Dagur - 09.12.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1961, Blaðsíða 4
4 ................... Daguk „Feginsliljóð í manngreyinu“ EINU SINNI skipaði útvegsbóndi hús- körlum sínum að fara í róður á fari, sem ekki var talið sjóhæft. Svo heppilega vildi til, að húskarlarnir hrepptu gott veður og komust lífs að landi. Einn þeirra sagði þannig frá: „Bóndi stóð í fjörunni þegar við lent- um. Það var feginshljóð í manngreyinu, því að hann hafði orðið smeykur um okkur. Við það vildi liann samt ekki kannast, en sneri feginleikanum upp í mont yfir bátnum, sem hann lét síðan gera við, svo að segja siníða upp, áður en hann var bleyttur á ný.“ Blöð stjórnarflokkanna hafa raunveru- Iega verið mjög hrædd við stefnu ríkis- stjórnarinnar, enda er hún skip, sem aldrei hefði átt að sjá sjó. Blöðin masa samt mikið um, að stjórnaraðgerðirnar liafi engan drepið — og telja það vott þess, að þær hafi reynzt vel. Þau segja frá því, að víða hafi fiskafli verið góður og atvinna þess vegna mikil. Sauðfé hafi sums staðar verið með vænna móti í haust. Og að enn finnist dæmi þess að verið sé að byggja yfir fólk og fénað. Það er „feginshljóð" í þessum blöðum, eins og „manngreyinu“, sem beið smeyk ur eftir ósjófæra bátnum sínum. Og út frá þessum veiku forsendum fara þau svo að hæla efnahagsaðgerðimum eins og bóndinn bátnum. Góða veðrið bjargaði húskörlunum. Fiskisældin á bátamiðunum, fengm með stækkun landhelginnar áður, hverf- ur ekki, þó að illa séu setnir stjórnarstól- arnir. Grös halda áfram að dafna í góðu veðurfari og búfé að safna holdum af jarðargróðanum. Sá framfarahugur og sú grózka, sem komin var í athafnalíf þjóð- arinnar, bugast ekki á 2—3 stjórnglapa- árum. Samvinnufélögin gugna ekki fyrir mótblæstri núverandi ríkisstjórnar, þótt hann sé kaldur í þeirra garð og valdi erfiðleikum. Efnahagsaðgerðirnar eru eigi að síður hið hættulegasta skip. Af þeirra völdum hefur þjóðin tapað miklum tækifærum. Aður en meira er róið ætti stjórnin að sjá að sér, fara að dænii hóndans og láta gera við skipið og smíða það upp: Lækka okurvextina, draga úr lánsfjárkrepp- unni, gera lausaskuldalán bændanna sambærileg við lausaskuldalán sjáv- arútvegsins, lækka tolla á búvélum til samræmis við tolla á bátavélum, og stofna yfirleitt til jafnræðis en ekki að hinu gagnstæða. Stjórnin ætti líka að biðja afsökunar á gengis- fellingunni sl. sumar og reyna að bæta fyrir hana. Blöð ríkisstjórnarinnar ættu að hvetja hana til þess að gera við bát- inn, í stað þess að þau nú stikla kvíð- andi í f jörunni með yfirskinsmasi. Gengisfellingin var hið mesta feigðar- flan, sem stjómarflokkaruir eru hættir að reyna að verja, svo gjörsamlega rök- þrota eru þeir. Sá ágóði, sem koma átti útgerðinni til hagnaðar vegna gengisfell- ingarinnar, rann ekki þangað. Hins vegar varð útvegurinn að taka á sig aukinn kostnað vegna hækkunar á öllum erlend- um rekstursvörum, sem af gengisfelling- unni leiddi og stendur uppi enn verr staddur en áður. Hinar opinberu þrengingar, bæði sjáv- arútvegsins og