Dagur - 23.12.1961, Side 8

Dagur - 23.12.1961, Side 8
8 Pillur lézl al voðaskoti S;í hörmulégi atburður varð í Skriðuhveríi í S.-I'ing. 20. þ. m„ að nítján ára piltur írá Akurcyri, Pétur Leósson, varð íyrir voða- skoti og lézt samstundis. Pétur var sonur Lcós Guð- mundssonar og Gyðu Jóhannes- dóttur, Aðalstræti 14. Daginn áður ók hann austur i bíl sínum og er talið að hann hali ætlað á rjúpnaveiðar í Skriðu- hverfi, þar sem hann er kunnug- ur. En morgunin eftir fannst hann örendur við veginn heirn að Rauðuskriðu. Ekki er vitað um, hvernig slys þetta bar að höndum að öðru ieyti en því, að pilturinn mun hafa látizt samstundis. Rifill hans lá þar hjá, og var skefti hans brotið. Hinn látni var einn á ferð er slvsið bar að höndum. Blaðið sendir ástvinum hins látna innilegar samúðarkveður vegna hins sorglega atburðar. Hvar eru skipin um jólin? ÞRJÚ Akureyrarskipin, Ólafur Magnússon, Akraborg og Súlan eru á síldveiðum fyrir sunnan. Snæfell kom í gær frá Noregi, en þangað fór það með saltsíld- arfarm, 965 tunnur, og kom með salt til Hríseyjar og Hauganess. Sigurður Bjarnason siglir með síld til Þýzkalands, fer héðan annan jóladag. Dalvikurskipin Biörgúlfur og Björgvin eru í Akureyrarhöfn, en munu innan tíðar fara á veiðar. Ólafsfjarðar- og Dalvíkurbátarnir eru flestir á Akureyri. Sæþór, sá er upp rak í Ólafsfirði síðast í nóvem- ber, er nú i slipp á Akureyri. Þrír togarar Útgerðarfélagsins eru á veiðum og koma ekki fyrir jól. Þeir eru: Harðbakur, Kald- bakur og Svalbakur. Sléttbakur er í höfn og verður heima fram yfir hátíð. Norðlendingur varð fyrir ketilbilun á heimleið úr isöluferð 'til Þýzkalands og er óvíst að hann nái heim fyrir jól. Unglingar yfirlieyrðir MIKIÐ ÓNÆÐI er af sprengj- um, sem unglingar nota óspart á nótt sem degi. Tveir voru dæmdir í 500 króna sekt fyrir vítavert athæfi af þessu tagi í miðbænum og margir hafa verið yfirheyrðir. Sprengjur munu hafa borizt með Gullfossi er hann var hér síðast, að því er lögreglan hefur upplýst, en ekki álítur hún að verzlað sé með óleyfilegar sprengjur í verzlun- um bæjarins. Enn er minnt á, að af ógætilegri meðferð slíkra hluta hafa hlotizt alvarleg slys. Skákmóti l MÓTINU LAUK fyrir nokkru. Fimm fjögurra manna sveitir kepptu, og er það heldur minni Jrátttaka en oft hefur verið. Úrslit urðu: -. Sveit UMF Skriðuhrepps 14 vinninga. 2. A-sveit UMF Saurbæjarhr. og Dalbúans 8V2 v. 3. Sveit UMF Möðruvallasókn- ar 8 v. 4. Sveit UMF Svarfdæla 6 v. 5. B-sveit UMF Saurbæjarhr. og Dalbúans 3Vz v. í sveit UMF Skriðuhrepps voru: Guðmundur Eiðsson, Ari Friðfinnsson, Ármann Búason og Sturla Eiðsson. Hraðskákmótið. Það fór fram á Akureyri 15. þ. m. Keppendur voru 22, skak- stjóri Albert Sigurðsson. - „TILVONANDI MEISTARAVERK44 HALLDÓR SIGURÐSSON al- þingismaður vék að því á Al- þingi nýlega, að einhverjir sam- herjar Gunnars Thoroddsen myndu, þegar sparnaðarloforða skráin var útgefin á sínum tíma, hafa óskað honum til 'hamingju með „tilvonandi meistaraverk“ í fjórmálum ís- lands. En einmitt þannig komst Steinn Steinarr að orði eitt sinn um fyrirætlanir í bókmenntum. Hins vegar taldi Halldór Sig- urðsson flesta orðna úrkula vonar um, að hið „tilvonandi meistaraverk“ fjármálarácherra yrði nokkru sinni meira en „til- vonandi“. □ Úrslit: 1. Iijörleifur Halldórsson UMF Öxndæla I8V2 v. 2. Guðmundur Eiðsson UMF Skriðuhrepps 17x/2 v. 3. Jóhann Helgason UMF Ár- roðinn I6V2 v. Nú stendur til keppni milli Hjörleifur Ilalldórsson Akureyringa og Eyfirðinga í skák, sennilega fyrir áramót. — Gert er ráð fyrir að tefla á 50 borðum. Eru þetta einhverjar fjölmennustu skákkeppnir sem fram fara hér á landi. Á síðasta ári unnu Akureyringar keppn- ina með litlum mun. □ Kallað á slökkvilið í FYRRAMORGUN var kallað á Slökkvilið Akureyrar vegna elds í Tunnuverksmiðjunni í innbænum. En þar var aðeins verið að brenna rusli, svo sem þar er daglega gert, enda sá maður verksmiðjunni óviðkom- andi, sem á slökkviliðið kallaði. Samanburður á Ijárlögum Samdrátturinn í verklegum framkvæmdum er einkenni núverandi stjórnarstefnu FJÁRLÖG fyrir árið 1962 voru afgreidd frá Alþingi sl. þríðju- dag og þingi frestað, sennilega til 1. febrúar. