Dagur - 29.11.1961, Page 8

Dagur - 29.11.1961, Page 8
8 ^itiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiíiiiiiiiiiaiiiitiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia iij I Kveðja frá Ríkarði Jénssyni ( ANNAR bændaklúbbsfundur eyfirzkra bænda á þessum vetri var haldinn aS Hótel KEA mánudaginn 20. nóv. Framsöguerindi flutti Ingi Garðar Sigurðsson ráðunautur og fjallaði það um þrjá þætti sauðfjárræktarinnar. — Vegna þeirra, sem ekki eiga þess kost að sækja bændaklúbbsfundina, skulu nú nokkur atriði úr ræðu frummælenda rakin. Sauðfjárræktarfélögin. Þótt oft sé deilt um sauðfjár- ræktina og árangur hennar, verður ekki deilt um afurða- skýrslurnar í sauðfjárræktarfé- logunum. Þær segja okkur hvort við stöndum í stað eða að okkur miðar fram á leið. Aukavinna er nokkur fyrir bændur í sauðfjárræktarfélög- um, einkum merking lamba og vigtun fjárins, bæði ánna á vetr um og dilkanna að haustinu. En þessi aukavinna og skýrslur eru svo mikils virði, að hún mun borga sig betur en flest annað. Stefna ber að því að hafa gllar ær á skýrslum, hverjum bónda til glöggvunar, bæði á kostum og göllum einstakling- anna og fjárbúsins í heild. Vörugæði. Allir eru sammála um, að nauðsynlegt sé að framleiða góðar sauðfjárafurðir og um það er ekki deilt. En menn deila um; hvað séu góðar vörur. í þessu sambandi má nefna mag- urt kjöt, en það er ekki hið sama og að biðja um kjöt af mögru fé, heldur vöðvabita af holdgóðri skepnu. Horkjötið er bragðvont og á ekkert skylt við það góða bragð, sem íslenzkt dilkakjöt er frægt fyrir. Það fer ekki hjá þvi, að við verðum að rækta fjárstofna með hagstætt hlutfall milli kjöts og beina. Við höfum nú tvo fjárstofna, annan vestfirzkan og hinn þing- eyskan. Vestfirzki stofninn er klofinn í tvær aðalgreinar og er önnur kollótt, tilkomin með blöndun við erlendan fjárstofn (skozkan), og er þetta ræktaðra fé en það hyrnta. Innan um þær eru einhverjar þær bezt byggðu kindur hér á landi. Hyrnti stofninn vestfirzki, eða sú grein hans, er grófgerðari og oft heldur hrikalegur. Þó finn- ast þar vel byggðar kindur inn- an um. Þingeyski stofninn er sá bezt ræktaði hér á landi að byggingu til. En fleira þarf að athuga, svo sem frjósemi, þol og hreysti. Þingeyski stofninn er heldur frjósamari. Árið 1959 fæddust i sauðfjárræktarfél. 164 lömb undan hverjum 100 ám þing- eyskum, en 154 undan jafn- mörgum ám vestfirzkum. í þessu efni er bilið þó að minnka vegna ræktunar. Vest- firzku ærnar eru þróttmeiri og þurfa mun minni umönnun um burðartímann. Þetta er mikils- vert atriði, og sýnir vel, að mjög þarf að vera á verði í kynbóta- starfinu, ekki sízt hvað snertir hreysti fjárins. Um niðurstöður í sauðfjár- ræktarfélögum 1958—1959 er það m. a. að segja, að vestfirzku ærnar gáfu 22,79 kg. kjöt, en þær þingeysku 22,65 kg, og var það í öfugu hlutfalli við lamba- fjöldann. Vestfirzku ærnar munu vera mjólkurær og hraustari einnig. Á þetta reyndi t. d. í 17,-júníhretinu 1959, svo sem menn muna eflaust vel. Nú er ull greidd eftir gæð- um til hvers bónda. Mun það efla áhuga fyrir því að rækta ibetri ull. Litarlaus hár, illlhær- ur og rauðlituð ull er vond vará. Gulflekkótt lömb hafa lé- lega ull. En við ullarmat frá ýmsum stöðum hefur komið í ljós, að ull af vestfirzku fé og þingeysku, flokkast álíka vel. Gulu og litarlausu illhær- unum þarf að útrýma hið fyrsta. Skyldleikarækt. Almennt séð, mun víða um of mikla skyldleikarækt að ræða á sauðfjárbúunum. Féð smækkar og síðar koma fram vanskapaðir einstaklingar. En ekki mega bændur bíða svo lengi með úr- bætur. Þá skal á það bent, að