landbúnaðarins, eru svo miklar orðnar, beinlínis vegna „viðreisn- arinnar“, að báðir þessir 'liöfuðatvinnu- vegir eru koimiir á „kreppulánastig“. V__________________________________/ - Byggðasafn Norðurlands (Framhald af bls. 1) nr. 44 til og með nr. 62 a. m. k. Hindra þarf nýbyggingar á þessu svæði. Ennfremur þarf stjórn byggðasafnsins að ú'yggja sér hæðadrög vestan húsanna og ofan við þau, báð- um megin Skammagils, fyrir sunnan kirkjugarðinn og fram að Naustavegi. En rýming svæðisins er líka heimtufrek. Fjarlægja þarf húsið nr. 54 til að bjarga Nonna húsinu, einr.ig skúrinn milli nr. 54 og 52. Næst þarf að fjarlægja nr. 52, 50 og 46, en má gera síðar. Aðalinngangur. Aðalinngangur safnsins yrði á gamla kirkjugarðsstæðinu, þar sem setja þarf upp fallega smíða járnsgirðingu, með opið og vítt sjónarsvið inn að miðbiki safn- svæðisins. Staðsettar yrðu á lóðareignum nr. 62—66 bygg- ingasögulegar menjar úr sjáv- arsveitum. Sveitabær og kirkja yrðu staðsett á gilsbakka Skamma- gils. Þar yrði að vera aukahlið frá Naustavegi. Bilastæði yrði hins vegar við Aðalstræti, enda yrði mest um- ferð þar. Veitingaskáli er fyrirhugaður við aðalinngang. Þar færi fram sala aðgöngmiða og minja- gripa o. fl. Þar ætti að staðsetja Nonnastyttu. Kirkjuhvoll yrði hagkvæmt hús til sýningar safnmuna, geymslu og margs konar vinnu í þágu safnsins. Einstök hús. Nonnahús ber að varðveita, vegna tengsla við séra Jón Sveinsson, auk menningarsögu- legs gildis að öðru leyti og út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Aðalsræti 52 þarf að varð- veita sökum umhverfisins og breyta í upphaflegt útlit. Aðalstræti 46 er réttast að láta vera, en bakhúsið þarf að fjarlægja og einnig bakbygg- ingu við nr. 50. Aðalstræti 44 þarf að endur- skapa að ytra útliti. Aðalstræti 66 er gamalt verkstæði, er þarf að breytast í sína upphaflegu mynd. Laxdalshús þarf að taka í safnið, sömuleiðis svonefnt Álasundshús, en það var á sín- um tíma gjöf til AkureyraAiæj- ar eftir stórbruna, en Laxdals- hús kynnir sögulegt tímabil ein okunarverzlunarinnar. Aðal- stræti 44 er elzta veitingahús Akureyrar og æskilegt að flytja það að aðalinnganginum. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði úr álitsgerð hins norska sérfræðings. En hún er löng og ítarleg — og raunar hin merkilegasta aflestrar. En þótt hér sé stikað á stóru, gefur það hugmynd um miklar ráða- gerðir, sem vel þarf að athuga, og ’ hér verða eflaust til um- ræðu öðru hverju, eftir því, sem ástæða þykir til. Það er viissulega gaman að stórum hugmyndum og þær fæðast of fáar. En hugmyndin um byggðasafn á Akureyri er þó ein í þeim hópi og auðvitað verður það á valdi fólksins í bæ og héraði að blása lífsanda í nasir henni, eigi henni að end- ast líf til vaxtar. □ - Samvinnutryggingar (Framhald af bls. 1) trygginga ákvað stjórn félagsins að heiðra þá bifreiðastjóra sér- staklega, seni ekið hafa án þcss að hafa valdið tjóni í 10 ár sam- fleytt. Er þetta verðlaunapening- ur ásamt ársiðgjaldi af ábyrgða- tryggingu fyrir tryggingarárið sem