Dagur - 25.11.1961, Blaðsíða 5

Dagur - 25.11.1961, Blaðsíða 5
4 .... ....... Daguk LODDARAR OFT HEFUR það komiö fyrir á Alþingi þegar Frainsóknarflokkurinn hefur bar- izt fyrir málefnum bænda og annarra dreifbýlismanna, að bændaþingmenn úr flokki íhaldsins hafa stutt þá í umræðum og blaðaskrifum. En við úrslit mála, þ. e. við atkvæðagreiðslur, hefur íhaldið hins vegar gætt þess vandlega að láta HÆFI- LEGA marga menn sína greiða atkvæði MEÐ — en ekki fleiri en svo, að málið félli samt scm áður. Heima í héraði hafa svo þingmennirnir gortað af frammistöðu sinni. Þetta er síendurtekinn loddaraleik ur og vitna mörg dæmi um hann. íhaldið iðkar enn þennan leik og er eftirfarandi dæmi góð sönnun þess: Þeg- ar frumvarp ríkisstjómarinnar um lækk- un aðflutningsgjalda á nokkrum vöru- tegundum var til fyrstu umræðu á Al- þingi nú fyrir skömmu, vakti Bjartmar frá Sandi máls á því að nauðsynlegt væri að létta einnig aðflutningsgjöldum af landbúnaðaravélum, einkum dráttarvél- um. En þær eru, sem kunnugt er, orðnar svo dýrar að íslenzkir bændur hafa á síð- ustu og verstu tímum orðið að gera sér að góðu að kaupa frá útlöndum gamlar vélar, er bændur þar óskuðu ekki að nota lengur. Þetta var gott hjá þingmanninum, sem er bóndi að atvinnu og ætti að vera því nokkuð kunnugur, að meðal bænda KREPPIR SKÓRINN einna mest af völd um „viðreisnarinnar“. Kannski hefur einhver hugsað sem svo, að nú loksins ætlaði að rætast úr uppbótarþingmann- inum og- að hann myndi nú hrinda af sér slyðruorðinu, sem við hann hefur þótt Ioða. Nú hristi hann a. m. k. hlekkina. Við aðra umræðu þessa máls komu fram ákveðnar tillögur frá öðrmn aðilum á þingi, um að fella niður aðflutnings- gjald af dráttarvélum, á líkan hátt og frumvarp ríkisstjómarinnar gerði ráð fyrir að niður yrðu felld á öðrum vöru- flokkum. Breytingartillagan kom svo til at- kvæða. Þá stóð svo á, að ekki voru fullar heimtur hjá stjómarliðinu í deildinni. Hið gullna tækifæri fyrir hinn þingeyska bónda og alþingismann var runnið upp. Með atkvæðum flutningsinanna og hans, sýndist málinu bjargað áleiðis. En hvað gerðist þá? Bjartmar á Sandi sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hann gleymdi í svip- inn ræðmmi sinni og í öðru lagi nauðsyn bænda á því að fá dráttarvélar með skaplegu verði. Hann notaði ekki hið ein staka tækifæri, þegar það valt á hans at- kvæði einu, hversu úrslitin yrðu við þessa atkvæðagreiðslu. Tækifæri Bjart- mars var liðið. Tillagan féll með jöfnum atkvæðum. Flokkshlekkimir héldu. En hvaða lærdóm má nú af þessu draga? Annað hvort verður að líta svo á, að Bjartmar sé svo algerlega fjötraður í flokksbönd ihaldsins, að hann sé ekki gerðum sínum ráðandi, eða að þingmað- urinn hafi verið að gera sig góðan í aug- um bændastéttarinnar er hann mælti með niðurfellingu aðflutningsgjalda af dráttarvélum við fyrstu umræðu, en hugur hafi ekki fylgt máli. Ef hið síðara er það sarrna, hefur það enn einu sinni endurtekið sig á Alþingi, að bændavin- irnir í íhaldsflokknum eru loddarar í raun og