlýlega og menningarlega
svip, sem vel hirtur trjágróður veitir.
Ennfremur hefur marga vantað bæði
smekkvísi og fjármuni til að búa hin
myndarlega húsakynni sæmilegum innri
búnaði.
Við hvern sveitabæ þyrfti að vera a.
m. k. ein örugglega friðuð dagslátta
lands fyrir trjágróður. Gróðursetninguog
viðhald mundi heimilisfólkið annast og
ennfremur setja upp vandaða girðingu
umhverfis. f mörgum sveitum eru flestir
bæir ennþá án þessarar höfuðprýði. Fátt
ber sveitabæjum í byggðum þessa
lands gleggra vitni en hið ytra svipmót,
húsin sjálf, trjágarðurinn og heimreiðin.
Á grundvelli Iaga um Byggingar- og
landnámssjóð og verkamannabústaðina,
scm Iagður var fyrir 1930? liafa risið um
6000 sveitabæir og íbúðir í þéttbýli, og á
sama tíma hcfur öll þjóðin, að hcita má,
eignazt viðunandi húsnæði. En nú þarf
að snúa sér að því tvennu að húseigend-
ur fegri umhverfi hinna nýju húsa og að
fólk geti búið íbiiðir sínar smekklegum
húsgögnum, þar sem saman fari listrænn
þokki og einfaldleiki. Samfélagið þarf að
leggja til örfandi hönd og nokkra fjár-
muni, svo sem í framhaldi af hinni giftu-
drjúgu aðstoð við húsbyggingarnar sjálf-
ar.
Deilur hafa staðið um það, hvort hér á
landi væru skilyrði fyrir ræktun nytja-
skógar. Erlendir skógræktarmenn hafa
tekið þessa skógræktartrú og veitt mik-
ilsverðan stuðning.
En hér á það við, sem Jónas Jónsson
sagði nýlega: Það er deilt um það, hvort
menn eigi að elska alla meðbræður sína,
enda reynzt erfitt trúboð. Samt vill eng-
inn sæmilegur maður fella niður bróður-
kærleiksboðorðið. Margir brjóta það. Þó
heldur hugsjónin áfram að vera lampi
við fætur veikra og jarðbundinna manna
á Ieið þeirra úr dýraríkinu til virðulegri
bústaða. Og hvað sem líður nytjaskógum
er hvarvetna hægt að rækta trjágróður
til yndisauka. □
k._____________________________J
Yigfús Kristjánsson
Litla-Arskógi
-. NOKKUR KVEÐJUORÐ —
HELGI MAGRI hafði vetursetu
á Árskógsströnd. Hann gekk
upp á Sólarfjöll, sá að minna
vetrarríki var inn til landsins og
flutti þangað bæ sinn.
Síðan hafa margir gengið á
fjöll þau er rísa upp af Ár-
skógsströnd, sumir séð hilla
undir fögur lönd og farið að
dæmi fyrsta landnámsmannsins.
En aðrir sáu þaðan skýrar en
áður fegurð sinnar eigin sveit-
ar, þar sem staðföst hrikafjöllin,
Kaldbakur og Ólafsfjarðarmúli
og síbreytilegur útsærinn á
milli þeirra mynda veglega um-
gjörð um Eyjafjörð norðan-
verðan, og einn af þeim var
Vigfús Kristjánsson bóndi í
Litla-Árskógi, sem sveitungar
hans fylgdu til grafar 17. októ-
ber.
Vigfús var fæddur á Litlu-
Hámundarstöðum á Árskógs-
strönd 7. febrúar 1889. Faðir
hans var Kristján Jónsson Hall-
grímssonar frá Stóru-Hámund-
arstöðum Þorlákssonar frá
Skriðu í Hörgárdal. Móðir Vig-
fúsar, eiginkona Kristjáns, var
Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir
Gunnlaugssonar. En Gunnlaug-
ur sá var kvæntur Þóru Jóns-
dóttur Jónssonar ríka frá Kross
um.