liefst 1. maí næstkomandi. Urn 361 bifreiðastjóri hlýtur jressi vcrð laun og eru 37 þeirra í Reykjavík en hinir úti á landi. Samvinnutryggingar hafa ákveð ið að efna til funda úti um land í tilefni af veitingu þessara verð- launapeninga og auk þess var efnt til cins fundar á Hótel Borg í gær kvöldi, Jrar sem verðlaunapening- ar í Reykjavík voru afhentir. Á Jiessum íuudum, sem verða um 44 talsins verður sýnd hiu nýja umferðakvikmynd Félags ís- len/kra bifreiðaeigenda. og má margt af henni læra einkum í sam bandi við akstur í hálku. Vátryggingadeild KEA. Um 1500 bílar eru skrásettir á Akureyri, þar af eru 882 bif- reiðar try.ggðar hjá Vátrygging- ardeild KEA. Auk þess 78 mó- torhjól og skellinöðrur og 67 þingeyskir bílar. Ennfremur 260 dráttarvélar. Samvinnutryggingar hafa því sigrað mjög glæsilega hér um slóðir í þeirri samkeppni, sem tryggingafélög landsins heyja sín á milli. En auk þess, sem Samvinnu- tryggingar falla fólki í geð, sjálfra þeirra vegna og þeirra ákvæða, sem þær hafa fram yfir önnur tryggingafélög, eða höfðu forgöngu um að innleiða, hefur V átryggingadeild KEA notið þess að hafa úrvalsmanni á að skipa. Sá maður er Jóhann Kröyer, og hefur hann veitt deildinni forstöðu í nær 14 ér við einstakt traust og vin- sældir. □ ÚR BÆ OG BYGGÐ Aðaldeild: Fundur í kapellunni kl. 8.30 e. h. þriðjudag 12. des. Stjórnin. KFUM og KFUK. — Fundur fyrir æskufólk í Zíon í kvöld, laugardag. Helga Baehmann kristniboði verður á fundinum. Um lokun sölubúða. Lesend- ur eru beðnir að athuga aug- lýsingu um lokun sölubúða, sem birt er á öðrum stað. KAFFI- OG MATARSTELL margar skreytingar VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD RAF S.F. GEISLAGÖTU 12 NÝTT! - NÝTT! LAMPAR og LJÓSAKRÓNUR beint frá Þýzkalandi tekið ujjp næstu daga. PELIKAN STRAUJÁRNIN dönsku, fyrir vinstri og hægri hendi. MISLITAR PERUR til útiskreytinga. Margar gerðir af JÓLALJÓSASERÍUM 5 gerðir af transistor FERÐATÆKJUM, þar af ein með miðun fyrir báta. Komið í RAF S.F. GEISLAGÖTU 12 og athugið vörunrar. r Ymsar PLASTVÖRU frá Þýzkalandi. VÉLA- OG r r BUSAHALDADEILD Skrautglervörui Pólskur krystal] Pyrex gler sem þolir liita VÉLA- 06 BÚSÁHALDADEILD DISKARogBOLLi frá Finnlandi. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Sölubúöir vorar, verða í desemberinánuði lokaðar sem liér segi: Laugardagur 9. des., lokað kl. 4 e. h. Laugardagur 16. des., lokað kl. 6 e. h. Eimmtudagur 21. des., lokað kl. 10 e. h. Laugardagur 23. des., lokað kl. 12 e. 4i. Alla aðra daga verður lokað kl. 6 e. h. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Akureyringar! - Nærsveitamenn! I dag verður opnaður í Ásgarði, Hafnarstræti 88, BÓKAHÁRKAÐU R Máls og menningar og Heimskringlu Opinn alla daga frá kl. 1. MÖRG HUNDRUÐ IÍÓKATITLAR, flestir ófáanlegir í bókabúðum. Verðið er ótrúlega lágt. Sparið peninga í dýrtíðinn RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON. Auglýsingahandrit þurfa að berast fyrir kl. daginn fyrir útkomudag blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.