sannleika. V________________________________> «iiiiiiiiuiiiiiinii 1111111111 m ii 11 ■ i n 111111111 iii 111111 ■ 11111 ii 1111111111 iii 111111111 mmmimiiiiiiiimmiiiiiniiiiii immmmmmmmmmiiimmmmmmmmmmmi immmmmmmmmmmmmiiiift Efnahagsbandalag Evrópu - Ísland og EfnahagsbandalagiS VIÐ skulum byrja á því að líta aðeins á viðskiptalega hlið máls ins án tillits til annarra réttinda og kvaða, sem Rómarsamningur inn leggur aðildarríkjum sínum á herðar. Eg hef ekki farið dult með þá skoðun, að við íslend- ingar hljótum að stefna að því að verða iðnaðarþjóð, sem flytji út langtum fjölbreyttari vörur, en við nú gerum. Hitt er jafn víst, að það tekur langan tíma að gera þá breytingu á íslenzk- um atvinnuháttum, og það verð ur að gera ráð fyrir því, að enn um langt skeið verði sjávaraf- urðir megin uppistaða í ís- lenzkum utanríkisviðskiptum. Viðhorf okkar í alþjóðlegum viðskiptum hljóta því að mótast af fiskinum. Fiskurinn. Af þeim sex löndum, sem nú eru í efnahagsbandalaginu, eru fimm, sem flytja meira inn af sjávarafurðum, en þau flytja út. Eitt þeirra, Holland, flytur all- miklu meira út en inn. Netto innflutningur þessara sex landa nemur árlega um fimm þúsund millj. króna og gera má ráð fyrir, að England bætist við með annað eins. En um leið bæt ast einnig við Danmörk, Noreg- ur og Portúgal, sem flytja ár- lega út fiskafurðir fyrir nær tíu þúsund milljónir króna, og þannig má gera ráð fyrir ,að efnahagsbandalagið myndi vera sjálfu sér nógt um fiskafurðir. Markaðurinn og kjör okkar. Af því myndi leiða að mark- aðir þessara landa myndu að mestu glatast. t>eir myndu aS vísu ekki lokast, en við mynd- um fá lakara verð, en keppi- nautar okkar, sem svarar ytri tollunum, sem á helztu útflutn- ingsvörum okkar nema 18-20%, og er augljóst að það myndi hafa áhrif á tekjur okkar og lífskjör, sem hlytu að verða lak ari, en í samkeppnislöndum okkar. Það væri mjög alvarlegt áfall fyrir okkur, ef við misst- um þessa markaði, eða kjör okkar á þeim versnuðu mjög, því að á þeim höfum við alltaf selt verulegan hluta af fram- leiðslu okkar. Á árinu 1960 fluttum við til þessara landa helminginn af útflutningi okkar og þessir markaðir eru vaxandi og þeir henta okkur sérstaklega vel og eg vil telja þá okkar beztu markaði. Það er því varla vafi á því, að ef viðskiptatengsl okkar við Vestur-Evrópu rofnuðu eða rýrðust, yrði það mikið áfall fyrir sjávarútveginn og þar með efnahag okkar allan. Fleiri atvinnuvegir. En við höfum fleiri atvinnu- greinar að hugsa um en sjávar- útveginn einan og því verður varla neitað, að aðild að við- skiptabandalagi í Vestur-Ev- rópu yrði öðrum atvinnuvegum okkar tæplega eins hagstæð og sjávarútveginum. Þó þarf í því sambandi að taka tillit til ýmsra atriða,, bæði jákvæðra og nei- kvæðra, sem hér er ekki rúm til að rekja. Ennfremur ber þess að geta, að því fer fjarri að vanda- mál atvinnuveganna, með til- liti til markaðsbandalags séu enn nægilega athuguð. En það er spá mín, að niðurstaða slíkra athugana, þegar þær liggja Ijóst fyrir, yrði á þann veg, að