Foreldrar Vigfúsar fluttu að
Hellu í sömu sveit árið 1911 og
létu búið í hendur Kristjáni
Eldjárn, syni sínum. Þau höfðu
búið á Litlu-Hámundarstöðum
langa búskapartíð. — Vigfús
kvæntist 1913 eftirlifandi konu
sinni, Elísabetu Jóhannsdóttur
skipstjóra Jóakimssonar. En
móðir Elísabetar var Hanna
Gísladóttir Jónassonar frá Svín
árnesi.
Vigfús og Elísabet dvöldu
fyrst í húsmennsku á Litlu-
Hámundarstöðum, en hófu bú-
skap á Kúgili í Þorvaldsdal ár-
ið 1915. Þar bjó þá einnig Jó-
hannes Jóhannesson. Þrem ár-
um síðar fluttu þau að Grund í
Þorvaldsdal og bjuggu þar í 7
ár, en keyptu þá Litla-Árskóg
og bjuggu þar síðan við vaxandi
velmegun. Síðar keypti Vigfús
Litla-Árskógssand og lagði
hann við jörð sína.
Á Grund reis nýr bær, túnið
stækkaði og vatni var veitt á
Grundarnes. í Litla-Árskógi
risu öll hús frá grunni úr var-
anlegu efni og túnið þandist út
til allra átta. Þetta var þó Vig-
fúsi ekki nóg, því að hann hóf
útgerð með nágranna sínum og
með aðstoð sona sinna og stund
aði hana til dauðadags. Enn ber
þess að geta að Vigfús var eft-
irsóttur smiður og jafnvígur á
að reisa hús og byggja báta.
Vann hann mikið að heiman
fram eftir árum við smíðarnar
og var að því ómetanlegt hag-
ræði fyrir sveitunga hans.
Vigfús Kristjánsson var þrek
maður, vörpulegur og vel á sig
kominn. Hann var fremur hlé-
drægur og prúður í allri fram-
komu, sneiddi hjá deilum og
va;- góður nágranni. Dulur var
hann um eigin hag og fáskipt-
inn um annarra. Hann var gæt-
inn og gjörhugull fram-
kvæmdamaður, öll verk léku
honum í hendi. Næmleiki hans
fyrir hinum broslegu hliðum
mannlífsins léttu honum erfið-
leika líðandi stundar og brugðu
birtu yfir hrjúfan hversdags-
leikann.
Yfir heimili þeirra hjóna
hvíldi þokki hógværðar
og prúðmennsku. Bæði voru
gædd fegurðarsmekk, sem
börnin erfðu og þroskuðu.
í Litla-Árskógi er mikið safn
fagurra, heimagerðra muna ög
listaverka, á bak við íbúðarhús-
ið er mjög fagur og listrænn
blóma- og trjágarður.
Vigfús Kristjánsson andaðist
í sjúkrahiisi á Akureyri 8.
október eftir skamma legu. —
Margar vonir höfðu rætzt á
starfssamri ævi og gæfuna fann
hann á æskustöðvunum. Hann
var einn af atorkumestu og
hógværustu sonum sveitar
sinnar, sem bæði er ljúft og
skylt að minnast með þakklæti.
E. D.
...... imiiiiimiiiit 111111111111111111111111 iiiiiiniiii*
f Styrkja kornrækt |
NOREGS handels og sjöfarts-
tidende segir frá því um miðjan
október, að ríkið greiði niður
bygg, hafra, rúg og hveiti rækt-
að í norskri jörð með kr. 20
milljónum norskra króna, eða
um 770 milljónum ísl. króna.
Kornrækt í Noregi er víða
erfiðleikum bundin, og sem
dæmi um það verða norskir
bændur að fá nær tvöfalt hærra
verð fyrir sinn rúg, en hægt er
að fá hann fyrir á heimsmark-
aðinum.
Ennfremur styrkir norska
ríkið þá bændur, sem örðugast
eiga með ræktun, svo sem
vegna einangrunar, fjalllend-
is o. fl.
Eftirtektarvert er, að í norska
Stórþinginu voru niðurgreiðsl-
urnar og uppbæturnar sam-
þykktar mótatkvæðalaust. —
Norskir þingmenn virðast hafa
góðan skilning á því hvers virði
það er þjóðinni allri að stemma
stigu við fólksflutningum úr
norskum sveitum. En þetta
dæmi talar þar skýru máli. □
Er orsök kennaraskorlsins loks fundin?
