Dagur - 16.12.1961, Page 4

Dagur - 16.12.1961, Page 4
4 -------------------------------------—>■> Sjónvarpið í Keflavík EINS OG FRÁ hefur verið sagt, gáfu ís- lenzk stjórnarvöld bandaríska varnar- Iiðinu í Keflavík Ieyfi til að endurbyggja sjónvarpsstöð sína og ntargfalda orku hermannasjónvarpsins. Nú þegar eru all margir sjónvarpsnotendur í Reykjavík, en með stækkun sjónvarpssöðvarinnar, myndi hið erlenda sjónvarp ná til mikils hluta þjóðarinnar, eins og búsetu manna er háttað hér á landi. Guðm. í. Guðmundsson ráðherra gaf leyfið út, og hcfur það að vonum sætt harðri gagnrýni almennings og úr öllum stjórnmálaflokkum. Þótt sjónvarp sé menningartæki í sjálfu sér og ekkert kemislu- eða fréttatæki komist til jafns við bað, er á það að líta, að aldrei hefur verið fundið upp annað eins áróðurstæki. Hermannasjónvarp og hvert annað er- len sjónvarp hér á landi er hættulegl, svo að ekki sé meira sagt, og alveg furðulcgt að nokkur ráðherra skuli láta hafa sig til þess að gera svo flausturslegar ákvarð- anir og vanhugsaðar, sem leyfi til stækk- unar á hermannasjónvarpi liér á landi vissulega cr. Engin þjóð á að una því, að erlendir aðilar sjái um þann þátt uppeldis æsk- unnar, sem felst í rekstri sjónvarps og útvarps. Sennnilegt er, að íslendingar verði brátt færir um að eignast sína eigin sjón- varpsstöð, eins og útvarpsstöð nú, og verður bá á valdi þjóðarinnar sjáfrar, hversu með er farið. Mætti þá ætla, að önnur sjónarmið réðu rekstri slíkrar stöðvar, en nú ríkja í sambandi við her- mannaútvarpið í Keflavík. Með þessu er engan veginn sagt, að Bandaríkjamenn séu öðrum skaðlegri í þessu efni. En það er til of míkils ætlast að þar ráði íslenzk sjónarmið. Framsóknarmenn hafa gert kröfu til þess á Alþingi, að gera fullnægjandi ráð- stafanir til að koma í veg fyrir stækkun sjónvarpsstöðvarinnar. Að ríkt sé eftir því gengið, ,að reglum frá 1954 um sjón- varpsleyfi sé fullnægt. Ennfremur Icggja Framsóknarmenn til, að athugaðir verði möguleikar á að koma upp vönduðu, ís- lenzku sjónvarpi, sem nái til allra lands- hluta. Það er alveg furðulegt hve vamarliðið getur teymt hin íslenzku stjórnarvöld £ jafn þýðingarmiklum málum og hér um ræðir. Það hefur aldrei verið nein þörf fyrir íslenzk stjórnarvöld að veita nokk- urt leyfi fyrir þráðlausu sjónvarpi, eins og í Keflavík. Tæknin á þessu sviði gerir ekki aðeins kleift, lieldur algengt í Banda ríkjunum, að nota þráðbundið sjónvarp. Sjónvarpsnotendur eru bá ekki aðrir en þeir, sem tengdir eru kerfinu í bókstaf- legum skilningi, áþekkt og allir þekkja í sambandi við notkun vcnjulegs síma. Fyrir örfáum dögum gat að Iíta þá smáfrétt í erlendu blaði, að búið væri að tengja 500 hús sjónvarpskerfi í Den Haag í Hollandi. Þeta er nefnt sem dæmi þcss hve ónauðsynlegt er að veita erlendu setuliði Ieyfi til að reka þráðlausa og svo sterka sjónvarpsstöð, að hehningur þjóð- arinnar liggi undir áhrifasvæði henn- ar. □ v._________________________________; JÓLALJÓS Höfum allt til skrautlýsingar fyrir jólin: LITAÐAR PERUR FATNINGAR - IvLÆR SNÚRUTENGLA - FJÖLTENGLA PLASTSNÚRU - GÚMMÍKAPAL JÓLATRÉSSERÍUR - SERÍUPERUR VASALUKTIR, margar gerðir NIPPLA í fatningar o. fl. Skrautlýst jól eru fegurri jól! NÝKOMNAR: HOILENZKAR KÁPUR, fallegar, ódýrar Verð frá kr. 1725.00. VERZLUN B. LÁXDAL Yið liöfum að vei Ú RYALI DILKAKJÖT: Hryggur ht Heil lær Kótelettur Útbeinuð lær Frampartar Heill hryggur alikAlf, Kótelettur Krafísteik Lærsneiðar Gullash Súpukjöt Buff, barið Hamborgarliryggur Fíle - Hak Hamborgarlær Hamborgai Saltkjöt, úrvalsgott Svið — Hjörtu SVÍNAKJC Nýru Lærsteik, b Lærsteik m UNGKÁLFAKJÖT: Bógsteik Lær Kótelettur Útbeinuð lær Hamborgai ÚRVALS HANGIK Tökum á móti pöntunum í jólai ÍÍJÖRBÚÐ K SVESKJUSULTA APRICOSUSULTA JARÐARBERJASULTA BLÖNDUÐ ÁVAXTASULTA NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN Hentugar og nytsamar vörur til jólagjafa HAGSTÆTT VERÐ - FJÖLBREYTT ÚRVAl KAUPFÉLAG VERKAMANNA Kjörbúð og Vefnaðarvörudeild MARSIPAN 200 gr. pakkar NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN 20% LÆKKUN á Ljósakrónum, Borðlömpum, Vegglömpum og Gólflömpum VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Nýtt til jólanna: BLANDAÐAR HNETUR í !/2 kg. grisjupokum - Kr. 22.00 NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN Bókasýningin í Gildaskála KEA er opin. í dag og á morgun (laugardag og sunnudas kl. 4—6x>g 8—10 e. h. — Allar nýju bækurnar liggj frarnmi til lesturs og athugunar. — Notið þetta síðast tækifæri til að kyrina ykkur bækurnar áður en þi kaupið. Bókabúð lóhanns Valdemarssonar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.