at- vinnuvegir okkar myndu yfir- leitt hagnast á fríverzlun, þó að undanþágur og fyrirvarar séu að sjálfsögðu nauðsynlegir til verndar einstökum greinum Helgi Bergs. auk hæfilegs aðlögunartímabils. Það, sem er atvinnuvegunum hagstætt, er einnig hagstætt þjóðinni í heild, ekki sízt í þessu tilfelli, þar sem fríverzlun er jafnan fyrst og fremst hags- munamál hinum almennu neyt- anda, því að hún tryggir hon- um, að hann á jafnan kost á þeirri vöru, sem er ódýrust og bezt. Allt með gát. Eg hef nú bollalagt um að- stöðu okkar til fríverzlunar og tollabandalags og niðurstöður SÍÐARI GREIN mínar hafa verið á þann veg, að menn kunna að halda að eg vilji flana beint inn í Efnahagsbanda lagið. Svo er þó ekki. Efnahags- bandalagið byggir á Rómar- sáttmálanum, sem áður er lýst, og felur í sér margt fleira en tollabandalag og fríverzlun. Fyrir mér ræður það úrslitum, að samningurinn felur í sér ákvæði eins og þau, að algert frelsi skuli ríkja til flutninga vinnuaafls og fjármagns milli aðildarríkjanna, algert frelsi þegna aðildarríkjanna til at- vinnureksturs í löndum og land helgi hinna og að aðildarríkin skuli afsala veigamiklum þátt- um löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds í hendur sameiginlegra stofnana. Það liggur í hlutarins eðli, að slíkan samning getur fámenn þjóð í lítið numdu landi ekki gert við fjölmennar og fjár- sterkar þjóðir, sem skortir bæði jarðnæði og ónumdar náttúru- auðlindir. Til eru leiðir. En er þá engin von til þess, að við getum notið góðs af þeirri viðskiptasamvinnu, sem stofnað er til án þess að takast á hendur þessar skuldbindingar? Sem betur fer virðast slíkar leiðir vera til, þó að enn sé ekki að fullu ljóst, hvaða form þær kunni að fá. Á það ber í fyrsta lagi að benda, að vitað er, að Englendingar, og þó sérstak- lega Danir og Norðmenn, eiga erfitt með að sætta sig við mörg ákvæði Rómarsáttmálans og munu leitast við að fá á honum breytingar eða undanþágur í veigamiklum atriðum. Norski þjóðbankastjórinn, sem hér var í haust, sagði í fyrirlestri, er hann flutti í Háskólanum, að það gæti ráðið úrslitum um að- ild Noregs að bandalaginu, hvort noi-sk yfirvöld gætu hald- ið áfram að hafa óskoruð umráð • f yfir erlendri fjárfestingu í land- inu. Danir óttast . . . Vitað er að Dönum stendur mikill stuggur af ákvæðum um frjálsa fjármagnsflutninga, sem þeir óttast að leiði til þess, að Þjóðverjar kaupi upp lönd á Jótlandi í stórum stíl. Þannig kann það að fara að skuldbind- ingar Rómarsáttmálans liti öðru vísi út, þegar þessar þjóðir hafa samið, en hvort það nægir til þess, að gera sáttmálann að- gengilegan fyrir okkur, er svo annað mál. Tengsl án skuldbindingar. Þá ber einnig að minna á ákvæði Rómarsáttmálans um aukaaðild eða tengsl, sem ein- mitt gera ráð fyrir því, að bandalagið geri sérsamninga við þau lönd í Evrópu, sem vilja tengja viðskipti sín bandalag- inu án þess að treystast til að takast á hendur þær skuld- bindingar, sem aðild að Rómar- sáttmálanum hefur í för með sér. Slíkir samningar geta m. a. verið um