Nokkrar athugaseindir við skrif Alþýðumannsins
Ritstjóri Alþýðumannsins hef-
ur að undaníörnu rætt liag og
málefni gamalla stéttarbræðra
sinna nokkuð í blaði sínu. Ætla
mætti, að þeir kynnu honum
miklar jrakkir fyrir vclviljuð um-
mæli, vinsamlegar vísbendingar
um hagsmunamál sín og fróðlegar
„staðreyndir" um kjör sfn. En
kennarar liljóta að vera vanþakk-
látastir stétta, Jrvf að j)á langar
til að leiðrétta sitthvað af Jrví,
sem blaðið heldur fram, ])ar sem
allmikils misskilnings og missagna
gætir J)ar að Jreirra dómi. Er liér
J)ó aðeins mælt fyrir munn gagn-
fræðaskólakennara, en hitt látið
kyrrt liggja, sem að öðrum kenn-
urum snýr.
Fyrst alls vil ég mótmæla því
eindregið, sem Alþm. heldur
fram í ritstjórnargrein hinn 17.
okt., að kennarar liali ekki sýnt
„fullan vöndugleik í staðhæíing-
um um kjör sín“ og hafi sett
„kröfur sínar Jrannig fram, að
Jreir skaði samfélagið og spilli
fyrir eigin málstað með liæpnum
staðhæfingum." Hér eru niiklar
sakir bornar á kennarastéttina,
sem hún hlýtur að mótmæla krölt
uglega. Veit ég raunar, að rit-
stjórinn mælir Jrvert um hug sér,
er liann staðhæfir, að kennarar
landsins séu teknir að „skaða sant
félagið". Engu að síður ætti hamr
að biðjast afsökunar á þessum
særandi og ærumeiðandi ummæl-
um. — Þess hel'ur jafnan verið
vandlega gætt f hinni árangurs-
lausu launabaráttu kennara á und
anförnum árum að skýra aldrci
vísvitandi rangt frá staðreyndum
eða veita vijlandi upplýsingar um
kjör Jreirra. Aðdróttunum í garð
kennara um falsanir og ósannindi
skal algjörlega vísað á bug.
í fyrrnefndri ritstjórnargrcin
ræðir ritstjórinn kjör fjögurra
stétta, sem honum jrykir nokkuð
jafnt á komið um launakjör og
allar verðar nokkurrar hirtingar
fyrir ósvífnar launakröfur. Þessar
stéttir eru: verkfræðingar, læknar,
síldveiðiskipstjórar — og kennar-
ar. Allir sanngjarnir menn sjá,
hversu óréttmætt er að jafna
launum Jressara stétta saman.
I næsta tbl. Alþm. birti ritstjór-
inn góðfúslega fundarályktun
Kennarafélags G. A. um launa-
kjör, og er J)að hér með J)akkað,
eins og skylt er. En á sömu blað-
síðu tekur ritstj. sér fyrir hendur
að uppfræða mcnn um laun kenn
ara við flest fræðslustig. Ver hann
til þess allmiklum hluta af hinu
dýrmæta rúmi blaðsins. 15er grein
sú við fyrstu sýn hclgisvip lirein-
leika, sannleika og vandaðrar
fræðimennsku, en Jregar blæjunni
er lyft, blasir við ýnrislegt, sem
Jrörf er að leiðrétta.
I fyrsta lagi birtir ritstj. árs-
laún ýmissa launaflokkar ríkis-
starfsmanna, sem kennarar og
skólastjórar teljast til, eins og
pau eru áœlluð i fjárlögnm árs-
ins 1962, eftir að •/% launaupp-
bót hefir verið á lögð frá 1. júni
1962. Þessa launauppbót fá flest-
ar ef ekki allar stéttir Jrjóðfélags-
ins, svo að ekki er hún sérréttindi
kennara. Ritstj. lætur Jress þó ó-
getið, lrvernig tölurnar eru fengn
ar, en segir, að J)ær séu miðaðar
við 13,8% launauppbótina frá
1. júlí 1961. Þess getur ritstj. held
ur ekki, að 4% lífeyrissjóðsgjald
dregst l'rá launum, áður en Jrau
eru greidd, en um })að má vita-
skulcl deila, hvort gjald Jretta
skuli teljast til launa eða ekki.