eftir of mikla skyldleikarækt getur náðst mikill árangur með óskyldum hrútum, jafnvel þótt þeir hafi lítið kynbótagildi und- ir öðrum kringumstæðum. Vill- ir þetta menn stundum, en hið sanna kemur þó jafnan fljótlega í Ijós. Þó er girnilegt til fróð- leiks að prófa skyldleikarækt afburða einstaklinga. Ef þeir þola hana, er kynbótagildi þeirra mjög mikið, að öllum jafnaði. Fóðrun. Hér er sauðfé yfirleitt fóðrað til mikilla afurða. Beit er lítil og Úr Svarfaðardal Svarfaðardal 26. nóv. 1961. Tíð- arfarið hér þennan mánuð hef- ur verið heldur óstöðugt og breytilegt. — Um mánaðamótin síðustu kom allmikill snjór, færi þyngdist á vegurn og fé var þá alls staðar tekið á hús. Þennan snjó tók þó alveg aft- ur og varð auð jörð og marþíð. Hiti fór suma dagana upp í 8—10 stig. Jarðýta hóf aftur jarðvinnslu og sumir bændur slepptu þá fé sínu aftur. Því var það víða óvíst, þegar gekk í hríðina nú um miðja vikuna sem leið. Á miðvikudaginn var mikil rigning og síðar krapa- slydda, en snjókoma til fjalla. Var þá fé smalað, og náðist það flest í hús þá um kvöldið og morguninn eftir. Enn vantar þó nokkrar kindur, enda örðugt að leita þessa daga vegna veður- vonzku. Hefur verið norðan stórviðri með mikilli fannkomu síðan á miðvikudagskvöld. Fór að draga úr mesta veðrinu í því er féð mjög fóðurfrekt, jafn vel í góðum vetrum. En vetrareldið þarf að vera innan vissra takmarka. Ofeldi framan af vetri getur minnkað frjósemina, ef því er ekki stillt á réttan tíma. Mikið eldi um miðjan vetur svarar sjaldan kostnaði. Ekki má heldur eyði- leggja dýrt vetrarfóður með vanfóðrun á vorin. Beitarlöndin í Hrafnagilshr., Saurbæjarhr., Svalbarðsströnd, Öngulsstaðahr. og í Svarfaðar- dal eru ekki nóg fyrir fjárfjölg un, nema að bæta þau verulega og taka lömbin á ræktað land 2 —4 vikur fyrir slátrun. Þar sem landléttast er eða þrengst í haga verður árangur af tilkostnaði mjög lítill. Síðar í ræðu sinni gerði ráðunauturinn glögga grein fyr- ir því, hve sauðfjárrækt borgaði sig illa, eins og komið er verð- lagsmálum. Helztu niðurstöður. Hverjum bónda er nauðsyn- legt að halda afurðaskýrslur, bæði yfir bú og einstaklinga. Vetrarfóðrið hér um slóðir er mjög dýrt og því ber að fóðra til hámarksafurða og reyna að fá sem allra mestar afurðir eftir hverja vetrarfóðraða kind. Lé- legir sumaihagar koma sums staðar í veg fyrir góðar afurðir, þótt vetrarfóðrun sé ágæt. Þarf því að bæta hagana, nota ræktað land til beitar eða fækka fénu ella, sagði Ingi Garðar Sig- urðsson í lok ræðu sinnar. Að erindinu loknu hófust um ræður og stóðu þær fram á nótt. Að síðustu er þeirri ábend- ingu kpmið á framfæri, hvort ekki væri hægt að fá fróðan mann um fiskirækt í ám og vötn um til að flytja erindi á bænda- klúbbsfundi. □ gær og nú er bjart veður og 10 stiga frost. — Bílfæri er þungt víðast og ekki fært nema fyrir trukka. Fyrir rúmri viku fundust tvö lcmb á Þverárdal í Skíðadal. Höfðu þau aldrei sézt síðan í vor. Eigandi þeirra var Þór Vil- hjálmsson, Bakka. G. V. Ógnar veður Ófeigsctöðum, 28. nóv. — Hér var ógnarveður, en ekki telj- andi skaðar. Nokkuð vantaði af fé, en flest er fundið, og var lif- andi. Örfáar kindur vantar þó enn. — Mikill snjór er kominn. Mjólkurbílar komast ekki án ýtu. □ Tundurcliifl enn Leifshúsum 26. nóv. Óveðrið gekk niður hér síðdegis á laug- ardag, mest var veðurhæðin fi'á hádegi á fimmtudag til laugar- dagsmorguns. Snjór er ekki mjög mikill hér. — Engin mjólk KNATTSPYRNUMAÐURINN góðkunni, Ríkarður Jónsson frá Akranesi, sem í haust fór utan til að leita sér lækninga á íþróttasjúkrahúsi í Hellessen í