tollabandalag og frí- verzlun og um fjárfestingárað- stoð og raunar hvað sem er. Einn samningur af því tagi hef- ur þegar verið gerður. Það er við Griikkland. í honum fá Grikkir á hagstæðan hátt aðild að - friverzluninni. Einnig fá þeir verulega fjárfestingarað- stóð.og.t'ryggingar fyrir sölu á ýmsum þýðingarmiklum út- flutningsafurðum sínum í bandalagsríkjunum. Þeir eiga enga aðaild að stofnunum bandalaésins. Hins vegar hefur gríski samningurinn einnig .að geyma ákvæði, sem við íslend- ingar getum ekki sætt okkur við, og er þá fyrst og fremst að geta þess, að bandalagsþjóðirh- ar fá atvinnuréttindi í Grikk- landi eftir 12 ár. Þannig getur gríski samningurinn ekki orðið fyrirmynd fyrir bkkur íslend- inga í einu og öllu, en hann er hins vegar gott dæmi þess, að bandalagið hefur nokkuð frjáls- ar hendur til þess að mæta þörfum hinna einstöku ríkja. Að öllu þessu athuguðu tel eg mjög ósennilegt, að okkur þurfi að mistakast að ná þeim samn- ingum, sem komið gætu í veg fyrir það ólán, að við yrðum utangarðs í viðskiptasamvinnu Vestur-Evrópulandanna, ef rétt er á málum haldið. BERNHARÐ STEFÁNSSON: ENDURMINNINGAR Iivöldvö k u ú tgdfa n 1961. Prent'verk Odds Bjdrnssonar h.f. ÞEGAR ég var ungur, var bezta . skemmtun mín að lá að iara út á sand og reika urn fjörurnar. Hvítar öldur, sem risu og hnigu úr' bl.áu djúpi, báru margan góð- an grip að landi, sem gaman var að iittna og eiga. Langt. er nú síðan, að ég hefi gengið á ævintýraslóðir rekans. En stundum reika ég að gluggum bókabúðanna, og þeir minna mig furffuiiiikið á fjöruna mína göihluy einkum í skammdeginu. HUGDETTA Á HOLAFJALLI. SÁ SEM HEFUR augun opin fyrir þeim myndum sem birtast, er hann í góðu veðri stendur á fjallstindi, sem skapar víðan sjóndeildarhring, verður að við urkenna að þær taka fram öll- um þeim flatlendismyndum sem áður hafa þrengt sér inn í hug- ann. Útsýni af fjallstindi getur verið hrífandi og lyft einstakl- ingnum upp úr hversdagsleik- anum, og gefið honum yfirlit um hvers guð og menn eru megnugir, þegar samvinnan er eins og bezt verður á kosið og menn vinna að því að fegra og bæta umhverfið án þess að raska því sérkennilega. Eitthvað þessu líkt kom mér til hugar, er eg var staddur á Hólafjalli síðdegisstund á liðnu sumri og leit yfir sveitina. — Margir telja Eyjafjörð fegurstu og beztu sveit landsins, og þó um það megi lengi deila, þá mun vakna ósjálfrátt sú spurn- ing hjá þeim sem þarna er staddur á sólríkum sumardegi: Hef eg séð þá mynd sem tekur þessari fram? Hver og einn verður að svara þessu sjálfur. Vegur sá, sem nú er unnið að frá Þormóðsstöðum upp fjallið, er nokkuð brattur, en þó hvergi brattari en leyft er á þjóðvegum landsins, fyrr en kemur að efstu brekkunni, og þó má vera að hægt sé að lag- færa hana, svo að hún vaxi mönnum ekki í augum, og frá- leitt að nókkur telji það eftir sér að ganga þennan síðasta spöl til þess að;;geta.. notið; úfaío sýpisins,- -þó • :að. hinrr sami- ef ftilm viU efist.um.getu.sína og þílsins y sameiginlgga......... Það hafa nú fleiri-en Satáh