Með þessum hætti tekst ritstj. að
fá upphæð árslauna, sem er kr.
4.969.45 hærri en útborguð árs-
laun cru, nriðað við tólfföld nú-
verandi mánaðarlaun gagnfræða-
skólakennara. Enn er liér við að
bæta, að byrjunarlaun kennara
eru röskum 20 þús. krónum lægri
en full laun og ná kennarar ekki
fullum launum lyrr en eftir 4
ára starf.
Þá segir í „fræðslu“-þætti þess
um, að starfstimi gagnfræðaskóla
kennara sé 8 mánuðir við lands-
prófs- og gagnfræðadeildir. Hið
rétta cr, að kennarar eru skyldir
að sinna störfum eftir þörfum
fyrri helming júnímán. og síðari
helming septembermánaðar auk 8
mánaða skólaárs. A s.l. vori voru
flestir kennarar landsprófsdeilda
G. A. t. a. m. bundnir við sjúkra-
próf og úrlausnafrágang lands-
prófa til 10. júní.
í Jrriðja lagi segir, að kennslu-
skylda lækki „allverulega með
hækkuðum starfsaldri." Þetta er
rangt. Kennsluskylda lækkar úr
30 í 25 stundir á viku, er kennari
hefir náð 55 ára aldri, og í 20
stundir, er hann nær sextugsaldri.
Frádráttur Jicssi, er ritstj. kallar
„allverulegan," l'er því eftir ald-
ursárum, en ekki eftir starfsaldri
kennara.
Ég hygg, að framhaldsskóla-
kennarar verði yfirleitt ekki feit-
ir af greiðslunt þcim, sem þeir
fá fyrir heimavinnu. Ilæst er
greitt fyrir leiðréttingu skriflegra
úrlausna í íslenzku, en J)ó efa ég,
að kennarar nái dagvinnulaunum
verkamanna fyrir þá iðju. Lítil-
fjörleg greiðsla er fyrir leiðrétt-
ingu stíla í crl. málurn og skrif-
legrar stærðfræði, en engin fyrir
leiðréttingu skriflegra úrlausna í
eðlisl'ræði,, sögu, landafræði eða
náttúrufræði. Hartdavinnukcnn-.
arar fá og enga greiðslu fyrir auka
vinnu, svo sem að sníðá, taka til
garu, efrti og fyrirmýndir, útvcga
efni, innhéimta gjöld o. m. fl.
Kunnugir vita þó, að í þessu ligg
ur geysileg vinna, sem verður
ekki af hendi leyst í kennslustund
um.
Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ var,
eða þann 30. október síðastlið-
inn5 talaði séra Emil Björnsson
í útvarpið, og lýsti í mörgum
og áhrifaríkum orðum ferðalagi
upp að gosstöðvum Öskju, sem
hann var þá nýkominn úr.
Vafalaust hefur séra Emil orð
ið yfirspenntur af að sjá hinn
ferlega árangur þeirrar undir-
heima eldamennsku, sem átt hef
ur sér stað þar efra, og er hann
að sjálfsögðu ekki sá eini, sem
sú spenna hefur náð tökum á,
þó að minna hafi á hinum borið.
Það er að sjálfsögðu ekki
nema gott eitt um það að segja,
að ferðalangar, sem þjálfun hafa
í því að klæða hugsanir sínar
í sæmilegan búning, styðji dag-
skrá útvarpsins með áheyrileg-
um og fróðlegum erindaflutn-
ingi, enda mun ekki af veita?
þar eð dagskráin er orðin svo
löng sem raun ber vitni.
En mér finnst alveg nauðsyn-
legt, að upplesararnir haldi sér
við efni það sem })eir eru að
ræða um, en blandi ekki saman
við vafasömum fullyrðingum,
sem ekki geta orðið til annars
en að ófegra þeirra málflutning.
