Dagur - 08.11.1961, Side 8

Dagur - 08.11.1961, Side 8
8 HUGLÆKNINGAR Hugboð og sýnir Höfundur: Ólafur Tryggvasön, Akureyri. — Útgefandi: Kvöld- vökuútgáfan. — Prentun ann- aðist Prentvark Odds Björns- sonar h.f, Akureyri. Ut er komin bókin Huglækn- ingar, hugboð og sýnir. Hún mun vekja mikla athygli, enda fyrsta bókin, sem íslenzkur huglæknir skrifar um reynslu sína. Höfundurinn er þing- eyskur bóndi, sem yfirgaf jörð og bú fyrir tveim áratugum eða svo og hefur síðan eingöngu helgað sig huglækningum. Ekki Ólafur Tryggvason. er undarlegt þótt sá maður hafi frá roprgu að segja, enda mun það mála sannast, að hann gæti eflaust flutt lesendum eða áheyrendum sögur af eigin í'eynslu í þúsund og eina nótt, án þess að gripa til skáldgáf- unnar. Gildi bókarinnar, hvað efnið snertir, byggist að sjálfsögðu á heiðarleika höfundar. í því efni er undirstaðan traust, því að Ólafur Tryggvason er maður strangheiðarlegur alvörumaður, svo sem allir kunnugir vita. Fyrir nokkrum áratugum hefði slíkum manni verið vik- ið til hliðar í samfélaginu, sem töluvert vafasömum. En það undarlega hefur.gerzt, að hinn „réttlausi“ og „stéttlausi" mað- ur, sem aldrei hefur handleikið einföldustu lækningatæki, blandað lyf eða kynnt sér lækn- ingabækur, hefur „lækninga- stofu“ mikið sótta, mitt á meðal hinna lærðu og viðurkenndu og í velviljaðri sambúð við þá. Með al sjúklinga hans eru jafnvel læknar. Þetta nýja viðhorf er læknastéttinni til sóma og um leið er það táknrænt dæmi um vaxandi skilning og áhuga fólks á dulrænum og sálfræðilegum efnum. En sá skilningur og á- hugi hefur jafnan rekið sig á kaldan vegg efnishyggjunnar og óttans við hið ósýnilega. í formála segir Ólafur meðal annars: „Það þýddi ekki að fela sig eða flýja af hólmi fyrir þeim yfirskilvitlegu fyrirbærum og áhrifum, sem að mér sóttu um og eftir tvítugsaldur. Þau hrópuðu á mig og leituðu mig uppi, eg var neyddur til þess að finna, hlusta og jafnvel sjá. Það var líkt og einhver ægivaldur hrópaði á mann að koma til sín og vinna með sér. Um 12 ára skeið reyndi eg að losa mig við öll þessi yfirskilvitlegu áhrif. Á þeim árum leið mér alltaf illa, svo þegar eg aftur, eftir þessa tólf ára mótspyrnu, tók að gefa hinum huldu kröftum part af starfsqrku minni, fór mér að líða betur, og ágætlega þegar eg lét hin andlegu störf sitja fyrir öðru.... Með nokkr- um orðum reyni eg að lýsa at- burðunum fyrir lesendum inn- an frá, það bregður birtu yfir sannleiksgildi þeirra og gefur þeim varanlegra gildi. Eg veit vel, að ýmsir vilja fá dulrænar frásagnir framreiddar eins og kryddaðan rétt, njóta þeirra í augnablikinu og gleyma þeim svo. Eg skrifa þessa bók engan veginn í þeim tilgangi. Eg skrifa hana í þeim tilgangi, að menn hafi fremur hagnýtt gagn af því að lesa hana, en síður gaman. . . Þar sem bókin fjallar um sál- ræn viðfangsefni og torræð vandamál, hinn bjarta töfra- heim, sem leynist á bak við efnisveruleikann, eru skýringar og rökleiðsla ýtarlegri og orð- fleiri en ella myndi. Því vand- legar sem bókin er lesin, því fremur mun lesandanum opnast sýn út yfir þrengsta hring- inn. .. . “ Bókarkaflarnir bera þessi nöfn: Huglæg reynzla, Sýn í Ljósavatnskirkju, Flugslysið, Sýn skyggnu konunnar, Sam- verkamaðurinn, Þegar staurinn féll, Skilaboð og aðvaranir, Ungur maður á ferð, Um hug- lækningar, Vitnisburðir sam- tíðarmanna, Spurningar og svör, „Rósiniar mínar sigra“, Rödd að handan og Lokaorð. Bókin Huglækningar er djörf og heiðarleg tilraun til að skýra dulræn öfl, lífið eftir dauðann, sambandið milli heimanna tveggja og