farið upp á -hátt.fjalþ er ságt að. karl .efnnJrafi tautað .undir stól- ræðu. Það verður einnig að viðurkennast, að það eru fleiri fjöll en Hólafjall, sem eru eins og sköpuð til að nota sem sjón- arhól, en því minnist eg á það, að þar er unnið að vegagerð í sumar inn á hálendið, fyrst og fremst að Laugarfelli, þar sem ferðamannaskáli Ferðafélags Akureyrar stendur. Þegar að Laugarfelli kemur eru opnar leiðir tU fleiri átta jafnvel upp að jöklum, svo að skíðagarpar gætu stundað þar íþrótt sína yfir hásumarið án mikillar fyrirhafnar, og einnig hin gamla Sprengisandsleið, sem sennlega verður mest farna hálendisleið íslands f .framtíð- inni, þegar .búið er að brúa Köldukvísl og Tungnaá, eða þá ef þær eru sniögengnar. og farið vestur yfir Þjórsá, sem vel gæti komið til mála, eins og farið var á hestum fyrr á tímum, en sennilega er ekki búið að rannsaka til.fulls hvor leiðin er heppilegri..... . Nú er mikið talað um áð gera fsland að ferðamannalandi og fá þannig hinn dýrmæta gjaldeyri, sem stöðugt verður eftirsóttari eftir því sem okkar .verður ómerkilegri. En hvað á að gera til þess að ferðamaðurinn, sem kom í s-umar, komi' aftur næsta sumar, •ogvþá ekki einn; heldur kunn- ■ ingjar háns ;með- hónum? Þess- ari spurhlhgú haf a margir -svaráð 'ó'g bérit á ýmsar leiðir, -þar á' meðal að sýná beri ferða- manninum- skógá og gróðursæl- ustu bletti landsins, og er það sjálfsagt, en eg segi: Gefið hon- um líka kost á að ferðast um öræfin, ganga á jöklana, sjá jökulfljótin og annað það, sem ósnortin náttúran hefur að bjóða, og það er ekki nauðsyn- legt að gististaðurinn sé fínt fjallahótel heldur hreinn og vel um genginn ferðamannaskáli, og jafnvel gott tjald, sé ferða- lagið allt af fyrirhyggju gert. Það mun vera svo að meiri hluti allra sumarferðamanna er ekki að leita að hliðstæðu við sitt vanalega umhverfi heldur and- stæðu, einhverju nýju, jafnvel erfiðleikum til að sigrast á, og þar hefur fslárid óteljandi möguleika upp á að bjóða. Þetta og margt fleira dettur mér-í hug þeása síðsumardags- stund er eg- stend á Hólafjalli og sé að hafizt er handa um að gera akfæra leið yfir hálendið milli Norður- og Suðurlands. Þó að'eftir sé að sígrast á ýms- um erfiðleikum í sambandi við þessa leið, þá er það efalaust hægt, og þá um leið hefur enn eitt tækifæri skapazt til þess að ferðamaðurinn, hver sem hann er, geti fengið enn betri heild- armynd af íslandi. Þ. H. KALKI BRAUÐIÐ 5 •iiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii i ii ii ■■i■■1111 ■ i 1111 ■ ■ ■ 11 ■ 11111 FRÁ FRÉTTASTOFU NTB (Norsku fréttastofunni) berst sú fregn að talið sé, að kalk í brauð-mjölið muni stuðla að því að minnka áhrif Strontíum 90. Kalk var notað í brauð í Noregi á ófriðarárunum til að auka kalkmagn líffæranna, og eru til birgðir af því frá stríðs- árunum. Með því að blanda kalíum í gróðurmoldina minnkar magnið af geislavirkum efnum, sem borizt hafa í jarðveginn. Er hugsað um þessi mál hér? □ PÁLL ZÓPHÓNIASSON varð 75 ára þ. 18. þ. m. Af nú- lifandi leiðbeinendum í landbún