Séra Emil sagði í nefndu út-
varpserindi, að margir myndu
hafa óskað þess, að þetta stór-
Um jólá-, páska- og mánaðafrí
er ])að að segja, að J)au eru ekki
til komin vegna kennaranna, held
ur vegna nemendanna. Allir
kennarar vita, að Jressi hlé nota
])eir að miklu leyti til ýmissa við-
vika vegna starfs síns. Þau mundu
líka endast kennurum skammt til
tekjuaukningar. Hins getur ritstj.
ekki, að í prófönnum leggja kenn
arar oft nótt við dag til ])css að
komast yfir störf sín í tæka tíð,
svo og við samningu miðsvetrar-
og vetrareinkunna. Aldrei hefir
þeim til hugar komið að fara
fram á aukagreiðslur vegna Jtessa
né heldur að telja Jrcssa vinnu
eftir. Mörg eru og þau aukastörf,
sem kennari vinnur skóla sínum
og nemendum með glöðu geöi, --
vegna J)jónustunnar, en án ann-
arra launa. Þessa er hér getið að
gefnu tilefni og til fróðleiks rit-
stjóranum, en ber ekki að telja
eftirtölur.
Ymislegt fleira mætti tína til
úr fyrrnefndri grein, sem ástæða
væri til að leiðrétta, en því skal
sleppt að sinni. Eti að lokum get
ég ekki látið hjá líða að samfagna
ritstjóranum og fræðsluráðsmann
inum vegna J)eirrar skarpskyggni
hans að leiða í ljós hina „réttu“
orsök kennaraskortsins í landinu,
en hún er — samkvæmt tilgátu
blaðsins — „hinar sífelldu álykt-
anir Jteirra uin hörmuleg launa-
kjör kennara," sent „fældu menn
frá stéttinni, og J)á fyrst og fremst
úti um land.“ Já, mikill er máttur
áróðursins, einkum meðal auð-
trúa lýðs után Reykjavíkur! Þessi
skýrihg er s\’ó skarpleg, að ritstj.
ihun vera cinn um liana á sama
liátt og blað hans er eina blaðið
í. landinu, serti sent hefir kennara
stéttinni kaldar kveðjur, svo að
vitað sé.
Sverrir Pálsson.
form. Kennarafélags G. A.
kostlega fyrirbæri hefði verið
nær mannabyggðum en það
raunverulega er.
Eg mótmæli þessari ósk.
Eg trúi því alls ekki að nokkur
íslendingur með sæmilega dóm-
greind, láti sér detta í hug að
óska slíks. Gróðurlönd þessa
lands eru sízt of stór, og því frá
leitt að óska þess að hamfarir
náttúrunnar fari þar um eyð-
andi hendi, en það hefði vafa-
laust skeð, með þeim feikna
hraunstraum? sem séra Emil
lýsti svo stórkostlega, ef aðgerð
irnar hefðu átt sér stað nærri
byggð.
íbúum þessa lands eru aðgerð
ir Heklu í síðasta gosi, í nægi-
lega fersku minni til þess að
útiloka, að slík ósk geti hvarfl-
að að.
Nei, við skulum heldur þakka
guði fyrir að hamfarir þessar
eiga sér stað það langt fm
byggðum vorum, að við getum
vonað að sleppa við eyðingu
þeirra að þessu sinni, ef ekki
gerist meira þar uppfrá, en orð-
ið er.
Með þökk fyrir birtinguna.
Akureyri 1. nóvember 1961.
Egill Jóhannsson.
|G V E G I N N
FLOGIÐ YFIR ÖSKJU 24. OKT. OG EKIÐ
AÐ ÖSKJUHRAUNI 28. OKT.
Lækkandi sólin Ijómar glatt,
lciftrar um jökulskalla,
stálfuglinn efldi hækkar hratt
í horfi til Dyngjufjalla.
Djúpt sé eg niðri hraun og holt,
hæðir og drög og sanda,
cn þingeysku f jöllin fríð og stolt,
í f jarlægð og nálægð standa.
Frambrunans úfna ægisvið
cr nú að hverfa sjónum,
Öskjubarmarnir blasa við
brattir og þakktir snjónum,
svo opnast hún, þessi ógnar-skál
með ís sinn og hraun og skriður,
sem fornaldar gos og gígabál
grcyptu í fjöllin niður.
