Dagur - 05.01.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1962, Blaðsíða 1
; I ll.I.Aí.N I KA\!SÚk\-\i!M V\.\A R l VrjÓRi: l.KI IM.I K Dávíbsson SKRirsioFA j Haknarstr.i:t» 90 Si\ti i 1 ()(> . SíÉTNINGU og prentun A.NNAST Plií.NI'VERK 0))BS Björnssonar H.I'. Akureyri --------------------------------. XLV. árg. — Akureyri, föstudaginn 5. janúar 1962 — 1. tbl. >- Ai (rf.'í SI N(,A ÓéLSi,ON . ÁH si jÖki: ]o\ Sam- CI'ANCURINN Kostar K;í. 10(1.00 . c ) AÍ.UU.Ma ER i . Ilá.i 'Blaðíb hö:- ' ::Á MiDviSfninv 1 «/A> OC. ,\ ^ i > Yá , A R A.í>A 1>VKIR TH. —1 i léleg áramót á Akure' SAMKVÆMT umsögn lögregl- unnar á Akureyri, voru ára- mótin friðsamari en oftast áður. Brennur voru 17 talsins, flestar í úthverfum bæjarins. Þangað söfnuðust unglingar er líða tók á gamlaárskvöld . og skemmtu sér við logana á meðan elds- neyti brann. En að því loknu fjölmenntu þeir á fjölförnustu götunum. Undanfarin ár hefur þurft að taka nokkuð marga úr umferð vegna óláta og hafa þeir þá verið geymdir á lögreglu- stöðinni þar til um hægðist. Nú kom lítt eða ekki til slíks. Lögreglan hafði að þessu sinni, eins. og nokkur undanfarin ár, hjálparsveit ungmenna úr Vegir sæmilega færir YFIRVERKSTJÓRI vegamála, Guðmundur Benediktsson, tjáði blaðinu í gær, að vegir héraðs- ins væru nú vel færir öllum bifreiðum. Búið er að moka Dalvíkurveg og unnið við snjóruðning í Svarfaðardal. , Vegurinn til Reykjavíkur er opinn og greiðfær. En hálka er víða þar og yfirleitt á öllum vegum, eins og nú er. Vaðlaheiði og Fljótsheiði eru ekki færar, enda hægt að sneiða fyi'ir báðar. Þó kom jeppi yfir Vaðlaheiði í morgun. Vegurinn til Húsavíkur var ekki hreinsaður, en fær á hörð- um slóðum, þar sem ekki nær til vegarins. SKAUTAFÉLAG AKUREYR- AR var stofnað 1. janúar 1937 og var því 25 ára á nýársdag. Af því tilefni hélt félagið hóf að Bjargi, þar sem minnzt var helzu atburða í sögu félagsins og gerðar áætlanir fyrir fram- tíðina. Stofnfundinum 1937 stjórnaði Ármann Dalmannsson. Fyrstu stjórn skipuðu: Gunnar Thor- arensen, formaður, Ágúst Ás- grímsson og Kristján Geir- mundsson, en þeir voru allir miklir áhugamenn um skauta- METAFLIEÐA HVAÐ? SVO ER SAGT að Víðir II, sem allir kannast við sem mikið afla skip, hafi dregið 9100 tonn fiskjar úr sjó á síðasta ári. — Áhöfn er 11 manns og aflinn því 825 tonn á mann. Skipstjóri er hinn kunni aflamaður Eggert Gíslason. Hvergi er getið um slíkan afla í skýrslum um fiskveiðar, á hvern sjómann. ,Afli Víðis er talið íslandsmet, og sumir álíta aflann algert heimsmet, miðað við skips- stærð. □ Gagnfræðaskólanum til aðstoð- ar á gamlaárskvöld, er einkum aðstoðuðu við gæzlu hinna yngstu. Að sjálfsögðu fundust ein- hverjir kassar milli húsa, sem ekki urðu brennueldum að ibráð, og voru þeir dregnir fram og gerðar umferðatruflanir. En ekki urðu nein vandræði af og ekki komu heldur að sök sprengingar í miðbænum. Haldnir voru að minnsta kosti 6 dansleikir í bænum. Þeir fóru friðsamlega fram og þurfti ekki að leita aðstoðar lögreglunnar nema á einu.m þei'rra. Tveir menn gistu „steininn“. f Gagnfræðaskólanum var mjög fjölmennur dansleikur fyrir nemendur og gesti þeirra, undir góðu eftirli'ti kennaranna, og er slíkt mjög til fyrirmyndar, enda eini „þurri“ staður bæjar- ins. Vinveitingaley.fi höfðu aðrir dansstaðir fengið þetta kvöld og mun hafa verið töluvert drukkið. Aðgangur var miðaður við 16 árá aldur. Hins vegar má ekki veita vín yngra fólki en 21 árs. Ekki hefur blaðið fengið nákvæmar fregnir af því, hvern ig starfsmönnum húsanna hefur gengið að velja milli unglinga og þeirra, sem „lögaldur“ hafa til vínkaupa og víndrykkju. En erfitt hlýtur það verk að vera og enn erfiðara þó að sjá um að (Framhald á bls. 2) íþróttina og góðir skautamenn sjálfir. Á þeim árum voru skauta- svell langtímum saman á Akur- eyrarpolli og aðstaða tiil skauta hlaupa 'hagstæðari en síðar varð. Fyrsta skautamótið á Akur- eyri var haldið 31. marz 1941, á vegum Skautafélagsins. Þar var keppt í hraðhlaupi, ishockey, listhlaupi, skautadansi og boð- hlaupi. Fjöldi manns var við- staddur. En árið 