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram á mánudaginn og stóð til klukk- an að ganga eitt um nóttina, en atkvæðagreiðsla um breytinga- tillögur fór fram eftir hádegi á þriðjudag, svo og endanleg at- kvæðagreiðsla um frumvarpið sjálft. Þingmenn Framsóknarflokks- íns fluttu við þessa umræðu all- margar breytingartillögur, eink- um um að hækka framlög til verklegra framkvæmda víðs vegar um land, jafnframt því, sem þeir fluttu aðrar tillögur, sem miðuðu að því, að jöfnuður yrði milli tekna og gjalda. Allar þessar tillögur voru felldar af stjórnarliðinu. Niðurstöðutölur hinna nýju fjárlaga virðast vera um 163 millj. kr. hærri en í fjárlögum ársins 1961, samkvæmt athugun, sem gerð var rétt eftir að at- kvæðagreiðslunni lauk. Niðurstöðutölur fimm síðustu fjárlaga eru sem hér segir: Arið 1958 . . Árið 1959 . . Árið 1960 . . Árið 1961 . . Árið 1962 . . 882.5 millj. kr. 1146.0 millj. kr. 1501.8 millj. kr. 1588.7 millj. kr. 1752.0 millj. kr. Þess skal getið, að niður- greiðslur fjárlaganna 1958 og 1960 eru hér tilgreindar þannig, DRÓGU I>Á TIL BAKA I BYRJUN þings í haust lét Sjálfstæðisflokkurinn þá Jónas Rafnar og Magnús Jónsson hætta störfum í fjárveitinga- nefnd, en þar hafa þeir báðir átt sæti undanfarin ár og Magnús verið formaðurinn. Við for- mennsku tók Kjartan Jóhanns- son. Er þá eftir í nefndinni að- eins einn þingmaður úr Norð- urlandskjördæmi eystra, og er það Ingvar Gislason, sem er einn af þremur fulltrúum Fram sóknarflokksins þar. □ að við upphæðirnar, eins og þær voru afgreiddar í fjárlögum þeirra ára, er bætt þeim upp- hæðum, sem varið var úr út- flutningssjóði þau ár, til niður- greiðslu vöruverðs. Niðurgreiðslur hafa síðan ver- ið teknar inn í fjárlög, og er því eðlilegt að tilgreina niðurstöð- urnar 1958 og 1959 á bann hátt, sem hér er gert. Verður það þá ekki véfengt, að hér er um sam- bærilegar niðurstöðutölur að ræða. Árleg hækkun fjárlaga, hefur, samkvæmt framansögðu, verið sem hér segir: Árið 1958—59 263.5 millj. kr. Árið 1959—60 356.0 millj. kr. Árið 1960—61 86.0 millj. kr. Árið 1961—62 163.0 millj. kr. Mörgum mun koma í hug hin mikla sparnaðarloforðaskrá núverandi fjármálaráðherra og meirihluta fjárveitinganefndar, sem birt var á árunum 1960— 1961, samtals í 59 liðum, tölu- settum. Skrá þessi var á sínum tíma prentuð í ræðum ráðherr- ans og nefndaráliti meirihluta nefndarinnar. Sparnaðaráætlanir þessar hafa lítinn árangur borið, enda grun- aði víst marga, að þar væri um lýðskrum að ræða. Jafnframt því, sem útborganir ríkisins í heild, samkvæmt fjár- lögum, hafa hækkað um nálega 100% síðan fjárlög ársins 1958 voru sett, hafa fjárveitingar til verklegra framkvæmda lækkað mjög hlutfallslega og er það að verða mönnum mikið óhyggju- efni víða um Iand. Við þriðju umræðu fjárlag- anna, sl. mánudag, skýrði Sigur- vin Einarsson alþingismaður frá athugun, sem hann hefur gert á f járveitingum til nýbygginga, vega- og brúaframlög af benzín lögum 1958—1962, og eru þá vega- og brúarframlög af benzín- skatti meðtalin öll árin. Sigur- vini Einarssyni telst til, að fjár- veitingar þessar hafi, samkv. fjárlögum 1958 numið 5.27% af heildarupphæð fjárlaganna. Töl- ur þær, sem hér fara á eftir og teknar eru úr ræðu Sigurvins, sýna þær upphæðir (taldar í hundruðum þúsunda), sem veitt ar voru til framkvæmda 1959— 1962 og til samanburðar þær upphæðir, sem þurft hefði að veita til þess að halda hlutfalli ársins 1958, svo og þá upphæð, sem á vantar hvert ár til þess að 5.27% af niðurstöðuupphæð fjárlaga, sé til þessara fram- kvæmda veitt. Fjárveiting 5.27% Vantar millj. millj. millj. ’ 1959 .. 51.7 60.4 8.7 1960 .. 61.5 79.2 17.7 1961 . . 62.0 83.7 21.8 1962 . . 62.4 92.3 29.4 t--------------------- Heilög jól Hringja klukkur í helgidómi blessun mannheimi, björtum rómi. Hver vill ei liðsinni ljá þeim til, að viti reikendur á vegi skil? Blika snæstjörnur í björtum ljósum, sem leiítri neistar aí lífsins rósum. Hver viU ei sjá þá vizku list eilífs anda í æðstu vist? Þótt dagar komi og dagar hverfi, lýðir þeirra ljóma erfi — og beri hann í brjósti þó skuggar hrannist um skapasjó. Gjör hjarta þitt að hörpu, maður! og syngdu lofkvæði, sæll og glaður! Aldrei sortnar þín ævisól, ef hugann verma ein heilög jól. (s. d.) V---------------------

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.