aðarmálum er víst enginn kunnari öllum landslýð en hann. Veldur því bæði löng starfsævi, meira en 50 ár, fjöl- þætt viðfangsefni og síðast en ekki sízt sérstæðir hæfileikar. Eg kynntist Páli fyrst fyrir 46 árum, þegar eg kom á bænda- skólann á Hvanneyri tvítugur að aldri. Þá var Páll ennþá ungur maður, ekki þrítugur, en Flóðalda jólabókanna l/er þessa dagana margt að landi. Misjafnt er það, Margt sprekið er leyskið, margt kellið kvistótt og mörg skel in sprungin. En kjörviðir koma líka aff landi, og einn þeirra rak 'á fjöruna mfna í gær: Endurminn ingar Bernharðs Stefdnssonar. Eg .lás þ'air 'í 'einuni áfahga, svo gam- an þótti niér að þeiin. Bernhmð Stefánsson á heldur ekki að skorta söguefni. Hann er alinn upp á ættarslóðum lista- skáldsins góða, þar sem háir hólar og himingnæíandi drangar endur- varpa enn bergmáli liðinna alda í hug hrifnæmrar æsku. Stórbrot- in tign og dreymandi friður þessa djúpa dals lilýtur næstum því að skapa góða Islendinga, sem unna sögu landsins og tungu þjóðarinn- ar. Það er vissulega engin tilviljun, að þarna starfaði ungmennafélag- ið, sem þegar 1907 stóð eitt slíkra félaga í islenzkum sveitum að stolnun Santbands íslenzkra ung- mennafélaga, ásamt íélögunum i Reykjavík og á Akureyri. Mætti þó ætla, að víða hefði íslenzk æska átt auðveldara um þróttmik-1 il samtök en í strjálbýlinu í Öxna- og Hörgárdal. Bernharð hóf ungur að starfa að félags- og þjóðmálum, og lík- Iega eiga mjög fáir íslendingar fleiri spor á þeim slóðum en liann. Það fer því að vonum, að hann hefir frá mörgu og mörgum að segja. Persónulega þekkir hann flesta, ef ekki alla, þá, er nokkurs liefir gætt í opinberum málum hér á landi síðustu ljóra áratug- ina. Eg neita því ekki, að mér lék hugur á að vita, hve langt liann mundi hætta sér út á Jjær hálu slóðir, sem persónulýsingar sam- tíðarmanna hljóta alltaf að vera. Víst hefði ég kosið þær fleiri og meiri, en þó liygg ég, að fáir ís- lenzkir stjórnmálamenn hat'i enn farið þar lengra í minningum sín- um. Ég þekki ekki nema fáa þess- ara manna að nokkru ráði og er því ekki dómbær um umsögn höf- undar um Jrá. Hitt er víst, að hún er hófsöm og virðuleg. Samherjar hans eru ekki óskeikul ofurmenni og andstæðingarnir ckki var- menni og flón. Kostir og lestir eru ekki sýndir í kastljósi stundar- áhrifa, en koma fram í dagsbirtu látlausrar frásagnar. Einmitt þetta er aðall bókar- innar. Hún er látlaus og lumar ekki á drýgindum eða yfirlæti. Hún er rituð á góðu, íslenzku al- Jiýðumáli og engar tilraunir gerð- ar til skáldskapar — eða stíl- bragða. Höfundur kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur, í heimaunnum, eyfirzkum bænda- búningi, — og sá búningur fer honum vel. Skemmtilegur glettn- isglömpum bregður fyrir, en aldr- ei eru þeir meinfýsiiir, og engan liygg ég [reir geti sært. Langur tími mun Hða áður en leiftur- myndin úr sölum Alþingis, Jring- rofsdaginn fræga 1931, máist og gleymist. Bókin er prýdd mörgum mynd- um og útgáfan smekkleg og til hennar vandað af hálfu útgefanda og prentsmiðju. Höfundur