Þýzkalandi, er enn í rannsókn. Nýlega skrifaði Marotzky, knattspyrnuþjálfarinn, sem Ak- ureyringar kannast vel við, kunningja sínum hér í bæ bréf, þar sem Ríkarðar er að nokkru getið. Marotzky vai; á kynning- arferð meðal knattspymu- manna fi'á Ghana og kom þá af tilviljun á fyrrnefnt íþrótta- sjúkrahús. Hann kom inn í her- bergi, þar sem Ríkarður lá og varð þar mikill fagnaðarfundur og heyrðist nú töluð þar ís- lenzka í fyrsta sinn. Mun það VARÐBERGSFUNDUR Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ hélt Varðberg, félag áhugamanna um vestræna samvinnu, fund í Varðborg á Akureyri. Ræðu- menn voru Jón Skaftason, Benedikt Gröndal og Matthías Matthiesen. Á eftir töluðu Bernharð Stefánsson, Jón Asp- ar, Jakob Ó. Pétursson og Árni Jónsson og frummælendur tóku aftur til máls. Á undan ræðum var sýnd _ kvikmynd: Ferð um Berlín. var flutt héðan úr sveitinni á föstudag. En á laugardag var brotizt með mjólk. Ferðin til Akureyrar tók 7 klst., en tek- ur venjulega 1—1% klst. Ekki er vitað um tjón af ó- veðrinu hér í sveit. Nokkrar kindur vantar þó enn, en ekki er víst að þær hafi farizt. Enn rak tundurdufl á fjörur hér. Verður það væntanlega gert óvirkt við fyrstu hentug- leika. Rafmagn er nú skammtað. S. V. Bryggja brotnar Árskógsströnd. Á Litla-Ár- skógssandi lyfti flóðaldan og brimið trébryggju, allstórri, í heilu lagi og bar hana upp í fjöru, en braut hana þar. Bátar voru ekki á legunni. En trillur voru á kambinum og gekk sjór þar yfir og skellti þeim niður. Tveir skúrar brotnuðu og sjáv- armöl gekk inn í þá. Á Hauga- nesi gróf sjórinn undan fiski- hafa verið Ríkarði óblandin ánægja. Marotzky heldur áfram og segir: Daginn eftir fór eg aftur í heimsókn til íslendingsins ásamt nokkrum knattspyrnu- mönnurn, sem eg er að æfa núna, til að kynna hinn fyrr- verandi fyrirliða íslenzka lands liðsins og til að færa honum smágjöf. Að heimsókn lokinni bað Ríkarður fyrir kveðju til vina sinna og ekki sízt til vina sinna á Akureyri. Um batahorfur er enn ekki hægt að segja neitt með vissu en allt verður gert, sem hægt er að gera fyrir hann þar ytra. □ Hafnargarður sprakk Hofsósi. Hafnargarðurinn sprakk töluvert, en hann var lengdur fyrir tveim árum. Bæði er hann sprunginn um þau sam skeyti og t vær sprungur aðrar í nýja partinum. Hafnargarður- inn hefur sigið lítils háttar að framan og mun tæpast þola annað eins brim aftur. Á Lónlcotsmöl í Sléttuhlíð tók brimið gamlar sjóbúðir og fór með eina í heilu lagi upp í vatnið fyrir ofan, en braut aðrar og skolaði þeim sömu leið í pörtum. Þarna hafa sjóbúðirnar staðið á aðra öld og ekki minn- ast menn þess að þær hafi fyrr orðið fyrir slíku brimi. BÆNDAFUNDUR ALMENNUR bændafundur uin verðlagsmálin verður haldinn að Hótel KEA n.k. mánudag. — Búnaðarsamtökin í héraðinu standa fyrir fundinum og fellur bændaklúbbsfundurinn niður það kvötd. skúr, en báta sakaði ekki þar. Enn vantar nokkrar kindur á yztu bæjum Árskógsstrandar, en verið er að leita þeirra í dag. Níu fimdust lifandi Laugum, 28. nóv. — Á Fljóts- bakka hafa 7 kindur fundizt dauðar í fönn. í Fram-Reykjad. fundust 9 kindur lifandi í fönn, á þeim stað sem 40 kindur fenntu til dauða í nóvember 1959. Ekki er með fullri vissu vitað um fjárskaða, því að enn er leitað að því fé, sem vant- aði. □ Veginn tók af Haganesvík. Við brúna við Hópsvatns tók veginn af á 3— 400 m. kafla og gekk sjórinn upp í vatnið. Einnig gekk sjór yfir malarkambinn nálægt kaup félagshúsinu. Einn bátur skemmdist. Bryggjan sé eitt- hvað niðui', en óvíst hvað skemmdirnar eru miklar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.