Gosker cru þar, ekki smá,
sem auri og grjóti hrækja?
gufubólstrar þeim berast frá,
brennisteinsdaunn og svækja.
Leirflaumur hefur litað hjarn
og langt út í hraunið runnið.-
— Eg svíf sem örlítið engilbarn
umhverfis víti brunnið.
Norðangolan er nepjusvöl,
og nú er að koina rökkur,
á Lindahraunið er fallið föl,
á fjöllum er hríðarmökkur.
Trukkurinn suður grjótin grá
greiðlega og hiklaust brokkar,
en hann er nú gömul hetja frá
hermcnnskutímuin okkar.
Um hraunið er ekið, óralangt,
og einatt á tómu grjóti,
ferðalagið er strítt og strangt
því stundum er upp í móti.
Eldveggur bráðum blasir mót,
sem byltist um vikra slétta.
Hér er að myndast meira grjót,
— ja? mikið er grjótflóð þetta.
Eimyrjuhrönnin ægivíð
út yfir grjótin þokast,
gatan, scm þrædd var hér um hríð,
hefur að fullu lokast.
f hraunvegginn bresta göt og gjár
svo glittir í eldrautt stálið--
— hér vappa eg eins og ári smár
umhverfis heljarbálið.
Að eldstöðvum gerist aðsókn slík
og umferðastraumur nógur,
eins og þar væri Atlavík
ellegar Vaglaskógur.
En vá er þá herðir frost og fok,
því fólkið ei tjáir letja,
og við höfum ekkert öskjulok
yfir voðann að setja.
DVERGUR.
Mótmæla kjarnorkuvopnum
„FUNDUR Akyreyrardeildar
MFÍK, haldinn 1. nóv. 1961,
ítrekar fyrri ályktanir félagsins
og mótmæli gegn framleiðslu og
notkun kjarnorkuvopna, sem og
allra annarra vopna.
Fundurinn harmar það, að
stórveldin í vestri og austri
skuli enn á ný hafa tekið upp
tilraunir með þessi skelfilegu
eyðingarvopn.
Það er skoðun fundarins, að
friður verði aldrei tryggður
með vopnavaldi, heldur því að-
eins, að öll vopn verði lögð til
hliðar, allri vopnaframleiðslu
hætt og birgðir vopna eyði-
lagðar.
Fundurinn lítur svo á, að það
eitt sé ekki nægilegt að stór-
veldin semji um að hætta til-
raunum með kjarnorkuvopn
eða gefi hátíðleg loforð um að
(Framhald á bls. 7)
Hvort ntefur þú meira?
HVORT METUR Sósíalista-
flokkurinn meira (og þar með
Alþýðubandalagið), að stuðla
að og taka þátt í samstarfi
vinstri manna í íslenzkuni
stjórnmálum, eða að rcka áróð-
ur fyrir Sovétríkin og leggja
hcimsmálastcfnu þeirra lið á
íslandi?
Það er eðlilegt að slík spurn-
ing komi fram nú. Formaður
þingflokks Alþýðubandalags-
ins hefur alveg nýlega í útvarps
umræðum frá Alþingi farið
fjálglegum orðum um nauðsyn
þess, að allir vinstri menn taki
höndum saman.
Áreiðanlega hafa margir
hug á því að leggja fram lið sitt
í þessu skyni, og þá með það
takmark fyrir augum, að frjáls-
lynd vinstri stefna verði hér
ráðandi.
En til þess að þetta takist til
frambúðar, þarf að fást skýrt
og skilmerkilegt svar við þeirri
spurningu, sem grein J)essi
hefst á.
Þjóðviljinn boðar að vísu oft
vinstri stefnu í stjórnmálum
innanlands, en af engu minni
ákafa boðar hann aðra stefnu
og ólíka, þ. e. valdastefnu Sov-
ét-stórveldisins og boðskap
þann, er þeirri stefnu hentar
hverju sinni. Tæplega mun
nokkur maður minnast þess, að
Þjóðviljinn, sem að staðaldri
ræðir um heimsmálin, hafi
nokkrq sinni vikið að því, að
stjórnmálamönnum Sovétríkj-
anna kunni að hafa missýnzt í
málum eða málefnum þjóðar
sinnar. Þar er öllu hrósað og
allt varið, nema, ef það kemur
fyrir eftir ár eða áratugi að
Sovétmönnum sjálfum snýst
hugur um menn og málefni,
sem nú eru ljós dæmi um. Þá
snýst Þjóðviljanum einnig hug-
ur.