segir í formála, að ekki hafi hann fengizt við rit- störf fyrr, og ekki sé mikils að vænta, ef á Jrcim sé byrjað á átt- ræðisaldri. Ekki veit ég, hvernig Bernharð liefði skrifað fyrir Jrrjá- tíu árum, en nú Jrykir mér liann skrifa vel. Bókin nær til lýðveldisstofnun- arinnar 1914, og nú vinnur höf- undur að f'ramhaldi minning- anna. Ég hlakka til Jiess, því að auðvitað á Jrað að koma út lyrir önnur jól, að höfundi heilum og hrcssum, en ekki fyrst eftir Jrrjá- tíu ár, eins og hann segir i loka- orðum. Brynjólfur Sveinsson. JENNA og HREIÐAR STEFÁNSSON: VASKIR VINIR Bókaforlag Odds Bjönrssonar. SUMIR halda, að Jjað sé vandalít- ið að skrifa bækur fyrir börn, og hinir vísu forsjármenn allra lista telja jtá iðju varla verðlauna verða — nema svo sem til liálfs á við hin árlegu framleiðslustörf rithöfundanna ágætu, sem skrifa fyrir okkur, hina fullorðnu og trénuðu. Ríkisútvarpið greiðir t. d. lægra verð fyrir það, sem gert er fyrir börnin en hina fullorðnu, og er það nokkur vísbending. En það er enginri vandi að skrifa leiðinlegar og listsnauðar bækur handa börnum. Þetta hef- ur ýriísum tekizt, og liefur þó hvorki skort í þeim prédikanir um gott siðferði né glöggar leið- beiningar urn veginn, sem fara skal um hina syridum spilltu ver- öld. En börnin finna hvort að þeim snýr lófi eða handarbak. Þeim leiðist. „pípið". Þau vilja lesa eðlilegar og íjörlegar frásagn ir, lausar við væmni og prédikan- ir. Því er bókum Jennu og Hreið- ars tckið tveim höndum. Þær eru bókstaflega lesnar upp til agna, ef svo má að orði kveða. Jenna og Hreiðar eru rnikil- virkustu höfundar barnabóka hér (Framhald á bls. 7) þó búinn að vera kennari við skólann í sex ár. Eg hef síðan haft kynni af Páli í ýmsum öðr- um stöðum og .við ýmis önnur störf, en eg held mér verði minningin um Pál sem kennara alltaf Ijúfust. Páll hafði sér- staka hæfileika til þess að sam- lagast nemendum sínum, hann gat jöfnum höndum tekið þátt í raunum þeirra og gleði, starfi og leik, og hæfileikar hans til þess að gera nemendum ljóst námsefnið og gera þeirn það minnisstætt voru óbrigðulir. Þess vegna kunnu allir það vel, sem Páll kenndi og tóku gott próf hjá Páli Zóph., ef þeir annars gátu nokkuð lært. Allir kennarar mínir á Hvanneyri voru ágætis menn, en það gat þó brugðið nokkuð til beggja átta, hvernig nemendum féll við þó, nema Pál Zóphoníasson. Oll um þótti vænt um hann og gilti Jjað jafnt um þá yngri og hrif- næmari og hina, sem voru sum- ir snöggtum eldri en kennarinn og því sæmilega veraldarvanir. Síðan Póll var kennari á Hvanneyri hefur hann gegnt mörgum störfum í þágu íslenzks landbúnaðar, verið skólastjóri á Hólum í átta ár, ráðunautur Bf. ísl. í nautgriparækt og síðar einnig í sauðfjárrækt um langt skeið og loks búnaðarmálastjóri í forföllum Steingríms Stein- þórssonar meðan hann var for- sætisráðherra. í þessum margháttuðu við- fangsefnum Páls, hef eg ekki haft eins náin kynni af honum, eins og þegar hann var kennari minn, en þó næg til þess að eg veit það, sem alþjóð reyndar veit, að Páll