hina gagnkvæmu hjálp, sem hægt er að veita, og um mátt kærleikans. Sennnilegt er að hún veki umræður, og er það raunar vel farið. Ólafur Tryggvason tók snemma að nema dulfræði Austurlanda, iðka yoga og auka andlega krafta sína, enda þykir hann nú maður máttugur og svo bænheitur að kraftaverk gerist í kringum hann. Eflaust verður bókin hans mörgum umhugsunarefni, og þótt hún lyfti ekki fortjaldinu milli heimanna tveggja eins og gerist á leiksviði, ætla eg að margir sjái betur, er þeir ganga undir hönd höfundarins, en þeir gerðu áður. Hin nýja bók er mjög vel skrifuð. Hún er ótæmandi ura- hugsunarefni fyrir þroskaða les endur. E. D. Sandur o" sær Höfundur Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum. — Útgefandi: Bókaútgáfan Fróði. — Prentsm. Jóns Helgasonar annaðist prcntun. Sigurjón Jónsson frá Þor- geirsstöðum er kunnur fyrir smásögur sínar, ferðaþætti og ævintýri, sem birzt hafa í blöð- um og tímaritum. En Sandur og sær er fyrsta bók hans og er hún safn smá- sagna og þátta, 25 að tölu. Höfundurinn er gáfaður, smekkvís og vandvirkur, og hann hefur mikið vald á ís- lenzku máli. í þessari fyrstu bók sinni tekur hann til með- ferðar hið eilífa yrkisefni, af fólki í harðri lífsbaráttu, ástum þess og sorgum og spaugilegum viðburðum. En þar eru einnig náttúrulýsingar og þættir um dýrin, ritaðar með ævintýra- blæ. Sigurjóni tekst vel að segja nákvæmlega frá atburðum á sinn sérstæða hátt, en hann kann líka að leiða lesendur langt í stuttu máli og láta þá sjá það, sem ekki er sagt frá og er það öllu meiri vandi og augljóst skáldmerki. □ Sonur minn Sinf jötli Höfundur Guðmundur Daníels- son. — Útgefandi er fsafoldar- prentsmiðja h.f. Einhvern næsta dag kemur ný bók eftir Guðmund Daníels- son í bókaverzlanir og ber nafnið: Sonur minn Sinfjötli. Guðmundur er landskunnur rit höfundur, hefur skrifað marg- ar bækur og þarf því ekki að kynna hann sérstaklega. Hin nýja bók, sem er 260 blaðsíður, fjallar um persónur úr Völsungaasögu og Eddu- kvæðum. Sagan gerist í lönd- unum umhverfis Eystrasalt og er landakort af sögusviðinu prentað með, lesendum til glöggvunar. Af söguhetjum má nefna syst kinin Sigmund og Signýju, börn Völsunga konungs, Sinfjötla og Ilelga hundingsbana, sem voru hálfbræður Sigurðar Fáfnis- bana. Hefndai'hugur, hefndarskyld- ur og ríkjandi trú leiða sögu- hetjurnar um myrkar slóðir. Málblær er fornlegur, þrótt- mikill og fellur vel að efninu. Lauf úr Ijóðskógum Sigurður Kristinn Draumland á Akureyri þýddi. — Útgefandi: Prentv. Odds Björnssonar h.f. Sigurður Kristinn Draumland, verkamaður á Akureyri, .hefur á síðari árum getið sér mjög vaxandi orðstír fyrir frumsamin og þýdd ljóð. Nýjasta bókin, Lauf úr ljóðskógi, er nú komin í bókabúðir — og eru í henni þýdd ljóð yfir 30 höfunda, m. a. eftir Gustaf Fröding, August Strindberg, Henrik Ibsen, Erik Blomberg, Arnulf Overland, Dan Anderson, Bertel Gripen- berg, Wilhelm von Braun, Par Lagerkvist, Nordahl Grieg og marga fleiri. Ljóðabók þessi er nær 150 blaðsíður og í henni margt góðra kvæða er bera þýðandan- um hið bezta vitni. Dagur úr dökkva Höfundur: Brian Cooper. —- Andrés Kristjánsson þýddi. — Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík. Þessi bók fjallar um grimmd nazista í Þýzkalandi í síðustu styrjöld, er þeir unnu að út- rýmingu Gyðinga, en einnig um heitar ástir og fórnfýsi mitt í hinu ægilega blóðbaði og villi- mannlegum kvalalosta þeirra manna, sem undir fána haka- krossins ætluðu að drottna yfir Evrópu. ..... Eg ók með hónúm fimm eða sex kílómetra út fyrir þorpið, og