1950 var fyrsta ís- landsmót haldið í þessari grein, og þá í Reykjavík. Á Akureyri hafa verið háð þrjú íslandsmót í hraðhlaupi, (en í öðrum greinum hefur ekki verið keppt), 1951, 1953 og 1961. Ak- ureyringar hlutu íslandsmeist- arann í skautahlaupi 1953, 1955 og 1960, Björn Baldursson, einnig 1961, Örn Indriðason. fshockey hefur hvergi á land- inu verið stundað nema hér á Akureyri, og sú grein hefur aldrei lagzt niður, þótt ekki hafi verið við neina aðra að keppa. BLAÐIÐ hringdi til nokkurra fréttaritara sinna í gær og spurði frétta af jólum og ára- mótum. Svörin birtast hér í sömu röð. Sauðárkrókur. Héi' var mjög friðsamt um áramótin. Fyrir jólin var víðar komið upp ljósaskreytingum en áður. Meðal annars setti Raf- veitan og nokkrir einstaklingar Skautamönnum til verðugs hróss má segja, að þeir hafa sýnt mikla þrautseigju og hörku dugnað við að búa sér til að- stöðu tií æfinga, og stundum farið óravegu, jafnvel vestur í Húnavatnssýslu, til æfinga, ef ekki var annars staðar svell að finna. Á haustin sækja skauta- menn til heiða, þar sem fyrr frýs en í byggð, og bregða sér þar á skauta. Mörg hin síðari ár hefur Poll- urinn brugðizt sem vettvangur skautahlaups. Breyting far- vegar Eyjafjarðarár, vegna flugvallarins, var skautafólki einnig mjög óhagstæð, þar eð ferskvatn árinnar fellur austar en áður. Hins vegar hafa yfirvöld bæj- arins og ÍBA haldið uppi skautasvæði lengur eða skemur síðustu vetur við íþróttavöll bæjarins, og ber að þakka það, þótt veðurguðirnir eyðileggi þá fyrirhöfn stundum jafnharðan. Formenn Skautafélags Akur- eyrar hafa verið þessir: , (Framhald á bls. 5) upp fagran ljósakross við sálu- hlið kirkjugarðsins. Skemmtanir voru annan jóla- dag. Leikfélag Sauðárkróks sýndi Biðla og brjóstahöld, Ungmennafélagið Tindastóll hafði barnaskemmtun og stjórn málaflokkarnir gengust fyrir spilakvöldum á milli jóla og nýárs. Á gamlaárskvöld var svo fjöl- mennur áramótadansleikur í Bifröst og stór brenna uppi á Nöfum, eins og venjulega. Á nýársdag hélt kvenfélag stað- arins tvær skemmtisamkomur. í hinni árlegu danslagakeppni sigraði frú Guðrún Eyþórsdóttir og hlaut 500 króna verðlaun. Blöiuluósi. Hinn 30. desember var kuld- inn ofboðslegui', frosl'harka og sunnan strekkingur. Mest var frostið þó tveim dögum áður, 20 gráður, og er það óvenjulegur kuldi. Tvær ’brennur voru hafðar á gamlaárskvöld, var sín hvoru megin við ósa Blöndu. Á-annan dag jóla var dansleikur, en vont Á ÞRIÐJUDAGINN hófust í Reykjavík samningar um báta- kjör sjómanna. í þeim tóku þátt f élög innan Alþýðusambands íslands á Suðurlandi, við Faxa- flóa, Breiðafjörð og á Norður- landi, svo og útgerðarmenn á þessum svæðum. Sjómenn krefjast verulegra kjarabóta. Meðal annars hækk- aðrar skiptiprósentu til að mæta því sem rikisstjórnin tók af fisk verðinu við síðustu gengis- veður dró úr aðsókninni. Snjór var lítill, aðeins föl og því hvítt yfir að líta. En nú er snjólaust og engar torfærur á vegum. Hagi er ágætur fyrir hross og er hvergi farið að taka hesta á hús. Dalvík. Hér var rólegt um jól og ára- mót.. Sjónleikurinn Oskar var sýndur hér annan og þriðja jóladag. Tvær brennur voru á gamlaárskvöld. Björgvin fer á togveiðar og Björgúlfur mun róa með línu. Baldur og Bjarmi eru að fara suður á vertíð, báðir leigðir. Baldvin Þorvaldsson og Hannes Hafstein verða gerðir út héðan í vetur og ennfremur minni dekkbátar. Erfitt færi hefur verið á veg- um og er enn, þó að eitthvað sé það að skána. Héðan mun færra fólk fara á vertíð en áður, vegna vaxandi útgerðar heima. Ólafsfjörður. Nú hafa orðið þáttaskil í út- (Framhald á bls. 2) lækkun, og hefur síðan að nokkru verið varið til að greiða vátryggingargjöld bátanna fyrir útgerðarmenn. Lág skiptiprósena í fyrra byggðist á því að fullt fiskverð kæmi í hlut sjómanna. Þessu hefur ríkisstjórnin raskað í samningum við útgerðarmenn. Sjómenn krefjast 34% í stað 29,5% í fyrra á línu og neta- veiðum. Á togveiðum er farið (Framhald á bls. 5) Skautafélag Akureyrar 25 ára Samningar um bátakjör

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.