hefur rækt öll þessi störf af framúrskarandi sam- vizkusemi, áhuga og lagni. Hef- ur hann þar notið í ríkum mæli þess sérstæða hæfileika síns að geta jafnan sett sig inn í aðstæð ur og hugsunarhátt þeirra, sem hann í hvert skipti átti sam- skipti við, geta orðið sem einn af þeim og geta látið mönnum þykja vænt um sig. Einkum mun þessi hæfileiki Páls hafa notið sín vel í sam- starfi við bændur, meðan hann starfaði sem ráðunautur í tveim ur megingreinum búfjárrækt- arinnar. Þessar starfsgreinar mótaði hann að verulegu leyti, náði í starfi sínu miklum ár- angri og var ekki örgrannt um, að honum væru eignaðir yfir- náttúrlegir hæfileikar við að sjá út kynbótagripi. Ætla eg, að ■bændur um allt land kunni margar sögur um slíkt. Mun þar hafa farið saman glöggt auga og góð þekking á erfðum og ætt- um og ef til vill líka innsýn, sem öllum er ekki gefin. Hver veit. Auk hinna mörgu þýðingar- miklu starfa, sem Páll hefur unnið í þágu landbúnaðarins, hefur hann einnig unnið mikið starf á alþjóðar vettvangi. Setið á Alþ. frá 1934 og fram til síð- ustu kosninga, er harin dró sig í hlé, starfað í mörgum nefnd- um og stjórnum, t. d. í ríkis- skattanefnd, Jjar sem hann starfar enn. Um störf hans á þeim vett- vangi veit eg ekki mikið, en það veit eg þó, að hann hefur alls staðar unnið af sama kappi og áhuga, aldrei verið neinn veifi- skati, heldur jafnan sjálfstæður í hugsun og athöfn og vinsæll af öllum, sem starfað hafa með honum. Enn er ótalið eitt af megin viðfangsefnum Páls í lífinu, og ef til vill það, sem lýsir honum bezt, en það er hjálpsemi hans og óþrotlegur vilji til að greiða götu og leysa vandræði sam- ferðamanna sinna. Ef sá listi væri skráður mundi hann verða ótrúlega langur og það, sem meira er, fyrirgreiðslan tókst oftast nær með ágætum. Kjós- endur Páls á Austurlandi munu þekkja þetta bezt, bæði flokks- menn og andstæðingar. Af framanskráðu má vera ljóst, að Páll hefur verið óvenjulega góðum hæfileikum gæddur. Fjörið mikið, skjót og skörp hugsun og minnið óvenju lega gott. Auk þess er hann gæddur sérstæðum, dulrænum hæfileikmn og hefur tileinkað sér fast mótaða og mjög per- sónulega lífsskoðun. Út í þá sálma skal þó ekki farið lengra hér, en allt ber þetta vott um óvenjulegan persónuleika og heilbrigða, þroskaleitandi sál. Páll er giftur Guðrúnu Hann- esdóttur frá Deildartungu, mik- ilhæfri konu og ágætustu hús- móður. Þau eiga sex uppkomin, mannvænleg og prýðilega mennt börn. Gestrisni þeirra hjóna, Páls og Guðrúnar, er viðbrugðið af öllum er til þekkja. Má eg þar vel um dæma, sem í nær hálfa öld hef gengið þar út og inn á heimili þeirra sem heimamaður væri. Eg óska Páli hjartanlega til hamingju með þessi tímamót í lífi hans, og eg óska þeim hjón- um og börnum þeirra allrar blessunar í framtíðinni og þakka langa og ágæta viðkynn- ingu og einlæga vináttu. Ólafur Jónsson. ASKJA Nú á sporði norðurhvels nötrar storðar liringur. Skyrpir fro'ðu eims og elds Askja Norðlendingur. Haraldur Zóphoníasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.