Þótt nú séu svo ný og átakan-
leg dæmi um Jretta, og að þau
hafi hitt hvern einasta komm-
únista eins og hnefahögg, skulu
ekki fleiri orð um það höfð að
sinni, eða hvað olli. En sú máls-
meðferð, sem hér á landi er við
höfð til þeirra mála, er ekki til
þess fallin að vekja almennt
traust — og sízt vinstri sinnaðra
manna. Hún örvar ekki almenn
ing til samstöðu við þá leiðtoga,
sem slíkum málflutningi stjórna.
Tæplega er þeim sjálfrátt, nú á
20. öld, að þeir skuli ætla fólki
að fylgja snúningum sínum eft-
ir fyrirmælum frá Moskvu.
Nú er það að vísu svo, að
hætt er við, ef svo heldur fram
sem horfir um málgagn Al-
})ýðubandalagsins, að formæl-
endur vinstra samstarfs í land-
inu geta tæplega vænzt þaðan
mikils stuðnings, sem þó er
nauðsynlegur til þess að sú
stefna geta notið sín þjóðinni til
heilla.
Alþýðubandalagsmönnum er
nauðsynlegt að gera sér ljóst,
að mestöll sú þjóð, sem þetta
land byggir, telur sig, vegna
hnattstöðu landsins og af fleiri
ástæðum, til vestrænna þjóða,
einnig 'þéir, sem af þjóðlegum
ástæðum eru andvígir setu
Bandaríkjahei's hér á landi.
Enda þótt þeir séu að sjálfsögðu
einnig mjög margir sem vilja
vinsamlegt samstarf við þjóðir
„austan tjalds“, kæra þeir sig
yfirleitt ekki um, að þau sam-
skipti hafi á sér neinn fjandskap
arblæ í garð vestrænna þjóða
— eða að meðferð mála sé á
neinn hátt við það miðuð að
einangra okkur frá þeim þjóð-
um.
Margir skilja, að Innganga í
efnahagsbandalag vesturþjóða
er varhugaverð. En óeðlilegt er
að hreyfa hvorki hönd né fót til
þess að reyna að koma í veg
(Framhald á bls. 7)
Elínrós Björnsdóllir níræð
ELÍNRÓS B J ÖRN SDÓTTIR,
Oddeyrargötu 34 á Akureyri,
varð níræð 4. nóvember sl. —
Hún dvelur nú á sjúkrahúsi sér
til hressingar, en var þó heima
hjá sér og tók á móti gestum á
afmælinu.
Elínrós er ættuð úr Önguls-
staðahreppi, fædd á Ytra-Hóli
í Kaupangssveit, dóttir Björns
Guðmundssonar bónda þar og
konu hans, Matthildar Þorfinns
dóttur frá Ólafsfirði.
Elínrós var í föðurhúsum til
17 ára aldurs, en fór þá í
vinnumennsku, fyrst þar í sveit,
og síðan á Akureyri hjá Snorra
Jónssyni kaupmanni í 16 ár. En
á því tímabili dvaldi hún þó
um eins árs skeið í Noregi, en
fýsti ekki að setjast þar að,
hvarf heim og hefur átt heima
á Akureyri síðan, að 14 árum
undanskildum, er hún var
ráðskona hjá Valdimar Halldórs
syni á Kálfaströnd í Mývatns-
sveit.
Elínrós Björnsdóttir giftist
ekki og eignaðist ekki afkom-
endur. Hún var myndarkona og
er það enn, níræð að aldri. —
Dugnaði hennar var við brugð-
ið.
Lífsgleði sinni hefur hún
haldið ótrúlega vel og enn lít-
ur hún í bók gleraugnalaust,
minnist fyrri daga með ánægju
og hoi'fir kvíðalaust fram á
veginn. □