við komum þar að- þrem stórum moldarhaugum. Þar stóðu nokkrir stórir vöru- bílar, og voru pallgrindur þeirra fullar af fólki. Allt þetta. fólk var með gul merki á fötum sínum. Þessi merki áttu að sýna, að fólkið væri Gyðingar. Þetta voru karlar, konur og börn á öllum aldri, en öllum var skipað að afklæðast og SS- maður rak það til þess með hnútasvipu. Fólkinu var skipað að leggja föt sín á ákveðna staði, skóna sér, kjóla og jakka annars staðar o. s. frv. — líklega ein átta hundruð eða þúsund pör — hauga af fötum. Þetta fólk kveinkaði ekki eða æpti. Það grét ekki einu sinni. Það afklæddist og siðan hnöppuðust fjölskyldurnar saman. Ástvinir kvöddust með kossi og biðu skipunar SS-manna. Enginn bað u,m miskun. . . . .... Eg gekk fram fyrir hauginn, starði ofan í geysi- stóra gröf, þar sem fólk lá í kös Sumir hreyfðu sig enn, lyftu handleggjunum og sneru höfði til hliða til að sýna að þeir væru enn lifandi. Allhátt var í gröf- inni. Þarna hljóta að hafa legið um þúsund manneskjur. .. . SS-maður sat á grafarbakk- anum og dinglaði fótunum og reykti sígarettu og hafði lagt vélbyssu sína þvert um hnén. Gyðingarnir gengu allsnaktir niður tröppurnar, sem skornar höfðu verið í grafarbakkann og siðan stikluðu þeir út á mann- kösina og lögðust niður ofan á þá dauðu og særðu að boði SS- mannsins. Þeir sýndu hinum særðu vinai-hót og mæltu hugg- unarorð í lágum hljóðum. Svo heyrði eg nokkur skot og sá, að sumir þeirra er síðast höfðu gengið niður í gröfina, byltust og engdust særðir, en aðrir lágu grafkyrrir. Blóð streymdi úr hálsi flestra. Næsti hópur var þegar á leið niður í gröfina.“ Þetta var brot úr vitnisburði eins manns í réttarhöldunum 1 Niirnberg. Kona ein fór út að fjöldagröf að næturlagi og bjargaði mörg- .um særðum. Um hana fjallar sagan. Allt líf hennar og hennar nánustu er vafið skuggum hinpa hræðilegu tíma. En ást . hennar er heit og jafnvel hinir ógurlegustu atburðir víkja fyrir fegurð lífsins. Bókin er þýdd á góða ís- lenzku og er spennandi frá upp- hafi til enda. □ i ■ 11 ■ ■ n • i ■ i ■ ■ 11 iiimiiiiiimiii 11111111111111 Fræg óperusöngkona í heimsókn í VIKUNNI koma til Akureyr- ar tvær tónlistarkonur frá V. Maxímóva. Leningrad og skemmta á vegum MÍR í Samkomuhúsinu á föstu- dagskvöldið. Þar syngur sópran-söngkon- an Valentína Maxímóva, sem er einsöngvari við Akademiska óperu- og ballett-leikhúsið í Leningrad og heiðraður lista- maður Sambands Rússnesku Sovétríkjanna. Hún hefur sung ið fjölmörg óperuhlutverk og haldið sjálfstæða hljómleika víðs vegar um Sovétríkin og auk þess í Tékkóslóvakíu, Þýzkalandi, Búlgaríu, Rúmen- íu, Sýrlandi og Pakistan. Á söngskránni á föstudags- kvöldið eru 14 verk, þar á með- al frægar óperuaríur. Viðfangs- efnin eru m. a. eftir Bach, Moz- art, Grieg og Glier. Undirleik annast Podolskaja, sem einnig mun leika einleik á pianó, stutt verk, að söngnum loknum. Tónleikar MÍR undanfarin ár hafa jafnan vakið mikla eftir- tekt, og hér mun enn listafólk á ferð. □ Friðbjarnarhús opið SUNNUDAGINN 12. nóv. n. k. verður Friðbjarnarhús — Aðalstr. 40 — opið fyrir alla þá, scm kynnu að hata áhuga á því að skoða þétta aklargamla- liús, þar scm Góðtemplarareglan var stofnuð fyrir tæpum 78 árum síðan. Kaffisala verður á staðnum og rcnnur allur ágóði í sjóð Frið- bjarnarhúss. Húsið verður opið frá kl. 2.30 -6.30 e. h. Strætisvagnaferð í innbæinn á hverjum hálfum tíma. JÓLALESBÓK DAGS er í undirbúningi. Sögur, frá- sagnir, kvæði o. fl. vel þegið, en þyrfti að berast fljótlega.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.